Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1946
RÆÐA
flutt í Winnipeg af prófessor H. S. Ferns,
í fyrstu viku desember 1945
JÓNBJÖRN GÍSLASON þýddi lauslega.
(Með því að eg áleit að lesendur “Lögbergs” mundu haja
bæði gagn og gaman aj að lesa þetta skörulega og snjalla
erindi, bað eg prójessorinn um handritið til þýðingar,
sem Kann veitti júslega.—J. G.)
Þegar eg var drengur, tilheyrði
eg biblíulestrarflokki í St. Johns
skólanum hér í borg. Leiðtogi
okkar, Mr. G. J. Reeven, bauð
eitt sinn Rabbi Frank að koma í
kenslustund og ávarpa nemend-
ur.
Eg man vel, að hann sagði að
siðmenningin í heiminum bygð-
ist á þeirri trú manna og full-
vissu, að þeir gætu lifað saman
í góðvild og bræðralagi.
Síðan eru tólf eöa þrettán ár.
Brotsjóar siðleysis og villi-
mensku hafa fallið yfir veröld-
ina á þessum árum, en verstu ó-
vinir mannkynsins þó verið gjör-
samlega brotnir á bak aftur.
Eg hlýt þó að hafa fest orð
Rabbi Franks í minni, því eg trúi
enn í dag að mannkyninu sé
mögulegt að lifa í einingu og
bræðralagi. Það er einmitt þess
vegna að eg er staddur hér í
kvöld. Nú sem stendur er póli-
tíska andrúmsloftið erlendis ekki
ilmað góðvild og bróðurhug,
heldur görótt af tortryggni og
rógburði.
í Bandaríkjunum hefir mikil
breyting farið fram. Um næst-
um 200 ára tímabil voru þau
fyrirmynd borgaralegs samfé-
lags, þar sem vopnaður her var
í mjög smáum stíl. Um hálfa
aðra öld voru þau draumaland
Evrópumanna — land frelsis og
friðar. Jafnvel eftir fyrra heims-
stríðið, afnámu þau nauðungar
herþjónustu og unnu af mætti
að takmörkun herbúnaðar, sam-
kvæmt erfikenningum er fædd-
ust af amerísku byltingunni.
En hvert er viðhorfið nú í dag?
Bandaríkin hafa nú fimm ver-
aldarhafa sjóher er vex með degi
hverjum; skylduherþjónusta er,
og útlit fyrir 2% miljón manna
fastan her með tilsvarandi loft-
flota og hergagnabúri með atóm-
sprengjum.
Truman forseti segir að alt
þetta sé aðeins í tilrauna skyni,
en hann hefir ekki útskýrt hver
tilraunadýrin muni verða. Eins
og eðlilegt er verða sumir okkar
sem eru utan hinnar “gullnu
reglu” dálítið órólegir.
Við hér í Canada fylgjum
þessu fordæmi, við erum einnig
gráir fyrir járnum.
Fyrir tíu árum síðan, sagði
Norman McLeod Rogers þinginu
í Ottawa, að 100 miljón dollara
eyðsla til opinberra verka og fá-
tækrahjálpar mundi gjörsamlega
yeðileggja fjárhag landsins. I
síðustu viku var því lýst yfir í
þinginu, að Canada ætlaði að
verja 80 miljónum árlega á kom-
andi tímum aðeins til friðartíma
loftflota; land og sjóher er áætl-
aður í réttum hlutföllum.
Þar til nú hafa engir aðrir en
Hudson Bay félagið, nokkur
námafélög og fáeinir trúboðar,
haf t neinn áhuga á að kynna sér
hinar víðlendu norðurheim-
skauts eyðimerkur og vissulega
var stjórnin aldrei mjög áhuga-
söm í því máli. Nú er alt þetta
breytt; við lesum um Musk-ox
leiðangra norður á þessar slóðir
— ^n aðeins til veðurathugana
er sagt. Ef til vill er einnig ein-
hver áhugi fyrir að kynna sér
hin rauðu sólsetur norður þar.
A þessu veit eg engin skil, en hitt
veit eg að heilabrot um þetta
einstæða fyrirbrigði, sem er
dæmalaust meðal okkar, mun
vera daglegt viðfangsefni og ráð-
gáta allra trúnaðarmanna og
sendiherra framandi þjóða í
Ottawa.
Það eru undarleg þagnarsam-
tök um þessar framkvæmdir.
Fyrir tíu árum síðan, æptu
nokkrir Ottawa þingmenn há-
stöfum um “stríðsæði” og “land-
vinninga” í hvert sinn er stjórn-
in bað um fimm cent til undir-
búnings átakanna við Nazistana;
þessir hinir sömu eru óvenju-
iega þögulir nú.
Hversvegna eru hlutirnir i
þessari röð? Canada, Bandarík-
in og aðrar þjóðir, sem nokkurs
eru megnugar, hafa allar nú þeg-
ar undirskrifað skipulagsskrá
sambandsþjóðanna og lofað að
vinna saman í friði og einingu.
Formlegt samband til alheims
málamiðlunar er þegar stofnsett.
Hversvegna þá þessi friðsamlegi
vopnabúnaður.
Til allrar óhamingju er friður-
inn ekki kominn undir ágæti eða
ósigrum alþjóðabandsins. Mr.
Bevin og Mr. Eden fara vilt þeg-
ar þeir fullyrða að mistök þau,
sem nú eru að koma í Ijós, séu
ágöllum sambandsins að kenna.
Sannleikurinn er sá að bak við
tjöldin eru spurningar um póli-
tíska samninga.
Við Canadamenn skiljum þetta
ofurvel. Áður en fylkjasam-
bandið var stofnað, var canadiskt
þjóðlíf lamað og á takmörkum
borgarastyrjaldar vegna póli-
tískra deilna í sambandi við þjóð-
erni, trúarbrögð og skoðanamun
í fjármálum. Aðstandendur
þessara ágreiningsmála voru
nægilega vitrir til að sjá að heill
alls landsins var dýrmætari en
hasgmunir einstakra hluta lands-
ins. Sú leið var því valin að
semja um ýms atriði er mikils-
verð töldust frá sjónarmiði hins
franska og ensku mælandi hluta
landsmanna. Á þessum grund-
velli var fylkjasambandið mögu-
legt.
Þegar " tilraunir hafa verið
gjörðar til að grafa undan mátt-
arviðum þessa samkomulags frá
einhverri hlið, hefir sambandið
verið í hættu. Fram til þessa
hefir alt gengið vel, en það er
ekki fyrir ágæti grundvallar-
laganna, heldur vegna framhald-
andi samkomulags á hinu stjórn-
málalega sviði.
Látum okkur líta yfir liðna at-
burði. Fyrir ári síðan buðu
Bandaríkin hinum öðrum ríkj-
um á viðtalsfund til stofnunar
heimssambands. Dumbarton
Oaks samkoman mistókst; full-
trúarnir urðu ekki sammála.
Sex mánuðum síðar urðu þeir
á eitt sáttir í San Francisco.
Hversvegna? Vegna þess að
milli þessara tveggja funda tóku
stórveldin þrjú málin í sínar
hendur að Yalta. Roosevelt for-
seti, Churchill forswtisráðherra
og Stalin marskálkur náðu sam-
komulagi og stofnuðu samvinnu
og vináttubönd milli þessara
þriggja stórveldi. Það var nægi-
leg bending fyrir fundinn í San
Francisco.
Hver eru nú hin pólitísku
vandamál, hverra úrlausn er svo
nauðsynleg fyrir tryggan ver-
aldarfrið og sem engin heims-
sambönd geta heppnast án? Þgu
eru í raun og veru fjögur að
tölu; að vísu eru þau umvafin
ýmsum auka-atriðum, sem í
fljótu bragði virðast umfangs-
meiri en sjálf aðalatriðin, eins
og greinar trjánna eru rúmfrek-
ari en ræturnar. En aðalatriðin
eru aðeins fjögur.
1. Að stofna traustan og sam-
eiginlegan samvinnugrundvöll
milli okkar veraldar og þess
heims er við köllum Soviet Rúss-
land. Siðan árið 1917 hefir það
verið hið mest aðkallandi póli-
tískt vandamál og rétt úrlausn
pess meinar fullan og tryggan
frið, hið mótsetta færir stríð.
2. Lausn lýðsins í Asíu og
Afríku úr ánauð, sem berst fyrir
innanlands frelsi og afnámi í-
halds og fjárdráttar skipulags,
sem síðustu hálfa öld hefir fætt
af sér slíka örbirgð og pólitísk-
an rugling að við hér í Norður
Ameríku getum ekki skilið eðli
slíks eða þýðingu. Alt, sem við
vitum, er að þetta vandamál
innibindur meira en helming alls
mannkynsins á þessari jörð.
3. Jöfnuður fjármála sam-
kepni milli hinna voldugu auð-
valdsríkja, sérstaklega Banda-
ríkjanna og Bretlands. Enginn
dagur líður svo að við lesum ekki
um einhver alvarleg áhrif er sá
reipdráttur hefir á fjármál
Canada.
4. Stofnsetning nægrar at-
vinnu til útilokunar fjármála-
kreppu. Þýzkaland er voðalegt
dæmi hverjar afleiðingar at-
vinnuleysi og fjármálaóregla
getur haft á mentaða þjóð. Slíkt
leiðir til farscisma og fascisminn
endanlega til tortímingar.
Tíminn er of skammur til að
ræða um öll þessi viðfangsefni
hér í kvöld. Eg vil því lítillega
minnast á hið fyrsta: Samband
og samvinnu milli okkar auð-
valdsríkja, eða ef ykkur líkar
betur, okkar lýðveldisríkja, (eða
jafnvel eins og Mr. Coldwell
nefnir það: lýðveldis sósíalisma)
og hins volduga heims sameign-
arríkjanna.
Eftir hina miklu sigra rauða
hersins síðasta vetur, reyndist
ekki lengur mögulegt fyrir Bret-
land og Bandaríkin að útiloka
Rússland frá öllum ráðagjörðum
um friðaráætlanir. Hinir “big
three” mættust því að Yalta og
gjörðu með sér samninga, er líta
þannig út eftir að hafa verið
flettir öllum stjórnkænsku um-
búðum:
1. Rússland hét að neyta ekki
áhrifa sinna í þá átt að innlima
þjóðir utan Rússlands. Stalin
veittist auðvelt að gefa slíkt heit,
því alt hans starf og allar hans
kenningar bygðust á þeirri
sannfæringu að engin þjóð gæti
þröngvað öðru ríki til bylting-
ar. Árið 1936 sagði hann við
Mr. Roy Howard: “Byltinga út-
flutningur til annara ríkja er
heimskulegur.” Hið sama sagði
hann í deilunni við Trotsky.
Hann segir hið sama enn í dag.
2. Vestur-stórveldin lofuðu
að styðja engar stefnur fjand-
samlegar Rússlandi í nágrenni
þess. Ennfremur lofuðu þeir að
láta hlutlausa alla áhrifavalds-
skerðingu, framkvæmda af Rúss-
um gegn óvinveittum stjórn-
málamönnum og auðugum land-
eigendum.
Að Potsdam var samþykt, að
þessir samningar næðu einnig til
Þýzkalands, vegna þess að þar
var setulið þessara þriggja stór-
velda, sem var eðlileg afleiðing
vissra orsaka. Nú þegar sjáum
við mjög mismunandi pólitíska
strauma flæða um hina ýmsu
hluta hins hertekna lands. Rúss-
ar mótmæltu ekki þessum skift-
um, en kröfðust þess og var lof-
að, að allar hernaðarstöðvar
skyldu eyðilagðar, stóriðnaður
allur mjög dreginn saman og
sumt af honum flutt til Rúss-
lands, Frakklands og annara
Norður álfuríkj a.
í Asíu voru samskonar samn-
ingar gjörðir, en í þetta sinn
ekki við Bretland og Bandaríkin.
Rússar munu hafa álitið með
réttu, að Vesturveldin hefðu
engan sérstakan rétt til að skera
Asíubúum neinn forlagastakk.
í þess stað sömdu þeir nú við
Kína.
Rússar lofuðu algjöru afskifta-
leysi í innanlandsmálum Kín-
verja og hjálp sinni í endurheimt
tapaðra landa, slíkra sem Man-
sjúríu. Kfna þar á móti lofaði
vinskap og hlutleysi.
Hvemig hafa nú þessi loforð
verið haldin? Eg held að þau
hafi verið höfð í meiri heiðri en
fréttablöðin, útvarpið, upphróp-
anir Bandaríkja stjórnarinnar
og Mr. Bevin vilja láta okkur
halda. Látum okkur nú leita
sannleikans í þessu máli eða eins
mikils af honum og mögulegt er
að finna, innan um sorphauga ó-
beinna ágiskana, rógs, óhróðurs
og grobbs, sem almennar um-
ræður um þessi mál samanstanda
af, bæði hér og í Bandaríkjunum.
Látum okkur leggja til hliðar
allan þvætting am þetta órann-
sakanlega hugarfar Rússa og
álfasögurnar um metorðagirnd
þeirra.
Athugum nú rás liðinna at-
burða. Yalta samningurinn gjör-
ir ráð fyrir að Bretland og
Bandaríkin hafi sendiherra í Pól-
landi, með fullu valdi til eftirlits
og umsagnar. (Það eru réttindi
sem bæði Kínar og Rússar vildu
gjarnan hafa í Indónesfu og Ind-
landi). Engar umkvartanir hafa
komið frá þessum þaulæfðu
opinberu eftirlitsmönnum svo
menn viti til. Ef einhverjar eru
eða kunna að verða, megum við
vera fullviss um að á það verð-
ur minst.
Hinn ósveigjanlegi demókrat,
Mickolajezk er meðlimur pólska
þingsins; hann er ekki í fang-
elsi; hann hefir ekki flúið úr
landi; hann hefir ekki kvartað
yfir neinu. Sannleikurinn er sá
að Pólland er auðvaldsríki, sem
að minni hyggju mun verða eitt
af hinum meiri iðnaðarríkjum
Norðurálfunnar og að lifnaðar-
háttum á borð við Svíþjóð.
Rauði herinn í Tékkóslóvakíu
á frumkvæði að því að draga sig
til baka. í lok þessa mánaðar
verður setulið Rússa og Banda-
ríkjanna alt farið.
1 Ungverjalandi og Austurríki
hafa hægri menn hlotið töluvert
atkvæðamagn, í hinu síðar-
nefnda hreinan meirihluta. Mr.
Bevin og Mr. Byrne viðurkenna
nú að Rússar hafi látið innan-
landsmál þessara ríkja gjörsam-
lega afekiftalaus. Þess er rétt að
geta, að í augum þessara heið-
ursmanna er algjör sigur íhalds-
manna hin eina óhrekjandi sönn-
un fyrir hlutleysi Rússa.
1 Rúmeníu og Júgóslavíu hafa
vinstrimenn aftur á móti mikið
fylgi; í huga sumra er það að
sjálfsögðu sönnun fyrir undir-
ferli Rússa. En hvað er sann-
leikur þess máls? í öllum lönd-
um heimsins hafa hinir póli-
tísku undirstraumar fallið til
vinstri, að undanteknum Banda-
ríkjunum. Hversvegna? Eru
þetta alt áhrif frá Moskva?
Vissulega ekki. Fjörutíu ár al-
heims stjórnleysis og fjármála
óskapnaðar, knýja alþjóð í leit
að nýrri lífsundirstöðu. Áhrif
frá Moskva er ekki viðunandi
skýring.
Hneigð manna að trúa svo hlægi-'
legri fjarstæðu er þó mjög rík.
Mr. Walter Lippman, hinn kunni
fréttaritari og stjórnmála gagn-
rínandi er mjög gáfaður maður,
hann veit upp á hár hvað Stalin
hefir sagt um heimsbyltingu.
Hann veit að alheimssamband
kommúnista var leyst upp. Hann
veit eins og eg af minni reynslu
í Ottawa, að rússneskir stjórn-
málamenn eru sérstaklega sam-
vizkusamir gagnvart sínum eig-
in störfum, en blanda sér ekki í
annara málefni í framandi landi.
En Mr. Lippman heldur trygð
við gömlu skröksögurnar og
uppgötvar því eftirfarandi kenn-
ingu og skenkti heiminum hana
í síðustu viku: Forsprakkar
kommúnista í Evrópu meðtaka
ekki beinar fyrirskipanir frá
Moskva, en þeir lesa huga Rússa
svo glögglega, að þeir vita ætíð
hvað Moskva vill láta þá aðhaf-
astán þess þeim sé tilkynt það á
annan hátt. Með öðrum orðum:
Hver sem ekki meðtekur póli-
tískt sakramenti frá Ameríku og
játar þeirra lifnaðarháttu sem
fyrirmynd allra gæða og fegurð-
ar, hlýtur að vera flugumaður
frá Moskva. Þetta er auðvirði-
legt pólitískt bragð uppfundið
af Hitler, en orðið dálítið upp-
litað af langdvölum í sýningar-
gluggum.
Látum okkur nú rannsaka
hvernig samningar hafa farið úr
hendi í Asíu. I Kína heldur rauði
lerinn fast við gefin loforð; sam-
kvæmt þeim átti hann að yfir-
gefa Mansjúríu í síðustu viku,
en samþyktu fyrir beiðni stjórn-
arinnar að dvelja mánuði leng-
ur, til að fyrirbyggja að kín-
verskir kommúnistar nái haldi á
aðal bæjum landsins áður en
stjómarherinn kemur inn.
Rússar hafa viðtekið neitun
Bandaríkjann'a um sameiginlegt
eftirlit á Japan; þeim er ef til
vill ljóst, að þeir sitja þar við
sama borð og Kínar, Ástralíu-
menn og Bretar. (Síðan þetta
er ritað hafa Bandaríkin látið
undan í þessu máli.—Þýð.).
Aðeins í hreinasta skáldsögu-
stíl er mögulegt að fullyrða að
Rússar séu afskiftasamir í Indó-
nesíu, Indía og Indó-Kína.
Ekki má gleyma því að all-
mikill hávaði er út af bragðvísi
Rússa í Persíu. Smkvæmt grein
í Chicago fréttablaði. hafa þeir
hrifsað Norður-Persíu. Sjðustu
viku las eg í sama blaði að stjórn
Bandaríkjanna hafi áformað að
senda nefnd manna þangað aust-
ur, til að leita sannleikans. Töl-
um fyrst og rannsökum síðar —
þannig öðlumst við vini og
verndum friðinn.
Eg fyrir mitt leyti veit ekki
hvað er að gjörast í Persíu,
fremur en amerískir blaðamenn,
en eg get getið ýmislegs til. Fólk-
ið á þeim slóðum hefir uppgötv-
að að undir fótum þess eru ein-
hverjar auðugustu olíulindir
heimsins, og mannlegt eðli í
Persíu er ekkert frábrugðið
þeirri reglu er gildir í öðrum
pörtum heimsins. Mið grunar að
framtakssamir Persar hafi stofn-
að til uppreistar í því skyni að
verða sjálfir aðnjótandi arðsins
af olíunni í þeirra eigin heima-
landi. Eg veit ekki með vissu, en
verið gæti að Standard Oil og
Dutch Shell veiti örðugra að
skifta við íbúana hér eftir.
Athugum nú hvernig Banda-
ríkin hafa staðið við sinn hluta
samninganna, sem varða svo
miklu gagnvart framtíð mann-
kynsins. Ef til vill er þar að
finna ástæðuna til tortryggn-
innar, sem læðist eins og bleik
vofa um hvern krók og kima í
heiminum. Hinn nakti sannleik-
ur er sá, að Bandaríkin nota
atóm-sprengjuna sem svipu á
veröldina, með því augnamiði að
endurskoða Potsdam og Yalta
samningana. Hvað ásetningur
þeirra er gagnvart Rússlandi, er
ekki hægt að fullyrða, en tilgátu-
réttur er öllum frjáls.
Það virðist augljóst að Banda-
ríkin ætla sér að neyta aflsmun-
ar til-að endurreisa heiminn eft-
ir vissum línum og til hagsmuna
þeirra, er þegar hafa náð fjár-
málalegu kverkataki á veröld-
inni í heild. Þegar eg lít á hina
“gullnu reglu” Truman forseta,
kýs eg fremur fyrir mitt leyti
ríflegan skamt af reglugjörðum
Hardings.
Hvað eru Ameríkumenn að
hafast að í Evrópu? í Þýzka-
landi eru þeir að fyrirbyggja
samandrátt stóriðnaðar, á þeim
grundvelli að fólkið hafi ekkert
að borða. En enginn getur etið
framleiðslu skriðdreka verk-,
smiðju eða drukkið afrakstur
efnafræðisstofnana. Á hinu póli-
tíska sviði eru þeir mjög hlið-
hollir öllu afturhaldi, bæði klerk-
legu og veraldlegu. Eisenhower
hershöfðingi neyddist til að
víkja Patton herforingja úr em-
bætti fyrir hneykslanlegar mæt-
ur á Nazistum. Þegar Patton
gekk frá embætti sínu, sagði
hann í viðtali við blaðamenn, að
Nazistar væru ekkert frábrugðn-
ir repúblíkönum og demókröt-
um.
Afdankaðir pólitíkusar úr
Evrópulöndum þurfa aðeins að
standa gólandi um lýðræði á
dyraþrepi ameríska sendiherr-
ans, til að öðlast fjölmenna
fylgdarsveit — í Bandaríkjun-
um.
í Kína eru Bandaríkin þvæld
inn í ófeimin afskifti af innan-
lands pólitík og uppörva þannig
borgarastyrjöldina. Aðstoð til
annars málsaðila fyrirbyggú
skjót og friðsamleg málalok í
innanlands deilum Kínverja.
Sjóher Bandaríkjanna hefir
gengið á land í þúsundum á
hverri höfn á Norður-Kína
ströndinni. Með gegnsærri
prettvísi hefir vopnabúnaður loft
og sjóhers verið fluttur til
Chiang Kai Shek og flugmönn-
um leyft að varpa af sér sínum
eigin einkennisbúningi og íklæð-
ast kínverskum.
Almenningsálitinu og jafnvel
skoðun opinberra embættis-
manna var svo miskunnarlaust
misboðið með þessu svívirðilega
athæfi, að höfundur þessara
ráðstafana, Patrick Hurley hers-
höfðingi, varð að láta af em-
bætti sem sendiherra Banda-
ríkjanna í Kína. Um leið og hann
fór frá völdum, lét hann frá sér
fara stríða strauma reiði og
sjálfsréttlwtingar. En af því
hann gat með engu móti sakað
Rússa um neina hlutdeild í inn-
anlands óeirðum Kína, sneri
hann sér að Bretum og ávítaði
þá fyrir liðveislu við kínverska
kommúnista. Höfundur þessa ó-
hróðurs minnir mig á Goebbels,
árið 1937, þegar hann sagði öll-
um sem vildu ljá eyru, að
Anthony Eden og Winston
Churchill væru Gyðinga komm-
únistar. Eftir fræðum Hurleys
eru þeir og nánustu vinir þeirra
nú rauðir kínverskir stigamenn.
Undralandið náði aldrei slíku há-
stigi.
Utanríkispólitík Bandaríkj-
anna stefnir beint til gjaldþrota.
Jafnvel vopnabúr með atóm-
sprengjum getur ekki forðað því
nema önnur stefna sé tekin.
Hættan er sú, að þeir einn góð-
an veðurdag byrji að varpa
þeim út um nágrennið svona rétt
af handahófi
Til allrar hamingju er stjórn
Bandaríkjanna og blaðakostur
ekki hið sama og þjóðin sjálf.
Amerísk alþýða, með hina löngu
sögu friðar og hlutleysis að baki,
er að byrja að láta til sín heyra.
Hún er 1 ráún og veru, eins og
allur heimurinn, búin að fá nóg
af svo góðu. Eg ímynda mér að
Truman forseti verði, áður en
langir tí mar líða, að losa sig við
Mr. Byrnes og fleiri óþjála ný-
græðings stjórnvitringa, sem eru
í þjónustu Bandaríkjanna. Hann
mun einnig hrista af sér suma
sérfræðinga, hverra aðalnáttúru-
gáfa virðist vera að velja rangar
leiðir.
Vert er að geta að örlitlu þess ■
þáttar, sem Canada á í myndun
hinna pólitísku höfuðdrátta. For-
sætisráðherrann hefir gefið
nokkrar ágætar yfirlýsingar
gagnvart alþjóða samvinnu. Eg
hygg að King og Clement Attlee
hafi gjört það, sem í þeirra valdi
stóð til að fá Truman til að
klifra úr sínum Atóm hæðum,
niður á fasta og trygga jörð.
Við höfum ekki enn sýnt fram
á, að við neitum að hlýða kalli,
ef vissra hluta er krafist. Við
eigum eftir að sýna að við gjör-
um aðeins þá hluti er samrímast
alþjóðavelferð og falla inn í
undirstöðu varanlegs friðar.
Þegar Bandaríkin þvinguðu
inntöku fascistaríkisins Argen-
tínu í gegn með atkvæðaafli að
San Francisco, vék Canada frá
meginreglunni og greiddi at-
kvæði með Bandaríkjunum. Mr.
King réttlætti þann verknað á
landfræðilegum grundvelli. En
ef svo fer að stríð kemur, fyr
eða síðar, munu landfræðilegar
skýringar naumast verða að
miklu liði. Við verðum þá milli
tveggja elda — milli U.S.A. og
U.S.S.R.
Eg ásaka ekki Mr. King fyrir
þessa afstöðu, þegar saga þessa
máls verður rituð, munum við
skilja að við skuldum honum
fyrir meira en í meðallagi góða
frammistöðu í alþjóða pólitík.
Gallinn er þó sá, að Canada hef-
ir ekki tekið fasta og ákveðna
afstöðu til utanríkis spursmál-
anna.
Öll þau fimrn ár, sem eg var í
(Frh. & bls. 7)