Lögberg - 03.01.1946, Side 1
PHONE 21374
\ VvvÚVeA
V>U: ,r Stor^e
Complete
Cleaning
Institution
LAi'IDSBÓKASAFN
PHONE 21374
\icA
ctnr<i9e
LOttn'
,rs DrVatO^P
derer8*
A Complete
Cleaning-
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR, 1946
NÚMER 1
Sambandi verði náð við alla
Islendinga erlendis
Aðalfundur Þjóðræknisfél.:
AÐALFUNDUR Þjóðræknisfé-
'r* lagsins var haldinn í Tjarnar-
cafe á fimtudagskvöld s.l. Á
fundinum var mættur dr. Árni
Helgason frá Chicago. Fundar-
stjóri var Ágúst H. Bjarnason
prófessor. Dr. Árni Helgason tók
fyrstur til máls. Hann lýsti m. a.
félagslífi íslendinga í Chicago-
borg.
Þar eru búsettir um 200 íslend-
ingar og fólk af íslenzkum ætt-
um. Þar hefir verið starfandi ís-
lendingafélag í 21 ár og hafa 70
—80 verið í félaginu. Fundir eru
haldnir mánaðarlega og eru 50—
60 manns venjulega á fundun-
um. Ræðumaður nefndi ýmsa
menn, sem verið hafa forgöngu-
menn þessa félagsskapar á und-
anförnum árum. Árlega er hald-
in aðalsamkoma félagsins, var
fyrrum 2. ágúst, en er nú næsta
sunnudag við 17. júní. Mikill
styrkur hefir það verið félagi
þessu, þegar góðir ræðumenn
hafa komið að heiman eða úr
öðrum bygðum Ameríku.
Taflfélag er starfandi innan
félagsins og kvennadeild hefir
starfað þar á stríðsárunum, til
þess að veita ýmsa aðstoð vegna
hernaðarins. 20 Vestur-íslend-
i.ngar frá Chicago hafa verið
kallaðir í herþjónustu og einn
þeirra fallið.
Ræðumaður gat um ýmsa
Bandaríkjamenn, sem hann hefir
hitt og kynst, er hafa lagt stund
a að kynnast íslandi og borið
landi og þjóð vel söguna. Meðal
þeirra prestur að nafni Mr.
Bradley, er kom hingað 1930.
Ymsa hermenn hefir dr. Árni
h^t. sem vel hefir fallið vistin
hér á landi og vilja koma hingað
1 heimsókn.
Að endingu lýsti ræðumaður
því, hve erfitt það er í fjölmenn-
inu fyrir Islendinga að halda
°pinn. En er þag -
Sagði hann, að Bandaríkjamenn
eru hlyntir, að fólk, sem búsett
e.r J-tra, haldi trygð við ætt-
10r Slna- Margt er líkt í skap-
gerð fslendinga og Vesturheims-
rnanna. Með því að vera góður
s endmgur vestra, eftir því sem
ong eiu á, eiga menn auðvelt
borgaraV^3 gÓðÍr Þjóðfélags'
Að endingu færði dr. Árni
jo raeknisfélaginu kveðjur að
vestan, m. a. frá forseta Þjóð-
ræknisfélagsins, Richard Beck.
Er dr. Árni hafði lokið máli
Slnu> þakkaði fundarstjóri hon-
um, ekki aðeins fyrir ræðuna,
6. Ur, fyrir mihil og margháttuð
S 01 * Þágu íslendinga vestra.
ann lýsti því, hve mikilsvirði
það er, að ísland skuli hafa á að
skipa öðrum eins ágætismönnum
og dr. Árna í ræðismannsstöður
viðsvegar um heim, en Árni er
ræðismaður íslands í Chicago.
Árni fór vestur árið 1912 með
tvær hendur tómar, braust á-
fram með einbeitni og fyrir-
hyggju og hefir nú um alllangt
árabil rekið verksmiðju, sem
framleiðir rafmagnsvörur, er
veitir 1000 manns atvinnu. 1500
manns hafði hann í þjónustu
sinni á stríðsárunum. — Fundar-
sitjóri lýsti frábærri gestrisni
Árna, hjálpsemi hans og fyrir-
myndar heimili í Chicago.
Næsta mál á dagskrá fundar-
ins var það, að formaður félags-
ins. Árni G. Eylands, skýrði frá
starfsemi þess á undanförnum
tveim árum, 1944 og 1945, sem
fyrst og fremst hefir beinst að
því, að glæða samhug milli Is-
lendinga beggja megin hafsins.
Hann mintist með þakklæti
komu sinnar á þjóðræknisþing
Vestur-íslendinga í fyrravetur,
hve vel honum var tekið þar og
hve mikill áhugi var þar ríkj-
andi á þjóðræknismálum. Af
mistökum hafði ekki orðið úr
því, að hann hefði getað flutt
þau boð þar, að ritstjórum ís-
lenzku blaðanna, Lögbergs og
Heimskringlu væri boðið hing-
að heim. Hann taldi, meðan hann
var á þinginu, að hann hefði ekki
haft til þess fulla heimild, að
bera fram þetta heimboð. En
hann kvaðst vona, að það kæmist
í kring á næsta ári, og ritstjór-
arnir Einar P. Jónsson og Stefán
Einarsson gæfist kostur á að
koma hingað í boði félagsins.
Félagar í Þjóðræknisfélaginu
eru nú hér á landi 450—500. Þeir
fá allir Tímarit Þjóðræknisfé-
lagsins, sem gefið er út vestra.
Og nokkru meira er selt hér af
riti þessu. Svo útbreiðslan hér
á landi er talsverður styrkur
fyrir útgáfu ritsins. Formaður
mintist á ýmislegt fleira viðvíkj-
andi félagsstarfseminni.
Gjaldkeri félagsins, Ingvi
Bjarnason, gerði grein fyrir
reikningum og fjárhag félagsins
og voru reikningarnir samþyktir
með samhljóða atkv. Hefir
nokkurt fé safnast í sjóð félags-
ins, sem ætlað er til að standa'
straum af kostnaði við heimboð
Vestur-Islendinga.
Þá fór fram stjórnarkosning.
Þeir þrír stjórnarnefndarmenn,
sem áttu að ganga úr stjórninni,
báðust eindregið undan endur-
kosningu sakir annríkis. Voru
það Árni G. Eylands, Jón Emil
Guðjónsson og Valtýr Stefáns-
son. Formaður bar fram þá til-
lögu, að í stað þeirra yrðu kosnir
í stjórn Sigurgeir Sigurðsson
biskup, ívar Guðmundsson ritstj.
og Hendrik Björnsson, fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu. Voru þeir
allir kosnir í einu hljóði.
Því næst var til umræðu fram-
itíðarstarfsemi félagsins. Tók
Valtýr Stefánsson fyrst til máls.
Sýndi hann fram á, hve æski-
legt það væri, að félagið víkkaði
verksvið sitt og gerðist athafna-
meira á sviði þjóðræknismál-
anna. Að það yrði miðstöð fyrir
alla íslendinga erlendis, hvar í
veröld sem þeir eru, gengist fyrir
að stofnað yrði samband Islend-
ingafélaga, annaðist fróttaflutn-
ing til landa erlendis, og fengi
sem fylstar upplýsingar um veru-
stað þeirra og hagi. Sigurgeir
Sigurðsson biskup og Ólafur
Gunnarsson kennari tóku mjög í
sama streng. Var samþykt til-
laga frá V. Stef. um að óska eftir
því, að félagsstjórnin tæki þetta
mál til yfirvegunar og aðgerða
sem fyrst.
Ófeigur Ófeigsson læknir flutti
félaginu kveðjur frá ýmsum
merkum Vestur-íslendingum og
talaði um hve mikla alúð þeir
sýndu málefnum íslands og ís-
lendingum, er dvelja um stund-
arsakir vestra. Tók hann eink-
um fram, hve mikilvirkur Grett-
ir ræðismaður Jóhannsson í Win-
nipeg væri í þeim efnum.
Að endingu flutti Valdimar
Björnsson ræðu um þjóðræknis-
mál og las upp nokkur erindi úr
hinu gullfallega kvæði til Gutt-
orms J. Guttormssonar skálds,
sem Örn Arnarson flutti honum,
er Guttormur kom hingað í heim-
sókn sumarið 1938.
—(Mbl. 16. des.).
Þiggur sæmd af konungi
Gnr. Edwin Kristjanson
Þessi ungi og frækni maður,
er sonur þeirra Mr. og Mrs. Ottó
Kristjanson, sem nú eru búsett
í bænum Geraldton í vestanverðu
Ontario-fylki; hann innritaðist í
júní 1941 í 18. Medium Battery,
en fór til Englands í marz árið
eftir; 1 októbermánuði 1943 var
Edwin sendur til Sikileyjar, þar
sem hann tók þátt í miklum og
geigvænlegum orustum; hann
var á ítalíu þangað til í síðast-
liðnum marz-mánuði, en var þá
sendur til Hollands og dvaldi þar
til stríðsloka.
Gnr. Kristjanson kvæntist á
Englandi 1943 og gekk að eiga
stúlku af enskum ættum; nú er
hann kominn heim af vígvelli,
sifjaliði og öðrum vinum til ó-
segjanlegs fagnaðar.
Fyrir nokkru barst foreldrum
þessa unga fullhuga tilkynning
um það, frá hermálaráðuneytinu
í Ottawa, að hann hefði verið,
sakir frábærrar háttlægni og
kjarks, sæmdur heiðursviður-
kenningu af Hans Hátign Georg
Bretakonungi, og að skírteini
þar að lútandi, vrði sent þeim
við allra fyrstu hentugleika.
Foreldrar Edwins áttu um hríð
heima í Winnipeg, en fluttu héð-
an til Winnipegosis, en hafa nú
um nokkurt ára skeið verið bú-
sett í Geraldton, þar sem Mr.
Kristjanson rekur verksmiðju-
°g byggingaiðnað í stórum stíh
LEGATION OF ICELAND
WASHINGTON 6. D.C.
28. desember, 1945.
Herra ritstjóri
Einar P. Jónsson,
“Lögberg,”
695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba,
Canada.
Herra ritstjóri: —
í gær, hinn 27. desember, gekk
ísland formlega að samningum
um alþjóðagjaldeyrissjóð og al-
þjóðabanka (Internatioríal Mone-
tary Fund and International
Bank of Reconstruction and De-
velopment), sem undirbúnir
voru á Bretton Woods ráðstefn-
unni.
Undirskriftar athöfnin fór
fram í State Department í Wash-
ington, og gengu samtals 28 ríki
að samningunum þann dag. Fyr-
ir hönd íslands skrifaði undir
sendiherra Islands í Washington.
Virðingarfylst,
Thor Thors.
ÍSLENZKIR ÍÞRÓTTA-
MENN LÁTA TIL
SÍN TAKA
VETRAR-SÓLRIS
iiiiiiiiiiiiiihiiiiiii
Með geislasverði sólin myrkrið klýfur
og sökkvir því í dagsins bjarta haf,
úr fjötrum nætur foldu bleika hrífur
og fléttar henni mtrgunroða-traf.
En álög húms af hugum manna falla
og fléttar henni morgunroða-traf.
hin týndu draumalönd af djúpi stíga,
með dýrð um brá, við nýja röðulsýn.
Richard Beck.
iiiiiiiih
■
■iiiiiiiiiiniii
I nýlegri Curling-samkepni hér
í borginni, létu íslenzkir íþrótta-
menn allverulega til sín taka, og
unnu sér og þjóðflokki vorum
mikinn heiður; er gott til þess að
vita, er menn af íslenzkum stofni
í þessu landi, skara fram úr á
sem allra flestum sviðum.
Eftirgreindir canadiskir Is-
lendingar unnu verðlaun í á-
minstri samkepni: Leo Johnson,
þjóðkunnur Curling - kappi,
Tucker Trophy — City of Win-
nipeg Championship. George
Sigmar, Blue Ribbon Trophy —
Commercial Travellers Associa-
tion. Herman Árnason, Gimli,
Free Press Trophy, og Paul Sig-
urdson, Morden, Man., Calhoun
Trophy — High School Competi-
tion.
FUNDI LOKIÐ
Fundinum í Moskvu milli
utanríkisráðherra Bretlands,
Rússlands og Bandaríkjanna,
lauk rétt fyrir jólin, og er ekki
annað sjáanlegt, en samkomu-
lag milli þessara þriggja aðilja
hafi náðst um flest meginmál.
Varðandi gæzlu atómsprengj-
unnar, eða þar að lútandi varúð-
arráðstafanir, var fundurinn því
hlyntur, að fyrirgreiðsla þess
máls yrði falin ellefu þjóðum, er
mynda eiga öryggisráð hins
vænitanlega þjóðabandalags, og
er svo til ætlast, að canadiska
þjóðin eigi þar sæti; með hlið-
sjón af hernámi Japans, félst
fundurinn á það, að fjórar þjóð-
ir, Bandaríkin, Bretland, Rúss-
land og Kína, skyldu í samein-
ingu vinna að skipulagningunni
í Japan, í stað þess að amerísk
stjórnarvöld yrði þar framvegis
ein um hituna; þá var það og
samþykt, að Korea yrði fyrst um
sinn undir umsjá sameinuðu
þjóðanna, þar til endanlega yrði
gengið frá stjórnarfari lands-
manna, og þeim veitt fullkomið
sjálfstæði.
0r borg og bygð
Samkvæmi fyrir hermenn
kvæmið fer því fram í Royal
Alexandra hótelinu, mánudags-
kveldið 18. febrúar n.k., en það
er fyrsta kveldið, sem þar var
fáanlegt. Með því að þessi-breyt-
ing var gerð, gefst almenningi
tækifæri að koma þetta kveld og
gleðjast með unga fólkinu okkar
og láta í ljósi gleði sína yfir heim-
komu þess.
Boðsbréf (sem gilda fyrir tvo
gesti), verða send til allra þeirra
af íslenzkum stofni, sem hafa
verið í herþjónustu í hinu ný-
afstaðna stríði, og sem staddir
verða í Winnipeg þetta áminsta
kveld, svo framarlega sem
nefndin fær vitneskju um nöfn
>eirra og heimilisfang.
Veitið athygli breytingu á
deginum, og gleymið ekki að
senda nöfnin sem fyrst til Mrs.
J. B. Skaftason, 378 Maryland St.
*
lcelandic Canadian
Evening School
Mr. G. L. Johannson flytur
erindi, “Industrial Progress in
Iceland,” þriðjudagskveldið, 8.
janúar, kl. 8, í neðri sal Fyrstu
lútersku kirkju. Islenzku kensl-
an byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir
þá, sem^ekki eru innritaðir, 25c.
*
Gefið í byggingarsjóð
Bandalags lút. kvenna
Immanuel Mission Society,
Wynyard, $10.00; Mrs. H. S. Bar-
dal, Winnipeg, $2.00.
Kærar þakkir,
Hólmfríður Daníelsson.
869 Garfield St., Wpg.
ustuna í Fyrstu lútersku kirkju á
sunnudaginn var, er hann hinn
mesti efnismaður, eins og hann
á kyn til. Foreldrar hans eru
þau Dr. Haraldur Sigmar, for-
seti íslenzka lúterska kirkjufé-
lagsins, og frú Margaret Sigmar.
+
Séra Sveinbjörn Ólafsson frá
Duluth, Minn., kom stil borgar-
innar rétt fyrir nýárið, í heim-
sókn til rrjóður sinnar, frú Önnu
Ólafsson og systkina. I för með
séra Sveinbirni var ungur son-
ur hans.
*
Herra ritstjóri:
Viltu vera svo góður að leið-
rétta prentvillu, sem orðið hefir
í greinni: “Nokkur orð frá Nýja
íslandi”; þar stendur “Mrs. H.
Halldórsson” en á að vera Mrs.
H. Hallson.
Óska ykkur hjónum gleðilegs
nýárs.
Vinsamlegast,
Anna Austman.
Víðir, Man.
+
Laugardagsskólinn!
Fólk er beðið að veita því at-
hygli, að Laugardagsskólinn
byrjar kenslu sína í Fyrstu lút-
ersku kirkju nwsta laugardags-
morgun, kl. 10. Vonandi er, að
foreldrar hlutist til um það, að
senda börn sín stundvíslega í
skólann.
+
Mr. B. J. Lifman, fyrrum
sveitaroddviti í Bifröst kom itil
borgarinnar á jniðvikudaginn;
sagði hann snjóþyngsli mikil í
norðurbygðum Nýja íslands.
+
Mr. Th. Thordarson, kaupmað-
ur á Gimli, var staddur í boi'g-
inni síðari hluta jólavikunnar.
+
Þess var getið fyrir skömmu
að Jón Sigurdsson félagið, með
aðstoð Icelandic Canadian Club
er að efna til samkvæmis til þess
sað heiðjp þá af íslenzkum stofni
sem hafa verið í herþjónustu, og
til þess að bjóða þá velkomna
heim. Það er mjög ánægjulegt
hve undirtektir almennings þessu
viðvíkjandi hafa verið alúðleg-
ar og uppörvandi á allan hátt.
íslendingum finst sjálfsagt að
gera alt sem í þeirra valdi stend-
ur til þess að láta þetta fólk
finna hlýleikann, þakklætið og
gleðina, sem ríkir í hugum allra
við heimkomu þeirra. Enda er
það óefað áform félaganna og
almennings yfirleitt að gera
þetta mót virðulegt og ánægju-
legt í alla staði, því “ekkert er
of gott fyrir þetta fólk, sem hef-
ir þjónað og barist fyrir land og
þjóð,” hljómar á hvers manns
vörum.
1 fyrstu var ákveðið að halda
samsætið í Marlborough Hotel,
15. jan., en sökum þess hve fjölda
margir hafa látið í ljósi ósk sína
að taka þátt í þessari heiðurs-
viðurkenningu, hefir nefndin
tekið það ráð að leigja stærsta
veislusal Winnipegborgar. Sam-
+
Mr. Eric Sigmar, stud. theol.,
prédikaði við morgunguðsþjón-
Mr. og Mrs. Sigurður Thord-
arson frá Gimli, dvöldu í borg-
inni um hátíðirnar.
iilliiiiliiiliiiillliiiliiilliiiliiiiliiiillliiiilillliuiiiiiiiliiliii
liilliiiliiiiillillliilillillliiiilililllllllllilllliiiliiiiiiiiliiillil
iliiiiill
Guðmundur Daníelsson:
SPÁ
Þú segist geta lifað lífum tveim.
Hve lengi munu orð þín reynast sönn;
—Hvern dag til nóns að dýrka kyrrð og önn
og dansa síðan inn í kvöldsins heim? —
En vinur sæll, mín spá er köld og klúr:
— þú kvænist senn á bak við skuggans múr!
Þar lyftum örmum lendar sveigir hún
með ljóðsins mýkt, — og straumur um þig fer,
því konuvöxt, en klæði fá hún ber
og kvikum leiftrum slöngvar undan brún
og blandar ilmi hið rauða rökkurvín,
og rós hún kastar yfir borð til þín. —
Þá brjálast glóð þín — brjóstið fyllist reyk,
og brunalykt að vitum þínum slær.
En þú ert guð, — og þín er jörð og sær! —
Unz þú sérð hönd, sem dregur vofubleik
í myrkri ró sín merki á tjöldin þín:
“Ó, mene mene tekel úfarsín!”
llllllllllMMimilllllllllllllllllllllllllillllllllllllIIMIIi ....Illllllllllllllllllllllll.Illlllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllli
IIMIIIIIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllilllllllllllllllllllliílHlliíilll'illlllllllllllllllllBllilllliillliljlllllllllllllimiIMIIllllllllilllllM