Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 4
20 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON Árangurslaust neitaði Fred því, að hann væri nokuð séríegt að gera, og reyndi að fela blöðin, sem lágu á skrifborðinu hans, en móðir hans gekk svo hart að honum, að hann að síð- ustu sagði henni ástæðuna fyrir því að hann sæti uppi svo langt fram á nætur, og auk þeirr- ar hugsvölunar sem honum var í að aegja móð- ur sinni eins og var, óx honum kjarkur í ásta- málum sínum, því móðir hans hrósaði vísunum hans og áleit þær góðar. En er hún sagði, “Eg get ekki skilið því þú giftir þig ekki Jackueline. — Það er ekkert sem þarf að standa í vegi fyrir því,” og hún lofaði að gera alt sem í hennar valdi stæði fyrir framtíð hans og hamingju; við þessi orð móður sinnar fann hann betur en nokkurntíma áður, hve innilega að hann elsk- aði móður sína, já, þúsund sinnum meira en hann hafði nokkurntíma ímyndað sér að hann gerði. En þrátt fyrir það var hann ekki laus við kvöl, sem liggur í leyni fyrir elskhuganum. Einn dag kom Madame de Monnedron á- samt sonardóttur sinni, og tflk sér gistingu í Hotel de la Prage. Hún var á leið heim til sín með sonardóttur sína úr klaustrinu, áður en frídagarnir byrjuðu. Þar sem hún var búin að ákveða að Giselle skyldi giftast M. de Talbrun, fanst henni nauð- synlegt að Giselle tæki þátt í gleðskap sér til styrktar og uppörvunar, áður en þessi óheilla giftingardagur rynni upp. M. de Talbrun vildi hafa stúlkur kátar og fjörugar, svo það var skylda hennar að sjá um að Giselle lagaði sig eftir þessari kröfu hans; sjóböð, útivist og kát- ur félagsskapur, til að gera hana ofurlítið hold- ugri, og má klausturblæinn af henni. Þess utan gat hún verið frjáls og óháð í að vera með mannsefninu sínu einsömul; til slíks var ekki tekið þar við baðstaðina. Þannig voru áform og hugsanir Madame de Monnedon. Veslings Giselle! Árangurslaust var hún klædd í fínan búning, árangurslaust töluðu þær við hana og skömmuðu hana frá morgni til kvölds, en hún hélt áfram að vera litla klaustur- stúlkan, sem hún hafði alt af verið; undirleit og föl eins og blóm, sem sólin hafði aldrei skin- ið á, og feimin sér til þrautar. Hún var eins hrædd og nokkru sinni áður við M. de Talbrun, og hún þráði að mega njóta þeirrar huggunar, að gráta í faðmi Jackueline, sem síðast, er hún sá hana, hafði verið vansæl. En hvaða undrun, þessi unga stúlka, sem fyrir fáum vikum hafði sagt henni harmasögu sína í gegnum pílára skilvegginn í gestastofunni í klaustrinu, var nú farin að taka þátt í æsandi skemtunum. Þegar hún reyndi að tala við hana um það, sem Jackueline hafði talað um við hana í klaustr- inu, og spyrja hana um hvað það hefði verið sem gerði hana svo vapsæla, sagði Jackueline bara: “Oh! góða mín, eg er nú búin að gleyma því öllu!” og lét sem ekkert hefði verið, og tók í handlegg hennar og leiddi hana með sér þangað sem croquet leikurinn var leikinn, þar sem þær mættu M. de Talbrun. Mannsefni Giselle var feitur, ungur há- ungi, stuttur og digur, herðamikill og breið- leitur, kjálkamikill ogt með þykkt og langt yfirskegg, sem bætti að nokkru fyrir að hann var sköllóttur. Hann hafði aldrei gert neitt, nema skjóta fugla og smádýr á landareign sinni í níu mánuði á hverju ári, en hina þrjá mánuð- ina var hann í París, þar sem hann undir sér við kappíeiðar og 'ballet-dansa. Hann gerði enga tilraun til að þykjast hafa lifað neinu munklífi, en hann áleit sig að vera hinn “rétta” mann, samkvæmt sínum skilningi á því, sem hvorki meinti gáfur, dygð né góða hegðun; þrátt fyrir það kom öllum stúlkunum í bláa bandinu sam- an um, að hann væri hin rétta fyrirmynd full- komins prúðmenpis. Jafnvel Raouls-systurnar urðu að viðurkenna, mót vilja sínum, að hvað svo sem fólk segðiyað auðmannastétt nútímans stæði skör lægra að áliti og virðingu en hin gamla og eiginlega höfðingjastétt. Þær sann- arlega öfunduðu Giselle, sem nú átti að verða aðalsmanns kona, þó þær með sjálfum sér álitu að þessi gamaldags tign meinti nú ekkert fram- ar. En hvað um það, þær vonuðu að sá dagur mundi koma, er þær, eins og Giselle, gætu tekið sitt sæti í Faubourg St. Germain. Það var mögu- legt að kaupa sér rétt til að vera þar fyrir átta hundruð þúsund franka. Croquet leikvöllurinn var slétt sandrif, sem var undir vatni um háflæði. Leikendunum var skift í tvo jafna flokka, sem svo léku hvor mót öðrum, með hlátrum og óhljóðum, svolitlum undanbrögðum og þrætum, eins og vanalega. Þetta átti vel við Oscar de Talbrun. Sumar stúlkurnar mintu hann glettnislega á nokkrar heimsóknir, sem hann hafði gert upp á síðkastið í Bæheimska klúbbinn. Hann fékk brátt mikið álit á Jackueline, þegar hann sá hina fallegu, röndóttu silkisokka, sem hún var í, og hið stutta pils huldi ekki nema að litlu leyti, og hve beinir og sterklegir fótleggir hennar voru. Hve græðgislega hann glápti á hana, særði Fred, særði það ekki Giselle líka? Nei! Giselle horfði kyrlátlega á leikinn og hlustaði á gleðilætin, eins og eitthvað fjarri sér, eins og ósnortin af því sem fram fór eins og hún væri steinn eða trébolur, stundum skemdi hún leikinn með fákunnáttu sinni, eða klaufaskap; hún fékst ekki hið minsta um þó M. de Talbrun skifti sér ekkert af sér, því henni var ógeðfelt að þurfa að hlusta á hann. “Þú ert eitthvað sinnulausari en vanalega,” var amma hennar vön að segja eftir hverja heimsókn hns til þeirra, er þær voru í París, en í Tréport virtist enginn gefa því gaum þó hún væri sinnulaus og utan við sig, og M. de Tal- brun mundi ekki eftir henni, þar til að fyrstu öldurnar með aðfallinu skullu yfir leikflötinn og allar stúlkurnar hlúpu æpandi undan sjón- um, en karlmennirnir komu á eftir og báru leikáhöldin. Á leiðinni fór Oscar greifi að útlista fyrir Fred, eins og viðvaning, að það bezta við croquet-leikinn væri það, að þar kæmu piltar og stúlkur saman. Hann sagðist vera öllum betri í leikjum, hafa undra sterka vöðva og skarpa sjón; en svo bætti hann við, að hann hefði ekki getað sýnt í dag list sína og getu, því votur sandurinn væri ekki eins góður leikvöll- ur og hann hefði í listigarðinum sínum! Það er æfinlega nauðsynlegt að þekkja vel leikvöll- inn, en í engum leik fremur en croquet. Svo breytti hann samtalinu lævíslega frá leiknum til leikendanna, og sagði eins og undir rós, til að aðvara Fred, að maður þyrfti ekki að vera hræddur við að gefa þessum Amerísku stúlkum undir fótinn, því þær Íiefðu strax er þær voru í vöggu lært að daðra. Þær gætu séð um sig, því þær hefðu klær og kjaft; en það væri þó auðvelt að koma sér vel við þær að vissu tak- marki. Hinar stúlkurnar væru skrítnar litlar hænur; þessar þrjár Wermant-systur, — skoll- inn hafi þær! — sætasta blómið af þeim öllum sagði hann að væri sú háa og dökkhærða — ekki fullþroskuð í fegurð og yndisleik! “En eftir eitt eða tvö ár,” bætti M. de Talbrun við, eins og þaulæfður sérfræðingur, “verður hún á allra vörum sem bjartasta stjarnan i samkvæmis- lífinu.” Vesalings Fred þagði og reyndi að halda reiði sinni í skefjum, en blóðið steig honum til höfuðs, er hann hlustaði á það sem M. de Tal- brun sagði. Fred fanst þetta tal bæði ósiðlegt og illa tilvalið. Ef hann hefði ekki verið hrædd- ur um að hann mundi gera sig hlægilegan, hefði hann með ánægju tekið málstað Wermants- systranna og allra stúlknanna í bláa bandinu, svo hann gæti svalað reiði sinni, sérstaklega vegna þeirra ummæla, sem M. de Talbrún hafði um Jackueline. Því var hann ekki nógu gamáll til að giftast henni? Hvaða rétt hafði Talbrun til að vera að bollaleggja um aðrar stúlkur en sína? Ef hann gæti gift sig núna, stæði ekki á hverja hann kysi! Seinna — eins og móðir hans hafði sagt við hann. En mundi Jackueline bíða? Allir voru farnir að dáðst að henni. Einhver mundi ná henni meðan hann væri langt í burtu úti á sjónum. Hræðileg tilhugsun fyrir ungan elskhuga! Þetta sama kvöld, á dansi í Casino, er hann var að dansa við Giselle, gat hann ekki varist að segja við hana: “Er þér ekki ógeðfelt að sjá Monsieur de Talbrunt dansa svona mikið við Jackueline?” “Hverjum? — Mér?” sagði hún eins og utan við sig, “Eg sé ekki hvað er á móti því,” en svo brosti hún og sagði: “Bara ef hún vildi taka hann — og eiga hann!” Madame de Monvedon hafði glöggar gætur á M. de Tabrun. “Þér virðist,” sagði hún, og horfði fast í andlit hans, “að þú hafir gaman að að láta börnin hoppa í kringum þig.” “Já, því ekki það,” svaraði hann, “Mér finst það gera mig ungan aftur.” Madame de Monredon var ánægð með þetta svar. Hún var reiðöbúin að kannast ,við það, að flestir menn giftast konum «em ekki hafa haft mikil áhrif á þá til að breyta hátterni þeirra, og hún hafði alið Giselle upp í ein- angrun, sem ásamt miklum auð, á vanalega bezt við menn eins og M. de Talbrun. Jacéueline áleit að M. de Talbrun væri bísna gott mannsefni, og hún sagði Giselle frá því. “Það er stað- reynd,” sagði hún, eins og af mikilli reynzlu og þekkingu, “að menn sem eru mjög fríðir og töfrandi giftast ekki. Það ér líklega ástæðan fyrir því að Monsieur de Cymier, frændi Ma- dame de Villegrys, hugsar ekki um að gifta sig.” Það var misskilningur. Monsieur Cymier, skrautmenni, sem snérist eins og hjól í kring- um hina fríðu Madarne de Villegry, sem hafði smátt og smátt verið að örva hann til að gift- ast. Madame de Villegry, þrútt fyrir gengdar- lausa brúkun af andlits farða og sterkum ylm- vötnum, sem var ætíð það fyrsta til að vekja athygli þeirra sem sáu hana, lét hún mikið yfir^ hvað hún bæri af öðrum að hegðun og siðferði. Það eru sumar konur sem ganga nærri því að vera lastafullar, álíta sig algjörlega vítalausar. Þær eru viljugar til úti funda, en hafa enga móttökustaði af sínu eigin. Fyr á dögum var gert meir til að forðast það sem á yfirborðinu þótti ljótt, til þess að geta þeim mun betur hulið það sem ljótt var. Madame de Villegry var það sem stundum er kallað “snoppu fríð.” Hún eyddi mörgum tímum á dag til að mála sig og prýða sem mest, hún þráði að hafa hóp manna í kringum sig, sem dáðust að henni; en ef einhver varð nær- göngull henni, þá losnaði hún við hann með því, að koma honum til að giftast. Hún hafði verið búin að útvega Gerard de Cymier margar ungar stúlkur, sem hún lét í veðri vaka að hann ætlaði að giftast; en það var bara til að segja sínum góðu vinum, að þessi sem hún hafði síðast útvegað honum, væri allt of ljót og ófríð fyrir hann, og að þessi ungi maður í sendiherra sveitinni hefði bara komið sem snöggvast til baðstaðanna, til að heimsækja sig. Daginn eftir að hann kom, sat hann í fjöru- sandinum við fætur Madame de Villegry. Þau skemtu sér við að horfa á fólkið sém var að baða sig, og hagaði sér á hinn viðbjóðlegasta hátt. Madame de Villegry auðvitað baðaði sig ekki með þessum draslaralýð; hún sagðist vera of taugaveikluð til þess. Hún sat undir stórri sól- hlíf, og naut ánægju af að bera saman yfir- burði sína, við þessi vesalings láðs og lagar dýr, seiq óðu og svömluðu í sandbleytunni fyrir framan hana, og hafði gaman af að líkja þeim við seli og önnur sjódýr. “Jæja! Svo það var svona skepnum sem þú vildir láta mig giftast,” sagði M. de Cymier, gramur í geði. “En vesalings vinur minn, hvað annað get- urðu fengið? Þær stillast þegar þær eru giftar.” “Bara ef maður gæti verið viss um það.” “Maður er aldrei viss um neitt, og sízt af öllu um unga stúlku. Maður getur ekki sagt að þær séu neitt meira en bara vera til, þangað til þær eru giftar. Maðurinn verður að gera það úr þeim sem hann vill að þær verði. Þú ert fyllilega fær um að gera það úr konunni þinni sem þú vilt að hún verði. Eigðu það á hættu.” “Eg gæti siðað hana, — þó — en eg verð að segja, að eg er ekki vanur slíkri kennslu; en þér þarf ekki að þykja undarlegt þó eg vilji fá svona lauslega lýsingu af þeirri stúlku sem eg á að giftast, og hvers eg má vænta af henni áður en eg giftist. Rétt í þessu kom stúlka, sem hafði verið að baða sig skamt frá þeim, uppúr vatninu; hún var í nærskornum baðklæðum, svo hennar granna og fagra byggingarlag sást svo vel, er hún bar við vatnsflötinn ög bláan sumar himininn. , “Oh, hún er falleg!” hrópaði Gerard, og lét samtalið við Madame Villegry falla niður. “Hún er fyrsta fallega stúlkan sem eg hef séð hérna!” Madame Villegry tók upp leikhús-sjónauk- ann sinn, sem var festur við treyjuna hennar, en þá hafði umhyggjusamur þjónn lagt skikkju yfir herðar stúlkunnar, svo hljóp hún þangað sem Madame Villegry var, og bauð henni glað- lega góðan daginn. ‘Jackueline!” sagði Madame de Villegry. “Jæja, barnið mitt, þótti þér gaman að vera í vatninu?” “Já, fjarka gaman,” sagði Jackueline, og til M. 4Ie Cymier, sem var staðinn upp. Hann horfði á hana með mikilli aðdáun, sem gerði hana ofurlítið feimna. Hún hafði vafið þétt að sér hinni mjúku, snjóhvítu skikkju sem þjónninn lagði yfir herðar hennar, svo upp- úr stóð aðeins hennar fagra höfuð og háls. Hún var að reyna að koma öðrum fætinum í lítinn baðskó, sem hún hafði mist af sér. M. de Cymier leit fyrst á þennan fallega og velskap- aða fót, svo rendi hann augunum uppeftir lík- ama hennar, sem sást svo greinilega gegnum þessa þunnu skikkju. Lögun hennar og vaxtar- lag sást svo greinilega, frá hvirfli til ilja, þó ekkert af líkamanum væri bert nema litla fallega hendin sem hún hélt að sér skikkjunni með. Augu hans numu staðar við hennar dökk jarpa hár, sem lá í slæðum ofan á ennið. Hún hafði ekkert á höfðinu nema þunna silki bað- húfu, svo hann sá vel andlits lögun hennar og blæ. Hárið mjúkt og hrokkið, hékk ofan á augabrýr, og gaf augunum svo dularfullan blæ. Tönnurnar, snjóhvítar, skinu sem perlur er hún brosti, varirnar rauðar og hæfilega þykkar, helzt til rauðar til að samsvara andlits blænum. Hún deplaði augunum, af og til, eins og til að verjast hinnar sterku sólarhirtu sem skein framan í hana. Hún var ekki dökkeygð, frem- ur sem ljós jörp, með gullnum blæ. Þó hún hefði augun ekki nema hálf opin, sá hún brátt, að þessi ungi maður sem var hjá Madame de Villegry, var mjög álitlegur. Hún hélt áfram hröðum skrefum að baðhúsinu, og á leiðinni losaði hún hárið undan baðhúfunni og lét það falla ofan á bak sér, líklega til þess að það þornaði sem fyrst. “Hver djöfullinn!” sagði M. de Cymier, og horfði á eftir henni þar til hún hvarf inní baðhúsið. “Eg hef aldrei hugsað mér stúlku svona, hún er alveg fullkomin, það vantar ekkert á það. Það er sannarlega indælt að kynn- ast svona stúlku.” “Já,” sagði Madame de Villegry, með hægð, “hún verður mjög álitleg þegar hún hún verður átján ára.” “Er hún nærri því átján ára?” “Hún er bæði og ekki, því tíminn líður svo fljótt. Stúlka fer að sofa eins og barn, en vaknar aftur nógu gömul til að giftast. Viltu ekki fá að vita strax um hvað hún er líkleg til að eignast?” “O, eg kæri mig ekki svo mikið um það. Það er annað sem eg hugsa fyrst um.” “Eg veit það vel; en Jackueline Nailles er af góðri ætt.” Er hún dóttir þingmannsins?” “Já, einkaróttir hans. Hann á ljómandi fallegt hús í Parc Monceau og stórhýsi í Haute- Vienne.” “Það er ágætt; en eg tek það fram aftur að eg er ekki kaupsýslumaður, ef eg gifti mig, vildi eg, vegna konunnar minnar, ekki þurfa að lifa við þrengri kjör en eg hef lifað ógiftur.” “Xað meinar, að þú gerir þig ánægðan með það sem þú átt sjálfur. Eg mundi hafa hugsað að þú vildir komast yfir meira. Það getur verið að þú hafir orðið sem þrumulostinn, að það hafi breytt öllum gróða áformum þínum, því þessi breyting hefir orðið allt í einu, var það ekki? — Venus kom uppúr sjónum!” “Engar öfgar! En þú getur varla verið svo grimmlunduð, þar sem þú ert stöðugt að hvetja mig til að giftast, að þú óskir eftir að eg taki mér fyrir konu, einhverja sem er hræði- lega ljót.” “Hamingjan varðveiti mig frá að hugsa eða vilja slíkt! Það mundi gleðja mig, ef Jackue- line er útvalin til að siðbæta þig.” “Eg þori að segja, að hin vandfýsnustú foreldri gætu ekkert fundið að mér, þessa stund- ina, nema ef það væri, fýsnarást. Það er stór kostur hvað Jackueline er ung, því eg gæti lifað og látið eftir mér, eins og eg hef gert, þangað til við værum gift, en þá tæki eg upp aðra lifnaðarhætti og færi úr París, þar sem ekkert sérstakt héldi mér nema—” “Heimskuleg ímyndun,” sagði Madame de Villegry, og hló. “Sem borgun fyrir þín mörgu ástarljóð, skalt þú fara að mínum ráðum. Mér kemur Nailles fjölskyldan fyrir sem mjög vel efnuð, en það sýnast allir sem taka þátt í félags- lífinu vera ríkir, en maður veit aldrei hvað kann að verða upp á teningnum. Það væri hyggilegt af þér, áður þú ferð legra í þessu máli, að tala við Monsieur Wermant, yfirmanninn verzlun- arráðsins, sem er vel kunnugur efnahag föður Jackueline. Hann getur sagt þér betur frá efnahag hans en eg.” “Wermant er hér í Tréport, er ekki svo? Eg held eg hafi séð hann hér—” “Já, hann verður hér þangað til á mánu- daginn. Þú hefur nógan tíma til að tala við hann.” “Heldurðu virkilega að eg sé að flýta mér svo mikið?” “Eg skal veðja, að um þetta leytið á morgun verðurðu hættur að hugsa um hana.” Gú hefir tapað vérðmálinu strax. Eg hef auk þess ýmislegt til að hugsa um — bæði nú og æfinlega.” “Hvað er það?” sagði hún kæruleysislega. “Þú hefur bannað mér að minnast nokkurn- tíma á það.” Þau þögðu nokkur augnablik, þar til Ma- dame de Villegry sagði, brosandi: “Eg býst við að þú vildir að eg færi með þér í kvöld til vinkonu minnar de Naillis?” Þess þurfti ekki, með því að þessir bað- gestir mættust allir sama kvöldið í Casino. Jackueline var í skarlat rauðum kjól, með als- lags skrauti, og nú leizt M. de Cymier enn betur á hana, en»er hann sá hana í baðfötunum. Hún hafði ekki hárið sett hátt upp, en það var sett lauslega undir rautt silki band, og á höfð- inu hafði hún auk þess, litla sjómanns háfu. Er M. de Talbrun sá hana í þessum báningi kallaði hann hana “Fra Diavola of the Seas,’ og hún verðskuldaði það nafn aldrei betur en þetta kvöld, þar sem hún með takmarkarlausu fjöri og ófyrirleitni vann aðdáun allra þeirra ungu manna sem þar voru.en á sama tíma hatr- amlega öfunduð af Wermant, og Spark systr- unum. Gerard, eftir fyrsta dansinn við Madame de Villegry, beiddi enga nema Jackueline að dansa við sig. Þessar stúlkur sem hann leit nú ekki við, höfðu nú ekki einusinni Fred til að snúa til, því hann hafði kvöldið áður fengið skipun um, að koma strax til skipsins sem hann átti að fara með. Hann hafði kvatt Jackueline, með sting.í hjarta sér, sem hann gat varla dulið, en hún virtist ekki láta neina viðkvæmnis tilfinn- ingu í ljósi gagnvart honum. “Ef hann bara hefði séð mig,” hugsaði Jackueline, “dansa sigri hrósandi við M. de Cymier. Bara ef hann gæti séð mig, væri sárs- auka mínum svalað.” En hann var ekki Fred. Hún var ekki að hugsa um hann. Það var ósjálfráð gremja sem greip huga hennar, mitt í sigurhrósi hennar og ákafri skemtun. Þannig kvaddi hún hina fyrstu ást sína.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.