Lögberg - 12.07.1945, Side 6
Hann fann stóra buddu fulla af gullpening-
um, auk stranga af samanvöfðum bankaseðl-
um. Dýrt gullúr og festi, og hringi á flestum
fingrum hans. Nei, það hefur ekki verið gert
til að ræna; það er morð.
“Hver mun hafa gert það? Hver mun orsökin
til þess hafa verið? Það er varla trúlegt að þessi
vesalings maður hafi átt nokkra óvini? Hver
gat hafa skotið hann niður eins og hund, og það
svo að segja rétt við húsið mitt?”
“Við skulum finna út allt um það, lávarður
Damer,” sagði lögreglumaðurinn, svo vék hann
sér að einum manna sinna, og sagði.
“Þú verður hér og leitar nákvæmlega í gras-
inu, kannske þú finnir vopnið, eða eitthvað
annað, sem gefur okkur leiðbeiningu um að
komast á slóðina.”
Þegar búið var að bera líkið inn í hús skógar-
varðarins, sagði lávarðurinn.
“Þetta er'mjög sorglegt tilfelli. Skrifari lá-
varðar Dysart, er bróðir þessa óhamingjusama
manns. Móðir hans er ekkja, sem mun taka
sér nærri missir hans. Eg get ekki komið því
úr huga mínum, Ayrton, að einhver skógar-
varðmaðurinn hafi skotið hann, sem hefir tekið
hann fyrir veiðiþjóf.”
“Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði hann með
gætni. “Það er mjög leiðinlegt, þó það væri
ekki eins illt, eins hræðilegt og morð.
“Við getum ekki gert meira hér, Damer
lávarður,” sagði lögreglumaðurinn; “eg skal láta
einn af mönnum mínum vera hér í dag.”
Maðurinn, sem var skilinn eftir, leitaði í
grasinu, þar sem dauði maðurinn hafði legið,
eftir því hvort hann gæti ekki fundið neinn
hlut eða nein merki, sem gætu bent í áttina til
morðsins. Hann bjóst við að finna skammbyssu,
eða eitthvað þessháttar; nei, hann fann ekkert.
Honum þótti það býsna undarlegt, því í svona
tilfellum var vanalega eitthvað eftir skilið, og
hve lítið sem það var, gat það haft mikla þýð-
ingu. Hann fór því enn á ný að leita, og leitaði
nú þumlung fyrir þumlung í grasinu, en fann
ekkert nema blóðbletti. Rétt er hann var að
hætta, og áleit að ekki væri til neins að leita
lengur, sá hann eitthvað sem glitraði, hinu-
megin við hliðið. Hann fór þangað, og er hann
gætti að, sá hann, sér til mikillar undrunar,
armband, sem lá á jörðinni. Hann tók það upp,
og þóttist hafa vel veitt.
Skrautlegt armband, úr gulli, gimsteinum
sett; hann hafði aldrei séð slíkan dýrgrip. Lás-
inn var opinn, svo það gat hafa dottið af hand-
leggnum, án þess að eigandi þess hefði orðið
var við.
Hann skoðaði það nákvæmlega, undir lásnum
var fjöður; hann snerti hana og ósköp lítið
leynihólf opnaðist, og þar undir var lítil mynd,
afar falleg, reglulegt listaverk. Hann þekkti
strax myndina, hún var af Damer lávarði.
“Hvað meianr þetta,” hugsaði hann með sér,
“þetta er mjög undarlegt.”
Hann hraðaði sér til yfirmanns síns, sem varð
mjög hissa, er hann sá hvað þetta var.
“Eg skal senda hraðskeyti til Scotland Yard,
undir eins,” sagði hann; “þetta er eitthvað
leyndardómsfullt, það er eitthvað meira ofið
inn í þetta en maður getur séð allt í einu,”
og án tafar sendi hann hraðskeytið, eftir ein-
uln þeirra slyngnasta njósnara.
•
57. KAFLI.
Slæmar 'fréttir berast út fljótara en góðar.
Áður en klukkan var orðin tíu um morgun-
inn, vissu allir í nágrenninu, að hræðilegt morð
hefði verið framið hjá Avonwold kastalanum.
Sökum þessa tilfellis varð ekkert af hinm
fyrirhuguðu veizlu. Fólk getur ekki notið neinn-
ar gleði undir slíkum kringumstæðum, því það
eru ekki margir sem eru svo tilfinningalausir,
að geta dansað á gröfum dáinna manna. Það
var ekki hugsað um gleðskap né dans á Avon-
wold daginn þann. Einn skrautvagninn eftir
annan kom að hinu skrautlega hliði kastalans;
í þeim voru skrautbúnir veizlugestir, en er því
barst þessi hörmulega fregn, vildi það ekki
ónáða lafði Damer pieð heimsókn; því þetta
hræðilega tilfelli mundi hafa lamað hana. Þeir
sem höfðu heyrt um morðið áður þeir lögðu
á stað, fóru hvergi. Morð og dauði eru ekki
viðfeldin orð að heyra.
Undrunin og óttinn varð enn meiri, er það
varð ljóst, að hinn myrti var bróðir skrifara,
og persónulegs vinar lávarðar Dysart.
Hljóðfæraleikararnir, sem fengnir voru til að
skemta við þetta tækifæri, tóku hljóðfæri sín,
sem fljótast og fóru burt. Flöggin sem hengd
höfðu verið upp, milli trjánna, og öll sú skreyt-
ing, sem hafði tekið svo mikinn tíma, fyrir-
höfn og peninga, var nú til einskis. Öll blómin
sem hafði verið safnað saman fyrir hina dýrð-
legu veizlu, skrælnuðu nú upp; allir hugsuðu
nú um morðið, undir linditrjánum.
Hertogafrúin af Redfern var ein meðal fyrstu
gestanna, sem komu til veizlunnar. Mrs. Isabel
Damer tók á móti henni og gerði margar af-
sakanir fyrir því, að lafði Damer hefði ekki
getað tekið á móti henni sjálf, því hún væri
veik.
“Eg hefi heyrt um eitthvað hræðilegt, sem
hefur komið fyrir hérna,” sagði hertogafrúin.
“Eg furða mig ekki á því, að lafði Damer líði
illa yfir því, þó milli okkar sagt, hélt eg að
hún væri ekki svo tilfinningarsöm.”
“Já, það er svo fjarska leiðinlegt,” sagði
Isabel. “Auðvitað þykir okkur.öllum leiðinlegt
að þessi vesalings maður skyldi deyja á svo
hræðilegan hátt, en eg er aðallega að hugsa
um hversu mikil vonbrigði það eru fyrir Damer
lávarð, sem hafði kosta^ svo miklu til, að gera
þessa veizlu dýrðlegri en allar aðrar.”
“Já, það er mjög leiðinlegt fyrir hann. Er
lafði Damer svo veik að hún fari ekki út úr
herberginu?”
“Já, hún getur ekki einu sinni farið á fæt-
ur,” svaraði Isabel.
Hertogafrúin færði nú stólinn, sem hún sat
á nær Mrs. Damer. “Finnst þér ekki að það
sé dálítið undarlegt, að henni skyldi verða
svona mikið um þetta tilfelli? Þessi ógæfu-
sami maður var auðvitað henni alveg ókunn-
ugur.”
“Eg held það; en þú veist, kæra hertogafrú,
að það er ekki svo auðvelt að skilja lafði Damer
— eg hefi aldrei skilið hana.”
“Ef eitthvað þessu líkt hefði skeð á Hirst^
holm, mundi mér þykja mikið fyrir því,” sagði
hertogafrúin, “en eg mundi alls ekki leggjast
í rúmið fyrir það.”
“Það mundi eg ekki gera heldur; en lafði
Damer tekur þetta á annan hátt en aðrir.”
“Eg veit ekki hvernig á því stendur, en eg
hefi þá ímyndun, Mrs. Damer, að við fáum að
heyra meira um þennan óheilla atburð. Þú læt-
ur mig vita um það ef nokkuð nýtt kemur
fyrir.”
Mrs. Damer lofaði því, svo skildu þær, báðar
með þá ósk og von í huga sqr, að eitthvað kæmi
upp í sambandi við morðið.
Hertogafrúin hafði aldrei getað fyrirgefið
lafði Damer, að hún steypti henni úr hásæti
fegurðarinnar. í mörg ár hafði hún með illum
hug beðið eftir því, að eitthvað kæmi fyrir, sem
svalaði hefndarþorsta hennar; nú hélt hún að
það væri kannske mögulegt í sambandi við
þetta, að slíkt gæti skeð.
“Að loka sig inni í herbergi sínu og vera
veik af því að henni ókunnugur maður var
skotinn, rétt heima hjá henni, það er aldreilis
ómögulegt. Eg mun fá að heyra meira um þetta
bráðlega.”
Lávarður Damer hafði strax skrifað lávarði
Dysart, um það sem skeð hafði, og beðið hann
að segja Verner Slster frá því, með hinni
mestu gætni og samhygð.
“Það væri best að hann kæmi strax hingað,
ef ske kynni að hann gæti gefið einhverja leið-
beiningu í sambandi við þetta mál, sem mér
finst dularfyllra en nokkuð annað, sem eg
þekki til.”
Lávarður Dysart gerði eins og lávarður
Damer bað hann. Hann sagði konunni sinni, að
veizlan á Avonwold yrði ekki haldin, af þvi
að í garðinum rétt hjá kastalanum, hefði verið
framið morð, og að sá, sem var myrtur var
bróðir Verners Elster. Hans vegna tók lafði
Dysart þessa frétt mjög nærri sér.
“Ekki svo mjög vegna þess sem myrtur var,”
sagði hún, “því hann var einhver hinn við-
bjóðslegasti maður, sem eg hefi nokkru sinm
mætt, en Verners vegna, því hann virtist að láta
sér ant um hann.”
Lávarður Dysart, sagði syni sínum frá þessu;
hann hugsaði aðeins um Rose, og hvaða von-
brigðum hún yrði fyrir, að veizlan fyrirfærist,
sem hún hafði hlakkað svo mikið til. Og þar
næst hugsaði hann til Verners, sem hann unni
sem væri hann bróðir hans.
Þeir fóru L>áðir inn í herbergi Verners. Hann
heilsaði þeim með vingjarnlegu brosi. Hann
var önnum kafinn við að semja skrá yfir bóka-
safn lávarðarins.
“Mér þykir leiðinlegt hvað þetta gengur seint
fyrir mér að ljúka þessu af, þessu hefði átt að
vera lokið í gærkvöldi,” sagði Verner.
Lávarðurinn sagði að hann skyldi ekki hugsa
um það; þessi bókaskrá yrði nógu snemma búin.
Eftir litla þögn spurði hann Verner, hvenær
hann hefði síðast heyrt heimanað frá sér-.
“Eg fékk bréf frá móður minni fyrir tveimur
dögum,” svaraði hann.
“Og bróður þínum, skrifaði hann þér?”
“Ekki oft; hann er ekki gefinn fyrir að skrifa;
hann hatar blek og penna.
Hann leit brosandi til Dysart lávarðar, sem
var mjög alvarlegur, og brosti ekki.
“Nei, eg hefi ekki fengið bréf frá honum,
og upp á síðkastið veit eg mjög lítið um hann.
Móðir mín skrifar ekki neitt um hann.”
“Þú mundir verða hissa að heyra, að hann
hafi sést við Avonwold.”
Verner hló.
“Það gæti eg varla ímyndað mér að það
hefði hlotið að vera einhver annar.”
“Það vildi eg óska,” sagði lávarðurinn, alvar-
lega.
“Eg hefi fengið bréf frá Damer lávarði, þar
sem hann segir mér, að bróðir þinn, Robert
Elster, hafi verið hjá Avonwold í gærkvöldi,
og að hann hafi orðið þar fyrir óhappi — svo
stóru óhappi, að hin fyrirhugaða mikla veizla,
sem átti að halda í dag, verður ekki haldin.”
Verner stóð upp frá verki sínu, alveg hissa
á því sem lávarðurinn sagði.
“Robert bróðir minn hjá Avonwold. Það
hlýtur að vera misgáningur; það er ómögu-
legt,” sagði hann undrandi.
“Geturðu ímyndað þér nokkuð sem hefur
valdið því að hann var þar — átti hann nokkra
vini þar í nágrenninu?”
“Nei, lafði og lávarður Damer voru mjög
vingjarnleg við hann, þegar hann var í London,
en hann hefði aldrei fundið upp á að heim-
sækja þau óboðinn, án þess að láta mig vita
um það. Ef hann er kominn hingað, hlýtur
hann að vera kominn til að finna mig.”
“En hvað gat hann verið að gera í hrísskóg-
inum, sem er á bak við lundinn? Hann hlýtur
að hafa farið þangað 1 einhverju sérstöku
augnamiði.”
“Hver segir að hann hafi verið þar?” spurði
Verner.
“Æ,” sagði Dysart lávarður, “eg gleymdi því
að þú veist ekki hvað skeð hefur. Já, hann
var í hrísskóginum, ekki langt frá linditrján-
um, og hann var skotinn þar.”
“Skotinn! — bróðir minn skotinn! Ó, Dysart
lávarður, það getur ekki verið — það getur
ekki verið satt.”
“Það er best fyrir þig að koma með okkur,
við förum strax til Avonwold, og þá geturðu
séð það sjálfur.”
Eftir fáeinar mínútur óku þeir á stað. Verner
sagði fátt; hann varð svo hissa að heyra þessa
frétt, sem hann hvorki gat skilið né trúað.
Hvað gat Robert verið að gera við Avonwold?
Hver mundi hafa viljað skjóta hann, kannske
að skógarvörðurinn hafi tekið hann fyrir veiði-
þjóf?”
Hann mundi nú, að linditréin voru ekki langt
frá herragarðinum, og að skógarvörðurinn átti
ekkert erindi þangað, því hann átti að gæta
skógarins.
Þeir komu að húsi skógarvarðarins og mættu
Damer lávarði þar, sem beið þar eftir þeim.
Hann heilsaði Verner mjög innilega með hand-
arbandi.
“Kæri vinur minn, þetta er mjög sorglegt
fyrir þig. Komdu með mér, eg get ekki trúað,
að eg þekki ekki manninn.”
Þeir gengu þangað sem líkið var, og Verner
sá andlit hans.
“Hér er um engan misskilning að ræða —
það er vesalings bróðir minn!”
58. KAFLI.
Verner kraup við líkbörur hans, og grét sárt.
hann hafði stundum undrast, að hann hélt ekki
meira upp á þennan bróður sinn, en hann.
gerði; honum hafði sárnað hans ósiðsemi og
fruntaskapur í framgöngu; en hann gleymdi
þessu nú, og mundi það eitt, að hann var bróðir
sinn. Þeir ólust upp saman, undir sama þaki,
í skjóli og umsorgun sömu móður, og hann
mintist með sársauka síns gamla heimilis.
Hann stóð nú upp, og lagði hendina á brjóst
hins dána bróður.
“Hver getqr það verið, , sem hefur myrt
bróður minn? Hvaða illmenni hefur gjört það?”
“Það hefur hlotið að vera óviljaverk,” sagði
Damer lávarður. “Hver mundi drepa manh
svona, alveg að óvörum.”
“Mun skotið hafa steindrepið hann?” spurði
Verner. “Hvað mun móðir mín segja um þetta?
Hún hélt meira upp á hann en mig.”
“Það verður að senda boð til hennar og láta
hana vita strax, hvað hefur skeð,” sagði Damer
lávarður.
“Eg þarf ekki að segja þér, Mr. Elster, hve
hryggur að eg er yfir því sem hér hefur skeð,
og að mér er ljúft að gera allt sem í mínu
valdi stendur fyrir fjölskyldu þína, og hjálpa
til að uppgötva hvernig á þessu dularfulla morði
stendur, engu síður en hann hefði verið minn
bróðir.”
Nú spurði lávarður St. Albans, Verner, hvort
bróðir hans hefði aldrei skrifað honum um, áð
hann ætlaði að koma til Avonwold.”
“Nei, nú upp á síðkastið var hann orðinn
stórkostlega breyttur — breyting, sem hefur
hlotið að vekja kvíða í huga móður minnar.
Hann var stundum að tala um mikið ríkidæmi,
og um nýtt og algjörlega ólíkt líf, sem hann
ætlaði að lifa. Hann neitaði sér aldrei um noitt
sem hann sóttist eftir, og til stórrar áhyggju
og ótta fyrir móður mína hafði hann nóga
vasapeninga fyrir sig. Það er ekki langt síðan
hún skrifaði mér um það, en það er langt síðan
hann hefur skrifað mér sjálfur.”
“Hefurðu engan grun um ástæðuna fyrir því,
hversvegna að hann kom hingað?” spurði Dam-
er lávarður.
“Ekki hið allra minnsta; eg er eins hissa á
því, eins og nokkur annar.”
“Þetta er reglulegt dularmál,” sagði Dysart
lávarður.
I þessu kom lögregluforinginn inn í herbergið
til þeirra.
“Hafið þið komist að nokkru um morðið?”
spurði Damer lávarður.
“Nei,” svaraði hann. “Eg heyrði að bróðir
þessa myrta manns sé kominn hingað. Kannast
hann við hann?”
“Já”, svaraði Verner, “það er enginn vafi
á því, að hann er Robert Elster, bróðir minn.”
“Geturðu ímyndað þér nokkra ástæðu til
þess, að hann liggur hér dauður?”
“Nei, það er mér alveg ómögulegt að ímynda
mér neitt um.”
Verner undraði sig á því hvernig lögreglu-
maðurinn horfði á sig með gegnumsmjúgandi
augnaráði. Þessi lögreglumaður hafði séð margt
og hafði mikla reynslu fyrir sér. Hann var
vanur að fást við glæpamenn, og hafði glögt
auga fyrir hvernig menn komu fyrir, undir
slíkum kringumstæðum. Hann hafði strax séð
hvaða tegund manna dauði maðurinn tilheyrði,
og hvaða fjarska munur væri á þessum bræðr-
um — annar hafði gróft og ruddalegt útlit, en
hinn leit út eins og ungur prins, með slétt og
frítt andlit, og upplit og framkomu, sem reglu-
legt prúðmenni — og þessir menn skulu vera
bræður. Þetta er dularmál, sem þarf að fá
frekarn skýringu á, hugsáði lögreglumaðurinn.
“Eg skal sýna þér, Mr. Elster, allt sem við
fundum á bróður þínum.”
Undrun skein úr augum Verners, er hann sá
það sem lögreglumaðurinn sýndi honum. Til að
byrja með, var skrautlegt og dýrt úr og festi.
“Hver, sem hefur verið ástæðan til að myrða
hann, þá hefur það ekki verið til fjár,” sagði
lögregluforinginn.
“Þetta úr og festi eru svo ágætir munir, að
ríkasti maðurinn í London gæti vel látið sér
sæma að bera það; þau eru að minsta kosti
hundrað punda virði.”
“Hvar getur hann hafa fengið þetta?” sagði
Verner, aldeilis stein hissa; “eg get ekki skilið
það, við erum bláfátækar manneskjur. Hvernig
bróðir minn hefur eignast svo dýra muni, er
meir en eg get skilið.”
“Það lítur ekki út fyrir að hann hafi verið
fátækur,” sagði lögregluforinginn, er hann opn-
aði buddu fulla af gullpeningum, og dró því-
næst upp úr vasa dauða mannsins, stranga af
bankaseðlum.
“Hér eru þrjú hundruð pund. Bróðir þinn
hlýtur að hafa haft auðsuppsprettu, sem þú
veist ekki um, herra minn.”
“Það hlýtur að hafa verið. Var ekkert annað
á líkinu?”
“Ein vasabók, en það var ekki mikið í henni.
Eg hefi rannsakað allt, sem eg fann á honum.
Það er hótelreikningur frá litlum bæ, River-
mead, járnbrautar farseðill og brotinn hringur;
það er allt, sem eg fann á honum.”
En lögregluforinginn sagði ekki frá því, að
hann hefði fundið bréfmiða, sem skrifað var á
“Leyndarmál lafði ðamer”, þessum miða hélt
hann og geymdi þar til sá tími kæmi, að hann
þyrfti að leggja hann fram.
“Alt, sem eg sé hér, gerir þetta dularfulla
mál, ennþá óskiljanlegra fyrir mér,” sagði
Verner. “Eg veit fyrir víst að bróðir minn
átti aldrei hundrað pund, og hvar eða hvernig
hann hefur fengið þessa peninga, er mér alveg
óskiljanlegt.”
“Eg hygg að við fáum að vita meira, þegar
við komumst að því,” sagði lögreglumaðurinn.
“Damer lávarður,” sagði Verner, “eg held
eg verði að fara til Croston, og koma með
móður mína hingað. Ef hún fær fyrstu fréttir
um þetta í blöðunum, verður hún galin. Ef
lávarður Dysart vill gefa mér leyfi til þess, þá
ætla eg aðfara. Það er ekki óhugsandi að hún
geti verið okkur hjálpleg með að finna út
hvernig í þessu liggur.”
Lávarður Dysart sagði nokkur samhygðar-
orð, og áleit að það væri best að Verner færi
strax.
“Þú kemst til Croston í kvöld, ef þú ferð strax,
en móðir þín sér það ekki í blöðunum fyr en
á morgun.”
Þeir fóru nú út úr herberginu, sem líkið var
í. Þeim var öllum mikill léttir í því að koma
út.
Lávarður St. Albans vildi ekki skilja við vin
sinn fyr en hann var kominn inn í járnbraut-
arvagninn. Þeir voru einlægir og trúfastir vin-
ir, og hinn mikli munur tignar og auðs kom
ekki til greina milli þeirra.
“Vertu sæll Verner, og guð blessi þig. Eg
vildi óska að eg gæti borið sorg þína með þér,
en það er eins og mér finnist, að við verðum
allir fyrir sorg og mótlæti á einhvern hátt áður
langt líður.”
Verner hafði ekki tíma til að svara vini sín-
um, því lestin var komin á stað. En þessi síðustu
orð vinar hans láu sem farg á hjarta hans alla
leiðina.