Lögberg - 22.11.1945, Side 2

Lögberg - 22.11.1945, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1945 Frá kvöldvökufélaginu "Nemo" á GimlL FERÐASAGA (Framh. frá síðasta blaði) Fimtudaginn 21 fórum við að Svínafelli í Öræfum. Muggu- veður var allan daginn en rof- aði fyrir sól. Þar urðum við póstinum samnátta, en þó á öðru heimili. Við Sigurður gistum í neðri bænum. Ekki man eg nafn búandans. Um kvöldið barst í tal milli okkar, að ekki kæmumst við hjá að fá lánaðann hest yfir Skeiðará, og færum það í tal við bónda; telur hann á því tor- merki, því nú sé frost stígandi, og verði því meira í fyrramáli og gilt að leggja hesta í slíkan ófögnuð sem ána. Fd. 22.—Morguninn eftir, kl. 5, erum við ferðbúnir og kemur bóndi þá með rauðstjörnóttan hest, mesta stólpagrip, er hann kveðst lána okkur til að flytjast yfir ána. Spyr eg hvað hestlánið kosti, en bóndi segir það sé ekki gott verk, að selja það hröktum langferðamönnum; fæ eg honum krónu, en segi að hestlánið sé þó vangoldið. Fær hann mér þá tauminn, og segir við getum tví- mennt á Stjarna; áin sé þá ekki fær beri hann ekki okkur báða í einu. Svo kom fylgdarmaður, sem að líkum hefir verið vanur að fylgja póstinum; var hann þaulkunnugur ánni, reið rauð- skjóttum hesti miklum vexti; hafði hann með sér langa stöng. Ríður hann svo út í ána á stað nokkrum sem honum þykir til- tækilegur, og stefnir skáhalt móti straum- Þegar kom út á miðja ána reynist hún ófær vegna dýptar og straumþunga. Snýr hann þá aftur, en styður hestinn jafnframt með stönginni, og kemur til sama lands. Leggur hann út í ána annað sinn, en nokkru neðar, var áin þar breið- ari og eyri í miðri ánni; gekk yfirferðin slysalaust, en land- takan var brattur bakki, en hest- urinn hóf sig upp á þurt. Nú leggjum við Sigurður á baki þess stjörnótta út í ána. Tók eg því fram við Sigurð, að hann héldi sér duglega í mig, en eg hélt mér í faxið, því mig grunaði að klárinn gæfi okkur ekki undirbúningstíma er við kæmum yfir undir landið, og reyndist það svo, því hann stökk upp á bakkann svo sem hestur fylgdarmannsins. Fylgdarmað- urinn reið svo aftur yfir ána með þann stjörnótta, og kom hann aftur með 2 menn á baki sínu sem fyrra skiftið. Svo flutt- ist pósturinn yfir og hans fylgdar lið, hafði það einnig hesta ferju yfir. Þegar svo allir voru komn- ir yfir, sneri fylgdarmaðurinn með lausu hestana yfir ána og heim til sín. Svo vár þá lagt upp á Skeiðar- ársandinn, var þá sorta hríð á norðan, með miklu frosti, en öðru hvoru reif þó frá sólu. Oft þurfti að nema staðar og skera klömbruhnúða úr hófskeggi hestanna eftir alt volkið í ánni. Svona var haldið áfram allan daginn. Jökulskvíslar urðu á leið okkar á sandinum og varð að brjóta ísinn á undan hestun- um, voru þær í hné og mitt læri. Nutu sTímir góðs hjá póstinum með flutning, vegna hnakkhests- ins, hinir komust á ís. Gekk pósturinn á undan um daginn og hélt stefnunni, og fylgdum Við Sigurður honum. Gerðumst við ærið stirðir til gangs, þar sem við vorum í frosnum vosbúðar- stakki. Um morguninn hafði eg roðið spíritus á hendur okkar, andlit og fætur, og held eg það hafi hlíft okkur við meira kali en raun varð á. Virtist útlitið ekk- ert glæsilegt, því nú var eftir að komast yfir Núpsvötnin, en yrðu þau ófær, taldi Gísli póstur að ekki lægi annað fyrir en liggja úti hverjar sem afleiðingar yr|Su. Folaldinu, sem hann hafði 1 ferðinni dapraðist nú þrekið, engu síður en hestunum, sem farnir voru að þreytast, og gérði hann ráð fyrir að bezt mundi að stytta því aldur þar á sand- inum, en eg hvatti hann til að draga það til lengstra laga. Loks- ins komumst við að Núpsvötn- tmum, var þá hálfrökkvað, en þá vildi svo heppilega til að þau voru á hestheldum ís. Fórum við þrír yfir með folaldið og gekk illa, því hált reyndist folaldinu svellið, svo komu hinir á eftir. Um kvöldið lygndi og varð þá tunglskin, og kl. 11 komumst við að Núpstað, þar fengu 6 gist- ingu, en pósturinn og við Sigurð- ur, er hann sagðist treysta bezt að geta haldið áfram með sér héldum áfram að Rauðabergi í Fljótshverfi, én þar átti Gísli heima hjá foreldrum sínum; var folaldinu fengin gisting í fjós- inu. Þar fengum við góða að- hlynningu, en áður urðum við að bíða langann tíma eftir því að föt okkar þiðnuðu svo við kæmustum úr þeim. Þegar eg dró af mér sokkana var stóra táin á hægra fæti tilfinningar- laus, og var hún svo það er eftir var ferðarinnar. Laugard. 23., var gott veður, og biðum við eftir að félagar okkar kæmu frá Núpsstað. Pósturinn hélt leiðar sinnar en við biðum til kl. 2 e. m., en er enginn kom, héldum við af stað og komum að Orustustöðum, og fengum þar gistingu. Bóndinn hét Eiríkur og leiddi hann okkur inn göng, og kom þar sem á þeim var krókur, sagði bóndi okkur að fara gæti- lega, því nú værum við komnir inn í fjósið; gengum svo hver á eftir öðrum eftir gangstétt er lá fyrir aftan 4 kýr, komum þá að klofháum flötum steini, var hann stigaþrep til baðstofulofts. Af steininum reyndist svo jafn- hátt upp á loftsskörina, sem af gólfinu upp á steininn, gekk okkur stirðlega að krifra þetta. Þegar upp var komið, nötraði gólfið sem sinustrá, og voru á því göt af sliti og fúa. Þar sló kona vef er við seinna vissum að var húsfreyja. Baðstofan var um tvö stafgólf, þar var lokrekkja og í henni lá gömul kona. Gluggi var á stafni, og undir honum lítið borð, og fyrir báðum end- um þess koffort. Gamla konan var skrafhreifin vel og framar en hjónin. Seinna um kvöldið bættist við gestur þar úr byggð- inni, og varð einnig næturgest- ur. Á sínum tíma kom konan með dilkakjöts súpu, og fylgdu henni hnífapör með drifhvítum sköftum handa okkur þremur- Eg get um þetta sem sérstakan atburð, því hnífapör voru okkur ekki borin á allri ferðinni. Seint um kvöldið kemur hús- freyja til okkar sunnlending- anna, og segir við munum hvíld- arþurfar, og skulum við fylgja sér, gengur hún á undan sömu leið og við höfðum komið, og var hún mun liðugri en við að stikla á steinunum, komum við. þar næst í stofuhús ómálað, þar var lokrekkja og uppbúið rúm, segir hún að þar skulum við hvíla okkur um nóttina, og jafn- framt að hún víki sér frá um stund, en komi aftur áður en við sofnum, en á meðan getum ‘við dvalið tímann, með því að líta í bækur, sem þar séu í skáp rétt hjá; að því sögðu fór hún. Við litum að vísu á bækurnar en lítið varð úr lestrinum eftir að vlð komum í rúmið, það reyndist of værugjarnt. Víða höfðum við góð rúm í ferðinni, en hvergi sem þarna. Að nokkr- um tíma liðnum kom húsfreyja aftur, var hún þá með pottkönnu í hvorri hendi af spenvolgri ný- mjólk og kvað það uppbót á kvöldverðinn, sem hefði verið gjörður af vanefnum, og þessi mjólkurdropi ætti að bæta hann upp. Við kváðumst vera á öðru máli með kvöldverðinn, en tækj- um þó með þökkum rausn henn- ar. Hjónin hétu Sigurður og Sólveig, orðlögð greiðahjón. Sunnud. 24. Frostvægt og þykkt loft. Eftir morgunverð gengum við út með bónda, er sýndi okkur umhverfið, og sagði okkur að hann hefði baðstofu í smíðum. Ekki þótti okkur. Ekki þótti okkur félagarnir vera árla á fótum, fremur en daginn áð- ur, og biðum við þeirra til miðs dags, þá loks komu þeir og voru ríðandi og maður með þeim; hafði þá kalið á sandinum, og ógöngufærir og því hafði þeim verið léðir hestarnir og fylgdar- maðurinn.* Við héldum svo allir áfram og komum að Hörgslands- koti um kvöldið, er bær sá á Síðunni, og fengum þar gistingu við Sigurður, en þeir sem fengu hestaflutninginn gistu á næsta bæ, og þar snéri fylgdarmaður- inn heim með hestana. Það er af okkur Sigurði að segja, að þegar okkur hafði ver- ið heitið gistingunni, var okkur fylgt í stofuhús undir baðstofu- lofti, og þar næst kveikt ljós. Litlu eftir var komið með kök- ur og heitan magál á diski, og afsakaði bóndinn sem þarna bjó með uppkomnum börnum sín- um, að hann ekki hefði ráð á smjöri, og því yrðum við að hafa magálinn í smjörs stað, og töldum við lítil vandkvæði á því; svo fengum við nýmjólk að drekka. Um nóttina sváfum við í baðstofu- Bóndinn hét Egill. Mánud. 25. Bjart veður og sól- skin, aðeins snjóföl. Þá fengum við lánaða hesta handa félögum okkar þar sem þeir gistu, og höfðum svo sagnir þeirra af kal- *inu, og eftir lýsingunni þótti mér mikið vafamál að þeir væru ferðafærir, og með því skammt var til héraðslæknis, þótti ráð- legast að láta hann gefa úrskurð í því. Þegar hann hafði skoðað þá, lýsti hann þá ferðafæra,' en eg gat ekki fallist á það, og segi því við lækni þenna, sem hét Bjarni Jensson og átti heima á Breiðabólstað að það sé að öllu leyti á hans ábyrgð hvernig fari, og svo héldum við af stað og náðum að Seglabúðum í Land- broti um kvöldið og báðumst gistingar, var það auðsótt, en bóndinn, Jón Steingrímsson, kvað þann annmarka fylgja, að gestir yrðu að gera sér að góðu að hafast við á fjóslofti; kváð- um við það mikilsverðann kost, því þar sem eins hefði staðið af sér á ferðinni, hefði okkur jafnan liðið bezt vegn hitans. Eftir það var okkur fylgt til loftsins, og veittur góður beini; um kvöldið var okkur fylgt til sumarbaðstofunnar, og þar sváf- um við um nóttina allir félagar. Á þessum bæ komum við síðast í fjósloft. Þriðjud. 26. Bjart veður og gott. Þegar við skyldum leggja af stað, kom það í ljós, að félag- arnir sem flutningsins nutu voru engann veginn flutningsfærir, og varð sú endalykt þess máls, að annar varð eftir þar á Seglabúð- um, en hinn á næsta bæ, kom- ust þeir ekki suður fyr en í janúar og voru þá fluttir á sjúkra húsið í Reykjavík; þar misti ann ar að minnsta kosti eitthvað af tánum, og eru þeir með þessu úr sögunni. Við Sigurður héld- um að Hnausum í Meðallandi. Miðvikud. 27. Veður dimmt og fjúkandi. Fórum að Strönd í Meðallandi. Bóndinn hét Einar og var hreppstjóri. Fimmtud- 28. Héldum að Herjólfsstöðum í Álftaveri, og bar ekkert til tíðinda annað en við óðum yfir Kúðafljót og gekk vel, við vorum einnig orðnir illu vosi vanir. Föstud. 29. Dimmt í lofti og herti frost eftir því sem á dag- inn leið. Nú höfðu þeir slegist til samfylgdar okkur sunnlending- arpir 3 er ásamt okkur höfðu orðið póstinum samferða yfir Skeiðarársand, og vorum því 5 er við lögðum á Mýrdalssand. Við höfðum ákveðið að gista á Höfðabrekku um nóttina, en með því bærinn stendur á Höfða, en upp á höfðann varð að lesa sig eftir ógöngum sneiðing en farið að skyggja, og við ókunnugir, fundum við ekki sneiðinginn, og urðum neðan undir höfðanum, og töpuðum því af bænum. Um daginn höfðum við orðið að vaða jökulkvíslarnar á sandinum, en af því Sigutðujr hafðti fengiði sár á fæturnar af langvarandi vosi, bar eg hann yfir svo hann ekki yrði ófær á göngunni. Að vísu hafði mig kalið á stóru tána á Skeiðarársandi en engan þrautir tók eg út í henni, og hindraði hún því ekki ferð mína, en dofin var hún og svört ásýnd- um. Nú var því ékki um annað að gjöra en reyna að ná til Víkur í Mýrdal, en óljósa af- spurn höfðum við af hve langt vegar væri þangað, heldum þó í áttina; skömmu síðar varð fyrir okkur hellir, var þar fé inni. Datt okkur þá í hug að hafast þar við um nóttina því nú var að bresta á hríð, og þar var þó hlýju að hafa þó læki úr hellis- þakinu, hiU varð þó ofan á, að stauta áfram, og leita manna- byggða. Þegar við höfðum skamman veg farið, komum við að á, sem við kunnum engin skil á, seinna var okkur sagt að það væri jökulsá og héti Kerl- ingadalsá. Eg lagði tafarlaust út í, en fann brátt að hún var óvæð vegna straums og vatnsmégnis fórum við þá ofan með henni þangað er okkur þótti hún til- tækilegri, og lögðum þá 2 út í, sem votir vorum frá því í kvísl- unum um daginn, eg og Sigur- jón Voge, var hann einn þeirra þriggja, er bættust við okkur, hinir voru bróðir hans Eyólfur að nafni og Færeyingur sem hét Carl. Þegar við komum það út í ána að við gizkuðum á að þá mundi hún ekki dýpka meira komum við að ísskör, nam hún við brjóst. Lagði eg stafinn flat- ann á skörina og tókst með at- beina Sigurjóns að hefja mig upp, hafði okkur komið saman um að Sigurjón styddi sig við stafinn við skörina, og yrði mér að liði ef hún brotnaði og eg félli í ána, en skörin þoldi þunga minn, og mér tókst að standa upp og skorða mig við stafinn, en illt var að fóta sig á glerhálu svellinu, eins og eg var stirður. Svo rétti eg Sigurjóni hendina, og komst hann einnig upp. Kall- aði eg svo til Sigurðar, að hann kæmi fyrst einn, og skyldi hann halda sér vel á strauminn, og nú yrði hann að væta sig. \Gekk honum vel, og vorum við tilbún- ir að létta honum uppgönguna. Seinast komu þeir 2 sem eftir voru. Eg var hálf kvíðinn fyrir Færeyingnum, hann var lítill vexti, og óvanur að vaða ár í uppvexti sínum. Þetta gekk samt slysalaust og nú stóðum við all- ir á ísnum, og alls ekki vel stadd- ir, rennvotir í frosthríð svo allt fraus sem vott var, komið nátt- myrkur og við alókunnugir, en til Víkur urðum við að komast, það var eina lífsvonin, taldist okkur til að þangað væri um 1 míla, eftir afspurn- Þegar við vorum nýlagðir af stað frá ánni, virtist okkur ljósi bregða fyrir, námum staðar og urðum þess brátt varir að það var engin missýning, og urðum fegnari en frá verði skýrt, stefndum svo í áttina, og kom- um að bæ sem Fagridalur heit- ir, stendur hann á hól svo brött- um, að við sem engar leiðir kunnum urðum að skríða til að komast upp að bænum, Þar feng- um við gistingu. Með því við vorum komnir þar í sveit sem baðstofur voru ekki yfir fjósun- um, báðum víð um að fá að fara til fjóss og þýða okkur og vinda vosklæðirr, var það fúslega veitt. Eftir það var okkur fylgt til bað- stofu, og dvöldum þar til þess við háttuðum, en þessi nótt var önnur kaldasta á ferðinni. Sunnud. 30. Gott veður. Héld- um frá Fagradal og komum að vík-og fengum okkur kaffi. Um kvöldið skiftum Við okkur á bæina til gistingar. Við Sigurð- ur fengum okkur gistingu að Vatnsskarðshólum í Mýrdal, þar var lærður læknir, er hét Stefán, var hann þar til húsa með konu sína. Lét eg hann skoða tána dofnu, og upp úr því varð það að hann tók okkur til gistingar, og bjó um okkur á skrifstofugólf- inu. Sunnud. 1. des. Veður gott. Tunglsskin að kvöldi. Fórum allir 5 í hóp yfir Jökulsá á Sól- heimasandi, hún var aðeins í klof en straumhörð, og feikna frost- stingull í botni, að öðru leyti ekki torveld yfirferðar. Um kvöldið kl. 9 komum við að Drangsheiðardal undir Eyjafjöll- um, og gistum þar. Mánud. 2- Gott veður. Fórum að Hvammi undir Eyjafjöllum. Óðum Markarfljót slysalaust. Þriðjud. 3. Að Vestri-Tungu í Landeyjum. Miðvikud. 4. Að Baugstöðum í Stokkseyrarhreppi. Þjórsá fór- um við á ís, svo hún var enginn farartálmi. Fengum okkur ofur- litla “hressingu” um kvöldið. Fimmtud. 5. Útsynningshríð. Gistum að Grænhól í Ölvesi. Þar bjuggu foreldrar Sigurðar. Ölves á var á ísi og nú vorum við laus- ir við árnar. Föstud. 6. Að Þúfu í ölvesi- Laugard. 7. Til Reykjavíkur. Sunnud. 8. og mánudaginn 9. um kyrt. Þriðjud. 10) Heim, suður á( Voga með reynslu fyrir því að oft eru kröggur í verferðum og lýkur með því sögunni. E. G. Or bréfi frá merkum manni á Fljóísdals- héraði, 20. september s.l. -------“Víðar hefir verið heitt í ágúst í sumar, en hjá ykkur, og þar á meðal á Austurlandi; eða frá Mýrdal austur um land og vestur að Holtavörðuheiði. Á þessu svæði hefir verið sólskin og blíðviðri síðan um miðjan júlí til 10. sept. — Þá nokkuð minni þurkar í Húnavatnssýslu en hér á Austurlandi. — Eg man ekki eftir jafn hlýju sumri, og aldrei stormar til baga. Hiti oft 20—24 stig á Celsíu í forsælu. Hey öll með beztu hirðingu, og garðávextir í góðu lagi. í gær rigndi mikið og snjóaði á fjöllum. Tún voru vel sprottin, en útengi ver, vegna þurka. Vorið framan af fremur þurt og kalt.—Skepnu- höld ágæt í vor, og eg hygg að fé verði með vænsta móti; og yfirleitt hefir náttúran verið gjafmild við okkur Austan- og Norðanlands, það sem liðið er af þessu ári. Það hefir ekki látið eins vel í ári hjá sjómönnunum. Fiski- veiðar víða fremur tregar, og síldarveiðin hefir brugðist að miklu leyti. Kemur það hart niður á þeim, sem höfðu algjör- lega treyst á síldarvinnuna. Ann- ars er allt með líku sniði hér í sveitum eins og undanfarin ár. Allir vilja laga byggingar sínar og margir eru þegar búnir að því. Allir vilja auka ræktað-og vél- tækt heyland, því augu manna hafa nú loks opnast fyrir því, að það svarar ekki kostnaði að elta lélegan útheyskap með orfi og Ijá um fjöll og heiðar, og með dýru kaupafólki. Vélarnar og hestarnir verða að taka mesta stritið af mönnum. Nú byrja fjallgöngur á morg- un (fjársöfn af fjöllum). Það hafa verið óþurkar þessa síðustu viku, er því talsvert af heyi ó- hirt; svo er líka eftir að taka upp úr görðum sem eru ágætlega sprottnir eftir þetta góða sumar. Slátrun sauðfjár byrjar strax eftir að fé kemur af fjöllum, bæði á Reyðarfirði og á Fossvöllum í Jökulsárhlíð. Á Fossvöllum verð- ur slátrað fé úr 3 hreppum: Tunguhrepp, Hlíðarhrepp og Jökuldalshr. Munu það verða 10—12 þús. fjár. En úr öðrum hreppum Héraðsins og úr suður- fjórðunginum verður slátrað á Reyðarfirði, nema úr Hjalta- staðaþinghá. Þaðan mun verða rekið til Borgarfjarðar. Kjöt verður dýrara í ár en í fyrra. Þá var 1. flokks kjöt selt á kr. 6.82 kílógr., en nú á kr. 9.53. Smjör var í fyrra kr. 21 00, en nú kr. 26.00 kílógr. Þetta er heildsöluverð. Það e:r við að bú- ast að afurðir búanna hækki í verði fyrst vinnan og alt annað er síhækkandi, og sígandi á ó- gæfuhlið. Spirrsmál er, getur kaupgetan haldist þegar brytt hefir á atvinnuleysi við síldveiði og enda á sumum slóðum við 'fiskiveiðar?-------- Vogar 12. nóv., 1945. Guðm. Jónsson. 2 T0 3 DAY SERVICE MOST SUITS-COATS DRESSES •'CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH*8 888 SARGENT AVE. Ö-ENNC 100 »e.| TIL KRISTiNAR i WATERTOWN Norðlenzk dís í fræðum forn, framsögn áttu slynga, er þú segir sögukorn sumra Eyfirðinga. Orð þín geyma atlot hlý, öllum kveðjur vandar; minning vekur muna í mærin Árskógsstrandar. Þótt við, fokstrá, felumst sýn Furðustranda ljóma, geymast beztu gullin þín Garðarshólmsins blóma. Þ. Þ. Þ. ÍYMMMMfMfMM'MfM'MMfMfMfMfMMMMM'MMMM'MMM

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.