Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 1
PIIONE 21374 . xx \Mxi* A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 iox& ha,underer ’ A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1945 NÚMER 51 Jólafötin MARTEINN LOTHER Tileinkað Bandalagi Lúterskra Kvenna. * * * Lag:—Vor guð er borg á bjargi traust. Ein er sú rödcL, er ómar hæst í alheims-kristnum sálum. Sá hreimur gengur hjarta næst í helgum trúar-málum. Sú rödd, það Ijúflingslag— sem lífsins reiðarslag— um aldir ómar hátt, og andans styrkir mátt, Það undra-orð er — Lúther! í hverju landi hljómur sá á hæstu tónum klingir, sem vekur æðri andans þrá og inn hið góða hringir. Sá endur-ómur skær, er ávalt flytur nær þann háa Himinsson, þá helgu friðarvon, það alheims-orð er — Lúther. Slíkt þrek, sem reis úr þýzkri jörð, er þjóðlífs menta gróði, ér róttœk lífsins reglugjörð í reynd, í söng, í óði. Sú röddin himinhá burt hrekur mók og dá. Það orð, er flytur fjöll, burt fælir vanans-tröll; Slíkt undra-orð er — Lúther! Það reynslu-djúpa regin-skin, sá röðul-geislinn fagur — þann guðdóms-skrýdda gróður-hlyn æ gyllir nótt sem dagur. Sá hái Himinsson, í helgri trúar-von, vor tengir bróður-bönd of bjarta mannlífs strönd. Það Ijós er — Marteinn Lúther! S. B. Benedictsson. Maður nokkur sem ólst upp út í sveit við mikla fátækt segir frá því að eitt sinn hafi faðir sinn falið sér, þegar hann var lítill drengur, að reka erindi við hátt- settan embættismann sveitar sinnar, sem átti heima í veglegu húsi í kaupstað þar nálægt. Drengurinn lagði af stað með hálfum hug, og því nær sem dró heimili höfðingjans því meir óx ótti hans. Hann hafði aldrei talað við jafn tiginn mann, ald- rei komið í svo skrautlegt hús. Hann var hræddur um að sér mundi verða orðfall, og hann fann til þess að hann var ekki nógu vel klæddur fyrir slíká heimsókn. Jafnvel eftir að hann hafði barið að dyrum, langaði hann til að taka til fótanna og hlaupa í felur. En hann herti upp hugann og beið þess að til dyra væri gengið. Og sá sem til dyra kom var sjálfur höfð- inginn, sem tók sveitadrengnum með hinni mestu alúð og talaði við hann eins og jafningja sinn. Brátt fór feimnin af sveininum og hann fann ekki lengur til smæðar sinnar eða fátæktar. Mér kemur þetta atvik úr æfi sveitapiltsins í hug, er eg minn- ist þess að við stöndum nú frammi fyrir hallardyrum jóla- hátíðarinnar. Við erum um það bil að berja að dyrum hennar; við stöndum með höndina á hún- inum reiðubúnir til inngöngu. Við heyrum söng inní höllinni, sem er svo dýrleg og björt, og við heyrum hátíðlega tilkynn- ingu: “Drottinn er í nánd.” Það kemur hik á okkur, við finnum til þess að þetta er helgur stað- ur, og að heilög athöfn er að fara fram. Erum við nú sæmilega til fara? Jú, að ytra hætti eru fötin okkar smekkleg og sam- boðin árstíðinni. En sú tilfinning vaknar hjá okkur að til þess að gista þennan stað, þurfi annað og meira til en ytri klæðnað ein- göngu. Við lærðum í æsku að Drottinn lítur á hjartað, og hug- renningarnar. Enginn maður er hæfilega klæddur til jólahalds nema hann sé hreinn í hjarta sínu og eigi göfugar hugrenn- ingar. Okkur verður því flestum að orði, þar sem við stöndum við hallardyrnar: “Nakinn er eg, klæddu mig, krankur er eg græddu mig.” Hin andlegu klæði okkar flestra eru víst fremur fátækleg á þessum jólum, og við finnum til þess, eins og sveitapilturinn, að við erum ekki maklega undir það búin að koma fram fyrir hin göfuga höfðingja sem í höllinni býr. En jólafötin eru tilbúin og standa okkur til boðá, ef við að- eins viljum fara í þau. Fyrst er þar skikkja gleðinnar. “Drottinn er í nánd,—verið glaðir.” Vissu- lega höfum við meiri ástæðu til að vera glöð á þessum jólum, en um mörg undanfarin ár. Það hefir verið erfitt undanfarin ár að halda jól, og tala um frið á jörðu, og Guðs velþóknan yfir mönnunum, þegar segja má að hvergi hafi verið friður á jörð- unni, og við vitum að það er mjög fjarri því að Guðs velþókn- án hafi verið yfir háttalagi mann- anna. En nú eru ógnir styrjald- arinnar að mestu afstaðnar fyrir okkur. Drengirnir okkar, þeir sem á annað borð koma heim, eru nú flestir komnir eða á leið- inni, eða á öruggum stöðum við það sem áður var. Þetta er okk- ur öllum hið mesta gleðiefni. En samt erum við hrygg í huga og hugsjúk um margt. Okkur ógna þau vindaský sem enn þjóta í lofti, finst friðurinn enn illa trygður, og margt uggvænt um horfur framtíðarinnar. Við kvíð- um ef til vill okkar eigin fram- tíð, og búum að þungum sárum. En samt er okkur boðið að taka skikkju gleðinnar á herðar. “Verið ávalt glaðir, vegna sam- félagsins við Drottinn.” Til forna báru Guðs börn með sér í útlegðinni nokkuð sem kallað var sáttmálsörk. Þar var um eins- konar skrín að ræða er geymdi helgidóma, sem táknuðu sér- staka návist Guðs með mönnun- um hvar sem þeir voru staddir. Mönnum var mikill hugarléttir að því að geta fest hendur og lík- amlega sjón á þessum táknum guðlegrar návistar einkum þeg- ar stormarnir blésu á móti. Sam- félagið við Drottinn var trygt í meðlæti og mótlæti, það var gleðiefnið mesta. Við höfum einnig þetta tákn, — kirkja Krists er sú sáttmálsörk, sem tryggir okkur öllum samfélagið við Guð hvort sem við líðum eða fögnum, lifum eða deyjum. Horfnir ástvinir standa þá einn- ig í þessu samfélagi við Drott- inn, og eru honum enn ná- tengdari en við erum enn á þessu stigi. Höfðinginn mildi í jólahöllinni dýrlegu hefir tekið á móti þeim, og sett þá sér til hægri handar. I því trausti fá- um við sárabót, og tökum á okk- ur skikkju gleðinnar þótt hér sé dapurlegt víða. Annað klæði, sem okkur er boðið að bera inn í höll jólahá- tíðarinnar er hjúpur Ijúflynáis- ins. “Drottinn er í nánd — Ljúf- lyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum.” Þótt við höfum tekið skikkju gleðinnar á herðar, sé- um nokkurn veginn ánægð með lífið og sátt við Guð og menn, skortir okkur oft tilfinnanlega ljúflyndi. Ljúflyndi er ávöxtur gleðinnar, heillavænleg áhrif og dagfarsprýði, sem streyma frá okkur til annara manna. Það er skortur á ljúflyndi, á hógværð, á einlægni, á samheldni og sam- vinnu sem hefir verið hinn mikli bölvaldur í sambúð mannanna fyr og síðar. Það vantar svo sem ekki að menp hafi verið ánægð- ir með sjálfa sig, hafi notið lífs- gleði að vissu marki. En sú lífs- gleði og ánægja hefir oft verið sprottin af því að geta ráðið yfir öðrum og haft sitt fram, með ?ic!ci«!c!e!e!e!e*cicte!c!cictc!€!«(e!c!e‘6tete!e!et«*c‘ctcte!e!e!et6tetetc!e!c!ctc!ctc>e!c!c!etete«c*c« Innilegar Jóla- og Nýárskveðjur til íslenzka þjóðarbrotsins í þessu landi, með þökk fyrir ánægjuleg og ábyggileg viðskifti. Stærsta umboðsverzlun fiskveiðaáhalda í Vestur-Canada. % PARK-HANNESSON 55 ARTHUR STREET WINNIPEG, MAN. SfMI 21844 MðtatBtaiataiatataiaiataiatataiataiaiaiaiataiatatataiataiatataiaiataiatatatatatataiatatatatatatatatatC! »tetctctc«tctctc«ctctctetetctc!c!ctcte!ctctctcic«c«etetetctctctetct6«c!ctetctctctctctctc«ctctc«ctctctc« i « S HUGHEILAR JÓLA OG NÝÁRSKVEÐJUR 1 ÍSLENZKRA VIÐSKIPTAVINA VORRA C. HUBERT LIMITED Lumber, Builders Supplies and Fuel 5 POINT DOUGLAS AVENUE WINNIPEG MANITOBA 1 I x I ■ .<5 I « 1 X « I I 1 aataiatatataiataiaiatataiatataiataiaiaiataiatatatataiatatatatatataiataiataiatataiatatatatatataiaiaiatat* illu eða góðu. Þannig hafa söfn- uðir klofnað og heilbrigður andi heillá bygðarlaga farið út í veður og vind. Allir kannast við söguna um gamla manninn, sem var um það bil að deyja. Er hann fann stundina nálgast kallaði hann alla sonu sína fyrir sig, og bað þá færa sér bindi af viðartágum. Hann bað þá hvern fyrir sig að brjóta bindið í sundur í miðju en það var þeim öllum um megn. Síðan bauð hann þeim að leysa bindið og taka hverja tág fyrir sig og brjóta. Það var auðvelt verk, jafnvel fyrir þann sonanna sem yngstur var og minsta hafði kraftana. “Þannig sjáið þið, synir mínir,” sagði deyjandi öld- ungurinn, “að ef þið standið all- ir saman getur enginn sigrað ykkur, en ef “þið eruð sundur- leitir og standið einn sér hver um sig, getur hver væskill orðið ykkur að grandi.” Koma jólahátíðarinnar á að vera okkur öllum hvöt til ljúf- lyndis, umburðarlyndis og sam- vinnu hverir við aðra um fram- gang þeirra hugsjóna, og efling þeirra verðmæta, sem hafa skap- að okkur sérstæða menningu, hafa gert okkur að góðum borg- urum og kristnum mönnum. Þriðja klæðið, sem okkur er boðið að bera inn í höll jólahá- tíðarinnar er brynja bænarinn- ar. “Drottinn er í nánd. Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunn- ar Guði með bæn og beiðni, á- samt þakkargjörð.” Þetta geng- ur mörgum okkar miður vel. Við komum ef til vill til Drottins með stóru vandamalin, sem okk- ur virðast varða svo miklu, en (Framh. á bls. 21) teteteietetcictcietetetetetetctctetctctetetetetcteieteteteietetctetetetctetctctetetetetetctctctctctctc* BEZTU JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR TIL ALLRA VIÐSKIFTAMANNA OG VINA! DOUG G0RD0N 1 Bílaviðgerða- og olíusölusiöð SÍMI 149 SELKIRK MANITOBA &ataiataiataiatatatatatatatatataiatatatatatatata«atataiaiatata«aiaiataiataiataiataiataiaiataiata«itatatð jjtetetetetetcteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteieteteietetetetetetetetcteictetctca Sinclairs Tea ^Room Árna öllum íslenzkum viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs. SINCLAIR’S TEA ROOM SELKIRK MANITOBA %atatatatatataiatataiatatataiatatatatataiataiaiaiaiaiaiataisiaiaiataiataiaiaiataiataiaiaiataiataiat: 1 X X X 1 X X X X I I s I J FLASH FROM REDDY KILOWATT ‘Your Electrical Servant” <@reetingð anb #oob Mtðbeð from me and my fellow Employees of the Winnipeg Elecrtic Company. We shall in the coming year continue to provide you with Competent, Courteous, Low Cost Service from our ELECTRICTY GAS TRANSPORTATION UTILITIES

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.