Lögberg - 15.11.1945, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945
Ciano Greifi
EFTIR FRANCOIS-PONCET
Franska blaðið Figaro birii fyrir nokkru grein þá,
sem hér biriisi í ágripi. Höfundur hennar er
Francois-Poncei, sem var sendiherra Frakka í Róm
síðasia árið fyrir siríð.
OIRTING dagbókar Ciano
greifa hefir á ný vakið at-
hygli á þessum unga laglega
manni, sem gekk teinréttur á
eftir II Duce og bar höfuðið
hátt og skaut hökunni fram,
þandi bringuna og var útblás-
inn af stolti yfir sinni eigin ó-
venjulegú gæfu. Ef hvarf Adolfs
Hitlers minnir á síðasta þátt í
þríleik Wagners, Valhallarbruna
og “Götterdammerung” er ekk-
ert sviplíkara Shakespeare til en
atburðirnir sem gerðust á loka-
degi fasismans, hinn síðasti
fundur stórráðsins, þar sem
Mussolini sá sig svikinn af öll-
um sínum fylgismönnum og eys
yfir þá skömmum, úthúðar þeim
fyrir níðingsverkin og notar
svæsnustu orðin á tengdason
sinn.
Ciano flýði á náðir nasista,
til Munchen. Hann hélt sig njóta
verndar gistivináttunnar. En
þeir framseldu hann hefnd
Mussolinis, eftir að þýzkir fall-
hlífarhermenn höfðu náð hon-
um úr vörslum bandamanna.
Hann var dæmdur til dauða og
tekinn af lífi, svo að börn hans
verða framvegis að telja föður
sinn landráðamann, svo framar-
lega sem þau vilja ekki telja afa
sinn morðingja.
Það verður að játast, að blöð-
in hafa aldrei farið vel með
Ciano. Yfirleitt var hann talinn
hégómagjarnt fífl, er væri ger-
sneyddur allri persónulegri at-
gerfi, óhollur ávöxtur af því að
vera “sonur föður síns”, aðeins
verkfæri í hendi húsbónda síns,
maður sem alls ekki væri stöðu
sinni vaxinn og að öðru leyti
misnotaði hana til þess að auðga
sjálfan sig og lifa sóðalegasta
svalli. Sá dómur er að mínu
áliti allt of yfirborðskendur og
alt of strangur.
Því verður ekki neitað, að
Ciano var illa siðaður, var í
skaðlegum félagsskap og lifði
hneykslanlegu einkalífi, og að
hann notaði stöðu sína til að
auka auðæfi þau, sem faðir hans
hafði dregið saman. En það sat
hvorki á konu hans né tengda-
föður að liggja honum á hálsi
fyrir framferði hans, og hann
var hvorki óduglegur, heimskur
né latur. Hann var ekki illa val-
inn til þess að vera utanríkis-
ráðherra. Hann gat tekið þátt í
diplomatiskum viðræðum með
mestu prýði, hann kunni líka að
semja og hann var alltaf til taks
á skrifátofunni, stundvíslega og
kunni að haga vinnu sinni. Auk
þess hafði hann á fyrirskipaðan
hátt lokið þeim prófum, sem um-
boðsmenn Palazzo Chigi, ítalska
„utanríkisráðuneytisins, verða að
ganga undir.
Þegar við áttum fyrst sam-
an að sælda hafði eg samt enga
ástæðu til að hrósa honum. Eg
hafði stundum verið spurður um
hversvegna eg hafi haft skifti á
sendiherrastöðunni í Berlín og
Róm undir eins eftir Munchen-
samningana. Ástæðan var sú, að
eg sá, að þessi samningur mundi
ekki endast lengi. -Við samning-
ana í Munchen sló það mig hve
mikil áhrif Mussolini virtist hafa
á Hitler. —
Þess vegna hélt eg að lykill-
inn að friðnum væri að finna
í Róm en ekki í Berlín, og að
Mussolini væri sá eini, sem gæti
sefað skálmaldaþrá Hitlers, al-
veg á sama hátt og hann hafði
haldið hendinni á honum aftur
þegar hann ætlaði að hrifsa
Tékkóslóvakíu.
Mussolini hataði Frakka eftir
Etiópíustríðið. Tilfinningar hans
í garð Frakka höfðu lengi ver-
ið á reiki, en loks hafnað sig í
andúð og beiskju til okkar. Hann
hélt að Laval hefði svikið loforð
sín og leikið á hann, hann vildi
aldrei sjá hann framar. Hann
var viss um — og í því studdi
þýzka stjórnin hann auðvitað —
að mér hefði verið falið að brjóta
“öxulinn”, hvað sem það kost-
aði. Þessvegna hafði hann af-
ráðið að ræna mig hverju hugs-
anlegu færi á að láta eitthvað
til sín taka. Þetta var ástæðan
til þess, að ítölsku blöðin tóku
von bráðar upp árásirnar á
Frakkland, og að hrópin á Kor-
siku, Sardinia, Nizza og Tunis
heyrðust í fásistaþinginu.
piANO var verkfæri þessarar
stefnu og samsekur um hana.
En síðar — fannst mér draga
úr honum. Hann hafði aldrei
verið sérlega hrifinn af Þjóð-
verjum, hann dró dár að þeim.
Þegar Hitler hertók Prag, fyrir-
varalaust og hrottalega, 15. marz
1939, fóru tvær grímur að renna
á Ciano. — Hann skildi þýðingu
þessa opinskáa brots á Munchen-
samningnum og var hræddur við
afleiðingarnar.
Hann reyndi að nalgast mig.
Við vorum vanir að hittast einu
sinni eða oftar í viku hverri,
en það var eftirtektarvert að
hann setti það skilyrði að blöð-
in mættu ekki minnast á þessa
samfundi. Hann lét mig skilja
það á sér að hann væri ekki
alltaf ánægður með stjórnmála-
stefnu tengdaföður síns. Hann
gagnrýndi firrur fasismans og
var gramur yfir flónskutiltekt-
um Starace og Franinaccis, hinna
voldugu ritara flokksins. Ekki
var hann hrifinn af Ribbentrop
og hafði gaman af að setja út
á hann og gabbast að honum.
Eftir griðasamning Þjóðverja og
Rússa í ágúst 1939, drap hann
á óánægju Japana við mig.
“Flýtið ykkur að nota ykkur
hana”, sagði hann. “Því að
þýzka utanríkisstjórnin starfar
af kappi í Tokio”.
Hann virtist vera einlægur í
því að vilja hindra heimsstyrj-
öld. Þegar frekar skarst í odda
með Þjóðverjum og Pólverjum
var það hann sem rak á eftir
Mussolini að miðla málum. Og
þegar fyrsta tilraunin mistókst
fékk hann hann til að reyna aft-
ur. Ciano var óefað forvígismað-
ur þeirrar “and-styrjaldarstefnu”
sem Italir tóku upp þegar stríð-
ið skall á. Þetta var í rauninni
óvænt — aðeins þremur mánuð-
um eftir að hann hafði undir-
skrifað “stál-sáttmálann” við
Þjóðverja, en það bandalag til
sóknar og varnar var meir bind-
andi en nokkur slíkur samning-
ur, sem gerður hafði verið: En
að vísu höfðu Þjóðverjar ekki
haldið þann samning eftir orð-‘
anna hljóðan; þeir höfðu ekki
haft samráð við hinn aðilann.
Á fundinum í Brennerskarði
höfðu þeir Mussolini og Hitler
komið sér saman um að fara
ekki í stríðið fyrr en 1942. Musso-
lini þurfti að fá frest til að end-
urskipa her sinn eftir herferð-
irnar til Etiópíu og Spánar. En
auk orðalags samningsins var
einnig andi hans auðsær, og sá
andi mælti svo fyrir að stolið
skyldi frá bandamönnum, sem
lentu í stríði. Þannig túlkuðu
Þjóðverjar þetta og Mussolini
vildi það sama. En hann mætti
sterkri mótspyrnu — frá kon-
ungi og hirðinni, frá herforingja-
ráðinu og almenningsálitinu, frá
klerkastéttinni og ýmsum klík-
um síns eigin flokks, eins og
t. d. Balbo — og Ciano studdi
þessa mótspyrnu ýmist leynt eða
ljóst.
Fyrstu mánuði stríðsins var-
aðist Mussolini að skrifa og tala,
hann — var óánægður bæði með
sjálfan sig og aðra. Hann dró sig
í hlé en fékk Ciano taumana.
Þá dró úr ofsanum gegn Frakk-
landi. ítalir unnu fyrir okkur,
fyrir hervæðingu okkar — seldu
okkur púður og önnur sprengi
efni, sprengjur og jafnvel flug-
vélar. Hinsvegar reyndi Ciano
ekki að leyna mig hinum raun-
verulega' tilgangi húsbónda síns.
Með ógeðslegustu ruddamennsku
og hreinskilni um leið, sagði hann
við mig: “Verið þér ekki að hafa
fyrir neinum áróðri. Að sigra —
það er eini áróðurinn. Ef þér
getið boðið sigur þá verðum við
með ykkur. Annars förum við á
móti ykkur.”
Eftir febrúar 1940 þóttist
Mussolini viss um að banda-
menn gætu ekki staðist vorsókn-
ina, sem Þjóðverjar voru að
undir þá. Og nú tók hann sjálfur
taumana og sjálf blekunginn
aftur og fór að skrifa nafnlausar
og auðþekktar greinar um of-
beldi Breta og Frakka gangvart
kaupskipum ítala. Ciano aðvar-
aði mig. Hann sagði: “Þér getið
verið rólegur til maíloka. Ekkert
gerist þangað til. En frá júní-
byrjun getum við orðið þátttak-
endur í stríðinu hvenær sem er.”
Þegar Ciano kvaddi mig á sinn
fund 10. júní var hann í flug-
foringjabúningi. Eg vissi undir
eins hvað hann ætlaði að segja,
og varð ekkert hissa. Hann lagði
út af samningum ítalíu og Þýzka
lands, samningunum, sem höfðu
verið' látnir sofa í tíu mánuði.
“Já,” svaraði eg. “Þið hafið beð-
ið þangað til við vorum barðir
niður, og svo rekið þið kutann
í bakið á okkur. Eg mundi alls
ekki vera hreykinn ef eg væri
í yðar sporum.” Hann roðnaði
og flýtti sér að bæta við: “Þetta
verður ekki nema nokkrar vik-
ur. Við hittumst við græna borð-
ið bráðlega.”
Eg sá hann aldrei eftir þetta.
Hann •hafði/ altaf rent grun í að
sambandið við Þjóðverja myndi
verða örlagaríkt fyrir fasismann.
Eg sagði hvað eftir annað við
hann: “Sá sem étur Hitler, deyr
af því.” Hann át — ef til vill
meira en hann eiginlega vildi.
Og hann dó af því.
Mbl. 3. okt.
Jónas Hallgrímsson
1 hvert sinn sem sólvermdur
vorblærinn fer um bygðir Is-
lands og léttir af okkur oki hins
langa vetrar, er mér sem eg
tenni návistar Jónasar Hall-
grímssonar og heyrði rödd hans:
Nú andar suðrið sælu vindum
þýðum;
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi
ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og
hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíð-
um,
um hæð og sund í drottins ást og
friði,
tyssið þið, bárur, bát á fiski-
miði,
blásið þið, vindar, hlýtt á kinn-
um fríðum.
Og alveg sérstaklega mun hver
einasti Íslendingur, sem nokkra
hugmynd hefir um ljóðsnild,
minnast Jónasar um þessar
mundir, þegar rétt öld er liðin,
frá því að hann kvaddi þennan
heim, jarðvist, sem engan veginn
nálgaðist það að vera samboðin
hinum frábæru hæfileikum hans.
Verk Jónasar Hallgrímssonar
lýsa Islendingum eins og bjart-
ur viti og munu á ókomnum tím-
um verða þjóðinni aflgjafi og
yndisauki, þeim mun samboðnari
henni, sem hún færist jpneir í
aukana á öllum sviðum með
bættri aðbúð. En þau munu
einnig verða öllum “brjóstum,
sem að geta fundið til” ómetan-
legt athvarf á einverustundum,
þegar heimur grætur eða menn
eru staddir í útlegð langt frá Is-
landsströndum og þrá alt, sem
íslenzkast er.
Prófessor Einar/Ól. Sveinsson
ritaði fyrir nokkrum árum grein
um íslenzkar bókmenntir eftir
siðaskiftin í Tímarit Þjóðræknis-
félags íslendinga XI. árg. Eg
leyfi mér hér með að taka þaðan
upp nokkur ummæli hans um
Jónas Hallgrímsson: “Jónas
Hallgrímsson minnir á Baldur.
Kveðskapur hans er hið feg-
ursta, sem á Islandi hefir verið
ort. Meiri fegurðardýrkanda get-
ur ekki. Meira listamann heldur
ekki. En hann varð skammlífur
eins og Baldur. Hann dó, meðan
hann var enn í blóma lífsins, eins
og blóm, sem slitið er upp á
miðju sumri. Hann var svaham-
ingjusamur að lifa ekki hrörnun
listar sinnar.-----Skáldskap-
urinn og fegurðin er Jónasi sól-
heimur, bjartur og glaður, og
þar eru engar sorgir, ekkert dap-
urlegt, ekkert myrkur. Jónas er
meðal björtustu skáldanna, sem
ísland hefir borið. Hann hirðir
ekki um rómantískt rökkur og
tunglskin, en hann elskar sól-
ina. í kvæðum um hana bland-
ast saman tilbeiðsla og ástarorð.
Og hann blessar skaparann vegna
hennar eins innilega og heilagur
Franciscus í Sólarljóðum sínum.
-------Lesandanum finst hann
vera alveg við það, sem Jónas
lýsir. Hann snertir grsaið og
finnur angan úr jörðu. Dýrkun
Jónasar á augnablikinu kemur
einna bezt fram, þar sem hann
talar um langlífi: “Hvað er lang-
lífi? / lífsnautnin frjóa, / alefl-
ing andans / og athöfnin þörf; /
margoft tvítugur / meira hefur
lifað / svefnugum segg, / er sjö-
tugur hjarði.” Sá, sem talar
þannig, er renaissance-maður.
Hann vill safna lífinu í augna-
blikið, eins og brenniglerið safn-
ar ljósgeislunum.--------Eftir
Jónas liggja nokkur ástakvæði,
hvert öðru fegurra. Hann yrkir
ekki frekar en Petrarcha um ást,
sem andaði í hjónabandi, heldur
um ást, sem aldrei varð nema
draumur. í ástakvæðum Jónas-
ar er fjarlægð. Fegurst þeirra er
“Ferðalok,” um gamla endur-
minningu, hina fyrstu ást, og
“Söknuður” um konu, sem Jónas
mun hafa unnað mest, en var
köld eins og máninn gagnvart
ást hans. Jónasi verður fegurð
úr öllu. En það er erfitt að greina
nákvæmlega, í hverju |egurðin
er fólgin. Það er eins og orð hans
séu mögnuð með yfirnáttúrlegu
móti. En þetta gerist aldrei á
þann hátt, að hann verði tilgerð-
arlegur eða flókinn — orðskipan
eða orðfæri talaðs máls er fyrir-
mynd hans. En hann er mjög
vandur í orðavali og smekkur-
inn fágaður. Orðin verða að vera
í fullkomnasta samræmi. Lík-
lega er ógerningur að þýða
hann. Ef enska hefði verið móð-
urmál hans, væri hann heims-
frægur.”
Islendingar sýna á þessu ári
minningu Jónasar Hallgrímsson-
ar maklega virðingu. Með því
er honum vottað þakklæti, sem
ekki var unnt að færa honum í
lifanda lífi af mörgum ástæðum,
sem óþarft er að telja upp hér.
Þegar þessar línur eru ritaðar,
er undirbúningur hafinn að lista-
mannaþingi, sem hefjast mun á
dánarafmæli skáldsins og helgað
er minningu þess. Slíkt er mjög
vel til fundið. Hitt er eigi minna
um vert, að bókaútgáfan Helga-
fell hefir tilkynnt, að hún muni
í ár heiðra minningu skáldsins
svo myndarlega, að slíkt táknar
menningarlega nýskipun, er hæf-
ir þjóð, sem orðin er frjáls og
sjálfráð athafna sinna eftir því,
sem verða má nú á tímum. Fram-
tak Helgafells er tvíþætt: Annars
vegar mun það senda frá sér frá-
bærlega vandaða heildarútgáfu
af kvæðum Jónasar undir umsjá
Tómasar skálds Gúðmundssonar,
prýdda litmyndum og teikning-
um eftir Jón Engilberts og lit-
mynd eftir KjSrval. En framan
við kvæðin ritar Tómas um skáld-
ið og list þess. Einnig lætur
Helgafell frá ^r fara nokkur
“Atóm” sprengjan
Eflir ALBERT EINSTEIN
Eftirfarandi ritgjörð birtist
í nóvember hefti tímaritsins
“Atlantic Mounthly” og er
með þess leyfi endurprentuð
hér.
Raymond Swing las ritgjörð
ina í útvarpið á föstudags-
kvöldið.
Það var kenning Einsteins
er leiddi til þeirrar skoðunar,
að kraftur atómsins mundi
einn góðan veðurdag verða
leyst úr læðingi. Það var Ein-
stein sem sendi Roosevelt for-
seta svohljóðandi skeyti 2.
ágúst 1939, réttum mánuði áð-
ur en stríðið hófst.
“Vissar uppgötvanir, sem
mér hafa verið tilkyntar, gefa
mér ástæðu til að búast við
að úraníum verði í mjög ná-
lægri framtíð myndbreytt í
mikilsverða afluppsprettu.
'Þetta nýja fyrirbrygði gœti
einnig leitt til framleiðslu á
afskaplega voldugri og áður
óþektri sprengjukúlu.”
Áhrif þessa bréfs eru talin
að vera þau, að Roosevelt
beitti sér fyrir þvi að þessi
nýji aflgjafi yrði beislaður í.
þarfir hernaðarins, jamtímis
því er herstjórnin var mjög
óráðin í hvað gjöru skyldi í
þeim efnum.
I AUSN úr læðingi á þessu
“ náttúrufyrirbrigði hefir vissu
lega ekki skapað neitt nýtt vanda
mál, heldur aðeins vakið athygli
á þeirri lífsnauðsyn að ráða fram
úr yfirstandandi ráðgátum.
Stríð er óhjákvæmilegt meðan
konungar og einvaldsherrar
halda um stjórnvöl. Þessi full-
yrðing er ekki spásögn um hve-
nær það kemur, aðéins að það
kemur áreiðanlega. Það var
staðreynd áður en atóm sprengj-
an var fundin; öll sú bylting
sem hún hefir leitt af sér er
þúsundfaldað eyðileggingarafl.
Eg trúi ‘því ekki að heims-
menningin líði undir lok, jafn-
vel í stríði sem atómsprengjan
er megin vopnið. Ef til vill
mundu tveir þriðju af íbúum
veraldarinnar verða drepnir, en
nægilegt verða samt eftir af hugs
andi mönnum og skjalfestum
fróðleik til að endurreisa menn-
inguna að nýju.
Leyndardómur atómsprengj-
unnar þarf að geymast í hönd-
um alheimsstjórnar, og Banda-
ríkin ættu að vera reiðubúin að
gefa hann slíkri stjórn til um-
ráða. Slík allsherjarstjórn þarf
að vera grundvölluð af Banda-
ríkjunum, Rússlandi og Bret-
landi — hinum þremur voldug-
ustu ríkjum veraldarinnar. Þau
öll þrjú ættu að leggja allann
sinn herstyrk fram til þjónustu
hinni kosnu allsherjarstjórn.
Bandaríkin og Bretland, sem
nú ráða yfir leyndarmálinu, en
Rússar ekki, ættu að bjóða þeim
samvinnu í málinu og undirbúa
frumdrætti að stjórnarskrá fvr-
ir hina fyrirhuguðu yfirstjórn.
Slíkt mundi óefað dreifa þeirri
tortryggni er ríkir meðal Rússa,
þar sem þeim er fullljóst að
leyndardómi sprengjunnar er
stefnt gegn þeim.
ljósprentuð eintök af fyrstu út-
gáfunni á kvæðum Jónasar. Hins
vegar hefur forlagið tilkynt, að
það muni í tilefni af listamanna-
þinginu hefja útgáfu mikla af úr-
valsritum erlendra bókmennta í
íslenzkum þýðingum. Verða
bækur þessar myndum prýddar
og fylgja ítarlegir formálar þýð-
endanna, sem allir eru þjóðkunn-
ir menn fyrir ritstörf sín. Þetta
mikla framtak verður áreiðan-
lega mikils metið af íslendingum,
sem dáð hafa Jónas Hallgríms-
son í rúmlega hundrað ár, enda
mundi það hæfa minningu stór-
skálds með hvaða menningar-
þjóð, sem vera skyldi.
Sig. Skúlason.
—(Samtíðin).
Jafnvel þó fyrstu samvinnu tiÞ
raunir reyndust ekki endanleg-
ar, mundu þær þó sannfæra þá
um öryggi sitt, með stofnun sam-
eiginlegrar allsherjarstjórnar.
Smærri þjóðum þarf að veita
aðgang að stjórnarþáttöku, þeg-
ar hin þrjú stórveldi hafa mynd-
að grundvallarlög og orðið á eitt
sátt. Þeim skyldi einnig frjálst
að vera afskiftalausum ef þeim
svo sýndist. Eg fyrir mitt leyti
er viss um að þær mundu kjósa
virka þátttöku í framkvæmdum.
Vitanlega ejga þeim að vera
heimilar breytingartillögur á upp
kasti grundvallarlaganna.
En hvað*sem þátttöku smærri
þjóðanna líður, ber nauðsyn til
að hinir þrír stærstu hefjist
handa nú þegar og hrindi þessu
vandamáli í framkvæmd.
Allsherjarstjórnin verður að
hafa vald yfir öllum hernaðar-
málefnum og þar af leiðandi
heimild til að skerast í leik þeirra
ríkja, sem beita áþján og undir-
okun, og þar sem minni hluti
fyrir vissa afstöðu misbýður
meiri hluta ríkisborgaranna, því
slíkt leiðir ætíð til ófriðar.
Slíkt fyrirkomulag, sem nú rík
ir í Argentínu og Spáni, er
skylda hennar að taka ákveðna
afstöðu til, því nú verður af-
skiftaleysi í slíkum efnum að
taka enda; það er einn mikils-
verður þáttur í þeim friði, sem
allir þrá. ,
Nú mun einhver spyrja hvort
eg óttist ekki harðstjórn undir
slíkum alsherjaryfirráðum. Vissu
lega gjöri eg það, en eg er þó
enn óttaslegnari við styrjöld eða
styrjaldir. Allar stjórnir eru
slæmar að einhverju leyti,-en ein
yfirstjórn er þó betri en blóðug
stríð, með öllum þeim vítisvél-
um, sem bíða reiðubúnar að velta
sér yfir marghrjáð mannkyn.
Ef þessi margnefnda allsheims
stjórn verður ekki sett á stofn
með samkomulagi, mun hún samt
koma, aðeins með öðru og hættu-
legra sniði, vegna þess að kom-
andi stríð mun fæða af sér ein-
hverja eina alsterka þjóð, með
yfirgnæfandi herstyrk yfir allar
aðrar þjóðir.
Sumir munu aðhyllast alls-
herjarstjórn á þann hátt, að hún
komi smámsaman og með tölu-
verðum aðdraganda, en gallinn
á smáu sporunum í þá átt, þó
stefnumarkið sé hið sama, er sá
að meðan þau eru stigin hægt
og gaumgæfilega, höldum við á-
fram að geyma leyndarmál
sprengjunnar án þess að gjöra
öðrum sem ef til vill ekki hafa
öðlast það, skiljanlegar orsakirn-
ar. Það út af fyrir sig gróður-
setur ótta og tortryggni, með
þeim afleiðingum að sambönd og
samvinna meðal stórþjóðanna
bíður stórtjón.
Þeir sem því taka hikandi smá-
spor í þessum efnum, og álíta sig
vera á hraðri ferð til heimsfriðar,
eru að leggja sinn ríflega skerf
til komandi stríðs. Við höfum
ekki efni á að eyða tímanum
þannig. Ef við erum alráðnir í að
afstýra ófriðí, verðfur það að
gjörast leyfturskjótt.
Við munum ekki lengi geyma
þennan leyndardóm einir. Að
vísu veit eg að ýmsir halda fram
að ekkert annað ríki hafi efni
á að framleiða atóm sprengjur
og það út af fyrir sig tryggi oss
leyndarmálið um langa hríð; en
önnur ríki sem hafa þau náttúru-
fríðindi sem með þarf og nægi-
legt vinnuafl, geta einnig öðlast
þessa þekkingu ef þau hirða um.
Peningar eru hér ekki aðalatrið-
ið, heldur efniviður, vinnandi
hendur og einbeittur ásetning-
ur.
Vegna þess að eg get ekki séð
að þessi nýfundni undrakraftur
verði til blessunar í nálægri fram
tíð, álít eg hann hættulegann
nú sem stendur. Ef til vill er
svo best farið, ef af því leiddi
að óttinn þvingaði mannkynið til
að færa sitt allsherjar heimilis-
líf í'það horf, sem vera ber, en
sem annars yrði látið ógjört.
Þýtt úr P. M.
Jónbjörn Gíslason.