Lögberg - 21.06.1945, Síða 1
PHONE 21374
ha,^de
58. ÁRGANGUR
A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21 371
H«'u
1.0«
«dere's-
iot^
\ prV clean
t \V&ieA
r« a"'1 r
ners
A Complete
Cleaning
Institution
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945
NÚMER 25
Landa milli
Þegar skrið á gandi um geim
Gerist liðugt næsta
Förum við að heiman heim
Hátt um sviðið glæsta.
Það er seimur sem er hnoss,
Svona í geimi þöndum,
Blessað heima-athvarf oss
Eiga í tveimur löndum.
Góður sonur sæmdir þær
Sýndar honum meti!
Er ei von hann elskað tvær
Ungar konur geti?
Veit eg hvar er varmi, þó
Við mér hjarinn blasi.
Er og var mér yndi nóg
Ilmur þar úr grasi.
Einnig fékk mér yndisgnótt,
Oft um rekkjustundir,
Sá eg ekki svarta nótt,
Sólin gekk ei undir.
Samt er listaljósið þar
Lengst um fyrst og síðast
Það sem flyzt um fold og mar
Fólki yzt og víðast.
Gleymist aldrei andi skygn,
Einkum gjalda sjólar:
Æðsta vald er andans tign
Undir tjaldi sólar.
Norræns anda aðalsmenn,
Æðstir landsins fursta,
Rímið vanda’ og efnið, en
Aðrir standa og hlusta.
Þó eg kvarti um muninn, mér
Maður vart þú láir,
Þar er margt sem ei hér er
Og mitt hjarta þráir.
Okkur gæðum miðla mild,
Mörgum þræði í sögur
Líkt og mæður, löndin skyld,
Lofsverð, bæði fögur.
Oss í villum aldrei sást
Yfir snilli beggja
Skal því hylli, skyldu og ást
Skift á milli tveggja.
Bindist særi trygðir tvær,
Tvinnað ærubandið
Altaf færi okkur nær
ísland, kæra landið!
Ávarp Thor Thors sendiherra
17. júní, 1945
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson:
Guttormur J. Guttormsson.
íslenzkur píanósnillingur
Hr. Rögnvaldur Sigurjónsson
efndi til hljómleika í National
Gallery of Art í Washington,
D.C., þann 10. þ. m., fyrir at-
beina sendiherrahjónanna, Hon.
Thor Thors og frá Ágústu Thors;
freklega 1000 manns hlýddu á
hinn unga píanósnilling, er með
tóntöfrum sínum, mætti og mildi,
vakti hina geisilegustu hrifningu;
að lokinni skemtiskrá fór fram
ttióttaka á heimili sendiherra
hjónanna til heiðurs við lista-
naanninn; voru þar viðstaddir
oiargir músikvinir og listadóm-
andur höfuðborgarinnar.
Helztu Washington blöðin, svo
sem “The Evening Star” og
‘Time-Herald” ljúka miklu lofs-
°rði á píanóleik Rögnvaldar, og
telja listamanninn hiklaust til
hinna stærri spámanna í ríki
hljómanna; undrast þau blátt
afram yfir tækni hans og frábær
Urn túlkunarhæfileikum.
Rögnvaldur er sonur Sigurjóns
Markússonar fyrrum sýslumanns
1 Suður-Múlasýslu, og konu hans
Sigríðar Björnsdóttur; systkini
hennar, þau Bjarni heitinn skop-
leikari, sem dvaldi um hríð vest-
an hafs, Ólafur Björnsson, starfs-
maður Nesbitt-Thompson félags-
ins hér í borginni, nú Capteinn
í Canadiska hernum, og þær
Jensína Sagen og Sveinsína Berg
í Tacoma, Wash.
Rögnvaldur er nú, að því er
síðast fréttist á förum til íslands;
árna vinir hans hér vestra hon-
um góðs brautargengis og giftu-
samlegrar framtíðar.
Tapar þingsœti
Eftir að hermanna atkvæðun-
um hafði verið jafnað niður í
Prince Albert kjördæminu, kom
það í ljós, að King forsætisráð-
herra náði ekki kosningu; fram-
bjóðandi C.C.F. flokksins sigraði
með 129 atkvæða meiri hluta.
Talið er víst, að Liberal þing-
maðurinn fyrir Russell kjördæm-
ið í Ontario leggi niður þing-
mensku og Mr. King verði kos-
inn þar gagnsóknarlaust. Við á-
minsta atkvæðajöfnun græddu
Liberalar tvö þingsæti, C.C.F.
eitt, en Conservativar töpuðu
einu sæti.
Góðir íslendingar:
Hinn fyrsti 17. júní rennur nú
heill yfir vort íslenzka lýðveldi.
Eitt ár — aðeins eitt ár er liðið
frá því að lýðveldi íslands var
endurreist á Þingvöllum. Eitt ár
er ekki langur tími í lífi manns
— en það er sem sandkorn í tíma-
glasi heillar þjóðar. Samt sem
áður hefir þetta eina ár verið
svo viðburðaríkt og örlagaþrung
ið í sögu Islands og sögu gjör-
valls mannkynsins, að atburðir
þess munu ráða kjörum og ör-
lögum mannanna í áratugi jafn-
vel öldum saman.
Hugsum okkur hversu stór-
kostlegur þáttur veraldarsögunn
ar fór fram frá 12. apríl síðast-
liðinn til 7. maí. 12. apríl verður
ætíð skoðaður sem einn af hin-
um miklu sorgardögum verald-
arsögunnar, er lézt hinn mikli
leiðtogi og mannvinur, Franklin
Roosevelt, forseti þessa mikla
lands og öndvegis forystumaður
alheimsins. Við fráfall hans misti
ísland einnig einlægan vin, rétt-
sýnan og skilningsgóðan á sjálf-
stæði og rétt íslendinga. Hann
gjörði okkur fært að stofna lýð-
veldið 17. júní 1944 með því árið
1942, að benda okkur leiðina til
farsællar lausnar þess máls.
Hann varð fyrstur til að ákveða
að senda sinn eiginn fulltrúa til
hátíðahaldanna á Þingvöllum.
Önnur vinsamleg lönd komu á
eftir. Þess minnumst við með
þakklæti. — Nokrum dögum eft-
ir fráfall þessa foringja kom sig-
urinn mikli — stig af stigi. Harð-
stjórarnir féllu. Þeir hugðu að
leggja undir sig heiminn — ís-
land líka — gleymum ekki því
— færðu ægilegasta blóðbað sög-
unnar yfir mannkynið — en
féllu ekki sem hetjur heldur sem
glæpamenn, ýmist fyrir vopnum
landa sinna eða sjálfs síns hönd-
um. Sagan endurtók sig, segja
má enn á ný. Sjá hve illan enda
— ódyggð og svikin fá. — Og
loks kom að algjörri uppgjöf
þýzka hersins. Herir Banda-
manna fengu fullnæging sinna
djörfustu óska, frækni þeirra
fékk sín sigurlaun og milljóna
þeirra, sem látið höfðu líf sín
til að ná þessum sigri, var að
fullu hefnt. Sigurinn var unn-
inn og sól sigursins rann upp
yfir frelsuðum þjáðum löndum
Evrópu og fögnuð fólksins gat
hvorki tár né gleði túlkað. Einnig
á íslandi var fögnuður þjóðar-
innar gífurlegur — í þrjá daga
braust óstöðvandi gleði fólksins
út heima. Enn ein sönnun þess,
að ísland er ekki lengur einangr-
að. örlög heimsins eru örlög ís-
lands. ísland er aðeins lítill dep-
ill á hnettinum, sem snýst og
heldur áfram að snúast eins og
aðrir hlutir þess sama hnattar.
Fyrir Island þýddi sigurinn fyrst
og fremst það, að hafið var frjálst
og hættulaust. Hermenn íslands,
sjómennirnir, gátu nú farið
ferða sinna í friði. ísland þurfti
ekki að fórna fleiri lífum í þágu
sigursins.
Þessir miklu atburðir voru
auðvitað merkustu atburðir
sögu Islands á fyrsta ári lýð
veldisins — eins og þeir voru
merkustu atburðirnir í sögu al-
heimsins.
En einnig heima á íslandi hef-
ir margt merkilegt gjörst. Og við
hljótum ljúflega að viðurkenna
það íslendingar, að árið hefir
verið okkur gott og farsælt. Vel-
megun og framfarir hafa verið
hlutskipti þjóðar vorrar á þessu
fyrsta ári. íslendingum hefir
vegnað vel og liðið vel. Þjóðin
vill nú fram og sækir fram. Menn
tala um nýsköpun atvinnuveg-
anna — um framfarir er tryggi
afkomu og atvinnu fólksins nú
að styrjöldinni lokinni. Við við-
urkennum með þakklæti, að vin-
ir okkar Bandaríkin og Bretar
hafa búið vel að okkur fjárhags-
lega.
Á sviði stjórnmálanna er það
merkast, að stofnað var fyrsta
lýðræðisstjórn lýðveldisins. Al-
þingi hóf samstarf. Það samstarí
mætti enn eflast — því að lausn
stórra vandamála blasir við. Það
lofar fögru um ^amheldni þjóð-
arinnar, að forseti íslands, hr.
Sveinn Björnsson, varð einróma
endurkosinn til næstu fjögurra
ara.
Þegar við nú í dag hugsum
héim, þá gjörum við það von-
glöð. Við treystum þjóð vorri og
trúum á land vort. Þessvegna
lítum við björtum augum á fram
tíð lýðveldisins.
Islendingar erlendis streyma
nú heim hvaðanæfa, er gatan
heim er greið á ný. Einnig þið
munuð halda heim. ísland bíður
ykkar og þarfnast ykkar.
Guð blessi Island.
Hittumst heil.
Þiggur mikla sæmd
Sqdn. Ldr. N. L. Magnússon,
som fyrir nokkru hlaut Disting-
uished Flying Cross, fékk nýja
viðurkenningu í heiðurslistanum
á afmælisdegi Georgs Bretakon-
ungs fyrir hugrekki og frábæra
frækni í þjónustu flugliðsins.
Þessi ungi og bráðefnilegi mað-
ur, er sonur þeirra Mr. og Mrs.
Ari ,G. Magnússon, 70 Inman
Ave., St. Vital.
Kveðjusamsæti
Ánægjulegt og all-fjölmennt
kveðjusamsæti var haldið á St.
Regis hótelinu s. 1. þriðjudags-
kvöld til heiðurs við Dr. Stefán
Einarsson; var það Þjóðræknis-
félagið, sem efndi til þessa mann
fagnaðar. Forsæti skipaði Dr.
Beck, og kynti hann heiðursgest-
inn með vel völdum orðum. Sr.
V. J.-Eylands flutti borðbæn. Dr.
S. E. Björnson flutti heiðursgest-
inum kvæði, en Valdi Jóhannes-
son mælti nokkur ávarpsorð, og
afhenti Dr. Stefáni fagran penna.
Dr. Stefán þakkaði gjöfina og
hlýjar viðtökur.
Or borg og bygð
Mr. Sigurður Sigurðsson kaup-
maður frá Calgary, var staddur
í borginni ásamt frú sinni í fyrri
viku; komu þau hjón hingað úr
hálfsmánaðar ferðalagi um Aust-
ur Canada.
•
Mr. Valdi Jóhannesson frá Víð-
ir, Man., kom til borgarinnar á
mánudaginn og dvaldi hér fram
um miðja vikuna.
•
Mr. Hallur E. Magnússon tré-
smíðameistari og skáld frá Se-
attle, Wash., er nýkominn tii
borgarinnar til þess að heilsa
upp á marga gamla kunningja
hér um slóðir; er Hallur glaður
og gunnreifur að vanda.
•
Dr. Richard Beck kom hingað
til borgarinnar á þriðjudaginn,
sunnan frá Chicago, en þar flutti
hann ræðu á íslendingamóti á
sunnudaginn var.
17. júní 1944
Flutt á fullveldishátíð íslendinga í Winnipeg síðastliðið ár.
Berst að heiman austanandi
ástarhlýr af föðurlandi —
fagnaðarins' fyrirheit:
Fólksins sigur fagur unninn,
frelsisdagur upp er runninn,
fegri og sælli en fornþjóð leit.
Alþjóð rís úr ösku tíða
upp á himin frjálsra lýða,
endurfæðist sérhver sveit.
Upprisan er dómsins dagur
dýrðarskær og vonarfagur,
fólks, er áður öldum kveið
eins og fastur fugl í snöru,
fagur hjörtur lostinn öru; —
hálfa eilífð heljar beið
ófrjáls þjóð í eigin landi,
uppboðs-góz á sjálfs síns standi,
hvergi frelsun, hvergi leið.
Mesti íslands dýrðardagur —
dómstóll þjóðar, rammislagur —
sundrung fólks úr brjóstum brenn.
Blessum alla, er blysin kveiktu,
blessum þá, sem ánauð hneyktu:
Forsetann og Fjölnismenn.
Blessum hina öldnu, ungu,
alla, sem á Bjarna tungu
vöktu þjóð, og vekja enn.
Veldi lýðs í verki og anda
vaki meðan fjöllin standa
yfir vorri ungu þjóð.
Hvorki auður, ætt né staða
örlög þín né rétt má skaða;
gefðu sátt og sannleik hljóð;
yfir dóma engir hafnir,
allir fyrir lögum jafnir —
aldrei svikið saklaust blóð.
Frelsi lýðs er tvíræð tunga,
trygg þann grundvöll, ríkið unga,
musterið sem mikla ber.
% Miskunn guðs og manna hylli,
mátt og vizku, dug og snilli,
berðu sjálf í brjósti þér.
Hlutdeild áttu í heimi öllum,
hlutgeng ertu þjóðum snjöllum,
hlutvönd sértu hvar sem er.
Lífsins andinn eini, sanni,
ástúð sú, er hverjum manni
opnar fegurst unaðslönd,
leiði þig til heima hærri,
hugans inn á verksvið stærri,
knýtt við þjóða bræðrabönd. —
Landnám þinna öldnu alda
óborningar munu gjalda
þúsundfalt frá Þorfinns strönd.
Island — “langt frá öðrum þjóðum”,
áður fyrr var sagt í ljóðum
meðan lögð var leið um ver.
Nú er loftöld ljómans bjarta,
landið orðið jarðar hjarta,
heimur dagleið hvar sem er.
Flugöld nýrra frjálsra heima
friðarveldi þitt mun geyma
betur öllum heimsins her.
Fögnum nýjum frelsisdegi
frændanna í austurvegi,
syngjum nýjan sálm með þeim.
Ský þótt feli heims-sól hlýja,
horfum fram á gullöld nýja
gegnum stundar eld og eim.
Yfir vogrek allra tíða,
upp í himin frjálsra lýða
fagnandi við fljúgum heim.
Heiðri krýnd og ástaranda
yngsta þjóðin Norðurlanda
sértu í heimsins sögu og óð.
Brenni eldar andans forna
uppi á tindum nýrra morgna:
orðlist Snorra og Egils ljóð.
Blessist þú um aldir alda
íslenzk þrenning máttarvalda:
ríki lýðsins, land og þjóð.