Lögberg - 06.09.1945, Síða 1
PHONE 21374
A \ ÁW^te
iwtA ^ lf^8toí'
tfcöSÍSgsS^
f'VS®' ® A Complete
Cleaning
Institution
aOe
58. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945
PHONE 21374
\ \AÍVV
i
A Conj'j «lete
Cleanngr
Institution
NÚMER 36
Bræður leystir úrherþjónustu
Pte. Guömundur V. Goodman
Þessi ungi maður innritaðist í
herinn 23. maí 1941 og var með
R.C.A.S.C. í Canada unz hann
var leystur úr herþjónustu vegna
heilsubilunar 26. júní 1942; hann
er fæddur á íslandi 9. nóvember
1920. Foreldrar Guðmundar eru
þau Mr. og Mrs. Kristinn Good-
man, Ste. A. Vinborg Apts., hér
í borg, en heimili hans og fjöl-
skyldu er við Lockport.
Cpl. Kristján M. Goodman
Hann er fæddur á íslandi þann
29. dag maí mánaðar árið 1921,
ólst upp í Selkirk, fluttist það-
an til Winnipeg, og innritaðist í
Seaforth af Canada 15. maí 1943;
hann tók þátt í orustum á ítalíu
og Hollandi, og kom til baka
heill á húfi 4. júlí 1945. Foreldr-
ar hans, þau Mr. og Mrs. Krist-
inn Goodman, eiga heima í Ste.
A. Vinborg Apts., í þessari borg.
Fellur sæmd í hlut
íslendingurinn William Bene-
dickson, Liberal þingmaður fyr-
ir Kenora-Rainy River kjördæm-
ið í Ontario, hefir orðið fyrir
þeirri sæmd, að svara hásætis-
ræðunni við setningu sambands-
þingsins, sem fram fer í dag.
Mr. Benedickson var fyrst kos-
inn á þing í sambandskosning-
um, sem haldnar voru þann 11.
júní síðastliðinn; hann er út-
skrifaður í lögum frá Manitoba-
háskólanum, en gefur sig við
málafærslustörfum í Kenora;
hann er gáfumaður mikill og
mælskur vel.
Hinn nýi þingmaður er sonur
Kristjáns Benedicksonar for-
stjóra hér í borginni.
Aukaþing kvatt saman
Fylkisþinginu í Manitoba var
stefnt til funda síðastliðinn
þriðjudag; ekki mun þing þetta
eiga langa setu, því í stjórnar-
boðskapnum var það ótvírætt
gefið í, skyn, að kosningar fari
fram á næstunni; mun stjórninni
það ríkt áhugamál, að fá nýtt um
boð frá kjósendum til þess að
ganga frá málefnum fylkisins á
framhaldsfundi þeim, sem hald-
inn verður seinna í haust milli
sambandsstjórnarinnar og
stjórna hinna einstöku fylkja;
þá gerði og stjórnarboðskapur-
inn ráð fyrir því, að fjölga þing-
mönnum um þrjá, einn fyrir
hverja grein stríðsþjónustunn-
ar; einnig var vikið að því, að
rýmkva svo um kosningarétt, að
hermenn, þó þeir séu innan við
tuttugu og eins árs aldur, fái að
greiða atkvæði.
SAMBANDSÞING
KEMUR SAMAN
í dag kom sambandsþingið í
Ottawa saman til funda, bæði
til þess að afgreiða ný fjárauka-
lög, sem og til þess að ræða um
væntanlegan stuðning við brezku
þjóðina eftir að Bandaríkin námu
úr gildi láns og leigulögin.
Glæsileg menntahjón
Þór Guðjónsson
Elsa E. Guðjónsson
Þór Guðjónsson er fæddur og
uppalinn í Reykjavík. Foreldrar
hans eru Guðjón Guðlaugssop,
trésmiður og kona hans Margrét
Einarsdóttir. Þór lauk stúdents-
prófi við Menntaskólann í Rvík.
vorið 1938. Hann kom til Seattle
haustið 1941 og hefur stundað
nám í vatnafræði og fiskifræði
við University of Washington.
Hann lauk B. S. prófi í fiski-
fræði þaðan í febrúar 1944 með
góðri einkunn. í sumar lauk hann
M. S. prófi, í sama fagi með
góðri einkunn. Ástundun og
reglusemi einkenna hann. Kona
Þórs, Elsa E. Guðjónsson, er
einnig frá Reykjavík. Foreldrar
hennar: Halldór Eiríksson, for-
stjóri, og Elly Eiríksson f.
Schepler. Elsa útskrifaðist úr
stærðfræðideild Menntaskólans
í Reykjavík vorið 1942. Fór til
Ameríku um haustið og hóf nám
við Univ. of Wash. í byrjun árs
1943. Lauk B. A. prófi í Home
Economics í sumar, með góðri
einkunn. Bæði eignuðust hér
marga vini. Þessi ungu hjón
lögðu af stað heimleiðis 1. ágúst.
Þau ráðgerðu að heimsækja
helztu rannsóknarstöðvar, til-
heyrandi fagi Þórs, og kynna sér
fræga og fagra staði í landinu,
áður en þau kveðja.
íslendingar á þessum slóðum
þakka þeim veruna hér og þann
ágæta orðstír, sem þau áunnu
sér í hvívetna. Beztu framtíðar-
óskir fylgja þeim á braut.
Jakobína Johnson.
HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON:
Frá Höfninni
Þú hafðir árla í morgun af gömlum vana gengið
þá götu fram að sjónum, sem lýir okkur mest.
En hliðholl reyndist gæfan, þú hefir reyndar fengið
að hamast tíu stundir að moka í kolalest.
Svo varðstu ögn að bíða. En vinnunótu fékkstu.
Þú vildir hraða göngu, því dagur liðinn var.
Og betri manna leiðir á götustéttum gekkstu
með gleðibros á vörum og þakklátt hugarfar.
1 ös á miðju stræti þig nálgast gamall granni,
sem glæsilega búinn og frjálsmannlegur er.
Og víst í sínum augum hann orðinn er að manni.
Um yfirburði látbragð hans fagurt vitni ber.
Hann lítur snöggvast á þig. En lipurt hálsinn sveigir
og léttum orðum beinir að sínum förunaut.
Með heimsborgarafasi til hliðar síðan beygir
og horfir niðursokkinn á búðargluggaskraut.
— Á sunnudaginn bjóstu þig beztu klæðum þínum
og barst þig vel og gekkst svo í takt við kvöldsins dyn.
Og þá var hann svo ljúfur að lyfta hatti sínum. —
Nú læst hann ekki þekkja sinn gamla æskuvin.
Og álútur við gluggann í stundarkorn hann stendur,
unz stikar þú á burtu og hættan líður frá.
1 kolalörfum þínum þú kreppir báðar hendur.
— Og kvöldið færist yfir. Og myrkrið dettur á.
Óánœgðir við Spánverja
Norðmenn eru næsta óánægðir
við einvaldsstjórn þá á Spáni, er
General Franco veitir forustu;
hafa mörg verkamanna og bænda
félög í Noregi skorað á norsku
stjórnina, að slíta þegar fulltrúa
sambandi við Spán, því það sé
bæði grátlegt og hlægilegt að ein-
ræðisstjórn Francos verði ein
eftirskilin óáreitt, þegar allar
aðrar einræðisstjórnir Norður-
álfunnar séu úr sögunni.
Innsetning í embœtti
Dr. Haraldur Sigmar
Næstkomandi sunnudag, 9.
sept, er ákveðin innsetningar-
guðsþjónusta í íslenzka lúterska
söfnuðinum í Vancouver. Guðs-
þjónustan fer fram í dönsku
kirkjunni á E. 19th Ave. og
Burns St., og hefst kl. 7 e. h.
Séra Haraldur Sigmar, D.D.;
kosinn prestur safnaðarins verð-
ur þá settur í embætti af séra
Rúnólfi Marteinssyni, frá Winni-
peg. Honum til aðstoðar þar
væntanlega: Dr. E. A. Tappert
frá trúboðsnefnd Sameinúðu
kirkjunnar lútersku, séra Harald
S. Sigmar frá Seattle, séra Guð-
mundur P. Johnson frá Blaine, og
og séra T. A. Hartig frá Van-
couver.
Allir velkomnir. /
Mikil hafísbreiða
út af Horni
Engin síld hefir komið til
Siglufjarðar í dag. — Síld var
uppi í nótt við Horn, en aðeins
í eina klukkustund. Fengu fá-
ein skip eitthvað lítilsháttar. —
ísafjarðar-björninn fékk 250
tunnur, sem hann lætur í íshús
á ísafirði.
Ekki hefir enn verið hægt að
salta, en söltun hefst strax og
eitthvað berst að.
Flugvélin fór í síldarleit í
morgun. — Er flogið hafði ver-
ið um það bil 25 kvartmílur út
af Horni, var komið að ís-
breiðu svo mikilli um sig að
hvorki sá út yfir breiðuna til
austurs eða vesturs.
Þá kom upp síld á Grímseyj-
arsundi í nótt sem leið, en skip
in náðu engu af henni. — Var
síldin mjög stygg og afar þunn.
Engin síld hefir sést þar um
slóðir í dag. — Fyrir austan
sást síld, en lítið náðist.
í dag er lygnt og gott veiði-
veður á miðunum.
Mbl. 27. júlí.
Vopnahlé samið
Síðastliðinn laugardag voru
uppgjafarsamningar Japana form
lega undirskrifaðir um borð í
ameríska beitiskipinu Missouri í
Tokyo flóanum að viðstöddum
mörgum erindrekum sameinuðu
þjóðanna og japönskum herfor-
ingjum, er stjórn Japana hafði
sérstaklega til þess valið. Gen.
Douglas Mac Arthur undirskrif-
aði uppgjafarsamningana fyrir
hönd Bandaríkjanna og samein-
uðu þjóðanna í heild.
Hernámi Japans er haldið uppi
dag frá degi, og er nú vel á veg
komið, án þess að blóðsúthell-
inga hafi orðið /vart.
ÞINGKOSNINGAR
General de Gaulle leiðtogi
hins endurreista Frakklands hef-
ir lýst yfir því, að almennar þing-
kosningar fari fram á Frakk-
landi þann 31. október n. k.
Farin heim á leið
Dr. Hallgrímur Björnson
Þessi ágætu og mikilsmetnu
læknishjón, sem dvalið hafa ár-
langt hér í borginni, lögðu af
stað suður til Bandaríkjanna á
mánudaginn var; ætluðu þau
fyrst til Californiu, en svo þaðan
til New York, þar sem þau að
líkindum dvelja í tvo til þrjá
mánuði áður en þau hverfa al-
farin heim.
Þau Dr. Hallgrímur og frú
Frú Helga Björnsson
Helga, hafa aflað sér fjölda vina
hér um slóðir sakir ljúfmennsku
og prúðmannlega framkomu;
hefir Dr. Hallgrímur stundað
framhaldsnám á vegum Winni-
peg Clinic, sem Dr. P. H. T.
Thorlakson veitir forstöðu.
Læknishjón þessi biðja Lög-
verg að flytja hi)num möirguj
vinum á þessum slóðum alúðar-
þakkir fyrir ógleymanlegar sam-
verustundir.
Lýkur meistaraprófi
Þorbjörg Dýrleif Árnason
Ungfrú Þorbjörg Dýrleif Árna
son, lauk meistaraprófi í hjúkr-
unarfræði með ágætri einkunn,
við University of Washington.
Hún er fædd og uppalin á ís-
landi, en hefur átt heima hér
vestra um nokkur ár. Foreldrar
hennar: Árni Jónsson, prófastur
á Skútustöðum við Mývatn, og
seinni kona hans, Auður Gísla-
dóttir Ásmundssonar, bróður
Einars alþingismanns frá Nesi.
Frú Auður á nú heima í Reykja-
vík. Séra Árni sál. var fyrrum
landnemi í Canada, en hvarf aft-
ur heim til ættjarðarinnar.
Þorbjörg útskrifaðist sem
hjúkrunarkona frá Bispebjerg
spítala í Kaupmannahöfn, Dan-
mörku, árið 1923. Árið 1924 fór
hún til Canada og var þar 1 ár
við hjúkrunarstörf. Til Seattle
kom hún 1925. — Hún er ein af
þeim úrvals persónum sem vinn-
ur, lærir, eða ritar eitthvað stöð-
ugt. Áhuginn og einbeitnin eru
sí-vakandi. Árið 1928 hlaut hún
Certificate in Public Health
nursing, við Univ. of Wash. Fór
svo til íslands, og beitti sér þar
fyrir heilsuvernd, aðllega berkla
vörnum. Hún kom til Seattle
aftur 1937, og vann um tíma á
berklahæli. Árið 1941 lauk hún
B. S. prófi við Univ. of Wash. —
Síðan hélt hún áfram starfi sínu,
— og ferðaðist um Bandaríkin;
þegar hún hafði lokið meistara-
prófi í sumar, fékk hún stöðu
hér í borginni sem Public Health
supérvisor, hjá Seattle Health
Dept. Hún nýtur trausts og virð-
ingar 1 stöðu sinni, hvar sem hún
fer, og ,í viðkynningu einlægrar
vináttu. Jakobína Johnson.
Herlög afnumin
í Argentínu
Argentínustjórn hefir gefið út
tilkynningu þess efnis, að her-
lög, sem sett voru í Argentínu
eftir árásina á .Pearl Harbor,
hafi verið afnumin.
Einnig eru úr gildi felldar all-
ar hömlur á stjórnmálastarfsemi,
fundafrelsi, málfrelsi og prent-
frelsi.
Við stríðslok
Vondan lægir vopnagný,
Veldi stríðsins falla,
Friðarljósin lifna’ á ný
Og lýsa’ upp veröld alla.
Friðarljóðin líða’ um geim
Ljósvakans á bárum.
Birtir yfir hugarheim;
Harmi léttir sárum.
Þakkarfórnir færum nú
Friðarhöfðingj unum.
Elska, vizka, von og trú
Vaxi’ í manshjörtunum.
Kolbeinn Sæmundsson.