Lögberg - 12.04.1945, Page 1

Lögberg - 12.04.1945, Page 1
Hans hágöfgi, landstjórinn í Canada, jarlinn af Athlone, heimsækir Gimli á fimtudaginn þann 26. þessa mánaðar, ásamt landstjórafrúnni Alice prinsessu Fylkisstjórinn í Manitoba, His Honor, R. F. McWilliams, hefir tilkynt íslenzku þingmönnunum í fylkisþinginu, þeim Skúla Sigfússyni, Paul Bardal og G. S. Thorvaldsyni, að Hans hátígn, Jarlinn af Athlone, hafi, ásamt Alice prins- sessu, ákveðið að heimsækja íslenzka landnámið að Gimli á fimtudaginn þann 26. yfirstandandi mánaðar. Gert er ráð fyrir móttökuathöfn, er standi yfir áminst- an dag frá kl. 2 til 3.30 e. h. Jarlinn af Athlone verður þriðji landstjórinn, sem heimsækir íslenzka landnámið að Gimli; hinir voru þeir lávarðarnir Dufferin og Tweedsmur. Jafnskjótt og frekari upplýsingar verða við hendi, varðandi undirbúning áminstrar móttökuathafnar, verða þær birtar hér í blaðinu. ^ERSKYLDU verður EKKI BEITT Forsætisráðherrann, Mr. King, ysti yfir því í þingræðu þann Þ- ni., að við þátttöku Canada stríðinu gegn Japönum, eftir ? ^jóðverjum hefði verið kom- a kné, yrði herskylda ekki ^ttdir neinum kringumstæðum eht; flokksbræður forsætisráð- erra tóku yfirlýsingunni með ^ihlum fögnuði, og það gerðu í rattninni allir flokkarnir, að und- ..ttskildupn Progressiv-Conserva- IVum, sem ásett höfðu sér að j*era herskyldumálið að megin . óeitti í næstu sambandskosn- lngum. hfeð hliðsjón af því, að kjör- tt^abil núverandi þings væri.svo segja á enda, kvað Mr. King ^nina hafa gætt þess vand- §a. að binda ekki hendur þess JJa þings, sem saman kæmi að stÖðnum kosningum með nein- , jn þeim kvöðum, er ríða mundu se yíiHýstan vilja þeirra, s 111 þá færu með völd, hvernig ,v° sem flokkslegri afstöðu Peirra yrði háttað. SPÁIR VANDRÆÐUM EF SAN FRANCISCO STEFNAN MESTEKST General Smuts, forsætisráð- herra Suður-Afríku sambands- ins, flutti ræðu í London á fundi erindreka, sem valdir hafa .verið til þess að sitja fyrirhugað þing sameinuðu þjóðanna í San Franc- isco, þar sem hann lét svo um mælt, að í því falli að þingið mistækist, horfði mannkvnið í heild einungis fram á öngþveiti og óútreiknanlegan háska; hann kvaðst engan veginn vera eins viss í sinni sök varðandi vitur- legar niðurstöður áminsts þings, heimsfriðnum til öryggis, eins og ábyggileg vissa væri nú fengin fyrr hernaðarlegum alsigri hinna sameinuðu þjóða yfir möndul- veldunum. EKKN ASTYRKUR HÆKKAÐUR Fylkisþingið í Manitoba, hefir samkvæmt tillögu frá C. Rhodes Smith, Liberal þingmanni frá Winnipeg, breytt þannig skaða- bótalöggjöf verkamanna, að ekknastyrkurinn verði hækkaður úr fjörutíu upp í fjörutíu og fimm dollara á mánuði. RÚSSAR SEGJA UPP HLUTLEYSISSAMNINGNUM VIÐ JAPAN Síðastliðinn fimtudag gaf utan ríkisráðherra rússnesku ráð- ' stjórnarríkjanna út yfirlýsingu þess efnis, að stjórnin hafi þeg- ar afráðið að segja upp hlutleysis samningi þeim við Japan, sem undirskrifaður var í aprílmán- uði 1941, og lét það þar með fylgja, að Japanir væru land- ránsþjóð, sem ráðist hefði með undirferli á bandamenn rúss- nesku þjóðarinnar. Molotov utan ríkisráðherra, gerði sendiherra Japana 1 Moskvu, persónulega aðvart um þessi málalok. Af þess ari niðurstöðu rússneskra stjórn- arvalda, mun nokkuð mega ráða hvaða afstöðu þau taki til Kyrra- hafsstríðsins, að fengnum fulln- aðarsigri yfir Þjóðverjum. Rússar hafa auðsjáanlega vilj- að ganga að fullu og öllu frá þessu máli, áður en sendinefnd þeirra kæmi til San Francisco stefnunnar. SENDINEFND CANADA A SAN FRANCISCO STEFNUNA Nú hefir það verið gert lýðum ljóst, hvernig sendinefnd sú verði samsett, er sækja á fýrir hönd Canada þing sameinuðu þjóð- anna, sem hefst í San Francisco þann 25. yfirstandandi mánaðar. Formaður sendinefndarinnar verður forsætisráðherrann, Mr. King; honum til aðstoðar verða Gordon Greydon, framsögumað- ur íhaldsflokksins í sambands- þinginu, M. J. Coldwell, foringi C.C.F. flokksins, St. Laurent dómsmálaráðherra, Mrs Cora Casselman, Liberal, Edmonton East, senator J. H. King, Liberal, og senator Lucien Maraud, Kon- servativ. Auk þess verða í förinni sjö sérfræðingar frá hinum ýmsu st j órnardeildum. SEYTJÁN FÖÐURLANDSSVIKARAR HANDSAMAÐIR Franska lögreglan hefir að fyrirboði stjórnarinnar, látið handsama seytján pólitíska stiga menn, sem sakaðir eru um land- ráð, óleyfileg mök við Nazista, og samsæri gegn de Gaulle stjórninni; þeir bíða nú allir dóms, og fá vafalaust á sínum tíma makleg málagjöld. 700,000 HAFA INNRITAST í CANADISKA LANDHERINN Mr. Douglas C. Abbott, aðal- málsvari hermálaráðuneytisins i sambandsþinginu, gerði þing- heimi kunnugt á föstudaginn í vikunni, sem leið, að frá því í septembe* 1939, hefðu um 700 þúsund innritast í canadiska landherinn, þar af 20 þúsund stúlkur. Árið, sem leið, voru 80 þúsund hermenn sendir héðan úr landi austur um haf, og var bað því nær helmingi meira, en í fyrstu hafði verið áætlað. Rúmlega 30 þúsundir úr land- hernum eru komnar heim aftur,- að því er Mr. Abbott segist frá, en um vara- eða styrktarliðið hafði hann að það segja, að tala þess væri nú 75 af hundraði hærri en í fyrra. FÁGÆTUR GULLFUNDUR Á 2.100 fet§ dýpi í Merkers saltnámunum þýzku, fundu Bandaríkjahermenn nýverið, sennilega allan gullforða Þýzka- lands, sem nam að sögn 50 smá- lestum; alls fundust þarna frek- lega 4000 pokar með gulli í, og vóg hver þeirra um sig til jafn- aðar 25 pund, og var innihald hvers þeirra virt á 14 þúsund dollara; sérhver smálest var tal- in miljón dollara virði; ekki átti nú að slá í fjársjóðu Hitlers, þar sem þeir voru geymdir í salti yfir tvö þúsund fet niðri í jörð- inni; miklu af gullkyngi þessu hafa Nazistar rænt og stolið frá ýmsum hinna hernumdu þjóða. í saltnámunni fundust einnig kynstrin af margra þjóða pen- ingum. Á öðrum stað, einnig langt niðri í þýzkri mold, fundu ame- rískir hermenn einnig mikið af handritum og merkum málverk- um, sem stolið hafði verið frá Gyðingum, því þau lutu mest- megnis að menningarsögu þess þjóðflokks. STJÓRNARSKIPTI íJAPAN Koiso-ráðuneytið í Japan, hef- ir orðið knúið til þess að láta af völdum, vegna þess hve þung- lega Japönum sækist róðurinn í stríðinu; fór andspyrnan gegn stjórninni í þinginu dagvaxandi unz þar kom, að hún sá þann kost vænstan að biðjast lausn- ar; nú hefir keisarinn falið Susuki aðmíráli myndun nýs ráðuneytis; hann hefir lítt gefið sig að stjórnmálum, en verið yfir fjörutíu ár í þjónustu Jap- anska flotans; hann er sagður að hafa verið mótfallinn yfirgangi japanskra hernaðarvalda, og borið kvíðboga fyrir því, þegar eftir árásina á Pearl Harbor, að þjóðin myndi kollhlaupa sig áð- ur en yfir lyki í stríðinu; hinn nýi forsætisráðherra er 72 ára að aldri. Þess er getið til, að Suzuki muni ef til vill beita sér fyrir um einhverskonar málamyndar friðartilboð við sameinuðu þjóð- irnar, þó vitað sé að slíkt yrði tilgangslaust, þar sem skilyrðis- lausrar uppgjafar hefir þegar verið krafist af Japönum, engu síður en Þjóðverjum. VEL AF SÉR VIKIÐ Danskir föðurlandsvinir unnu mikið afrek 30. des. s. 1. Þá frelsuðu þeir 15 pólitíska fanga úr ríkisfangelsinu í Horsens. Þennan eftirmiðdag birtust nokkrir föðurlandsvinir uppi á múrnum umhverfis fangelsið. Meðan fangavörðunum var ógn- að með skammbyssu, var stiga rennt til jarðar og áður en fangaverðirnir gætu aðhafst nokkuð, klifu 15 fangar og hjálparmenn þeirra upp stigann og óku á brott í nokkrum vöru- bifreiðum, sem voru til taks fyr- ir utan. • GÖTUBARDAGAR í TVEIMUR STÓRBORGUM Hersveitir bandamanna eru nú komnar inn í þýzku stórborg- ina Hannover og Bremen; stóðu yfir, er síðast fréttist, ákafir götubardagar í hvorri borginni um sig, og er nú víst talið, að þær falli báðar innan sólarhrings eða svo. VÍNARBORG í ÞANN VEGINN AÐ FALLA Að því er síðustu fregnir herma, hafa rússnesku herirnir tvo þriðju Vínarborgar á valdi sínu, og mun það aðeins vera tímaspursmál, unz borgin fellur þeim í hendur; andspyrnan af hálfu Þjóðverja innan vébanda borgarinnar, reyndist langtum veikari, en búist var við í fyrstu. BLAÐ EVRÓPUDEILDAR GUÐSPEKINGA RÆÐIR UM ÍSLAND Blaðið “Theosophy in Action”, málgagn Evrópudeildar Guð- spekifélaganna, flutti í desember grein um ísland eftir Yiggu Jónsdóttur hjúkrunarkonu. Segir þar frá sögu íslands og sjálf- stæðisbaráttu, og lýkur henni með þessum orðum: “Þegar horft er um öxl yfir sögu íslands, verð ur það ljóst að framfarir hafa orðið því meiri sem kyndill frelsisins hefur logað bjartar. Því trúa íslendingar á mátt frelsisins og héldu hátíðlegan fæðingardag lýðveldisins 17. júní að Þingvöllum, þar sem þjóðþing vort var fyrst sett.” “LOFTLEIÐIR” H.F. HAFA FLOGIÐ 97750 KM. Frá því að félagið Loftleiðir h. f. hóf flugferðir í apríl síðastl. hafa verið flognir 97750 km., en alls hafa verið farnar 408 flug- ferðir. Sjúkraferðir hafa verið farn- ar 20 og 907 fárþegar fluttir. Af pósti og öðrum flutningum voru flutt 6520 kg. Þá annaðist félagið síldarflug um tveggja mánaða tíma í sum- ar. Alls hefur verið flogið til 40 staða víðsvegar á landinu, en einkum hefur félagið þó haldið uppi ferðum til Vestfjarða. ÍTALIR VIÐURKENNA ÍSLENZKA LÝÐVELDIÐ ítalska stjórnin hefir viður- kent stofnun lýðveldis á íslandi og borið fram heillaóskir hinu íslenzka lýðveldi til handa. Seg- ir á þessa leið um það í frétta- tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. “Utanríkisráðuneytinu hefir borist orðsending frú utanríkis- ráðherra ítalíu, sem er svar við orðsendingu íslenzka utanríkis- ráðuneytisins frá 17. júní um stofnun lýðveldis á íslandi og kjör forseta íslands. Viðurkennir ítalska stjórnin með orðsendingu þessari íslenzka lýðveldið og sendir forseta þess og þjóðinni allri hlýjar árnað- aróskir með von um góða sam- vinnu og samkomulag beggja landannh.” Mbl. 11. jan. 0r borg og bygð Fyrirlestur sá um Hallgrím Pétursson og skáldskap hans, sem séra Valdimar J. Eylands flutti á fræðslumóti Icelandic Canadian Club í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið mánudags- kvöld, var bæði snildarlega sam- inn og ágætlega fluttur; áheyr- endur hefðu vel mátt vera nokk- ru fleiri. • Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu 627 Agnes Streei hér í borginni, Árni Johnson, 74 ára að aldri; hann kom ungur til þessa lands, og tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni; í hinni hrikalegu orustu við Somme, misti Árni annan fótinn; eftir að Árni var gróinn sára sinna, réðst hann í þjónustu landbúnaðar- ráðuneytis Manitobafylkis, og starfaði þar í aldarfjórðung. Árni lætur eftir sig ekkju, Sesselju, eina dóttu^ Mrs. J. J. Robinson í Chicago, og þrjá sonu, Hermann í Winnipeg, Conrad í herþjónustu austan hafs, og Edgar í Bandaríkjahern- um. Útför Árna fór fram frá Bar- dal síðastliðinn þriðjudag. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. • Hið árlega Tea og sala á mun- um eftir blint fólk, til hagnaðar fyrir Blind Institute, byrjar á 6. hæð T. Eaton- búðarinnar á mánudaginn þann 16. þ. m., og helst út vikuna. Báðar deildir Kvenfélags Fyrsta lúterska safn- aðar, leggja fram skerf sinn þessu nytjamáli til fulltingis. • Danish Member of Parliament to speak in Winnipeg. Robert Staermose, member of the Danish Parliament, who escaped from Denmark in a fish- ing boat to Sweden, and later was flown to England, is now touring this coutinent under the auspices of the Danish Informa- -tion Service, New York. He addressed the Canadian Club and the Institute of International Affairs in Montreal, and in Toronto the University and the Empire Club. The Danish Relief Fund, Mani- toba Branch, has arranged for a meeting for Mr. Staermose in the Danish Church, Bannerman Ave. on Tuesday, April 17, at 8 p.m. And at 12.15 The Viking Club will sponsor a luncheon meeting in the Hudson’s Bay Co restaur- ant, 5th floor. also on Tuesday, April 17. It is the hope that as many as possible can manage it will be present on this occasion, where Mr. Staermose will speak on the present political situation in Denmark and post-war Recon- struction. Specially invited guests are also members of the Empire Club, and Rev. Dr. W. G. Martin will express the thanks of the audience. Við útför svarta kattarins Ætíð var hann, efalaust, einn af þessum smáu, en fölskvalausa trygð og traust, túlkuðu augun gráu. Um metorð trauðla’ eg togast á að tíðarandans hætti, hunda og katta hylli ná, hálfu betra þætti. Jónbjörn Gíslason.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.