Lögberg - 27.12.1945, Side 6
G
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
Skömmu síðar sagði M. de Nailles
við konuna sína:
“Hefurðu veitt því eftirtekt, góða
mín, að það er dáðst svo mikið að litlu
Jackueline okkar? Hún hefir gert hér
alveg óvanalega mikla lukku. Það lítur
ekki út fyrir að hún deyji sem pipar-
kerling.”
Madame de Nailles tók lítið undir
það sem maðurinn hennar sagði.
“Wermant var að tala við mig í fyrra-
dag,” sagði M. de Nailles: ‘Það virðist
eins og þessi ungi greifi de Cymier, sem
er altaf að flækjast í knngum þig, hafi
verið að leita sér upplýsinga hjá honum,
eins og hann meini eitthvað með því,
um efnahag okkar og stöðu. En slíkur
ráðahagur væri betri en við getum bú-
ist við.”
“Því þá?” svaraði barónessan. “Eg
veit meira um hann en þú, sem Madame
de Villegry hefir sagt mér. Hún lét mig
skilja að frændi sinn (Cymier) hefði
orðið ákaflega ástfanginn í Jackueline,
fyrst er hann sá hana, og hún hefir ekki
talað um annað við mig síðan en M. de
Cymier — um aðalstign hans, auðlegð,
hæfilegleika — þessi indæli, ungi mað-
ur virðist vera öllum kostum búinn.
Hann getur verið sendiherra skrifari,
ef hann vill fara frá París. Nú sem
stendur er hann sendiherra aðstoðar-
maður, sem lítur svo mæta vel út á nafn-
spjaldinu hans. Ef Jackueline giftist
honum verður hún greifafrú. Hvernig
lýst þér á það?” Madame de Nailles,
sem skildi afstöðuna miklu betur en
maðurinn hennar, sá að nú var tækifæri,
og hafði alt í einu skift um skoðun. Hún
sá að hún mundi ekki geta haldið
Jackueline í skugganum, svo hún var
farin að hugsa um að auðveldasti veg-
urinn til að losast við hana, væri að gifta
hana sem fyrst. Það væri auðveldast
og eðlilegast. Eftir nokkrar vökunætur
íiafði Mad^me de Nailles tekið þá föstu
ákvórðun,-pví hun sá það var eini veg-
urinn til að koma þessum fegurðar
keppinaut sínum úr vegi.
“Greifafrú! .Sendiherrafrú!” end-
urtók M. de Nailles, og brosti fremur
þunglyndislega. “Eg held þú reisir
markið heldur hátt, elsku Clotild mín.
Eg er í engum efa um að Wermant hef-
ir gefið okkur hin beztu meðmæli, en
þegar kemur að því að eg verð að segja
hve miknn heimanmund eg get gefið
henni, þá er eg hræddur um að komi
hik á hann. í því tilfelli getum við haft
Fred í huga; eg hefi ekki sagt þér alt
enn. Madame d’Argy, sem hefir verið
sígrátandi síðan drengurinn hennar
íór. Hún segist aldrei muni geta losn-
að við þann kvíða og áhyggjur, sem hvíli
á sér sem sjómannsmóður; svo bætti
hún við: “Ó! Það er aðeins einn vegur
til að fá hann til að vera heima hjá mér
á Lizerolles, og búa þar, eins og faðir
hans bjó þar áður, eins og góður óðals-
bóndi, og það er, að þú gefir honum
dóttur þína fyrir konu, því eg veit að
honum lýst vel á hana.”
“Svo það er ástæðan fyrir því að
liún beiddi um að Jackueline mætti vera
hjá sér, meðan við förum til ítalíu! Hún
ætlar sér að veiða Jackueline handa syni
sínum. Láttu þér ekki koma til hugar
að það heppnist henni. Monsieur de
Cymier, hefir bezta tækifærið við
Jackueline.”
“En heldurðu að barnið ímyndi
sér —”
“Að hann sé skotinn í sér. Góði
vinur, hún er ekki blind fyrir því, það
máttu vita.” Og Madame de Nailles
brosti biturlega.
“Jæja,” sagði faðir Jackueline eftir
litla umhugsun, “það er eins gott að
hún beri þá saman í huga sínum áður en
hún ákveður sig. Það getur tekið hana,
ef til vill nokkur ár, það er bæði erfitt og
hættulegt, að eyða löngum tíma í að
finna út hvað henni geðjast bezt, en það
er bezti vegurinn.”
“Nokkur ár?” endurtók Madame de
Nailles.
“Vertu stilt! Þér dettur þó varla
í hug að gifta Jackueline strax?”
“Strax! Margar stúlkur, sem eru
ekki eins þroskaðar og hún er, gifta sig
sextán og seytján ára.”
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1945
“Eg hélt að þú hefðir aðra skoðun
á því.”
“Já, en atvikin breyta stundum
skoðunum manns, sérstaklega þegar
þær eru bygðar á einlægri og hlutlausri
umhyggju.”
“Góðra foreldra, eins og við erum,”
bætti M. de Nailles við, til að fullgera
setninguna.
Sem snöggvast hvítnaði baróness-
an í andliti við þessi lofsyrði mannsins
síns, en sagði svo:
“Hvað sagðir þú við Madame
d’Argy?” spurði hún.
“Eg sagði að við yrðum að gefa
syni hennar tíma til að láta sér vaxa
skegg.”
“Já, það var einmitt rétt. Eg tek
Monseur de Cymier hundrað sinnum
fram yfir Fred. En ef ekkert betra býðst
— fugl í hendi, þú veist —”
Madame de Nailles lauk setning-
unni með því að veifa blævængnum sín-
um.
“Ó, fuglinn, sem við höfum í hendi
okkar er ekki til að gera lítið úr. Óðalið
sem hann kemur til að eignast er mjög
álitlegt —”
“Þar sem Jackueline mundi deyja
úr leiðingum. Eg vildi heldur sjá hana
skína í dýrð og aðdáun við einhverja út-
lenda hirð. Láttu mig ráða þessu. Láttu
mig koma því til leiðar, eg skal sýna þér
hvað eg get; eg skal hafa dálítinn hóp
af völdum vinum heima hjá-mér í vetur,
svo sem tvisvar í viku.
, Hvort sem Madame de Nailles vissi
það eða ekki, var hún einmitt að ráð-
gera það, sem JaCkueline mundi hafa
óskað eftir, því hún hafði nú orðið svo
hrifin af dönsunum í Casino, og hafði
tekið þá ákvörðun að komast í sam-
kvæmis hringiðuna á undan nokkurri
annari af kunningjastúlkum sínum. “Eg
þarf ekki að grátbæna hana,” hugsaði
hún með sér. Eg skal bara kurteisislega
láta hana gruna, að einhver hafi kom-
ist að því, sem hlustaði við dyrnar. Eg
borgaði nógu mikið fyrir að ná þessu
valdi yfr henni; og eg hika mér ekki
við að brúka það.”
Madame de Nailles skildi stjúp-
dóttur sína vel. Jackueline var full-
oröinsleg fyrir aldur fram, sökum þess
grimma ranglætis, sem hún hafði verið-
beitt, sem varð til þess, að hún tapaði
trausti og virðingu á þeim, sem hún
hafði treyst. Hugur hennar bjó yfir
minningum þess liðna, þó hún væri
varla annað en unglingur — sorglegar
minningar, þó þær væru að gleymast
og hverfa úr huga hennar. Hún hugsaði
nú orðið ekki nema bara stöku sinnum
um það. Tíminn og kringumstæðurnar
höfðu sín áhrif á hana, eins og aðra; en
í hennar kringumstæðum fljótara en
vanalega, snögg breyting á tilfinning-
um hennar og karakter, fyrirbrigði, sem
þeim er þektu hana, hefði mátt þykja
undarleg. Flún var sambland af konu,
barni og heimspeking. Á kvöldin þegar
hún var að dansa við Wermant eða
Cymier, eða jafnvel Talbrun, eða þegar
hún var á hestbaki, æfingar, sem allar
stúlkurnar í bláa bandinu höfðu svo
gaman af, ófyrirleitin og til í hvað sem
var, á morgnana um fjöruna, var hún
stundum berfætt með litlu krökkunum,
sem voru þar að grafa skurði í sandinn
og byggja flóðgarða úr sandinum,
úyggja borgir og varnarvirki, og hún
skemti sér eins vel við þetta með börn-
unum, eins og hún væri barn sjálf. Það
voru óhljóð og hávaði meðal þessara
litlu byggingameistara, þegar öldurnar
skullu á þessum margbreytilegu mann-
virkjum þeirra og skoluðu öllu burt, og
eftir var bara sléttur sandurinn er út
sogaði. Það hefði verið ógjörningur að
reyna að geta rétt til um þær hugsanir,
sem í öllum þessum galsa og barnslegri
gleði flugu gegnum hinn bráðþroskaða
huga Jackueline. Hún var að hugsa um
svo margt sem vér álítum svo dýrmætt
og þýðingarmikið í þessum heimi, en
sem tíminn sópar eins auðveldlega burt
eins og sjórinn sópaði burt þessum
sandbyggingum barnanna; að allsstað-
ar væri flóð og fjara, að þess sandfjara
sem börnin höfðu grafið í svo djúpar
grafir og bygt svo marga garða og víg-
virki, yrði innan stundar slétt sem
spegilgler, og biði annara barna til að
endurtaka sama starfið, og sjá og verða
fyrir sömu vonbrigðunum. Henni fanst
hjarta sitt væri líkt og sandurinn, næmt
fyrir nýjum áhrifum. Inn í þessar hugs-
anir ófst hið glæsilega útlit M. de
Cymiers, meðal óljósra mynda, sem
urðu til að rugla hugsun hennar enn
meira.
Jackueline sagði við sjálfa sig og
brosti, alveg það sama sem faðir henn-
ar og stjúpa höfðu sagt sín á milli:
“Greifainna! — hver veit? Sendi-
herrafrú! Kanske — einhverntíma—”
8. KAFLI
Bréf, sem voru hreinasta ráðgáta.
“Eg get ekki séð því við getum ekki
tekið Jackueline með okkur til ítalíu.
Hún er einmitt á þeim aldri að hafa gagn
af því,” sagði M. de Nailles einn morg-
un, er þau voru að snæða morgunverð.
Þessi orð gerðu tilheyrendur hans alveg
hissa, eins og sprengja hefði fallið meðal
þeirra. Jackueline beið til að heyra
hvað yrði sagt næst, og horfði stöðugt
á stjúpu sína, augu þeirra mættust eins
og blik tveggja sverða.
Augu annarar sögðu: “Láttu okk-
ur heyra hvað þú hefir að segja um
þetta!” en hin reyndi að sýna þau róleg-
heit, sem kemur yfir suma, er þeir eru í
hættu staddir. Baronessan fölnaði of-
urlítið í andliti, en sagði svo í sínum
jnjúka og milda málróm:
“Þú hefir alveg rétt fyrir þér, góði
minn, en eg held að Jackueline vilji
heldur vera heima.”
“Já, eg vil miklu heldur vera
heima,” sagði Jackueline.
Madame de Nailles gat varla leynt
því hve henni þótti vænt um þetta svar,
og stundi lítið við.
“Það er undarlegt,” sagði faðir
hennar.
“Hvað! að eg vil heldur vera fjórar
eða sex vikur hjá Madame d’Argy? Auk
þess á Giselle að giftast á meðan.”
“Giftingunni yrði kanske frestað
þangað til við kæmum aftur,” sagði fað-
ir hennar.
“Ekki býst eg við því,” sagði
barónessan.
“Madame de Moredon er sjálfselsk.
Hún reiddist af að heyra að við ætluð-
um í þetta feröalag, rétt áður en gift-
ingin ætti að fara fram. Auk þess kærir
hún sig svo lítið um mig, að eg býst við
að hún mundi fremur hraða giftingunni,
-- en bíða með hana-,- ef það væri til að
geðjast okkur.”
“Mér þykir þetta leiðinlegt. Mér
hefði þótt vænt um, eins og hún var
búin að biðja mig, að vera svaramaður
Giselle, en það hefir ekki tekið stöðu
mína til greina. Ef eg nota ekki þetta
þinghlé —”
“Auk þess,” tók Jackueline fram í
kæruleysislega, “verður þú að vera
samferða Monsieur Marien.”
Hún hafði gaman af að sjá stjúpu
sína ofurlítið bregða lit.
“Auðvitað,” sagði M. de Nailles.
Jackueline aumkaði föður sinn og hafði
sérstaka ánægju af að særa stjúpu sína,
sem var að hella te í bollann sinn:
“Mamma, sérðu ekki að teketillinn er
tómur? Já. Það hlýtur að vera indælt
að ferðast í ítalíu í fylgd með frægum
listamanni, sem getur útskýrt alt sem
fyrir augun ber; og hægt er að sjá í hin-
um stóru myndasöfnum, en eg hata
myndir, síðan —”
Hún þagnaði og leit með ákveðnu
augnaráði á stjúpu sína, sem virtist
segja með sínum mildu bláu augum:
“Ó, hversu grimmilegt hald hefir hún
á mér!” Jackueline tók aftur til máls
og sagði kæruleysislega:
“Eg kæri mig ekkert um mynda-
söfn — mér líkar margfalt betur að
skoða náttúruna. Mig mundi langa til
að fara í ferðalag, sem eg kysi sjálf.
Ó, pabbi, má eg það? í gönguför meö
þér í Tyrol?”
Madame de Nailles var ónýt til
gangs.
“Við bæði, bara þú og eg, tvö ein,
með alpagöngustaf í hendinni — það
væri elskulegt! En ítalía og málarar—”
Hún sló út höndunum, eins og hún
vildi segja: Farið það til Jeríkó!
“Lofaðu mér þessu, pabbi!”
“Áður en þú biður um endurgjald,
verður þú að eiga það skilið,” svaraði
faðir hennar alvarlega, sem sá nú að
eitthvað var öðruvísi en vera átti.
Meðan Jackueline dvaldi í Lizer-
alles fann hún til þess að hún hefði
angrað föður sinn með þverúð sinni, að
vilja ekki fara til ítalíu, og þar sem hún
hafði nú ekkert fyrir stafni, kom henni
sú fluga í höfuðið að skrifa bréf til síns
gamla vinar, Fred. Hann fékk þrjú bréf,
sitt í hverri höfn í Miðjarðarhafinu og
Vestur-Indíum; nafn bréfritarans vakti
í huga hans bæði indælar og sárar end-
urminningar. Þegar hann fekk fyrsta
bréfið, ásamt bréfi frá móður sinni, sem
hann átei ávale von á, hvar sem liann
kom til hafnar, roðnaði hann út undir
eyru, og hjartað barðist í brjósti hans,
hann hefði getað hljóöað upp, en sökum
þeirrar nauðsynjar, að hafa sjálfstjórn
á tilfinningum sínum í viðurvist félaga
sinna, sem höfðu strax veitt litbrigðum
hans eftirtekt og voru að hvíslast á, og
öfunduðu hann af því sem stóð á hinu
ljósgula umslagi bréfsins, orðunum
“l’odor di femina”. Hann faldi bréfið
það fyrsta í barmi sínum, og fór með
það þangað sem hann gat verið einn út
af fyrir sig; þar kysti hann bréfið, því
hann þekkti strax rithöndina. Hann
kysti bréfið hvað eftir annað. Hann
þorði varla að brjóta það upp, en hon-
um var meira umhugað, að sjá hvað var
í þessu bréfi, eins og auðvelt er að skilja,
en bréfi móður snnar, sem hann vissi
fyrirfram að var aðallega góðar ráð-
leggingar og móðurleg ást og aðdáun,
svo hann las fyrst þetta bréf, sem hann
hafði ekki átt von á, með barnslegri
áfergju.
Lizoralles, 5. október - - -
Kæri Fred:
Móðir þín heldur að þér muni þykja
vænt um að fá bréf frá mér, og eg vona
það líka. Þú þarft ekki að svara þessu
bréfi frekar en þér sýnist. Þú sérð að
eg tek mér það bessaleyfi að þúa þig í
þessu bréfi, það er auðveldara að gera
það í bréfi en samtali, og þegar við sjá-
umst aftur, látum við það verða fasta
reglu á milli okkar. Eg þarf að gæta
hinnar mestu varúðar, er eg skrifa þér,
sem eg er ekki viss um að geti haldiö út
bréfið til enda. Hálftíma samræða við
fornan vin hjálpar mér líka svo mikið
til að eyða tímanum, sem mér finst
helzt til lengi að líða, hérna hjá þinni
elskulegu og góðu móður. Bara ef þú
værir hér, væri alt öðru máli að gegna!
í fyrsta lagi skulum við ekki tala mikið
um víst málefni, sem okkur kynni að
vera áhugamál. Þú getur bara ímynd-
að þér, að þú sért aðal umtalsefnið á
milli okkar frá morgni til kvölds; við
' töium altaf um hættuíia á sjónum, um
hver að muni vera framtíð sjómannsins,
og annaö þvílíkt. Ef það er hvassara á
sjónum í eitt skifti en annað, þá fer
móðir þín altaf að gráta; hún er þá viss
um að þú sért að berjast við ofviöri og
fellibyl. Ef fiskibátur strandar. þá töl-
um við ekki um annað en skipsskaða og
strand. Á hverju kvöldi breiðum við
landabréfið á boröið og móðir þín segir:
‘Sjáðu, Jackueline, hann er líklega hér
núna — nei, hann er nærri því kominn
þangað,’ og svo drögum við línur með
rauðu bleki frá einum stað til annars,
og setjum krossmark þar sem við von-
um að þú fáir bréfin þín. — Vesalings
drengur, vesalings, góði drengurinn! í
fáum orðum sagt, þrátt fyrir allar þær
niætur, sem eg hefi á þér, þá finst mér
stundum þetta vera of mikið. í raun
og veru held eg að mér sé farið að þykja
vænt um þig, í staðinn fyrir að fá óbeit
á þér fyrir allan þennan gauragang um
ekkert.
Við förum ekki oft til Trépot, nema
til að biðja um vernd himinsins fyrir
þig, og mér líkar alveg eins vel að koma
þar núna eins og í sumar, þó nú síðari
parturinn af september hafi verið rign-
ingasamur og skuggalegur. Borgin
lítur f jarska skuggalega út í dimmviör-
inu, enda gera hin gömlu grásteinshús
hana skuggalegri en hún þyrfti að vera.
Það er ólíkt skemtilegra á Lizeralles, í
allri haustfegurðinni þar, sem þú þekkir
svo vel, að eg þarf ekki að lýsa. Ó, Fred,
hvað mér sárnar það oft að eg er ekki
drengur! Eg gæti þá tekið byssuna
þína og farið og skotið andir, sem er
svo mikið af hérna í flóunum. Eg er
viss um ef þú værir í mínum sporum,
gætir þú eytt tímanum án þess að langa
til að drepa fugla; en þolinmæði mín er
að þrotum komin. Þegar eg hefi leikið
á slaghörpuna dálitla stund, til að
skemta móður þinni, og lesið Gazette
de France fyrir hana. Á kvöldin lesum
við þýðingar af enskum skáldsögum.
Það eru hér nágrannar, gamlar nátt-
uglur, sem eru alt árið í Picardy — en
segðu mér, fanst þér þær ekki vera helzC
til siðavandar? Mín mesta skemtun hér
er að leika við hundinn þinn, hann elsk-
ar mig, eins og eg væri eigandi hans, þó
eg geti ekki farið með hann, eins og þú,
í skottúra.