Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRIL, 1945 5 ÁHI I AU VI rVCNNÁ Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mrs. Cora Casselman Eins og kunnugt er, mæta í dag erindrekar frá sameinuðu þjóðunum á þingi í San Franc- isco til þess að skipuleggja al- þjóðasamtök varðandi framtíðar- frið milli þjóðanna. Meðal þeirra, sem forsætisráð- 'herra Canada hefir valið, sem fulltrúa Canada á þinginu er ein kona — Mrs. Cora Casselman. Við erum minnugar á það að í lok fyrra stríðsins voru konur hafðar lítt í ráðum hvað snerti ráðstafanir, sem þá voru gerðar til að varna styrjöldum. I>að er því fagnaðarefni að hugsunar- háttur fólksins og stjórnarfor- manna er orðinn það réttsýnni að nú þykir ekki sæma að ganga algerlega framhjá kvennþjóðinni í þessu mikilvæga máli, sem vissulega varðar konur eigi síð- ur en karlmenn. Einn af erind- rekum Bandaríkjastjórnar er líka kona, Virginia C. Gilders- leeve. Forsætisráðherrann Mackenzie King, hafði ekki úr mörgum þingkonum að velja fulltrúa canadisku kvennþjóðarinnar. Þar eiga aðeins tvær konur sæti og er hin Mrs. Dorise Neilsen, sem kosin var á þing af hálfu Labour Progressive flokksins. Mrs. Cora Casselman var kos- in á þing í aukakosningu sem haldin var í Edmonton East í júní 1941. Hún skipar það sæti, sem autt varð, þegar maður henn ar lézt. Hún er fyrsta konan, sem kosin hefir verið á sambands- þing af hálfu Liberal flokksins. Mrs. Casselman er fædd í Ontario og útskrifuð af Queens háskólanum. Hún fluttist til Edmonton 1916 og giftist Fred Cásselman lögmanni í þeirri borg. Mr. Casselman, gengdi um langt skeið skólaráðs- og bæjar- fulltrúastörfum þar í borginni og kona hans komst þannig í náið samband við opinber mál. Hún hefur verið starfandi meðlimur og í stjórnarnefndum margra félaga: League of Nations Society, Háskóla kvennaklúbb, I.O.D.E. og í mörgum öðrum félögum, sem starfa að velferðar- málum almennings. 1 þessu félagsstarfi fékk hún æfingu, sem kom henni að góðu haldi þegar hún tók sæti á þingi. Framkoma hennar þar hefir afl- að henni virðingar og trausts og megum við canadiskra konur vel við una að eiga hana sem full- trúa okkar á San Francisco stefn- unni. Þættir um mataræði Við vitum öll að grænmeti og garðávextir er heilnæm fæða, en þó við vitum þetta, borðum við það ekki ef okkur þykir það ekki gott. Ef að þú þarft að ganga á eftir heimilisfólki þínu til þess að fá það til þess að borða þessa hollu fæðu, skaltu athuga hvort matreiðslu þinni er í einhverju ábótavant. Ef til vill gáir þú ekki að því að velja garðávexti í verzluninni, sem eru ferskir. Máske að þú geymir þá ekki í kæliskápnum eða á köldum stað, en ef það er ekki gert verða þeir linir og tapa nokkru af vitamin C. Mat- reiðir þú þá á réttum tíma, eða ertu löngu búinn að sjóða þá áður en þú ert búin að matreiða hinn hlutann af máltíðinni? Þeg- ar að garðávextir verða að bíða meðan kjötið o. s. frv. er að matreiðast, þá verða þeir ólyst- ugri og tapa nokkru af næringar- gildi sínu. Garðávextir eru soðnir í litlu vatni og við hraða suðu. Fleygið ekki vatninu, því í því eru fæðu- og fjörefni. Notið það í súpu eða sósur. Gulrætur (Carrots). 1. Veljið fremur smáar gul- rætur, fallegar á litinn með ferskum grænum laufstönglum. 2. Sjóðið þær heilar, í 1” sjóð- andi söltuðu vatni (Y2 teskeið af salti í bolla af vatni) í 10 til 20 mínútur, eftir því hvað þær eru stórar. Bregðið þeim ofan í kalt vatn og strjúkði af þeim hýðið; stráið á þær pipar, hitið þær og berið þær svo á borðið. Önnur aðferð. 1. Skafið hýðið af með beitt- um hníf; skerið í stykki; sjóðið eins og að ofan er greint eða sjóðið í gufu. Stappaðar gulræt- ur eru mjög lystugar. Þegar þú hefir nóg smjör, þá skaltu reyna þessa uppskrift, því mörgum þykir gulrætur góm- sætar þegar þær eru þannig mat- reiddar: 8 smávaxnar gulrætur 4 matsk. smjör 1. matsk saxaður laukur Y2 tesk. salt Y2 bolli saxaðar olives Ys tesk. pipar Y2 tesk. sykur Sjóðið gulræturnar eins og áð- ur er sagt; bræðið smjörið á pönnu með loki á; bætið í laukn- um; steikið í fimm mínútur en látið hann ekki brúnast; bætið í saltinu, olives, piparnum og sykrinum. Bætið nú í gulrótun- um, hitið og berið á borð. Fyrir 6. Svo læra börnin málið . . . Frú H. segir svo frá: “Skömmu eftir að afi og amma fluttu til okkar komumst við krakkarnir í kynni við “tunn- una hennar ömmu”. Þegar við spurðum: “Hvar er kápan mín, amma? Hvar er brúðan mín?” os. s. frv., var amma vön að svara: Hengdirðu kápuna á snag ann sinn síðast?” eða “Léztu brúðuna ekki í leikfangaskáp- inn? Ef þú hefir ekki gert það, skaltu gá í tunnuna.” Þá þutum við út í eldiviðar- skýlið og drógum nú sparikjól- ana, brúðurnar, skólabækurnar og aðra dýrmæta gripi upp úr ótætis tunnunni. Hún var negld við gólfið, svo við gátum ekki hvolft henni en urðum að skríða niður í hana eða beygja okkur með erfiðismunum yfir barm- inn. Ekki leið á löngu þar til okkur lærðist að láta hlutina á sinn stað! Enn í dag dettur mér í hug tunnan hennar ömmu, þegar eg ætla að skirrast við að láta flík eða hlut á réttan stað. Krakk- arnir mínir fá líka óspart að kenna á henni, þegar þau skilja hlutina eftir á víð og dreif. Eg hóta þeim þá bara að fá mér tunnU.” Frú T. segir frá: “Þegar eg var krakki, hætti mér oft við að vera sein til að svara mömmu, þegar hún kall- aði á mig, einkum ef eg var að lesa eða leika mér. Var eg þá vön að svara: “Eg kem eftir eina mínútu.” En mínúturnar vildu oft margfaldast. Einn daginn hengdi mamma úrskífu úr pappa upp á eldhús- .þilið. Á henni var aðeins einn vísir, sem stóð á 12. Sagði hún mér síðan að hún ætlaði að færa vísirinn um jafnmargar mínút- ur og mér seinkaði til snúninga dag hvern. Á kvöldin voru mín- úturnar lagðar saman, og eg var drifin í bælið jafnmörgum mín- útum fyrir háttatíma. Ekki leið á löngu, þar til eg var hætt að segja: “Bíddu eina mínútu”, og hafði lært þá list að vera stundvís.” Tíminn. Draumar og draumsýnir (Frh. af bls. 4) eins og hann leggur fyrir eða segir, en eg hefi ekki ætíð hlýtt honum og þá haft verra af”. Spurði eg þá Jón hvenær hann hefði iðrast mest, að óhlýðnast föður sínum, og er svarið þannig. Hermaðurinn. “Verst þótti mér og mest hefi eg iðrast þess, að eg skyldi ekki bregða við þegar hann sagði mér að fara og hjálpa Englendingn- um eða enska hermanninum sem varð úti á Reykjaheiði 1941. Birtist faðir minn mér að mig minnir aðfaranótt 5. nóv. 1941 og segir mér, að eg skuli bregða við þegar eg vakni og fara að hjálpa enskum hermanni eða sjá um að honum verði hjálpað, því hann sé að villast og að verða úti á Reykjaheiði. Sýndi pabbi mér þá í draumsýn hvar hermaður þessi var á gangi í hríð sunnan við Grenishól ofan við Höskulds- vatn á Reykjaheiði og gekk hann þar um gólf fram og aftur. Eg gerði ekki eins og fyrir mig var lagt, en fór í leitina dag- inn eftir — 6. nóv. — og þá sá eg að hermaðurinn hafði tvíspor- að á þeim slóðum sem mér voru sýndar í draumnum, en nú var hann þaðan farinn, enda fanst hann seinna um daginn örendur á öðrum stað. Nóttina eftir að eg kom úr leitinni, kom faðir minn í draumsýn og ávítaði mig fyrir óhlýðni mína og eins sá eg í draumi hermanninn. Var hann þungur á svipinn og þóttist eg vita, að hann ásakaði mig fyrir að svona hefði farið, en ekki skildi eg það sem hann sagði.” Skipin. Bað eg nú Jón að segja mér frá draumunum um skipin, og sagði hann mér þá eins og nú skal greina: “Það var snemma á sumrinu 1942 eða rúmu ári áður en árás- in varð, að mig dreymdi fyrir því, að Súðin yrði fyrir árás og þá skömmu síðar fyrir “Goða- fossslysinu”. Dreymdi mig að faðir minn kæmi til mín og héldi uppi fyrir mér dökkleitum pappír og skrifaði á hann fyrst með ritblýi ofur hægt nafnið Súðin, en fór svo ofan í staf- ina eða nafnið með krít, svo eg sá það mjög greinilega. Þennan draum dreymdi mig þrjár nætur í röð, en síðustu nóttina bættist við sú sýn, að eg sá gufuskipið Súðina, sem eg þekti, úti á rúm- sjó og yfir skipinu var flugvél sem lét eitthvað detta niður og þóttist eg vita, að þetta væru sprengjur. Féllu þær í sjóinn en engin hæfði skipið, en þó fór það að hallast og hvarf svo sýnin í myrkri. Nokkrum nóttum síðar kom faðir minn aftur með dökkleita blaðið og ritaði hann nú á sama hátt og áður nafnið “Goðafoss”, fyrst með ritblýi og síðar með krít. Dreymdi mig draum þenn- an þrjár nætur í röð og síð- ustu nóttina þóttist eg sjá eða sá skipið Goðafoss einhvers- staðar nálægt landi og um leið stutt frá því upp úr sjónum stöng eða sjónpípu upp úr kaf- bát sem mér fanst eg sjá ó- greinilega niðri í sjónum. Rétt. á eftir fór Goðafoss að sökkva og hvarf í hafið mjög fljótt, og dróst bátur niður með skipinu að mér greinilega virtist. Nokk- uð margt fólk af skipinu fleygði sér í sjóinn, en eg þóttist vita, eða þá að pabbi sagði mér það, að þeir menn á skipinu, sem ekki köstuðu sér í sjóinn, hefðu farið niður með því og drukn- að. Rétt í því að fólkið kastaði sér útbyrðis, hvarf alt í myrkri. Nóttina áður en “Goðafossslys- ið” varð, var mér aftur sýnt slysið og þá greinilegar en áður og fanst mér skelfilegt að horfa á þetta og leið illa þegar eg vaknaði. Stuttu eftir að Goðafoss- slysið varð, dreymdi mig enn, að faðir minn komi með dökka blaðið og riti nú á það með rit- blýi Dettifoss, en aldrei fór hann ofan í nafnið með krít, en hinir skrifuðu stafir voru óvenju stórir, stærri en þegar voru sýnd nöfn Súðar og Goðafoss. Dreymdi mig og draum þennan prjár nætur, en ekki í röð að mig minnir, og síðustu nóttina óóttist eg sjá kafbát koma upp úr sjónum og miða fall- byssu á Dettifoss, en eg hvorki sá né heyrði úr fallbyssunm skotið og ekki sá eg Dettifoss farast, enda hvarf þá draumsýn- in í myrkri. Peningarnir í stéttinni. Skömmu seinna er þetta var, kom faðir minn í draumi og var þá að ásaka mig fyrir það, að eg segði ekki svo frá draumunum, að mark yrði á þeim tekið og sagði með þunga nokkr- um, að bæði mér og öðrum bæri að taka mark á draum- um og afstýra með því hættu. Sagði hann mér að til marks um það, að draumar rættust og hefðu mikla þýðingu, skyldi eg hafa, að strax og eg vaknaði, skyldi eg ganga út að verzl- unarhúsinu “Garðar” og mundi eg þá utarlega á stéttinni framan við sölubúð hússins, eða með- fram húsinu að vestan, finna eða sjá tuttugogfimmeyring og skamt frá honum lægi 2 kr. peningur. Strax og eg vaknaði, fór eg ofan að stéttinni og sá þá strax 25 eyringinn, en föl fallið hafði á jörðu og eins á mestalla stéttina um nóttina. Þegar eg með gætni sópaði fölina frá á því svæði sem peningarnir áttu að liggja, þá kom í ljós 2 kr. peningur- inn. Ekki man eg hvaða dag í nóv. þetta var, en sjómenn nokkrir stóðu þarna sunnarlega á stéttinni er eg tók upp 25 eyr- inginn og sagði um leið: “Þarna er hann”. Lengra var ekki samtal okkar Jóns framannefnt kvöld, en mér þótti rétt að “yfirheyra” hann aftur síðar og vita hvort honum bæri saman við sjálfan sig og það gerði eg er vika var liðin af þessum mánuði og bar honum saman við sjálfan sig um alt það, sem hér að framan er sagt. Sérstaklega hefir fengið á Jón lát hermannsins enska sem úti varð á Reykjaheiði. Setur hann fyrir sig, að hann hafi ekki fyrir- bygt slysið, sem sér hefði verið innan handar, og fyrir þetta hafði faðir sinn oftar en einu sinni ávítað sig í draumi og sömu leiðis hafi enski hermaðurinn birst sér nokkrum sinnum og þá ætíð reiðilegur og sár á svipinn, enn vel má vera, að hér tali og samviska Jóns. Ofninn. Er eg hafði lokið við að prófa Jón, röbbuðum við áfram um drauma, og sagði hann mér m. a. draum sinn um hráolíuofninn, en hann væri að því leyti fróðlegur eða skemtilegur, að hann sannaði hversu faðir sinn hugsaði um sig og segði rétt og vel til. — Draumurinn er á þessa leið: Það var einhverja síðustu nóttina í mánuðinum sem leið, að mig dreymdi að búið væri að rífa ofn þann er stóð við skorsteininn í stofu okkar bjóna frá múrpípunni og fékk draum- ur þessi svo mikið á mig að eg vaknaði og hélt, að kviknað væri í og hentist fram úr til þess að athuga ofninn, en þá var ekkert áð. Lagðist eg svo aftur til svefns, sofnaði og eftir nokkra stund dreymir mig hið sama upp aft- ur og ætla nú að vakna og stökkva fram úr, en þá kemur faðir minn og segir, að eg mis- skilji drauminn, hann boði það, að eg skuli taka gamla ofninn burtu og fá mér nýjan í stað- inn. Þóttist eg svara á þá leið, að enga peninga hefði eg til þess að kaupa fyrir ofn. En pabbi nefndi mann, utarlega í Húsa- víkurkauptúni, sem eg skyldi fara til, hann myndi hjálpa mér til þess að eignast ofninn. Mald- aði eg enn í móinn og sagði, að engin skipsferð væri til þess að fá ofninn fluttann, en pabbi sagði, að skipsferð mund’ gefast mjög bráðlega. Við drauminn bætir svo Jón: Næsta dag, en það var á laugardegi, fann eg manninn, sem faðir minn vísaði mér á, tók hann máli mínu vel, hringdi í síma til Akureyrar og var þar til einn ofn, sem hann keypti fyrir mig og var þá Sel- foss á Akureyri og kom ofninn daginn eftir með skipinu. Draumwrinn um Hitler. Hyert hafði eg því fleygt, að Jón segði frá draumsýn, er boð- aði endalykt Hitlers og væri á þá leið, að Hitler tapaði stríðinu, legði á flótta í flugvél og hrapaði með henni til jarðar á Reykja- heiði í svonefndum Táradal, sögðu gárungarnir og biði þar bana. Þóttist eg vita, að frásögn Jóns væri afflutt og bað hann því að segja mér drauminn um Hitler, Jón sagði mér hann: “Það var fyrsta eða annað sum- arið eftir að stríðið var skollið á, en eg var þá í vegavinnu á Reykjaheiði og svaf í tjaldi, að mig dreymdi, að eg var úti stadd- ur á sföðvum sem eg ekki þekkti og sá þá stóra flugvél koma aí ferð mikilli. Allt 1 einu steypti hún til jarðar skamt þaðan sem eg stóð, — Greip mig þá ótti mikill og tók sprettinn burtu. Fanst mér þá pabbi vera kom- inn og segja við mig eitthvað á þá leið, að Hitler hefði verið á flótta í þessari flugvél sem fórst, hann værl á flótta sökum þess, að hann hefði tapað stríðinu. — Draumurinn var ekki greinileg- ur enda var eg yfir mig hrædd- ur í svefninum, að eg yrði fyrir vélinni”. Esjan. Jón kom enn til mín bæði í færkvöldi og í dag og hafði eg þá heyrt eftir honum kviksögu um að Esjan fengi svipaða út- reið og “Fossarnir”. Innti eg hann sterklega eftir því, hvort nokkuð væri hæft í þeim sög- um og þrætti hann fyrir, tók fram, að ekkert slíkt hefði sig um Esju dreymt, aðeins hefði faðir sinn sagt í draumi, að gæt- ur yrði að hafa á Esju og sigla henni varlega. Sagðist hann ein- mitt í dag vera kominn til þess að segja mér draum sinn um Esju, er hún var í ísnum við Horn árið sem leið. — Draum- urinn var þannig sagður af Jóni: “Snemma í marzmánuði árið sem leið voru ýmsir farþegar frá Húsavík á heimleið með “Esfu” m. a. Einar kaupm. Guðjohnsen. Barst þá sú fregn hingað, að Esja hefði teppst í hafís í Isafjarðar- djúpi og kæmist ekki fyrir Horn. Hvort það var nóttina næstu eftir að eg heyrði þessa fregn eða nokkrum nóttum seinna, man eg ekki, en nótt eina dreymir mig, að faðir minn komi til mín og taki mig með sér um borð í Esju. Fanst mér eg svo vera í skipinu sjálfu og tók eftir því, að siglt var milli jaka eða innan um ís hægt og rólega og var eg þarna um borð uns eg þóttist vita eða mér vera sagt, að nú væri Esja sloppin gegnum ísinn og kæmist leiðar sinnar til Húsa- víkur, og þá vaknaði eg.” 4- Menn kunna nú að segja, að sanngildi framanskráðra drauma rýrni sökum þess, að þeir hafi ekki verið teknir niður strax og .Jón hafði orð á þeim. Við því er það að svara, að draumurinn um Dettifoss var strax eða mjög (Frh. á bls. 8) Many cancers can be cured loday il treated early and properly. Protect yoursell by learninq about the disease. and about iacilities arallable for treatment in your Province. The battle against Cancer must be an all-out fight if victory is to be won. Cancer takes 14.000 lives each year in Canada. From September 3rd, 1939. to January 31st. 1945, 32,155 Canadians lost their lives through this war. Dur- ing the same period. 75.833 Canadians were killed by Cancer. For information CONSULT YOUR D0CT0R or write to THE MANITOBA CANCER RELIEF & RESEARCH INSTITUTE 221 Memorial Boulevard. Winnlpeg. Manltoba Attunda Sigurlánið er í uppsiglingu Islendingar hafa jafnan staðið í fararbroddi varð- andi hin fyrri lán, og munu svo enn gera í þetta sinn. STADACONA AND TALBOT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.