Lögberg - 21.06.1945, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945
7
Y ngstu
lesendurnir
Haraldur hárfagri
í síðasta kafla sagði eg ykkur
frá því að Haraldur konungur
hefði strengt þess heit að skera
aldrei hár sitt né kemba, fyrr
en hann hefði eignast allan
Noreg.
Haraldur safnaði nú miklu liði
og herjaði á nágrannaríkin. Hann
drap fólk og brendi byggðir og
háði margar orustur bæði á sjó
og landi og allstaðar fékk Har-
aldur konungur sigur. Hann velti
smákonungunum frá völdum og
setti sína eigin embættismenn í
þeirra stað. Þessir embættis-
menn voru nefndir jarlar.
Jarlarnir stjórnuðu byggðun-
um og heimtu skatta í nafni
konungs. Fyrir þetta fengu þeir
há laun frá konungi.
Haraldi konungi tókst að
leggja undir sig allan Noreg á
12 árum. Hann gerði eitt ríki úr
30 smáríkjum.
Þegar Haraldur konungur var
orðinn einvaldur í Noregi, þá
mijnntist hann þess er Gyða,
mærin sú hin mikilláta, hafði
mælt til hans. Hann sendi menn
sína eftir henni, þau giftust og
áttu mörg börn.
Um þetta leyti lét Haraldur
kemba og skera hár sitt, en það
hafði hann ekki látið geri í 10
vetur og var því kallaður lúfa.
En eftir að hann hafði þvegið
og skorið hár sitt var hann kall-
aður Haraldur hárfagri, því hann
hafði hár bæði mikið og fagurt.
Haraldur var nú svo voldugur
að engum var líft í Noregi, nema
þeim, sem gengu honum á hönd
og hlýddu boði hans og banni.
Hann lagði þunga skatta á þjóð-
ina, því hann hafði um sig mikla
hirð og stóran her.
Þeir, sem minni máttar voru,
lnngangsræða
Valda Jóhannessonar
forseta lýðveldishátíðarinnar á
Hnausum, 16. júní, 1945.
Þegar hásætisræðum er svar-
að af þingmönnum er þeim
leyfilegt að vaða elginn um alt
og ekkert.
Eg hefi tekið eftir því að for-
setar íslendingadaga taka sér
slíkar heimildir.
í fyrra var þungamiðjan í á-
varpi forsetans hér á Iðavöllum,
hvatning til Islendinga um að
menta börn sín, sem bezt. Hvatn
ing til að stofan sjóð til menta-
styrks, þeim er fram úr skara.
Þetta ávarp forsetans bar
þann árangur að Mrs. Sommer-
ville, sem hér var gestkomandi
og tók þátt í skemtiskránni,
sendi féhirði nefndarinnar $10.-
00 í þennan fyrirhugaða sjóð.
Hvort Mrs. Sommerville hefur
verið sú eina af áheyrendum,
sem var vakandi þegar forsetinn
talaði, veit eg ekki, en hitt er
og lítið áttu, svo sem leiguliðar
og þrælar, beygðu sig fyrir Har-
aldi, enda voru þeir illu vanir
fyrr, en bændurnir, sem áttu
jarðir og höfðu verið einráðir
um sinn hag, undu því illa að
verða konungi undirgefnir og
vera neyddir til þess að borga
honum skatta af jörðum sínum
eins og þeir væru leiguliðar hans.
Þetta fanst þeim hin mesta smán.
Heldur en að þola ofríki Har-
aldar, skildu margir hinna stærri
bænda við óðul sín og flýðu af
landi burt.
Oorðasafn.
safnaði liði — assembled an
army
herjaði — attacked
háði orustu — fought a battle
sigur — victory
embættismenn — officials
jarl — earl
stjórna — govern
heimta — collect
skattur — tax
einvaldur — having absolute
power, dictator
minntist — recalled
mikillát — proud
gifting — marriage
lúfa — shaggy or matted hair
fagurt — beautiful
voldugur — powerful
líft — not possible to live
gengu honum á hönd — surrend-
er to
hlýða boði og banni — to obey
commands
hirð — court
minni máttar — weaker
leiguliðar — tenant farmers
þræl — slave, thrall
einráður — independent
undirgefnir — subservient
smán — shame, disgrace
ofríki — tyranny
óðal — estate
mér kunnugt um, að hún er sú
eina er mat þessa tillögu nógu
mikils til að styðja hana með fé-
gjöf, það er aðeins cþrepið á
þetta hér í viðurkenningar skyni
og með kæru þakklæti til Mrs.
Sommerville.
Þeir menn og konur, sem
standa fyrir hátíðabrigðum, sem
þessum er fara fram hér í dag,
gera það alls ekki fyrirhafnar-
laust og er gott til þess að vita
að fólk er enn viljugt að leggja
nokkuð á sig án allrar umhugs-
unar um endurgjald.
Auðvitað erum við öll þakk-
lát fyrir það að geta notið þess-
arar skemtunar, en íslendingar
eru almennt þögulir um þakk-
lætið á mannamótum og láta til-
finningar sínar lítt í ljós. Á sam-
starfi til undirbúnings þessarar
skemtunar, verður ekki minst án
þess að gefa sérstakan gaum að
allri þeirri fyrirhöfn og tíma-
eyðslu, sem söngflokkurinn hef-
ur látið í té. Söngfólkið er dreift
um alla Norðurbygð Nýja Is-
lands og þar af leiðandi all-löng
Vorhygð
Það er létt í lofti í dag,
ljós af fjærstu ströndum,
vefja akur, engi og flag
elskumildum höndum.
Veröld heilsar hýrt og blítt
himininn fagurblái,
svo það er sem yndi nýtt
andi af hverju strái.
Óðum hverfa ytri spor
eftir vetur næðinn,
meðan saman sól og vor
sauma fögur klæðin.
Þeirra milda önn og ös
yfir breiðir sárin,
böðuð ljósum blóm og grös
brosa gegnum tárin.
Skrýðist jarðar skikkjulaf
skrúða gróðurheiðum,
bráðum fer að anga af
öllum þessum meiðum.
Brjóstin heilla, vor og von
við að hlusta á blæinn,
og hinn litla loftsins son
leiða söng í bæinn.
'Veit eg manni annað er
ekkert fyrr til bjarga,
en að finna í sjáfum sér
sumardrauma marga.
Fagna degi feginn mátt
fyrir geisla sína,
sjáir þú í sólarátt
sumargleði þína.
T. T. Kalman.
ferðalög á hverja æfingu, og vök-
ur fram yfir miðjar nætur.
Þetta allt er erfitt fyrir vinn-
andi fólk og er sérstaklega þakk-
arvert að færast slíkt í fang.
Raunar mætti segja, og það
með sanni, að útlit þessa skemti-
garðs sýni það ekki að sérlega
mikið hafi verið lagt á sig til
að prýða hann og gera aðlað-
andi.
Því til svars, má þó benda á
það að þessi landsspilda kostaði
í fyrsta á mælikvarða þess tíma-
bils, sem hún var keypt á —
ærið fé, sem nokkrir forustu-
menn gerðust ábyrgðarfullir fyr-
ir. Nú er þetta breytt og garður-
inn er eign sveitarinnar og er því
fyrir utan verkahring íslend-
ingadags nefndarinnar að sjá
honum farborða, þó hefur það
orðið þannig að það litla, sem
hér er gert árlega, er gert af
nefndinni, með lítilsháttar tillagi
frá sveitinni.
En það tekur meira en að-
eins landspildu að koma upp
skemtigarði, enda má svo segja,
að hér sjáist lítið annað en blett-
urinn með fáeinum vanhugsuð-
um handtökum. Eg minnist á
þetta hér ef vera kynni að sveit-
arráð Bifrastar vaknaði til með-
vitundar um nokkra þörf til fram
kvæmda í þessu efni. En þó að
garðurinn sé fátæklegur, sting-
ur mjög í stúf um innihaldið,
því hér er uppgangur Nýja Is-
lands augljós.
Það eru aðeins rúm 20 ár síð-
an fyrsti Islendingadagur var
haldinn hér á Iðavöllum. Þá
voru svo að segja engir bílar hér,
aðeins fáeinar tinkönnur, þá var
ekki mikið um veizluklæðnað og
heldur engar málaðar neglur. En
fólk kom samt einhvernveginn
og allavega til að minnast gamla
landsins, landsins, sem í þá
daga var enn mörgum í fersku
minni, landsins, sem menn voru
rígbundnir við, þrátt fyrir óra
fjarlægð.
Þetta er nú orðið talsvert
breytt. Myndin af Islandi er að
verða máð, hér úir og grúir af
nýtýzku bílum, nú þekkir eng-
inn vinnukonu frá hefðarfrú eða
fjárhirði frá ráðgjafa. Allir eru
prúðbúnir og alt í nýasta stíl og
þetta er engin uppgerð eins og
t. d. kjólföt á kvöldskemtunum
í borgunum, leigð fyrir $5.00 á
kvöldi.
(Frh. á hls. 8)
Safnaðarfundur
-H-f
Aðalfundur Concordia safnað-
ar var haldinn þ. 10 þ. m., til
þess að athuga mál safnaðarins
og til að kjósa erindreka á
kirkjuþing. Fjármál safnaðarins
eru í bezta lagi, og hefir starfið
gengið eftir vonum; messur fara
fram á ensku og íslenzku ti]
skiptis.
I safnaðarnefnd voru kosnir:
B. E. Hinrikson, Sv. E. Gunnar-
son,. H. Marvin, M. Bjarnason og
I. Laxdal. Djáknar eru þær Mrs.
J. B. Johnson og A. E. Johnson.
Það er ákveðið að senda erind-
reka á kirkjuþingið. Þann 17.
þ. m. fer fram hér íslendinga-
dags hald á borð við það, sem
verið hefir.
Þakkarorð ber að senda öllum
þeim, sem hafa sent söfnuðinum
peningalega liðsemd úr fjarlægð,
og sem eitt sinn voru með okk-
ur og liðsintu í starfinu. Þessar
sendingar gleðja okkur ekki að-
eins vegna þessarar liðsemdar,
heldur líka vegna þess hlýhugar,
sem stendur á bak við gjafirnar,
og það að þeir muna eftir okkur
með hlýleika, eins og við sökn-
um þeirra, og vildum gjarnan
vita af þeim meðal okkar á ný.
Minnumst við iðulega á þessa
vini okkar í fjarlægð; árnum
þeim allrar blessunar í bráð og
lengd.
Á fundinum kom fyrir atriði
alveg óvænt, eins og forseti safn-
aðarins gat um. Var það sam-
þykt, að veita mér nokkurskonar
dýrtíðaruppbót við laun mín.
Mér var þetta með öllu óvænt;
eg hafði alls ekkert á það minst.
En mér er þetta til mikillar gleði
vegna þess hugarfars, sem stend
ur hér á bak við; segi eg eins
og Gunnar á Hlíðarenda: “Góð-
ar eru gjafir þínar, en meir
þykir mér verð vinátta þín”.
Vil eg af hjarta þakka vinagjöf
þessa.
Eg vil líka færa þakkir fólki
Lögbergs-, Þingvalla- og Win-
nipegosis safnaða; við Amaranth
o. v. þar sem mig ber að landi.
Það er gott að eiga sálarfélag
við alt þetta fólk; alt er þetta
náðargjöf, því “enginn getur
tekið neitt nema honum sé gefið
það af himni.”
Enginn leggur svo blóm á ann-
ars veg, án þess að Guð haldi
því saman, meti að verðleikum
og endurgjaldi.
s. s. c.
GUÐRÚN SIGURÐSSON
1853—1945
Þriðjudaginn 22. maí, andaðist
Guðrún Jónsdóttir Sigurðsson á
heimili sínu í grend við Helsel,
N.-D. Guðrún var há-öldruð
kona, ekkja Björns Sigurðsson,
sem andaðist á sama heimili fyr-
ir mörgum árum. Hún hafði þó
þrátt fyrir aldurinn löngum ver-
ið við góða heilsu. En nokkru
fyrir andlátið varð hún lasin
nokkra daga og við rúmið; og var
þá auðsætt að kraftarnir voru
að þverra. Þó hrestist hún aftur
um stund, en varð mikið veik-
að kvöldi 21. maí, og næsta morg
un andaðist hún. Mun baramein
hennar hafa verið hjartabilun.
Guðrún Jónsdóttir fæddist 31.
desember árið 1853 á Hnjúki í
Skíðadal í Eyjafjarðarsýslu. For-
eldrar hennar voru Jón Jónsson
og Ingibjörg Þorvarðsdóttir.
Fyrir 67 árum giftist hún Birni
Sigurðssyni úr Svarfaðardal í
Eyjafjarðarsýslu. Þau bjuggu
áfram þar í sveit sinni á íslandi,
þar til árið 1883, að þau tóku sig
upp og fluttu til Ameríku. Komu
þau þá beint til bygðar íslend-
inga í Norður Dakota, og sett-
ust að í grend við Hensel, N.-D.,
og bjuggu þar ávalt síðan. Björn
andaðist 18. nóv. 1932. Eftir það
bjó Guðrún á heimili sínu ásamt
með sonum sínum. Og þar and-
aðist hún nú.
Björn og Guðrún eignuðust 6
börn. Einn sonur, Hallgrímur að
nafni andaðist í æsku, hin lifa
foreldra sína, og eru: Ingibjörg,
Mrs. Svards, búsett í Grand
Forks, N.-D. Margrét, Mrs. Ford,
í Montanaríki. Vilhjálmur,
heima. Sigurjóna, Mrs. Johnson,
nálægt Cavalier og Arinbjörr.,
kvæntur og stundar félagsbú
með bróður sínum heima. Hina
látnu lifa og 12 barnabörn og 10
barnabarnabörn.
Guðrún sál. var mikil starfs-
kona, jafnvel nú allra síðustu
árin, vann hún óslitið að tóvinnu,
og framleiddi mikið af hverskon-
ar prjónlesi. Hafði hún víst ávalt
verið rösk og dugleg og fljót :
svifum, við vinnu sína í hverju
sem hún var fólgin.
En Guðrún var líka áköf og
dugleg á sviði félagsmálanna.
Hún starfaði mikið í kvennfél-
agi bygðarinnar, og í söfnuði sín-
um, — Vídalínssöfnuði. Hún var
einlæg í trú sinni og skylduræk-
in meðlimur safnaðar síns. Guðs-
þjónustur sótti hún af mikilli
samvizkusemi, og tók lifandi þátt
í guðsþjónustum safnaðarins.
Hjá henni lýsti sér altaf gleði
út af því að geta á sínum aldri
stöðugt komist í kirkjuna sína og
tekið þátt í guðsdýrkuninni þar.
Hún var bjartsýn kona og lífs-
glöð, Kát og glaðvær. Altaf virt-
ist hún geta haft augun á björtu
hliðinni og gengið sólarmegin. Og
til síðasta dags virtist bjart yfir
lífi hennar, af því hún gekk götu
lífsins í öruggri trú á sinn himn-
eska föður og frelsara. Hún var
því hinu yngra samferðafólki
sínu til fyrirmyndar í bjartsýni,
trúaröryggi og í því að leggja
stöðuga og óslitna rækt við söfn-
uð sinn og guðsríkismálin, sem
hann starfar að. Hún var og einn-
ig sérlega greiðug og hjálpsöm.
Nutu margir góðsemi og greiða
frá henni gegnum árin.
Útför hinnar látnu fór fram
frá Útfararstofunni í Cavalier
og frá kirkju Vídalínssafnaðar,-
Hún var lögð til hvíldar við hlið
eiginmanns síns í grafreitnum,
þar við kirkjuna. Séra Haraldur
Sigmar talaði í kirkjunni og jarð
söng.
1 hárri elli hefír hún nú geng-
ið til hinnar hinztu jarðnesku
hvíldar, eins og byndinið er flíftt
upp á sínum tíma. Guð blessi
minningu hennar.
H. S.
VÉLAAFLIÐ ER ODfRARA EN MANNSORKAN
EINKUM UM pESSAR MUNDIR
með MASSEY-HARRIS VERKFÆRUM
Aðalástæðan fyrir því að kostnaður canadiskra
bænda við framleiðsluna er lftill, ligRur i því, hve
góð skil þeir kunna á notkun véla. Vélarnar Kera
að jafnaði afköstin ódýrari, en mannsorkan megnar.
Hinar nýju Massey-Harris vélar, stuðla mjög að
verkasparnaði; þær afkasta meiru, spara meiri
tima, og eyða minna f rekstrarkostnað en nokkru
sinni fyr; með notkun þeirra veitir framleiðslan
meiri ágóða í aðra liönd.
Ef þér þarfnist nýrra verkfæra, mun Massey-
Harris umboðsmaðurinn hjálpa yður við að fylla
út umsóknareyðublöðin, og greiða fyrir yður á allan
hátt. Massey-Harris framleiðslan á árinu 1945 verður
aukin eins og framast er unt, og dreifing hennar
gerð eins auðveld og framast má verða samkvæmt
stjórnarráðstöfunum. Látið Massey-Harris umboðs-
mann fylla út umsóknareyðublöð nú þegar.
MASSEY HARRIS 102G
SENIOR TRACTOR
Fyrir meðalstór eða stór
býli, verður Massey-Harris
102G Tractor með 6 cyl-
indra, lang notadrýgsta
vélin, sem hugsast getur við
hvers konar jarðyrkju, sem
er. Vélin er afar ramm-
byggileg, og vel til þess fall-
in að afkasta miklu með litl
um tilkostnaði.
MASSEY- HARRIS COMPANY LIMITED
STOFNAÐ 1847
TORONTO
MONTREAL
MONCTON
WINNIPEG
BRANDON
REGINA
SASKATOON
SWIFT CURRENT
YORKTON
CALGARY
EDMONTON
VANCOUVER