Lögberg - 06.09.1945, Side 7

Lögberg - 06.09.1945, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 7 i fjarska Ef við skyldum verða of 'mik- ið upp með okkur, sem þjóð eða sem brot af þjóð, íslendingarnir, þá er gott ráð að lesa “íslands klukkan”, eftir Halldór Kiljan Latxness. Mér var send hún á síðastlið- inni jólaföstu og eg las hana og fremur með hraða. Eg sendi hana svo áfram, sem fyrir mig var lagt. Myndirnar, sem í henni eru fanst mér koma glögt fram fyrir huga minn þá strax, en skugg- arnir eru þar svo margir að eg hefi hikað við að minnast á hana. Það er líka oft svo, að standi maður mjög nærri mynd, glöggvast hún ekki eins vel fyr- ir manni svo sem þá maður er fjarri eða skuggarnir orka manni svo mikils geigs að maður hrekk- ur frá heildinni og þar með frá því fagra og nytsama, sem þar kann inni að byrgjast líka. En það er ekki gallinn á ritum H. K. L. að maður gleymi þeim strax, er maður hefir lesið þau, hvort sem manni líka þau betur eða ver. Á parti frá einkennilegum orðatiltektum, svo sem eins og Jesú “bóndi”, sem höf. veit sjálf- ur best hvað hann meinar með og sem hann, vitaskuld, stendur einn í ábyrgð fyrir, einnig eitt a. m. k. lítt skiljanlegt atvik, þar sem hann gerir slíkan ófagnað úr móður séra Snorra, þá er bókin, sem heild, skrifuð víðast hvar af miklum gáfnastyrk. Grimd ,manna hver við annan, er út í lífshríðina kemur, er sannarlega ljóslifandi lýst, þegar verið er að hýða Jón Hreggviðsson, þá hafa rakkarnir meiri meðlíðan með manninum en hin sálu gædda vera. Þó er meðferðin á mönn- unum í “þrælakistunni” svo- nefndu, langt um hræðilegri, svo fráleit sem allir vita að hýðingin er. Úti í löndum, sumstaðar þar sem Jón kemur endurtekst sag- an, svo sem kunnugt er. Sannri móðurást er dýrðlega vel lýst í móður Jóns Hreggviðs- sonar. Aldurhnigin, bláfátæk og umkomulaus leggur hún á stað, að bjarga barni sínu. Berfætt og blóðrisa heldur hún áfram ferð 1. Er félag með höfuðstól, sem lagður hefur verið fram til að starfrækja til arðs fyrir eigend- ur. 2. Hlutabréf geta verið án nafns og þannig flytjanleg frá einum til annars. 3. Það eru algeng ákvæði að þeir, sem eiga fyrirtækið ráði tölum hlutabréfa. 4. Hlutabréfin hafa takmark- aða tölu og er breytanlegt verð- mæti þeirra eftir þeim arði sem þau gefa af sér. 5. Yfirráð hvers eins ákveðast eftir þeim hlutabréfafjölda sem hver hefur. 6: Sjóðir, sem græðst hafa á fyrirtækinu eru eignir hluthafa. 7. Sjóðum er skipt á meðal hluthafa eftir tölu hlutabréfa sem hver einn hefur í það skiftið sem sú útbýting fer fram. 8. Engin takmörk eru á arði þeim, sem borga má til hluthafa annað en sá arður, sem fyrir- tækið gefur af sér. 9. Fyrirtækið hefur þann á- kveðna tilgang að ná arðvænleg- um hagnaði af viðskiptum sín- um. Og ef um hagnað er að ræða, þá er hann eign félagsins. þessum atriðum, hvernig hvor þessara tveggja persóna móðirin og skáldið, lýtur hlutverki sínu. Konan, móðir hins dauðadæmda manns, þýtur áfram til þess að bjarga barni sínu, en skáldið vakir einn yfir þeim, sem eng- inn annar hugsar um. Þess vegna undrar það mig, er eg hugsa um þessa sögu, að höfundur, sem alstaðar í þeim þrem bókum, sem eg hefi lesið eftir hann, (Salka Valka á ensku íslandsklukkan og Undir Helga- hnúk), finnur svo djúpt til sinni gegn öllum erfiðleikum og sigrar með annarar góðrar konu hjálp, um síðir. Þó er það skáldið, sem einn vakir yfir líki brennimerktu, ungu stúlkunnar, þegar hungur og aðrar skelfingar hafa auð- sjáanlega deytt hana. Það ’er vekjandi að taka eftir þwí í með smælingjunum, skuli ekki mála einhverja mynd, af konun- um á Lögbergi, áleiðis að Drekk- ingarhyl aðra en þá að unga hefð arkonan, sem kemur þangað spyr þó föður sinn um hann. Höggin af hríshögginu í brennurnar, eru glögg, svo glögg hjá H. K. L. að mér finst eg heyra þau í hvert skifti og eg hugsa um þessa sögu. Lífsseigja Jóns er ólýsanlega mikil, en hann lifði. Fáeinum myndum, svo glögg- lega dregnum, sem höfundi er tamast, er brugðið upp af fá- tækt og vanheilsu fyrri tíma, þar sem bágast var; einnig því að gáfur og manngöfgi lifðu í gegnum það, þrátt fyrir alt. Ekki minnist eg að hafa lesið öllu fegurri lýsingu af ungri stúlku en höf. skrifar þarna af ungu stúlkunni, systur biskups- frúarinnar, sem hann svo frum- lega, þó einfalt og sannarlega vel við eigandi tímann, sem hún lifði á, nefnir “hið ljósa man”. Það er líka eftirtektarvert hvernig hún tekur á móti lífinu, en manni virðist það eðlilegt og í samræmi við daglega lífið. Á meðan hún hefir reynt aðeins fullsælu lífsins, hrekkur hún frá skuggum þess og vill ekki nærri þeim koma. En þegar hún hefir sjálf reynt sársaukann, þá vakn- 1. Eru samtök fólks til að kaupa og selja nauðsynjar eftir því sem þær kosta. 2. Hlutabréf eru persónubund- in, svo hver hluthafi er meðlim- ur í samtökunum og getur ekki selt hluti sína nema með sam- þykki forstöðunefndar. 3. Engin takmörk eru hvað margir taki þátt í samtökunum, innan þess svæðis sem það nær yfir. Og því hlutabréfa fjöldi ekki takmarkaður. 4. Hver hluthafi verður að vera meðlimur en hlutir ekki takmarkaðir og verðgildi þeirra óbreytanlegt frá því sem þeir voru í fyrstu. 5. Hver meðlimur hefur eitt atkvæði án tillits til hvað marga hluti hann hefur. 6. Sjóðir tilheyra meðlimum og viðskiptamönnum. 7. Arði er útbýtt eftir viðskipta upphæð, sem hver einn hefur gjört. Að undanteknu því sem arður af hlutum kann að vera ákveðinn. 8. Ákveðið hámark er sett hjá sumum deildum hvað borga megi í arð af höfuðstól. Og í sumum deildum má engan arð borga af höfuðstól. 9. Samtökin eru stofnsett og stjórnað, sem bræðralags sam- vinnu til hagnaðar fyrir meðlimi þess. En ekki til hagnaðar fyrir heildarsamtökin sem löglegan veruleika. S. Sænskt flugfélag byrjar flugsam göngur um Island næstu daga Frásögn Bertil Björkmans verkjræðings. Undianfarið hefir flugfélagið “Svensk International Luft- traffik” sem í daglegu tali er nefnt SILA, haldið uppi reynslu- flugi á leiðinni Stokkhólmur- Keflavík- New-York og til baka. Er nú svo komið, að búast má við, að bráðlega geti komist á reglubundið farþegaflug á þess- ari leið. Er fyrirhugað, að ein ferð verði í viku fram og til baka. Á vegum SILA hafa verið farnar þrjár reynsluflugferðir frá Stokkhólmi til Ameríku um ísland. Áformað er, að tvær reynslúferðir verði farnar enn- þá. Flugvél í fjórðu reynsluferð- inni kemur til Keflavíkur í dag, en ekki er vitað, hvort hún muni flytja hingað farþega frá Stokk- hólmi. En á heimleið frá Amer- íku mun hún koma við í Kefla- vík og flytja héðan farþega til Stokkhólms. Verður það líklega 8.—10. ágúst. Þannig mun það einnig verða í fimmtu og síðustu reynsluferðinni. Úr því ættu svo reglubundnar flugferðir að geta hafist. Flugfélag íslands h.f. mun hafa hér afgreiðslu fyrir SILA. Verða í skrifstofu félagsins við Lækjar- götu seldir farmiðar, tekið við farangri og upplýsingar gefnar. — Farmiðinn milli Keflavíkur og Stokkhólms mun kosta um það bil 1500 krónur. Bertil Björkman, verkfræðing- ur, sem hér mun dveljast í nokkra mánuði á vegum SILA, til þess að annast nauðsynlegan undirbúning, viðvíkjandi flug- ferðum, hitti blaðamenn að máli í gær á heimili Otto Johanson, sendifulltrúa Svíþjóðar. Skýrði hann blaðamönnum frá ofangreindu og ýmsu öðru, sem hér verður lítillega drepið á. SILA SILA heldur eitt sænskra flug- félaga uppi flugferðum milli heimsálfa. Flugfélagið Aero- transport (ABA) og SILA hafa sameiginlega tæknislega skipu- lagningu. ABA hefirv.nú um meira en 20 ára skeið haldið uppi flugferðum til hinna Norð- urlandanna, Bretlands og meg- inlands Evrópu. SILA naut því langrar og mikilsverðar reynslu er það byrjaði að undirbúa At- lantshafsflugferðir fyrir hálfu öðru ári síðan. Flugvélar SILA. Þar sem flugvélasmiðjur stór- veldanna framleiða enn nær eingöngu flugvélar til styrjald- arreksturs, þá tók SILA það ráð að nota sprengjuflugvélar til Atlantshafsflugs, eftir að þeim hafði verið breytt í því augna- miði. Eru flugvélarnar af gerð- inni “Flying fortress” (flug- virki). Eru þessar flugvélar mjög hentugar til langflugs, enda þótt vélarskrokkurinn sé minni en á flugvélum, sem sér- staklega eru smíðaðar með far- þegaflug fyrir augum. Rekstur flugferða er heldur ekki eins arð- ar í sál hennar það bezta, sem hún á. Að yfirliti yfir sögu þessa í fáeinum orðum skal það sagt, að tvær eru aðferðir viðhafðar er menn vilja leiðbeina öðrum inn á andlegar leiðir. Einn lætur kyssa á insiglishringinn og er heildin þar með viðurkend, lýt- ur þá sá er kyssir, hverju því, sem undir hringinn er látið. Sú önnur birtir ákveðnar kenning- ar. Verður Jesús Kristur þá ekki “bóndi”, svo virðulegt heiti sem það er mönnunum til handa, held ur Frelsarinn. Rannveig K. G. Sigurbjörnsson. vænlegur með þeim og vélum, sem sérstaklega eru smíðaðar fyrir farþegaflug. Má því búast við því, að fargjöldin lækki eitt- hvað, þegar hægt verður að fá farþegaflugvélar. — Flugvirki SILA, sem kölluð eru “Felix”, eftir að þeim hefir verið breytt fyrir farþegaflug, geta tekið 12 farþega og svo farangur og póst. Samvinna um flugferðir. Þegar stríðið hófst, lágu fyrir ætlanir um samvinnu milli Norð- urlandanna um rekstur flugferða yfir Atlantshaf. Því fer víðs fjarri að hætt sé að hugsa um samvinnu Norðurlandanna í þessu tilliti. En ástandið er nú þannig, að Svíþjóð hafði, fyrst Norðurlandanna, ástæður til að takast á hendur flugferðir á þessari leið, en SILA vonast til, að hin Norðurlöndin, þar á með- al ísland, geti, er fram líða stund- ir, tekið þátt í rekstri flugferða yfir Atlantshaf. Af slíku sam- starfi myndi ábyggilega margt gott leiða fyrir Norðurlandaþjóð irnar. — Undirbúningsstarfið Björkman verkfræðingur hef- ir, eins og áður var getið, unn- ið hér að undirbúningi þess, að reglubundnar flugferðir geti hafist milli íslands og Stokk- hólms. Hann hefir snúið sér til ýmissa íslenzkra yfirvalda, sem um þessi mál fjalla. Þegar hefir verið séð fyrir tækjum til þess að flytja farþega og farangur frá Reykjavík til Keflavíkur. Verið er að undirbúa skipulagn- ingu .vegabréfa- og tollaeftir- lits. Björkman verkfræðingur hef- ir einnig átt viðræður við amer- ísk hernaðaryfirvöld hér, því þau hafa yfirráð flugvallarins í Keflavík. Hefir hann einkum rætt við þau um flutning til og frá flugvellinum og ýmislegt annað í sambandi við völlinn. Lofar verkfræðingurinn lipurð hernaðaryfirvaldanna og góð- vild. Kveðst hann vona, að sam- vinna við Bandaríkjamenn við- víkjandi rekstri flugferða yfir Atlantshaf megi verða sem best í framtíðinni. Björkman verkfræðingur lýsti að lokum þakklæti sínu fyrir þá vinsemd, sem hann hefir mætt hér á íslandi, af hendi opinberra yfirvalda, félaga og einstaklinga. Mbl. 4. ágúst. Söngferð til Norðurlanda á næsta vori Á aðalfundi Sambands ísl. karlakóra, sem nýlega var hald- inn, var samþykt tillaga þess efnis að sambandið gengist fyr1 ir söngför ca. 40 manna úrvals karlakórs til Norðurlanda á komandi vori, eða híðar, þegar ástæður leyfa. Skulu aðalmenn framkvæmdaráðs og söngmála ráð sambandsins annast fram- kvæmdir sameiginlega á þann hátt, sem ráðin koma sér sam- án um. Þá heimilaði fundurinn framkvæmdaráði sambandsins að verja til fararinnar kr. 10 þús. úr sjóði þess, auk þess, sem ráðin fari þær aðrar fjáröflun- arleiðir, sem færar þykja, til þess, að standast straum af kostnaði fararinnar. — Tillaga þessi kom frá Jóni Halldórssyni Ingimundi Árnasyni og Garðari Þorsteinssyni. Var mikill áhugi fyrir því, að úr för þessari gæti orðið og mun sambandið leita fjárstuðn- ings ríkisins, bæjarfélaga og einstaklinga, til þess að það verði fært. Einnig kom fram á fundinum áskorun til allra sam- bandskóra, að þeir héldu eina söngskemmtun til ágóða fyrir utanfararsjóð. Loks er svo ætl- ast til að S. í. K. verji fé til far- arinnar úr sjóði sínum og söng menn þeir, sem förina fara, borgi eitthvað úr eigin vasa. Áformað er að syngja a. m. k. í höfuðborgum allra Nofður- landa og er förin hugsuð, sem vottur um bróðurþel Islendinga til frændþjóðanna. Þegar Danmörk og Noregur urðu aftur frjáls, sendi sam- bandið landssamböndum þeirra samfagnaðarskeyti og hafa bor- ist þakkir beggja sambandanna. Á fundinum gaf formaður sambandsins Ágúst Bjarnason, skýrslu um störf þess áliðnu starfsári. Höfðu 4 söngkennarar starfað meira og minna á veg- um sambandsins, en þó hefir hvergi nærri verið hægt að veita eins mikla söngkennslu og æskilegt hefði verið. Var það einróma álit fundarins, að þá fyrst yrði söngkennslumálinu komið í viðunanlegt horf, er sambandið hefði 2 fastráðna söngkennara, sem störfuðu alt árið. Var framkvæmdaráði fal- ið að reyna ýmsar leiðir til úr- bóta og einnig var skorað á Tón- listarfélagið að ráða söngkenn- ara við Tónlistarskólann, hið allra fyrsta. I framkvæmdaráð sambands- ins voru kosnir: Ágúst Bjarnason, formaður, endurkosinn, séra Garðar Þor- steinsson, ritari og Ámi Bene- diktsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur: Guðmundur Gissurar- son, Hafnarfirði, sr. Páll Sig- urðsson, Bolungavík, Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði og Jón Vig- fússon, Seyðisfirði. I söngmálaráð: Jón Halldórs- son, Ingimundur Árnason og Sigurður Þórðarson. Mbl. 25. júlí. Mannalát Páll Davíð Franklin Dalmann 194 Downing Street, lézt á Al- menna spítalanum hér í borginni eftir langa vanheilsu 20. ágúst, og var jarðaður frá Fyrstu lút. kirkju að fjölmenni viðstöddu á laugardaginn 1. september. Hann var fæddur í Milwaukee, Wisc., 3. sept. 1878, en hafði átt heima í Winnipeg, nærri hálfa öld. Hann lætur eftir sig ekkju, Hall- dóru, og tvær dætur, Guðríði Lillian, Mrs. Dyer og Paulene Guðrúnu, Mrs. Bann, sem báðar eiga heimh í Winnipeg. Hann á einnig tvo bræður á lífi, Walter hér í borg, og Fred, sem heima á í New York. • George Isfeld, frá Fort Will- iam, Ont., lézt skyndilega í Long Lac, Ont., 28. ágúst. Hann var 53’ ára að aldri, sonur þeirra Kristjáns og Helgu ísfeld, sem lengi áttu heima í Argyle bygð. George var ókvæntur, en lætur eftir sig sex bræður og eina systur. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál í útfararstofu Bardals á föstudagskvöldið 31. ágúst. Líkið var sent vestur til Argyle og jarðsett í grafreit Brúarkirkju þar næsta dag. • Sigríður Isfeld, 95 ára gömul, ekkja Guðjóns heitins Isfeld, sem lengi bjó nálægt Mozart Sask., lézt á heimili dóttur - sinnar í Argyle, P.O., Man., 28. ágúst. Hún lætur eftir sig fjóra sonu, þá Trausta í Selkirk, Gísla í Blaine; Wash., Ásvald í Mozart, Sask., og Sigurð í Winnipeg, og eina dóttur, Hólmfríði, Mrs. Goodman í Argyle, P.O. Kveðju- athöfn fór fram í útfararstofu Bardals á fimtudaginn 28. ágúst, en jarðsetning fór fram í Wyny- ard þann 30. ágúst. • Ólína Thorarinson Johnson, 55, 250 Toronto Street, dó snögg- lega á heimili sínu 31. ágúst. Jarðarför hennar fór fram frá Clark Leatherdale útfararstof- unni á miðvikudaginn, 5. sept. Hún lætur eftir sig tvo bræður Sigurð og Barney, og fjórar syst- ur, Mrs. Arthus Rose, 238 Kens- ington St.; Mrs. Alt Rose, Rich- mond St.; Mrs. Morris, 274 Kins- ington St. hér í borg, og Mrs. Richard Hallett í Toronto, Ont. • Þann 31. ágúst, s. 1., lézt að heimili sínu, 250 Lipton Street hér í borginni, Walter Johnson 61 árs að aldri, er verið hafði um all-langt skeið í þjónustu Manitoba Telephone kerfisins. • Gunnar H. Jónsson, flugnemi frá Reykjavík, er vestur kom í byrjun síðastliðins aprílmánað- ar, lézt af flugslysi við Tulsa í Oklahomaríkinu í vikunni sem leið; kornungur maður og vel gefinn. — -■> Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dak Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Cavalier, N. Dak B. S. Thorvarðson Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask Dafoe, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn Miss P. Bárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask. Kandahar, Sask. Jón ólafsson Lundar. Man Dan. Lindal Minneota, Minn. Miss P. Bárdal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Mozart, Sask. Otto, Man Dan. Lindal Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Reykjavík, Man Árni Paulson Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man S. W. Nordal Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Upham, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Wynvard, Sask Mismunur á milli A JOINT STOCK CORPORATION OG A CO-OPERATIVE Sem lagt var fram af Co-op, fyrir Manitoba til hinnar konung- legu rannsóknarnefndar gagnvart skattaálögu kröfu til þess opinbera 1945. Lauslega þýtt.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.