Lögberg


Lögberg - 24.05.1945, Qupperneq 2

Lögberg - 24.05.1945, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAÍ, 1945 “Buchenwald” Útvarpserindi, eftir Hon Major General George P. Vanier sendiherra Canada í Frakklandi. Lauslega þýtt af Jónbirni Gíslasyni. Þriðjudaginn 1. maí, hélt sendiherrann eftirfarandi ræðu yfir útvarpið frá París. Umræðuefni og orðaval var slíkt, að mig fýsti mjög að ná í erindið til þýðingar. Eg spurðist fyrir um handritið hjá C.K.Y. útvarpsstöðinni, en fékk enga úrlausn. Eg skrifaði því The Canadian Broadcasting Corporation í Toronto og sagði þeim að mér væri áhugamál að þýða erindi sendiherrans fyrir íslenzkt vikublað ef það væri fáanlegt. Lýsingar þær, sem hér eru gefnar, hafa að vísu borist til eyrna manna áður, en stundum verið nokkuð dregnar í efa af sumum, en þessi maður er hér segir frá er slíkur, að e9 fyrir mitt leyti efast ekki um sannleiksgildi frásagnarinnar. fj,G HEFI KOMIÐ til Þýzka- “ lands og séð eitt af hinum mörgu fangelsum Nazista fyrir svo kallaða pólitíska útiaga — þrælabúðirnar í Buchenwald. Þér þekkið þær nú þegar af afspurn og myndum í blöðum og tímaritunl, en ef til vill hafið þér verið ófúsir að trúa, jafn- vel því sem þér sáuð og lásuð. Eg er kunnur mörgum útvarps notendum í Canada; má eg full- vissa þá um að þær lýsingar, sem eg gef hér, eru sannleikan- um að fullu og öllu samkvæm- ar, hversu voðalegar sem þær kunna að virðast. Ástæðan til að eg fór þessa rannsóknarför, var sú, að öðlast allar mögulegar upplýsingar um þá Canadamenn er kynnu að hafa verið þar, eða væru enn meðal hinna nýlega frelsuðu fanga, 20.000 að tölu. Eg var svo heppinn að vera í fylgd með hóp þingmanna frá Bandaríkjunum. Þeir voru sinn úr hverri áttinni; frá Washing- ton, Alabama, Texas. Indiana, Illinois, Pennsylvania og New Jersey; helmingurinn var demo- cratar, hinir repúblicanar. Hverju, sem kann að hafa mun- að á þeirra pólitísku trúarjátn- ingum, voru þeir allir á einu máli um að strangar ráðstafan- ir þyrfti að gjöra, til að fyrir- byggja endurtekning slíkra glæpaverka gegn mannkyninu í heild, á komandi tíma. Buchenwald fangelsin eru ná- lægt því svæði er áður var dýra- garður, hér um bil 5 mílur frá Weimer, þar sem Goethe og Schiller lifðu og dóu. Röð fag- urra trjáa er beggja megin braut arinnar heim til búðanna; þessi yndisfagri vegur er í voðalegii mótsögn við þær ógnir, sem mæta auganu, innan fangelsis- veggjanna. Fangabúðir þessar voru byggð- ar árið 1937, af pólitískum föng- um og handa þeim sjálfum. Hversu daufheyrðir vorum vér þá við grimdarverkasögnum og kvalaópum er bárust til eyrna vorra, sem formáls kapítuli þeirra múgmorða og hermdar- verka er koma áttu. 1 fyrstu voru þessar búðir ætl- aðar aðeins' 8.000 manns, en þeg- ar her bandamanna kom þang- að 11. apríl, voru þar næstum 60.000 fangar. Hið fyrsta sem flaug í huga minn er þangað kom var: “Þetta er turninn Babel, þar sem allar tungur eru talaðar”. Þessir einstaklingar, þetta margra þjóða samansafn, er eilíf smán hinni þýzku þjóð; þeir eru limlestir, sjúkir, hálf- dauðir og deyjandi. Þessir písl- arvottar bera vitni gegn Þjóð- verjum. hverra misgjörðir hrópa í himininn. Skömmu eftir komu banda- manna, var haldin minningar- athöfn, til heiðurs hinum fram- liðnu. Hinir eftirlifandi gjörðu svofelda yfirlýsingu við það tækifæri: “Vér erum samansafn- aðir hér til þess að heiðra minn • ingu vorra föllnu félaga, er voru skotnir, hengdir, troðnir fótum, kyrktir, sveltir, kæfðir, drepnir á eitri og píndir. Sú eina hugsun er hélt oss við lífið, er vér í vanmáttugri heift sáum Jónbjörn Gíslason. félaga vora falla, var vonin um að dagur hefndarinnar rynni upp um síðir.” Hatursfræ það er Þjóðverjar sáðu um allan heim, er sérstak- lega í Evrópu, var slíks eðlis að margir mansaldrar munu líða hjá, áður en uppskera hefndar- innar verður að fullu stöðvuð. Eg vil láta óhagganlegar stað- reyndir bera vitni í sínu eigin máli. Hér eru nokkur atriði: Opinberar tölur í nafnalista fangabúðanna yfir dauðsföll, yf- ir janúar, febrúar, marz og fyrstu.tíu dagana af apríl á þessu áril, námu 18.485. Dauðsföll! Takið eftir: Það jafngildir borg með þessum íbúa fjölda, þurkaðri út af jörðinni á 3 mánuðum og 10 dögum. Heilbrigðisástand fanganna eftir frelsun þeirra, var slíkt að 60 dóu daglega. Tala allra þeirra er dóu í Buchenwald, verður aldrei sönnuð að fullu. en áreið- anlega fleiri en 50.000, ef til vill 100.000. Vér skoðuðum aftökuherberg- ið og sáum hinar fjórföldu raf- magnslyftivélar er fluttu líkama fanganna til brensluofnanna fyr- ir ofan; nokkrar hálfbrunnar líkamsleifar voru þar enn. Vér sáum vélar er gjörðu slík- ann hávaða að þær drektu kval i ópum fórnardýranna meðan þau voru drepin, áður en brenslan fór fram. Svona voru böðlarnir nærgætnir. Venjuleg aftökutala var 80 á dag og áhöld voru til, fyrir brenslu það marga. Þegar fleiri voru líflátnir — sem oft kom fyrir — var líkunum raðað i hlaða eins og eldivið og óleskj- uðu kalki dreyft yfir. Slíkar leifar fundust þegar her banda- manna kom inn. Vér sáum sum af þessum holdlausu, særðu og blóðugu líkum. 1 hinum lélegu sjúkrahúsum voru hundruð manna, margir með opnum ógrónum sárum og svo holdlausir að þeir gátu leg- ið aðeins stutta stund á sömu hlið. Nokkrir er gátu staðið upp- réttir, voru lítið annað en skinn og bein og óskiljanlegt hvað tengdi hné og öklalið saman. Vér sáum nokkur hundruð barna; flest voru Pólskir Gyð- ingar. Sum þeirra höfðu verið þar í fleiri ár. Tíu ára og eldri unnu sem þrælar í hergagna- verksmiðjum. Ekkert þeirra vissi — eftir því sem eg komsi næst — hvar foreldrar þeirra voru, að öllum líkindum allir dauðir, þegar tekið er tillit til hinnar villimannslegu meðferð- ar Þjóðverja á Pólverjum og Gyðingum. Lampahjálmur fanst — eg sá hann — búinn til úr skreyttu mannsskinni, til grimdarfullrar nautnar fyrir frú eins Nazista foringjans. Goethe orti mörg sín fegurstu ljóð undir eikitré einu miklu, er nú stendur við Buchenwald þrælabúðirnar. Fangaverðir Nas- ista voru svo smekkvísir að þeir notuðu þetta fræga tré fyrir gálga; þeir hengdu menn upp á höndunum, bundnum fyrir aft- an bak. Afskifta og tilfinningaleysi Weimarbúa er mjög athyglisvert; svo virtist sem athafnir hersins — hversu grimdarlegar sem þær voru — kæmi þeim ekki minstu vitund við; þeir einmitt löguðu breytni sína eftir þeirri fyrir- mynd er herinn skóp. Heiminum hefir hlotnast rán- dýrt tækifæri til að kynnast þe&s- um voðalegu hryðjuverkum gegn mannkyninu. Hér verður að staldra við og athuga reiknings- skil: í Buchenwald er ritaður sá svívirðingar kapítuli marmkyns- sögunnar, sem tíminn er ekki fær um að afmá eða friðþægja fyrir. Maður er næstum neydd- ur til að álíta að misgjörðamenn- irnir er frömdu þessi níðings- verk, hafi ekkert ranglæti séð í athöfnum sínum. Ef til vill hafa þeir verið stoltir af sínum ótæm- andi möguleikum að úthluta kvölum og dauða. Þeir eru ekki eins og aðrar mannlegar verur, þeir eru djöful óðir. Þeir eru búnir örþunnu menningar yfirborði, en hið innra hljóta þeir enn að vera villimenn. Með því er ekki ætl- un mín að móðga vilta menn yfirleitt, vegna þess að vísinda- legur siðfágunar hjúpur umlyk- ur öll þessi hermdarverk, sem villimenn á óhefluðu frumstígi, í óþroskuðu samfélagi, gætu ekki fundið upp. Frá byrjun hafa margir litið svo á, að þetta stríð væri í raun og veru ný krossferð; barátta milli Guðsríkis og djöfulsins; að Nasista krossinn væri reistur gegn krossi Krists og byði hon- um byrginn. Nokkrir lögðu ekki trúnað á slíkt, en nú eru þeir neyddir til að trúa. Hermenn vorir vita gjör en nokkru sinni fyr, hversvegna þeir berjast og hversvegna félag- ar þeirra hafa verið drepnir og aðrir særðir. Þeim er ljóst að engin fórn er of stór, ef þessi hinn illi andi verður að síð- ustu kveðinn niður. í Þessari ferð notaði eg tæki- færið og heimsótti og talaði við franska pólitíska útlaga; þeir voru hér um bil 1.600. Eg flutt: þeim vinar og samhygðar kveðju frá Canada, í þjáningum þeirra og einnig aðdáunarorð fyrir hug- rekki þeirra og staðfestu í kvöl- um fangabúðanna. Þessi yfirstandandi dagar eru sorgardagar fyrir Frakkland. Að vísu fellur straumur útlaga og fanga í vestur og margir era endurfundir vina og vanda- manna, en tugir þúsunda koma aldrei aftur. Ástvinir og frænd- ur eru nú fyrst að kynnast hin- um voðalega sannleika; vonim- ar sem héldu uppi hugrekki þeirra í fjölmörgum tilfellum, eru nú að fullu og öllu brotn- ar. Hér er eitt dæmi: Foreldrar og tveir bræður einnar vinkonu minnar voru flutt nauðug til Þýzkalands, af lögreglu Nasista; móðirih dó í október s. 1. og faðirinn í febrúar, en engar fregnir af bræðrunum Afturkomnir fangar hafa hver sína sorgar sögu að segja. Fyrir fáum dögum talaði kona mín við heimkominn pólitískan út - laga; kona hans og börn voru sett í gas herbergi Nasista í Þýzkalandi. Hann sagði sinnu- leysislega: “Eg býst við að eg eigi að telja mig heppinn að vera í lifandi manna tölu; eg er bara Gyðingur.” Hvílík ákæra gegn þjóð, sem kallar sig kristna. Hvaða ályktanir drögum vér hér af? Þegar eg starði á þetta leiksvið. smánar og spillingar, sem eg hefi hér lýst, duldist mér ekki að fólk sem fremdi slíka glæpi, hlyti að hafa oss 'óþekta hugmynd um gildi og tilgang mannlegs lífs. Vér trúum á eilíft gildi hverrar einstaklings sálar og að Kristur kæmi í heim- inn til að frelsa oss. “Hann — sonur Guðs — varð maður”. Eng- in dýrðlegri vígsla gat oss hlotn* ast. Ekkert guðlegt getur búið í þeim mönnum sem meðhöndla meðbræður sína eins og óarga- dýr. Þeir trúa ekki á ódauðleika sálarinnar, þáð er kjarni máls- ins, þar í liggur hættan — al varlegri en hættan sem getin er af pólitískri metorðagirnd og landvinningaþrá. Án þess, og þangað til, Þýzka- land lagar þjóðlíf sitt samkvæmt Guðs og manna lögum verður því ekki treyst. ENDIR. Nýjar uppfindingar -f-M- Nýtt miðstöðvar hitunarfyrir- komulag í húsum, sem ekki að- eins gefur gnægð hita, heldur líka orku til ljósa, eldunar og annara heimilisþarfa er það nýj- asta sem kemur frá rannsóknar- stofu byggingameistara sam- bands Bandaríkjanna. Hitann og orkuna gefur fljótandi efnablönd un sem þeir nefna Tetra-cresyl- silicate og hita má upp í 817 gráður á Fahrenheit. Telja upp- findinga mennirnir víst að þetta nýja húsa hitunar fyrirkomulag spari mönnum að minsta kosti 48 % af hitunar og raforku kostn- aði húsa, frá því sem nú á sér stað. Frá Rússlandi kemur sú frétt, að vísnidamaður þar, að nafni Sepan Tummanov hafi fundið upp mál, sem aldrei fölni eða missi lit. Frumstæða þess eru malaðir steinar, en hver önnur efni séu í því, getur Tummanov ekki um. Hann tek- ur fram að svo hafi þessi nýja uppfinding verið þrautreynd að um ágæti hennar sé ekki að efast og sérstaklega sé mál þetta hentugt listmálurum, postulíns- gerðarmönnum og til varnar og prýði myndastyttum, sem úti eru, því það sé óhult vörn gegn veðrum og vindum í þúsundir ára. Verzlunareigandi í Malbourne í Ástralíu, hefir fundið upp hækju, sem breyta má í stól að vild og hefir Bandaríkjamaður að nafni Norman Myer, keypr uppfindingu þessa og gefið sam- bandsþjóðunum hana til notkun- ar handa hermönnum. Frá Los Angeles kemur frétt um nýja bifreið, sem knúin er með loftþrýstingi í stað gasolíu. og er sagt að þær taki hinum eldri bifreiðum að ýmsu leyti fram. Hristingur mikíu minni. Menn ýta á hnapp eða takka og vélin rennur hægt og hispurs- laust af stað. Menn geta farið eins hart og hægt og þeir vilja, eftir sléttum vegum og upp og yfir brattar bungur, því aflið er nóg. í stað gasolíu geymis er loft- geymir og annar olíugeymir, eða lampi, sem kveikt er á og hitar eða þenur loftið í loftgeyminum, sem er aflgjafi og orkulynd bif- reiðarinnar. Nota má hvaða olíu sem hægt er að brennt til að hita loftið í geyminum með. Látum Oss Vera Ganadamenn! “Vér skulum skoða alla þegna vora, án tíllits til þjóðernis sem Canadamenn. Sýnum minna af yfirborðs Canadianisma. Látum é oss í Canada vera Canadamenn.” ■ JOHN BRACKEN. Vér erum skuldbundnir til að ná þjóðlegu hámarki í velmegun, sem allir Canadamenn séu hluthafar í, án tillits til uppruna eða trúarbragða. Hver maður, kona og barn, sem gert hefir Canada að kjörlandi sínu, á að vera fullveðja þátttakandi í hlunnindum canadiskra þegnréttinda. Allar framsóknarákvarðanir vorar, lúta að því, að sérhver Canadaþegn, án tillits til búsetu, verði hluthafi í þróun Canada, og hinni sönnu grund- vallareiningu þjóðfélagsins. Treystið þeim manninum, sem sannað hefir trúnað sinn í verki. Sigrið með BRACKEN -f-M- -f-f-f Greiðið atkvœði með yðar PROGRESSIVE CONSERVATIVE CANDIDATE Published by the Progressive Conservative Party, Ottawa

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.