Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1946 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON “Jackueline, það er sagt að þú sért helst til mikið með þeim Oldinskas systr- um.” “Þarna! Þá er það annað, sem þú hefur til að setja útá við mig fyrir. Eg fer þangað af því Madame Strahl- berg er svo góð við mig, og æfir mig í söng. Bara ef þá vissir hve mikið að mér hefur farið fram í söng; eg á henni það að þakka. Söngur og músík er þús- und sinnum skemtilegri, skaltu vita, heldur en nokkuð sem þú getur gert sem húsmóðir. Þú heldur það kanské ekki? Ó, eg veit hvað þú hefur í huga; þú ert að hugsa um, þegar Enguerrand tekur fyrstu tönnina, þegar hann fer fyrst að bera við að ganga, og þegar hann fer fyrst að bera ofurlítið skyn- bragð á það sem í kringum hann er; þetta er sem þú ert að hugsa um. Þú veist að alt slíkt er mér fjarlægt. Mér þykir drengurinn þinn gróflega skrít- inn og spaugilegur, allt sem þú ímyndar þér um hann, en fyrirgefðu að eg segi, að eg er glöð yfir að hann tilheyrir mér ekki. Þú getur getið því nærri, að eg er ekki að hugsa um giftingu, svo eg vil biðja þig að tala ekki meira um það.” “Jæja, eins og þú vilt,” sagði Giselle, dræmt, “en þú veldur góðum manni, sem elskar þig af öllu hjarta, mikillar hrygðar og sársauka.” “Eg hef ekki beðið hann að gefa mér hjarta sitt. Slík gjöf er mér alls ekki kærkomin. Maður veit ekki hvað hann meinar. Getur hann ekki—veslings Fred—elskað mig eins og eg elska hann, og látið mig njóta frelsis míns óháða.” “Frelsis þíns!” endurtók Giselle; frelsi til að eyðileggja allt þitt líf, það er það sem það gerir.” “Það lítur út eins og þú getir ekki séð nema eina hlið lífsins, Giselle, þetta líf sem þú lifir. Að fara úr einu fugla- búrinu til að vera lokuð inni í öðru— það eru forlög margra fugla, en svo eru aðrir sem vilja brúka vængina til þess að fljúga langt útí geiminn. Segðu mér nú hreinskilningslega, hvort þitt hlutskifti í þesum heimi sé það eina öfundsverða.” Giselle brosti þunglyndislegu brosi: “Það er eins og þú sért alveg hissa á því að eg elska barnið mitt; en síðan hann fæddist er eins og mér hafi opin- berast tilgangur lífsins. Þegar eg held honum að brjósti mínu, er eins og eg skilji svo miklu betur en eg gat nokkurn- tíma skilið áður, skyldu og hjónaband, fjölskyldubönd og sorgir, lífið sjálft, í stuttu máli, sorgir þess og gleði. Þú getur ekki skilið þetta nú, en þú skilur það einhverntíma. Þú starir líka ein- hverntíma á sjónhringinn eins og eg geri. Eg er reiðubúin til að þjást; eg er reiðubúin til að fórnfæra sjálfri mér. Nú veit eg að hvaða takmarki Ííf mitt stefnir. Það er eins og þessi litla vera leiði mig, sem mér fanst fyrst eins og leikbrúða. Þú spyrð mig hvort eg sé ánægð með hlutskifti mitt. Já, og eg á það að þakka þessum verndarengli mínum, mínum dýrmæta Enguerrand.” Jackueline hlustaði eins og hálf dá- leidd á þessa óvæntu ræðu, sem var svo ólík því, sem hún hafðí nokkurntíma heyrt Giselle tala áður, en alvörublær- inn hvarf af henni er nafnið Enguerrand var nefnt, sem henni fanst svo hlægi- legt, það var í svo nánu samræmi við hina miðaldalegu siði og venjur Mon- redons og Talbruns fjölskyldanna. “Hvað þú ert hátíðleg og dularfull, góða mín,” sagði Jackueline. “Þú talar eins og spákona. En eg sé þó að þú ert ekki eins sæl og þú vilt að við ímynd- um okkur; eg sé vel að þú þarft á hugg- un og hughreysting að halda. Af hverju viltu að eg fari að þínu dæmi?” “Fred er ekki Monsieur Talbrun,” svaraði Giselle, og gleymdi sér augna- blik. “Meinarðu að segja —” “Eg meina ekkert nema það, ef þú giftist Fred, að þá stendur þú svo vel að vígi að hafa þekt hann síðan þið vor- uð börn.” “Ah, það er sem þú meinar. Eg er nú trðin býsna vel kunnug Monsieur de Cymier.” “Þú hefir táldregið þig sjálfa,” sagði Giselle gröm í geði. Monsieur de Cymier!” “Monsieur de Cymier kemur heim til okkar á laugardagskvöldið kemur, og eg verð að æfa spánskan söng, sem Madame Strahlberg hefir kennt mér, til að skemmta honum og öðrum gestum, sem verða hjá okkur. Ó, eg get sungið það ágætlega vel. Viltu ekki koma og heyra hve vel eg get sungið það, ef Mon- sieur Enguerrand má missa þig frá sér svojengi? Það er ungur pólskur píanó- leikari, sem verður þar, sem spilar undir- spilið. Ó, það er enginn sem jafnast á við pólskan píanó-spilara til að leika Chopin! Hann er alveg indæll, fátækur, ungur maöur! Útlagi og allslaus; en Madame Strahlberg og aðrar frúr sjá fyrir honum og taka hann með sér hvert sem þær fara. Það er einmitt líf, sem mér mundi líka að lifa, eins og Madame Strahlberg — vera ung ekkja, frjáls að lifa eins og mér líkaði.” “Það getur vel skeð að hún sé ekkja — en sumir segja að maðurinn hennar hafi skilið við hana.” “O, og þú ert að hafa eftir slíka hneykslissögu, Giselle? Hvar ætti sam- hygð að eiga griðastað í heiminum, ef ekki í hjarta þínu? Eg fer nú — þessi mikla alvara þín getur smitað mig. Kystu mig áður en eg fer.” “Nei,” sagði Madame de Talbrun, og sneri sér frá henni. Þegar Jackueline var farin, fór hún að hugsa um, hvort hún ætti ekki að afráða Fred að hugsa um Jackueline, en hún gat ekki komið sér gð því að gera það, en hún gat ekki sagt honum ósatt; en með því að komast hjá að segja honum sannleikann með berum orðum, eins og hjartagóð kona hefir æfinlega lag á, er hún vill komast hjá að særa tilfinningar annars, henni hepnaðist að tala svo við Fred, að hún fremur glæddi von hans, en veikti hana. XI. KAFLI. Fred spyr spurningar. Tíminn, hvað svo sem almanakið segir, er ekki mældur í dögum, vikum né mánuðum, í öllum tilfellum; eftir- vænting, von, sæla og sorg hafa hvert um sig mismunandi tíma mæli, og vér vitum af vorri eigin reynslu, að stundum finst oss tíminn sé svo fljótur að líða, sem mínúta, en stundum sem heil öld. Ótti, þjáning og ást eru óvissir tíma mælar. Madame d’ Argy fanst þau tvö ár, er hún beið eftir heimkomu sonar síns, sem var að vinna sér upphefð og hærri stöðu, svo löng, að henni fanst að þau ætluðu aldrei að taka enda. Hún hafði hálf-nauðug gefið samþykki sitt til þess, að hann gerði sjóherforingjastöðu að framtíðarstöðu sinni, en hefir ef til vill hugsað sem svo, að það gerði honum ekkert ilt, að lofa honum að eyða hættu- legasta tímabili æskuáranna undir strangri stjórn, en þó hún áliti það mikilsvirði, þá gat hún ekki haft enda- lausa þolinmæði, að bíða eftir að fá hann heim til sín! Hún elskaði son sinn svo mikið, að hún gat ekki hugsað sér að geta lifað án hans; henni fanst að hann væri ekki framar sonur sinn. Hún vissi að hann var annað hvort, einhversstaðar langt úti á sjó, eða þá í Toulon, þar sem hún gat ekki heldur séð hann, því hún þurfti að vera heima til að sjá um búgarðinn þeirra. Hún beið með sárri óþolinmæði eftir því að sonur sinn yrði hækkaður í tigninni, \ gefin hærri staða, því hún var í engum efa um, að það væri það eina, sém M. de Nailles krefðist áður en hann sam- þykti giftinguna; svo hún lét ekki bíða að tilkynna honum að sonur sinn hefði verið hafinn upp í hærri stöðu, og um leið að minna hann á samtal þeirra við- víkjandi giftingu Freds og Jackueline. Hún varð fyrir sárum vonbrigðum er hún fékk ekkert ákveðið svar upp á það, sem hún fór fram á í bréfi sínu til M. de Nailles, viðvíkjandi Jackueline. En hún vildi ekki trúa því að hún væri skágengin í þessu máli með allslags af- sökunum, og því síður vildi hún trúa því að hún fengi algjörða neitun. Hún tók þá afsökun, sem M. de Nailles gaf fyrir því, að hann gæti ekki gefið ákveðið svar, góða og gilda, sem var, að “Jackueline væri of ung,” þó henni fyndist þetta veigalítil ástæða, varð hún að láta svo vera. Hún skrif- aði M. de Nailles aftur og sagði honum að hún hefði ekki verið fullra átján ára þegar hún átti Fred.” Skipið, sem Fred var á, þurfti að vera ennþá nokkra mán- uði meðfram ströndum Senegal. Honum var farin að leiðast þessi langa útivist, en það gerði hann rólegri að móðir hans skrifaði honum alt sem hún hélt að honum væri ánægja að heyra. Stundum skrifaði hún honum ýmis- legt um Jackueline, sem var langt frá því að vera uppörvandi fyrir hann að heyra, eins og hún vildi láta hann skifta um álit sitt á henni, og honum fór að detta í hug að með því vildi móðir sín gefa sér til kynna, að alt væri ekki í góðu lagi fyrir sér við Jackueline, þrátt fyrir hækkaða stöðu, sem hann hafði unnið sér. Þegar Madame d’Argy frétti að sonur sinn lægi í taugaveiki á spítala í Senegal, varð hún alveg frá sér af sorg og kvíða; hún sneri reiði sinni gegn M. de Nailles og fór á fund hans. “Hve- nær,” sagði hún með ofsa ljóninnunnar, “ætlarðu að komast að fullri niðurstöðu uni það, að sonur minn sé hinn rétti maður fyrir Jackueline dóttur þína? Geturðu búist við að eg láti hann bíða þangað til hann verður uppgjafa aðmír- áll, til þess að fullnægja kröfu dóttur þinnar — ef hann kemst lífs af úr þess- ari hættu. — Heldurðu að eg kæri mig um að lifa — ef þú getur kallað það líf! — einsömul í stöðugum kvíða? Þú þekkir verðleika hans, og þú veizt að Jackueline yrði sæl. í staðinn fyrir það — í staðinn fyrir að segja í eitt skifti fyrir öll þessum unga manni, sem elsk- ar hana meir en nokkur annar maður nokkurntíma gerir: ‘eigðu hana, eg gef þér hana,’ sem er bara hinn eini skyn- samlegi og krókalausi vegur í þessu máli; þú heldur áfram að ala upp í henni heimskulega dutlunga sem enda með því að eyðileggja alla hennar beztu eig- inlegleika, svo ekkert verður eftir nema það lakasta.” • “Mon. Diu! Eg veit ekki til að Jackueline lifi svo vondu lífi!” sagði M. de Nailles, sem gat ekki hjá því komist að segja eitthvað. “Þú veizt ekki, þú veizt ekki! Hvernig á nokkur að sjá, sem ekki vill opna augun? Vesalings vinur minn, líttu bara einu sinni á hvað fram fer í kringum þig, undir þínu eigin þaki —” “Jackueline er að leggja sig eftir að læra músík,” sagði faðir hennar, ofur góðlátlega. Madame d’Argy hugs- aði að hann væri ekki með öllum mjalla. Sannleikurinn var sá, að hann virt- ist eldast svo fljótt, varð þunglyndari og áhyggjufyllri, dag frá degi, í hinu látlausa stríði — ekki fyrir lífi sínu, sem slítur út kröftunum, en það var stríð sem hann gat ekki komist hjá og áleit göfugt — heldur að komast yfir mikinn auð, fyrir hégóma, fyrir skraut og viðhöfn, sem hann sinna vegna kærði sig ekkert um, og sem hann lagði mik- ið í sölurnar fyrir til þess að fullnægja kröfum sinna nánustu, sem kröfðust óhófs og eyðslusemi. “Ó, já, eg veit að Jackueline er hneigð fyrir músík,” sagði Madame d’Argy, og duldi ekki óbeit sína á því, “heldur mikið!” Og þegar hún getur sungið eins og Madame Strahlberg, hvað gott er líklegt að hún hljóti af því? Eg sé nú að það er meira en lítilsháttar smámunir, sem hún þarf að lagfæra. Hvernig á hún annað en spillast í þess- ari umgengni við Slava og Yankees, fólk, sem hvorki hefir stöðu né nýtur nokkurrar virðingar í heimalandi sínu, fólk, sem þú leyfir henni að umgangast og binda félagsskap við? Fólk nú á dögum er svo kærulaust um það hverj- um það kynnist! Það að vera útlend- ingur er sem meðmælabréf til þess að • vera tekinn inn í samkvæmislífið. Hugs- aðu þér bara hvað móðir hennar sálaða mundi hafa sagt um alla þá ósiði, sem hún er að taka upp eftir þeim sem hún er látin kynnast, úr öllum löndum hnatt- arins? Vesalings, sálaða Adelaide! Hún var sönn frönsk kona í eldri stíl; það eru ekki margar slíkar eftir nú. Æ!” hélt Madame d’Argy áfram, án neins sambands við það, sem hún hafði verið að tala um, “móðir Monsieur Talbruns, ef hún hefir nokkur verið, væri sannar- lega sæl að sjá hann giftan Giselle!” “En,” stamaði M. de Nailles, sem fanst heilmikill sannleikur í því sem hún sagði, “eg stend ekki í veginum — þvert á móti — eg hefi talað nokkrum sinnum um son þinn, en því var enginn gaumur gefinn.” “Hvað getur hún haft á mótiFred?” “Ekkert. Henni líkar hann mjög vel, þú veizt það eins vel og eg. En þessi bernsku kynning leiðir ekki ávalt til giftinga.” “Vinátta frá hennar hálfu væri nóg,” sagði Madame d’Argy, á þann hátt sem kona mundi segja, sem aldrei hefði þekkt meira en það í hjónaband- inu. “Vesalings Fred minn hefir nóga hrifningu og ást fyrir tvo. En er fram í sækti yrði hún engu síðui*hrifin af hon- um — hún gæti ekki annað! Annað væri ómögulegt.” “Það er ágætt, komdu henni til þess sjálf, ef þú getur; en Jackueline hefir býsna ákveðnar skoðanir og sterkan vilja.” Viljakraftur Jackueline var virki- legleiki, þó hugmyndir Madame de Nailles væru hyllingar einar. “En kon- an mín, líka!” sagði baróninn og stundi við. “Eg veit ekki hvernig það er með Jackueline, síðan hún óx upp, hefir hún orðið eins og ótamið tfyppi, og þær, sem einu sinni voru eins og ein sál,- eru nú sjaldan sammála um neitt. Hvernig á eg að haga mér, þegar þær báðar vilja sitt hvað, gagnstætt því sem eg vil, eins og oft á sér stað? Eg hefi um svo mik- ið að hugsa, að stundum —” “Já, maður getur skilið það. Það virðist sem þú vitir ekki hvar þú ert. En heldurðu ekki að framferði hennar, eins og þú segir sé eins og ótamins tryppis, meini ekkert til mín? Held- urðu að eg sé alveg ánægð með val son- ar míns? Eg gat hafa óskað, að hann hefði kosið sér fyrir konu — en hvað þýðir að segja hvers eg hefði óskað? Það sem mestu varðar er, að hann verði sjálfur ánægður. Auk þess, þá er eg viss um að hún stillist bara af sjálfri sér. Dóttir Adelaide getur ekki verið öðruvísi en hjartagóð. Hún kemur aft- ur til sjálfrar sín, þegar hún losnar út úr þessum hring, sem hún hefir áreið- anlega ekkert gott af; samvist hennar með þessu hyski, er þegar farin að skemma mannorð hennar. Og hvernig verður það ef þessu heldur áfram? Eg heyri fólk alstaðar vera að segja: ‘Hvernig getur Nailles látið dóttur sína hafa svona mikla umgengni við ókunn- uga útlendinga?’ Þú segir að það séu gamlir skólabræður hennar. En sjáðu, hvort Madame d’Etaples og Madame Ray, létu dætur sínar, Isabelle og Yvonne hafa svo mikla umgengni við Þetta Odinskas fólk, undir því yfirskini að það hafi þekkst í skóla. Þessi Ma- dame d’Avrigny fer hús úr húsi til að fá sjálfboða til að koma á þetta söngleika- hús sem hún heldur uppi og þar þykist Madame Strahlberg ætla að kenna þeim að syngja án borgunar. Það er ástæðan fyrir því, að hún býður Jackue- line þangað. Auk þess gengur henni ekki svo greitt að gifta Dolly.” “Það eru ýmsar ástæður til þess,” sagði baróninn, sem sá tár í augum vin- konu sinnar, “Madame d’Avrigny hefir lifað svo taumlausu lífi síðan hún var barn, að ungir menn hafa verið hræddir við hana, og ekki þorað að biðja henn- ar. Jackueline, hamingjunni sé lof, hefir aldrei slept sér út í það sem kallað er heimslíf. Hún bara heimsækir þá, sem hún er kunnug, og er í vinskap við.” “Náin kynni við alla Parísarborg,” sagði Madame d’Argy, og leit augunum til himins. “Ef hún fer ekki á stórböllin, þá er það af því, að stjúpa hennar er leið á þeim. En að því undanteknu, þá virðist mér að henni sé leyft að gera hvað sem hún vill. Eg get ekki séð hver er mismunurinn. Ef Jackueline er því fráhverf að giftast Fred, þá hefirðu fullan rétt til að segja, að eg sé að skifta mér af því, sem mér kemur ekkert við.” “Nei, alls ekki,” sagði M. de Nailles, “eg finn glöggt til hversu mikils virði ráðleggingar þínar eru, og samband við þína fjölskyldu væri mér geðfeldari en alt annað.” Hann sagði þetta í fullri einlægni, því það angraði hann hve M. de Cymier dró á langinn að bera upp bónorðið, og hann vissi einnig að nú á dögum eru ungar stúlkur ekki eins eftirsóttar til giftingar eins og áður. Vinur hans Ver- mant, eins ríkur og hann var, hafði haft talsverða erviðleika með að geta gift Berthe dóttur sína, og fékk loksins ná- ungá frá St. Germain, hálfgerðan slæp- ing, sem var ekki til að öfundast af. Það var ungur maður, heimskur og fé- laus, sem naut svo sáralítils álits og virðingar meðal síns fólks, að það var ekki tekið á móti konunni hans, eins og hún vonaðist til, og enginn talaði um Madame de Belvin án þess að bæta því við, að “hún væri ein af stelpunum hans Vermants sendiráðsskrifara”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.