Lögberg - 26.04.1945, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1945
Og dauðir munu upprísa
Eftir DYSON CARTER
Þýtt af Jónbirni Gíslasyni
Frh.
Fimtíu særðir menn í dauða-
teigjunum, voru læknaðir á sama
hátt; í sumum tilfellunum var
öndunaraðferðin notuð í sam-
bandi við inndælingu blóðs. Þeg-
ar lofti var þannig þrengt út og
inn um lungun, kom í Ijós að
þessi þvingaða þensla og sam-
andráttur lungnanna, framkall-
aði æsingu vissra tauga og vöðva
er stjórna andardrættinum og
komu þannig hinni stöðnuðu
vélasamsetningu líkamans í gang
að nýju. Vakning hjartaslaganna
samfara endurnýjun andardrátt-
arins, framkallaði fulla meðvit-
und.
Af þessum fimtíu, komust 22
til heilsu um stundarsakir, en
dóu síðar af afleiðingum sára
sinna. Tólf læknuðust að nokkru
leiti, en aðrir tólf læknuðust að
fullu og öliu; tvö tilfelli mis-
heppnuðust algjörlega.
Eftir að þessar tilraunir höfðu
farið fram á dauðum og deyj-
andi mönnum, var dáinn her-
maður, Ivan K. að nafni, vakinn
til meðvitundar og lífs, en aðeins
í 3y2 klukkustund: “Hvar er eg?”
spurði hann. Að svo mæltu dó
hann af alvarlegum sárum er
hann hlaut á vígvellinum.
Næsta tilfelli var endurlífgun
Valentine Cherepanov, er var
dauður, en nú heill heilsu eins
og áður var getið um.
Síðan hefir fjöldi manna verið
“reistir upp frá dauðum.” '
f sambandi við sífelt endur-
bættar rannsóknir í þessum efn-
um, fórust Dr. Negovsky þannig
orð: “Það gleður mig mjög ef
þær niðurstöður, sem vér höfum
fundið, vekja áhuga stéttabræðra
vorra að ná tökum á fullkomn-
ari aðferð við endurlífgun dá-
inna líffæra.”
Fyrsta spurning vor verður
auðvitað þessi: Hve löngum tíma
eftir andlát, mun Dr. Negovsky
takast að vekja menn til lífsins?
Nú á þessum tíma er ef til vill
heppilegra að krefjast ekki á
kveðins svars, vegna mikilvægis
þessara hluta, meðan stríðið
stendur yfir. En sjáanlega verð-
um vér að endurskoða allar hin
ar eldri kenningar um dauðann.
Afstaðan breytist með hverri
viku sem líður.
Fyrir skömmu var það við-
tekið sem staðreynd, að heili
mannsins dæi jafnskjótt ýmsum
öðrum líffærum líkamans. Aug-
un lifa t. d. 30 mínútum lengur.
Vissir vöðvar 10 klst. Blóðsell-
ur 18. Bein 3 daga og hár og
neglur heila viku. Hvað mein-
um vér nú með hugtakinu
“dauði” þegar svona er ástatt?
Er það þegar heilinn er svo
skaddaður af efnafræðilegum
breytingum, að öll hugsun og
skynjun er útilokuð? Læknavís
indin svar því játandi.
Nú er spurningin: Hvernig get
um vér sett nokkurt tímatak-
mark fyrir endurheimtri starf-
semi heilans, með þau áhöld
reiðubúin, sem nú eru fundin?
Vér vitum nú að heilinn deyr
ekki strax, í sumum tilfellum
að minsta kosti. Læknarnir Rub-
in, Hoff, Winkler og Smith, við
Yale háskólann, hafa sannað að
heilinn starfar löngu eftir það
sem kallað er, að líkaminn sé
dáinn. Það er auðvelt að trúa að
kraftaverk geti skeð gagnvart
dauðum heila, þegar aðferðar
Dr. Negovsky er gætt, við dauð
hjörtu og lungu.
Hin skarpa merkjalína milli
lífs og dauða, hefir í sannleika
verið þurkuð út af læknavísind-
unum og áhrif þess á heimspeki-
legar og trúfræðilegar hugmynd
ir er ómælanleg.
Hinir raunverulegu möguleik-
ar fyrir algjörum sigri yfir dauð-
anum, vekja ákaflega athygli
Framkvæmdir læknanna við há-
skólann í Michigan, gefa glæsi-
legar vonir um aukna björgun
mannlífa á sjúkrahúsum.
Nákvæmar tilraunir hafa
sannað að sjúklingar missa venju
lega meira blóð á uppskurðar-
borðíinu en jafnvel læknarnir
sjálfir athuga. Blóðinndæling er
því í öllum tilfellum varnar-
meðal og getur fyrirbygt alvaf-
leg eftirköst og flýtir afturbata.
Ýmsir halda fram að blóðgjafir
ættu helst að fara fram á undan
hverjum læknisskurði, sem
trygging gegn dauðanum.
Líffræðingar hafa fært sönn-
ur á mikilvægt atriði gagnvart
blóðrás líkamans. Hvers vegna
og hvernig deyjum vér úr sjúk-
dómum, slíkum sem lungnabólgu
og barnaveiki?
Enn er til fólk, sem heldur að
sjúkdóms baktería ráði niður-
lögum líkatna vors á sama hátt
og þegar t. d. maurar naga í
sundur viðarbjálka. Slík skoðun
er vissulega röng. Vér vitum ekki
með vissu hvernig bakteríur
drepa oss. Vér vitum jafnvel
ekki hversvegna “microbes”
valda veikindum.
Amerískur sérfræðingur á
“sulfa drugs”, Dr. M. L. Crossley
að nafni, hefir stuðlað mjög að
náinni rannsókn á' sjúkdómum
og dauða. Hann hefir sannað að
það er ekki bakterían sjálf sem
gjörir oss veika, heldur efna-
fræðilegar breytingar sem hún
veldur í blóði voru og blóðvökv-
um. Þannig t. d. á einu stigi
lungnabólgu athyglisverð aukn-
ing af “glucosamine” í blóði sjúkl
ingsins. Það er einmitt þetta efni
sem veldur óttaverðum sjúk-
dómseinkennum, kvölum, hita og
eymd. Á öðru stigi veikinnav
leynist allmikið af “vitamin” í
þvaginu, er því dýrmæta efni
rænt af byrgðum þeim sem lifr-
inni er ætluð að geyma.
Berklabólga einkennist af of
litlu saltefni í hryggvökðunum,
og við framsókn veikinnar verð-
ur vart aukinna byrgða af
“protein” í blóðinu.
Þessar staðreyndir virðast ef
til vill þýðingarlausar, en Dr.
Crossley og fleiri líffræðingar
fundu í þeim vitnisburði um
ýms sjúkdómseinkenni. Hiti,
kuldahrollur, ógleði og bólga, or-
sakast af einfaldri efnabreyt-
ingu í blóðinu og geta að lokum
leitt til dauða. Enn sem komið
er, hafa vísindin ekki fengið
sannanir fyrir hinum þýðingar-
meiri efnabreytingum á þessu
sviði, en þegar þær fynnast að
lokum, verða áreiðanlega fundn-
ar leiðir til að sigra sjúkdóm og
dauða.
Fyrst af öllu verður þá mögu-
legt að vinna gegn þeirri efna-
breytingu í líkama vorum, sem
gjörir oss sjúka. Þegar það er
framkvæmanlegt, getur líkam-
inn háð sína eigin baráttu við.
sjúkdóma bakteríur, án aðstoðar
lyfja eins og penicillin og vér
mundum ekki verða varir neinna
sjúkdómseinkenna. Nú þegar
geta læknar útilokað allar kvalir
af liðskekkju með einfaldri inn-
sprautun, en skemdin er ei að
síður óbreytt og verður að taka
sinn eðlilega tíma til að bætast
að fullu.
í öðru lagi eru vísindin í þann
veginn að uppgötva þau efni í
líkama sumra manna, sem gjöra
þá óhæfa fyrir móttöku sjúk-
dóma, jafnvel þó blóð þeirra og
lungu séu full af bakteríum.
Hinn frægi vísindamaður, Dr.
C. A. Elvehjem frá Visconsin,
spáði því fyrir skömmu að nýtt
tímabil væri að renna upp í sögu
lyfjanna og læknisfræðinnar, þar
sem ný og nú óþekt vitamíns,
er læknuðu og fyrirbygðu sjúk-
dóma af öllum tegundum, yrðu
í fullkominni notkun.
Á sama hátt og vitamin D lækn
ar beinkröm, vitamin B “pell-
agra” og vitamin C skyrbjúg,
svo munu nýjir lífgjafar finn-
ast, er lækna jafnvel enn verri
manna mein.
Kvennsjúkdóma læknirinn
enski, Haden Column og hol-
lensku læknarnir Roger og Van
Gúinterthad, hafa fyrir skömmu
fundið nýja og undraverða hæfi-
leika í vitamin C. Þetta undra-
efni hefir eftir amerískum rann-
sóknum, reynst áhrifamikið gegn
asthma og hayfever í mörgum
tilfellum, auk þess hefir það djúp
áhrif á ófrjósemi og kynferðis-
lega hæfileika og ef til vill á
lífsafl manna og kvenna yfirleitt
og einkum á tvo þýðingarmestu
kirtla líkamans.
Niðurl.
Sá sig um hönd.
Hún: “Ef eg á að giftast þér,
verður þú að hætta að drekka.”
Hann: “Já.”
Hún: “Og hætta að reykja.”
Hann: “Já.”
Hún: “En segðu mér nú. Er
það ekkert, sem þig langar til
að hætta við af eigin hvötum?”
Hann: “Jú, eg held eg hætti við
að giftast þér.”
FYRIRHEIT
SEM ALDREIHEFIR
NDKKRU SINNIBRUGÐIST
yrirheitna landið ... Þannig er Canada nefnt af
öðrum þjóðum heims. Spyrjið þá, sem hafa ferðast.
Eða spyrjið heimkomnu hermennina; þeir segja
yður frá hve fólk annara landa þyrstir eftir fróð-
leik um þetta unga land. Miljónir stríðsþjakaðra
manna dreymir um Canada ... þar sem draumar
rætast.
Þannig hugsuðu feður vorir; og þess vegna
erum vér — canadiskir borgarar.
Arfleifð vor er mikil þeirra vegna. Fá lönd
jafnast á við Canada að námuauðlegð, skógum,
góðum bújörðum, vatnsorku og öðrum fríðindum,
sem einkenna Canada. Já, Canada er auðugt land
— ekki einungis af efnislegum gæðum. Landið
er líka auðugt í sonum sínum og dætrum, full-
komnum alþýðuskólum, háskólum, og stofnunum
varðandi heilsufar þjóðarinnar; hér er land tæki-
færanna.
Vegna áminstra fríðinda og skipulagningar,
hefir Canada ávalt fullnægt öllum skyldum sín-
um. 1 öllum viðskiptum við annað fólk, önnur
stjórnarvöld, hefir Canada ávalt efnt loforð sín.
Og slíkt verður einnig gert í framtíð allri.
Canada með öll náttúrufríðindi sín og fólkið
að bakhjarli, heldur loforð sín um endurgreiðslu
hvers dollaras, er þér leggið í Sigurlánsveðbréf.
Og stjórnin lofar að greiða yður $3 ár hvert fyrir
$100, sem þér lánið.
Og vegna þess að Canada berst til þess að
vernda alt, sem canadiskt er, eru íbúar Canada
staðráðnir í að kaupa eins mikið af Sigurláns-
veðbréfum og þeir framast orka. Vér verðum að
koma Áttunda Sigurláninu í örugga höfn, alveg
eins og raun varð á um öll hin fyrri lán.
Hér er tækifæri til þess að láta dollara yðar
þjóna Canada . .. og yður sjálfum.
Og með því að þjóna, sparið þér jafnframt
fyrir aukin tækifæri, sem þér verðið hluthafar í,
varðandi bjarta framtíð fyrirheitna landsins ...
Canada.
Leggið fé í það bezta—
KAUPIfl SIGURLANSVEBBREF
\ 8-65
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE