Lögberg - 15.11.1945, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945
7
Ingólfur Arnarson
Ingólfur og fóstbróðir hans
Leifur, fóru fyrst einskonar
rannsóknarferð til íslands og
voru einn vetur á Austfjörðum.
Þeim leist vel á landið og af-
réðu að sækja heim fólk sitt og
eigmr. Ingólfur undirbjó burt-
förina, en á meðan fór Leifur í
víkingaferð til írlands; þar fékk
hann mikið fé, tíu þræla og gott
sverð. Eftir því sverði var hann
síðan nefndur Hjörleifur.
Ingólfur var albúinn þegar
Hjörleifur kom til baka og nú
stigu þeir á skip með konur sín-
ar, alt fólk sitt og allar þær eign-
ir, sem þeir gátu flutt með sér.
Þeir höfðu sitt skipið hvor.
Þegar þeir sáu í land á Islandi,
tók Ingólfur öndvegissúlur sínar
og fleygði þeim í sjóinn og sagði
að þar sem þær ræki á land
myndi hann byggja bæ sinn.
Þeir Ingólfur og Hjörleifur
fóru nú í land á suðurströnd ís-
lands, og bjuggu um sig og fólk
sitt þar um veturinn, en langt
var á milli híbýla þeirra.
Um vorið skipaði Hjörleifur
þrælum sínum að plægja jörð-
ina; vitaskuld hötuðu þrælarnir
Höskuld fyrir það að nema þá 1
burtu frá heimilum þeirra á ír-
landi og gera þá að þrælum; þeir
gerðu samsæri á móti honum og
drápu hann og alla hina frjálsu
menn, sem með honum voru og
flúðu síðan með Helgu og allar
konurnar út í eyjar, sem þar voru
skamt frá landi.
Þetta sama vor sendi Ingólfur
tvo þræla -sína vestur með sjó
til að leita að öndvegissúlunum.
Þeir fundu Hjörleif dauðann.
Þegar Ingólfur frétti þetta, fór
hann strax að leita þrælanna, til
þess að bjarga systur sinni og
hefna fóstbróður síns. Hann fann
þá í eyjunum og drap suma, en
aðrir hlupu fram af hömrunum.
Ingólfur gaf eyjunum nafn og
nefndi þær Vestmannaeyjar, því
að Norðmenn kölluðu Ira Vest-
menn. .
Orðasafn.
fóstbróðir — foster-brother
rannsóknarferð — a voyage of
exploration
Austfjörðum — Eastern fjords
þeir afréðu they decided
að sækja — to fetch
eignir — possessions
undirbjó — prepared
burtför —- departure
þræll —thrall
sverð — sword
albúinn — already
öndvegissúlur — high-seat post
hann fleigði — he threw
suðurströnd — south coast
híbýli — dwelling-place
hann skipaði — he ordered
að plægja — to plough
vitaskuld — of course
að gera samsæri — to plot
þeir flúðu — they fled
að frétta — to hear
að leita — to search
að bjarga — to save
að hefna — to revenge
hamrar — precipice
Skýrsla ritara á ársfundi
“Íslendingadagsins”
6. nóv. 1945
íslendingadags hátíðahaldið að
Gimli, síðastliðinn 6. ágúst, var
skemtilegt og fór vel fram undir
stjórn forsetans, Mr. G. F. Jónas-
son.
Veðrið um morguninn var
skýjað og þungbúið, svo leit út
fyrir rigningu. Hamlaði það útlit
talsvert, aðsókn að hátíðinni, því
fjöldi fólks frá Winnipeg, sem
ætlaði sér að fara á hátíðina,
hætti við. Þegar fram á hádegi
kom; glaðnaði til og varð yndis-
legt veðrið síðari hluta dagsins,
svo ekki varð á betra kosið.
Þrátt fyrir skuggalegt útlit um
morguninn, kom fleira fólk á
þessa hátíð, en nokkru sinni áð-
ur, að Gimli, eða rúmlega fjögur
þúsund manns. Hefði efalaust
komið um fimm til sex þúsund
manns á hátíðina að þessu sinni,
ef útlitið hefði verið bjartara að
morgninum.
En ástæðan til þess, að fólk
fjölmenti svo á þessa samkomu
fremur venju, var fyrst og
fremst sú, að söngkonan víð-
kunna, frú María Markan Öst-
lund, var fengin frá New York
til þess að syngja við þetta tæki-
færi. Urðu engir fyrir vonbrigð-
um með söng hennar. Hún heill-
aði alla er hún var hér fyrir
nokkrum árum, og hún heillaði
alla enn nieð söng sínum og fram
komu, að deginum og eins að
kvöldinu við “Community” söng-
inn. .
Annað gott aðdráttarafl var
ræðumaðurinn fyrir minni ís-
lands, Pétur Sigurgeirsson, Sig-
urðssonar biskups yfir íslandi.
Var ræða hans bæði snjöll og
prýðilega flutt.
Skáld og aðrir ræðumenn voru
þar góðir og einnig skemti Karla
kór íslendinga í Winnipeg þar
með söng, eins og mörg undan-
farin ár.
“Fjallkona” dagsins var frú
Ólína Pálsson frá Winnipeg, er
flutti prýðilega fagurt ávarp til
barnanna i Vestrinu.
Að kvöldinu var stiginn dans
langt fram á nótt. En á dansin-
um voru rúmlega 1400 manns.
Með ári hverju sannast vin-
sældir “Islendingadagsins” há-
tíðahaldsins að Gimli, því frá
1932, hefir aðsóknin aukist með
ári hverju. Enda hefir nefndin
ávalt lagt sig eftir því, að vanda
vel til skemtiskrárinnar og allan
undirbúning, án þess að horfa
um of í peninga útgjöld við und-
irbúninginn. En það, sem mest-
ar vinsældir hefir vakið, er koma
hinna mörgu og góðu gesta frá
íslandi, árlega, sem fólkið hefir
glaðst yfir að sjá, heyra og kynn-
ast>-
Þegar yfir allt er litið, var
þetta hátíðahald, eitt með því
veglegasta, sem við höfum haft
að Gimli, og arðvænlegasta einn-
ig, eins og þið munuð sjá af fjár-
hagsskýrslu féhirðis.
I þau 56 ár, sem Islendingadag-
urinn hefir verið haldinn, mun
hann aldrei hafa staðið sig eins
vel fjárhagslega, sem nú, og hef-
ir þó oft verið gefið frá $100.00
til $200.00 sum árin síðustu, til
ýmissa stofnana. Þarf því enginn
að líta kviðandi augum á af-
komu hans í framtíðinni, ef á-
fram verður stefnt og unnið, sem
undangengin ár.
Nefndin hefir starfað vel á ár-
inu. Hún hefir haldið aðeins sex
nefndarfundi. En aðalnefndinni
er vanalega skift í aðrar smærri
nefndir, svo sem Prógramms-
nefnd, Upplýsinganefnd, Aug-
lýsinganefnd og íþróttanefnd.
Hafa allar þessar nefndir starf-
að milli funda og unnið vel og
dyggilega að því, að gera hátíða-
haldið sem veglegast. Hefir það
lukkast mjög vel, sem raun ber
vitni um, enda líka samvinna
milli allra hin ágætasta.
Svo að síðustu, leyfi eg mér
í nafni nefndarinnar, að þakka
öllum hinum góðu gestum, sem
tóku þátt í að skemta, þakka
þeim hjartanlega fyrir þeirra
góða þá'tt í því, að gera hátíða-
haldið svo skemtilegt og aðlað-
andi. Sömuleiðis þakka eg öll-
um er sóttu hátíðina, svo og
þeim, sem auglýstu í skemti-
skránni, fyrir að styðja að því
árlega, að oss er mögulegt að
gera hátíðina svo ánægjulega og
arðbæra. Davíð Björnsson.
Viking Club
Þriðji ársfundur Viking félags-
ins var haldinn í Antique Tea
Rooms 9. nóv. s. 1.
Forseti, Carl S. Simonson og
skrifari, H. A. Brodahl gáfu
skýrslur, sem sýndu að félaginu
hefir orðið mikið ágengt hvað
viðvíkur því markmiði að draga
saman í einn hóp fólk af Skandin
avisku begri brotið, og hefir sam-
vinna verið bæði ánægjuleg og
uppbyggileg. Ræðumenn á fund-
um (sem allir hafa verið á hótel-
um við miðdegisverð eða kvöld-
verð), voru árið sem leið: Dr.
H. P. Briem, aðalræðismaður ís-
lends í'New York; Robert Staer-
mose þingmaður frá Danmörku,
Capt. P. Freucher; Hon. Per
Wijman, sendiherra Svíþjóða.r í
Ottawa og Rev. Dr. C. E. Hoff-
sten, prestur við Norsku kirkj-
una hér.
Stærsta viðfangsefni félagsins
var að undirbúa samkomu þá í
Orpheum leikhúsinu þar sem
1800 manns hlýddu á Capt. Peter
Freuchen frá Danmörku.
Gestir á fundinum voru: Mrs.
F. Heino, kona prestsins við
kirkju Finnlendinga í Sudbury,
Ont.; Dr. John B. C. Watkins,
próf í ensku við Manitoba háskól
ann, einn af þeim mönnum sem
sýnt hefir mikinn áhuga fyrir
menningarmálum Norðurlanda-
þjóða, hefir lært tungumál þeirra
og hefir starfað í tíu uhdanfarin
ár við American Scandinavian
Foundation^ og Mr. A. V. Pigott
aðstoðarumboðsmaður barna-
skóla í Winnipeg, sem í fundar-
lok hélt ágæta ræðu um nýjar
stefnur í uppeldis- og fræðslu-
málum.
Rætt var um hvort æskilegt
væri fyrir félagið að sameinast
American Scandinavian Founda-
tion, en engin ákvörðun tekin
í málinu að sinni.
Meðlimatala félagsins er nú
125, og skýrsla féhirðis sýndi að
$479.29 er í sjóði.
Mr. H. A. Brodahl, sem var
einn af stofnendum félagsins, og
hefir verið skrifari þess frá byrj-
un og driffjöðrin í öllum fram-
kvæmdum, var vottað alúðar
þakklæti fundarins og veitt $25
úr sjóði sem lítinn viðurkenn-
ingarvott frá félaginu fyrir starf
hans.
I stjórnarnefnd fyrir komandi
ár voru kosnir: Rev. P. M. Péturs
son, Mrs. S. Jakobson, og O. B.
Olsen (ísl.); Fred Hansen, H.
Jakob Hansen og H. A. Brodahl
(Dan.); O. S. Clefstad, Mrs.
Walle Larsson, og Per Thorsen
(Nor.); Albin Hagburg, Mrs. Alf
Gretsinger, og Carl Simonson
(Svíar); Mrs. John Norlen, Mrs.
J. F. Forsberg og Mrs. Eve Lake,
(Finn.). Skifta þeir með sér
verkum á fyrsta stjórnarnefnd-
arfundi.
Forseti þakkaði í nafni fundar-
ins fyrrverandi meðlimum stjórn
arn., er voru þessir: Séra V. J.
Eylands, J. F. Kristjánsson, Mrs.
E. J. Hallonquist, O. K. Thomas-
son, Hookon Overgaard og E.
Silvanius.
Kaffiveitingar voru framborn-
ar og félagsfólk skemti sér vel í
alla staði.
% cf
%ö°
V
<&
&
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
Sjávaraflinn 1944 var
530,000 tonn
Hafrannsóknarráðið og síldar-
rannsóknir. Fór síldin framhjá
íslandi í sumar?
Árið 1944 var afli íslendinga
meiri en á nokkru öðru aflaári
hingað til. Alls var aflinn upp
úr- sjó 530.000 tonn. Af því var
síldaraflinn 240.000 tonn. Annar
fiskur var þá 290.000 tonn. Þegar
þess er gætt, hve tiltölulega fá-
ir menn þao eru, sem sækja hér
sjó, og hve fiskiveiðaflotinn er
slitinn orðinn, þá er þetta afla-
magn alveg gífurlegt.
Eg spurði Árna Friðriksson að
því í gær, hvort ekki væri rétt
munað að afli íslendinga upp úr
sjó hafi verið fyrir stríðið allt
að 400.00 tonnum á ári. Sagði
hann svo vera. En eins og allir
vita, er aflamagnið æði mismun-
andi.
Síðustu alþjóðaskýrslur um
aflamagn eru frá árinu 1938. Þá
var lélegt aflaár hér, aflinn sam-
tals 289.000 tonn. En það ár var
t. d. allur afli Breta ekki nema
642.000 tonn. Ég segi “ekki
nema”, þegar þess er gætt, að
aflinn hér gat orðið á einu ári
530.000 tonn eða nál. 5/6 af afla-
magni Breta 1938.
Það er alveg áreiðanlegt, seg-
ir Árni, að hvergi í veröldinni
er aflinn eins mikill á hvern
sjómann eins og hér við land.
Venjan var þó á árunum fyrir
stríð, að okkar eigin afli var um
það bil helmingur þess afla, er
veiddist á Islandsmiðum.
Það er alveg víst, segir. Á. Fr.
að á næstu árum verðum Við
fjórða þjóðin í röðinni meðal
Evrópuþjóða að aflamagni, Norð-
menn, Bretar og Rússar þeir einu
sem verða hærri.
Fundur hafrannsóknaráðsins.
Árni er að fara til Hafnar á
fund alþjóðahafrannsóknarráðs-
ins og með honum dr. Finnur
Guðmundsson og dr. Hermann
Einarsson. Fundir Hafrannsókn-
aráðsins hafa legið niðri síðan
fyrir stríð. Fimtán þjóðir tóku
þátt í því og voru tveir fulltrúar
fyrir hverja þjóð. Fulltrúar Is-
lands voru Sveinn Björnsson þá-
verandi sendiherra í Höfn og
Árni Friðriksson. En nú tekur
Jakob Möller sæti í ráðinu með
Árna.
Hafrannsóknaráðið hafði hönd
í bagga með rannsóknum á öilu
Norður-Atlantshafi Evrópumeg-
in og ræddi um ýms vandamál
viðvíkjandi fiskiveiðum, friðun-
armálum o. fl. Þar var friðun
Faxaflóa til umræðu m. a. Það
mál komið á góðan rekspöl. Nú
veit enginn, segir Árni, hvernig
undirtektir manna verða undir
það mál, því nú er komið margt
nýrra manna í rannsóknarráð
þetta.
Vísindarit.
— Verkefni þessa fundar verð-
ur —?
— M. a. það, að fulltrúar hverr
ar þjóðar skýra frá þeim rann-
sóknum, sem hver hefir gert á
sínu sviði á styrjaldárárunum.
- Þar höfum við, sem héðan
komum, hver sitt verk að leggja
fram. Eg kem með bókina um
síldargöngurnar, þar sem eg
skýri frá rannsóknum þeim, er
gerðar hafa verið hér hin síðustu
ár, og benda að mínum dómi ó-
tvírætt til þess, að síldin, sem
hér er við Norðurland á sumrin
um veiðitímann komi frá Noregi.
Dr. Finnur Guðmundsson kemur
með rannsóknir sínar á svifinu.
er hann gerði á svæðinu milli
Reykjavikur go Vestmannaeyja.
Hann fór á einu ári fjórtán ferð-
ir héðan til Vestmannaeyja og
athugaði þörungasvifið, til þess
að komast að raun um hvernig
tilbrigðin eru í svifmagninu í yfir
borði sjávar. En svif þetta er
mjög þýðingarmikið fyrir allt
æða líf í sjónum.
Dr. Hermann Einarsson hefir
að framvísa doktorsritgerð sinni
v
Á þessari mynd sjást enskir menn við vinnu, sem eru að
smíða húsgögn úr timbrinu, sem Mosquito sprengjuflug-
vélarnar voru gerðar úr.
um ljósátuna svonefndu. Hann
hefir rannsakað þessar smá-
krabbategundir mjög gaumgæfi-
lega. Síldin nærist m. a. á ljós-
átu.’Þó er hún ekki eins mikill
þáttur í fæðu síldarinnar eins
og rauðátan. Vonandi gerir dr.
Hermann rauðátunni eins góð
skil, er hann fær tækifæri til
þess.
Fór síldin framhjá?
— Hvað segja starfsbræður
þínir erlendis um þá kenningu,
að síldin gangi milli Noregs og
Islands árlega?
— Þeir voru fullir efasemda
fyrst í stað. Eg veit nú að þeim
fjölgar stöðugt, sem fallast á mál
mitt.
— Óyggjandi sannanir færðu
þo ekki fyrri en hægt verður
að merkja síld, bæði hér og í
Noregi og merki finnast frá
Noregi í síld, sem hér er veidd
eða merki héðan finnast hinum
megin við hafið.
— Rétt er það. Vona eg að
þess verði ekki langt að bíða
að við getum komið á merking-
um á síld á báðum stöðum. Eg
Hef fengið 10 þús. síldarmerki í
Ameríku, er reynst hafa vel þar
og fer með sýnishorn af þeim
til Hafnar. Ef við fáum norska
útgerðarmenn til að sinna þessu
máli, þá ætti allt að ganga greið-
lega. Setja þarf upp rafsegul-
útbúnað í síldarverksmiðjurnar
sem draga merkin út úr mjölinu
og koma þau þannig til
skila.
— Það breytir náttúrlega mik-
ið öllu viðhorfi manna viðvíkj-
andi göngum síldarinnar, ef vit-
að væri að síldin væri á hverju
ári í mikilli hringferð um hafið
milli Noregs og íslands.
— En hvað heldur þú þá að
sé líklegust skýring á silda*-
leysinu í sumar, ef gengið er út
frá þessu sjónarmiði.
— Að síldin hafi farið fram
hjá íslandi, þegar hún kom norð-
an úr hafi, þá hafi hún lagt
leið sína svo austarlega, að hún
hafi ekki komið hér við, eins
og venja er til.
— Ástæður fyrir því —?
— Yrðu sennilega taldar þær,
að Golfstraumurinn hafi í sum-
ar verið óvenjulega sterkur og
þetta orðið til þess að síldin
hafi lent austar en venjulega,
ekki náð sér upp að landinu.
— Eftir þessu ætti þá að vera
mögulegt að hugsa sér, að fiski
fræðingar í framtíðinni gætu
gert veiðispár fyrir sumarið, eft-
ir því hvernig Golfstraumarnir
haga sér.
— Það er mögulegh En margt
þarf að komast að raun um áð-
ur en svo langt er komið.
— Þegar menn búast við að
síldin leggi leið sína fyrir austan
land, þá ætti að vera hægt að
sækja hana þangað á haf út?
— Það fer eftir því, hversu
langt þyrfti að sækja hana. —
Með nýjum' rannsóknaleiðum
verða menn margs vísari.
Rannsóknaskip.
Eitt er það, að gera þarf ítar-
legri rannsóknir á hafstraumun-
um hér við land, en gerðar hafa
verið. Næsta sumar verður unn-
ið að því meira en áður, fjöldi
af straumflöskum verða settar í
sjóinn, eftir fyrirfram ákveðinni
áætlun.
— Hvað um rannsóknaskip-
ið?
— Svo er það. Við getum
fengið smíðað rannsóknaskip í
Danmörku, sem kostar 114 milj-
króna. Fínasta skip. Hægt yrði
að nota það til fólksflutninga„
til landhelgisgæzlu og sem björg-
unarskip: Svo yrði það gert úf
til rannsókna einhvern tíma á
ári hverju. Vantar ekki annað
en peningana til þess, segir Árni,
og finst það ekki skifta öllu máli,
þegar verkefnin eru fyrir hendi
og fiskifræðingarnir til þess að
leysa gátur hafsins.
V. St.
Mbl. 3. okt.
Skátamót í Frakklandi
1947
Alþjóðabandalag skáta hefir
tilkynt að næsta Jamboree verði
haldið í Frakklandi sumarið
1947. Enn hefir ekki verið ákveð-
ið, hvar í Frakklaudi mótið
skuli haldið, en búist er við, að
óví verði annað hvort valinn
staður á suðurströndinni, eða í
nágrenni Parísar.
Fyrsta Jamboree eða alþjóða
mót skáta, var haldið í London
1920. Síðan hafa verið haldin
fjögur Jamboree í þessari röð:
Danmörku 1925, Englandi 1929,
Ungverjalandi 1938 og Hollandi
1937. Skátamótið í Hollandi var
fjölmennast. Voru þar saman
komnir 28,000 skátar frá 31
andi.
íslenzkir skátar hafa tekið þátt
í þrem seinustu mótunum. Til
Englands fóru 32 skátar og var
fararstjóri þeirra Sigurður
Ágústsson, 22 skátar undir stjórn
Leifs Guðmundssonar fóru til
Ungverjalands og til Hollands
fóru 31 og var Jón Oddgeir Jóns-
son fararstjóri þeirra.
I Hollandi tóku íslenzku skát-
arnir upp ýmsar nýjungar til að
kynna land sitt og þjóð. I sér-
stöku samkomutjaldi voru sýnd-
ar myndir, bækur og ýmsir mun-
ir frá íslandi. I aðalleikhúsi
mótsins sýndu skátarnir setningu
Alþingia.930 og voru þeir klædd-
ir fornmannabúningunum.
•• Mbl. 29. sept.
Skoti nokkur var á sumarferða
lagi. IJann fór inn í rakarastofu
til þess að láta klippa sig. Rak-
arinn var viðkunnanlegasti mað-
ur og reyndi hvað eftir annað
að hefja samræður við þann
skotska, en hann steinþagði alt-
af. Loks spurði rakarinn við-
skiptavin sinn um, hvort hann
væri altaf svona þegjandalegur
eða hvort hann væri veikur. Án
þess að segja nokkuð benti Skot-
inn á stórt spjald, sem hékk
fyrir ofan símann á veggnum,
og á stóð: — Það verður að
borga fyrir hvert samtal.