Lögberg - 27.09.1945, Page 1
PHONE 21374
i*“2i
,tvd- FUr
Complete
Cleaning
Institution
58. ÁRGANGUR
PHONE 21374
LÍÖ
oO'
Ija.ii«der fD'®' S1 A Cor.v; tfete
Clean
Institulion
NÚMER 39
Ávarpi fylgt úr hlaði
Agnes Sigurðson
Á ritstjórnarsíðu þessa blaðs,
birtist Ávarp til Vestur-íslend-
inga frá Þjóðræknisfélaginu,
undirskrifað af þremur mönnum
í framkvæmdarnefnd þess, er að
því lýtur, að afla ungfrú Agnesi
Sigurðson nokkurs fjárstyrks til
fyllkomnunar í píanoleik; er
Agnes nýlega farin til New York
og byrjuð á framhaldsnámi hjá
heimsfrægum kennara, Olgu
Samaroff.
Því mun alment verða fagnað
meðal fólks vors í þessari álfu,
að Þjóðræknisfélagið skyldi
beita sér fyrir um framkvæmdir
í máli þessu, er alveg vafalaust
eykur á veg þess og íslenzka
þjóðarbrotsins í heild; það er
engu teflt í tvísýnu þar sem
Agnes á hlut að máli; hún hefir,
þótt enn sé ung, getið sér þann
orðstír, er seint mun fyrnast yf-
ir; hljómleikar þeir, er hún í tvö
undanfarin ár hélt í hinni miklu
samkomuhöll þessarar borgar,;
vöktu slíka geisi hrifningu hjá
þeim mikla mannfjölda, er hljóm
leikana sótti, að til fágætra und-
antekninga var talið; að Agnes
skipaði sæti meðal hinna fáu
útvöldu, orkaði ekki lengur tví-
mælis; hún kom, sá, og sigraði;
hjá Agnesi rennur saman glæsi-
legur og styrkur persónuleiki við
tármjúka og eldlega tjáningu
þeirra viðfangsefna, er hún vel-
ur sér í það og það skiptið; hún
hefir náð haldi á slíkri drama-
tískri myndlist í tónum, að hún
hefir á þeim vettvangi numið og
lagt undir sig ný lönd, og land-
nám hennar á vitaskuld mikið
eftir að stækka enn; og með það
fyrir augum, að svo megi verða,
að það á sínum tíma, varpi
bjarma hinnar helgu listar “eins
vítt og vorgeislar ná,” hvétur
Þjóðræknisfélagið Vestur-fslend-
inga til þess að fylkja sér ein-
huga um þetta metnaðar- og
menningarmál, sem gefur svo
glæsilegar vonir um ríkulega
ávexti; stuðningur við þetta mál,
er stuðningur við sanna þjóð-
rækni í hennar sönnustu og feg-
urstu mynd.
Lögbergi er það alveg sérstakt
ánægjuefni, að mæla með fram-
gangi þessa máls við lesendur
sína hvar, sem þeir eru í sveit
settir.
Þingmensku framboð
Tveir fslendingar utan Winni-
pegborgar, hafa þegar verið vald-
ir til þess, að freista gæfunnar
í fylkiskosningunum í Manitoba,
sem fram fara þann 15. október
næstkomandi; eru það þeir Snæ-
björn S. Johnson, oddviti Bif-
rastar, er býður sig fram undir
merkjum C.C.F. flokksins í Gimli
kjördæmi, og Chris Halldórsson
bílasali í Eriksdale, er verið hef-
ir útnefndur sem merkisberi sam
vinnustjórnarinnar í St. George
kjördæmi; frá ætt og athöfnum
þessara nýju frambjóðenda til
þingsetu, verður skýrt í næsta
blaði.
Tíu íslendingar hljóta
námsverðlaun
Síðastliðna viku úthlutuðu
mentamáladeild Manitoba fylkis
og Manitoba háskólinn, náms-
styrkjum til 126 nemenda við
Manitoba skólana, sem skarað
hafa fram úr í námi sínu á síð-
astliðnu ári. Meðal þessara 126
námsmanna eru 10 af íslenzkum
ættum; er það ánægjuefni hve
þeir eru hlutfallslega margir, þeir
Íslendingar er hlutu námsverð-
laun eru þessir:
Til framhaldsnáms í Grade
XII. ólöf Jakobina Magnusson,
Baldur $50.00. Tryggvi Johnson,
Baldur $25.00.
Til framhaldsnáms við Mani-
toba háskólann:
Irene Thorbjorg Sigurdson,
Gimli $325.00. Lilja Sigvaldason,
Víðir $325.00. Valdina Florence
Stefánson, Steep Rock $325.00.
Margaret Anna Stevens, Gimli
325.00. Irene Joyce Thorkelson,
Gimli $325.00. Margaret Avis Ol-
son, Winnipeg $135.00.
Til framhaldsnáms í læknis-
fræði:
Clifford Sigurjón Amundson,
Selkirk $325.00. Thora Stefánson,
Roblin $325.00.
Falsspámaður
Uppgjafaprestur einn, Charles
G. Long, í Pasadena í Califomíu
ríkinu, spáði því að heimsendir
kæmi kl. 7.33 síðastliðinn föstu-
dag; þóttist hann svo viss í sinni
sök, að hann útvarpaði þessum
furðulegu tíðindum, er ýmislegt
veikgeðja fólk lagði nokkurn
trúnað á; þessi trú uppgjafa-
prestsins lét sér þó til skammar
verða, því heimurinn er auð-
sjáanlega eftir sem áður við lýði
þann dag í dag.
Roskinn brúðgumi
Negri einn, 104 ára að aldri
gekk í heilagt hjónaband í suð-
Úrríkjum Bandaríkjanna, ekkji
alls fyrir löngu; brúðurin er að-
eins 63 ára. Blaðamaður spurði
brúðgumann hverju það sætti,
að maður á hans aldri væri að
gifta sig; hinn æruverði brúð-
gumi svaraði á þessa leið: “Mér
hefir haldist illa á konum mín-
um fram að þessu; og því þá
ekki að reyna einu sinni enn?”
Afmaeli mitt
Ætli það sé í einhvers hag
að eg fæ að skrimta,
afmæli mitt er í dag,
áttugasta og fimta.
Æfin hlý og aldrei dimm
eða gangur tregur,
áttatíu ár og fimm,
eru langur vegur.
16. september 1945.
F. Hjálmarsson.
mmmmmrn
SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON:
Verði ljós
í hverja morgunroða rós
er ritað: Verði ljós.
I
Við dagslok hver dvínar þess styrkur
það rennur úr roða í myrkur.
Hjaðningavíg um allan aldur
eiga þar Hörður og Baldur.
f \
Og alltaf á morgunroðans rós
sitt ritmerki: Verði ljós.
í Alfheimum
í góðu veðri gekk eg mig;
gekk í álfarann.
Heyrði rokkhljóð; heyrði söng.
Huldukona spann.
»
í góðu veðri gekk eg mig;
gekk til fjallahlíða.
Heyrði rokkhljóð; heyrði söng.
Hljómurinn barst svo víða.
í góðu veðri gekk eg mig;
gekk í álfarann.
En huldukonan — hvar var hún
sem hamingjuþráðinn spann?
Verkföll
Svo má í raun og veru með
sanni segja, að verkföll fari um
þessar mundir eldi um þetta
mikla meginland, jafnt Canada
og Bandaríkin; bílaverksmiðjur
Fordfélagsins að Windsor, Ont.,
hafa staðið í eyði síðastliðinn
hálfan mánuð, og 10 þúsundir
verkamanna, sem þar störfuðu,
sitja auðum höndum; megin á-
stæðan til þessa verkfalls er sú,
að forráðamenn verksmiðjanna
hafa ekki viljað sinna kröfum
starfsmanna sinna um gagn-
kvæman rétt þeirra til samninga
um vinnulaun og vinnutíma.
Víða um Bandaríkin hafa flutn
ingar og sala á benzíni og öðrum
olíutegundum gersamlega stöðv-
ast vegna verkfalla.
Hér í landi er einnig nokkuð
um verkföll, einkum í Montreal,
vegna kjötskömtunarinnar.
saEii
Vantraustsyfirlýsing
feld
Mr. John Bracken, foringi í-
haldsflokksins, bar fram í sam-
bandsþingi vantraustsyfirlýsingu
á hendur sambandsstjórninni, er
hann reyndi að rökstyðja með
því, að eftirstríðsráðstafanir
stjórnarinnar væri þokukendar
og hvergi nærri nógu ákveðnar;
ætlaði Mr. Bracken auðsjáanlega
að slá sér til riddara svo mun-
að yrði eftir, og hann gerði það
líka í vissum skilningi; er til at-
kvæðagreiðslu kom um van-
traustsyfirlýsinguna, greiddu að-
eins 57 íhaldsþingmenn atkvæði
með henni, en á móti allir við-
staddir Liberalar, C.C.F., Social
Credit og utanflokka þingmenn,
eða 167 þingmenn í alt.
Svo fór um sjóferð þá.
Frá London fundinum
Margar eru þær og mismun-
andi sögurnar, sem ganga af ut-
anríkisráðherra fundinum í Lon-
don, sem staðið hefir yfir þar í
meira en þrjár vikur; er svo
að sjá af blaðafregnum þaðan,
að í rauninni gangi þar hvorki
né reki varðandi framgang þeirra
meginmála, er til umræðu komu,
og vænst var úrslita um.
Adam kendi Evu og Eva aft-
ur höggorminum; þarna kenna
allir öllum um; en hvernig svo
sem hið raunverulega ástand
kann að vera að tjaldabaki, þá
má þó auðveldlega lesa á milli
línanna í þeim fréttum, sem af
fundinum hafa borist, að Bret-
um og Bandaríkjamönnum þyki
Rússar vilja færa sig helzt of
langt upp á skaftið.
0r borg og bygð
í gær kom hingað til borg-
arinnar aðalræðismaður íslands
í New York, Dr. Helgi P. Briem,
ásamt frú sinni og dóttur.
•
Frú Anna Ottenson, sem legið
hefir mánuðum saman á sjúkra-
húsi hér í borginni, kom heim
til sín á þriðjudaginn var, all-
mikið bætt á heilsu, er þetta hin-
ulm mörgu vinum hennar og
Ottenson fjölskyldunnar, mikið
fagnaðarefni.
•
Mr. Th. Thordarson kaupmað-
ur á Gimli, var staddur í borginni
í fok fyrri viku.
Heitir öllu góðu
Keisari hins hrunda og magn-
lausa Japanaveldis, hefir í sam-
tali við blaðamenn frá samein-
uðu þjóðunum heitt og hátíð-
lega lýst yfir því, að sá sé ein-
dregin ásetningur sinn, að fórna
til þess því, sem eftir sé ævinnar,
að byggja upp í Japan lýðfrjálsa
og löghlýðna þjóð, er verðskulda
skuli í framtíðinni traust og virð-
ingu allra þjóða hins siðmann-
aða heims; þetta lætur vel í
eyra, og er vonandi, að alt endi
þar ekki við orðin tóm; megin
hernámi Japanska veldisins er
nú í þann veginn að verða lokið
án þess að til blóðsúthellinga
hafi komið.
gflBBI
Líknarsamlagið
Enn vantar nokkuð á, að upp-
hæð sú, sem Líknarsamlag Win-
nipegborgar þarfnast fyrir næsta
starfsár, sé fengin; það er því
sýnt, að betur má ef duga skal;
hér verða allir að leggjast á eitt
unz hin ákveðna upphæð hefir
safnast.
LÁGMARKSVERÐ
Sambandsstjórn hefir seft lág-
marksverð á hveiti, dollar á mæli
til næstu fimm ára; þessu una
ýmsir illa, og þeirra á meðal er
Col. Ross þingmaður frá Souris,
sem krefst þess í þingi, að verðið
sé eigi innan við hálfan annan
dollar á hvern mæli.
Leitar endurkosninga
G. S. Thorvaldson, K.C.
Progressiv-Konservativar hafa
útnefnt fimm þingmannsefni í
Winnipeg við fylkiskosningarn-
ar, sem fram fara þann 15. okt.
næstkomandi; skal þar fyrst til
telja G. S. Thorvaldson, K.C., er
sæti átti á síðasta þingi; hinir
eru General H. D. B. Ketchen,
Dr. M. S. Lougheed, heilbrigðis-
stjóri Winnipegborgar, Mark
Long, sá, er í kjöri var við síð-
ustu sambandskosningar í Mið-
0
Winnipeg kjördæminu hinu
nyðra, og R. G. Sully; allir eru
frambjóðendur þessir skuld-
bundnir til þess, að fylgja sam-
vinnustjórn Mr. Garsons að mál-
um.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.m.mrnM
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum:
Gamalt sendibréf
Yfir heiðar fimm, yfir fjöllin sjö.
yfir fljót og ár
kom sendibréf sunnan að.
með áritun skýra og innsigli traust,
það engrar náðar bað.
Því sýnd voru grið að gömlum sið
og gestrisni á hverjum stað.
Svo fór það um landið bæ frá bæ,
gekk frá bjartri hönd
í harða, moldbrúna mund.
Var stundum vafið í vasaklút,
hjá vasafleyg undi um stund.
En smámeyjan bar það barminn við,
er brá hún sér inn að Grund.
Og margs konar sýnir seiddi í hug
þetta sendibréf
og vakti spurnir og spár.
Hver upphafsstafur var dreginn djarft,
en dult hið smágjörva pár.
Hvort voru þess blettir veðraspor,
eða voru það máske tár?
Og forvitnin reyndi við rökkureld
að rýna í gegn
óg frétta forlagadóm.
Og ágirndin lagði það eyrun við
ef ætti það gullsins hljóm.
En harðlæsta bréfið brenndi og stakk
hinn breyska fingurgóm.
Loks fékk eg í hendur bögglað blað,
það var bréf til mín.
Þess orð mér sungu í sál.
Þótt bréfið virðist sem visið lauf
þess vígi er traustara en stál.
Það færði mér yfir fjöllin sjö
hið fegursta leyndarmál.
Með brotnar hlífar og brostna vörn
sér bréfið kýs
í trúnaði mínum töf.
Hví skyldi eg eigi virða vel
og vernda þess dýru gjöf?
Þau helgiskrín, er því hæfa ein
eru hjarta mitt — og gjöf.
Stígandi.