Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 “Ánœgjulegt að starfa fyrir Kirkjuna” Guðmundur Jónasson, Guðmundur Jónasson, fram- kvæmdarstjóri í Winnipeg fimmtugur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margir af mætustu mönnum íslezku þjóðarinnar áttu oft við þröngan kost að búa á æskuárum og fóru einnig á mis við skólamenntun að miklu eða öllu leyti. En vegna framúr- skarandi hæfileika og óbilandi starfskrafta brutust þeir áfram, gátu sér frægð og frama og urðu hinir þýðingarmestu þjóðfélags þegnar. — Vestur-íslendingar eiga einnig slíka menn. Einn þeirra er Guðmundur Jónasson, framkvæmdarstjóri og forseti Fyrsta Lúterska Safnaðar í Winnipeg. Guðmundur er fæddur 19. okt. 1895 á Siglunesi við Manitoba- vatni. — Húsið, sem Guðmund- ur fæddist í, var frumbyggjakofi úr bjálkum byggður og að lík- indum með tyrfðu þaki. Hafði faðir Guðmundar dregið að sér bjálkana á sleða um 70 mílna veg. Faðir Guðmundar var Jónas Jónasson, úr Skagafirði kominn, uppeldissonur Egils Gottskálks- sonar þar í sveit. Móðir Guðmundar var Guðrún Guðmundsdóttir, er seinast dvaldi heima á Jslandi á Þor- grímsstöðum í Breiðdal. Tólf ára fór Guðrún utan til Vesturheims. Árið 1893 giftist hún Jónasi og tveimur árum seinna settust þau að sem frum- byggjar við Manitobavatn. — Guðrún var mikil ágætiskona og miklum hæfileikum búin við hús- móðurstörfin. — Guðmundur var á áiglunesi, eða öðru nafni Fagranesi. þang- að til hann varð 23 ára gamall. — Barnauppfræðslu hlaut Guð- mundur í baðstofunni ásamt nokkrum öðrum börnum á bæj- unum í kring, er voru vön að safnast saman heima hjá Guð- mundi af því að Jónas' hafði fengið kennara úr Winnipeg til þess að kenna börnunum. — Auk þess hjálpaði Guðmundur föður sínum við bústörfin og réri til fiskjar á Manitobavatni. — Jónas hafði litla sveitaverzlun og fór jafnan árlega ti Winni- peg í verzlunarerindum. Guð- mundur aðstoðaði föður sinn fljótt við þau stör-f. Mun hann þess vegna hafa farið á verzlun- arskóla í Winnipeg nokkurn hluta úr þremur vetrum. En tuttugu og þriggja ára þurfti hann að fara í stríðið (fyrri heimsstyrjöldina) og var árlangt á Englandi í hermennskunni. — Þegar hann kom heim aftur réði hann sig til verzlunarstarfa hjá Skota nokkrum úti á landi í Maniaoba. En Skotinn vildi naumast grelða Guðmundi kaup, er svaraði kostnaði hans fyrir fæði og húsnæði, svo að hann varð að segja skilið við Skotann. Þá byrjaði Guðmundur verzlun á eigin spýtur í Winnipegosis og verzlaði með allar nauðsynjavör- ur í nokkur ár. En þá kom að því, að hann fór eingöngu að verzla með fisk, og það hefir hann síðan gert í auknum mæli allt til þessa dags. Nú hefir Guð- mundur í Winnipeg hina miklu fiskiverzlun, er nefnist “Key- stone Fisheries” og mun vera stærsta fiskiverzlun með vatna- fisk eingöngu, sem til er í Can- ada. Einu sinni sem oftar var ég staddur heima hjá Guðmundi Jónassyni, og ræddum við þá m. a. um afskipti hans af kirkju- málum. Guðmundur er forseti Fyrsta Lúterska Safnaðar í Win- nipeg, og spurði ég hann í hverju það starf hans væri fólgið. “Það var árið 1930, sem ég var kosinn í safnaðarnefnd kirkj- unnar, þar sem sæti eiga tíu safnaðarmeðlimir. Þegar dr. Brandson sagði af sér for- mennsku þessarar nefndar, var eg valinn til þess að gegna því embætti í hans stað, og hefi eg gert það í s. 1. fimm ár. Form. safnaðarnefndarinnar er einnig forseti safnaðarins. — Starf þessarar nefndar er það að sjá um fjármál safnaðarins, eigur hans og þá fyrst og fremst kirkj- una. — Við í safnaðarnefndinni höldum 10—15 fundi árlega, þar sem safnaðarmálin eru rædd. “Hvernig líkar þér þetta starf?” “Eg hefi meiri ánægju af safnaðarstarfinu en nokkru öðru starfi, sem eg inni af hendi. Og kirkjuferðirnar á sunnudögum eru mér ætíð til uppbyggingar og ánægju. Þar fæ eg að hlýða á góðar ræður, heyra fallegan söng og kynnast fólkinu, sem kirkjuna sækir. Lít eg svo á, að hvergi fái fólk betra færi á afí kynnast en ií kirkjunni og í starfinu fyrir hana.” — “Hvað hefir þú almennt að segja um starf þitt að öðru leyti í þessum stærsta söfnuði fslend- inga vestan hafs?” “Eg hefi það sama að segja og við aðrir höldum fram, er ljáum kirkjunni lið okkar. Við getum ekki búizt við því, að æskulýð- ur okkar komi til kirkjunnar og ljái boðskap okkar eyru, ef við sem eldri erum sitjum heima af- skiptalausir. Ef við ekki styðj- um unga fólkið með liðsinni okkar, þá er ekki von til þess að það sjái þýðingu þess að hlýða boðskap kirkjunnar og breyti eftir honum. — Sem betur fer, hygg eg, að starf okkar, sem eldri erum í söfnuðunum, hafi m.a. þá þýðingu, að unga fólkið kemur til kirkjunnar og vill einn- ig starfa fyrir hana.” — Þannig fórust þesum mikil- hæfa manni orð um starfsemi síðan varðandi kirkjuna, og vissulega eru þau lærdómsrík og til eftirbreytni. Ekki er það einungis svo, að Guðmundur sé störfum hlaðinn fyrir sína eigin verzlun og kirkju- og félagsmál Vestur-ís- lendinga, heldur er hann einn af leiðandi mönnum í félagssam- tökum fiskimála í Canada. Skip- ar hann þar bæði forseta^ og fulltrúastöður. ísland á gott að eiga slíkan mann sem Guðmund Jónasson. — Varðandi sölu fiskafurða í Canada og Bandaríkjunum hefir hann bæði mikla reynzlu og þekkingu. Vonandi er, að ís- lenzka þjóðin fái á því sviði að njóta starfskrafta hans, þegar um markaðsmöguleika fyrir fisk- afurðir okkar er að ræða í Am- eríku. — Guðmundur er kvæntur frú Kristínu (fædd Johnson) hinni 8» •g!g«*!€<e'e!«!e!€!ei€i«<a*«ei«íe<€<e*'<í«>«® í £ | Uariehj Shoppe § g 697 SARGENT AVE. * 630 NOTRE DAME AVE. * g Sími 21 102 ð S 3 0 óskar öllum sínum við- » skiftavinum gleðilegra jóla g y og góðs og farsæls nýárs. « LOVÍSA BERGMAN SKk9)9>3:a9S!S)3}>»)Si>)S!»»>)ai»9»ia)9l9i* ágætustu konu. Eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Kirkjublaðið óskar Guðmundi Jónassyni hjartanlega til ham- ingju með afmælið. Vér biðjum þess að störf hans megi enn bera hina ríkulegustu ávexti honum sjálfum og öðrum til blessunar. P. Kirkjublaðið, 22. okt. 1945. B I is' f «««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««< VÉR FLYTJUM VORUM MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM j INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR \ WESTHOME FOOD STORE 730 WELLINGTON AVENUE Verzlar með úrvals matvöru við lægsta verði. DOMINION FOOD STORE COR. SARGENT & DOMINION I « i A. MALKIN, Proprietor. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»< I 3 £9tc<«!c<ctc«tetc!<te!etcte!ete!c!c!c!e!ete!c!e!cte!e!c!e!e!e(e>e!€te!c(c>e<c>c'<!c!<te!e!eic«te!c!etc« I 1 I v y | v 1 I 1 I y y i I BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ÍELENDINGA frá W. J. WHITESIDE, eiganda og forstjóra WHITEYS SERVICE STATI0N PORTAGE og ARLINGTON One Stop Station — Towing Anywhere Business Phone 36 091 House Phone 71 373 «»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»« ««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««» I 3 1 9 * g MEÐ BEZTU JÓLA- OG NÝARSÓSKUM ! Launderers and Dry Cleaners Rumjord Laundrq HOME STREET AND WELLINGTON AVENUE Winnipeg, Manitoba SIMI 21374 | i I « I I w »>i»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»aLIa u The Business College of Tomorrow -- TODAY!” In the Centre of Downtown Winnipeg DAY AND EVENING CLASSES IN CONTINUOUS SESSION 3rd. FLOOR ENDERTON BLDG. 334 PORTAGE AVE. [4 doors weSl of Eaton’s] v TELEPHONE 97 002 m flniTOBfl comm^RciflL COLL€G£ TELEPHONE 97 002 Booklet: “Training ior Business” on request SHORTHAND, TYPEWRITING ACCOUNTING, COMPTOMETER and other Business subjects — with emphasis on INDIVIDUAL INSTRUCTION

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.