Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAI, 1945 5 ÁH l < VUAI tfVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Staða konunnar í atvinnulífinu II. Eins og vikið vaV að í fyrsta hluta þessarar greinar er nú mikið ritað og rætt um það hvort þeim konum, sem fengu atvinnu utan heimilisins á stríðsárunum muni leyft að skipa þessar stöð- ur að stríðinu loknu, en þá koma heim þúsundir ungra manna, sem verða að fá atvinnu. Það er rétt og sjálfsagt að hinn afturkomni hermaður, sem helgað hefir landi sínu mörg bestu ár ævi sinnar, hafi forrétt- indi fram yfir alla aðra hvað atvinnu snertir. Ef ekki er til atvinna fyrir bæði konur og afturkomnu hermennina, munu hermönnunum sennilega veittur forgangsréttur, og enginn mun vilja né dirfast að mótmæla því. Hinsvegar dylst engum það að það er brot á öllum frelsis og lýðræðiskenningum að útiloka konur frá starfsheiminum. Stefnumark þjóðarinnar og stjórnarvaldanna hlýtur því að vera það, að skipuleggja atvinnu lífið í landinu þannig, að nægi- leg atvinna sé fyrir hendi fyrir alla, sem óska atvinnu, bæði konur og karla. Ef rétt er hald- ið á spilunum, er engin ástæða til þess að slíkt geti ekki tekist. Við erum fámenn þjóð í víð- áttumiklu landi — landi, sem gætt er miklum náttúruauðæf- um. Hér er mikið verk fyrir hendi, að rækta landið, hagnýta náttúruauðæfin, byggja sæmileg húsakynni fyrir landsmenn, framleiða matvæli og iðnaðar- vörur, bæði fyrir okkur sjálf og aðrar þjóðir, sérstaklega hinar hungruðu þjóðir og kjæðasnauðu þjóðir, sem leystar hafa verið úr ánauð. Konur krefjast þess réttar að taka þátt í hinu mikla uppbyggingar starfi, sem fram- undan er. Samkvæmt skýrslum féllu í Evrópu stríðinu um 37,000 ungra canadiskra manna. Af þessirm ástæðum eru nú í Canada fjöldi ungra ekkna og stúlkna, sem ekki munu giftast og verða fram vegis að sjá sér farborða upp á eigin spýtur. Þessar konur hafa, í mörgum tilfellum, fyrir börn- um eða einhverjum öðrum að sjá. Ranglátt væri ef þeim væri ekki gefið fullkomið jafnrétti við karla, hvað atvinnu snertir. Þá eru tímabil á ævi flestra kvenna, þegar nauðsynlegt er að þær fái atvinnu svo þær séu sjálfstæðar og ekki byrði á for- eldrum sínum, en það er tíma- bilið frá því að þær ljúka skóla- námi og þar til þær giftast. Þátt- taka þeirra í starfsheiminum þroskar þær á ýmsan hátt, þær læra reglusemi, sturidvísi og skipulögð vinnubrögð; þær verða betur undirbúnar fyrir húsmóð ur stöðuna, heldur en þær stúlk- ur, sem setið hafa í foreldrahús- um og varið þessu tímabili til samkvæmislífs og skemtana, þar að auk veitir þessi kunnátta og æfing þeim öryggi. Ef eitthvað skyldi koma fyrir seinna meir í sambandi við heimilislíf þeirra svo að þær verða að sjá fyrir fjölskyldunni, þá eru þær ekki á flæðiskeri staddar. Flestir eða allir eru því fylgj- andi að ógiftar konur fái at- vinnu, en þó ríkir ekki fullkomið jafnrétti hvað vinnulaun snertir. Enn er konum, í mörgum tilfell- um, greidd lægri laun fyrir sömu störf og karlmenn inná af hendi; má í því sambandi nefna t. d. skólakennslu. Og enn er þeim meinaður aðgangur, ef ekki með lögum þá af hugsanavenjum al- mennings, að vissum embættum og stöðum. Leiðandi konur og menn allstaðar, berjast gegn aessum ójöfnuði, og hann er því smám saman að hverfa. Allar breytingar í þjóðfélagskerfinu taka langan tíma. Það er ekki hægt að búast við að hægt sé að kippa í lag á stuttum tíma, ójafnaðarástandi, sem varað hef- ur í marga tugi alda. En við get- um öll stuðlað að hverskonar um DÓtum í þjóðfélaginu með því að afla okkur upplýsinga um Dau umbótamál sem við höfum áhuga fyrir, ræða og rita um aau og reyna að hafa áhrif á hugsunarhátt almennings þannig að hann beinist í rétta átt. Eins og áður hefir verið vikið að, er andstaðan gegn þátttöku einhleypra kvenna eða ekkna í atvinnulífinu horfin að mestu. Aðal ágreiningsatriðið nú, er það hvort veita eigi giftum konurn sömu réttindi. Aðal spursmálið þessu sambandi hlýtur að vera aað, hvaða áhrif það myndi hafa heimilislífið og börnin ef að húsmæður almennt færu að gefa sig að störfum utan heimilisins. Vissulega verður velferð barn- anna að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. En margar giftar konur eiga engin börn og aðrar eru búnar að ala upp börn sín og þau era farin í burtu af heimilinu. Þess- ar konur, ef þær eru fullhraust- ar, æskja þess, sumar hverjar að mega taka að sér störf utan heimilisins. Er það sanngjarnt að meina þeim það? Tækni nútím- ans hefir gert heimilisstörfin léttari, þær hafa því talsverðan tíma afgangs til annara starfa. Sumar konur verja þeim tíma til margháttaðrar félagsstarf- semi og stjórnmálastarfsemi; til þess að menta sig á ýmsan hátt; til að aðstoða mann sinn í starfi hans eða vinna með honum að hans áhugamálum, þanmg geta þær haft meiri áhrif til góðs í þjóðfélaginu heldur en þó þær fengju stöðu utan heimilisins, enda æskja þær þess venjulega ekki. Aðrar konur eyða þessum tíma í fánýtar skemtanir, svo sem bridge, kvikmyndir, rómana lestur, tedrykkju o. s. frv. Þegar þær eyða þannig tímanum til lengdar, verða þær leiðindagjarn ar og óánægðar. Mundu þær ekki verða nýtari borgarar og mundi það ekki vera uppbyggi legra fyrir þjóðina ef starfsorku þessara kvenna væri veitt inn í atvinnulífið? Á stríðsárunum fengu margar þessar konur at vinnu og er vonandi að í fram- tíðinni verði atvinnumálum þjóðarinnar skipað þannig að þær hafi fullkomin rétt til at- vinnu ef þær æskja þess. Með mæður er alt öðru máii að gegna. Að ala upp börn, ann ast þau og upala þau vel ásamt því að stjórna heimilinu er full- komið starf fyrir hvaða konu sem er Og hvaða starf er þjóð- félaginu mikilvægara en það, að gefa því börn, sem í framtíðinni mynda betra mannfélag? Það er hið háleita hlutverk mæðranna. Á þessum styrjaldarárum voru konur hvattar mjög til þess að vinna að vopnaframleiðslu og að iðnaðinum. í hinum stóru iðnað- ar borgum fengu þúsundir kvenna, sem ekki höfðu áðu: starfað utan heimilisins, atvinnu vði iðnaðar fyrirtæki og vopna- verksmiðjurnar, meðal hverra voru þúsundir mæðra. Afleiðing- in af þessu varð vitanlega sú að fjöldi barna voru vanrækt. Þau fengu ekki reglubundnar máltíðir og engin var til að líta eftir þeim, þegar þau komu heim úr skólanum. Eitt mest.a vandræðamál þessara stórborga eru börn og unglingar, sem lent hafa á glapstigu af þessum or- sökum. Til þess að bæta úr þessu á- standi stofnuðu stjórnarvöldin sumum borgym, vöggustofur fyrir börn á aldrinum 2 til 5 ára, þar sem litið var eftir þeim meðan mæðurnar voru við vinnu sína. Einnig voru gerðar ráð- stafanir til þess að sjá um það að eldri börnin fengju nærandi miðdegisverð í skólunum og að umsjón væri höfð með leikjum peirra á kvöldin, þar til foreldr- arnir kæmu heim. Þetta voru stríðsára ráðstafanir og er von- andi að ekki þurfi að grípa til þessara neyðar úrræða í fram tíðinni, og að mæðurnar snúi sér aftur til barna sinna og heimilis- ins. Slíkt hlýtur að vera hollast og heillavænlegast fyrir börnin, fyrir þær sjálfar og mannfélagið heild sinni. Margir þeir, sem telja sig rót- tæka, eru þó þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sé ákjós- anlegtj'að mæður jafnt og aðrir eigi að starfa utan heimilisins og ríkið sjái að mestu leyti um upp- eldið, telja þeir rússneska fyrir- komulagið í þessum málum, mjög til fyrirmyndar. Þessi hlið málsins mun rædd frekar í næsta blaði. Icelandic Canadian Evening School Lokasamkoma skólans var haldin mánudagskvöldið 14. maí og var prýðilega sótt. Skóla- stjórinn, Mrs. H. F. Danielson, stjórnaði samkomunni. Próf. Skúli Johnson flutti vandað er- indi, “Icelandic literature of tha 19th Century.” öll atriði á skemtiskránni voru skemtileg og vel rómuð. Það sem vakti einna mesta athyggli var það að tveir nemendur skólans, sem ekki eru af íslenzku bergi brotmr, þau Mrs. G. Bergvinson og Mr. Murray Pippy, tóku þátt í skemtiskránni með því að flytja kvæði og ræðu á íslenzku. Var framburður þeirra merkilega hreinn, þegar tekið er til greina hve lítið tækifæri þau hafa haft til þess að gefa sig að námi ís- lenzkrar tungu. Varaforseti Þjóðræknisfélags- ins, séra Valdimar J. Eylands flutti stutt ávarp í lok samkom- unnar. Skólinn hefir verið starfræktur í tólf mánudagskvöld; íslenzku kennarar hafa verið þær Mrs. H. F. Danielson. Miss Salome Halldórsson og Miss L. Guttorm- son. Þeir sem flutt hafa fyrir lestra um sögu og bókmentir Is lands eru þessir: Mrs. Ingibjörg Jónsson, séra Valdimar J. Eylands, Dr. Richard Beck, séra Halldór Johnson, séra Philip Pétursson, Mrs. Steinunn Sommerville, Mrs. H. F. Daniel- son og Próf. Skúli Johnson. Þessari þörfu fræðslustarfsemi verður haldið áfram að loknu sumarfríi og er vonandi, að á- hugi íslenzks almennings, sér- staklega íslenzkra ungmenna fyrir þessu námi fari vaxandi og sem flestir færi sér þetta ágæta tækifæri í nyt. í Kelduhverfi, valin sæmdarhjón. Þau fluttu árla á tíð til Sask,- bygða. Kona hans er systir þeirra velþektu Winnipeg systra Hólm - fríðar Péturson og Hlaðgerðar Kristjánson, hún hefur stundað kennslustörf og fengið almenn- ingsorð. Carl hefur átt við mikið heilsuleysi að stríða, en nú er heilsa hans með bezta móti, og vinnur hann stöðugt og tekur og þau hjón all-mikinn þátt í ísl. félagsskap. Þá voru þar einnig Halls hjónin, sem áður voru nefnd. Við áttum þarna mjög skemtilega kvöldstund, við spil- uðum bridge og whist og skröf- uðum og drukkum kaffi. Næsta dag heimsóttum við Mrs. Þórhildi Guðmundson, þekti eg hana lítilsháttar í æsku áður en hún giftist, eða um það leyti, hún var hálfsystir þeirra Frið- riksons bræðra, Árna, Friðjóns, Friðbjörns og Olgeirs, og ólst hún upp í Argyle bygðinni, en mun hafa flutt til Vancouver fyrir nær 40 árum síðan, maður hennar, Jakob Guðmundssón, var bókbindari og mjög bók hneigður maður, hann starfaði lengi við Fraser Avenue graf- reitinn, hann er dáinn fyrir nokkrum árum síðan. Eg sá þar margar fallegar íslenzkar fræði- bækur og bækur af ýmsu tagi. Þórhildur gaf mér eina merki- lega bók, sem mér þótti gaman af að lesa “Face to Face wilh Kaiserims”, eftir James W. Gerard, ræðismann Bandaríkj- anna á Þýzkalandi í heimsstyrj- öldinni fyrri, eg hefi oftar en einu sinni lesið bókina hans “May four years in Germany”, en þessa bók hafði eg aldrei séð. James W. Gerard hafði hjartað á réttum stað, og þó bókin sé fyrir löngu síðan skrifuð, skeik- ar honum ekki með þau veðra- brigði, sem hann kvað í aðsigi vera með hugarstefnur Þjóð- verja með heimsdrottnun og hervaldsdýrkun, og hættu, sem heiminum stafi frá því, ef ekki væri aðgjört í tíma, en heim- urinn skelti skollaeyrum við að- vörunum beztu manna. Þrátt fyrir árin og margþætta reynslu er Þórhildur enn lífs- glöð og frjáls í anda, og heldur sínum æskufríðleik, hún hefur ekki getað stigið á fæturnar í meir en hálfan annan áratug, sökum illkynjaðrar gigtar, en hún vinnur í hjólastól, og er eins og fugl á kvisti, og kvartar ekki. Hún hefur átt mörg börn sum hefur hún Wst, ein dóttir hennar hefur ferðast víða um lönd og höf jarðar, hún er gift brezkum verkfræðingi, fóru þau frá Vancouver til Englands 1935. Síðar fóru þau til Hong Kong og þaðan til Manilla á Phillipine eyjum. Síðar voru þau í Singa- pore, og þaðan sluppu þau um það leyti, sem hin mikla herkví féll. Síðan hefur hún verið í Kenya héraðinu í Austur-Afríku. Fyrir kvöldverð var okkur boðið til Einars Haralds, var indislegt að koma til þeirra hjóna, þau hafa nýlega keypt sér prýðilega gott hús, og hafa þau mjög skemtilegt heimili, og sýndist þeim líða eins vel og þau gátu ákosið, þau eiga tvo efnilega drengi. Þau taka mik- inn og góðann þátt í íslenzku félagslífi. Einar er í djáknanefnd íslenzka safnaðarins, þau hjón eru ram íslenzk í anda og gest- risin fram úr máta, áttum við indæla kvöldstund hjá þeim, og fyrir það þökkum við og þeirra alúð og vinahót. Næsta kvöld vorum við í boði hjá góðvinum okkar Snæ- birni Polson og konu hans Guð- rúnu frænku minni, þar var gott að koma og glatt á hjalla um kvöldið og ekskert skorið við neglur. Vorum við nú farin að venjast því að aðrir bæru okkur á höndum sér. Frh. o é? FOR A BETTER CANADA From Service in the North Atlantic to Serve You in the House of Commons in Win- nipeg North Centre. Vote L.P.P.—-Vote Thus: By Authority Roy Sheely, 833 Lipton St., Ojficial Agent Ferð til Vancouver (Frh. af bls. 4) hefur nú svarið trygð við Van- couver, stór maður og hermann- legur. Að kvöldi þess 14., buðu þær Gerða og Elva heim nokkrum íslenzkum hjónum, þar voru Thorsons hjónin, Mr. og Mrs. Einar Haralds, sem áður voru í Winnipeg, minnist eg þeirra síðar, Mr. og Mrs. Carl Frederick son, hann var upphaflega frá Argyle, sonur Tryggva Friðrik sonar og konu hans Valgerðav Björnsdóttur Jónssonar frá Ási Þetta eru ekki draumórar AÐBÚNAÐUR HEIMKOMINNA HERMANNA (sá bezti í víðri veröld) HÚSAGERÐAR LÖGGJÖF (210,000 manns vinna árlega að byggingu nýrra húsa) IÐNBANKA LÖGGJÖF (lán til eldri og nýrra verzlunarfyrirtækja) INNFLUTNINGS OG ÚTFLUTNINGSLÖG (til þess að auka verzlunarmagn Canada) AUKIN RÆÐISMANNA SAMBÖND (til aðstoðar við innflutning og útflutning vörutegunda) FÉLAGSLEGT ÖRYGGI (atvinnuleysisstyrkur, gamalmennastyrkur barnafram- færslustyrkur) ENDURSKOÐUN BANKALAGA (lækkaðir vextir — fleiri smálán) LÁGMARKSVERÐ FISKS OG BÚAFURÐA (til þess að tryggja framleiðendum gott verð) Þessi frjálsmannlega löggjöf er nú í gildi Hvað hafa andstöðuflokkarnir fram að bjóða Hvað hafa andstöðu flokkarnir fram að bjóða, e : jafnist á við áminst grundvallaratriði? Aðeins drómóra og hylliboð, sem við engar staðreyndir styðjast. Það er auðvelt að lofa upp í ermina sína. Munið Bennett. Stefnuskrá Liberal flokksins er á bjargi bygð — Ralph Maybank en ekki skrumi! Sé yður ant um velmegun að loknu stríði, verðið Liberal Candidate þér að greiða atkvæði með Winnipeg South Centre Publiced by the Ralph Maybank Election Committee

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.