Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAÍ, 1945 m1';1—l -------- -------------------------------------------------- t.......................... löBberg ------------------------------------------------------------------------ GeflB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg( Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, ManitoDa PHONE 21 804 ............————--------------------------------------------------------------------------------------- lllll!!llll{|||l!llll!l!llllllll!!!ll!llllll!l!l!lll!!llllillll!lll!ll!!llll!l!!!l!lll!llllllll!!lll!!l!ll!l!ll!!!lllllllllll!!l!!l!llllllllllllll!UUIIII!ll!l!ll!ll!ll!l!lll!!ll!!!IIIIHIII Hvert átefnir? iiiiiiiiiiiiiiiiiii{iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiii!i[!uii Þó tjald það, sem aðskilur samtíð og framtíð sé síður en svo gagnsætt, er heilgeðja mönnum það þó jafnan í brjóst lagið, að fá um það nokkra vitneskju, hvað hinumegin býr; er sIík viðleitni næsta virðingarverð, og lýkur oft upp hliði að hinum mikilvægustu leyndardómum; menn eru misjafnlega sjáandi, misjafnlega skygnir; einir eru nærsýnir, en aðrir fjarsýnir; ýmsir menn leggja hart að sér við lestur hinna torskildustu rúna, en aðrir telja slíkt ekki ó- maksins vert, og kjósa fremur augnabliks værð- ina, sem ábyrgðarleysinu er samfara, án þess að vita til átta, eða hvert sé í raun og veru stefnt. VSerðin og sjálfsánægjan eru tvíburasystur, sem gjalda verður varhuga við, hvernig sern þær eru klæddar og koma til dyranna. Eitt sinn skal hver deyja; því órjúfanlega lögmáli lúta allir, sem til lífs fæðast á þessari jörð; þó er það ómótstæðileg, meðfædd eðlis- hvöt, að heilir menn rísa úr rekkju morgun hvern með það fyrst í huga, að þeir eigi langan lífdag framundan, er varið skuli til nokkurra nytjaverka, þeim sjálfum og öðrum til gagns og blessunar; slíkir menn sætta sig ógjarnan við jórturværð líðandi stundar, heldur ganga þeir vonglaðir til verks með það á vitund, að þeir hafi köllun, sem skyldan bjóði þeim að inna af hendi, án undandráttar eða tafar; fögr- um hugsjónum eru tíðum bundnir helskór, vegna þess, hve framkvæmd þeirra er dregin á langinn. í hinu spámannlega ljóði sínu “Vonin”, kemst Kristján Jónsson Fjallaskáld þannig að orði: “Þegar lífsins löngun hverfur lífið er eðli sínu fjær.” Þessi raunspeki skáldsins gildir eigi aðeins um einstaklinga; hún nær einnig til mannféi- ags samtakanna og allra þeirra mála, er menn- irnir hugástum unna. Menn og konur af íslenzkum stofni í þessari víðáttumiklu álfu, unna hugástum íslenzkn tungu, sögu íslenzku þjóðarinnar og bókment- um; að hér sé ekki mælt út í hött, sanna af- dráttarlaust þau hin margvíslegu menningar- legu samtök, sem Vestur-Islendingar hafa lagt grundvöll að, og þær mörgu stofnanir, er þeir af mikilli prýði hafa starfrækt frá upphafi hins vestræna landnáms, og starfrækja enn; má þar einkum tilnefna blöðin, safnaðarstarfsemina og skólahald ýmiskonar, að ógleymdri útgáíu bóka og tímarita; til grundvallar þessari margþættu menningarstarfsemi, hefir jafnan legið, og ligg- ur enn, ástin á íslenzkri tungu, og öðrum ísl- enzkum menningarverðmætum; þetta er hinn vígði þáttur, sem svipmerkt hefir sögu Vestur- Islendinga, og aukið á manngildi fólks vors yfir- leitt í hinni vestrænu dreifingu; frumherjar vorir, landnemarnir að heiman, lögðu grund- inn, og bygðu að svo miklu leyti, sem þeim var auðið, dyggilega ofan á hann; afkomendur þeirra hafa, að minsta kosti fram að þessu, haldið sæmilega í horfi, þótt betur hefði mátt vera, og lengra skygnst fram í tímann. Mörgum alvarlega hugsandi manni verður vafalaust á að spyrja, eins og nú hagar til, hvert stefni varðandi viðhald vorrar tignu tungu og annara dýrra menningarerfða; hvort eigi hefði mátt betur búa um hnútana, og hvort það sé þá um seinan að ráðast í nokkur stórvirki, er krefjist í eitt skipti fyrir öll, stórrar fjárhæðar, tungu vorri og bókvísi til fullverndar í þessari álfu í sem allra lengstu lög. Svarið verður að- eins á einn veg. Til þess að vera menn með mönnum, og verða ekki eftirbátar annara þjóð- flokka í landinu, hvílir á herðum vor allra jafnt, heilög skylda, að hefjast handa nú þegar um stofnun kennslustóls í íslenzkri tungu og ís- lenzkum bókmenntum við Manitoba háskólann, þá menntastofnunina, sem íslendingar hér um slóðir eiga mest upp að unna, þar sem þeir eru fjölmennastir og hafa mest bolmagn. Oss er kunnugt, að fyrir eldlegan áhuga ýmsra vorra ágætustu manna, er ekki undir neinum kringumstæðum sætta sig við að láta alt reka á reiðanum, er nú nokkur skriður kominn á þetta mikilvæga mál, og verður þess því von- andi ekki langt að bíða, að við hendi verði ítarleg greinargerð varðandi framgang þess, svo að öllum verði skiljanlegt að þetta sé mál þeirra allra, er öllum beri að leggja nokkuð a sig fyrir; sæmd þjóðarbrots vors krefst þess, að nú sé gengið hreint til verks. Það hefir borist til eyrna vorra, að ýmsir menn séu dauftrúaðir á stofnun áminsts kenn- arastóls, vegna þess hve þjóðflokkur vor sé fá- mennur, og hve nemendafjöldi af íslenzkum uppruna, er færði sér kennsluna í nyt, hlyti að verða takmarkaður; úr þessu verður reynslan að skera, og hún er vitanlega ekki við hendi enn; framhjá hinu verður heldur ekki gengið, að með stofnun kennarastólsins, er gild ástæða til að ætla, að íslenzk menning myndi að mun stækka landnám sitt, þar sem reynslan hefir margsinnis leitt í ljós hve fólk af öðrum þjóð- flokkum vill mikið á sig leggja til þess að nema íslenzka tungu, og kynnast fornum og nýjum gullaldar bókmenntum stofnþjóðar vorrar; með 'stofnun kennarastólsins mælir alt, en ekkert á móti. Innan vébanda Manitoba háskólans, ber oss, afkvistum íslands, að reisa íslenzkri tungu, sögu þjóðarinnar og bókmenntum, það órjúfandi varnarvígi, er holskeflur komandi alda fái aldrei hrist af grunni. IIII!I!!I!II1I!!!II!II!IIIIII!!IIIIIII!!111III!I!IIII!I!!!!!!>I>!II!I!I!!!!IIIIIIII!IIII!!!II!IIIIIIIIIIIIII!!I!!II!IIII1IIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIII!III!II!IIIIIIIIIIIIIIH!IIIII!II Viturleg og þörf nú er raun á orðin; spakmælið segir að það sé of seint að iðr- ast eftir dauðann; og nú er það öldungis eftir dúk og disk, þó legátar Mr. Brackens reyni að klóra í bakkann, þar sem al- þjóð manna er fullkunnugt um óheilindi þeirra í máli þessu, síðan það fyrst bar á góma. Liberal flokkurinn undir for,- ustu Mr. Kings, kom auga á þá staðreynd löngu á undan hin- um stjórnmálaflokkunum, þó fyr hefði mátt að vísu vera, að canadiska þjóðin mætti ekki við því, að láta lengur viðgangast ískyggilegt misrétti varðandi uppeldi barna sinna; að það væri hvorki meira né minna en heilög skylda gagnvart fram- tíðinni. að ala upp hrausta og frjálsmannlega þegna, sem beitt bætu sér að fullu þégar út í lífið kæmi, án þess þeir bæri ævi- langt kyrkings-brennimark frá uppvaxtarárunum; jafnvel þetta eina mál, sem vitaskuld er þó ekki nema eitt af þeim mörgu. róttæku umbótamálum, sem Kingstjórnin hefir beitt sér fyrir grípur svo djúpt inn í velfarnað alls þjóðfélagsins, að það eitt út af fyrir sig, meira en réttlætti endurkosningu stjórnarinnar. Framtíð Canada, eins og vitaskuld allra ann- ara þjóða, hvílir á börnunum, sem þjóðin elur upp; hraustur og lífsglaður æskulýður, sem al- inn er upp í öryggi hamingjusams heimilislífs, er hin dýrmætasta eign sérhvers þjóðfélags. Eins og nú hagar til, fellur þýngsta byrði barnauppeldisins á þá stétt þjóðarinnar, sem úr minstu hefir að spila, hina fjölmennu verka- mannastétt; sannvirði barnsins fyrir þjóðfélag- ið, verður á engan hátt metið eftir því hvaða atvinnu faðir þess stundar, né heldur hvernig tekjum föður þess sé háttað; börn hins fátæka daglaunamanns, eru að jafnaði engu síður gefin en börn hinna, sem betur eru megandi, og þau eiga heimtingu á jöfnum uppeldisskilyrðum til sérþroskunar hæfileikum sínum. Eftir því, sem börnin eru fleiri, þýngist fátækum foreldrum vitanlega róðurinn við uppeldi þeirra og mennt- un, því laun fjölskylduföðurins standa jafnað- arlegast í stað eins fyrir því; og með það fyrir augum, að koma á jöfnuði varðandi uppeldis- skilyrði framtíðarborgara landsins, beitti King- stjórnin sér fyrir um það, að hrinda í fram- kvæmd löggjöfinni um framfærslustyrk barna, sem skýrt hefir áður verið all-ítarlega frá hér í blaðinu. Bæði í Ástralíu og á New Zealand, hefir löggjöf um fram- færslustyrk barna verið hrundið í framkvæmd og gefist vel, og eru þó greiðslurnar í báðum þess um löndum mun lægri, en þær verða í Canada. Brezki hagfræðingurinn víð- frægi, Sir William Beveridge, sá, er fyrir hönd Churchill stjórn- arinnar samdi hina róttæku á- ætlun, sem við hann er kend, um félagslegt öryggi brezku þjóðarinnar, lét í skýrslu sinni þannig um mælt, að hyrningar- steinn þess hlyti óhjákvæmilega að verða framfærslustyrkur barna; þá, en ekki fyr, mætti vænta traustrar undirstöðu í þjóðfélaginu, sem byggja mætti á þegnlegan jöfnuð og giftusam- lega framtíð. Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson Frh. Engum heilskygnum manni blandast hugur um það, að hér sé um róttækt og raunhæft þjóðþrifamál að ræða, er að makleikum skyldi metið af hálfu almennings. Fyrstu greiðslur áminsts framfærslustyrks, hefjast þann 1. júlí næstkomandi; peningarnir eru fengnir foreldrunum í hendur, sem vita- skuld skilja ljósast hvar skórinn kreppir að, og þörfin er mest. Framfærslustyrkur barna, er mikilvægur tengiliður í því félagslega öryggi, sem nútím- inn óhjákvæmilega krefst í siðmönnuðu þjóð- félagi. Fyrir hundrað árum hagaði þannig til, að fjórir fimtu hlutar þjóðfélagsins voru menn, sem spiluðu upp á sínar eigin spýtur, eða voru það, sem kallað er sjálfbyrgir; nú er þessu mjög farið á annan veg eftir að stóriðjan kom til sögunnar; nú vinnur meiri hluti þegnanna við hin mismunandi iðnfyrirtæki, ýmist fyrir dagkaup eða mánaðarlaun; kaupgjald er miðað við það verk, sem leyst er af hendi, eða á að vera það, en ekki við barnafjölda hlutaðeigana; heimila. Einhleypir menn og heimilisfeður fá sama kaup fyrir samskonar vinnu; það er ranglátt að ætla, að kvæntur maður, sem á fyrir fjölskyldu að sjá, geti alið upp, þroskað og menntað börn á kaupi, sem ef til vill má aðeins teljast við- unandi einhleypum manni til framfærslu. Áætlað er, að árlegar greiðslur framfærslu- styrksins nemi um 250 miljónum dollara; þess hefir orðið vart, að ýmsir úr hópi stjórnarand- stæðinga, og þá einkum í herbúðum Mr. Bracken hafi þótzt kenna alvarlegs höfuðverkjar eða svima, sem nálgast hefir yfirlið., vegna tilhugs- unarinnar um slíkan ódæma fjáraustur; það má svo sem geta nærri, hvort þeim blessuðum sé ekki næsta þungt innan brjósts, og jafnvel nagi sig öðru hvoru í handarbökin yfir því, að flokkur þeirra skyldi ekki verða fvrri til, meðan þeir Borden, Meighen og Bennett voru við völd að innleiða hliðstæða löggjöf þeirri, sem hér um getur, eftir að henni var tekið með jafnmiklum almennum fögnuði af þjóðinni, sem Þar kynntist eg Halldóri Frið- leifssyni, sem eg hafði aldrei séð áður, aðeins þekkti eg hann lítils háttar af afspurn. Hann er mað- ur við aldur og hefur hann átt mjög litbrigðisríka ævi. Hann er ættaður úr Árnessýslu, kona hans heitir Hildur Bjarnadóttir ættuð úr Flóa í Árnessýslu, þau hjón bjuggu um hríð í Laugar- dalnum áður en þau fluttu vest- ur um haf. Halldór er smiður góður og leggur á magt gjörfa hönd, hann vann við handverk sitt um stund eftir að hann kom vestur í Brandon, Minnedosa og Yorkton, austur á sléttum áður en hann nam land í Foam Lake bygðinni í Saskatchewan skömmu eftir aldamót. Þaðan flutti hann vestur á strönd um 1913. Hann nam land og bjó lengi á Hunter Island, en hefur nú all-lengi búið í Vancouver, hefur hann smíðað, bygt fjölda mörg hús og sótt fram með kappi og forsjá, hann á gott og myndar- legt heimili þar í borginni. Hall- dór bauð okkur heim til sín sunnudaginn 19. febrúar, áttum við þar góðri íslenzkri gestrisni að fagna, þau hjónin hafa átt mörg börn, hafa þau mætt þungri raun með barnamissir, eru aðeins 3 á lífi að mig minnir einn sonur þeirra er læknir, annar er hljómlistar kennari, eina dóttur eiga þau á lífi. Eg sá mynd af prýðilega efnilegum og fallegum dætrum, sem þau hjón höfðu mist. Halldór er forseti Lestrarfélagsins, og taka þau hjón all-mikinn þátt í fél- agsskap Islendinga, og þó þau séu all-nokkuð við aldur eru þau á flugi og ferð um borgina og taka þátt í öllu því sem fram fer. Þau eru söngvin, og þó þau tilheyri ekki íslenzka söfnuðin- um, þá eru þau í söngflokknum og láta sig ekki vanta þar, svo mikinn áhuga hafa þau fyrir söng og hljómlist. Eg mætti þeim við ýms tækifæri og eg komst að þeirri niðurstöðu með þau að aldrei mundu þau láta eTli buga sig, til daganna enda, mundu þau verða ung í anda. Eg kom heim til þeirra daginn áður en eg fór úr borginni, og þegar eg kvaddi þau og gekk burtu raulaði eg þessa vísu St. G. St. fyrir munni mér. “Þann ferðamann lúðan eg lofa og virði er lífsreynslu skaflana brýtur á hlið, réttir svo mannlífsins mann- rauna byrði á marg þreyttar axlir og kiknar ei við.” Halldór Friðleifson er athug- ull maður og hugsandi maður, og andlegur rannsóknar maður, hann hefur verið sannleiksleit- andi og er enn á þeirri braut, hann hefur máske ekki farið al- faraleiðir og ekki get eg neitt dæmt um það hvað sigursæll hann hefur verið í þeirri leit, en viðleitnin hefur verið þar, hann fordæmir margt í hinu gamla kenningakerfi, sem og má, því þar er ýmislegt, sem ekki getur staðist, en þar er líka margt sem aldrei gengur úr gildi, Hall- dór hefur leitað að nýjum sann- leika, og á þeim grundvelli vill hann byggja. Hann hefur nú rétt nýskeð skrifað og gefið út all-stóra bók, sem hann nefnir “Fyrsta bygging í alheimi”. Va•: hún rétt nýkomin út er eg var þarna vestra og hefi eg haft toana undir höndum og lesið hana. Hún er 367 bls., prentuð hjá Northern Press í Manitoba, mál og frágangur í meðallagi. Bókin er of vísindaleg til þess að eg geti dæmt um niðurstöð- ur hennar og athuganir, til þess þyrfti lærðari og vitrari mann en mig. En eg minnist þessarar bókar sérstaklega vegna þess að hér er fyrirbrigði, sem óvíða mundi finnast annarsstaðar en hjá íslendingum, að alþýðumað- ur, kominn á háann aldur, skuli hafa svo mikinn áhuíga fyrir andlegum og vísindalegum rann- sóknum að hann ræðst í að skrifa og gefa út með ærnum kostnaði stóra bók, sem um þessi mál fjallar, og mér skildist að hann hefði á prjónunum aðra bók, sem hann væri í aðsigi með að gefa út. Bókhneigðir og vís- indalega sinnaðir menn ættu að kaupa og lesa bókina um verð bókarinnar veit eg ekki, en þeir sem vildu ná sambandi við höf- undinn geta skrifað honum til 2481 E. 5th Avenue, Vancouver, B.C. Áðurnefndan lestrarfélagsdag kynntist eg einnig Þorláki Jónas- syni er áður var í Vatnabygð- um Saskatchewan fylkis, en (Frh. á bls. 5) VERZLIÐ MEÐ PÓSTI frá EATON’S Það er vissulega trygt, að verzla með pósti — og hand- hægt líka. Er þér farið yfir EATON verðskrá, sjáið þér fljótt hve vörum er nákvæm- lega lýst; ekkert hefir verið látið ógert, er gera megi við- skiptavini vora ánægða, Einnig er gott til þess að vita, að öllum þessum vörum fylg- ir hin kunna EATON ábyrgð. “Ánægja með vöruna”, eða peningunum skilað aftur, að meðtöldum flutningskostnaði. Séuð þér ekki ánægð með vöruna frá Eaton, getið þér skipt henni eða fengið and- vriðið endurgreitt. Er þér fyllið út eyðublaðið, skuluð þér fara nákvagmlega eftir þeim reglum, sem Eaton verðskráin setur til þess að afgreiðslufólkið skilji hvað við er átt, og að mistök komi ekki fyrir. <*T. EATON WINNIPEG CANADA V_ -I ■ EATONS LÁTIÐ YELSÆLD HALDAST VIÐ • Frjálslyndi flokkurinn er sannfærður um, að Canada geti haldið við velsæld sinni eftir stríðið. • I þessu augnamiði skipulagði frjálslynda stjórnin stríðssóknina með hliðsjón af almennri atvinnu, er friður kæmist á. • Frjálslyndi flokkurinn vinnur af alefli að óháðum alþjóðaviðskiptum. • Frjálslynda stjórnin setti lágmarksverð á búnaðar- afurðir. • Aðeins sameinuð canadisk þjóð fær notið velsældar. Frjálslyndi flokkurinn er alþjóðarflokkur, skipaður fólki úr öllum fylkjunum. Frjálslyndi flokkurinn er flokkur alls fólksins. • Framfærslustyrkurinn tryggir meira fé til barnaupp- eldis, eykur atvinnu, og eykur eftirspurn fyrir búnaðar- afurðir. • Bændalánslöggjöfin veitir bændum aðgang að pening- um til umbóta, án þess að okurvextir séu greiddir. • Frjálslynda stjórnin hefir ábyrgst markað fyrir cana- diska búnaðarframleiðslu eftir stríðið. • Frjálslynda stjórnin skuldbindur sig til að lækka skatta, og er þegar byrjuð á því. Vegna velsœldar í Canada skuluð þér greiða LIBERAL ATKVÆÐI Published by the Manitoba Liberal Progressive Election Committee.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.