Lögberg - 15.11.1945, Side 6

Lögberg - 15.11.1945, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON Hvernig gat hún ímyndað sér það? Hamingj- an góð! — Það var vegna einhvers, sem í fyrstu hafði ofurlítið sært hana, einhver strangur al- vörublær, sem allt í einu hafði fjarlægt hann frá henni. Skömmu áður hafði hún lesið enska skáldsögu. Það var fremur ómerkileg saga, með mörgum leiðinlegum frásögnum, en sagan sagði frá hvernig göfugt hjarta, gat ekki vegna mikil- værgrar ástæðu, tekið útrétta hendi göfugrar stúlku, en bægði henni frá sér með köldu við- móti, þrátt fyrir að hann tók það mjög nærri sér, og fór burtu eins fljótt og hann mögulega gat. Þessi saga, þó að öðru leyti lítils virði, varp- aði ljósi á það, sem þangað til var Jackueline óskiljanlegt. Hann var umfram allt heiðarlegur maður. Hann hefir'vitað að nærvera sín var henni til sársauka. Hann hefur kannske séð er hún tók hálfreyktan vindling, sem hann skildi eftir á borðinu, til að geyma; ásamt öðru til minja — gömlum hanska sem hann hafði týnt, bindi af fjólum sem hann hafði safnað úti í sveitinni og gefið henni. Já, þegar hún fór að hugsa um hálfreykta vindilinn, datt henni í hug að hann hefði séð er hún tók hann, og þóttitþað bæði heimskulegt og barnalegt. Eða hann hefur álitið að það væri rangt gagn- vart foreldrum hennar, sem ávalt höfðu verið honum góð, að gefa henni undir fótinn, sem svo yrði ekkert úr — ekkert í bili. En þegar hún yrði nógu gömul til að biðja hennar, mundi hann þá þora það? Væri þá ekki eins líklegt að hann áliti sig of gamlan? Hún yrði á ein- hvern hátt að gefa honum undir fótinn, láta hann vita að hún væri ekki neinn krakki — væri orðin nógu gömul til að giftast. Hvað þetta var allt erfitt! Þeim mun erfiðara af því hún var fjarska hrædd við hann. Það er ekki að undra, að Fraulein Schult, eftir að heyra þessa romsu dag eftir dag, á- samt <öllum þeim vonum og voníeysi sem rugl- aðist saman í huga hennar, yrði meira en lítið hissa, er Jackueline kom til hennar, uppljóm- uð af fögnuði, til að biðja hana að koma með sér til Rue de Prony, og komast að því, að hetjan í hennar dularfullu ástarsögu, var eng- inn annar en Herbert Marien. Undir eins og hún varð þessa vör fann hún að hún yrði í vanda stödd, en hún fann að það var engin leið út úr því, án þess að gera of mikið úr þessum saklausa barnaskap, óráðinna bernskudraumóra; hún ályktaði því, að minn- ast ekkert á það; en hafa stöðugar gætur á öllu. M. de Nailles hafði gefið henni aðra fyrir- skipun, sem var, að hún fylgdi Jackueline með- an hún sæti fyrir hjá málaranum. Það var engin undankomuvegur fyrir hana, hún varð að gera eins og henni var sagt. “Og umfram allt að segja mömmu ekki eitt einasta orð um þetta, hvers sem hún spyr þig,” sagði Jackueline. Og faðir hennar bætti við hlæjandi: “Ekki eitt einasta orð.” Fraulein Schult fanst hún skilja hvers var krafist af sér. Hún var auðvitað viljug að gera þetta, en umfram allt vegna þess að þessar setur lengdu vinnutíma hennar, sem henni var borgað fyrir, því hún hafði hugann stöðugt á því, að þéim mun meir sem hún gæti unnið fyrir, þeim mun fyr gæti hún farið heim til sín og giftst lyfsalanum sínum. Þegar Jackueline ásamt svissnesku kennslu- konunni sinni, kom með miklu fasi inn í málara- stofu Mariens, hafði hún hjartslátt, eins og vit- und hennar segði henni að hún væri að gera eitthvað rangt. Hún hafði gert sér svo margar ímyndanir um hvað það væri að sitja fyrir hjá málara, og hún hafði heyrt af samtali svo mikið um það, svo hún var Búin að búa sér til hinar fáránlegustu ímyndanir um það. Henni fanst hún verða fyrir hinum mestu vonbrigðum er hún í fyrsta sþin, leit yfir mál- arastofuna. Hún hafði búist við að sjá heilt safn af bric-á-bras, samkvæmt þvi sem hún hafði heyrt sagt. Málarastofa Mariens var gríðar stór salur með mörgum gluggum. Myndir og teikningar héngu á veggjunum, og í bungum í öllum hornunum, og dreifðar um borð og stóla, sem bar vitni um mikið starf og afköst lista- mannsins, sem unni svo mjög list sinni að hann var aldrei ánægður með það sem hann gerði. Það sem öðru fremur vakti eftirtekt, voru gyps myndastyttur, sem gerðar höfðu verið eftir fornum bronsmyndum, sem stóðu til og frá meðfram veggjunum, það var aðallega það eina sem prýddi þennan stóra sal; ekkert af smáskrauti sem sumir listamenn hafa í kringum sig og eyða tímanum til að horfa á og dást að, fremur en vinna. Grind sem fest var á hreint léreft, stóð á miðju gólfinu, þar sem Jackueline átti að sitja fyrir. “Ef þér þóknast, er best _að við eyðum engum tíma,” sagði Marion, heldur óþýðlega, er hann sá Jackueline vera að, skima út í hvert horn í stofunni, og var að draga til hliðar blæju sem hann hafði lagt yfir málverk sem hann var að gera af andláti Savonarola. Það var ekki minst valdandi óvilja hans að mála mynd af Jackue- line, að þurfa að hætta vil þetta mikla verk, til að þóknast henni. “Eg skal vera tilbúinn eftir tíu mínútur,” sagði Jackueline, og tók af sér hattinn. “Því geturðu ekki staðið fyrir eins og þú ert? Treyjan, sem þú ert í fer þér vel. Við skulum byrja strax. , “Nei! Hverslags flaustur er þetta!” sagði hún og hljóp að byrginu, sem stóð hálf opið. “Þú skalt sjá hversu mikið betur eg lít út, eftir fá- ein augnablik.” “Eg tek ekki til greina hvernig þú snyrtir þig. Eg lofa alls ekki að fara eftir því.” Hann skildi við hana hjá Miss Fraulein, og sagði: “Kallaðu til mín þegar þú ert tilbúin, eg verð í næstu stofu.” Það leið stundarfjórðungur, eða meir, og ekkert merki hafði verið gefið. Marien var orð- inn óþolinmóður að bíða, og barði á hurðina. “Ertu nærri búin að snyrta þig til?” spurði hann í ísköldum málróm. “Rétt búin,” var svarað í lágum og óstyrk- um róm. Hann fór inn, og til mikillar undrunar fyrir Frauleine Schult, sem nú var búin að hjálpa Jackueline við snyrtinguna, sá hvar hann stóð — eins og steingjörfingur, eins og maður, sem hefði orðið fyrir göldrum. Hvað hefir orðið af Jackueline? spurði hann. Hvað á hún skylt við þessa undra veru? Hefur hún verið snert með einhverjum álfasprota? Eða þurfti ekki annað til að gera þessa ummyndun, en reglulegan kvennbúning, sem samsvaraði líkams byggingu hennar, í staðinn fyrir stutt pils og stutta treyju víða um mittið, eins og drengja treyja, sem hefur gert þessa litlu stúlku eins og hún til- heyrði hvorugu kyninu, óþekkjanleg vera, dæmd til þess að vera æfinlega sem krakki? Hvað hún sýndist nú há og grönn, og tignarleg í þessum síða búningi, _ mittið eins sívalt og mjúkt og pílviðargrein; hvaða aðdáanleg líkamsfegurð, hennar óviðjafnanlegu handleggir, herðar og háls, sem hún var hálf feimin að láta sjást. Hún var að vísu ekki holdug, en byggingarlag hennar var henni meðskapað, og -hafði ekki verið aflagað með óeðlilegum reyringum, né þröngum búningum, hún var hörundsdökk, en hörundið mjúkt og skínandi, eins og litur á fornu líkneski sem sólargeislarnir höfðu kastað á ofurlítið gulleitum blæ. Þessi Parísar stúlka hrein eftirmynd af Tanagra. Hennar gríska höfuðlag var þeim mun meir óberandi, þar sem hún hafði ekki annað á höfðinu en hár- fléttuna sem hún hafði sett upp í sveig á höfð- inu, til þess að hálsinn fyrir neðan hársræturn- ar sæist betur, sem var kannske fegurst alls, á hennar fagra líkama. “Jæja! — hvernig lxst þér nú á mig?” sagði hún við Marien, með nákvæmri aðgæzlu á því hver áhrif hún hefði á hann — aðgæzlu eins og hún væri fullþroska kona. “Jæja! Eg get varla áttað mig á því enn! Því hefir þú glysbúið þið svona?” spurði hann með tilgerðar brosi, eins og hann væri að reyna að ná valdi yfir því sem hann vildi segja. “Þér líkar þá ekki hvernig eg lít út?” muldr- aði hún í hálfum hljóðum. Það komu tár í augun og varirnar skulfu. “Eg sé ekki Jackueline.” “Nei — eg vona ekki — en eg er nú betri en Jackueline, er eg ekki?” “Eg þekki Jackueline. Þessi nýja Jackueline gerir mig forviða. Gefðu mér tíma til að kynn- ast henni. En eg vil spyrja þig einu sinni ennþá. Hvað kom þér til að dulbúa þig svona?” “Eg er ekki dulbúin. Eg er dulbúin þegar eg er neydd til að vera í þeim búning sem sam- svarar mér ekki,” svaraði Jackueline, og benti á gráu treyjuna og fellinga pilsið, sem var hengt upp á hattasnaga. “Ó, eg veit af hverju mamma lætur mig vera í þeim búningi — hún er hrædd um að eg verði ofmikið fyrir kjóla, áður en eg hefi lokið skólanámi mínu, og að það leiði huga minn frá erfiðum viðfangsefnum. Hún gerir það af því hún heldur að það sé mér fyrir bestu, en eg mundi ekki missa mikinn tíma við það að setja hárið mitt upp, eins og það er núna, og hvað væri illt í því þó pilsið mitt væri lengt tvo eða þrjá þumlunga? Myndin sýnir henni að eg lít betur út við þessa búningsbreytingu, og kemur henni kannske til að lofa mér að fara til Bal Blanc, þar sem Madame d’Etaples ætlar að hafa afmælisveizlu fyrir Yvonne. Mamma neitaði mér um það, sagði eg væri ekki nægu þroskuð til að vera í niðurskornum kjól, en þú sérð að hún hafði þar rangt fyrir sér.” “Já, í méira lagi”, sagði Marien, og brosti á móti vilja sínum. “Já, finnst þér það ekki?” sagði hún himin- glöð af því sem hann sagði: “Auðvitað bein, en þau eru ekki eins áberandi og hálsbeinið á Dolly, en Dolly sýnist þreknari en eg, því hún er kringluleit. Jæja! Dolly ætlar að fara á dans- leikinn hjá Madame d’Etaples.” “Eg gef það eftir,” sagði Marien, og virtist ekki hugsa um annað en undirbúninginn undir myndar málninguna, svo hún sæi ekki að hann var brosandi. “Eg viðurkenni vissulega að þú hefur bein — já, mörg bein — en þau eru ekki mjög áberandi.” “Það gleður mig að heyra,” sagði Jackueline með fögnuði. “En lofaðu mér að spyrja þig einnar spurn- ingar. Hvar náðir þú í þennan kynlega búning? Mér finnst að eg hafi séð hann einhverstaðar áður.” “Það er enginn vafi á því að þú hefur séð hann áður,” sagði Jackueline, sem nú var búin að ná sér eftir óstyrkinn, sem fyrst greip hana, og var nú reiðubúin að tala; “það er búningur sem mamma bjó til fyrir nokkrum árum, er hún lék hlutverk í sjónleik.” “Það bar sem eg hélt,” urraði Marien og beit sig í varirnar. Búningurinn framkallaði í huga hans, margar persónulegar endurminningar, og við eina slíka minningu, varpaði hann mæðilega öndinni. Meðal annara hæfileika Madame de Nailles, var hún gædd listrænum leikara hæfileika. Það var fyrir nokkrum árum síðan, að hún hafði leitað álits hans um hvaða búning hún ætti að hafa, í leik sem hún tók þátt í hjá Madame d’Avrigny. Þessi endur framköllun, löngu liðins leiks, með leikendunum búnum þeim búningum sem samsvöruðu þeim tíma er leikurinn átti að hafa gerst, lukkaðist mjög vel og sérstaklega fyrir hina ágætu búninga. í hlægilega parti leiksins, höfðu búningarnir verið mjög yfirdrifnir, en Madame de Nailles, sem lék hlutverk daðurskvendis, hefði ekki verið í þeim búningi, ef hún hefði ekki reynt til að gera sig eins töfrandi og mögulegt var. Marien hafði sýnt henni myndir af fríðleiks- konum frá 1840, sem Dubufe hafði málað, og hún hafði kosið hvítan kjól gull bróderaðan, sem hún var í, þetta eftirminnanlega kvöld er hún hreif svo margra hjörtu, og sem hafði haft svo mikil áhrif á líf og forlög Marien’s. Það hefði mátt sjá það á honum, með hve mikilli gremju hann horfði nú á þennan skrautlega búning. Honum fanst að þessi búningur hefði aldrei litið að hálfu leyti eins vel út á Madame de Nailles, eins og hann leit nú út á stjúpdóttur hennar. Meðan þessar hugsanir flugu gegnum höfuð Marien’s, hélt Jackueline áfram að tala. “Eg var í dálitlum efa um hvað eg ætti að gera — allir búningar mömmu gera mig svo hræðilega ellilega. Modest færði mig í þá, einn eftir annan. Við fórum að hlægja, því þeir voru allir svo fráleitir; og svo vorum við hræddar um að mamma mundi sakna þessa sem eg tók; en það er ekki líklegt að hún spyrji eftir þessum gamla kjól. Hún hefur verið bara einu sinni í honum, og lagði hann svo til síðu. Hann hefur ofurlítið gulnað við að liggja svona lengi ó- brúkaður, heldurðu það ekki? Við spurðum föður minn um það, og sagði hann að hann væri ágætur, því það bæri þá minna á mínum dökka hörundslit, og að kjóllinn væri ekki eftir neinu sérstöku tískutímabili, sem væri æfin- lega betra. Þessir grísku kjólar, eru æfinlega móðins. Fyrir fjórum árum var mamma langt- um grennri en hún er nú. Við þrengdum hann talsvert undir höndunum, en við urðum að síkka hann. Geturðu trúað því? — Eg er hærri en mamma — þú getur varla séð sáuminn, hann er hulinn undir gull borðanum. “Það gerir ekkert til. Eg mála myndina þrjá fjórðu af hæðinni,” sagði málarinn. “Nei, því þá það! Þá sér enginn að eg er í síðum kjól. En eg skal vera décolletée samt sem áður. Eg ætla að fiafa kamb í hárinu. Það þekkir enginn myndina; að hún sé af mér — enginn! — þú þekktir mig varla sjálfur.” “Nei, ekki fyrst. Þú ert svo breytt.” “Mamma ýerður alveg undrandi,” sagði Jack- ueline, og neri saman höndunum. “Þetta var heillaráð.” “Undrandi, það efast eg ekki um,” sagði Marien, dálítið kvíðin. “En látum okkur nú byrja — stattu nú kyr, og vertu alveg eins og þú átt að þér. Hafðu höndina fyrir framan’þig og láttu þær hanga niður; fingurnar ekki of þétt saman. Víktu til höfðinu, ofurlítið. Ó, hve elskulegur háls, og hve vel höfuðið samsvarar honum!” Jackueline leit til Miss Schult, sem sat í öðrum enda salsins, með hekluverk sitt. “Nú geturðu séð að hann álítur að eg sé lagleg — að eg sé einhvers virði — það kemur fram seinna,” sagði Jackueline. Á meðan Marien var að gera aðal drættina á léreftið af þessari yndislegu mynd sem var fyrir framan hann, var Jackueline að bera það í huga sínum saman við hvítan brúðarbúning. Hún var að láta sig dreyma um að málarinn yrði meira og meira ákveðinn í að biðja sín, eftir því sem myndin náði meiri og meiri lík- ingu; auðvitað mundi faðir hennar segja: “Þú ert ekki með öllu ráði — þú verður að bíða. Eg læt Jackueline ekki giftast fyr en hún er seytján ára.” Hún hafði heyrt að langt tilhuga- líf væri indælt, þó það sé ekki venjulegt á Frakklandi. Hún hugsaði sem svo að fyrir þrá- beiðni sína, mundi faðir sinn og stjúpa á end- anum láta undan og gefa samþykki sitt, því þeim þótti báðum svo mikið koma til Marien. Þar sem hún stóð frammi fyrir málarnaum dreymdi hana þessa sælu drauma, gerðu andlit hennar að einu sældar og sólskins brosi. Þegar Marien hafði gert sinn fyrsta uppdrátt, sem tók hann æði langan tíma, sagði hann, eins og afsakandi: “Þú ert líklega orðin þreytt — eg mundi ekki eftir því að þú ert búin til úr við; við höldum áfram á morgun.” Jackueline fór í gráa sloppinn sinn, sem hún hafði eins mikla forsmán á, eins og Cinderella hefur haft á sínum lélegu tuskum, eftir að hún var klædd prinsessu skrúðanum. Jackueline fór út með þeirri fullvissu að sér hefði tekist vel í fyrsta sinn, og var nú óhrædd að koma aftur. Þannig gekk það í hvert sinn er hún sat fyrir, þó hún yrði stundum dálítið óánægð, eins og þegar Marien, sem var með allan hugann á verki sínu, hafði ekki gefið sér tíma til að tala neitt við hana, nema segja: “Víktu við höfðinu ofurlítið,” eða er hann sagði: “Nú máttu hvíla þig á morgun.” Þegar hann sagði þetta, horfði hún áhyggju- full á hann, er hann keptist við að mála, og málslettur lentu til og frá á léreftið, og hún veitti því eftirtekt hve alvarlegur hann var, með hökuna ofan á barm sér, og djúpar hrukkur á enninu, uppí hársrætur. Það var auðséð, er hann leit þannig út, að honum var alls ekki í hug að þóknast henni. Hana gat ekki heldur grunað hvað hann var að hugsa með sjálfum sér: “Eg er bjáni! Maður á mínum aldri skuli hafa ánægju af að sjá þetta litla höfuð fullt af barnalegum ímyndunum og draumórum, sem er stefnt til mín. En getur maður — hvað gamall sem hann er — hugsað og breytt sanngjarnlega? Þú ert ekki með fullu ráði Marien! Barn á fimt- ánda ári! Fáviska! Það segir að hún sé fjórtán — en hún er fimtán — og var það ekki það sem Júliet var? En, þú gamli gráskeggur, þú ert ekki Romeo! — Ma foi! Eg er í dálaglegri klemmu. Eg ætti að læra að leika mér ekki við eldinn, eg ætti að vera nógu gamall til að vita það.” Þessi orð “á mínum aldri”, var æfinlega við- kvæðið hjá Herbert Marien. Hann hafði séð nógu mikið í viðskiftum sínum við kvenn- fólk, til þess að vera í engum vafa um hvað Jackueline var í huga. Hann hafði veitt því eftirtekt með blandaðri ánægju og sjálfstil- finningu, frá því fyrsta að hann sá, að hún fór að hafa ást á honum. Hinir gætnustu menn eru ekki tilfinningarlausir fyrir skjalli í hvaða mynd sem það birtist. En það að verða ást- fanginn í barni var fjarstæða — hlægilegt — en Jackueline leit ekki út sem barn, eftir að hann hafði séð herðar hennar berar, og hið þykka og fagra hár á höfði hennar, með gim- steinum settum kransi. Það var ekki hann einn sem hafði veitt þessari upprennandi fegurð hennar eftirtekt, en honum fanst að hann hefði hjálpað til að gera hana svona elskulega. Hin saklausa viðkvæmni sem hún hafði haft fyrir honum; hafði að nokkru leyti valdið þessari breytingu á útliti hennar. Því ætti hann að forðast að anda að sér svo hreinum og sætum reykelsis ilm? Hvernig gat hann annað en orðið snortinn af slíkum ilm. Mundi hann ekki geta komið í veg fyrir þetta, þegar honum sýndist? En mætti hann ekki njóta þessarar sælu þangað til, eins og hlýrra geisla vorsólarinnar? Hann kastaði frá sér allri áhyggju þessu viðvíkjandi, og Jackueline leit á hann ljómandi af fögn- Uði, sem stafaði.frá innri leynilegum áhrifum, hrukkurnar hurfu af enni hans, og hans blíða bros, sem hafði töfrað svo margar konur, leið eins og ljósgeisli yfir andlit hans; sem gerði hana enn ástfangnari í honum. Nú gjörðist hann málhreifur og sagði margt, sem án þess að það vekti samvizkubit hjá honum, eða skelk aði Fraulein Schult, sem var fallið til að blekkja stúlku, sem var ekkert veraldarvön, en lifði í ímynduðum ástardraumi. Stundum flaug honum í hug að hann hefði gert of mikið að þessu, hann varð stundum nærri meinyrtur, eða þegjandalegur. En þessi breyting á viðmóti hans, hafði samslags áhrif á Jackueline og dutlungar daðurkvendis hafa á ungan aðdáanda. Hún varð áhyggjufull, hún vildi fá að vita af hverju það stafaði, og komst loksins að því sem hún hélt að væri skýring á því, eða einhver afsökun hjá honum, sem sam- svaraði ímyndun hennar. Það sem gaf henni fullvissu í þessu máli var myndin. Ef honum sýndist hún eins falleg og hann lét hana líta út á léreftinu, þá var hún viss um að hann mundi elska sig. “Er þetta virkilega eg? Ertu viss um það?” sagði hún við Marien, með ánægjubros á vör- um. “Mér sýnist þú hafa gert myndina miklu fallegri en eg er.” “Nei, langt frá því,” svaraði hann. “Það er ekki mér að kenna ef þú ert fallegri en virðist eðlilegt, eins og sumar myndir eru gerðar, til að vera sem minjagripir. Hvað heldurðu um það?” Jackueline fór að verja, með miklu fjöri, þann gamla enska sið, að mála myndir aðeins í þeim tilgangi að hafa þær fyrir minjagripi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.