Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAÍ, 1945 7 Y ngstu lesendurnir Rauðhetta Leikendur: Rauðhetta, mamma, skógar- vörður, úlfurinn, þröstur, tvær vinkonur. hvað blómin eru yndisleg í dag. En sú blessuð lykt af trjánum og fuglarnir syngja svo sætt. Þarna kemur þá skógarvörður- inn. Góðan daginn, skógarvörð- ur. Fyrsti þáttur. Heimili Rauðhettu. Mamma: (Býr út böggul, kall- ar). Rauðhetta! Rauðhetta: Já, mamma mín. M: Skógarvörðurinn var að koma. Hann sagði að amma væri lasin. Eg ætla að biðja þig að skreppa til hennar með þessa körfu. Það er í henni kökur, kaffi og sykur, kjöt og smjör. Heldurðu að þú treystir þér tii að fara með þetta, til ömmu? R: Já, mamma mín, mér þykir svo gaman að fara gegnum skóg inn til ömmu. M: Gakktu eftir brautinni, og farðu ekki út af henni, þá er engin hætta á ferðum. Úlfurinn hefir verið flæmdur burtu, svo að hann kemur ekki fyrst um sinn. R: Og þó að hann kæmi þá yrði eg ekkert hrædd við hann. Hann yrði hræddur við mig. Eg sem er orðin stór stúlka. M: Hér er karfan, og hér er bréf til ömmu. Og segðu henní að eg komi bráðum að finna hana. R: Vertu blessuð og. sæl, mamma mín. M: Vertu sæl, Rauðhetta litla. Annar þáttur. Úti í skógi. Skógarvörðurinn: Góðan dag- inn, Rauðhetta litla. Hvert erc þú að fara? R: Eg er að fara með þessa körfu til ömmu. S: Það er fallegt af þé'r. Eg veit að það gleður hana. Evi farðu varlega, því að úlfurinn er í skóginum. Hann hefir það til að vera hrekkjóttur. Vertu nú sæl. R: Vertu sæll skógaryörður. Nei, þarna er þá úlfurinn. Hann er að gægjast til mín milh trjánna. Úlfurinn: Góðan daginn Rauð- hetta litla. En hvað það er gam- an að hitta þig. En hvað er í þessari körfu? R: Það eru kökur, smjör, kjöt og fleira. Ú: Eg kæri mig ekkert um kökur en gott þætti mér að fá að bragða kjötið. R: Eg má ekkert missa. Amma mín á að fá það alt. Eg má ekk- ert tefja. Eg verð að flýta mér til ömmu. Vertu sæll úlfur. Ú: Jæja, svo hún ætlar til ömmu sinnar. Hún er nú farin og sér ekki til mín. Ef eg flýti mér, gæti eg komist til ömmu á undan henni. Og þá er nú ekki að vita hver fær kjötið í kvöld- matinn. Rauðhetta: (Sést á gangi). En Frh. Rœða flutt á lokasam- komu Icelandic Can. School a/ Murray Pippy. ♦M- Þegar Mrs. Danielson bað mig að segja fáein orð fyrir hönd þess skólabekks, sem eg tilheyri, þá fann eg til þeirrar virðingar, sem mér var sýnd, mestmegnis af því að eg er búinn að vera svo stuttan tíma með ykkur; og má þess vegna teljast vöggu barn bekksins, en þrátt fyrir þetta finst mér að eg geti túlkað réttilega framtakssemi og áhuga bekksins gagnvart íslenzkn tungu og sögu. Fyrirlestrarnir um sögu og menningu íslands voru fræðandi og skemtilegir. Þeir fjölluðu um þau mörgu vandræðamál, sem þjóðin hafði við að etja, og skýrðu einnig frá þeim uppbyggi legu aðferðum er brúkaðar voru til þess að vinna sigur á hinum ýmsu vandamálum þjóðarinnar. Mér vitandi hefur engin önn- ur þjóð haft við eins þröng kjör að búa, og leyst úr sínum vanda- málum á jafn göfugan hátt eða auðnast að þroska þær háfleygu hugsjónir, sem eru svo áberandi hjá þjóðinni í dag. Eg varð agndofa af undrun þegar eg heyrði um innbyrðis- styrjöldina, sem háð var á því tímabili er tilheyrir sögu myrkra aldanna, svo kölluðu, því eg vissi ekki að ísland hafði einnig ver- ið sveipað því sama myrkri og Norðurálfan, en komist á réttan kjöl aftur svo fljótlega og vel. Mér virðist að sagan sé að end- urtaka sig í dag og að ástand tuttugustu aldarinnar, sé líkt því, sem var á íslandi. Eg efa ekki að frá árinu tólf hundruð til seytján fimtíu hafi verið sams- konar reynslu og rauná tímabil á íslandi og hjá okkur síðustu sex árin; en endurreisn íslands sætir undrum og okkar heitasta bæn er að stríðs þjóðirnar geti gert hið sama. Því erum vér að læra íslenzku? Þessari spurningu getum vér vei búist við, en eg er hræddur um að svar mitt þessu viðvíkjandi verði ekki fullnægjandi. Það verður skiljanlegt hvað eg á við þegar tillit er tekið til þess að aðeins einn úr hópnum, sem til- heyrir þessum bekk hefur ís- lenzkt blóð í æðum, og það ekki að öllu leyti. Vér getum þess vegna ekki sagt að vér séum að læra íslenzku af því að foreldr- ar okkar æskja þess, heldur ekki vegna þess að vér höfum í hyggju að flytja til íslands; þó að hugmyndin sé aðlaðandi þá er það alls ólíklegt að nokk ur úr þessum bekk muni setj- ast að á hinni nafnkendu eyju í Norður-Atlantshafinu. Mér er sagt að stúlkurnar þar séu fram- urskarandi fallegar. Mér skilst að einn meðlimur bekksins okkar sé giftur íslenzkri konu, og að hann sé að læra málið til þess að geta skilið hvað hún segir, þegar henni þykir við hann, en hvað sem þessu líður, þá held eg varla að það sé aðal- ástæðan. En, ef að eg á að leggja út í þá hættu að reyna að svara spurningunni svo svarið hæfi meiri hluta bekksins okkar, þá mundi það vera eitthvað líkt þessu; Vér erum að læra íslenzku til þess að geta skilið betur þá hug- arfarslegu sérkenniieika er að- greina mismunandi þjóðflokka, og einnig til að öðlast meiri þekkingu á siðvenjum þjóðarinn- ar, með það fyrst og fremst í huga að styrkja samfélagið milli þeirra og okkar. Tungumála lærdómur færir manninum betri skilning og meiri visku, og fyrir okkur sér- staklega, gerir íslenzkan skiljan- lega þá þrá og hugsjón sem hvatt íslendinga til að skilja við alt, sem þeim var kærast, og sem gaf þeim hugrekki til að kanna ókunnar brautir í framandi lönd- um, og dug til þess að yfirstíga alla örðugleika, og á.sama tíma að hjálpa til að gera Canada að því glæsilega landi, sem það er. En hurðin, sem opnar sjón- deildarhringinn inn í þetta nýja útsýni er enn ekki einu sinni í hálfa gátt. Og fyrir okkur, sem erum ekki af íslenzku bergi brotin er þetta þung hurð, með hundruðum af nýjum orðum og allskonar sérkennilegum orðatii- tækjum. En vér erum viss um að okkur muni takast með tím- anum að opna þessa hurð alveg, og öðlast ný ríki hugfarslega, og vaxandi skilning. Eg get ekki bundið enda á mál mitt án þess að votta Tho Icelandic Canadian Club, frá okkar hálfu, innilegustu þakkir fyrir kensluna. Og sérstaklega þökkum vér kennurunum okkar. Mrs. Danielson, sem gaf svo mik- ið af sínum tíma til þess aó kenslan gæti haft góðan árang- ur. Vafalaust hefur Mrs. Daniel- son liðið margar vonleysis stund- ir yfir heima verki okkar, því mikið var þar af málfræðisvill- um; það hefur hlotið að vera hart á taugunum, þegar við töl- uðum við hana íslenzku með okkar eigin sérkennilega fram- burði, sem slæddist inn í, óaf- vitandi. En eg er viss um að örvæntingar stundir hennar hafa verið mýktar með þeirri huggun að Rómaborg hafi ekki verið bygð á einum degi. Fyrir hönd bekksins vil eg færa okkar íslenzku vinum auð- mjúkt þakklæti. Frá Vancouver, B.C. -fM- Herra ritstjóri: Nú er sumarið komið hjá okk- ur hér á vesturströndinni, græn - ar grundir og laufgaður skóguv blasir fyrir augum manns. Tíðarfarið þetta vor þefur samt verið mikið kaldara og meiri votviðri en er vanalegt hér, samt kom aldrei neinn snjór hér í vetur, en nokkrum sinnum dá- lítið frost um nætur, svo að héla sást á morgnana, og ísskjæna á vatni, sem var úti í ílátum. Stormasamara hefur verið a sjónum þetta vor en vanalega, hefur átt sér stað, og orsakað slysfarir og skaða á skipum sem hafa strandað og ýmsum vörum, sem hafa farið í sjóinn. Voru það mest smáskip sem urðu fyr- ir því, stærri skipin geta spjarað sig betur, þó Kári og Ægir espi sig. Félagslífið er altaf eins fjcv- ugt hjá okkur, allar samkomur vel sóttar, vér höfum nú líka svo mörgum á að skipa, sem kunna þá kúnst að skemta á samkomum. Þann 8. marz var haldið “The first Birthday Party of the Icelandic Lutheran Church of Van'couver, B.C.”, í veizlusal dönsku kirkjunnar. Kom þar saman yfir 200 manns. Samkoni- unni stýrði Mr. G. F. Gíslason^ sem er einn af fulltrúum safn- aðarins Skemtiskráin var marg- þætt. íslenzki söngflokkurinn skemti með söng, undir stjórn L. H. Thorlacksonar. Ræður héldu Rev. R. Marteinson, L. H. Thorlackson og G. J. Oleson frá Glenboro, Man., sem var hér gestkomandi um það leyti. Líka var skemt með bæði “vocal og instrumental music”. Mr. Stefán Sölfason aðstoðaði við hljóðfær- ið. Þegar skemtiskránni var lokið, var dregið um bókasafnið, sem söfnuðurinn hefur verið að selja happdrætti á, í nokkra mán uði. Happadráttinn hreppti Mrs. Jónina Johnston, kom hún þá upp á ræðupallinn og lýsti því yfir, að hún gæfi söfnuðinum aftur bókasafnið, og að safnaðar- nefndin skildi koma því í pen- inga, á þann hátt, sem þeir álitu heppilegast og skyldu þeir pen- ingar sem kæmu inn fyrir það, bætast við kirkjubyggingar sjóð inn. Eins og kunnugt er þá var kirkjubyggingarsjóður stofnaður með því fé, sem fengist fyrir bókasafnið. Hefur safnaðarnefnd in ákveðið að selja bókasafnið til hæstbjóðanda. Bókasafninu fylgir vandaður skápur úr wal- nut, sem verksmiðjueigandi Jón Sigurðsson iét smíða, og gaf söfn uðinum. Er skápurinn vandaður og stofuprýði hvar sem hann er. Hin árlega sumarmála sam- koma lestrarfélagsins “Ingólfur”, var haldin þann 18. apríl í sænska fundarsalnum, undir stjórn Einars Haralds. Hefur lestrarfélagið vanaiega vandað sem best til þeirra samkomu, og eins var gjört í þetta sinn. Var skemt með ræðuhöldum og söng. Komu nokkrir þar fram á ræðu- ipallinn, sem við höfum ekki haft þar fyr, eins og S. J. frá Kaldbak, sem flutti þar stutt erindi og las upp kvæði. Líka sungu þar fjórar ungar stúlkur tvisvar “Quartet”, Axdal systur, sem eru nýkomnar hingað vest- ur. íslenzki söngflokkurinn var stór þáttur í því að -gjöra sam- komuna skemtilega. Mrs. H. Sumarliðason aðstoðaði við hljóð færið. Nýtt var það, að tákn- mynd var sýnd á leiksviðinu, af vetrinum og vorgyðjunni. Vet- urinn var þar, og bar fram við- eigandi kvæði, en er vorgyðjan kom fram á leiksviðið, þá mjak- aði veturinn sér út af leiksvið- inu, en vorgyðjan flutti þá sitt erindi. Veturinn lék Próf. T. J. Oleson en vorgyðjuna Mrs. T. C. Orr. Tókst þeim það báðum mæta vel. Miss. Gerda Christ- opherson sá um allan undirbún- ing því viðvíkjandi. Er skemti- skránni var lokið var dansað til miðnættis. Hljómsveit fra “Barney’s music studio” spilaði fyrir dansinum. Kaffi og veit- ingar veittu konurnar eins og hvern lysti. Þann 24. marz hélt kvenfélag- ið Sólskin hlutaveltu og dans á Gravely Hall. Var það vel sótt, og allur ágóði af samkomunni á að ganga í sjóð Elliheimilisins, hér í Vancouver. Líka var þar “Rafflad” stórum hekluðum borð dúk, sem Mrs. G. Grímsson hafði búið til og gaf hún alt sem kom (Frh. á bls. 8) Velferð Canada krefst þess, að King-stjórnin verði endurkosin! Selkirk kjördæmi þarfnast þingmanns, sem fæddur er í kjördæminu, og þekkir ástæður allra íbúa þess út í yztu æsar; sá maður er frambjóðandi L i b e r a 1 flokksins, R. J. Wood. Merkið kjörseðilinn þannig WOOD, R. J. R. J. WOOD Published by the Selíkirk Liberal-Progressive Election Committee. LIBERAL Skipulagning um ALMENNA ATVINNU OG ÖRYGGIEFTIR STRIÐIÐ HANDA ÖLLUM HERMENN Synir yðar og dætur lögðu Canada til sinn skerf. $750.000.000 hafa verið veittar af Liberal stjórn til þess að tryggja þeim góða atvinnu við(iðnað, búskap, eða eigin fyrirtæki. HÚSAGERÐ Til þess að endurbæta eða byggja ný heimili, hafa verið veittar $400,000,000, og hefir aldrei áður verið ráðist í því líkt í slíku augnamiði. FRAMFÆRSLUSTYRKUR Til þess að tryggja sonum yðar og dætr- um heilsusamlegt uppeldi, og létta byrði fátækra foreldra í Canada, hefir fjár- veiting til framfærslustyrks á ári, verið ákveðin $250,000,000. LÁN TIL VÖRUÚTFLUTNINGS Atvinna og vöruútflutningar haldast í hendur. Liberal stjórnin hefir ákveðið að tryggja hrjáðum Evrópuþjóðum vörur; og verða þær því góðir viðskiptavinir Canada. BÆNDALÁN Einn maður af hverjum þremur í Canada vinnur á bújörð. Til að gera bændum hægra fyrir, hefir Liberal stjórnin hlut- ast til um handhæg lán handa bændum, svo þeir geti keypt nauðsynjar sínar fyr- ir peninga. LÁGMARKSVERÐ Liberal stjórnin skilur, að þegar bænd- um og fiskimönnum vegnar vel, líði öðr- um Canada borgurum vel, og þess vegna setti hún lágmarksverð á framleiðslu þeirra. SKATTAR LÆKKAÐIR SLAKAÐ Á HÖMLUM Naumast var blekið fyr þornað á upp- gjafarskilmálum Þjóðverja, en Liberal stjórnin tilkynnti yfirvegaða lækkun skatta, og slökun á ýmsum þeim höml- um er rétt þótti að ryðja strax úr vegi. LIBERAL-STEFNAN skapar ATVINNU og MARKAÐI NÚ við stríðslokin í Evrópu, verður spurt hvað sé um atvinnu yðar, hvort heldur er á bújörð eða í borg? Verða opnir markaðir fyrir búnaðarafurðir? Geta menn keypt fyrir pen- inga í búðunum? Verður nóg að gera í verksmiðjunum? At- kvæði yðar þann 11. júní, hefir áhrif á svör við þessum spurningum; það hefir áhrif á atvinnu yðar. Ef þér treystið loforðum, sem ekki er unt að uppfylla, og látið blekkjast af innantómum fagurgala, verður samtíðaröryggi yðar og vel- megun í hættu. Liberal stjórnin hefir á hinn bóginn lagt grundvöll að varanlegri atvinnu eftir stríðið. Þessu til staðfestingar skal vitnað í dálk þessarar auglýsingar til vinstri. Þessar ráðstafanir hafa verið gerðar í samráði við hæfustu sérfræðinga í iðnaði, landbúnaði, á sviði verkamála og vís- inda; þær eru raunhæfar, og árangurinn er þegar farinn að koma í ljós. Liberalar geta fullvissað yður um það, því þeir áttu frumkvæði að þessari alþjóðarskipulagningu. Greiðið Liberal flokknum atkvæði. Tryggið það. að sá flokkur, sem lagt hefir grundvöll að alþjóðaratvinnu og trygg- um markaðssamböndum — fái að vinna friðinn. Eigið yðar hlutdeild í nýju Canada. Greiðið atkvaði með frelsun frá öibirgð og ótta! MERKIÐ Kj ÖRSEÐILINN í ÞÁGU LIBERAL FRAMBJÓÐANDANS í KJÖRDÆMI YÐAR GREIÐIÐ LIBERAL ATKVÆÐI Published by National I.iberal (vonnnittee

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.