Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLÍ, 1945 5 Anl( tUAL rVCISNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Ætlar uppþvotturinn að yfirbuga þig? “Mikið er leiðinlegt og þreyt- andi að standa í þessum eilífa uppþvotti, þrisvar og stundum oftar á hverjum -einasta degi, viku eftir viku mánuð eftir mánuð og ár eftir ár,” sagði María við Hildi nágrannakonu sína, sem skroppið hafði inn til hennar, til þess að fá að láni bökunarpönnu. María var að bera diska og bolla úr borðlstofunlni fram í eldhús. Eldhúsborðið var þakið af óhreinu leirtaui og óhrein ílát stóðu á stónni og í vaskinum. “Það vildi eg, að eg gæti feng- ið uppþvottavél, en þær eru víst afar dýrar ennþá”, sagði María og stundi við. “Já, það verður sennilega langt þangað til að við getum veitt okkur það tæki,” sagði Hildur, “en heyrðu góða mín, mér sýn- ist þú gera þér vinnuna óþarf- lega erfiða með því að bera fram fáeina diska og bolla í einu. Væri ekki betra að nota stóran hakka eða te-vagn til þess að bera á borð og af því? Það sparar þér marga snún- inga.” “Það er alveg satt,” sagði María, “eg hugsaði bara ekki út í þetta. Ef til vill gæti eg skipu- lagt uppþvottinn, þannig, að hann yrði ekki eins þreytandi og leiðinlegur. “Eg er viss um að þú gætir það,” sagði Hildur glaðlega. “Mér liggur ekkert á að fara heim; eg skal hjálpa þér að þvo upp, og á meðan skulum við leggja ráð okkar saman.” “Þú ert altaf svo góð, Hildur mín, eg skal víst taka því með þökkum ef þú getur kennt mér einhver ráð til þess að gera þetta leiðindaverk léttara.” “Mér þykir nú eiginlega gam- an að þvo upp,” sagði Hildur. “Eg byrja strax að undirbúa uppþvottinn á meðan eg er að matbúa, með því að koma öllu frá, strkx og eg er búin að nota það. Eg læt matarefnin, hveitið sykrið, kryddið o. s. frv. á sinn stað; fleygi strax matarleyfum, sem ekki eru þess virði að geyma; skola af lokum, sleifum, bollum og öðrum áhöldum, sem ekki eru mjög óhrein og læt þau öll á sinn stað. Ef maður venur sig á þetta þá flýtir það ótrúlega mikið fyrir og þá ægir heldur ekki öllu saman í eld- húsinu. En þau ílát, sem eru mjög óhrein og skófirnar eru fastar við, verður að leggja í bleyti og bezt er að gera það um leið og maturinn er tekinn úr þeim.” “Er ekki bezt að leggja ílátin í bleyti í heitu vatni?” spurði María. “Það fer nú alt eftir því, hvaða matur hefur verið í þeim”, svar- aði Hildur. “Matur, sem búinn er til úr eggjum, hveiti, mjólk eða osti harðnar við suðu eða hita og festist við ílátin. Þau ílát ætti því að leggja í bleyti í köldu vatni en ekki heitu. T. d. er gott að skola eggjaþeytar- ann í köldu vatni áður en hann er þveginn og eggjaleyfar á diskum er gott að bleyta upp í köldu vatni áður en þvegið er upp, eins ættu glös, sem mjólk hefir verið í að vera skoluð úr köldu vatni áður en þau eru þvegin ” “Hvaða ílát eru þá lögð í bleyti í heitt vatn?” “Heitt vatn leysir upp sykur, ílát, sem sýróp, sykur, icing o. s. frv, hefir verið í, ætti að vera fylt með heitu vatni en heitt sápuvatn látið í þau ílát, sem eru feitug. En nú skulum við snúa okkur að uppþvottinum. Það er æfinlega bezt að þvo strax upp, eftir að búið er að borða, þá er auðveldast að þvo diskana og svo finst manni að maður ekki vera frjáls meðan þeir vpfa yfir manni. Eg hlusta nú venjulega á útvarpið með- an eg er að.þvo upp og tíminn líður svo fljótt að eg veit ekki fyr en eg er búinn og alt er komið í röð og reglu.” “Já, eg veit að það gerir verk- in léttari, að syngja, hlusta á músik eða hugsa um eitthvað skemtilegt á meðan maður er að gera þau,” sagði María, “en hérna eru nú bréfdúkar til að þurka matarleyfarnar af diskun- um og svo skulum við stafla þeim um leið eftir stærð og lög- un og hér eru sköfur og eg hefi nóg af hreinum og mjúkum þurk um og eins mikið af heitu vatni og við þuirfum, og hérna er mitt uppáhalds sápuduft. Það er mikil froða í því en samt er það ekki svo sterkt að það geri hend- urnar grófar.” “Það er ágætt, það er um að gera að hafa alt við hendina, sem maður þarf-að vinna verkið með, en heyrðu María, uppþvott- arvaskurinn þinn er ekki á rétt- um stað, það er ekki nægileg birta í þessu horni, það hefði verið betra ef hann hefði verið undir eða nálægt glugganum, en fyrst hann er nú ekki þar, ættir þú að biðja manninn þinn að koma fyrir ljósi fyrir ofan hann.” “Já, það er ágæt hugmynd, þá mundi verða bjartara yfir upp- þvottinum. Eg veit að Jón minn gerir það strax; hann er svo nærgætinn, blessunin. “Vaskurinn er líka of lár,” sagði Hildur. “Þú færð bakverk af því að beygja þig niður að honum. Ef ekki er hægt að hækka vaskinn væri gott ráð að sitja grind eða kubb undir upp- þvottaxpönnuna.” “Eg skal víst athuga þetta,” sagði María. “Eg á einmitt vanda til að fá bakverk ef eg stend lengi bogin í baki. En hérna er nú uppþvottarpannan. Við skul- um fylla hana hálfa af heitu vatni og strá síðan sápudufti í vatnið, og hérna er vírgrind til þess að leggja leirtauið á, og hérna er stórt fat til þess að bera inn glösin og annað, sem látið er í skápana, en heyrðu Hildur, í hvaða röð þværð þú upp?” “Eg þvæ venjulega glösin fyrst, þar næst silfrið, svo leir- tauið og ílátin síðast.” “En hvað glösin þín eru næf- ur þunn og ^aReg, María.” “Já, mér þykir vænt um þau,” sagði María, “og eg þvæ þau varlega, því það er svo hætt við að skörð komi í þau. Eg læt ávalt samanbrotna þurku á botn- inn á uppþvottarpöninunni og þegar eg er búin að þvo þau legg eg þau á þurku. Eg var- ast líka að skola köld glös úr heitu vatni, því þau springa við snögga hitabreytingu.” “Ó, María, eg lét eitt glasið ofan í annað í ógáti og þau eru föst saman, hvað á eg að gera?” “Reyndu ekki að beita kröft- um til að losa þau, því þá geta þau sprungið. Láttu bara kalt vatn í innra glasið og láttu ytra glasið standa í volgu vatni, þá losast þau auðveldlega hvort við annað. En nú skulum við þvo glösin úr sápuvatni, skola þau síðan úr heitu vatni og þurka fáein í einu meðan þau eru heit og blaut og fægja vel með lín- þurku.” “Hefurðu reynt að láta nokkra dropa af ammonia í skolunar- vatnið, María? Glösin verða þá svo gegnsæ og skær.” “Já, eg hefi reynt það, eg læt stundum nokkra dropa af bláma í vatnið og það gerir þau skín- andi falleg. Jæja, þá erum við búnar með glastauið. Eg get bor- ið það alt inn í einu á bakkan- um og komið því frá.” “Þá þvoum við silfrið úr sápu- vatni og skolum úr heitu vatni. Ef eg þarf að flýta mér að hreinsa silfrið, þá læt eg eina teskeið af salti og eina af soda í pott af vatni og skola silfrið úr því, þurka síðan vandlega og fægi.” “Það er ágætt ráð,” sagði Hild- ur, “en nú skulum við skifta um vatn og þvo leirtauið. Við skul- um ekki hafa fyrir því að þurka það, bara láta það á vírgrind um leið og við þvoum það, hella síðan sjóðandi heitu vatni yfir það og láta það þorna sjálft. Það er svo miklu fljótlegri og hreinlegri aðferð og sparar líka þurkur. Og nú þvoum við og skolum ílátin í snatri. Ekki vor- um við nú lengi. Eg hefi haft reglulega gaman af að þvo upp með þér, María, glösin þín eru svo skær og leirtauið svo fallega rósótt. Það er skemtilegt að hreinsa svona fallega muni. Nú verð eg að fara heim og baka kökuna ” “Þakka þér innilega fyrir alla hjálpina og öll þín góðu ráð, Hildur mín. Eg er viss um að mér mun ekki leiðast eins mikið að þvo upp eftir þetta,” sagði María um léið og hún fylgdi vin- konu sinni til dyra. Lobo konungur (Frh. af bls. 4) vitja um bogana sá eg að Lobo hafði komið að vitja um ætið. Hann hafði gengið allt í kring um skrokkinn í hæfilegri fjar- lægð. Allir félagar hans að undan skildum einum, höfðu fylgt for- dæmi hans. En einn úlfur lítill vexti hafði í fljótfærni sinni tek- ið sig út úr hópnum og farið að skoða vetrungshöfuðið, hafði stigið á bogann. En úlfurino. bogarnir og höfuðið var horfið Eftir að rekja slóðina um mílu vegar, náðum við fanganum, það var Blanka. Blanka var sá fallegasti úlfur, sem eg hefi séð. Snjóhvít á lit og rennileg. Allir úlfarnir höfðu yfirgefið hana nema Lobo, hann var með henni og yfirgaf hana ekki fyrri en hann sá að eg var kominn í skotfæri við sig, þá hljóp hann til hæðanna, sem framundan honum voru og kall- aði til Blanka að fylgja sér, en vetrungshöfuðið með hornunum á, skorðaðist í klettaskor og hélt henni fastri. Þegar að við komum til Blanka, reis hún upp, sneri sér að okkur, kallaði hátt og hvelt og var reiðubúin að selja líf sitt eins dýrt og unt var fyrir hana. Úr fjarlægð á meðal hæðanna svaraði Lobo, það var hið síð- asta kall Blönku, því eftir ör- stutta stund lá hún hreifingar- laus og hjarta hennar hætt að slá, og eg reið til baka með hana í hnakknum fyrir framan mrg heim á hjarðmanns heimilið, þar sem eg hélt til. Allan þann dag heyrðum við köllin í Lobo, en þau voru nú ekki lengur sigurhljóð, sem ár- um saman höfðu borist um hjarð lendurnar út frá Currumpaw, þau voru blandin sárum trega, sem gjörðu þau enn áhrifameiri og tilfinnanlegri. Þegar kvelda tók, færðust hljóðin nær og nær, og eg heyrði á þeim að hann mundi ekki vera langt frá staðn- um er við náðum Blonku á, og þegar að hann kom á staðinn er hún lét líf sitt á, hefur hann óefað skilið hvernig komið var því köll hans úr því urðu sker- andi sár, svo að hjarðmennirnir höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei heyrt slíka hrygð lýsa sér í köllum úlfa fyr. Um nóttina eftir hafði Lobo rakið slóð okkar nærri heim að heimili hjarðmannsins og um morguninn eftir, þegar við kom- um á fætur, fundum við varð- hundinn rifinn og sundurtætt- ann, svo að segja undir hús- veggnum. Mér var ljóst að ef eg ætti að geta gjört mér von um að ná Lobo, þá yrði eg að gjöra það á meðan að hann syrgði Blönku og væri að leita að henni. Eg ásamt hjálparmanni mínum löguðum því boga, fjcra í röð, hvern út frá öðrum á alla götu- slóða, sem lágu ofan eða eftir dalnum, sem heimahúsin stóðu í, og heim að húsunum þar sem Blanka var geymd. Við geng- um vel frá öllu. Festum bogana við trjáboli og seinast tókum við fram fótinn af Blönku og gjörðum för með honum þar yfir, sem bogarnir voru faldir. Eftir tvo og hálfan dag, fór eg að vitja um bogana og þegar að eg kom í Norðurdalinn, sem kallað var, þá sá eg hvar Lobo lá í slóðinni fjötraður og hjálp- arlaus í stálboganum. Hann hafði þekt för Blönku og rakið þau út í dauðann. Þegar Lobo sá mig, reis hann á fætur til varnar búinn, þótt hann væri búinn að brjótaist þarna um í meira en tvo daga. Hann hvesti á mig augunum, sem hatrið sindraði úr. Hann opnaði kjaftinn og sýndi mér vígtennurnar, sem hann vildi svo gjarnan festa í mér og var í alla staði svo ægilegur að hestur- inn undir mér skalf eins og hrísla. En stálboginn hélt hon- um föstum, og það leið ekki á löngu áður en hann kastaði sér niður máttþrota af blóðmissi, hungri og þreytu. Nú var hann yfirunninn, þessi hugdjarfi útlagi sléttunnar. En í huga mér var ekkert sigurhrós, heldur saknaðar kendur sárs- auki yfir því að verða að leggja hetju þessa að velli, en hjá því varð ekki komist. Eg henti slöngu minni og þegar snaran, sem var úr sterku snæri var að renna yfir höfuð honum, náði hann henni með tönnunum og klipti í sundur. Mér datt í hug að grípa til riffilsins, sem eg hafði með mér, en eg gat ekki fengið af mér að skjóta svo tígu- legt og tignarlegt dýr, ósjálf- bjarga og varnarlaust, svo eg reið heim á hjarðbæinn, sem eg "íiiinimiiiiiiiiiiiimiimniiiiiiniimnnniininiiiiiininnniiiiiiniiTiiiiniiiniiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiimiiHiiiiiiiiiwwiMiiiiiiiiiHiiiiiiriBiSiiiiiÍTfBBBMWwH^ Canada og Bandaiíkja menn af íslenzkum álofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1939 IllMlllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllM Sonarminning Drottinn minn guð þú er bjarg mitt og borg, brugðist þú getur mér eigi; þú ert mitt athvarf í sérhverri sorg, sól mín á harmanna degi. Sá ungi maður, sem hér um getur, og lét líf sitt í þágu lands og þjóðar, var fæddur í bæn- um Ashern í Manitobafylki, þ. 23. ágúst 1915; þar ólst hann upp, og naut algengrar alþýðu- skólamenntunar; hann var prýð isgóðum gáfum gæddur, og naut almennra vinsælda hvar, sem leið hans lá; foreldrar hans eru þau Halldór Thorkelsson flutn- ingamaður í Ashern, ættaður frá Klúku í Hjaltastaðaþinghá, og Guðrún Árnadóttir, systir Ár- sæls bóksala Árnasonar í Reykja vík, Ástu málara, og þeirra systkina; þau Halldór og Guð- rún hafa. verið búsett síðastlið- inn aldarfjórðung, eða vel það, í Ashern bæ. Gardar Harold Thorkelsson innritaðist í herinn snemma á tíð hinnar nýloknu -Norðurálfu- styrjaldar, og lézt af sárum í Belgíu, 3. október 1944, og þar var hann lagður til hinztu hvíld- ar að hermanna sið; var kistan skreytt blómum frá yfirmönn- um og öðrum samstarfsmönnum hans í hernum. Yfirforingi hefdeildarinnar, sem þessi látni hermaður tald- ist til, skrifaði móður hans þ. Gardar Harold Thorkelsson 10. október sama árs, og komst meðal annars þannig að orði: “Eg flyt yður innilegar sam- úðarkveðjur í tilefni af láti Harolds sonar yðar; hann var elskuverður piltur, sem allir dáðu og unnu; hann lenti í bif- hjólaslysi, er hann var að koma mjög mikilsvarðandi boðum til skila. Eg finn til þess, hve missir jafn ágæts sonar sé yður og fjölskyldu yðar þungbær, og sé nokkuð það í mínu valdi, er verða mætti yður til hugfróun- ar, vænti eg þess, að þér hikið ekki við, að gera mér aðvart um slíkt.” Þetta er fagur vitnisburður. sem holt er að geyma í endur- minningunni. Eftirfarandi vísur orti móðir Harolds í tilefni af fráfalli hans: Mig langar svo mikið ljúfi sonur minn, að leitast við að hræra klökkva strengi, en höndin er máttlaus og hreldur hugurinn, og hjartað berst af sorg, er varir lengi. Það hlægir mig jafnan, hjartans sonur minn, hve hugrakkur þú mættir öllum þr'autum, því helsærður reyndirðu að halda veginn þinn unz hreif þig dauðans mund af lífsins brautum. Eg get naumast kvatt þig góði sonur minn, en Guð í hæð mun brautir allra lýsa. I örmum hans síðar eg soninn aftur finn í sælufylgd á vegum gæfudísa. átti heima á og sótti mér aðra slöngu og aðstoðarmann. Áður en eg henti slöngunni í annað sinn, henti félagi minn til hans spítu, sem hann greip með kjaft- inum, en svo að segja samtímis henti eg slöngu minni og rann snaran um háls Lobo áður en hann hafði tíma til að sleppa spítunni út úr sér. Eftir að Lobo var bundinn, veitti hann enga mótstöðu og gaf heldur ekki frá sér hljóð, eða stunu. Hann horfði stöðugt á mig, eins og að hann vildi segja: “Eg er yfirunninn að síðustu; gjörðu við mig, sem þú vilt.” Eftir það virtist hann alveg kærulaus um alt og veita hvorki okkur né öðru nokkra athygli. Við bundum á honum fæturnar, og losuðum hann úr boganum og lyftum honum svo upp 1 hnakkinn fyrir framan mig, sem við áttum fullt í fangi með því hann viktaði full 150 pund. Þegar við komum heim með hann, leysti eg böndin af hon- um, en setti á hann sterkann kraga og festi hann svo með keðju við stólpa, sem grafinn var í jörðu. Eg setti fyrir hann bæði kjöt og vatný en hann leit ekki við því og ekki heldur hreifði hann legg eða lið, þó eg snerti hann, heldur starði stöðugt fram eftir dalnum, fram hjá mér og í áttina til slétt- unnar þar sem að ríki hans hafði staðið, og þar sem hann frjáls og djarfur hafði svo lengi ríkt (Frarnh. á bls. 8) FIRÐSÍMAGJÖLD ERU LÆGRI FRÁ 6 E. H. TIL 4.30 Leggjum vér fram til þess að veita yður þá full- komnustu símaþjónustu, sem verða má. Oss þyk- ir fyrir því, hve margir hafa orðið að bíða eftir að fá síma. Stríðsþörfunum varð að fullnægja fyrst, og þessvegna urðu einstaklingar að bíða. Jafnskjótt og hægist um, getum vér fullvissað yð- ur um það, að ekkert verður látið ógert til þess að fullnægja kröfum borgaranna. Þá verður öllum vorum mannafla, efni og þekkingu beitt, með það eitt fyrir augum. — MANNAFLA, EFNI OG ÞEKKINGU F. H.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.