Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21374
Fur
A Complete
Cleaning:
Institution
PHONE 21374
\>'
\teA
a*mra9e
,«<1 FUT
jJouíKlercr ’ cV’stV • A Complete
Cleaning
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1946
NÚMER 4
KOSNINGAR í BRITISH
COLUMBIA
Byron Johnson, M.L.A.
Fylkiskosningar fyrir stuttu
síðan leiddu það í ljós að hinn
velkunni Byron Johnson var
endurkosinn með yfirgnæfandi
meirihluta í New Westminster.
(Hann var kosinn í aukakosningu
fyrir þetta sama kjördæmi í
fyrra); hann sat á þingi fyrir
Victoria, B.C. kjördæmi íyrir
nokkrum árum síðan líka. Byron
er glæsimenni, vel gefinn og
ræðuskörungur; tilheyrir Liberal
stefnu, en var nú síðast kosinn
undir merkjum sambandsflokks-
ins, sem nú er við völdin hér.
Byron Johnson er sá eini fs-
lendingur, sem setið hefir á
þingi hér í þessu fylki, og er
þetta í þriðja sinn er hann hlýt-
ur kosningu; hann hefir verið
þjóð sinni til heiðurs og sóma;
hann veitir forstöðu Gilley Bros.
Ltd., í New Westminster, og er
þar sem annarsstaðar í miklum
metum. Dagblöðin hér hafa
minst hans sem væntanlegs
“cabinet material” í framtíðinni.
Hann er giftur maður og á börn,
og býr í New Westminster. Eg
er viss um að við fréttum frek-
ar af Byron á næstunni.
G. F. Gíslason.
SKIPAÐUR SENDIHERRA
Mr. G. B. Holler, sem um all-
mörg ár gegndi aðalræðismanns-
embætti af hálfu Dana í Mon-
treal, og um eitt skeið jafnframt
fyrir hönd íslendinga, hefir nú
verið skipaður fyrsti sendiherra
Danmerkur í Canada. Mr. Holler
er gáfumaður og sérstákt ljúf-
menni í framgöngu.
LÆTUR AF FORUSTU
General de Gaulle, bráða-
birgðaforseti franska lýðveldis-
ins hefir látið af embætti vegna
ágreinings við þingið varðandi
herstyrk þjóðarinnar. Þingið á-
kvað að lækka fjárveitingu til
hers og landvarna um 35 af
hundraði; að þessu vildi de
Gaulle ekki ganga, og kvaðst þá
ekki eiga annars úrkosta en að
draga sig í hlé af stjórnmála-
sviðinu.
ÁRSFUNDUR
Dagana 23. og 24. yfirstand-
andi mánaðar, halda Liberal-
Progressive stjórnmálasamtökin
í Manitoba ársfund sinn þar sem
lagðar verða fram starfsskýrsl-
ur fyrir síðastliðið ár, og ný
framkvæmdarstjórn kosin; gizk-
að er á að um fjögur hundruð
erindrekar úr öllum kjördæm-
um fylkisins sæki fundinn, sem
haldinn verður á Fort Garry
hótelinu.
GULLBRÚÐKAUP
Á miðvikudaginn 16. janúar
s.l. áttu þau Sigurbjörn og Hild-
ur Sigurjónsson að St. Paul’s
Terrace í Winnipeg, fimmtíu ára.
hjúskaparafmæli. Við það tæki-
færi hafði frú Þórey Eggertson
766 Victor Street gestaboð á
heimili sínu, og jjangað safnað-
ist fjöldi ættingja og vina hinna
öldruðu heiðurshjóna þá um
kvöldið. Séra Rúnólfur Marteins-
son, gamall vinur heiðursgest-
anna hafði orð fyrir mönnum.
Lét hann fyrst syngja sálm, og
því næst fór fram ritningarlest-
um og bænargjörð. Ávarpaði
samkomustjóri síðan heiðurs-
gestina nokkrum fögrum og vel
völdum orðum. Síðan töluðu
þessir: Séra Valdimar J. Eylands
fyrir hönd Fyrsta lúterska safn-
aðar, sem þessi hjón hafa til-
heyrt öll þessi fimmtíu ár; og
hafa þau stutt þann félagsskap
af fremsta megni; Mr. Johann
Th. Beck, forstjóri Columbia
Press vottaði Mr. Sigurjónsson
þakkir fyrir langa ogflygga þjón-
ustu í þarfir þess fyrirtækis, en
Mr. Sigurjónsson hafði verið vél-
setjari við prentsmiðjuna þar í
fjöldamörg ár. Mr. J. J. Bíldfell,
fyrrum ritstjóri Lögbergs, vott-
aði heiðursgestunum þakkir fyr-
ir langa viðkynningu og sam-
vinnu, og hið sama gerði einnig
Jóhann G. Jóhannson kennari;
þá mælti Mr. Friðrik Bjarnason
einnig nokur orð, og minntist
þess, að hann hefði verið við-
staddur giftingu þeirra hjóna á
heimili föður síns fyrir fimmtíu
árum.
Einnig ávörpuðu þær Mrs. B.
B. Jónsson og Mrs. R. Marteins-
son heiðursgestina, en frú O.
Stephensen las fagurlega stílað
bréf til Mrs. Sigurjónsson frá
Mrs. Hansínu Olson, um leið og
hún mælti nokkur árnaðarorð frá
sjálfri sér.
Að lokum fisu hin öldruðu
heiðurshjón úr sætum og vott-
uðu þakkir sínar, fyrst Guði,
fyrir dásamlega handleiðslu
hans á langri æfileið þeirra, og
svo vinum sínum fyrir þann
sóma og hlýhug, sem þeim var
þannig sýndur með þessu sam-
kvæmi. Því sem eftir var kvöld-
vökunnar var nú varið til söngs,
samtals og kaffidrykkju. Miss
Thea Hermann spilaði hvert lag-
ið af öðru, og margir tóku undir.
Aðrir skipuðu sér í hópa í hin-
um rúmgóðu húsakynnum Mrs.
Eggertson og töluðu um lands-
ins gagn og nauðsynjar, og svo
kom kaffið, ríkulega úti látið, og
var það drukkið fast og lengi.
Undir miðnætti fór fólk svo að
tínast heim til sín. En allir eiga
hlýjar minningar frá þessari
stund, og með hlýjum minning-
um kvöddu menn svo hin öldr-
uðu hjón, og þökkuðu þeim hjart-
anlega fyrir alt gamalt og gott.
HERLÆKNIR KOMINN
HEIM
Fyrir skömmu er nú kominn
heim og hefir verið leystur úr
herþjónustu, Dr. Harold Gísla-
son, sonur Mr. G. F. Gíslasonar
lífsábygðar umboðsmanns í Van-
couver. Dr. Gíslason var í her-
þjónustu mestallan stríðstím-
ann; hann særðist lítið eitt í
ítalíu leiðangrinum, en náði brátt
fullri heilsu. Árið 1944 hlaut Dr.
Gíslason majórstign í hernum;
sem stendur býr hann með föð-
ur sínum í Vancouver.
i
KOSINN í SKÓLARÁÐ
Frank Frederickson
Lögberg lét þess nýlega getið,
að við síðustu bæjarstjórnar-
kosningar í Vancouver, hefði
hockey-kappinn og fluggarpur-
inn víðkunni Frank Frederickson
verið kosinn í skólaráð borgar-
innar með miklu afli atkvæða, og
flutti honum þá jafnframt árn-
aðaróskir í tilefni af sigri hans;
blaðið hafði þá ekki við hendi
mynd af hinum nýkjörna skóla-
ráðsmanni, en úr því bætti nú
vinur vor Mr. G. F. Gíslason í
Vancouver, er sendi blaðinu tvö
myndamót, annað af Frank, en
hitt af Byron Johnson þingmanni,
sem blaðið hafði jafnframt getið
um, að náð hefði endurkosningu
í New Westminster kjördæmi.
Prentsmiðja í Eyjum
Um þessar mundir er að taka
til starfa í Vestmannaeyjum ný
prentsmiðja, sem heitir Eyrún.
í október á síðasta ári var
stofnað í Eyjum hlutafélag 30
manna til að setja prentsmiðju
á laggirnar og hefir verið unnið
að því að fá hingað vélar er-
lendis frá. Munu þær senn koma
til Eyja.
Formaður félagsins er Gísli
Gíslason kaupmaður, en félags-
menn eru úr öllum stjórnmála-
flokkum og munu flokkarnir
allir láta prensmiðjuna vinna
fyrir sig.—(Vísir 17. des.).
LÝKUR FLUGLISTAR-
PRÓFI
Miss Sylvia Jonasson
Vafalaust fyrsta íslenzka
stúlkan, sem lokið hefir prófi í
fluglist, er Miss Sylvia Jónas-
son, dóttir þeirra G. F. Jónas-
son forstjóra og frú Kristínar
Jónasson, sem búsett eru að 195
Ash Street í þessari borg; hún
útskrifaðist af flugskóla Konnie
Johannessonar í öndverðum
yfirstandandi mánuði, eftir að
hafa stundað þar nám síðan 1944.
Miss Jónasson er prýðilega vel
gefin stúlka og skyldurækin um
störf; hún er fædd í Winnipeg-
osis, Man., en fluttist ung með
foreldrum sínum til þessarar
borgar; hér stundaði hún alþýðu-
skólanám sitt, og lauk 12. bekkj-
arprófi við United College.
Miss Jónasson hefir nú hlotið
full réttindi til einkaflugs hvar
sem vera vill, og hver veit nema
hún fljúgi til íslands áður en
langt um líður.
Það er ávalt ánægjuefni, er
fólk af þjóðstofni vorum skarar
fram úr öðrum í einhverju því,
sem veruleg manndáð er í.
NEW YORK: I Los Angeles
giftust tvær tvíburasystur sama
daginn tveim mönnum, sem þær
höfðu kynst sama daginn. Fyrstu
börnin sín áttu þær líka sama
daginn og var hvorttveggja
stúlka.
Nýárskveðja vestan
um haf
Eftir prófessor Richard Beck,
forseta Þjóðrœknisfélags
íslendinga í Vesturheimi.
Kæru landar mínir!
“1 átthagana andinn leitar,”
segir Grímur Thomsen í alkunnu
kvæði, enda vissi hann af eigin
reynd, hve íslendingnum, sem
dvelur langvistum erlendis, verð-
ur oft hugsað heim. Fer það
einnig að vonum, jafn djúpt og
rætur manns liggja í móður-
moldinni og menningarlegum
jarðvegi heimalandsins.
Ekki er það þá heldur nein
tilviljun, að mörg fegurstu ætt-
jarðarkvæði íslenzk hafa ort ver-
ið utan Islandsstranda, og þarf
eigi lengi að blaða í ljóðasöfnum
vestur-íslenzkra skálda til þess
að sannfærast um þá staðhæf-
ingu. Slík ljóð skipa þar löng-
um öndvegið. Og þó segja megi
réttilega, að Stephán G. Steph-
ánsson hafi í þeim efnum verið
hinn mikli forsöngvari svo sem
með hinu þjóðkunna og snilldar-
ríka kvæði sínu, “Þótt þú lang-
förull legðir,” þá hafa önnur ís-
lenzk skáld í Vesturheimi, bæði
hinir stærri og smærri spámenn
í þeirra hópi, tíðum gripið í sama
streng, og ósjaldan bæði fagur-
lega og eftirminnilega. Auðsjá-
anlega hefir þeim legið lofsöng-
ur og þakkaróður tii ættjarðar-
innar létt á tungu.
Og skáldin eru hvað þetta
snertir talsmenn annara landa
sinna vestan hafsins, sem bera í
brjósti hlýjan og djúpan ræktar-
hug til ættjarðarinnar, þó að
þeir eigi ekki hæfileikann til
þess að finna þeim heitu og ein-
lægu tilfinningum hjarta síns
skrautbúning fagurra og fleygra
orða skáldsins.
Það er altaf grunnt á heim-
huganum hjá Vestur-íslending-
um, ekki sízt eldri kynslóðinni,
sem borin er og barnfædd við
móðurbrjóst íslands og nærðist
í æsku við þroskabrunn íslenzkr-
ar náttúrufegurðar og íslenzkra
menningarerfða. Þeirri kynslóð
er ísland til daganna enda “móð-
ir og minningalandj’
Sjaldan eða aldrei verður ís-
lendingnum erlendis þó tíðhugs-
aðra heim í átthagana heldur en
um jólin og nýárið, því að við
þær hátíðir eru bundnar svo
margar og ljúfar endurminning-
ar, sem opna huganum heiða
heima æskudaga og yndis. Hlý-
hugur Vestur-íslendingsins til
“gamla landsins, góðra erfða”
fær þá, öðrum tímum ársins
fremur, framrás í hljóðum Kveðj-
um og hjartnæmum fyrirbænum.
Þessvegna veit eg, að eg tala
fyrir munn íslendinga vestan
hafs almennt, þegar eg nú í nafni
Þjóðræknisfélagsins og eigin
nafni flyt Forseta Islands, ríkis-
stjórninni og íslenzku þjóðinni,
hugheilar kveðjur og einlægar
óskir um bjargarsælt og bless-
Vnarríkt komandi ár. Megi það
verða sigurás öllu því, sem horf-
ir ættlandi voru til sæmdar, til
sannra framfara og auðugra
menningarlífs.
Vér íslendingar í Vesturheimi
höfum á liðnu ári sameinast
heimaþjóðinni um að minnast
aldar ártíðar “listaskáldsins
góða,” Jónasar Hallgrímssonar..
Hann getur verið oss fagurt tákn
vorrar sameiginlegu íslenzku
menningar-arfleifðar.
Ræktarhug og óskum vor vest-
rænna barna hennar ættjörðinni
til handa fáum vér eigi heldur
fundið fegurri orðabúning en
þessar ljóðlínur hins ástsæla
skálds:
“Drjúpi’ hana blessun Drottins á
um daga heimsins alla!”
Farsælt ár! Verið þið blessuð
og sæl!
(Kveðja þessi var töluð á
hljómplötu og send íslenzka
ríkisútvarpinu nokkru fyrir ára-
mótin.).
“Hvað segir hann um
Johannes”
I síðustu viku birti eg fáeinar
línur úr “Sögu Islendinga í Vest-
urheimi” til þess að sýna það
hversu vel höfundurinn, Þ.Þ.Þ.
kynni að segja sögur: “Þetta er
ágætt, sem hann segir um
Stefán,” sagði einn af lesendun-
um við mig skömmu síðar: “En
hvað segir hann um Jóhannes?”
— Hér fara á eftir fáein orð af
því, sem Þorsteinn segir um
Jóhannes:
Jóhannes kaupmaður Sigurðs-
son, bróðir Stefáns á við fyrstu
sýn líka starfssögu að baki og
bróðir hans, þar itil þeir skiftu
milli sín félagseignum sínum
1903. Hann var engu síður þjóð-
kunnur en Stefán. Snemmít.var
hann mikill maður vexti, ramm-
ur að afli og hreystin og starfs-
þolið mikið. Hann var ekki eins
ör í gleði og sorg sem bróðir
hans, né hrókur alls fagnaðar. En
hvert orð hans stóð eins og staf-
ur á bók. Dulur var hann frem-
ur í lund; hugsaði mál sín vel;
ráðfærði sig við fáa, en fór sínu
fram. Er trúlegt, að ef hann
hefði fluzt til New York, en ekki
til Mikleyjar, og dísir örlaganna
látið hann alast upp í anda auð-
söfnunar Ameríkumanna, þá
hefði hann orðið einn hinna
stærri efnamanna þar. En meiri
og sannari maður hefði hann
samt ekki orðið en hann varð í
sínu íslenzka umhverfi. Eins og
Stefán var Jóhannes farinn að
vinna baki brotnu löngu fyrir
fermingaraldur. — —
Jóhannes unni alla æfi starf-
semi en fyrirleit iðjuleysi. Hann
hvatti landa sína til atorku, hóf-
semdar og fyrirhyggju á öllum
sviðum. Hann var enginn aug-
lýsingamaður og reyndi aldrei
að sýnast annað en hann var. En
hann var vandur að virðingu
sinni og sumum þótti hann
strangur í sölum og kaupum og
viðskiftum öllum. En sú mun
orsökin verið hafa, að hann vildi
ei þau orð mæla er aftur þyrfti
að taka, né þá samninga að
semja, er síðar yrði að breyta eða
rifta. En þrátt fyrir þetta var
Jóhannes glaðlegur í viðmóti,
hlýr í viðkynningu og sagði
margar gamansögur í sinn hóp.
Á þeim árum þótti Jóhannes
meðal hinna djörfustu siglinga-
manna, þrekmikill og kappgjarn.
Var það í almæli að sjaldan
hamlaði honum veður að fara
ferð sinna, ef mikið lá við. Þótti
hann góður skipstjóri, en ætíð
athugull og gætinn.”
Af þessum fáu línum getur
“lesandinn” séð: “hvað hann seg-
ir um Jóhannes.”
Sig. Júl. Jóhannesson.
VERKFÖLL BREIÐAST ÚT
Stáliðnaðarmenn í Bandaríkj-
unum hafa nú nýverið lagt niður
vinnu, og ganga nú 1,600,00
manns, er til verkamannasam-
taka teljast, auðum höndum
víðsvegar um Bandaríkin. Stál-
iðnaðarmenn fóru fram á 30
centa kauphækkun á klukku-
stund; vinnuveitendur buðu 18Vz
centa hækkun, en að þessu vildu
starfsmenn þeirra ekki með
neinum hætti ganga.
................
iiiiiiiiiii
LAUSAViSUR
Alt gengur til góðs
Von er nöpur; víðsýnd flýr
vor — ef töpum friðnum:
Endursköpun andleg býr
yfir glöpum liðnum.
Um erfða-deilu
Erfðamála áflog heit,
eignarrétt þó sanni;
þau eru aðeins lúsaleit
lífs, á dauðum manni.
Við spegilinn, eftir nætursvall
Undan hallinn opnast hér,
er nú karlinn hrakinn.
Kinna fallinn ærið er
og með skallann nakinn.
Líf var ætíð unun mér,
öls við sæti glettinn;
Degi að mæta ilt nú er
eftir nætur sprettinn.
Þó að slakist máttur minn,
minst þær sakir hræðist.
Andann vaka enn eg finn
úr því staka fæðist.
\
Pálmi.
uiiiiiiiii
.........
niiiin