Lögberg - 22.11.1945, Síða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1945
3
Dagur í Róm
Innanhúss skraut Rómverja
tók skrauti þeirra í klæðaburði
langt fram. í húsum þeirra voru
marmaragólf með glitsteina röð-
um. Meistaralega gjörðar súlur
úr marmara, alabastur og marg-
litir steinar prýddu sali húsanna.
Á veggjum húsanna voru fagr-
ar myndir málaðar, og oft voru
veggirnir settir glitrandi gim-
steinum. Loftin í herbergjun-
um voru lögð gulli og spegilgleri.
Borðin í húsunum voru gjörð úr
sedrusviði, en fætur þeifra úr
fílabeinum. Legubekkir voru
skreyttir með fílabeini, skelböku-
skeljum eða gulli; yfirdekktir
voru þessir legubekkir með for-
láta dúkum frá Alexandríu eða
Babylon, sem kostuðu rómversku
miljónamæringana 800,000 sester-
ces (einn sesterces um 4 cent —
$32,000.00). Neró borgaði 4,000,-
000 seseterces ($640,000.00) fyrir
kopar rúmstæði, með flugnaneti
yfir. Ljósahjálmar úr kdpar,
marmara eða spegilgleri. Mynda-
styttur og málverk og aðrir list-
rænir hlutir, svo sem skrautker
frá Korintu, eða Murrhiníu,
skreyttu heimili stóreignamann-
anna í Róm í ríkum mæli, á tíð
Nerós.
Á slíku heimili var líkast því
að búa í safnhúsi. Það varð að
kaupa þræla til þess að gæta
eignanna, og svo aðra þræla til
að líta eftir þeim sem eignanna
áttu að gæta. Á sumum heimil-
um voru 400 þrælar til þjónustu
utanhúss og innan. Einveru nutu
húsbændurnir ekki á heimilum
sínum. Þegar húsbóndinn neytti
máltíða var þræll sitt við hvora
hlið hans. Þegar hann gekk til
rekkju, og drógu þrælar skó sinn
af hvorum fæti hans, þegar hann
hvíldist í legubekk sínum, gættu
þrælar allra dyra. Slíkt var ekk-
ert paradísar-líf, og til þess að
fullnægja kröfum auðs og stöðu,
þá urðu þessir auðmenn að fara
á fætur klukkan sjö á morgnana
til þess að taka á móti skjólstæð-
ingum sínum og þurfamönnum
og láta þá kyssa sig á kinnina og
veita þeim viðtal í tvær klukku-
stundir, að því loknu borðaði
húsbóndinn vanalega morgun-
verð.
Næsta, verkefnið að morgun-
verði afstöðnum var fyrir ákveð-
inn tíma, að taka á móti vinum
og kunningjum og þegar því var
lokið, að heimsækja alla þá kunn-
ingja og vini, sem komið höfðu,
sem var fastákveðin kurteisis-
skylda, og liðsinna þeim við eitt
og annað, sem þeir þurftu bend-
inga við, svo sem staðfesta erfða-
skrár, leiðbeina þeim sem um
opinberar stöður sóttu, vera við-
staddur trúlofanir dætra kunn-
ingjanna og lögaldursafmæli
sona þeirra og hlusta á skáldskap
þeirra. Þessar og aðrar mann-
félagsskyldur uppfyltu þeir með
veglyndi og höfðingskap, sem
aldrei hefir verið yfirstíginn, og
að þessu loknu fóru þessir höfð-
ingjar til starfs í senatinu, ann-
ara stjórnarsýslana, eða sinna
eigin störfum.
Lífskröfur þeirra, sem efna-
minni ^ voru, voru ekki eins
strangar, en að engu léttari. Eftir
að þeir höfðu aflokið hinum þjóð-
legu vísitasíum, sem þeir fram-
kvæmdu snemma á morgnana,
gengu þeir að starfi sínu hvert
helzt svo sem það var; fram á
miðjarl dag. Alment verkafólk
varð að vera komið til iðju sinn-
ar um sólaruppkomu og þar sem
lítið var um næturfagnað á meðal
Rómverj'a, þá enti verkafólkið
daginn vel út.
Um miðjan dag, neytti fólkið
Iéttrar máltíðar, en miðdagsverð-
ar kl. þrjú til fjögur. Heldra
fólkið neytti miðdagsverðar kl.
fjögur, og hæst settu stéttirnar
oft síðar. Eftir miðdagsverð og
miðdagsblund, sem allir nutu,
gengu bændur og verkalýðurinn
til iðju sinnar aftur og unnu til
sólarlags. Hinir, sem ekki þurftu
að þræla fyrir sínu daglega
brauði, fóru þá til leikja, eða til
baðstöðvanna almennu. Róm-
verjar sýndu böðum sínum meiri
hollustu en guðunum. Það var
með þá eins og Japana að svita-
lykt almennings var þeim bæri-
legri en þeirra eigin, og engar
fornþjóðir jöfnuðust á við Róm-
verja, að því er hreinlæti snertir
að Egyptum einum undanskild--
um. Þeir báru vasaklúta (sudaria)
á sér til að þerra af sér svitann,
og þeir tóku tannlaugar á degi
hverjum. Á fyrri árum róm-
verska ríkisins, létu menn sér
nægja að taka laugar áttunda
hvern dag, en nú urðu þeir að
taka laugar daglega, eða eiga á
hættu andúð og aðfinslur kvenna
sinna. Jafnvel allra búralegustu
karlarnir urðu að baða sig á
hverjum degi,” segir Galen. Böð
voru á langflestum heimilum. Á
ríkismanna heimilunum voru
baðsalir skreyttir marmara og
spegilgleri, með ljósahjálma og
vatnskrana úr silfri, en langflest-
ir frjálsir Rómverjar á þeirri tíð
reiddu sig þó á almennu baðstað-
ina.
Vanalega voru þessir þaðstaðir
eign einstaklinga. Árið 33 B.C.
voru 170 baðstöðvar í Róm. Á
fjórðu öld eftir Krist, voru þau
856, auk 1352 sundlauga. En svo
komu ríkisböðin, sem strax urðu
miklu vinsælli og var þeim
stjórnað af umboðsmönnum rík-
isins og mörg hundruð þræla
unnu við þau. Þessi böð, ^em
nefnd voru þermae, heita vatns-
böð, voru bygð af Agrippa, Neró,
Títusi, Trajan, Caracella, Alex-
ander, Servus, Diocletían og
Constantínusi og voru glæsileg-
ur minnisvarði ríkis og sameign-
ar hugsjónarinnar. í böðum þeim
sem Neró lét gjöra, voru 1600
marmarasæti og í þeim gáftt 1600
manns baðað sig samtímis. í böð-
um þeim, sem þeir Caracalla og
Diocletian reistu, gátu 3,000
manns baðað sig í senn, í hvoru
þeirra. Aðgangur var seldur að
böðum þessum, og nam hann
einum quadran (1% centi). Fyrir
þá borgun gátu menn notið allra
hlunninda, sem í sambandi við
böðin stóðu til boða, svo sem
smurningar-olíu og annarra
nauðsynlegrar þjónustu, en ef
reksturshalli varð, borgaði ríkið.
Böðin voru opin frá dagrenn-
ing til nóns fyrir konur, og frá
kl. 2 e. h. og til klukkan 8 að
kveldi fyrir karlmenn, en sam-
eiginleg böð karla og kvenna,
voru þó leyfð í flestum þeirra.
Vanalega fóru menn fyrst er
þeir komu á baðstaðina til klæða-
skálanna til að skifta um föt, svo
inn í leiksalina, eða inn á leik-
svæðin, til að iðka allskonanæf-
ingar og leiki, helzt yngra fólkið,
hið eldra líkamsþyngra og latara,
lagðist upp í legubekki í þar til
gjörðum herbergjum, og létu
þræla nudda af sér spikið. Þegar
menn gengu til baðanna, komu
þeir' fyrst inn í herbergi, sem
nefnt var “tepidarium”, þægi-
lega hlýtt herbergi, svo var hald-
ið áfram og inn í annað, sem þeir
nefndu “calidarium”, heita her-
bergið, og ef þeir voru ekki á-
nægðir með það, en vildu fá sér
reglulegt svitabað, fóru þeir inn
í “laconicum” — inn í sjóðandi
gufuhita, þar sem menn ætluðu
naumast að geta andað. Þegar
menn voru búnir að svitna að
vild, tóku þeir þægilega heit
vatnsböð, og þvoðu sér með sápu
sem Frakkar voru þá nýbúnir að
finna upp, og búin var til úr tólg
og álmviðarlaufa ösku. Þessi
hitaböð Rómverja voru langsam-
lega vinsælustu blöðin, og þeir
hafa máske með þeim hugsað sér
að varna gift og liðaveiki.
Eftir að þessum vatnsböðum
og sápuþvotti var lokið, fóru
menn enn í eitt herbergi, “frigi-
darium”, þar sem þeir tóku köld
böð, og létu svo smyrja sig með
olíu viðar smyrslum, sem strokin
voru af rneð þar til gerðu verk-
færi, eða þerrara, en aldrei þerr-
uð með handklæði, svo hörundið
var olíu-rakt, til að bæta upp
fyrir skinnfituna, sem svitaböð-
in pressuðu út.
Eftir að þessum böðum var
lokið, fóru baðgestirnir lang
sjaldnast heim til sín, vegna þess
að það var um fleira að ræða á
baðstöðvunum en böðin ein; þar
voru allskonar aðrar stofnanir
(klúbbar) þar sem menn gátu
kastað teningum, teflt, mynda-
söfn, lestrarsalir og ágæt bóka-
söfn. Einnig voru til hliðar við
þessa almennari sali hliðarher-
bergi þar sem menn gátu setið og
skeggrætt mál sín. Salir þar sem
skáldin gátu flutt kvæði sín fyrir
fjölmenni, heimspekingar ráðið
vandamálum sínum og annara til
lykta í heyranda hljóði, og söng-
fræðingarnir látið list sína
hljóma daglega. Það var eftir
að þessum athöfnum og böðunum
var lokið og degi tók að halla, að
félagslífið rómverska náði há-
marki sínu. Þá mættust allir,
menn og konur, og töluðust við.
Æskufólkið rendi hýrum augum
hvort til annars, brosti og roðn-
aði ofurlítið eins og það gjörir
enn í dag við ýms tækifæri. Þá
ræddu áhugamennirnir mál sín
af kappi. Fólk reikaði um listi-
garðana og frá einum stað til
annars svalaði málskrafsþrá
sinni, lagði eyrun við fréttum
dagsins og hneykslismálum. Þeir
sem vildu gátu fengið máltíðir
keyptar við baðstaðina, því þar
var gnægð góðra matsöluhúsa, en
flestir fóru heim til sín, til mál-
tíða.
í öllum hinum ríkmannlegri
húsum Rómverja var sérstakur
borðsalur, eða “triclinium” svo
kallað, sökum þess, að legu-
bekkjunum sem í borðsalnum
voru, var raðað þannig við mat-
borðið að þeir mynduðu smekk-
lega ferhyrnu. Á þessum bekkj-
um, sem hver um sig rúmaði
þrjá menn, lágu Rómverjar, er
þeir neyttu máltíðar, þannig, að
höfuðin vissu að matborðinu og
þeir hvíldu það á vinstri hendi
sér. _
Fram eftir árum neyttu karl-
mennirnir máltíða sinna einir,
síðar neyttu konur þeirrsr mál-
tíðanna með þeim og hvíldu þá
menn og konur hlið við hlið á
bekkjunum og neyttu máltíð-
anna sameiginlega.
Kosti var mjög misskift á
meðal Rómverja á tíð Nerós.
Fátækara fólkið bjó aðallega við
kornmat, mjólkur og kál mat og
hnotur. Efnaðra fólkið neytti
kjöts í ríkum mæli og var svína-
kjöt uppáhalds kjötréttur þess.
Þegar stórveizlur voru haldn-
ar, áttu menn von á sjaldgæfari
fæðutegundum en ella. Veizlurn-
ar byrjuðu vanalega kl. 4 e. h.
og stóðu langt fram á nótt og
stundum alla nóttina. Matborðin
voru skreytt blómum. Loftið í
veizlusölunum ilmandi. Legu-
bekkirnir settir mjúkum sessum,
og þjónarnir boðnir og búnir til
að annast atvik hvert, svo gest-
irnir þurftu naumast að taka
hendi til. Á milli fyrsta réttarins,
sem ávalt var borinn fram til að
auka matarlistina, og eftirmat-
arins, sem Rómverjar kölluðu
“secunda mensa”, voru uppá-
haldsréttirnir bornir fram, og að
þeir væru sem allra fullkomn-
astir og sjaldgæfastir var metn-
aðarmál húsráðendanna og mat-
reiðslumannanna. Sjaldgæfar
fisktegundir, kjöt af sjaldgæfum
fuglum og fágætar tegundir á-
vaxta, voru ekki aðeins gómsæt-
ar, heldur vöktu þær líka sprikl-
andi forvitni manna. Fyrir eina
fisktegund borguðu Rómverjar
eins mikið og 40 cents fyrir pund-
ið, við slíkt tækifæri. Asiníus
Celer borgaði $320.00 fyrir einn
Mullet og fóru gárungarnir þá
að glensa með, að fiskarnir væru
orðnir verðmeiri en fiskimenn-
irnir. Stundum voru þessir dýru
og dýrmætu fiskar látnir lifandi
í soðpottinn í augsýn gestanna,
svo þeir gætu skemt sér við
dauðateygjurnar og litbreytingar
þær er þeir tóku við fjörbrotin.
Þessi veizluhöld á meðal Róm-
verja voru alltíð, en þessi sér-
staka fisktegund, Mullet, sjald-
gæf; tóku menn sér Jþá fyrir
hendur og gjörðu sér að atvinnu
að framleiða hana, bygðu Mullet
klök. Er þar sérstaklega getið
um mann, sem Vidius Pollio hét.
Lét hann gjöra vatnsker mikið,
oar sem hann klak út Mullets,
fisktegund, sem var og er 18 þml.
á lengd og ól þá á kjöti þræla
Deirra er útslitnir og ónýtir voru
orðnir, eða illa þokkaðir. Einnig
voru sniglar og álar í miklu
uppá haldi, en músasteik var með
lögum forboðin. Á meðal hinna
fínni og eftirsóttari rétta var kjöt
af strútsvængjum, tungur úr
flamingoes, söngfugla kjöt og
gæsalifur.
1 þessum veizlum neyttu menn
réttanna og sælgætisins óspart,
ekki sízt fyrir þann sið, sem
var ekki aðeins leyfilegur, held-
ur viðtekinn, að þegar menn gátu
ekki, sökum magafylli, borðað
meira, máttu þeir létta á sér með
því að selja upp og ganga svo
til matborðsins aftur. Um þann
sið fórust Seneca svo orð: “Vom-
unt ut edant, edunt ut vomant.”
(Þeir eta til að spú, og spú til að
eta). Þó er sjálfsagt að taka fram
að slíkt háttalag var ekki alment,
öllu fremur undantekning, og
var í rauninni lítið verra heldur
en raupara fylliríisveizlurnar,
sem eru svo tíðar á vorum dög-
um. Tilkomumeiri var hinn
forni siður, að leiða gestina út
með gjöfum, skemta þeim við
músík, skáldskap, eða drama-
tíska sjónleiki, og að ilmrík
blómadreifa féll yfir þá úr lofti
salanna, á meðan að þeir stigu
dans, eða hvíldu á legubekkjun-
um. Og svo var deginum eða
nóttinni lokið með skemtilegum
og fjörugum samræðum, sem
konur og menn tóku þátt í, jöfn-
um höndum.
Við megum ekki slá því föstu,
að allir dagar hafi endað með
slíkum veizluhöldum hjá Róm-
verjum, ekki einu sinni að þær
hafi verið almennari en ræðu-
halda veizlurnar eru nú, vor á
meðal. Sagan eins og blöðin
falsa viðburði lífsins þannig, að
hampa og halda á lofti því sér-
kennilega, en þegja í hel við-
burða minni feril hins heiðvirða
manns. Flestir Rómverjar voru
líkir oss og nágrönnum vorum.
Þeir vou latir að fara á fætur á
morgnana, þreyttu sig um og á
vinnu, léku sér of lítið,, elskuðu
mikið, hötuðu sjaldan, töluðu
mikið, dreymi dagdrauma og
sváfu.
—(Lauslega Jpýtt úr bók Will
Durant, Ceasar og Kristur.).
J. J. B.
Minniál
BETEL
í erfðaskrám yðar
Greiðið Atkvæði með
CCF
í BÆJARKOSNINGUNUM
23. NÓVEMBER
1 bæjarráðið:
VICT0R B. ANDERS0N
HOWARD V. McKELVEY
Greiðið 1 og 2 í þeirri röð,
sem yður þóknast.
I skólaráðið:
PHILIP M. PETURSS0N
HARRY A. CHAPPELL
Greiðið 1 og 2 í þeirri röð,
sem yður þóknast.
Fyrir framtaksemi og j'ram-
sækni greiðið atkvæði með
CCF
Business and Pro fessional Cards
DR. A. BLONDAL Phyaioian A Surgeon «02 MEDICAL ART8 BLDG. Slmi 93 996 Helmili: 108 Chataway Stmi <1 023 Dr. S. J. Johanneeeen 215 RUBT 8TRBBT (Beínt suður af Bhnnlng) TaMml 80 977 • VlBtalstlml 1—6 e. k.
DR. A. V. JOHNSON Dentlet • »•« SOMER8BT BLDO. Thelephone 97 932 «*» Home Telephone 202 SM Dr. E. JOHNSON 304 Evellne St. Selklrk Offlce hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 330
Dr. K. J. Austmann Specialist Eye, Ear, Nose and. Throat 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage and Main Office hours: Tuesdays and Thursdays 5—8 Saturdays 2—5 Office 96 731 Home 53 893 Ófíice Phone Res. Phona 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Houra: 4 p.m.—6 «ja and by appolntment
DR. ROBERT BLACK SérfraOinrur I Augna, Eyrna, nef Off hfrleajúkdömum 416 Medlcal Arta Building, Oraham and Kennedy 8t. Skrlfstofuslmi 93 861 Helmaslmi 42 164 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 40« TORONTO QBN. TROBTg BUILDINQ Cor Portage Ave. og Sfulth f*V PHONE 96 952 WINNIPBQ
EYOLFSON'S DRCG PARK RIVER, N.D. latenekur iyfaali Fftlk getur pantaO meOul oc annaS meS pSsU. Pljðt afgrelSsla. Dr. J. A. Hillsman SURGEON 308 Medical Arts Bldg. PHONE 97 329
A. S. BARDAL 848 8HERBROOK ST. Selur llkkietur og annast um *t- farir Alfur Atl»lnaSar et beeti Bnnfremur selur hann aTlakonar mlnnisvarSa o* legatelna Skrifstofu talslml 27 324 Heimllls taLriml 28 444 L«giteln»r aem skara framúr Orvals blá.gryti og Manltoba marmarl BkrtfiO efttr verOahré GILLIS QUARRIES. LTD. 14 00 Spruce St. Slml 18 ttt Wlnnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON ’byootnoaaneiatari 23 Muslc and Art Bulldlng Broedway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 056 J. J. SWANSQN A OO. LIMITED 303 AVENUE fiLDQ, WPQ. • Fasteignaaalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldeÍbyrgB, bifreiða&byrgð, o. s. frr. Phone 97 538
IN8URE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phonee Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREW* THORVALDSON AWD EGGERTSON UiOfrceOlnoar 309 Bank of Nova ðcotl* BM» Pbrtagj Og QWTZ •*- Sfmi 18191 J
TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON & CO. Chartered Áccountanta 1101 McARTHUR BUIL.DINQ WINNIPEQ, CANADA Blóm siundvíslgga aigraiM THIROSERY t™ Stofnað 1106 4 27 Portage Ave. Simt 97 499 Wlnnipeg.
Phone 49 489 Radlo Service Speciallsts ELEGTRONIO LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Bkjulpment System. 1M OIBOBNI ST., WINNIPRO GUNDRY PYM8RE LTI. Brltleh Quality — Flah Nettlag 60 VICTORIA BTRBFr Phone 98 211 Wlnnipeg Manaoer, T. R. THORTADDKOBB Tour patronage wtJ! be ippreciated
Q. F. Jenaaaon, Prea. 6 Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slml 95 217 Wholeaale Dlatrtbutori af rnJBBH and froZkn riam CANADIAN FI8H PRODUCERS, LTD. I. H. Taoe. Uanaotno DtraaOer Wþolesale DUtrtbutor* eí Fresh and Froeen Fteh. Sll Chambere 94- Office Phone 26 329 Res Phone 71917.
MANITOBA FISHERIES WINNIPEO, MA«. T. Beroovttch, framhv.atf. Verela I heíldeölu meS nýjan og froeinn flek. 106 OWENA 8T. Skrlfatofustml 16 666 Heámaalml 66 482
Argue Brothers Ltd. Real Estate — Plnanclal — and Insurance Lombard Building, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 TT HAGBORG U n fuel co. n • Dial 21 331 21 331 1