Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRIL, 1945 8 r- Or borg og bygð Magnús Magnússon, trésmiður, 650 Home Street hér í borginni, lézt að heimili sínu aðfaranótt síðastliðins mánudags, eftir all- langa vanheilsu; hann var frek- lega 74 ára að aldri. Magnús var ættaður úr Fljótsdalshéraði; hann var hinn mesti greindar- maður, og fróður um margt. Magnús lætur eftir sig 6 börn. Útförin fer fram frá Bardal kl. 2 á föstudaginn kemur. Séra Valdimar J. Eylands flytur kveðjumál. • A regular meeting of the Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor Street, will be held in the church parlors on Tuesday, April 17, at 2.30 p.m. Heimboð. Þriðjudagskvöldið, 17. apríl, heldur Jón Sigurðsson félagið skemtikvöld í neðri sal Sam- bandskirkju, Banning St. og Sarg ent Ave. Heiðursgestir við þetta tækifæri verða allar vinkonur félagsins, sem hafa svo lengi og dyggilega unnið við það að prjóna sokka, vetlinga o. fl., sem sent hefir verið til hermanna okkar á stríðsvöllum víðsvegar um heim allan. Félagið er mjög þakklátt þessum hjálpsömu konum, og er þeim öllum boðið að koma á þetta vinamót og njóta skemtunar með félagskon- um um stund. Stutt skemtiskrá fer fram og kaffiveitingar verða framborn- ar. • Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lútersku kjrkju. Mrs. Pálmi Thordarson, Up- ham, N.-D. $1.00. Miss Ingibjörg Gíslason, Árborg, Man. $1.00. Mr. og Mrs. Kristján Guðmundson, Árborg, Man. $1.00. Mr. og Mrs. Th. Ólafson, Antler, Sask. $1.00. Albert Thordarson, Langruth, Man. $1.00. Mrs. J. Thordarson, Langruth, Man. $1.00. Ónefndur, Winnipeg $5.00. Kærar þakkir. V. J. E. • Sigurlaug Ravatn, kona Einars Ravatn lögregluþjóns í Winni- peg, lézt á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, 20. marz s. 1. Foreldrar hennar voru þau Trausti Friðriksson frá Höfða- hverfi í Þingeyjarsýslu og kona hans Ása Ásgrímsdóttir frá Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu. Komu þau hjón vestur um haf árið 1922, og settust að í Baldur, Man., og hafa dvalið þar síðan. Á íslandi áttu þau síðast heima á Sauðárkróki, og var Sigurlaug fædd á Framnesi í Skagafirði, 21. okt. 1909. Einar Ravatn, maður Sigur- laugar er Norðmaður; eignuðust þau eina dóttur barna. Sigurlaug heitin var prýðilega vel gefin kona, og hvers manns hugljúfi. Er foreldrum hennar og öðrum ættingjum sár harmur kveðinn við burtför hennar. Hún var jarðsungin af séra Valdimar J. Eylands frá útfararstofu Bar- dals, fimtudaginn 22. marz að viðstöddum miklum fjölda fólks. • Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Sam- bandskirkjunni hér í borginni, þau Benedikt B. Benediktsson og Jóna Marion Björnson. Séra Philip M. Pétursson gifti. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Gísli Benediktsson í Wynyard, Sask., en brúðurin dóttir Dr. Sveins E. Björnsonar og frú Marju Björnson í Árborg. Að afstaðinni vígsluathöfn, var setin vegleg veizla að heimili þeirra Mr. og Mrs. Árni G. Eggertson, 719 Palmerstone Ave., er Mrs. EggertSon móðursystir brúðarinnar. . Lögberg árnar brúðhjónun- um allra heilla í framtíðinni. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 15. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir velkomnir. S. Ólafsson. • Prestakall Norður Nýja íslands. 15. apríl — Geysir, messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. 22. apríl — Hnausa, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. Sunnudaginn 15. apríl verða eftirfylgjandi messur fluttar j Norður-Dakota prestakalli: Vídalíns kirkju kl. 11 f. h. á íslenzku. Gardar kirkju kl. 2.30 e. h. á íslenzku. Mountain, kl. 8 e. h. á ensku. Allir velkomnir. H. Sigmar. • Guðsþjónusta í Vancouver, kl. 7.30 e. h., sunnudaginn 15. apríl í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. ÓFRUMLEGZJR SKÁLDSKAPUR Þegar apakettir og aulabárðar ræða um skáldskap, er það tíðum ein af höfuðgreinum trúarjátn- ingar þeirra, að skáld skuli vera frumleg. Þar með er vafalaust meint, að þau skuli segja það, sem aldrei hefir áður sagt verið. En þegar við heyrum þessa kröfu fram setta, þurfum við aldrei að vera í vafa um það, að blindur maður er að dæma lit. Þetta er ekki annað en aulaskapur, og einhver rekur sennilega minni til þess, hvernig George Brandes húðstrýkti þann aulaskap. “Eins og ekki sé búið að segja að minst- a kosti hundrað sinnum alt það, sem vert er að segja,” sagðí líka Goethe. Jú, það er víst ekki efa- mál. En þar með er vitanlega ekki sagt, að sá sem yrkir eigi eða megi vera bergmál af öðru skáldi. Stundum bar það við — raunar ákaflega oft — að um hreint bergmál virðist að ræða þegar atvik og aðstæður sanna að svo getur þó ekki verið. Síðastlið- inn vetur varð eg eitt sinn sem steini lostinn er Jón Magnússon las mér sálm eftir sextándu- aldar skáld íslenzkt, því að kafli úr honum var því líkastur sem hann væri þýðing á hinum fræga enska sálmi “Rock of Ages,” er þeir hafa þýtt á íslenzku, síra Matthías Jochumsson og (betur) síra Lárus Halldórsson. En sá sálmur er ortur á átjándu öld, og það er í meðallagi sennilegt kð höfundur hans hafi haft ís- lenzka sálminn fyrir sér. Fyrir nokkrum dögum var eg að blaða í óvenjulega góðu ljóða- safni, ‘A Book of Russian Verse,’ þ. e. rússneskum ljóðum í enskri þýðingu. Þar urðu m.a. fyrir mér þessi erindi, eftir skáldið Lermontoff, sem féll í einvígi ári áður en Kristján Jonsson fæddist : When life’s oppressive hour is mine And in mæ heart griefs crowd, A prayer of wondrour power is mine That I repeat aloud. Blessed is the strength that flows to me In concords of sweet sound; Past reckoning is biows to me Divine enchanted round. N Doubt, like a burden, leaping then Far from the spirit flies; From words of faith and weep- ing then How light, how light we rise ! Kvæðið nefnist Prayer (Bæn). Ef mér hefði verið sýnt það, og sagt að það væri þýðing á Tárinu eftir Kristján, þá hefði eg sagt að hún væri góð, og að ekkert væri athugavert við að þýða þarna ‘tár’ með ‘bæn.’ Hugsun- in er alveg sú sama: Guði opnuð leið, svo að hann geti komið með huggun sína. En eftir þetta getum við ekki sagt að Tárið sé “frumlegt” kvæði ! Hitt er annað mál, hvort okkur verður það ókærara þar fyrir. Sn. J. Fálkinn. Wartime Prices and Trade Board Allir bændur sem selja skamt- aðar vörur svo sem smjör, Maple síróp eða hunang, verða að inn- heimta seðla frá kaupendum og senda þá mánaðarlega á næstu skrifstofu Local Ration Board. Seðlarnir eiga að sendast í sér- stökum umslögum sem skrifstof- urnar leggja tii. (primary producers envelopes RB—61.) Það er á móti lögunum fyrir bændur eða aðra að kaupa út á seðla sem þeir innheimta sem framleiðendur. Spurningar og svör. Spurt. Samkvæmt síðasta blaði er ætlast til að við notum sætmetis seðia til þess að fá syk- ur til niðursuðu ávaxta, okkur er sagt að tveir hafi þegar geng- ið í gildi, að átta seðlar" öðlist gildi 17. maí og þeir tíu sem eftir eru gangi í gildi einhverntíma í sumar. Eg hefi verið að athuga skömtunarbækurnar og finn að það eru ekki nærri því nógu margir sætmetis seðlar í þeim til þess að þetta fyrirkomulag geti heppnast, Mig langar til að fá frekari skýringu. Svar. Það er satt að sætmetis seðlarnir í bókunum hrökkva ekki til, en það eru þó nokkrar seðlasíður í bókunum, sem enn sem komið er hafa ekki verið notaðar. Þessir vara-seðlar voru prentaðir einmitt til þess að það mætti grípa til þeirra af á lægi. Eitthvað af þessum seðlum á að nota þegar búið er með alla sæt- metisseðlana. Það er enn ekki búið að tiltaka þá, en okkur verður tilkynnt um hvaða seðla eigi að nota löngu áður en þeir ganga í giidi. Spurt. Maður les á hverjum degi um hámarksverð á matvæl- um og öðrum vörum. En þegar farið er í búðirnar er verð miklu hærra sumstaðar en annarstaðar. Er smábúðum leyft að selja með hærra verði en stóru búðunum? Svar. Allar verzlanir verða að fylgja hámarks reglugerðunum. Samkvæmt þeim verður hver verzlun að halda sér við það H AMBLE Y "CANADA’S LARGEST HATCHERIES” Four hatches each week. R.O.P. Sired Leghorn Pullets, also Government Approved New Hampshires for PROMPT DELIVERY Rush your order TODAY! Send deposit or payment in full. ORDER FROM NEAREST BRANCH PRICES TO MAY 16 F.O.B. MAN., SASK. BRANCHES Govt Approv.| 100 50 | 25 14.25; 7.60|4.05 28.50! 14.75|7.60j 3.00 2.00! 1.00' 15.25| 8.1014.30! 25.00113.00 6.75| ll.OOj 6.0013.001 15.25 8.10|4.30| 25.00 13.00 6.75! 11.001 6.00 3.00! Breed W. Leg. W.L. Pul W.L. Ckls B. Rocks B.R. Pul B.R. Ckls N. Hamp N.H. Pul N.H. Ckls i R.O.P. Sired f 100 | 50 I 25 I15.75| 8.35Í4.45 131.00! 16.00|8.25 | 4.00J 2.50|1.50 | Spec. Mating 8.8514.70 14.5017.50 6.5013.25 .8.8514.70 128.00'14.50|7.50 12.00| 6.5013.25 16.75 28.00 12.00 16.75 REDUCED PRICES MAY 17 ON 13.25 7.10'3.80| 26.50 13.7517.10 3.00 2.00 1.00! I 14.25| 7.60|4.05j 23.00 12.00j6.25| 11.00Í 6.00!3.00 14.25 7.604.05! 23.00! 12.00|6.25| 11.00' 6.00|3.00| Guar. 100% W. Leg. W.L. Pul W.L. Ckls B. Rocks B.R. Pul B.R. Ckls N. Hamp N.H. Pul N.H. Ckls '14.75| 7.85!4.20 29.00 15.00|7.75 I 4.001 2.5011.50 | Spec. Mating [15.75 8.35|4.45 '26.00 13.5017.00 112.00 6.50!3.25 '15.75| 8.3514.45 |26.00ilá.5017.00 12.001 6.50|3.25 live arr. Pullets 96% acc. HAMBLEY ELECTRIC HATCHERIES Winnipeg, Brandon, Portage, Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton, Swan Lake, Boissevain, Dauphin, Abbotsford, B.C., Port Arthur. Mjólkin frá Central Dairies Limited er hrein og holl. Kaupið hana. — íslendingar, sendið mjólk yðar til Central Dairies Limited, Winnipeg. Hæst verð. Greið viðskipti. Phone 57 237 Central Dairies Limited 121 SALTER STREET WINNIPEG mmmwmmwmmwmi wmmmm.^ SAMK0MA í Fyrstu lútersku kirkju, Sumardaginn fyrsta, fimtudag- inn 19. apríl. — Byrjar með sálmasöng og bæn SKEMMTISKRÁ: 1. Ávarp forseta ............. Mrs. B. B. Jónsson 2. Piano Solo ............Miss Barbara Goodman 3. Einsöngur ............. Miss Margaret Sigmar 4. Ræða ................ Séra Valdimar J. Eylands 5. Tvísöngur .............. Miss Margaret Sigmar Mr. Alvin Blondal 6. Framsögn ........... Mrs. Hólmfríður Danielson 7. Samsöngur ....... Nokkrar stúlkur, undir umsjón Miss Snjólaugar Sigurðsson VEITINGAR Ókeypis inngangur. — Samskot. Byrjar stundvíslega klukkan 8.15 e. h. mmmmmmmmmmmmmm verö er hún seldi fyrir á hámark_ tímabilinu (15. sept. til 15. okt., 1941). Verðmunur hefir ætíð átt sér stað. Þær búðlr sem hægt er að verzla við í gegnum síma og sem flytja pantanir heim og halda reikning fyrir fólk, hafa mikinn aukakostnað. Fólk verð- ur að borga fyrir þessi þægindi með hærra vöruverði en í sjálf sölubúðunum, sem hvorki hafa eins háan flutnings- eða af- greiðslukostnað. Smjörseðlar númer 102 ganga í gildi 12. apríl. Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. GEYMIÐ yðar L0ÐFÖT hjá QUINTON’S pað er ekki of seint að tryggja loðföt gegn mölflugum, eldi og þjöfnaði, Finnið Quinton’s strax viðvlkjandi — • AÐGERÐUM • HREINSUN • _______• GEYMSLU •_________ Vetrar klœðisyfirhafnir (tQ Kostaboð! ■** t • HREINSUÐ • GEYMD ■■ • VATRYGÐ _______Fur Trirn—Slightly extra. SÍMI 42-361 MOST ... SUITS - COATS - DRESSES “CELLOTONE” CLEANED IV CASH AND CARRY CALLED FOR AND DELIVERED (Slightly Extra) Phone 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Ambassador Beauty Salon Nýtlzku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. Islenzka töluð á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Sími 92 716 S. H. Johnson, eigandi. The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-BTRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Elgandl 281 James Street Phone 22 641 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Þeim, sem hafa peninga og vilja ávaxta þá, viljum við benda á að hvergi er betri tryggingu að fá, fyrir lánum heldur en fasteignir í Winnipeg og hvergi heldur betri vexti. — Leitið upplýsinga hjá J. J. Swanson & Co. Ltd. PHONE 97 538 308 AVENUE BLDG.. WINNIPEG Y0UNG PE0PLE! If you are wondering what to give your Icelandic friends or relatives, here is the answer: “Björninn úr Bjarma- landi”, the newly published book by Þorsteinn Þ. Þor- steinsson would be a most welcome gift. In good cover $2.50, bound $3.25. Postage lOc extra. Send orders to— THE C0LUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA HOUSEHOLDERS -- ATTENTION -- We have mosl of ihe popular brands of coal in slock aí preseni, bui we cannot guaraniee ihai we will have ihem for ihe whole season. We would advise ihai you order your fuel ai once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us io serve you beiier. MCpURDY CUPPLY TO. LTD. V/BUILDERS'O SUPPLIES V/ and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlinglon St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.