Lögberg - 15.11.1945, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945
---------lóBberg-----------------------
QeflS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utan&skrift ritstjörans: |
EDITOR LÖGBERG, '
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram jj
Thb “I/ijrbere” is printed and puh»lishee by
| Th<* Oolumhia Press, Lwrnited, 69 5 Sargent Avenue *
Winnípep:. Manitoba
DUAXTE’ 01 O r.A
/ MiHiHniHiiiiiiiiiiiiinflniiiniiiiiiuiiiHiffiiiitiiitinriiiiiiinNiKniiiniiiffliiiiiiHinioiiinnniniiiiinnnnttnniiniiniiinHiiiiiHniRiiinniiBi
Kosningar í nánd
Nú fer að líða að þeim tíma, er kjósendur
V/innipegborgar skeri úr því með atkvæði sínu
hvernig bæjarstjórn og skólaráð verði samsett
eftir komandi áramót, því bæjarstjórnarkosn-
ingarnar fara fram þann 23. yfirstandandi mán-
aðar; núverandi borgarstjóri, Mr. Coulter, á eftir
annað árið af kjörtímabili sínu, og hefir sú
jafnaðarlega orðið reyndin á, að kosningar séu
ekki sóttar af nándarnærri eins miklu kappi,
þegar velja skal aðeins menn í bæjarstjórn og
skólaráð, eins og þegar barist er um borgar-
stjóraembættið líka; en þó þannig hafi því
miður oft og einatt hagað til, réttlætir það á
engan hátt afskiptaleysi kjósenda af stjórnar-
farslegri meðferð laæjarmálefna nema síður sé;
þeim ber að neyta atkvæðisréttar síns, og fylkja
sér traustlega um þá menn, er þeir telja líkleg-
asta til nokkurra nytjaverka; það er ekki til
nokkurs skapaðs hlutar að naga sig í handarbök-
in ef illa hefir tekist til um mannavalið, en miklu
hollara að fylgja hinni gullnu reglu, að byrgja
brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.
Við áminstar bæjarstjórnarkosningar verða
fjórir íslendingar í kjöri, þeir Paul Bardal,
Victor B. Anderson, séra Philip M. Pétursson og
Roy Shefley, sem er íslenzkur í móðurætt. Mr.
Bardal býður sig fram undir merkjum hinnar
svokölluðu borgaralegu kosninganefndar, og lét
að lokum tilleiðast að gefa kost á sér vegna
sterkra tilmæla í þá átt frá báðum-dagblöðun-
um í Winnipeg, og víðtækra áskorana annars
staðar frá; það væri öldungis ástæðulaust að
kynna. Mr. Bardal á þessum slóðum þar, sem
hann er borinn og barnfæddur, og hefir af
langri meðferð opinberra mála kynt sig sjálfur
þannig, að hann er alls staðar metinn og virtur;
hann átti sæti í bæjarstjórn í samfleytt tíu ár,
við vaxandi vinsældir og traust; hann var for-
maður nefndar þeirrar, er um málefni atvinnu-
leysingja fjallaði á kreppuárunum, og ávann
sér í því vandasama starfi slíkan orðstír, að að-
dáun hvarvetna vakti; hann var líka hollráður
og glöggskygn fulltrúi borgarbúa á fylkisþingi,
og kom þar mörgu góðu til vegar. Mr. Bardal á
brýnt erindi í bæjarstjórn til þess að hrekja á
brott anda þeirrar dáðleysismollu, sem undan-
farandi, hefir svifið þar yfir vötnunum.
íslendingum, engu síður en annara þjóðflokka
mönnum, getur komið það að gagni hvað aðrir
aðiljar en þeir sjálfir hafa um þá að segja, og
með það fyrir augum verða birt í þýðingu um-
mæli dagblaðanna í þessari borg um Paul Bar-
dal, að afstöðnum síðustu fylkiskosningum;
kemst Winnipeg Free Press þannig að orði:
“Eina verulega undrunarefnið í nýafstöðnum
fylkiskosningum, má telja ósigur Mr. Bardals;
hann var nytsamur þingmðaur, og með langa
reynslu í meðferð opinberra mála að baki frá
tíð sinni í bæjarstjórn; kosningatap hans má
rekja til þess, að hann hefir aldrei verið harð-
snúinn í því, að afla sér kjörfylgis; hann var
margkosinn í bæjarstjórn án þess að verja mikl-
um tíma til kosninga undirbúnings. I fylkis-
kosningunum, með þeim kappsamlegu sóknar-
aðferðum, sem þar var beitt, beið hann lægra
hlut.
Vera má að nú megi örva hann til þess að
bjóða sig fram til bæjarstjórnar, þar sem hann
fyrst háði sína pólitísku glímu; bæjarstjórnin
hefir þörf fyrir Mr. Bardal, og þar gætu hans
góðu hæfileikar að líkindum komið að enn
meiri notum en í fylkisþinginu.”
Ummæli Winnipeg Tribune varðandi Mr. Bar-
dal, eru á þessa leið:
“Eins góðkunningja verður saknað úr hópi
þeirra, er á fylkisþingi sitja næsta kjörtímabil
fyrir hönd Winnipegborgar, og er sá maður Mr.
Paul Bardal; kosningatap hans kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti; hann hafði um langt
skeið helgað krafta sína velferðarmálum þess-
arar borgar, bæði í bæjarstjórn og á fylkisþingi;
að líkindum munu langt of margir af vinum
hans hafa gengið út frá því sem gefnu, að hann
ætti kosningu vísa, og þess vegna ekki lagt
eins hart að sér við að afla honum fylgis eins
og átt hefði að vera; það yrði vissulega mikil
eftirsjá í því ef borgin færi á mis við notkun
hans ágætu hæfileika og þeirrar raunhæfu þekk-
ingar, sem hann býr yfir.
Vera má að það lánist að fá Mr. Bardal til
þess að bjóða sig fram í næstu bæjarstjórnar-
kosningum, og væri þá vel; við erum í raun-
inni naumast aflögufærir, er til þess kemur
að velja hæfa menn í bæjarstjórn, og við stönd-
um okkur ekki við, að menn, sem jafn ágætum
hæfileikum eru gæddir sem Mr. Bardal, gangi
okkur úr greipum.”
Ofanskráð ummæli áminstra stórblaða um
Mr. Bardal og starfshæfileika hans, ættu að
verða íslefizkum kjósendum í þessari borg, nokk
ur hvatning til þess að fylkja sér einhuga um
hann í þeim kosningum til bæjarstjórnar, sem
nú fara i hönd, og greiða honum forgangsat-
kvæði.
Af hálfu C.C.F. flokksins, leita tveir. Islend-
ingar endurkosningar í 2. kjördeild, og eru það
þeir Victor B. Anderson báejarfulltrúi, og séra
Philip M. Pétursson. Mr. Anderson hefir átt
langa setu í bæjarstjórn við vaxandi orðstír, og
hefir nýlega orðið þeirrar sæmdar aðnjótandi,
að vera kosinn formaður þeirrar nefndar, sem
um fjármálin fjallar fyrir bæjarins hönd; hann
er maður góðgjarn og samvinnuþýður, og hefir
aldrei talið eftir nein þau spor, er orðið gátu
kjósendum hans að liði; hann ætti að eiga end-
urkosningu alveg vísa. Séra Philip M. Péturs-
son á líka að verða endurkosinn, og þó menn ef
til vill sjái ekki ávalt auga til auga við hann á
vettvangi hinna ýmissu starfsmála, skyldi hrein-
skilni hans og einlægni metin að fullu.
í annari kjördeild leitar endurkosningar í
bæjarstjórn, Jack St. John lyfsali ágætur og
hygginn maður, sem getið hefir sér, vegna sam-
vinnuþýðleiks og skyldurækni, prýðilegan orð-
stír síðastliðið kjörtímabil; hann verðskuldar,
frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, endurkosn-
ingu, og getur, á sínum tíma orðið efni í ágætan
borgarstjóra.
Winnipegborg, eins og reyndar önnur bæjar-
og sveitahéröð, þarf á öllum beztu starfskröftum
að halda á tímabili þeirrar margþættu ný-
sköpunar á vettvangi iðju og athafnalífs, sem
framundan bíður; verkefnin, sem leysa þarf á
næstunni, eru mörg og mikilsvarðandi; borgin
þarf að miklu leyti að umskapast; vér þurfum
að eignast nýtt ráðhús, er samboðið sé við-
gangi og þróun borgarinnar; heil borgarhverfi
þarf að rífa niður og byggja upp að nýju; vér
þurfum nýja og endurbætta skóla, fleiri og
fullkomnari sjúkrahús, og umfram alt hina
fyrirhuguðu lækningamiðstöð; en til þess að
hrinda þessum nauðsynjamálum í framkvæmd,
og þá vitanlega mörgum fleirum, þurfum vér
að fá í bæjarstjórn og skólaráð áræðna athafna-
menn, því svefnpurkur einar gera þar meira
ógagn en gagn.
Lögberg mælir ekki með neinum manni til
opinberra sýslana fyrir það eitt, að hann sé
Islendingur; en sé það á hinn bóginn sannfært
um það, að þeir Islendingar, sem í kjöri eru,
séu eigi einungis jafnokar annara frambjóðenda
til samskonar starfa, heldur standi þeim skör
framar, telur blaðið það skyldu sína, að veita
þeim allt það fulltingi er í valdi þess stendur.
■umutuHimuHiiauuiMiiimiajiuiiiiiimmimnHiiuiHiuiimuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiihiiuiiitUiiniMiiiuiniimiiHiuiiiiiiinimiiiiiiiiiiinniiiiiuiirti
Vinsamleg ummæli um ísland
.........................iliiiilllll..
Sendiherra íslands í Washington, Hon Thor
Thors, sýndi ritstjóra Lögbergs þá góðvild, að
senda honum National Geographic Magazine,
nóvember heftið, er flytur einkar vinsamlega
grein um Island og íslenzku þjóðina, eftir
amerískan hermann, Corporal Luther M.
Chovan, ásamt fjölda hrífandi ljósprentaðra
mynda að heiman; greinin andar samúðarríkri
hlýju í garð stofnþjóðar vorrar, og lýsir af næm-
um skilningi íslenzku þjóðareðli og íslenzkum
þjóðháttum, þar sem íslenzkri gestrisni er sung-
ið verðugt lof. Ritgerðir sem þessi, eru þakkar-
verðar, þær hafa holt kynningargildi fyrir stofn-
þjóð vora, og vinna henni mikið gagn.
Enn eru tengsl vor Vestur-íslendinga við móð-
ur og minningaland það sterk, að í hvert sinn
og málstaður íslenzku þjóðarinnar er afluttur,
fyllumst vér réttlátri reiði; á hinn bóginn er
oss það óumræðilegt fagnaðarefni, þegar vel og
drengilega er ritað og rætt um móðurina í
austri, eins og áminst ritgerð ber svo glögt
vitni um.
Hefti það, sem að ofan getur, ætti að komast
inn á sem allra flest íslenzk heimili í þessari
álfu.
Á mynd þessari sézt húsið í Nuremberg, þar sem réttar-
höldin yfir Nazistaforingjunum þýzku fara fram.
Sigurjón frá Þorgeirsstöðum:
Nafnlaust bréf
PG VISSI ÞAÐ, að hann bjó yf-
ir einhverju leyndarmáli. En
mér var lengi ráðgáta, hvað það
var.
Við vorum sjúklingar á heilsu-
hæli, lágum í sömu stofu. Það
var haust, og blómin voru að
fölna, þegar við komum þangað.
I lofti var saggaþungi, í sál okk-
ar var myrkur. Við vorum eins,
og vængbrot'nir farfuglar, sem
bíða þeirra örlaga, að frjósa í
hel á vetrarhjarninu.
Við höfðum ekki þekkzt neitt,
áður en furídum okkar bar þarna
saman. En miUi okkar myndað-
ist fljótlega kunningsskapur. Við
áttum ýmis sameiginleg áhuga-
mál og hugðarefni. Þau voru
rædd, vegin og métin.
Hann var einn af þeim mönn-
um, sem vaxa við viðkynningu.
Hann var gáfaður, þögull og
þunglyndur að eðlisfari, en góð-
ur félagi, gat hrifist með í sam-
ræðum af ótrúlegu fjöri og sann-
færingarhita. Hann var svo
barnslega hreinn og einlægur, að
eg þóttist geta lesið hann ofan í
kjölinn.
Eitt var það þó, sem hann duldi
vandlega fyrir mér. Það var fólg-
ið í litlu, útskornu skríni, er
venjulega stóð á hillu ofan við
rúmið hans. I hvert skifti, sem
þreytan og þunglyndið náðu tök-
um á honum, sneri hann sér til
veggjar og teygði magra hönd-
ina eftir þessum fjársjóði. Lykli
var snúið, lokið hrökk upp. Vin-
ur minn grúfði sig yfir skrínið
sitt. Þannig lá hann þögull og
hreyfingarlaus. Og klukkustund-
irnar liðu. En ef fótatak nálgað-
ist rúmið hans, féll lokið aftur.
Hann var altaf á verði, svo að
enginn. annar fengið litið inn í
þessa paradís.
Skrínið lá á hillunni, leyndar-
dómsfyllra en áður. I augum
sjúklingsins glampaði hinn
fölskvalausi eldur lífsins, í sál
hans var komin ró og jafnvægi.
Einn morgun, er við höfðum
verið óvenju hressir og gaman-
samir, benti eg skyndilega á dýr-
gripinn á hillunni og spurði.:
“Hvað geymir þú í skríninu því
arna?”
“Hamingjuna!” svaraði hann
brosandi, en rödd hans titraði og
blóðið hljóp fram í föla vanga
hans.
“Má eg kynnast henni?” spurði
eg-
Svarið var snöggt og afdrátt-
arlaust: “Nei, vinur. Sú hamingja
er aðeins fyrir ríiig!”
Eg spurði hann ekki aftur. Eg
vissi, að hann átti þarna við-
kvæman, persónulegan helgi-
dóm. —
Dagarnir komu og fóru í hinni
þunglamalegu og þreytandi eft-
irvæntingu hins sjúka lífs/
Veturinn leið, vorið kom.
Gróður angan barst með hlýrri
golunni inn um opinn gluggann.
Eg var á batavegi og var farinn
að klæðast. En vini mínum
hnignaði með hverri viku, sem
leið. Hann var orðinn sannköll-
uð hryggðarmynd. Andlitið var
tekið og hrukkótt, og í hinum
stóru, fjörugu augum var hyl-
djúp sorg og vonleysi. En aldrei
mælti hann æðruorð.
Þegar af honum bráði, var
hánn venjulega þögull og starði
beint upp í loftið, unz hann seild-
ist flíeð veikum burðum eftir
skríninu á hillunni. Er hann
lagði það aftur frá sér, var ljós-
glampi kominn í augu hans, og
bros lék um bleikar varirnar.
Eg braut heilann um, hvaða
töfrar það væru, sem gætu sóp-
að burt myrkrinu úr augum
þessa unga, deyjandi manns.
Svo var það kvöld eitt um
miðjan maí. Vinur minn hafði
verið rænulaus allan daginn. En
þegar sólin var að síga til viðar,
vaknaði hann skyndilega til vit-
undar.
Eg gekk til hans„ settist þegj-
andi við rúmið og strauk hönd
hans.
Hann hvíslaði hásum rómi:
“Undir koddanum mínum er um-
slag. I því er bréf, seyp eg ætla
að biðja þig að koma á framfæri,
þegar eg er farinn.”
“Eg skal gera það, vinur,” sagði
eg og laut höfði. Mig langaði til
að segja eitthvað fallegt við
hann, en fann ekki viðeigandi
orð.
“Hann hélt áfram með hvíld-
um: “Nú bíður mín ekkert ann-
að en dauðinn. Og það er sjálf-
sagt bezt, þó að eg skilji það
ekki. En eg liefi aldrei átt neitt
til þess að lifa fyrir, svo að eg
hverf ekki frá neinu. Eg á að-
eins eina ósk — að þessar hörmu-
legu þjáningar taki sem fyrst
enda.”
Ógnir myrkursins birtust í
augum hans; hann þrýsti hönd
mína með krampakendu taki.
“Náðu í bréfið, vinur, lestu
það. Á meðan ætla eg að safna
kröftum til þess að geta háð síð-
ustu orustuna eins og hetja. . . .
Réttu mér skrínið mitt!” . . .
Hann brosti.
Eg gerði það, sem hann bauð,
og reikaði síðan að glugganum.
Kvöldrökkrið sveipaði allt
gegnsærri blæju. Andvarinn
svaf. I hinni hljóðnæmu þögn
skynjaði eg nálægð æðri máttar-
valda.
Eg dró bréfið úr umbúðunum.
Það var lúð. Skriftin var fögur
og smágerð, en víða mjög máð.
Þar voru blettir — ef til vill tár!
Eg las bréfið nokkrum sinnum,
braut það því næst saman og
starði hljóður og hugsi út í vor-
nóttina.
Hver átti þetta bréf? Hér var
ekkert nafn, ekkert heimilisfang.
Eg varð að fá skýringu á þessu.
Eg gekk hægt að rúmi sjúkl-
ingsins. Hann bærði ekki á sér.
Eg tyllti mér.
Er eg hafði setið nokkur and-
artök, tók eg eftir því, að þögn-
in var óeðlilega djúp og tær.
Eg laut niður að vini mínum.
Hann var skilinn við!
Bros lék um varir hans. 1
rúminu hjá honum stóð skrínið
opið; þar blastið við — helgi-
dómurinn!------------
Vegir mínir lágu frá heilsu-
hælinu móti starfi og nýjum von-
um. Á kvöldin, þegar eg er geng-
inn til hvílu, gríp eg oft útskorið
skrín, sem stendur á hillu við
rúmið mitt.
I þessari hirzlu er geymt sam-
anbrotið bréf. Eg fletti því sund-
ur og les:
“Klukkurnar hringja. Málm-
hljóð þeirra er kveðja til lífs,
sem er að hverfa til uppruna síns
— niður í hina mjúku, myrku
mold . . , Eg er enn þá ungur —
en heyi þó dauðastríð. Eg svitna
af angist. Eg hata myrkrið! Ást-
ina á ljósinu hefir lífið þegið í
vöggugjöf . . .En þegar ofraunir
þeirra hugsana, sem tengdar eru
við gröfina, taka mig kverkataki,
minnist eg þín, — draumadís
hjarta míns. . . . Eg rifja upp
hvert smáatvik viðskifta okkar.
Þar gnæfa hátt valkestir, sem
við hlóðum vegna ólíkra sjónar-
miða og heimskulegra mistaka.
Við reyndum aldrei í alvöru að
skilja hvort annað. Þess vegna
hvarfst þú inn í sjónhverfingar
líðandi.stundargleði — en eg leit-
aði inn í þjáningar einverunn-
ar. — En þar, sem við gengum
saman hlið við hlið, vaxa líka
nokkur litfögur bjóm. I vitund
minni eru þau lifandi. Ilmur
þeirra er áfeng hamingja, því að
á krónublöð þeirra féll aldrei
sori úr bikar frumstæðra á-
stríðna. Þau eiga allar rætur í
sálrænum tilfinningum...........
Manstu morguninn, er eg hvísl-
aði vandræðalega fyrstu óskinni
í eyra þér? . . . Þú roðnaðir og
spurðir hvatskeytlega, hvort eg
væri vitlaus. En um kvöldið
réttir þú mér feimin hönd þína
og uppfylltir ósk mína. Það
kvöld var eg hamingjusamur og
gerði mér barnslegar vonir um
framtíðina. Þær vonir hafa að
engu orðið. Eg hefi alltaf beðið
eftir tækifærum, í stað þess að
skapa mér þau sjálfur. Afleið-
ing þess varð, að eg hefi setið í
skugganum, en látið mig dreyma
um sólarljósið. Nú er of seint að
iðrast. . . . En þegar tómleiki til-
gangslausrar ævi ætlar að brjóta
niður andlegan viðnámsþrótt
minn, þá minnist eg þess, að þú
uppfyltir eina ósk mína. Þar
heyri eg liðinn tíma tala. Þar
skynja eg lífsþróttinn í bylgjandi
hári þínu, indæla brosið þitt og
glampann í fögrum augum þín-
um. Þar fiftn eg mjúk brjóst
þín, svo að hitinn frá þér streym-
ir um dauðadæmdan líkama
minn . . . Og það verður bjart í
sál minni, þó að eg sé að ganga
út úr dagsbirtunni inn í sorta
hinnar eilífu nætur. . . . Lík-
klukkurnar hringja . . . Guð
blessi þig, vina mín! . .
Eg legg bréfið í skrínið.
Um leið óska eg þess, að þú,
nafnlausa mær, sætir í stólnum
við skrifborðið mitt. Eg þarf að
hvísla að þér viðkvæmu leynd-
armáli.
Eg var viðstaddur, þegar vin-
ur okkar var lagður í kistuna.
Eg brá krossmarki yfir hann.
Brosið var enn á vörum hans, ró-
legt og fagurt, eins og allar óskir
hjarta hans hefðu rætzt. Á inn-
föllnu brjósti hans lá ekki
sálmabók með gylltum krossi.
Eg hafði lagt þar minjagripinn,
sem hann horfði oftast á í bana-
legunni.
Það var hinzta kveðjan frá
þér: Liðaður lokkur úr hári
þínu!
—Samtíðin.
2 T0 3 DAY SERVICE
MOST
SUITS-COATS
DRESSES
“CELLOTONE” CLEANED
72c
CASH AND CARRY
FOR DRIVER PHONE 37 261
PERTH’S
888 SARGENT AVE.