Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 “SOLON ISLANDUS” Ejtir G. J. Oleson. Þó að eg sé ekki fæddur á Is- landi, og hafi aldrei stigið þang- að fæti, og eigi það sennilega ekki eftir, þá held eg mér sé óhætt að segja að eg er með Is- ienzku marki brendur. Eg hefi lesið Islenzkar bókmentir all- nokkuð, eftir því sem að ástæður hér leyfa alþýðu manni. Eg var í öndverðu hrifinn af gullaldar bókmentunum og ljóða skáld- skap 19. aldarinnar. Þær bók- mentir brugðu upp fyrir augum mér fagurri mynd af íslandi, ís- lenzkri þjóð og Islenzku mann- lífi. Þessar bókmentir eru skrif- aðar í listrænum stíl með feg- urðarsmekk og heilbrigðum anda. Þar er ekki Klám eða klækisyrði sem eru orðin svo altíð hjá ýmsum hinum yngri rithöfundum samtíðarinnar. Eg hefi á seinni árum lesið nokkuð af íslenzkum skáldsögum og hef- ir mér fundist fátt um margar þeirra, þó hrósað sé þeim á hvert reipi af ýmswn nafnkunnum rit- höfundum. Fyrstu íslenzku skáldsögurnar sem eg las voru auðvitað “Piltur og Stúlka” og “Maður og Kona” eftir Jón skáld Thóroddsen, og man eg eftir hvað mér og okkur þótti gaman að þeim. Þær voru liðugar, fjör- ugar, listlega skrifaðar að mörgu leiti, þó ekki væru þær galla- lausar, en um fram alt voru þær heilbrigðar. Efast eg um að nokkuð sem út kom á þeirri tíð á Islandi hafi skemt fólki betur en þær gjörðu, og kent fólki að meta lífið betur en þær gjörðu, og það sem mér fanst um þessar sögur þá, er í fullu gildi enn, þrátt fyjrir nýmóðins söguirit- unina. Þá las eg sögur Gests Pálssonar, sem eru að vísu skrif- aðar í öðrum anda en þær eru nú sérstakar í sinni röð, — með því meistaralegasta og fegursta sem ísl. söguskáld hafa skrifað. Á síðari árum hefi eg lesið ^þó nokkuð af ísl. skáldsögum, og kennir þar að vísu margra grasa. Eru þær margar forsvaranlegar, en um margar þeirra hefur mér fundist harla fátt, og þá sérstak- lega sögur Laxness, sem ýmsir stórspámenn ísl. þjóðarinnar hampa nú sem mestu fyrirmynd í söguritun, og hefi eg minna álit á íslenzkri bókmentaiðju, ef sú ritmenska á að vera sem höf- uðeinkenni og fyrirmynd. Mér finst í söguritun Laxness og þeirra sém hafa tekið hann sér til fyrirmyndar, og á ýmsum sviðum ísl. ritmensku líti svo út sem farið sé í grafgötum með það að grafa í sorphauga mann- lífsins, halda hinni myrku ógeðs- legu hlið lífsins fram, í staðinn fyrir það að dra ga upp fagrar mannlífs myndir sem til eftir- breytni geti orðið í lífinu, nota ógeðsleg orðatiltæki og hrogna- mál í staðinn fyrir hina hreinu og heilsteyptu tungu Jónasar Hallgrímssonar og annara hans líka, sem samsvarar og er í fullu samræmi við hina heiðskýru og hreinu himinsins lind norðursins þar sem heilbrigður frjáls andi á að ráða. Þá er það og nokkuð móðins orðið að æsa upp lægri eðlishvatir manna og kvenna og gjöra það nærri dýrðlegt—(að vísu er blót og klám um of í ís- lenzkt eðli runnið), en slíkt er nú.nokkuð líkt á komið með og víndrykkjuna, að það þarf ekki nauðsynlega “propaganda” eða á- róður til þess að halda þeim eldi lifandi, en tilgangurinn virðist vera að æsa upp það auðvirði- legasta í fari manna. Verður manni að spyrja: er^svona skrif- að af því að svona varnings er krafist af almenningi? Óefað eigi ýmsar hættulegar róttækar stefnur sem hafa verið að grafa um sig í þjóðlífinu sinn þátt í þessu. Seinasta íslenzka skáldsagan sem eg keypti var “Ljós Heims- ins” eftir Laxness, og fleygði eg henni frá mér áður en eg gat klárað hana og hét eg þá að kaupa aldrei framar ísl. skáld- sögu. En nu rétt nýlega frétti eg að von væri á nýrri skáld- sögu frá Davíð Stefánssyni í Fagraskógi, lista ljóðskáldinu góða, hann er það hjá íslenzku þjóðinni nú sem Jónas Hall- grímsson var fyrir öld síðan. Island á mikið af skáldum, en færri, sem eru það af Guðs náð. Það kom í mig sterk ílöngun þeg- ar eg frétti um þessa sögu, Sólon Islandus. Ef nokkur skrifar skáldsögur austan hafs eins og sá, sem vald hefir, þá er það Davíð Stefánsson, hugsaði eg mér. Ef marka skal nokkuð af ljóðum hans, því þau eru þrung- in fegurð og spámannsgáfu, og hvatning til manndóms og dygða. Hjá honum er sólgeisladýrð og fegurð og dygðir mannanna sett- ar í forsæti, en ekki það auð- virðilegasta sem mannlífið á til. Nú hefi eg lesið söguna Sólon Islandus, og þótti mér mikið til um að lesa hana; hún er stórskor- in og tilþrifamikil. Þegar mað- ur byrjar að lesa, verður maður að lesa hana til enda. Sagan er stórvirki frá vissu sjónarmiði, en ekki eins fögur og maður hefði kosið; hefir óefað verið ofið til hennar um langa tíð og heimild- um safnað um lífsferil Sölva Helgasonar, þessa höfuð oln- bogabarns íslenzku þjóðarinnar. Hvað mikið er hér virkilegur sannleikur um Sölva og hvað mikið er skáldskapur, er mér ekki ljóst, en margt er þar virki- legur sannleikur og margt óefað skáldskapur. Sagan byrjar á því að segja frá foreldrum hans og heimilislífi þeirra, og þá von bráðar dauða föður hans (meðan Sölvi er enn á bernskuskeiði) og svo vinnu- mannsins, sem fer sem ráðsmað- ur til móðurinnar og giftist henni síðar, er allgreinilega sagt frá basli þeirra hjónanna og upp- vaxtarárum Sölva, er hann verð- ur að hrekjast frá móður sinni til móðurbróður síns (sem var fremur ærulítill, eins og margar söguhetjurnar), og flótta hans heim til móður sinnar; er með átakanlegum orðum lýst heim- þránni og tilhlökkun unglings- ins að finna aftur móður sína, er það einn fegursti þáttur sögunn- ar, að Sölvi mat og elskaði móð- ur sína sem í raun og veru var manndómsfull og mannkostum búin, þótt menn hennar báðir væru bæði hrakmenni og ónytj- ungar. En þegar Sölvi kemur heim með hjartað fult af von og þrá, liggur móðir hans á líkbör- unum. Þetta verður það reiðar- slag fyrir hann, sem skáldin jafnvel geta tæplega lýst, og upphaf að ógæfuferli hans, og verður hann síðan höfuðsmaður íslenzkra landshornamanna og er hans æfiferli vel og greinilega lýst. Var ógæfan hans fylgikona allan lífsferilinn og skildi ekki við hann fyr en hafi hún 'gjórt það í dauðanum. Kynning hans fyrsta við Júlí- önu og dvöl hans á því heimili og frásögnin af bóndanum þar, sem átti nú víst ekki að vera með öllum mjalla, en bar svo mikla ást til Jesú Krists að hann lét reisa kross á fjallinu og lét þar síðar líf sitt (fraus til dauðs við krossins helga tré) er átakanleg- »>eiete!e>6te«cteiete«!etetc;ietc!e!e!ete!e«!cie« VICTOR Matvöruverslun og nýir ávextir 687 SARGENT AVE. JÓLA 06 NÝÁRSÓSKIR TIL VORRA ISLENZKV VIÐSKIFTAVINA lk>lS»)9>»>»)9)9)S)a»3)3)9}9)9)9)3l»%9)3».3l« ur þáttur. Þá er dvöl hans á amtmannssetrinu, för hans til Austurlands, kynning hans og Jósefínu prestsdóttur, passa-föls- unin, síðar hýðingin og dómur til fangavistar erlendis, aftur- koma hans, æfintýrið með Júlí- önu, nóttin í skaflinum, og sann- færing hans um helga og ákveðna köllun í því að verða frelsari sinnar þjóðar, er sagt frá á þrótt- mikinn og dramatískan hátt. Þá er samtal hans við Þorleif ríka og bóndann á Hólsfjöllum meist- aralegt frá hendi skáldsins, þrátt fyrir það þó sagan sé hrífandi aflestrar, þá verður maður að kannast við það, að ekki er þarna falleg mynd af þjóðinni eða mannlífinu eins og það var eða á að hafa verið um miðja og síð- ari hluta 19. aldar, og mun hún ^ieteieieieteieteteteieieteteíeieieieteieie'eteteie'eKteteieteieteteieteteteteieieteteteteieteieietetes n Að hátíð hátíðanna, sem í hönd jer og árið komandi megi verða Islendingum í Selkirk og annarsstaðar Gleðirík hálíð og blessað og farsæll ár. Þess óskar aj alhug Thomas P. Hillhouse Barrister SELKIRK MANITOBA Sr 9)9)9)9)9)919)9)9) 9) 9) 9)9)9)9)9)9)919) 9) 9) 919)9)9)9)9)9) 9)9) 9)9) 9)9) 9)9)9)919)9) 9) 9) 9) 919)9)9)9)9)9)9)* .teteteteietetete'teteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteiete’eteteieteteteteteteteteteteteteiete*® Hugheilar Jóla- og Nýársóskir til allra íslenzkra viðskijtavina og kunningja jrá í DAVID SW/ilL | ICE AND COAL COMPANY LIMITED PORTAGE AVE. AT THE SUBWAY I Selur allar beztu tegundir eldsneytis. Greið afgreiðsla. Símið 37 006 og sannfærist. 199)9)9)9)9)9)9) 9) 9)9) 9) 9)9)9)9) 9) 9) 9)9) 9) 9) 9)9)9») 9)9) 9) 9)9)9)9)9)9)9)9)919)9)9)9)9)9)9)9)9) 9)9)»9)9)" GOBVILO MEÐAL MANNANNA Eftir óteljandi alda illvígar erjur, sem hafa styrjaldir í för með sér, verður mannkyninu nú að lærast það, að jafna ágreiningsmál sín án blóðsúthellinga. Atómsprengjan er hinn nýi kennari, en ef nemendurnir neita að læra, getur svo farið, að þeir sjálfir, kenn- ararnir og skólahúsin verði fyr en varir að dufti og ösku. Fjörutíu og tvær af hinum fimmtíu sameinuðu þjóðum, hafa heitið því að haga sér vel, og hafa stofnað til alþjóðasamtaka, FAO, með það fyrir augum, að tryggja mnnkyninu viðunandi viðurværi, og sann- gjarnt verð þeim til handa, er að framleiðslu fæðutegunda starfa. Canada hefir skapað fagurt fordæmi með því að selja afgangs- korn sitt við sanngjörnu verði hjnum hungruðu þjóðum í Evrópu, (anadian (ooperalive Wheal Producers Limited Winnipeg MANITOBA POOL ELEVATOR^ Winnipeg Manitoba SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LIMITED Regina Saskatchewan sem og með því að setja lágmarksverð hveitis á dollar mælinn um næstu fimm ár. I hálfa öld hafa samtök bænda í canadisku Sléttufylkjunum beitt sér fyrir því, að koma búnaðinum á sem allra traustastan grundvöll. Og nú hafa flestar sameinuðu þjóðirnar tekið sér þetta til fyrirmyndar. Bændur Sléttufylkjanna hafa alla jafna hatað stríð og styrjaldir, og það engu síður fyrir það, þó þeir á slíkum tímum fengi með köflum margfalt hærra verð fyrir framleiðslu sína, og þeir líta björtum augum til framtíðarinnar í öruggu trausti um nýtt friðartímabil og góðvild meðal allra jarðarbarna. ALBERTA WHEAT POOL Calgary Alberta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.