Lögberg - 26.07.1945, Síða 2

Lögberg - 26.07.1945, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLÍ, 1945 Flugferð til Victoria, B.C. Eftir A. S. BARDAL 7. maí 1945, kl. 8.45 e. h. (Ef þið hafið sjálfblekung, þá takið blekið úr honum). Það var norð- an stormur og hríðar slitur, mjög kalt. Flugvélin fór á stað á flug- vellinum, með miklum hraða, þar til hún lyftist og smá hækk- aði, þar til að hún var komin yfir skýin, svo tók hún strikið beint vestur, og við sáum bara skýin, sem litu út sem sjávar- flötur fyrir neðan okkur. Við sátum þarna með belti yfir kviðinn föst við sætin, sem eru mjúk, og hægt er að hallast aft- ur, svo maður getur sofið á þeim, sem góðum ruggustól. Það var þar falleg ung stúlka, sem setti beltin á alla 14 farþeg- ana. Hún bauð öllum bækur til að lesa, og svo bauð hún öllum kaffi og smurt brauð með góð- gæti á milli (samviskur). Nokkru sei’nna færði hún okk- ur fréttir frá flugmönnunum, um ferðalagið, svohljóðandi: Við erum yfir Broadview, Sask., 8000 fet frá jörðu, með 198 mílna hraða. Eftir litla stund lækkaði flugið og við komum niður á flugvöllinn í Regina, Sask. Þá var orðið dimt, það hafði sest svo mikill ís á flugvélina að framan, að það varð að brjóta hann af, það eru gúmi svuntur framan á parti á vélinni, svo það sé hægra að brjóta ísinn af. Eft- ir 15 mínútur lögðum við aftur. á stað, alt gekk tíðindalaust, þar til við komum til Lethbridge, og eftir 10 mínútna bið hóf fugl- inn sig á loft og flaug yfir Kletta- fjöllin, sem voru hulin þoku. Nú kemur stúlkan með andardrátt- ar grímur. Það eru margir, sem ekki þola loftið. Þeir verða að fljúga svo hátt yfir fjöllin, þeg- ar þoka er á þeim. Sumir fóru að hrjóta, en stúlkan kom og vakti þá, og sagði þeim að þeir yrðu að draga andann í gegn- um grímuna, sem var bara fyrir nösunum. Eftir tvo klukkutíma, fór fugl- inn að lækka flugið, og við sá- um ljós í dal fyrir neðan okkur, um nokkurn tíma, næst sáum við lýstan bæ, Chillawak, eftir stutta stund sáum við ljósadýrðina í Vancouver, þeir flugu yfir borg- ina og suður á flugvöll, sem er um 10 mílur frá borginni. Er eg sté út úr vélinni, þá mættu mér þrjár dætur mínar með bíl. En eg var alveg heyrnarlaus um tíma, klukkan var 2.30 f. h. Það voru Alla, Emilía og Margrét, sú yngsta hafði- bílinn, og keyrði okkur á spítalann, sem Alla stjórnar, að 1190 W. 15. Ave. Þegar þangað _ kom, drukkum við “cocoa”. Það er venja þar í staðinn fyrir kaffi, svo tók Emilía mig heim til sín, og þar hvíldi eg mig það sem eftir var nætur. Á leiðinni yfir á spítalann um morguninn, kom eg við hjá Ing- unni systir og séra Rúnólfi, sem bjuggu þar á næsta stræti. Þau voru í miklum önnum að skri£e utaná 400 bréf, sem þau póst- uðu til Islendinga í Vancouver og grendinni, um að messað yrði á Hvítasunnudag, og ferm- ing yrði þá, en sú vinna, sem er aðeins lítið af því, sem þau hafa farið í gegnum í þessari borg, þar sem íslendingar eru svo voðalega dreifðir. Það verð- ur hægra fyrir séra Sigmar, því hann hefur bíl. Séra Rúnólfur hefur orðið að taka strætisvagna eða ganga, en nú er hann á för- um þaðan og hinn tekur við. Eg fór með Emilíu á spítal- ann og borðaði þar morgunverð, Svo kom Margrét og keyrði mig til Dr. H. Marteinsson, og svo til Steve Sölvason, eftir máltíð kom Mrs. Dr. Marteinsson og keyrði mig ofan á skrifstofu T.C.A. og þar tók eg far með þeirra bíl út á flugvöllinn, flug- vélin flaug upp kl. 1.05 e. h. og eftir 25 mínútur var skínandi útsýni yfir eyjarnar, settist hún á flugvellinum. Þar var bíll til staðar, sem tók mig inn í borg- ina. Þegar þangað kom, gat hann ekki komist að skrifstofunni, því þetta var “VE Day”. Svo keyr- arinn lét mig út úr bílnum í mannþrönginni. Mig langaði til að komast til Mrs. Brynjólfsson, og bíða þar eftir Emilíu dóttur minni, sem varð að taka C.P.R. flugvél, sem átti að koma á sama tíma, og sú sem eg var með. Eg komst til Mrs. Brynjólfsson og beið þar til kl. 5. Þá símar Emilía neðan frá C.P.R. flug- stöðinni og eg sótti hana þangað, og við fórum saman til Svöfu dóttur minnir, Mrs. L. S. Farrell. Þangað var ferðinni aðallega heitið. Mr. Farrell hefur ekki verið frískur í nokkur ár, enn var nú nokkuð hress, þau eiga 3 börn, og gott heimili, en fað- irinn hefur ekki getað unnið í fleiri ár, hafði ábyrgðar stöðu áður, hann sá um öll innkaup og sölu, fyrir eitt stærsta hveiti- millufélag í Canada “Robin Hood Milling Co.”. Við Emilía vorum hjá þeim í tvær nætur. Daginn sem eg var um kyrt, keyrði Svafa mig til Mrs. Semple (Rósa Egilsdóttir). Hún er leikritaskáld og eins á ljóð. Það var mikill mismupur á tíðinni þarna vestur frá, og hér, þar voru blómin í fullum skrúða. En ekki líkaði mér regn- ið í fyrstu tvær vikurnar, og rakinn í húsunum, eh það var víðast kynt ennþá. Við flugum til baka á þriðja degi til Vancouver, sitt í hverju lagi og mættumst á Vancouver hótelinu. Emilía fór með mér á “U.S. Emigration” til að fá leyfis bréf til að komast yfir línuna, og það gekk greiðlega. Um kvöldið tók Alla mig til H. J. Thorson, hann mætti okkur miðja vegu, og keyrði okkur heim til sín. Kona hans er systir Victors B. Andersonar bæjar- fulltrúa í Winnipeg. Mr. Thor- son bauð mér að keyra mig hvert sem mig langaði til að fara, og á hvaða tíma dags sem væri. Fáir hafa boðið betur. En það breyttist. öllu leist ekki á útlit hans, og sagði honum, að hún ætlaði að senda læknir til hans næsta dag, sem varð til þess, að hann var sendur á sjúkrahús þá strax, og þegar eg heimsótti hann þar, rétt áður en eg fór heim, þá voru /fæknarnir þúnir að létta hann um 17 pund, og honum leið miklu betur. Thorsons hjónin eiga mjög fallegt heimili á sjáv- arbakkanum, og útsýnið er fram úrskarandi fallegt. Húsið stend- ur á kletti, og þegar maður lít- ur út um gluggann, þá horfir maður beint niður um fleiri tugi feta, og sjórinn fyrir neð- an, þó þetta sé skínandi fallegt, sá gæti eg trúað því að það væri Mr. Thorson veiklaða hjarta að hlaupa þarna upp og niður, þá hann langar til að skreppa á bátnum sínum, sem eg sá þar, út á sjöinn, sem hlýtur að vera ginnandi fryir mann með ís- lenzku eðli, en plássið er aðlað- andi, og eg mun seint gleyma því eða viðtökunni þetta kvöld. 2. maí, var það ráðið að Mar- grét færi með mér til Seattle. Við fórum í banka, til að ná í “Form H”, sem maður verður að hafa til að komast yfir lín- una og eins þarf maður að fá Bandaríkjapeninga. Bankastjór- inn sagðist ekki gefa neinum þetta “Form H”, nema viðskipta- vinum bankans. Þá tók eg það ráð að heimsækja einn af verzl- unarbræðrum Mr. Edwards, og hann hjálpaði mér, símaði þeim banka, sem hann skipti við, og bað þá að gefa mér það sem eg þyrfti með, og það gekk alt vel. Við Margrét tókum lestina til Seattle, sem er nærri eins sein og blandaðar lestir í Manitoba. Alla hafði símað Dr. Jóni Árna- syni, og hann var þar staddur á stöðinni, með bíl sinn, og keyrði okkur heim til sín. Þar voru nú húsakynni í lægi. Hvílík höll, með þeim fullkomnasta útbún- aði og húsgögnum, sem nokkurt heimili þarfnast, eins úti sem inni, meira að segja, þegar hurð- in fyrir bílskúrnum verður vör við að læknirinn sé að koma, þá rennur hún upp I mænir, og hann keyrir beint inn. Börnin hans voru öll að heiman, svo hann var einn heima. Hann vís- aði okkur á sitt svefnherbergið hverju, og þar var alt, sem gat gefið okkur góða hvíld. Næsta morgun, matreiddi Margrét, og eftir máltíð, keyrði læknirinn okkur til Kolbeins Thordarson- ar og Önnu konu hans, þar skift- um við okkur, og Margrét fór með lækninum. En Thordarsons hjónin keyrðu mig til Kirkland. Mig langaði til að finna Elin- borgu Sjosted. Hún er tengda- systir Karls bróður míns á Bjargi, þar sem Grettir Ásmunds son var alinn upp, og allir hraust ir menn hafa búið síðan. Eg hafði frétt að heiman, að Elin- borg hefði mist eiginmann sinn, mjög váveiflega, en það ætlaði ekki að ganga greitt ^ð finna Ellu. Hún var farin úr sínu heim ili, og hafði leigt það, hefði það ekki verið fyrir meðfæddan sauð þráa Kolbeins, að gefast aldrei upp, þá hefðum við faíið til baka svo búið. En vita menn, Kolbeinn fann eina fróða kerl- ingu, sem gat frætt hann um það að Ella væri að hjúkra aum- ignja konu, sem væri rúmföst þar í nágrenninu, sem héti Mrs. Robertson, eftir nokkra leit fundum við staðinn. Eg gekk inn í eldhús, þar kom konan, sem eg sá fyrir 23 árum síðan á hennar heimili þá, eg tók Karl bróðir minn þangað, og aftur seinna þá við fórum bæði til íslands 1930. “Komdu sæl, Ella”, sagði eg. Hún starði á mig þegjandi. “Það er Bangsi, sem talar,” sagði eg. “Ó, Guð minn góður er þetta þú Arinbjörn,” og hún rauk í faðm mér, með augun full af tárum. Aumingja Ella, hún er alein í þessum afskekta stað. Hún hefur gifst tvisvar, fyrri maður hennar, Pétursson, var náskyldur Dr. O. Björnsson sál, hún misti hann af slysi. Seinni maðurinn var sænskur að ætt. Hún fann hann dáinn í tjaldi, hafði verið dauður í 4 daga. Það tekur þrek, ekki sízt þar sem maður stendux einn síns liðs eftir eins og Ella gerir, en hún ber sig vel, og reyndi að láta okkur finna til þess, að við vær- um heima hjá okkur, og gaf okk- ur kaffi með góðgæti. Við gát- um ekki staðið þar við lengi, því það var svo áliðið dags. Kol- beinn keyrði mig heim til sín, og eftir að við komum þangað, kom læknirinn með Margréti, og við dvöldum þar fram eftir kvöldinu, drukkum kaffi og kvöddum. Læknirinn keyrði okkur heim til sín og þar hvíld- um við okkur aðra nótt. Næsti dagur var Mæðradagur- inn. Læknfrinn varð að fara tímanlega; svo við Margrét vor- um eftir ein að ráðskast, hún bjó til morgunverð, og við borð- uðum. En klukkan 10.30 hringdi læknirinn til okkar, og sagðist ekki geta komið heim aftur, en við ætluðum að vera við messu hjá séra Sigmar. Nú var vandi úr að ráða, því þó við tækjum “Taxi”, þá vissum við ekki hvar rirkjan var, svo við hringdum til prestsins, og fundum út að rirkjan var sjö strætum frá þar sem við vorum, svo reyndum við að ná í “Taxi”, en fengum engann, svo við lögðum á stað, en þegar við komum rétt út úr íúsinu, þá kom Kolbeinn Thord- arson í sínum bíl, og tók okkur til kirkju, þar var ánægjulegt að vera. Ræðan var öll um mæð- urnar, og það voru margar mæð- ur þar, og á meðal þeirra Mrs. ilev. N. S. Thorláksson. Það var sannarlega gaman að sjá hana, já hetju hálf níræða. Þarna var margt manna, sem eg kannað- ist við, sem væri of langur listi upp að telja, en mér leið vel í girðingunni, því þarna var sleg- inn hringur utan um mig. Sig- urður Stefánsson, bauð mér heim til sín til miðdagsverðar, og Margréti. Mr. Thordarson keyrði okkur þangað. Húsið var fult af börnum og fullorðnum. Þau hjón in eiga 7 uppkomin. Stúlkurnar heima en dengirnir í hernum. Ein tengdadóttirin tók Margréti út úr borginni til útreiðar á hest- baki, en eg rabbaði þar við fjöl- skylduna unz lestin fór um kvöld ið. Þessi túr til Seattle endur- nýjaði margar og góðar vinsemd- ir. Það er gaman að mæta góð- um gömlum vinum, þó mörg ár hafi liðið hjá. Við komum til Vancouver kl. 12,30 f. h. Við fórum í “Taxi” heim til okkar, og eg sofnaði vært og dreymdi um blómin, sem blöstu alstaðar við manni. Eg ráfaði um borgina hér og þar mest af deginum, en um kvöldið hafði Alla boðið mörgu fólki, sem hún vissi að voru gamlir vinir mínir. Eg var dá- lítið upp með mér, að vera orð- inn orsök að því, að svona heim- boð skyldi eiga sér stað, mér fanst það meiri heiður en eg eiga skilið. Það hefur ekki oft átt sér stað, og mér fanst að eg verða að leggja fram alt, sem eg átti yfir að ráða. Til allrar hamingju hafði eg tekið með mér mína myndasýningavél, og það gæti kannske hjálpað mér til þess að kvöldið gæti orðið þolandi fyrir einhvern, því eg hefi oft orðið var við það á samkomum, að sumir, sem eru að náttúru til bakahaldandi hafa orðið útund- an, og ekki skemt sér eins vel eins og sumir aðrir. Þessar hugs- anir börðust í huga mínum, eft- ir að eg var búinn að dreyma um blómin. Eg hélt þá að þetta yrði kanske síðasta kvöldið í Vancouver, en það breyttist síð- ar. Eftir kveldverð, fór fólk að þyrpast að, þar til nærri 40 manns var komið inn í setustof- una. Flest af því fólki, sem hafðt átt aðsetur í Winnipeg eða á sléttunum um einhvern tíma. Eg reyndi að skemta því með ferða sögum og myndum af síðustu ferð minni til Islands, 1933, og ýmsu öðru. Mundi Gíslason þakk aði mér fyrir mína framkomu, með mjög hlýjum orðum. Mér finst eg mega til að geta um nöfn þeirra, sem eg man eftir að voru þarna í boði, en það voru nokk- uð margir, sem ekki gátu kom- ið vegna ýmissa ástæðna. Rev. og Mrs. R. Marteinsson, Próf. og Mrs. T. Olson, Mr. og Mrs. G. Sanders, Mr. og Mrs. L. H. Thorláksson, Mr. og Mrs. K. Friðriksson, Mr. og Mrs. Barni Björnsson, og systir konunnar, þær eru dætur Sveins Kristjáns- sonar frá Bjarnastöðum í Bárð- ardal. Mr. og Mrs. Leo Sigurðs- son og Florence systir konunn- ar, Mrs. Baldvin, 92 ára og bróð- 'ir hennar Mr. Thomsson, Mundi Gíslason, Mrs. Dr. Hermann Marteinsson, Miss Villa Hnapp- dal, Mrs. Wm. Anderson, Miss Mary Anderson, Miss Nan Dahl, Mr. og Mrs. Mundi Jónasson. Mr. og Mrs. Einar Haralds, Mrs. Frank Friðriksson, Mrs. Stína Skordal, Mr. Konni Eyford, 2 systurdætur Mr. Todd sál., sem hirti Dómshöllina í Winnipeg, með Halldóri bróður mínum. Það voru víst 8, sem ekki gátu kom- ið, sem var boðið, svo hefi eg tannske gleymt einhverjum. 15. maí, kom Mrs. Dr. Marteins son með bílinn sinn, og tók Emilíu og mig til Mr. og Mrs. Williams, þau eru tengdafor- eldrar Karls sonar míns, þau eru nýlega komin vestur og hafa Dar hænsna og garðrækt. Það- an fórum við til Westminster, að sjá Jónas Páisson. Hann hef- ur verið veikur lengi, en var cominn á fætur og farinn að kenna. Hann lét einn lærlinginn :'ara heim, svo við gætum rabb- að saman nokkra stund, mér fanst hann fylgjast vel með öllu, sem hér gerðist austur frá, og kátur er hann, eins og vant er. En svo kom önnur stúlka, sem vildi komast að nótunum hans, svo eg kvaddi hann og konuna, sem leit út eins og hetja. Á leiðinni til baka, keyrðu þau með mig inn í garð, þar kom stúlka til okkar, og Mrs. Mart- einsson pantaði hænsnasteik, þær komu með það á bökkum, sem náðu á milli hurðanna á bílnum, og þar festu þær bakk- ann rétt fyrir framan- munn- inn á okkur á báðum sætunum, maður þurfti ekki annað en opna munninn og rífa það í sig með höndunum, enginn hnífur, eða gaffall, steiktar kartöflur og kaffi með. Þetta var mesta sæl- gæti, og kostaði bara 60 cent. Mér var sagt að Mr. H. J. Thor- son ætti þessa verzlunarhug- mynd, og_ hefði átt þennan stað, og selt hann fyrir nokkru síðan. Eitt er víst og það er að eg hefi aldrei séð máltíð svona fram- reidda, en 'það kemur sér vel,' þegar maður er að flýta sér, og þarna var fjöldi manns, og marg- ar stúlkur að veita, beinin eru tekin til baka, svo það gerir engann óþverra, eða rusl í garð- inum, enda var alt hreint þar í kring. Mrs. Marteinsson keyrði okkur heim til sína, og þar kom Margrét, hún vinnur við “Social Service í 'borginni. Við hringd- um upp konuna mína í Winni- peg, og sannfærðum hana um það að við værum að nota tím- ann rétt. Svo spiluðum við “Bridge” nokkra stund, drukk- um kaffi og svo keyrði Mrs. Marteinsson okkur öll heim. Konan mín sagði okkur í sím- anum að Signý dóttir okkar væri á flugi vestur, svo. við áttum von á henni með næstu flug- ferð. Signý vinnur á flugstöð- inni í Winnipeg, og af því að hún fær fría ferð, þá veit maður ekki fyrir víst hvort hún verð- ur sett af á leiðinni eða ekki, hún fær aðeins sæti ef það er autt, en ef farþegi biður um það, hvar sem er á leiðinni, þá verð- ur hún að fara út og bíða næsta tækifæris, og af þessari óvissu, gátum við ekki vitað hvenær hún kæmi. 16. maí, kom Signý inn á spítalann kl. 7.30 f. h., nærri heyrnarlaus, það verða fleiri en en eg, hugsaði eg. Litlu seinna kom Alla inn til mín og sagði mér, að það yrði gerður Keisara- skurður innan skamms, ef mig langaði til að sjá hann. Þá var nú ekki Bangsi seinn á sér, komst þangað í tíma. Eg hefi séð börn koma inn í heiminn áður, en aldrei svona kvalalítið. Eg hefi aldrei fundið til þess eins glöggt, að eg tapaði minni réttu stöðu í lífinu, eins og við þetta tæki- færi, nefnilega eg þráði að geta orðið læknir, og þar hefði eg átt heima, en nú er það of seint. En þessum uppskurði gleymi eg aldrei, öll handtök voru svo viss og vel unnin og fljót, að það var aðdáun að sjá. Konan var 42 ára, hún átti meybarn átta og hálft pund. Báðar náðu sér fljótt og alt hafði góðann endir. Það var Dr. Telford, sem gerði upp- skurðinn. Hann var fyrir stuttu borgarstjóri þar í borginni. Alla sá um að alt væri við hendina, sem læknarnir þurftu með, en Emilía tók á móti barninu, og sá um að það drægi andann áð- ur en það opnaði augun.” Þegar eg kom ofan, þá mætti eg Mr. Prendergast. Hann var í drengja flokknum, sem lék bolta leiknum, sem G. T. stúkurnar héldu uppi í nokkur ár, til að bjarga drengjunum frá því að lenda undir áhrif ölbruggara borgarinnar, sem eiga og stjórna tveimur af svoleiðis leikvöllum í borginni Winnipeg. Eitt sum- arið unnu okkar drengir bikar, sem ölbruggarar höfðu gefið. Mr. Prendergast átti dreng á sjúkra- húsinu, sem hafði farið undir uppskorð, og var á góðum bata- vegi. Jóhann Polson kom eftir mér í gömlum Ford um kvöldið og tók mig til pabba síns og mömmu Mr. og Mrs. Snæbjörns Polson listamálara, það bera mörg tjöld og veggir hans myndir en í dag í Manitoba. Þau hjónin sendu eftir Birni Péturssyni, sem var harðvörusali í Winnipeg, og margir þekkja hér austur frá. Hann er búinn að vera 2 ár í Vancouver. Hann er bilaður á heilsu, en fylgist vel með því, sem gerist. Snæbjörn og kona hans eiga 6 börn, öll uppkom- in, og myndarleg, eg hafði þar yndislega kvöldstund. Jóhann hefur atvinnu, sem hann hefur stofnað af eigin ramleik, og myndi kannske borga sig víðar en í Vancouver. Eg efast um að það sé til annarsstaðar í Canada. Hann gerir samning við bíla- eigendur um alla borgina, um þvott á bílum þeirra, fyrir svo mikið á mánuði. Fjórum sinn- um á mánuði fyrir $3.50, hann hefur í þjónustu sinni tvo unga menn, og skaffar þeim sinn bíl- inn hverjum. Hann hefur þrjá gamla Fordbíla, sem hann keypti innan við $100.00 hvern, og ger- ir við þá sjálfur. Hann sagði mér að hann gæti þvegið og hreinsað hvaða bíl sem væri á 15 til 20 mínútum, en það væri erfitt að fá menn, sem gætu það, samt sagði hann að sér tækist að láta það borga sig. Hann keyrði mig heim aftur, en þá kom dá- lítið fyrir vélina, þá mundi hann eftir því að hann hafði séð stráka vera að leika sér að því að opna bensínhólfið, og stinga þar tusk- um ofan í, draga þær upp aftur, óg kveikja í þeim. Svo hann bjóst við því að það væri ein- hver partur af tuskunni niður í geyminum, og að hann yrði að veiða það upp úr, þetta reynd- ist rétt, eftir það gekk alt vel. x7. maí, gekk eg yfir til séra Rúnólfs Marteinssonar. Hann hafði skírt 5 börn fyrir sömu foreldra daginn áður, og þá lent í haglstormi, 2 af þeim börn- um áttu að fermast næsta sunnu dag. Það vita fáir utan þau, séra Rúnólfur og kona hans, hvaða áhuga og vinnu það tek- ur að fylla þær skyldur, sem það prestakall þarfnast. Séra R. Marteinsson hefur orðið að spyrja börnin á prívat heimil- um á ýmsum stöðum í borginni í allan vetur, og 1 fyrsta skifti, sem þau hafa komið öll saman, var síðastliðinn sunnudag. Hann átti von á að 6 af 8 kæmu heim til sín þetta kvöld, til undir- búnings undir ferminguna, sem átti að fara fram næsta sunnu- dag. 18. maí, lögðum við Alla af stað kl. 11 f. h. til Campbell River. Við fóruím á skipi til Nanaimo og á “Bus” þaðan til Campell River. Komum þangað kl. 6.45 e. h. Það er verzlunar- búð, rétt hjá þar sem landarnir búa, við höfðum símað þangað kvöldið áður. Eg fór af hjá búð- inni, en Alla hélt áfram með vagninum, norður að bænum 3 mílur, til að festa herbergi handa okkur á hótelinu. Eg tók mína tösku, og gekk suður með sjón- um, þá sá eg mann koma hlaup- andi, það var Mr. Guðmundur Berg, bróðir Eyvindar Sigurðs- sonar “Insulation Specialist” í Winnipeg, svo mættum við Mr. S. Guðmundssyni, margir kann- ast við hans nafn, þó færri þekki nafn Mr. Bergs, síðan hann þókn aðist enskinum með því að sleppa föðurnafninu (Sigurðs- son). Þeir tóku mig inn til Mr. Berg, sem hefur gott hús, upp- lýst með rafmagni, það er eina húsið, sem stendur á sjávar- bakkanum brautarmeginn. Hann á þar lóð yfir 200 feta langa. Hin húsin landanna, standa í röð undir hárri brekku þaktri skógi með sverum trjám, á spildu sem er um 200 fet á milli þjóð- arautarinnar og fjallsins. Útsýn- ið er eitt hið fallegasta, sem eg hefi séð nokkursstaðar. En á hverju þeir bjargast gat eg ekki reiknað út. Enga kú sá eg, einn Dát eða réttara sagt byttu sá eg,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.