Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.11.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1945 5 ÁHLIGAA4AL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hver ertilgangur námsips? Er tilgangur skólagöngu og mentunar nútímans aðallega sá, að gera nemendur sem hæfasta til þess að afla sér daglegs brauðs? Það er eftirtektarvert að bæði fyrverandi yfirmaður Manitoba háskólans Sidney Smith og eftirmaður hans, Mr. Trueman, hafa opinberlega dreg- ið athygli að því hve margfalt fleiri námsmenn innritast í “Science” deildirnar en í “Arts” deildirnar. Telja þeir að þetla ástand, sem einnig mun- ríkja í öðrum háskólum landsins, spái ekki góðu fyrir framtíð þjóðar- innar. “Ef að þessu heldur á- fram,” segir Dr. Smith, “mun Canada fá frá háskólunum, ár eftir ár, duglega starfsmenn fyr- ir lærðu stéttirnar og leikna liðs- menn fyrir iðnaðinn og verzl- unarviðskiftin, en menn sem munu lítið vit hafa á þeim mann- félags og siðferðislegu vanda- málum, sem há samtíðinni; menn sem hafa lítinn skilning á þeim hugmyndum og hugsjónum, sem ígrunda verður frá sjónarmiði þess sígilda og algilda, — þessi gamla siðmenning okkar lömuð af styrjöldinni, þarfnast forustu manna og kvenna, sem þekkja inn á lögmál mannanna eins og þau eru aðgreind frá lögmáli hlutanna — efnisins” — — Ef við ætlum að verða að mang- araþjóð, þá óttast eg um forustuna, og fylgjendurna líka.” (Maclean’s Magazine, Jan. 1, ’45.) í þessu sambandi mætti minn- ast á þann skilning, sem forn- Grikkir lögðu í tilgang mentun- arinnar. Sem kunnugt er, gerðu Grikkir mikinn greinarmun á þrælum og frjálsum mönnum. Ekki var mikið skeytt um ment- un veslings þrælanna annað en það, að þeir urðu að læra að vinna og vinna duglega og vel; hinsvegar var álitið að frjálsir menn ættu að kunna eitthvað meira en það, að afla sér daglegs brauðs — að sjá fyrir sér; þeir yrðu að fá þá mentun, sem gæfi þeim kost á að þroska hæfileika sína og atgerfi þannig, að þeir yrði að sem fullkomnustum mönnum. Tilgangur mentunar- innar var sá að skapa menn, að þroska manngildið. Hinn gríski námsmaður var látinn þjálfa líkama sinn til þess að hann yrði hraustur og sterk- ur, hefði styrka hönd og skarpa sjón; honum var kent að þekkja, að skilja og að hugsa, hafa ein- hverja hugmynd um hvað heim- urinn er, og hvað mennirnir hafa gert og hafa verið og geta orðið; honum var innrætt það að þroska siðferði sitt með því að iðka dygð- irnar. Þannig var takmark mentunarinnar þríþætt: að þroska líkamann, skynsemina og karakterinn. Því fer fjarri að nokkuð sé at- hugavert við það að stunda nám til þess að undirbúa sig til að taka að sér einhverja sérstaka atvinnu, en það er varhugavert, ef alt námið beinist aðeins að því takmarki. Það gerir mikinn mun hversvegna maðurinn gerir eða lærir þetta eða hitt. Sá maður, sem lærir annarar þjóðar tungu- mál til þess að geta notað það í viðskiftalífi þeirrar þjóðar, hefir aðeins í huga að auka atvinnu möguleika sína; en sá maður, sem lærir málið í þeim tilgangi einnig að kynnast hugsunum, sögu og menningu þjóðarinnar, nær miklu meiri þroska gegnum nám sitt; hann er að stunda nám sitt á þann hátt, sem Grikkir töldu sæma jrjálsum mönnum. Hvernig er baksvipurinn ? Þú ert búin að skoða þig í speglinum í margar mínútur; já, víst er nýi kjóllinn þinn falleg- ur og þér virðist hann fara ljóm- andi vel. Og hárið uppgreitt samkvæmt nýjustu tízku, fer vel með nýja hattinum þínum. Þú ert vel ánægð með sjálfa þig og ætlar út til þess að heimsækja vinkonu þína. En bíddu augna- blik; gáðirðu nokkuð að því hvernig kjóllinn fer á bakið. Fólk tekur mikl-u meira eftir því hvernig baksvipurinn er heldur en framhliðin, þegar þú ert að tala við fólk, þá tekur það ekki eftir því hvernig þú ert klædd, því þá horfir það í augu þín eða á varir þínar; það er að hlusta á það, sem þú segir og hefir því ekki eins hugan á klæðnaði þínum eða útliti. En svo gengur þú í burtu og þá get- ur það athugað þig frá hvirfli til ilja, og hvernig lítur þú þá út í augum þess? Þú hefir uppgreitt hárið að aftan. Hanga kanske stuttu hár- in niður um háls þér; það er nú alls ekki fallegt að veifa hár- druslum í allar áttir. Og hvernig er kjóllinn. Er hann lengri að aftan en að framan og hrukkast kanske treyjan að aftan? Svo eru e. t. v. sokkarnir snúnir, og saumurinn ekki beinn, eins og hann á að vera; en verst er þó ef skórnir þínir eru hælaskakkir og þú verður að víxlast einhvern veginn áfram. Blessuð góða, láttu strax rétta hælana, annars getur þú snúið á þér öklana, að eg tali nú ekki um hvað skakkir hælar fara illa með fæturna og gera göngulag þitt afskaplega ljótt. Já, athugaðu vel baksvip þinn engu síður en framhliðina, áður en þú leggur af stað í heimsókn þína. —(Stytt og þýtt). -f -f Æskuminningar Eftir Kristínu í Watertown. VII. Stundum var mér lofað að fara að finna ömmu mína í Selá, hana Rakel. Hún var svo góð við okkur og kunni svo margar fall- egar sögur; eg hlakkaði til að heyra þær. Sumar af þeim voru af henni sjálfri þegar hún var ung. Ein þessi saga er sem fylg- ir: “Eg var átta ára,” sagði amma, “mér var sagt að sækja kýrnar; þær voru vestan við lækinn, úti á eyrum. Eg flýtti mér að reka þær saman með hundinum okk- ar, sem var kallaður Spakur, stór og vitur skepna. Við kom- um þeim yfir lækinn, en þá tók eg eftir því að lækurinn hafði vaxið svo mikið meðan við vor- um að smala kúnum, að eg gat ekki komist yfir hann, enda rigndi mikið um daginn. Vatnið hefði náð mér upp í höku; eg treysti mér ekki en varð hrædd og hljóp upp og niður bakkann grátandi. Svo settist eg niður og fór að lesa bænina mína; þá kemur Spakur aftur að mér, grípur í öxlina á kjólnum mín- um með stóru tönnunum sínum og dregur mig niður í vatnið og syndir með mig yfir lækinn; en eg hélt dauðahaldi um hálsinn á honum. Við náðum landi; þá slepti hann takinu; eg þakkaði honum margfaldlega, og strauk hann allan þó blautur væri. “Þetta var vel gjört af hundi,” sagði pabbi minn, þegar við komum heim, “enda er Spakur vitur skepna.” En meðan mamma mín var að hjálpa mér að skifta um föt, seg- ir hún: “Þú varst í hættu stödd, barnið mitt góða, og þér var hjálpað, því Drottinn er alstað- ar nálægur með hjálp sína. Þú verður að lofast til að vera góð og aldrei að skrökva og ekki tala ljótt.” Þessu lofaði eg og hefi nokkuð vel passað mig að þessu leyti, en oft hefi eg þótt opinská eða of hreinskilin, en ekki hefi eg iðrast þess.” Þetta er sagan hennar ömmu. Hún kunni líka margar fall- egar vísur eftir Jón skáld á Bægisá, frænda okkar; lærði eg sumt af þeim. Eitt sinn segir séra Jón við frænku sína: Segðu mér það svanni hreinn, svar hvort myndir veita, ef sextugur yngissveinn ætlaði þín að leita? Hún þekti manninn, sem hann átti við og svaraði: Ef mín beiddi Ólafur hér, ætla eg lán ósvikið; fram úr greiddist fyrir mér furðanlega mikið. 1 Þetta rættist. Amma kunni margar lausa- vísur, gátur og þulur. Stundum kvað hún þessar vísur: í Vertu af hjarta velkominn; við höfum margt að ræða. Komdu snart í inniðinh, eitlhvað þarftu að snæða. Allar tíðir unni þér englar, menn og skepnur, hauðrið fríða, himnarnir, hafsins þýðu vindarnir. . i Ein gátan hennar ömmu er þessi: “Gekk eg og granni minn, kona hans og kona mín, dóttir hans og dóttir mín, fundum fimm egg í heiðri, tókum sitt hver, og þá var eftir eitt.” Við spreyttum okkur á að ráða gátuna. “Þetta er flókin gáta,” sögðum við, “það er bara hepni ef nokkur ræður hana.” “Takið þá eftir því, sem eg segi,” sagði amma; “annar granninn segir við hinn, þú ert giftur dóttur minni, en konan mín er dóttir þín.” Amma sagði mér lífca að Ingi- mundur, afi minn, hefði verið vel hagmæltur, en farið leynt með það, vildi helzt að enginn vissi uin það. Allir muna eftir sum- argjöfunum á íslandi, sem þá tíðkuðust, og hvað fólkið pukraði með þær. En Ingimundur hafði gaman af öllu, sem var skrítið og orkti þá vísu um það. Hér er vísnaflokkur, sem hann orkti um sumargjafir: I Seint á góu svo til bar, sat eg á beizla vaði, mig að einu býli bar; bóndinn stóð á'hlaði. Heilsa gerði eg horskum rekk; hann tók kveðju minni, mig afsíðis með svo gekk að maura skemmu sinni. ] Upp tók flösku og í mig trað,' inn eg setti sopann; að honum rétti, en hann kvað, “Annan hafðu sopann.” I “Ekkert meira ofan í mig,” andsvar eg til lagði. “Bónar vildi eg biðja þig,” bóndinn aftur sagði. i “Fyrir sumars fyrsta dag forklæði (svuntu) mér seldu; í það litinn, alt með slag, einhvem bezta veldu. I Kvenstaf einn eg kýs mér þó, með kostum bið eg vanda; fangamarkið “í” og “Ó” á honum láttu standa.” t í því bili að kom drós, með eina fötu í hendi; eg hugði hún vildi fara í fjós; fljótt hún til mín vendi. “Vandað, blátt, mér vaðmál sel, í vesti þarna á drenginn; um það tala vil eg vel, vita má það enginn. 1 tvenna sokka ull eg á, einhver tætir hana; í hjáverkunum hefi eg þá, hnoðum eftir vana.”‘ Hún ætlaði að borga vaðmálið með sokkum. Oft var glatt á Fróni á sumar- daginn fyrsta; allir voru með gleðibrosi; fólkið söng og spilaði fögru sálmana og kvæðin. Engin þjóð á jafnfögur sumarkvæði og landar á Fróni; þeir tóku sum- arið í faðm sér og blessuðu það; hú voru þeir lausir við erfiði og ónot vetrarins. Það söng með fögnuði: i Nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ og þar sefur í djúpinu væra; en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjörgjafa ljósinu skæra. Framh. Feikna jökulhlaup í Klifandi Aðfaranótt fimtudags s.l. kom feikna jökulhlaup í ána Klifandi í Mýrdal og brauzt hún úr far- vegi sínum og beljaði fram aur- ana fyrir norðan og vestan Pét- ursey. Stöðvaðist þar öll bílaum- ferð. Brandur Stefánsson umsjónar- maður þjóðveganna í Mýrdal, varð fyrstur manna var við þessi umbrot í gærmorgun. — Hann fór í bíl frá Vík og ætlaði vestur að Jökulsá á Sólheimasandi og athuga hvort nokkur breyting væri á orðin þar. Þegar Brandur kemur vestur að Pétursey, er þar ljótt um að litast. Feikna vatn flæðir þar yfir alla aura og er íshrönn og jakar til og frá á aurunum. Brandur sér strax hvað um er að vera. Áin Klifandi hafði brotist úr farvegi sínum og belj- aði nú þarna fram. Var vatnið svo mikið, að ekki var viðlit að komast yfir á bílnum. Umbrot í jöklinum. Brandur heldur nú upp aur- ana, eins langt og komist verður, til þess að athuga, hvernig um- horfs er, þar sem áin hefir brotist út úr fargveginum. Svo stórkostlegt er þar um að litast, sagði Brandur, að engu er líkara en að vatnsflóð hafi sprengt úr skriðjöklinum, stíflað farveginn og síðan rutt öllu burtu, þ. á. m. öflugum varnar- garði, sem bygður var til þess að varna ánni vestur. Stórrigningar hafa verið í Mýr- dal að undanförnu. En hér hefir bersýnilega eitthvað annað og meira skeð, áður óþekt. Annað- hvort, að vatn hefir stíflast inni í jöklinum (líkt og við Jökulsá) og síðan sprengt jökulinn, eða þá að einhver önnur umbrot hafi orðið í jöklinUm og orsakað þetta hlaup. Skemdir við Hafursá. Þegar unnið var að því fyrir nokkrum árum, að koma á ak- vegasambandi í Mýrdal var horf- ið að því ráði, að sameina tvær aðal-jökulárnar, Hafursá og Klif- andi og brúa þær á einum stað, austan Péturseyjar. Með öflug- um garði tókst að veita Hafursá í farveg Klifandi. Sú fyrirhleðsla var feikna mannvirki. 1 vatnsflóðinu nú braut Hafurs- á um 30 metra skarð í garðinn, en þó ruddi hún sér ekki braut þar fram. Var það mikið happ, því að erfitt hefði verið að stífla ána að nýju, ef hún hefði grafið sér farveg þar eystra. Hjálpaði það, að farvegurinn ofan garðs var mjög niðurgrafinn og tók hann aðal-vatnsflauminn. ... Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1939 iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiffi Minningarorð F.O. Haraldur J. Davíðson Þessi ungi og vinsæli maður kom eigi til baka úr flugferð, er hann lagði upp í frá Egyptalandi, þann 26. október, 1944, og var þá talinn af; hann var fæddur í Winnipeg "þann 1. ágúst, 1912, og kvæntist 11. maí 1938 konu af enskum ættum, Berthu Ben- sted að nafni; þau eignuðust eina dóttur, sem Diane heitir, og er nú um það bil þriggja ára* að aldri. Flying Officer Davíðson var í þjónustu T- Eaton verzl- unarfélagsins frá þeim tíma, er hann lauk prófi við Daniel Mc Intyre menntastofnunina hér í borginni, þá sextán ára, og þar til hann innritaðist í canadiska flugherinn; vann hann í ýmsum deildum áminstrar verzlunar, en síðast á líftryggingarskrifstofu hennar, því hann var ágætur reikningsmaður og listaskrifari. Þessi fallni hermaður var félagslyndur umfram það, sem almennt gerist; hann kendi end- urgjaldslaust leikfimi og líkams- æfingar við Knowles drengja- heimilið, Young peoples Club í Knox og Westminster kirkju- söfnuðunum, og eins Y.M.C.A. Einnig var hann meðlimur í Eaton’s Hockey og Baseball flokknum svo árum skipti; hvar, sem leið hans lá aflaði hann sér vinsælda og trausts. Foreldrar Haraldar heitins, sem bæði eru á lífi, og búa í Winnipeg, eru Haraldur F. og kona hans Ragnheiður Davíðson; er heimili þeirra að 639Lang- side St., orðlagt fyrir hjálpfýsi og gestrisni; auk foreldra sinna ekkju og dóttur, lætur Haraldur eftir sig tvö systkini, Öldu í heimahúsum og Charles Vern- hard, sem starfar á skrifstofu Central Patricia námufélagsins í Ontario. Flying Officer Davíðson, inn- ritaðist í flugherinn í ágústmán- uði 1940, og var við nám og æf- ingar á ýmsum stöðum; fulln- aðarprófi sínu í fluglistinni lauk hann með heiðri 1941, og fór austur um haf í október það sama ár; þaðan fór hann til Egyptalands snemma á árinu 1942 og frá Cairo lagði hann upp í langferðina hinztu. Með fráfalli þessa vinsæla og prúða manns, er þungur harm- ur kveðinn að sifjaliði hans, og fjölmennum hópi trúnaðarvina; um minningu hans mun jafnan bjart verða, eins og þeirra ann- ara ágætu, ungu manna, er af fúsum og frjálsum vilja, fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi og fósturjörð. Fjarað í Klifandi. 1 gærkvöldi var mikið farið að fjara í Klifandi. Var hægt að komast á bíl yfir vatnið, enda rennur áin mjög dreift á aurun- um. Verður strax hafist handa, að byggja nýjan varnargarð fyr- ir Klifandi og veita ánni aftur austur. Taldi Brandur Stefáns- son að það myndi takast, að áin fjaraði og ef ekki kæmi nýtt hlaup í hana. t Við Jökulsá. Enn er feikna vatn í Jökulsá á Sólheimasandi. Fjarar áin lít- ið, enda altaf stórrigningar. Þá hafði minkað það mikið í ánni í gær, að tveir menn riðu yfir áustasta álinn, sem rennur fyrir austan brúna. Var hann á bóghnútu. Ekki var viðlit að komast yfir vestari álana; vant- aði mikið á, að þeir væru reiðir. Eftir því sem útlitið var í gær < morgun eru horfur á, að lítið vatn | verði í álnum austan brúarinn-j ar, ef einhverntíma fjaraði að ráði í ánni. Og ef svo reyndist, myndi verða miklu auðveldara að lagfæra skemdirnar. Yrði þá fylt upp austan brúarinnar og lyft upp austustu brúnni, sem er talsvert sigin. Þetta ætti að geta gengið greiðlega. Vesrt er, að áin er enn svo mikil, að ekki er viðlit að eiga neitt við hana eins og stendur. Meðan svo er, er altaf hætta á, að hún grafi sig niður í álnum austan við brúna og þá yrði alt erfiðaa viðureignar. Á MýrdalssandL Þar er enn mikið vatn. Þó tókst Valmundi Björnssyni brú- arsmið í gær að komast í bíl austur yfir sandinn, austur í Álftaver. Var þetta mikill og traustur bíll, keyptur af hernum. Ætlaði Valmundur að reyna að komast áfram, upp í Skaftár- tungu, en ekki hafði fréttst í gær- kveldi, hvort þetta hefir tekist. —Mbl. 15. sept. Winnipeg þarf nýja barnaskóla VEGNA HVERS? — Vegna aukinna barnsfæðinga síðan 1939. Nú eru 6,000 fleiri börn í Winnipeg innan við sex ára aldur, en viðgekst fyrir sex árum. Þetta veldur árlegri fjölgun barnaskólanemenda, og innan sex ára nemur sú fjölgun 6,000 umfram það, sém nú er■ HVAR? — í River Hights, Suður-Fort Rouge, Vesturbænum, Norð-vestur Winnipeg og í eystri hluta Elmwood. Á öllum svæðum Winnipegborgar, hafa nálega 3,000 heimili verið reist frá því að síðasti skólinn var reistur, og á þessum stöð- um eru skólar troðfullir og meira en það. Nema því aðeins, að nýir skólar verði reistir, verða börn á þessum svæðum án skólafræðslu. Winnipeg verður að veita börnum sínum greiðan aðgang að fullkomnum skólum. Skólaráðsmenn yðar eru einhuga um það að þessara skóla sé þörf, og að fjárveitingin þurfi að vera samþykt. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ SKÓLAFJÁRVEITINGUNNI á föstudaginn 23. nóvember. FOR the by-law X AGAINST the by-law

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.