Lögberg - 06.09.1945, Page 5

Lögberg - 06.09.1945, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 5 UVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Skólinn er byrjaður Sumarfríinu er lokið; barna- skólarnir eru byrjaðir; börnin sólbrún og hraustleg eftir mikla útiveru og frjálsræði í sumar- blíðunni eru nú farin í skólann; meiri kyrð ríkir nú á heimilinu heldur en í tvo undanfarna máh- uði. Mæðurnar hafa átt annríkt undanfarna daga að undirbúa börnin. Þær hafa verið að þvo bæta, sauma og laga fötin þeirra, svo þau líti sem bezt og þokka- legast út þegar þau byrja starfs- ár sitt á ný. Og loks horfa þær nú á eftir þeim, þar sem þau hlaupa áleiðis til skólans, þvegin og strokin með nýju bækurnar sínar. Jón litli er að byrja að ganga á skólann því nú er hann orðinn sex ára. Hann hefir talað um fátt annað, síðustu vikurnar en skólagöngu sína. Fyrsti dagurinn í skólanum er merkisdagur í ævi hans. Móðir hans og kenn- ari munu sjá um það í samein- ingu, að þessi dagur verði hon- um svo gleðiríkur og æfintýra- legur að hann minnist hans með ánægju alla sína ævi. Móðir hans og kennari eru þær tvær konur, sem mest áhrif hafa á hann á þessu stigi ævinnar, það er því mikilvægt að samvinna takist með þeim, sem byggð er á sam- úð og trausti. Ef slík samvinna tekst, mun skólaferill Jóns verða blessunar og gleðiríkur. Foreldrar ættu að kynnast nýja kennaranum við fyrsta tækifæri. Sumstaðar stofna foreldrar og kennarar félag með sér í því markmiði að styrkja samvinnu milli foreldra og kennara og vinna að heill skólans. Margir foreldrar hafa það til siðs að bjóða kennaranum á skemtun með sér eða heim til sín. Ef að kennarinn finnur að foreldrarn- ir bera traust til hans og sýna honum vináttuhug, mun starf hans verða ánægjulegra og bera meiri árangur. Kennarinn verður að þekkja og skilja börnin, sem bezt til að kenslan komi að sem mestum notum; foreldrar ættu því að gefa kennaranum upplýsingar viðvíkjandi börnum sínum. Börn in læra bezt hjá þeim kennara, sem þeim þykir vænt um og þau bera virðingu fyrir. For- eldrar ættu því á allan hátt að reyna að vekja og styrkja hjá börnunum þær tilfinningar gagnvart kennaranum. Þeir for- eldrar, sem sýna kennaranum óvild eða óvirðingu í orði eða verki, gera börnunum hið mesta ógagn. Börnunum mun ganga miklu betur við nám sitt ef foreldrarn- ir sýna áhuga fyrir því. Þegar Jón litli kemur heim með les- bókina sína og er búinn að læra að lesa fáein orð, ætti faðir hans ekki að eiga svo annríkt að hann geti ekki tekið hann á kné sér og hlustað á hann lesa og fagnað með honum yfir því hve hon- um gengur námið vel. Ef samvinnan milli kennarans, barnanna og foreldranna er bygð á skilningi, samúð og kærleika mun skólastarfið bera mikinn og góðan árangur. ÞEGAR MÁLA Á. Lítil herbergi virðast vera stærri þegar listar allir eru mál- aðir samlitir veggjunum. Einlitar gólfábreiður, sem ná yfir mest af gólfinu, gera líka sitt til þess að stofur sýnist stærri. The Manitoba Health Plan Eftir Andreu Johnson II. í apríl í vor innleiddi fylkis- þingið í Manitoba heilbrigðisráð- stöfun, sem stendur öllum til boða er vilja notfæra sér hana. Hon. Ivan Schultz viðhafði orð, sem sögð voru af Juvenal í Róm fyrir 1800 árum: “Life is not to be alive but to be well”, og er hugmyndin sú að byggja svo upp heilsutæki til sveita að þetta verði hægt. Hon. Stuart Garson lauk ræðu sinni um þetta mál með þessum orðum: “Við erum ekki að þrengja þessum ákvörðunum upp á fólkið; hvort það aðhyll- ist þær eða ekki er undir því sjálfu komið; þetta mál nær ekki tilgangi sínum nema því aðeins að fólkið sjálft taki höndujm saman og vinni í alvöru að fram- kvæmd þess; vafalaust taka ráð- stafanir þessar einhverjum breyt ingum og tökum við þakksam- lega á móti öllum umbótatillög- um í þá átt.” Vil eg nú leitast við að út- skýra helztu atriðin í þessu máli. Mest áherzla verður lögð á það að fyrirbyggja sjúkdóma og varna útbreiðslu þeirra. Er hug- myndin sú að stofna “Health Units” um alt fylkið; sérhver slík deild skal hafa að yfirstjórn- anda, viðurkendan læknir, ásamt hjúkrunarkonum, hreinlætis um- sjónarmanni, (sanitary inspec- tor) og skrifstofu fólki. Starfi yfirlæknisins verður ráð stafað á þessa leið: 1. Hann hefir yfirumsjón með heilbrigðisráðstöfunum, sem varða hans umdæmi (Unit), venjulega eru fjórar sveitir í einu umdæmi. 2. Hann annast ifm innspraut- ingar varparmeðala gegn barna- veiki, taugaveiki, kíghósta, skar- latssýki, bóluveiki o. s. frv. 3. Hann sér um varnar ráðstaf- anir gegn kynsjúkdómum og tær ingu og annast um “Clinics” fyr- ir þessa sjúkdóma. 4. Hann skipuleggur fræðslu- starfsemi varðandi aðhlynningu mæðra og ungbarna. 5. Hann tekur öll börn í um- dæmi sínu til læknisskoðunar á ákveðnum tíma. 6. Hann veitir öllum læknum í sínu umdæmi upplýsingar varð andi vörn gegn útbreiðslu sótt- næmra sjúkdóma. 7. Hann skipuleggur hreinlætis ráðstafanir (sanitation) í um- dæmi sínu. 8. Hann gjörir sitt “Health Unit” að miðstöð varðandi heilsu farslega fræðslu og meðferð hinna mismunandi sjúkdóma. Hjúkrunarkonurnar aðstoða við alla “clinics” og eiga að heim- sækja alla barnaskóla í hlutað- eigandi umdæmi, en aðal hlut- verk þeirra er þó það að heim- sækja heimilin og veita fræðslu um meðferð farsjúkdóma og brýna fyrir foreldrum hve lífs- nauðsynlegt það sé að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum lækn- isins, og gera það tafarlaust; þær e(iga einhig að leiðbeina mæðrum er þær ganga með börn og eins eftir að þau fæð- ast. Ættu allar mæður að færa sér þessa hollu aðstoð’ að fullu í nyt. Hreinlætis umsjónarmaðurinn (Sanitary Inspector) veitir skól- unum og heimilunum upplýsing- ar og leiðbeiningar viðvíkjandi hreinlætisreglum og sér um það að þeim sé framfylgt að fyrir- skipun læknis. Þetta starf er erfitt, en afar nauðsynlegt. Þótt börnin séu vanin á það að fylgja hreinlæisreglum á heimilum sín- um, þá skortir oft öll nauðsyn- leg tæki í skólunum til þess að þau geti viðhaft sömu hreinlætis reglur þar. Þessar heilbrigðisráðstafanir virðast e. t. v. mjög umfangs- miklar og erfiðar en öllu starfs- fólkinu er veitt sérstök fræðsla og mest öll starfsemi þess beinist að því að fyrirbyggja sjúkdóma og varna útbreiðslu þeirra. Það tekur alls ekki að sér að sinna verki læknanna, sem eru starf- andi í byggðunum og sveitun- um. Áætlað er að kostnaðurinn í sambandi við þessar ráðstafanir verði sem svarar $1.00 á mann fyrir árið; 2/3 af þessu eða 67 prosent verður borgað af fylkis- stjórninni en 1/3 eða 33 prosent af sveitinni. Þar sem hreinlætis- deildir störfuðu áður, borgaði sveitin helming kostnaðarins, með þessu riýja fyrirkomulagi losast sveitin við að gjalda District nurse, Health Inspector, Immunigator o. s. frv. Eg vohast til að mér hafi tekist að gefa nokkra hugmynd um þetta mikilvæga starf, sem er svo n,auðsynlegt ef býggja á heilbrigða og hrausta þjóð. Það er sorglegt að vita til þess að það þurfi all&herjar stríð til þess að vekja verulega athygli manna á því hve heilsufari þjóðarinnar er ábótavant, þegar drengirnir okkar, á bezta aldri, voru kall- aðir í herinn, kom það í ljós að 43 af hverju hundraði voru ekki nógu hraustir til að gegna her- þjónustu. Þetta varð til þess að farið var að gefa heilsufari canadisku þjóðarinnar meiri gaum en áður. Við höfum varið ógrynni fjár til stríðsþarfa og þeirrar hörmu- legu eyðileggingar, sem því var óhjákvæmilega samfara. Við ætt um því ekki að horfa í það fé, sem varið er til uppbyggingar, og hvernig getum við varið því betur en að byggja upp þjóðina, heilbrigða á sál og líkama. Frh. Dagbók Ciano greifa Eitt hið umræddasta rit í heiminum nú, er dagbók Ciano greifa, tengdasonar Mussolini og utanríkisráðherra ítalíu um langt skeið. Ciano var, sem kunnugt er, dæmdur til dauða af fasistisk- um herrétti í Verona á ítalíu árið 1944 og skotinn. Var honum gefið að sök að hafa risið gegn tengdaföður sínum, Mussolini. Dagbókinni, sem nær frá 1939 og fram að __ síðustu æfidag Ciano, gat hann smyglað út úr fangelsinu daginn áður en hann var skotinn, og komst hún í hendur konu hans, Eddu, dótt- ur Mussolini, sem nú er í Sviss ásamt börnum þeirra hjóna þrem. — Var dagbókin síðan send til Bandaríkjanna og gef- in þar út og hlaut metsölu. — Hafa ýms blöð hér í álfu birt útdrætti úr henni. Þannig Daily Telegraph hér í Bretlandi og Aftonbladet í Svíþjóð. Síðustu setningarnar, sem Ciano ritaði í dagbókina, fáum klst. áður en hann var skotinn, eru á þessa leið: “Eg tek hinum hryggilegu örlögum mínum með ró. Mér finnst nokkur huggun í þeirri staðreynd, að það er hægt að álíta mig hermann, sem féll í baráttu fyrir þeim hugsjónum, sem honum voru kærar, og sem hann trúði á. Meðferðin á mér þessa mánuði, sem eg hefi ver- ið fangi hér, er skammarleg. Mér er ekki leyft að hafa sam- band við neinn, sem eg þekki. Allt samband mitt við ást- vini mína hefir verið bannað. Samt finn eg, að allir þeir, sem hafa unnað mér, og sem unna mér, eru mér nærri í þessum dimma fangaklefa í Verona, þar sem eg er nú, síðustu æfidaga mína. Það geta hvorki múrvegg- ir né menn hindrað. Það er hryllilegt að hugsa til þegs, að eg skuli aldrei fram- ar fá að líta í augu barnanna minna þriggja, né móður þeirra, sem staðið hefir trygg- lynd við hlið mér í öllum þreng- ingum. En eg verð að beygja mig fyrir vilja hins hæsta. Mik- il ró er að færast vfir hug minn. Eg er að undirbúa mig til þess að ganga fram fyrir hinn efsta dóm.” Þetta voru síðustu orð Ciano greifa. Lömunarveikistilfelli • Það er nú ljóst orðið, að löm- unarveikin, sem vart hefir orðið hér í bænum og nágrenni, geng- ur sem farsótt og vita læknar þegar um 15—20 sjúkdómstil- felli. Veikin legst yfirleitt vægt á þá, sem taka hana, en þó hefir einn sjúklingur, kona, dáið úr veikinni. Einu varnirnar, sem við verður komið er að einangra sjúklinga og fólki er ráðlagt að veikja ekki mótstöðuafl líkam- ans á meðan farsóttin gengur yfir. Það virðist ekki vitað með vissu hvar veikin hefir komið upp fyrst hér á landi, en fyrir um hálfum mánuði varð vart sjúkdómstilfella svo að segja á sama tíma hér í Reykjavík og á Selfossi. Ennfremur er vit- að um eitt tilfelli af veikinni í Hafnarfirði í júnímánuði s. 1. Veiki þessi, sem nefnd hefir verið ýmist mænuveiki eða lömunarveiki á íslenzku, er sama og Infahtile Paralysis (Poliomycelitis), sem t. d. Roosevelt forseti sýktist af og varð hann máttlaus í nokkrum hluta líkamans upp úr þeim sjúkdómi. Læknar þekkja sýk- ilinn, sem orsakar veikina, en ekki hefir fundist lyf við veik- inni. Þeir, sem einu sinni fá veikina, verða ónæmir fyrir henni. Þegar veikin legst vægt á menn, getur svo farið, að þeir verði henar alls ekki varir, en geta samt verið smitberar. Aðrir sjúklingar fá eymsl í háls, Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi | í heimsátyrjöldinni frá 1939 | ........... Fórnar lífi í þágu lands og lýðs Pte. Oscar Goodman Einn þeirra ungu manna af ís- lenzkum stofni, er lífi fórnuðu í nýafstaðinni heimsstyrjöld, var Pte. Oscar Goodman, sonur þeirra Kristins Guðmundssonar Goodman og Margrétar Þorgeirs- dóttur konu hans, er fluttust hingað til lands frá íslandi í júlí- mánuði 1925, og fyrst bjuggu í Selkirk en nú í Winnipeg. Pte. Goodman innritaðist í her- inn 20. júlí 1941 og- fór með hin- um frægu Grenadiers til Hong Kong þann 25. dag októbermán- aðar það sama ár. í janúarbyrjun 1943 barst foreldrum þessa unga manns símskeyti þess efnis, að hann væri týndur, og að ekkert hefði til hans spurst; en þann 26. júlí í sumar, fengu þau fregn um það, að sonur þeirra hefði látið líf sitt í orustu eitthvað um þann 21. desember 1941. Hinn fallni hermaður var fædd ur á íslandi 26. ágúst árið 1919, en fluttist ásamt foreldrum sín- um og systkinum til Canada á áminstum tíma. Pte. Goodman hlaut barna- skólafræðslu sína í Selkirk, en var nýlega kominn til Winnipeg ásamt foreldrum sínum, er hann var kvaddur til herþjónustu; hann var í hvívetna vinsæll og ábyggilegur maður; auk foreldra sinna lætur Pte. Goodman eftir sig þrjá bræður og fjórar syst- ur. Blessuð sé minning þessa burt- sofnaða unga manns. höfuðverk og jafnvel uppköst. Læknar ráðleggja fólki að fara vel með sig þar sem far- sótt þessi geisar. Ofreyna' ekki líkamann t. d. með vökum, of- reynslu, vosbúð eða öðru, sem veikir mótstöðuafl líkamans yfir- leitt. Mbl. 4. ágúst. Sýndu mér bækurnar, sem þú þú lest, og eg skal segja þér hver þú ert. Þegar Jón var átta ára gam- all, var hann alveg vitlaus í dáta og María sá ekki sólina fyrir máluðum dúkkum. Nú eru þau orðin átján ára og nú er María orðin alveg vitlaus í dáta, en Jón sér ekki sólina fyr- ir máluðum dúkkum. • Hún: — Mamma hans vildi ekki að eg giftist honum af því að hún segir að eg sé leik- kona. — Hún er þó að minsta kosti vingjarnlegri en leikhúsgagn- rýnendurnir. • Hin fræga kvikmyndaleik- kona Veronica Lake er nýbúin að skifta um hárgreiðslu. Ástæð- an er sögð sú, að hún fór út með sjóliða og þurfti að sjá með báðum augum. • Móðirin: — Að sjá til þín, stelpa, kyssirðu ekki mann, sem þú sérð í fyrsta skifti. Aldrei hefurðu séð mig gera það, eða hvað? Dóttirin: — Nei, en eg er viss um, að hún amma hefir séð það. Nú er tími til að byrja verzlun gegnum HAUST og VETRAR 194(5 EATON VERÐSKRÁ Nfl standa til boða allar tegundir nýtízku fatnaður, húsgögn, og alt, sem þarf til skðla og líkamsæfinga. Hin nýja EATON 1945 Haust og vetrar verðskrá, er yðar “Store-at- Home”. Skrifið EATON i dag eftir eintaki yðar, ef þér hafið ekki fengið það. ^T. EATON Cí— WfNNIPEG CANADA EATON’S Borgið LÖGBERG FIRÐSIMAGJÖLD ERU LÆGRI FRÁ 6 E.H. TIL 4.30 F.H. Þegar eldur kemur upp, veikindi ber að hönd- um, eða vélar yðar bila, kemur síminn skjótt til hjálpar. Vegna manneklu og þurðar á símaþræði, verða nýjar símalagnir í mörgum tilfellum að bíða enn um hríð. En þar sem einungis er um “Drop Wire” að ræða inn í hús, er unt að setja inn ný símtœki samkvæmt stjórnar reglugerðum. Verndið heimilið og fjölskylduna með síma! J

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.