Lögberg - 16.08.1945, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E W. Perry,
723 Warsaw Ave., Mrs. E. S.
Felsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
Á föstudaginn 10. ágúst voru
gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju, þau John
William Norberg í Winnipeg og
Jórunn Andrey Johnson, frá
Oak View, Man. Brúðurin er
dóttir Jóhannesar Ágústs John-
son bónda í Oak View, og Berg-
þóru konu hans, er hún bráð-
myndarleg og vel gefin stúlka.
Að afstaðinni hjónavígslunni
fór fram fjölsetin veizla í
Picardy samkvæmissalnum, og
var veitt þar af hinni mestu
rausn. Framtíðarheimili ungu
hjónanna verður í Montreal.
•
Ungfrú Svava Brand, dóttir
þeirra Mr. og Mrs. Thor Brand,
sem vinmörg eru hér vestra, og
dvelja á Islandi, hefir dvalíð í
borginni um hálfsmánaðar tíma;
hún var nokkra daga norður á
Lundar hjá ömmu sinni, Mrs.
Helgi Bjarnason.
Ungfrú Svava lagði af stað
suður til Bandaríkjanna á föstu-
daginn, og ráðgerði að dvelja í
Oregon-ríkinu í haust og kom-
andi vetur við nám í ljósmynda-
gerð.
Mr. og Mrs. Paul Ásgeirsson frá
Fort William, hafa dvalið í borg-
inni um hríð í heimsókn til ætt-
menna og vina.
•
Mr. og Mrs. Vigfús Baldwin-
son, sem lengi voru búsett í
Wynyard, eru nú flutt hingað til
borgar, og er heimili þeirra áð
715 Goulding St.
•
Séra Rúnólfur Marteinsson
og frú, eru nú búsett að 800
Lipton Street hér í borginni, eft-
ir nokkurra ára dvöl í Vanvouver
Símanúmer séra Rúnólfs er
28 168.
Ungfrú Gerða Ásvalds frá
Reykjavík, er nýlega komin hing
að til borgar, og gengur í þjón-
ustu þeirra Dr. og Mrs. P. H. T.
Thorlákson.
•
Herra Ólafur Pálsson skóla-
stjóri, er nýkominn til borgar-
innar frá íslandi, og hyggst að
dvelja hér árlangt til þess að
kynna sér barnafræðslu og skóla
mál; hann er ættaður'úr Arnar-
fjarðardölum.
•
Líknamefndin norska, í félagi
við norsku Rauða kross samtök-
in, efnir til útiskemtunar á laug-
ardaginn þann 18. þ. m., við hið
fagra heimili Ernest Parkers,
185 Oakdean Bouleward, Sturg-
eon Creek; skemtunin stendur
yfir frá kl. 2.30' e. h. til 9 e. h.
Ágóðanum verður varið til
styrktar norsku þjóðinni. Þess
er að vænta, að fjölmennt verði
á þessari útiskemtun, því gott
og nytsamt málefni á í hlut.
I síðasta Lögbergi er getið um
giftingu í Concordia kirkju þ. 27.
júlí, nafn brúðgumans sett:
William Frederic Rupert, á að
vera Frederic Rupert Kirkham.
S. S. C.
•
Merkis og sæmdarkonan Guð-
rún Hjörleifsdóttir, kona skálds-
ins víðkunna Jóhanns Magnúsar
Bjamasonar, lézt að heimili
þeirra hjóna í Elfros, Sask., s. 1.
föstudagskvöld; hún hafði átt við
langvarandi vanheilsu að búa;
þessar ágætu konu verður vafa-
laust nánar minst hér í blaðinu
áður en langt um líður. Lögberg
tjáir hinu eftirlifandi skáldi inni
legustu samúð sína.
Messuboð
Fyrsta luterska kirkja
Hátíðaguðsþjónustur
fara fram í Fyrstu lútersku
kirkju næstkomandi sunnudag
19. ágúst í tilefni af stríðslokum.
Kl. 11 f. h. verður messað á
ensku en kl. 7 e. h. á íslenzku,
eins og venjulega.
Allir ævinlega velkomnir.
V. J. E.
•
Prestakall Norður Nýja íslends
19. ágúst—Geysir, ferming og
altarisganga kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
•
Áætlaðar messur í Vatnabygðurn
Sunnudaginn 19. ágúst:
Leislie, kl. 1 e. h.
Wynyard, kl. 7 e. h.
Allir velkommr.
S. Ólajsson.
•
Messað á Vogar kl. 2 e. h.
sunnudaginn 26. ágúst n. k.
H. E. Johnson.
Special Service.
Hecla — August 19, at 2 p.m.,
the “Honor Roll”, containing the
names og those that served in
His Majesties forces and, who
are members and arherents of
the Lutheran Church of Hecla,
will be unveiled. The guest
speaker will be Mr. Paul Bardal,
M.L.A. The sermon will be
preached by arh Parish minister.
Both languages will be used.
Skúli Sigurgeirson.
Mr. og Mrs. Hermann Björns-
son frá Chicago, hafa dvalið í
borginni undanfarna daga.
•
Þeir feðgarnir Jónas Helgason
frá Baldur, Man., og Helgi J.
Helgason frá D’arcy, Sask., eru
nýlega komnir heim úr skemti-
ferð vestan af Kyrrahafsströnd,
dvöldu þeir lengst af tímans í
Vancouver, hittu þar fjölda ís-
lendinga, og höfðu yfir höfum að
tala ósegjanlegt yndi af ferða-
laginu. Jónas Helgason er "nú
maður all-mjög hniginn að aldri,
en heldur sér mæta vel og leik-
ur við hvern sinn fingur.
•
Gjafir til Betel
Mr. S. Swanson, Edmonton
$5.00. Mr. Víglundur Vigfússon,
Wpg $2.00. Mr. og Mrs. G. J.
Oleson, Glenboro “To honor the
memory of Mr. Oleson’s brother
Gudmundur Olson who died at
Winnipeg July lst 1945” $5.00.
Kvenfélag Herðubreiðarsafnaðar
Langruth $15.00. Mr. og Mrs.
Th. I. Hallgrímson, Cypress
River, Man. In memory of J. B.
Jónsson Kandahar, Sask. $5.00.
A. V. H. Baldwin, Campbell
River, B.C. Kassi með íslenzkum
bókum.
Kærar þakkir fyrir þessar gjaf-
ir. i
J. J. Swanson, féhirðir.
•
Vinarkveðja og þökk.
Þegar við nú eftir fjótrán ára
dvöl í Wynyard, erum flutt það-
an og komin til Winnipeg, hvarfl
ar hugurinn að sjálfsögðu oft
vestur til hinna mörgu vina,
sem við bárum gæfu til að eign-
ast þar um slóðir; endurminn-
ingarnar um þá verða okkur
jafnan dýrmætar, og fylgja okk-
ur alla leið á brautarenda.
Við þökkum innilega hið fjöl-
menna og virðulega samsæti,
sem okkur var haldið í íslenzku
kirkjunni í Wynyard þann 27.
júní s. 1., ásamt gjöfum og þeim
góðhug, sem hvarvetna kom
fram í okkar garð og fjölskyld-
unnar, svo og hið fagra úlnliðs-
úr, sem hljómsveitin í Elfros,
gaf fjölskylduföðurnum til minn
ingar um ánægjulegt samstarf.
Með endurteknum þökkum.
Mr. og Mrs. Vigfús Baldvirinson,
Wpg, Man.
Gefið til að stofna íslen'zkt elli-
heimili í Vancouver, B.C.
Mr. Jónas Pálsson $2.00. Mrs.
Jóhanna Melsted $25.00. Mrs.
Jónína Johnson $2.00. Mrs. G.
Grímsson $2.00. Mrs. W. Mooney
$2.00.Miss Gerða Christopherson
$2.00. Mrs. St. Arngrímsson $2.00.
Mr. og Mrs. Eyjólfur Gunnarson
$5.00. Mr. og Mrs. E. G. Gunnar-
son $5.00. Mr. Carl Eiríksson
$20.00. Mr. T. Eiriksson $20.00.
Samtals $87.00
Áður auglýst Donald Hjálmar-
son, en á að vera Benidikt
Hjálmarson $5.00. Hefi eg þá í
sjóði $496.47.
Með innilegu þakklæti.
S. Eymundson,
*070 Pender St.
Vancouver, B.C.
Þakkarorð.
Hjartanlega viljum við undir-
rituð þakka þann mikla sóma,
er börn okkar, tengdafólk og
barnabörn sýndu okkur, með
elskulegri heimsókn í tilefni af
50 ára giftingarafmæli 'okkar,
færandi hinar yndislegustu gjaf-
ir, auk hins ágætasta veizlukosts,
sem það bar fram með rausn
og prýði, á blómum skreytt borð;
hvar hin stóra og fagurlega
skreytta afmæliskaka stóð í
miðju.
Einning er okkur skylt og ljúft
að þakka allra vinsamlegast öllu
því góða fólki er á ýmsan hátt
gjörðust þátttakendur í því að
gjöra þennan ógleymanlega dag,
sem ánægjulegastan, að unt var,
því að Valdi okkar er í hern-
um ennþá, og of langt í burtu til
þess að geta verið hér viðstadd-
ur.
Að endingu biðjum við guð að
blessa ykkur öll og varðveita frá
öllu illu í Jesú nafni.
Þóra og Daníel Péturson,
Gimli Man.
•
Fimtudaginn 26. þ. m. lézt í
grend við Bredenbury, Sask.,
öldungurinn Björn Þorbergsson
frá Dúki í Sæmundarhlíð í
Skagafirði, fæddur 28. marz 1852.
Foreldrar hans voru þau Þor-
bergur Jónsson og kona hans
Helga Jónsdóttir.
Björn var einn af stofnendum
Concordia-safnaðar, sem var
stofnaður 1901, var hann skrifari
safnaðarins um langt skeið. Tók
Björn virkan þátt í félagsmál-
um innan bygðar.
Jarðneskar leyfar hans voru
lagðar til hinztu kvíldar í graf-
reit safnaðarins þ. 29. s. m.að
viðstöddu mörgu fólki. Sera S. S.
Christopherson stýrði athöfn-
inni.
Björn skilur eftir börn sín tvö:
Sigríði Gíslason, gifta G. F.
Gíslason og Þorberg; barnabörn
tvö, Helgu og Björn, og einn
bróður, Einar að nafni til heim-
ilis í Nýja íslandi.
Gamanvísur úr
Þingeyjarsýslu.
Gamaliel Halldórsson, skáld i
Haganesi við Mývatn kvað til
Erlendar á Rauðá í Bárðardal:
Erlendur er ærukarl,
illu hjá hann sneiða vill,
fellur mér hans fræðaspjall,
fyllir það með ment og snill.
Við fráfall Gamalíels kvað Er-
lendur:
Lík Gamalíels geymir,
gróðrarrík fósturmóðir,
valmennið velsæmd unni;
vin dygðar frí af lygðum;
notaði gáfur gætinn,
Guðs virti orðabirtu.
hvetji hans minning mæta,
mann hvern að breyta þanninn.”
•
Auglýsing frá Dr. A. Ingimund
arsyni, tannlækni á Gimli, í síð-
asta blaði Lögbergs, átti ekki að
birtast í blaðinu í því formi, sem
hún birt var. Var það vangá
minni að kenna, að aðgæta ekki
í tíma að það er gegn viðteknum
reglum lækna að auglýsa opin-
berlega á þennan hátt.
J. J. Bíldfell.
Ambassador Beauty Salon
Nýtízku
snyrtistofa
Allar tegundir
af Permanents
íslenzka töluð á st.
257 Kennedy St.
sunnan Portage
Sími 92 7X6
S. H. JOHNSON, eigandi
The Swr.an Mawfactwing Co.
Manufacturera of
SWAN WNATMBR-tTRir
Winnipeg.
Halldér Motkuaalema Iwat
Bigandi
281 Jamee Street Phene *í »41
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
Verzlunarskólanám!
Ungmenni, hvort heldur piltar eða stúlkur, geta raumast
aflað sér tryggari undirstöðu undir framtíðina, en með
námi við reynda og viðurkenda verzlunarskóla; slík mennt-
un verður engu síður nytsöm og nauðsynleg eftir að friður
komst á, en meðan á stríðinu stóð.
s
Það getur orðið yður til mikils sparnaðar, að spyrjast fyrir
hjá oss um væntanlegt verzlunarskólanám, og gera það
nú þegar.
THE
COLUMBIA PRESS
LIMITED
TORONTO & SARGENT - WINNIPEG
Innköllunarmenn LÖG8ERGS
Amaranth, Man.
Akra, N. Dak.
Árborg, Man ..........
Árnes, Man............
Baldur, Man...........
Bantry, N. Dak. ......
Bellingham, Wash.
Blaine, Wash. ........
Cavalier, N. Dak......
Cypress River, Man....
Dafoe,- Sask..........
Edinburg, N. Dak
Elfros, Sask.
Garðaf. N. Dak........
Gerald, Sask.
Geysir, Man. .........
Gimli, Man.
Glenboro, Man
Hallson, N. Dak.......
Hnausa, Man.
Husavick, Man.
Ivanhoe, Minn.
Langruth, Man.
Leslie, Sask..........
Kandahar, Sask.
Lundar, Man.
Minneota, Minn.
Mountain, N. Dak.
Mozart, Sask..........
Otto, Man.
Point Roberts, Wash.
Reykjavík, Man........
Riverton, Man.
Seattle, Wash.
Selkirk, Man.
Tantallon, Sask.......
Upham, N. Dak.
Víðir, Man.
Westbourne, Man.
Winnipeg Beach, Man.
Wynyard, Sask.
.. B. G. Kjartanson
B. S. Thorvarðson
K. N. S. Fridfinnson
..... M. Einarsson
O. Anderson
Einar J. Breiðfjörð
Árni Símonarson
Árni Símonarson
B. S. Thorvarðson
O. Anderson
.... Páll B. Olafson
Mrs.' J. H. Goodman
Páll B. Olafson
C. Paulson
K. N. S. Friðfinnson
O. N. Kárdal
O. Anderson
Páll B. Olafson
K. N. S. Fridfinnson
O. N. Kárdal
Miss P. Bárdal
. John Valdimarson
Jón Ólafsson
Dan. Lindal
Miss P. Bárdal
Páll B. Olafson
Dan. Lindal
S. J. Mýrdal
Árni Paulson
K. N. S. Friðfinnson
J. J. Middal
S. W. Nordal
J. Kr. Johnson
Einar J. Breiðfjörð
K. N. S. Friðfinnson
Jón Valdimarson
O. N. Kárdal
í skóla á íslandi, sem hefir
ágætan kennara í íslenzkum
bókmentum, gerðist eftirfarandi
saga:
Nefndur kennari hafði þann
sið, er hann hafði látið nemend-
ur lesa kvæði, að spyrja þá um,
hver væri meining höfundar og
komst þá venjulega svo að orði:
— Hvar er sálin í kvæðinu.
Nú bar svo til, að einn ném-
andi var tekinn upp í Skúla-
skeiði Gríms Thomsen og er
hann hafði lokið síðustu vísunni
nýjum — kom hin venjulega
spurning: — Hvar er sálin í
kvæðinu, lagsi minn, en nem-
andinn svaraði: — O, ætli skáld-
ið hafi ekki verið að agitera fyr-
ir vegagerð.
MOST
SUITS - COATS
DRESSES
sem allir kunna og endar á orð-
unum — bíður eftir vegum fjalla
“CELLOTONE” CLEANED
»c
72
CASH AND CARRY
FOR DRIVER PHONE 37 261
PERTH’S
888 SARGENT AVE.
HOME CARPET
CLEANERS
603 WALL ST., WINNIPEG
Við hreinsum gðlfteppi yðar
svo þau llta flt eins og þegar
þau voru ný. — Ná aftur tétt-
leika slnum og áferCarprýði.
— Við gerum við Austurlanda-
gðlfteppl á fullkomnasta hátt.
Vörur viðsldptamanna trygð-
ar að fullu. — Abyggilegt
verk. Greið viðskipti.
PHONE 33 955
This series of advertisements is taken from the booklet “Back to Civil Life.”
published by and available on request to the Department of Veterans’
Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference.
NO. 3 — REHABILITATION GRANT
A rehabilitation grant will normally be paid, subject to the
regulations, to a Service man who has completed 183 days of
service and receives an honourable discharge.
This grant provides for payment of 30 days’ extra pay and
payment to dependents of one month’s extra dependents’ allow-
ance. The purpose of this rehabilitation grant is tb provide the
Service man and his dependents with some ready money while
he is getting started in civilian life.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD126