Lögberg - 16.08.1945, Page 2

Lögberg - 16.08.1945, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945 Viðtal við Leij Muller íslendingur í fangabúðum Nazista Á myndinni sézt þyrping Hollendinga á gangstétt í Amsterdag, sem er að veita viðtöku niðursoðinni mjólk, er sameinuðu þjóðirnar höfðu sent þangað ókeypis. Tuttugu og fimm ára gamall íslendingur, Leif Muller, sonur L. H. Mullers kaupmanns, kom heim til Islands s. 1. sunnudag, eftir meir en tveggja ára dvöl í fangabúðum þýzkra nazista, fyrst í Noregi, en síðan nærri 2 ár í Þýzkalandi. — Allir íslend- ingar, sem frelsi unna, samfagna Leif við heimkomuna og for- eldrum hans. Leif færði okkur þá fregn, að annar ungur Islendingur, Óskar Vilhjálmsson, hafi einnig setið í þýzkum fangabúðum og látist þar. “Þetta er eins og í Paradís!” sagði gömul íslenzk kona, þegar hún kom inn á stíginn heim að húsi L. H. Mullers, en þar iykj- ast trén saman yfir höfði manns og ilmurinn fær mann til að gleyma að umhverfis er göturyk og ys Reykjavíkur. Hverjar hafa þá ekki tilfinn- ingar Leifs verið, daginn sem hann kom heim til föðurhúsanna eftir meir en tveggja ára dvöl í helvítum nazista, fyrst í Noregi, síðan í Þýzkalandi. Þessi stillilegi ungi maður ber enn nokkrar menjar þess sem hann hefur þolað, en þar sem hann fer er kvistur af*sterkum, traustum stofni, enda hefur hann þurft fyllilega á því að halda. Svikinn í hendur Nazista. Það var einhver af félögum Leifs, sem sveik hann í hendui þýzku nazistanna. Hann var tek- inn fastur í Oslo í október 1942. — Eg fékk leyfi til þess að fara til Stokkhólms, undir því yfirskyni, að eg ætlaði í skóla, sagði hann, — en var svo ógæt- inn að segja félögum mínum, að þaðan ætlaði eg að komast til Isjands. Einhver þeirra mun hafa sagt Þjóðverjum þessa ætlan mína, því eg var tekinn og sett- ur í fangelsi í Möllergaten 19. Þar voru hafðir 4 fangar í smá- klefa. Stólar voru fyrir tvo, hin- ir urðu að standa, því ekki mátti setjast á rúmfletin að degi tii. Þá höfðu verðirnir það til að veita vatni inn í klefana, svo allt lauslegt fór á flot. Maturinn var gervikaffi á morgnana, síðar um daginn brauð og súpa, sem var að mestu leyti vatn; stundum var síld. Á þeim þrem mánuðum, sem Leif var haldið í Möllergaten 19 var hann aðeins tvisvar yfir- heyrður, síðan aldrei meir. Hon- um var ekki misþyrmt þarna, en aftur á móti heyrði hann hljóð fanga, sem misþyrmt var við yfirheyrslur, þegar þeir voru fluttir til og frá “réttarhöldun- um”. Eftir 3 mánuði var hann flutt- ur í Grini-fangabúðimar, sem eru eigi all-langt frá Oslo. Þar fékk hann lungnabólgu. Læknar, sem voru meðal samfanga hans, hjúkruðu honum. Taldi hann lungnabólguna ávinning að því leyfi að um tíma fékk hann betra viðurværi. I fangabúðunum í Grini var hann samtíða öðrum íslending, Baldri Bjarnasyni, sem komst þaðan síðar. Nafn hans varð samheiti föðurlandssvikara allra þjóða Nafn Kvislings, foringja norsku nazistanna, hefur orðið samheiti föðurlandssvikara í öll- um löndum. Nú er hann fangi í Möllergaten 19, í sams konar klefa og föðurlandsvinunum norsku var troðið inn í, fær brauðskorpur og súpu eins og þeir fengu meðan hann var fyr- ir Þjóðverja náð “foringi” í Noregi og hafði um sig hirð svik- ara. Nú finnst honum þetta ill meðferð á föngum. Áður en Leif kom hingað heim fékk hann tækifæri til þess að sjá Kvisling í Möllergaten 19, í sams konar klefa og Leif dvaldi í. Til Oranienburg. Leif var fluttur til Þýzkalands í júní 1943. Fangarnir voru flutt- ir sjóleiðis frá Oslo til Aarhus í Danmörku. Á leiðinni var þeim troðið í lestar skipsins eins og kvikfénaði. Ýmist var lestarop- unum læst, eða vopnaðir verðir' voru við þau. Frá Danmörku lá leiðin til hinna alræmdu fangabúða 1 Öranienburg, en þaðan var hann fluttur til fangabúðanna í Sachs- enhausen og þar dvaldi hann í 22 mánuði unz hann komst til Svíþjóðar á s. 1. vori ásamt öðr- um föngum fyrir tilstilli sænska Rauða krossins. I Sachsenhausen — Hvernig voru fangabúðirn- ar girtar? spyr eg Leif. — Yzt var hár múrveggur. Þar fyrir hnnan var annar múr og innst var gaddavírsgirðing, sem rafstraumi var hleypt á. Með 80 metra millibili voru turnar, þar sem komið var fyrir vélbyssum og vörður var haldinn dag og nótt. Á næturnar var þetta svæði upplýst með ljóskösturum. Bragg arnir, sem fangarnir voru látnir hafast við í, voru byggðir með hálfmánalögun umhverfis völl- inn, sem myndaðist innan þeirra. Við aðalútganginn var komið fyr ir mjög stórri vélbyssu, sem gat náð yfir allan völlinn. Fangabraggarnir voru stórar tvíálma blokkir, hver klefi var ætlaður fyrir 125 manns, en stundum úrðu það alt að 300. Voru þá 2 í hverju rúmfleti. Venjulega munu 15000—16000 manna hafa verið í fangabúðun- um, en í febrúar greip Þjóðverja hræðsla við framsókn Rússa og létu þeir flytja fanga úr austur- hluta landsins vestur eftir og munu þá um 25 þús. manna hafa verið í Sachsenhausen. Einn dagur í fangdbúðum Nazista — Hvernig var “venjulegum” degi háttað í fangabúðunum? — Allir áttu að fara á fætur kl. 4 á morgnana, en um tíma var það kl. 3. Þá fengum við gerfi- kaffi. Við bjuggum um flet okk- ar og þvoðum okkur, stundum urðu allt að 300 að notast við þvottaskálar, sem voru ætlaðar fyrir 12 menn. Klukkan 5 skyldi vinna hafin og standa til hádegis, þá fengum við J/2 lítra af súpu- gutli, sem venjulega var að mestu leyti vatn. Brauðskammt- urinn var 330 grömm. Einstöku sinnum var þunn pylsusneyð fneð. Fjórum sinnum á viku fengum við 60 gr. af smjöri og stundum tvisvar í viku eina skeið af “marmelaði”. Vinnu var hætt klukkan 6 og þá feng- um við aftur súpugutl. En áður fór fram talning á föngunum. Fyrst töldu þeir, sem gerðir höfðu verið yfirmenn meðal fang anna, þá eftirlitsmenn og síðast S. S.-menn. Þegar þeim bar ekki saman, gat talningin staðið í 1—2 klst. Venjulega komumst við ekki í fletin fyrr en kl. 9. Þriðju hverja viku vorum við látnir standa næturvakt í iy4 klst., sem þá drógst frá svefntímanum. Fallinn félagi. Fangarnir voru látnir vinna í verksmiðjum og við vegagerð. — Eitt af því, sem við vorum látnir vinna, var skólpræsagröft- ur. Vorum við látnir grafa niður á 14 metra dýpi og kasta mold- inni upp á palla í skurðunum, milli pallanna voru venjulega 21/2 m. Skurðirnir voru 1 metri á breidd. Stundum hrundu skurðirnir saman og þeir, sem undir urðu, voru svo máttfarnir, að venju- lega köfnuðu þeir. Var okkur þá leyft að bera þá burtu. Einum af norsku föngunum, Thorvald Davidsen, tókst að teikna nokkrar myndir í fanga- búðunum og hafa þær brott með sér. Pappír og áhöldum varð vit- anlega að stela frá S. S.-mönn- unum. Ein af myndum hans, En fallen kamerat, sýnir fallinn fallinn félaga borinn í burtu. Hegningarsveitirnar. — Fyrir hvert brot á hinum ströngu reglum var hörð refsing. Ein hegningin var að ganga í röð allan daginn frá kl. 5 að morgni til 6 að kvöldi og syngja nazistasöngva. í einni af þessum göngusveitum í Sachsenhausen voru 7 brezkir hermenn, er tekn- ir voru til fanga í Noregi, voru j þeir látnir ganga sömu gönguna daglega í 1*4 ár. Á þessum göngum voru fang- arnir látnir reyna mismunandi tegundir af skóm, bæði úr tré og leðri. Brautinni, sem var gengin, var skipt í mismunandi kafla, á einum kafla var vot- lent, öðrum sandur, þriðja grjót og fjórða steypa. Mennirnir voru látnir bera 30—40 pund og þeir, sem drógust aftur úr, voru barð- ir þangað til þeir gátu ekki hreyft sig, þá fyrst var leyft að bera þá í burtu. Allir okkar læknar voru fang- ar, og voru öll meðul af mjög skornum skammti. Samt áttu þeir svo annríkt, að við urðum að bíða tímum saman eftir að komast að. Aldrei var okkur leyft að liggja nema við hefðum hita. Læknarnir okkar voru margir duglegir, sérstaklega voru norsku læknarnir mjög öt- ulir. Hengingar. — Fyrir alvarleg brot voru menn hengdir. Stundum voru menn settir í hegningarsveit í hálft ár, þá hýddir opinberlega og síðan hengdir. Fangarnir vöru alltaf látnir vera viðstaddir af- tökurnar og einhverjir þeirra látnir sparka plankanum undan félaga þeirra, sem átti að hengja. Einu sinni slitnaði hengingar- ólin, en maðurinn, sem átti að hengja, hafði ekki mátt til að standa upp. Yfirmaður fangabúð anna gekk þangað sem hann lá — og skaut hann. Fjöldi fanga dó af misþyrm- ingum eða hungri. “Herráþjóðin” gerði glœpamenn að yfirmönnum. — I fangabúðunum voru hafð- ir saman bæði glæpamenn, svo sem morðingjar og alls konar ill- þýði, og pólitískir fangar. Þjóð- verjarnir gerðu glæpamennina að yfirmönnum hinna fanganna og reyndu þeir þá að “vinna sig í álit” hjá nazistunum með því að vera sem hrottalegastir og níðingslegastir. Var ekki óvenju- legt, að þeir mísþyrmdu mönn- um svo þeir dóu. Sameiginleg örlög yfir 40 þjóðerna. — Voru þarna margra þjóða menn? — Já, þarna voru saman komn- ir menn frá meir en 40 þjóðum og þoldu sameiginleg örlög. Meðal þeirra, sem voru þarna, voru t. d. Kínverjar og Negrar auk flestra Evrópuþjóða. Þarna voru m. a. rúmlega 200 Danir, 1 Svíi og um 2500 Norðmenn. Af Norðmönnunum munu hafa dá- ið um 250. 1 þessum Norðmannahópi voru margir kunnir menn, þ. á. m. Arnulv Överland, Odd Nansen (sonur Friðþjófs Nansen), Ger- hardsen, sem nú er forsætisráð- herra, og Seip rektor. — Seip var eitt sinn hýddur 5 högg fyrir að stela kartöflum. Óskar Vilhjálmsson. — í fangabúðunum, sem eg var í, segir Leif, var annar íslend- ingur, Óskar Vilhjálmsson. Hann mun hafa verið Reykvíkingur að uppruna. Var í Kaupmannahöfn, þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörku, en missti þá atvinnuna og fór þá til Berlínar og kvaðst hafa unnið við útvarpsstöðina. Sagði hann að Þjóðverjar hefðu viljað fá sig til þess að flytja áróðurserindi í útvarpið, en þeg- ar hann neitaði því, settu þeir hann í fangabúðir. Hann kom 1 fangabúðirnar í byrjun febrúar 1944 og dó úr lungnabólgu í lok sama mánað- ar. Morðin á undanhaldinu. — Var aldrei uppreisn í fanga- búðunum? — Það hefur heyrzt um upp- reisn skömmu áður en Rússar komu, en þá var eg farinn það- an. í byrjun febrúar urðu S. S.- mennirnir hræddir við framsókn Rússa. Voru þá drepnir 4500 rússneskir liðsforingjar, lög- reglumenn frá Luxenburg, berklaveikir menn og Gyðingar, sem komu frá öðrum fangabúð- um, en fangar, sem voru í fanga- búðunum, sem lágu austar, voru þá fluttir vesturii bóginn. Mikill hluti þeirra til fangabúðanna í Belsen. Takmarkið hjá Þjóðverjum virtist þá vera að útrýma öll- um, sem verst höfðu verið leikn- ir og vitnað gátu um hryðju- verk þeirra. Fyrst þegar fangarnir komu til fangabúðanna voru þeir snoð- klipptir, skrásettir, teknar 3 myndir af hverjum fanga. Þegar Rússar nálguðust var mynda- safnið brennt, en nokkrum film- um tókst þó að skjóta undan. Fangar, sem fluttir voru til Bels- en, voru ekki skrásettir, þegar þangað kom. Þar dóu 5—6 hundr uð manns á dag úr útbrotaauga- veiki, sem flyzt með lúsum. Við vorum á göngunni til Belsen, þegar Svíar komu og sóttu okk- ur til Nordgammen um miðjan marz. Af 64 Norðmönnum, sem komnir voru þá alla leið til Bels- en, voru aðeins 2 frískir, þegar eg fór heim, hinir voru dánir eða lágu í taugaveiki. Földu lík félaga sinna í hálminum. — Þegar við Norðmennirnir komum til Nordgammen, var þar mjög lélegt ástand. Engin rúm- stæði, aðeins hálmur. Hverjum manni var ætlað 40 cm. breitt svæði til að sofa á. Engin mat- arílát, maturinn gefinn í ösku- tunnum. Á sjúkrahúsunum lágu 3—4 í rúmi en það var nóg pláss fyrir þá því þeir svor svo horaðir. Þeir stungu dánum félögum sín- um undir hálminn til þess að fá matarskammtinn þeirra, og það komst ekki upp fyrr en þeir dauðu voru farnir að lykta. Norðmennirnir neituðu að fara inn í ruslið, og þeir stóðu svo vel saman, að þeir fengu að, þvo og nýjan hálm. Af sjúklingun- um, sem við bárum út, dóu 20 í höndunum á okkur. Til þessa staðar, Nordgammen, sóttu fulltrúar sænska Rauða krossins okkur úm miðjan marz. Auk um 3000 Norðmanna og Dana fékk einnig að fara pólskt, franskt og hollenzkt kvenfólk. Flutningar þessir fóru með leynd og átti ekkert um þá að vitnast fyrr en allir væru komnir. Eg kom til Svíþjóðar 1. maí. Eiga þeir að fá að reyna afturn Þessi frásögn Leifs er ekki lengri. Vafalítið er Leif þjáning að þurfa að svara spurningum um dvölina í fangabúðunum, og enginn efi, að hann hefur frá fleiru að segja. Frásögn hans er látlaus og með öllu laus við hefndarþorsta. Síðan þetta viðtal var ritað, hefi eg lesið viðtal í öðru blaði, sem varð þess vald- andi, að eg tel mig knúðan til að bæta við þetta nokkrum orð- um. Blaðamaðurinn endar við- talið á því að segja, að hann birti ekki allt sem Leif hafi sagt sér, því “að margt af því er þannig, að ekki getur talizt viðeigandi að birta það.” (Leturbr. mín). — Já, drottinn miskunni þeim, sem hafa fínar taugar. Eg skal játa, að lýsingar á þýzkum fangabúðum eru enginn skemmtilestur/ en hvers vegna ekki að segja allan sannleikann. Við íslendingar höfum mest kynnzt nazismanum af afspurn. Hve margir okkar hafa ekki sagt: Þetta hlýtur að vera áróður. Nú höfum við Íslending á meðal okkar, sem sjálfur hefur reynt þetta. Hvers vegna getur það “ekki talizt viðeigandi” að ís- lendingar viti sannleikann í þessu máli? Þýzki nazisminn er að velli lagður, en það hefur ekki verið ráðið niðurlögum þeirra þjóðfélagsafla í heimin- um, sem skópu fasismann. Og við munum enn svo langt, að nazisma-ófreskjan teygði “einn horaðan fingur” til þessa af- skekkta eylands. — Eigum við íslendingar ekki, eins og aðrar þjóðir heimsins, að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvort þau þjóðfélagsöfl, sem fasismann skópu, eigi að fá tækifæri til þess “að reyna aftur?” Og erum við ekki færari um að svara þeirri spurningu eftir að hafa heyrt sannleikann? J. B. Sunnudagur 15 júlí. Avarp frá Þjóðrœknisfélaginu Flutt á íslendingadeginum á Gimli 6. ágúst. af séra Valdimar J. Eylands. Virðulega Fjallkona! Háttvirta samkoma! Vegna fjarveru sinnar hefir forseti Þjóðræknisfélagsins falið mér að flytja hér kveðjur frá fé- laginu og sjálfum sér persónu- lega. Er mér ljúft að verða við þessum tilmælum, og þakka for- seta dagsins fyrir tækifærið, sem hann hefir veitt mér til þess að koma hér fram í þessu skyni. Hygg eg að það hljóti að þykja tilhlýðilegt að Þjóðræknisfélag- ið eigi hér talsmann. Eins og kunnugt er lætur það félag ekk- ert sem íslenzkt er, sér óviðkom- andi. Það telur alla, einstakl- inga, og félög sem á einn eða annan hátt starfa að því að halda íslenzka þjóðarbrotinu saman, og viðhalda íslenzku máli og menningu hér vestra, vini sína og samverkamenn, og vill nota öll tækifæri til að votta þeim virðingu sína og þakkir fyrir störf þeirra. Það dylst engum að Islendingadagurinn, sem telja má stofnun, vor á meðal, hefir unnið og vinnur nú, frábærilega þýðingarmikið þjóðræknisstarf. I 56 ár hefir. íslendingadags- nefndin beitt sér fyrir samkom- um eins og þessari; í 56 ár hefir hún safnað saman hundruðum íslendinga úr fjarlægum bygð- um ekki síður en úr nágrenninu, gefið þeim heildarsvip og örvað þjóðernismeðvitund þeirra; í 56 ár hefir nefndin undirbúið skemtiskrá þar sem aðeins það bezta sem völ er á er boðið í framsögn, söng og ræðum; í 56 ár hafa íslenzkir menningar- straumar flætt út frá þessum stað, vökvað þurra staði, og end- urnært hálfvisin frækorn á þjóðarakri vorum. í öll þessi ár hafa íslendingadagarnir verið einskonar sól í heiði, þar sem menn og konur hafa komið sam- an og glaðst yfir því að vera ís- lendingar. Á þessu langa tímabili hafa menn farið og komið eins og gengur í Islendingadags nefnd inni, en markmiðið hefir ávalt verið hið sama: að halda við sambandinu meðal vor Vestur- íslendinga innbyrðis, og sam- bandinu við stofnþjóð vora á Is- landi. I þetta sinn hefir nefndinni tekist sérstaklega vel með allan undirbúning þessarar samkomu. Það er bjart yfir þessum degi í öllum skilningi; það mun einnig verða lengi bjart yíir minning- unum sem menn fara með heim héðan í kvöld. Þjóðræknisfé- lagið þakkar starf ykkar, og ósk- ar ykkur til hamingju með dag- inn. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.