Lögberg - 15.11.1945, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945
5
m 4IÍUGAHAL
W rVENNA
y\
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Minningarorð um kæran vin
Gnr. Pétur Hoffman Hallgrímson
Háa skilur hnetti
himingeimur,
hlað skilur bakka frá egg.
En anda, sem unnast
fœr aldregi
eilífð aðskilið.
Viðtal við Ingibjörgu
Sveinson hjúkrunarkonu
Ingibjörg Sveinson
Útþrá og löngun til að kanna
ókunna stigu hefir jafnan verið
ríkur þáttur í eðli íslendingsins.
Nýlega er komin heim, eftir tíu
ára fjarvist, vestur-íslenzk hjúkr-
unarkona, Ingibjörg Sveinson;
fór hún til íslands 1935; dvaldi
þar í 61/2 ár, en í síðastliðin 3%
ár var hún á Englandi. Miss
Sveinson er fædd í Winnipeg;
foreldrar hennar eru þau Bjarni
Sveinson og kona hans Matthild-
ur Þorvarðardóttir Sveinson,
fyrrum búsett í Howardville, en
síðastliðin 20 ár í Keewatin, Ont.
Eg átti tal við þessa gáfuðu og
víðförlu stúlku; svaraði hún öll-
um spurningum greiðlega og
hafði eg sérstaka ánægju af því
að heyra hvað hún hefir náð
hreinum íslenzkum málblæ með-
an hún dvaldi á Islandi. Eg hafði
líka gaman af að heyra hvað
henni voru töm reykvísku orða-
tiltækin, “altso” og “ábyggilega.”
“Frá því eg var barn,” sagði
Miss Sveinson, “hafði eg altaf
haft sterka löngun til þess að
ferðast til annara landa, en þó
sérstaklega til íslands; eg hafði
heyrt svo mikið rætt um ísland
á heimili mínu, þar átti eg líka
mörg ættmenni. Eg fór því til
íslands árið 1935, en ætlaði að
dvelja þar aðeins í nokkra mán-
uði og leggja síðan stund á hjúkr-
unarfræði. Þegar mér gafst kost-
ur á að nema hjúkrunarfræði við
Landsspítalann, tók eg því fegins-
hendi, því þannig gafst mér
meiri tími til að sjá landið og
kynnast ættþjóð minni. Mér leizt
nú samt ekki á blikuna þegar eg
fór að blaða í námsbókunum;
þær voru flestar á dönsku, en
það tungumál kunni eg ekki.
Þetta gekk þó alt vel; eg lærði
dönskuna og útskrifaðist eftir
þrjú ár, 1938.”
Miss Sveinson mun vera fyrzta
vestur-íslenzka stúlkan, sem út-
skrifast hefir í hjúkrunarfræði á
íslandi.
“Ferðaðist þú víða um landið?”
“Já, það held eg nú; meðan eg
var við nám í Reykjavík ferðað-
ist eg víða um Suðurlandið og
umhverfi borgarinnar; eg komst
þó aldrei til Öræfabygðar, en
þangað langaði mig mikið til að
koma. Að náminu loknu fékk eg
stöðu við spítalann í Húsavík í
tvö ár og við spítalann á Seyðis-
firði í eitt ár; þannig gafst mér
kostur á að ferðast um Norður-
land og Austurland. Á sumrin
notaði eg mánaðarfríið mitt til
ferðalaga um landið. Eg get ekki
lýst því hve eg var hrifin af feg-
urð og tíguleik landsins einkan-
lega Norður og Austurlandi. Eg
ferðaðist um alt hið yndislega
Fljótsdalshérað á hestbaki; kom
á hið forna stórbýli Skriðuklaust-
ur, þar sem nú ræður ríkjum
skáldkonungur íslands, Gunnar
Gunnarsson ásamt hinni dönsku
frú sinni; mælir hún prýðilega á
íslenzka tungu. Bústaður þeirra
hjóna mun einn sá reisulegasti
og veglegasti sveitabær á Islandi,
það er ábyggilegt. Alstaðar þar
sem leið mín lá um landið, átti
eg alúðar gestrisni að mæta.”
Miss Sveinsson gat ekki nóg-
samlega lofað almenna gestrisni
þjóðarinnar og þá vinsemd, sem
hún varð aðnjótandi á íslandi.
“Hvað eru spítalarnir stórir,
sem þú starfaðir við?”
“Spítalinn í Húsavík hefir 20
sjúkrarúm; læknirinn heitir
Björn Jósefsson, sonur Jósefs
Björnssonar, fyVrum skólastjóra
á Hólum. Eg naut framúrskar-
andi alúðar af hálfu hinna mætu
læknishjóna í Húsavík. Spítal-
inn á Seyðisfirði hefir 30 sjúkra-
rúm; læknirinn þar er Egill Jóns-
son frá Egilsstöðum á Völlum.
Eg var á Seyðisfirði þegar landið
var hernumið. Herskip kom inn
á Seyðisfjörð um sama leyti og
til Reykjavíkur. Áætlað er að
þangað hafi komið um eitt þús-
und hermenn. Þeir tóku/ Egils-
staði alveg yfir og ýmsar bygg-
ingar á Seyðisfirði. Sem vænta
mátti sló í fyrstu miklum óhug
á fólkið.”
“Hversvegna fórstu frá Is-
landi?”
“Eg fór aðallega frá íslandi
vegna þess, að eg hefði orðið að
gerast íslenzkur borgari, ef eg
hefði dvalið þar lengur, en eg
vildi ekki afsala mér mínum
canadisku þegnréttindum.”
“Eg fór frá Seyðisfirði alla leið
til Reykjavíkur í bíl. Ferðin tók
tvo daga; við vorum um nótt á
Akureyri. 1 Reykjavík beið eg
í tvo mánuði eftir skipsferð og
fékk loks ferð til Englands með
fiskitogaranum Snorra Goða. Við
létum í haf í janúar 1941 og lent-
um í stóra óveðrinu, sem orsak-
aði afar mikinn skipsskaða. Við
vorum tíu daga á leiðinni í stað-
inn fyrir fimm og þegar við kom-
umst til Fleetwood var aðeins
eftir hálft tonn af kolum í skip-
inu og við vorum öll fremur illa
til reika.”
“Hvernig stóð á því, að þú stað-
næmdist á Englandi?”
“Eg ímynda mér að æfintýra-
þrá minni hafi ekki enn verið
að fullu svalað, þar að auk var
þar mikil þörf fyrir hjúkrunar-
konur. Eg fékk fyrst stöðu við
Waterloo-spítalann; hann er í ör-
eigahverfinu í austurhluta Lon-
don. Það voru nú viðbrigði að
koma þangað úr sældarlífinu á
íslandi! Ekki get eg lýst þeirri
eymd og ómenningu, sem ríkir í
þessu hverfi stórborgarinnar.
Þarna var eg í sex mánuði; vann
stundum fimmtán klukkustund-
ir á dag; loftárásir voru tíðar,
spítalinn laskaðist, þó aðeins
lítilsháttar, en húsin umhverfis
voru lögð meira og minna í rúst-
ir. I kaup fékk eg 30 dollará á
mánuði en af því tók stjórnin 2
dollara í skatt. Matarskamtur-
inn var mjög naumur og ekki
fanst mér eg eiga mikið sam-
eiginlegt með hinum ensku
hjúkrunarkonum. Vera mín við
Waterloo-spítalann var mér því
ekki að skapi. í London bjuggu
þau Karl Strand læknir og frú
hans; stundar hann þar geð-
veikralæknisnám. Eg kom oft á
heimili þeirra hjóna og reyndust
þau mér sem beztu vinir. Með
hans aðstoð fekk eg stöðu við
norskan spítala í London, eg var
þar í átta mánuði og svo á norsk-
um spítala í Liverpool í 2xh. ár.
Þessir norsku spítalar voru starf-
ræktir af norsku flóttafólki,
læknum og hjúkrunarkonum,
sem sloppið höfðu frá Noregi yfir
Norðursjóinn til Shetlandseyja
og þaðan til Bretlands.
Það var eins og að koma heim
til sín að koma til Norðmanna.
Þeir eru svo alúðlegir. Þegar eg
sagði: “Eg er íslenzk,” sögðu þeir:
“Já, þú ert norsk líka.”
Oft heimsótti konungsfjöl-
skyldan — Hákon konungur,
Ólafur krónprins og Martha
prinsessa — þessa spítala og
einnig Hambro, fyrrum þingfor-
seti; var þetta alt einstaklega al-
þýðlegt fólk. Við norsku spítal-
ana fekk eg 120 dollara á mán-
uði í kaup, en vegna þess að eg
var canadiskur borgari og brezk-
ur þegn, tók landsstjórnin helm-
inginn af kaupi mínu í. skatt.
N o r s k u hjúkrunarkonurnar
konurnar þurftu ekki að borga
neitt af sínu kaupi í skatt. Á
þessum spítölum var aðeins töl-
uð norska; þetta var mér óþægi-
legt fyrstu sex mánuðina, en eftir
það var eg orðin nokkurn veginn
fleig í málinu.
Að stríðinu loknu var þessum
spítölum lokað og starfsfólkið fór
heim til Noregs. Eg átti kost á
að fara þangað líka, en nú voru
liðin tíu ár frá því að eg hafði
séð foreldra mína og systkini og
nú langaði mig heim. Eg var líka
orðin fjarska þreytt; eg skildi því
við þetta ágæta samstarfsfólk
mitt. Eg er búin að kynnast
mörgum þjóðum á þessu við-
burðaríka ferðalagi mínu og eg
verð að segja það, að mér finst
íslendingar og Norðurlanda þjóð-
irnar bera af öðrum hvað menn-
ingu og manndóm snertir.
Eg sigldi frá Liverpool 4. ágúst
í sumar á norsku skipi til Can-
ada. Mikinn fögnuð vakti það í
brjósti mínu þegar eg steig aftur
fæti á þetta friðsæla land mitt;
hér er fólk mitt, hér er frjáls-
mannlegt, hér er nóg af mat, nóg
klæði. En þreytt var eg. Eg held
eg hafi sofið nótt og dag í heila
viku eftir að eg komst til systur
minnar í Ottawa. Og nú er eg
búin að dvelja hér hjá fólki mínu
í tvo mánuði, mér til ósegjan-
legrar ánægju, og er búin að
safna kröftum á ný.
“Hvað hefir þú hugsað þér að
gera í framtíðinni?”
“Mér hefir boðist hjúkrunar-
starf við Norwegian Hospital í
Brooklyn, New York, og þangað
fer eg í næstu viku. Eg er þegar
orðin óþreyjufull eftir því að
taka aftur til starfa; mér finst að
hjúkrunarstarfið vera eitt það
mikilvægasta starf, sem hægt er
að hugsa sér. Seinna meir ætla
eg að ferðast til Noregs; þar á
eg marga vini, og svo aftur ti.l
míns kæra ættlands — íslands.
Æskuminningar
Efiir Krisiínu í Waíeriown
Eitt árið á Hálsi kom sá happa
atburður fram á ströndinni, að
stóran hval rak á Syðsta-bæ í
Hrísey. Þá var nú handagangur
í öskjunni, eins og þar stendur.
Slíkur mannfjöldi, sem þyrptist
utan um hvalinn úr öllum nær-
liggjandi sveitum, til að fá sér
bita af skepnunni! Margur fá-
tækur fekk gefins bita, því Svan-
hildur kona Jörundar í Hrísey
var mesta ágætis kona; hjálpaði
og gaf öllum sem hún náði til.
Blessuð sé minning hennar; hún
var svo góð til foreldra minna.
Mörgum þótti gaman að koma
á hvalfjöru. Margir menn voru
við skurðinn, þegar hvalurinn
var stór. Fjórar tegundir af kjöt-
meti voru á hvalnum; fyrst var
spikið, það var brætt og rent í
kvartel og kallað hvalsmjör.
Næsta lag á hvalnum var hið
ljúffenga rengi, sem allir sóttust
eftir. Það var ljósgult og glans-
aði. Þriðja lagið var ljósbrúnt;
það var kallað megra. Enn var
lag næst beinunum, það var kall-
að undanflátta og var sambreysk-
ingur og tók mikla suðu. Þetta
kjöt var svo fylt með kryddi og
pressað, og þótti afbragðs matur.
Þessir kvaltúrar fólksins voru
hin mesta upplyfting fyrir alla;
vinir fundust úr fjarlægum
sveitum og töluðu saman með ■
glaðværð, en á Syðsta-bæ var
mesta góðgjörða-heimili, svo öll-
um leið vel. Jörundur bóndi var
mikill búhöldur og ákafa vinnu-
garpur. Yngsti sonur Jörundar
og Svanhildar kom til þessa
lands; það er hann Loftur Jör-
undsson, sem lengi hefir búið í
Winnipeg. Hann var fermingar-
bróðir minn. Eftir lýsingu af
honum, get eg séð að hann hefir
náð því bezta úr báðum foreldr-
um sínum.
Nú er Syðsti-bær orðinn mynd-
ar kaupstaður með mörgum
fögrum húsum og verzlunum.
Á Yzta-bæ bjó einnig sæmdar-
fólk, Kristinn og Kristín hétu
þau, foreldrar séra Stefáns á
Völlum. Kristín var ein af hinum
mætu Krossa-systrum; Kristinn
var sonarsonur séra Baldvins á
Upsum.
Eftir fimm ár á Hálsi, fluttu
foreldrar mínir inn að Kleif á
Árskógsströnd; þar bjuggu þau
þar til þau fluttu til Vesturheims
árið 1876.
VI.
Á mínum æskuárum voru börn-
in vanin við vinnu eins snemma
og aldur leyfði; fimm og sex ára
var þeim kent að prjóna og jafn-
framt að þekkja stafina í staf-
rófskverinu, líka kendi mamma
okkur bænir og vers, sem við
lásum kvöld og morgna og fund-
um í því gleði og styrk. Stund-
um gleymdi eg að lesa á morgn-
ana, en þá fann eg að eitthvað
vantaði, eg var ekki ánægð, svo
eg fór bak við hurðina og las
bænir mínar í hljóði og signdi
mig; þá fann eg að Drottinn var
með mér, og dagurinn varð hýr
og bjartur í huga mínum.
Eg hafði mikið gaman af að
setja saman orðin úr stöfunum,
svo eg var orðin vel lesandi, þeg-
ar,eg var átta ára; þá líka var eg
orðin fljót að prjóna, gat prjón-
að sokkhæðina á dag, en sú hæð
var áreiðanlega alin og kvart.
Þetta var kallað prjónles og selt
til útlanda; var okkur sagt að
þessir sokkar væru fyrir her-
mennina.
Við hin eldri pössuðum yngri
börnin; þvoðum fötin þeirra,
skúruðum gólfin; þvoðum skál-
ar og diska; hlupum á næstu bæi
í ýmsum erindagjörðum. Við
vorum látin passa kýr pg kindur
á sumrin; sækja fisk í fjöruna;
tína fjallagrös uppi á öræfum;
rífa lyng í holtum og klifum og
bera það heim á bakinu til eldi-
viðar. Við höfðum fjörugan
tíma á þessum túrum og settum
saman hendingar um hitt og
þetta, sem fyrir augað bar, og
aldrei man eg eftir að okkur
leiddist vinnan. Við álitum sjálf-
sagt að vinna og þegar eitt verk-
ið var búið, var það næsta til nS
byrja á. Móðir mín var mesta
dugnaðar kona og kallaði ekki
alt mikið, og svo var það alstaðar
á þeim tíma, að unglingar þurftu
að vinna og þaðan er dugnaður
og þrautseigja íslendinga þann
dag í dag. Æskan kendi þeim
vinnuþrá og að finna gleði í verk-
urium.
Stöku sinnum höfðum við tíma
til leikja. Feluleikur var nú ekki
lítið gaman og að búa til hálsfest-
ar úr fíflaleggjum og leika við
gullin okkar — kussa og skeljar
sem við tíndum saman í fjör-
unni. Krínolíur voru þá í tízku
hjá ungu kvenfólki. Við litlu
stúlkur vildum líka vera fínar,
svo við tíndum holta-tágir til að
gera kjóla okkar létta, hlupum
svo um túnið og sungum gleði-
söngva og kyrjuðum gamla
kvæðið:
Sem léttur lax í straumi,
í lífsins ölduglaumi
vér líðum áfram æginn um æsku-
dagana;
ha - ha - ha.
Þá einhver gleði annars eykur,
því andi vor er hvergi smeikur.
Vort æskulíf er leikur, sem líður
tra - la - la.
(Framh.)
Megin átökum styrjaldarinnar
var lokið, stríðshetjur okkar í
þúsundatali komnar heim, og
mikilla fylkinga enn von, þótt
þúsundum vitaskuld yrði eigi
heimkomu auðið, er fórnað höfðu
lífi sínu fyrir frelsi og fóstur-
jörð; enn skipaði eftirvæntingin
öndvegi innan vébanda fjölda
heimila víðsvegar um landið,
ásamt öruggri fullvissu um það,
að tryggt væri úr þessu með
öllu um hag þeirra, sem enn
dveldi fyrir handan; þeir kæmi
þá og þegar heilir á húfi heim;
einn þeirra manna, sem von var
bráðum á úr krossferðinni miklu,
kom ekki heim, og var sá Pétur
Hoffman Hallgrímson, er nú
verður hér stuttlega minst; hann
lézt af slysförum á Hollandi þ.
20. október, s. 1., og var jarð-
sunginn daginn eftir.
Það er ekki sársaukalaust, að
eg minnist vinar míns Péturs;
hann var mér, og okkur hjónun-
um handgenginn og kær; hann
kom oft á heimili okkar, og við
nutum ósegjanlegrar ánægju af
heimsóknum hans, en nú er þeim
með skjótum og óvæntum at-
burðum lokið.
Pétur Hoffman Hallgrímsson
var fæddur* í Riverton þann 7.
dag apríl mánaðar árið 1920; eru
foreldrar hans þau sæmdarhjón-
in, T. L. Hallgrímson fram-
kvæmdarstjóri og kona hans Elín
borg Hoffman Hallgrímson. Pét-
ur naut alþýðuskólamenntunar
í fæðingarbæ sínum, en lagði
skömmu síðar leið sína til Win-
nipeg, og stundaði nám við
Success verzlunarskólann; sóttist
honum námið vel, því hann var
hvorttveggja í senn, góðum gáf-
um gæddur, og ástundunarsam-
ur að sama skapi; að loknu námi,
réðist Pétur í þjónustu Drum-
mondville veiðarfæra verzlunar-
innar hér í borginni, og starfaði
þar fram til þess tíma, er hann
gekk í stórskota sveit canadiska
hersins í desember mánuði 1942;
var hann við heræfingar á ýmiss
um stöðum í Canada, en dvaldi
um all-langt skeið á Newfound-
land, og fór austur um haf í marz
mánuði 1-945.
Þann 24. ágúst 1944, kvæntist
Pétur, og gekk að eiga ungfrú
Svövu Sigurbjörgu Pálmason,
dóttur Jóns og Stefaníu Pálma-
son, er lengi áttu heimili í
Riverton, en nú eru búsett við
Athalmer í- British Columbia
fylkinu; er frú Svava hin 'friesta
ágætisjíona, trygglunduð og
heilsteypt í skapgerð; hún hefir
mist mikið; foreldrar Péturs og
bróðir hafa mist mikið, og það
hafa allir mist mikið, er áttu því
láni að fagna, að kynnast Pétri
og eiga hann að vini.
Pétur Hoffman Hallgrímson
var, eins og segir í fornsögum
okkar, fyrir flestra hlpta sakir
afbragð annara manna; hann var
fríður og hetjulegur, og mikill
að vallarsýn; skoðanir hans á líf-
inu og hinum mikla tilgangi
þess, voru óvenju skýrmótaðar
hjá svo ungum manni; hann var
spaugsamur og hláturmildur, en
í undirvitundinni ómaði við-
kvæmur og draumrænn streng-
ur sjaldgæfrar ástúðar, og það
var sá strengurinn, sem verður
vinum hans með öllu ógleyman-
legur.
Pétur skaraði snemma langt
fram úr jafnöldrum sínum við
hvers konar íþróttir, og var jafn-
vígur í hockey sem boltaleik;
í hverju, sem hann tók sér fyrir
hendur, var hann jafnan í
fremstu röð, og hlífði sér lítt;
hann var framúrskarandi nær-
gætinn við ástmenni sín; öll ár-
in, sem hann dvaldi í þessari
borg, fór hann að jafnaði norður
til Riverton um helgar í heim-
sókn til foreldra sinna, og öll ár-
in, sem hann var í stríðinu, skrif-
aði hann venjulega konu sinni,
foreldrum og bróður, annan
hvorn dag; síðasta bréfið heim,
skrifaði Pétur þann 19. október,
eða daginn áður en dauða hans
bar að og tjaldið félh við lok
síðasta þáttarins í stuttri, en ó-
venju fagurri ævi.
Mannlegum söknuði verður
aldrei með orðum lýst, svo til
hlýtar megi teljast; fullnaðar-
skilning í þeim efnum öðlast þeir
einir, er tæma til botns bikar
heitra harma, en styrkjast jafn-
framt í lífsbaráttunni við með-
vitundina um það, að anda, sem
unnast, fái eilífð eigi aðskilið.
Við kveðjum Pétur Hoffman
Hallgrímson með djúpum trega,
þökkum honum unaðslega sam-
fylgd, og minning hans, hlý og
hrein, verður okkur vinum hans,
samferða fram á brautarenda.
E. P. J.