Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.01.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN,- 24. JANÚAR, 1946 » Eogberg —— Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG tíaá Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg-” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Norræn jól Ársrit Norræna félagsins, 5. hefti, Rvík 1945. Ritstjóri: Guðlaugur Rósinkranz. Hin fyrri hefti Norrænna jóla, sem Guðlaugur Rósinkranz er ritstjóri að, en Norræna félagið gefur út, hafa jafn- an verið hin fegurstu bæði að efnisvali og hinum ytra búningi; þetta hefti, fyrir ýmissa hluta sakir, tekur þó um margt hinum fyrri fram, sem í rauninni er ofur skiljanlegt, þar sem það er helgaö þeim tímamótum, er frændþjóðir vorar, Noregur og Danmörk, og að nokkru Finnland, endurheimtu frelsi sitt; í rit- inu gætir víða þeirrar fagnaðaröldu, er fór um sálir íslenzkra manna, er frænd- þjóðir þeirra, sem ekkert höfðu til saka unnið, voru leystar úr viðjum hinnar illræmdustu áþjánar; þetta kemur með- af annars ljóslega fram í eftirgreindum inngangsorðum: “Frelsið er norrænum mönnum í blóð borið, og það þrá þeir öllu fremur. k>ess vegna var það þeim óumræðilegur gleðidagur, er þeir fengu aftur sitt fulla frelsi, frjálsræði til að tala, skrifa og umgangast frjálst. Þeim er það ekki nóg að fá að umgangast í sínu eigin landi, þeir þrá að heimsækja hverir aðra. Þeim er það bókstaflega lífsnauðsyn að hittast. Enda kom sú þrá þeirra greinilega í ljós, er landamærin á milli Norðurlanda voru opnuð á ný. Það stóðu bókstaflega hópar við landamær7 in og biðu eftir því að fá að fara yfir í heimsókn til frænda og vina. Fyrsta sólarhringinn, sem frjálsar ferðir voru leyfðar á milli Danmerkur og Svíþjóðar í sumar, fóru um 30 þúsund Danir til Svíþjóðar, en um 10 þúsund Svíar til Danmerkur. Danirnir stóðu jafnvel í þúsundatali mikinn hluta nætur í bið- röð til þess að tryggja sér far yfir, því færri komust en vildu. Milli Noregs og Svíþjóðar var þetta svipað, þótt hóp- arnir væru ekki eins stórir. Frá Finn- landi var hvert skip fullhlaðið farþeg- um og líku gegndi með þau farartæki, sem milli íslands og annara Norður- landa fóru í sumar. Þetta sýnir, hve mörg og sterk þau bönd vináttu eru, sem tengja þessar þjóðir saman.” — Dómsmálaráðherra íslenzku ríkis- stjórnarinnar, Finnur Jónsson, á í á- minstu hefti drengilegt og íturhugsað ávarp varðandi frelsisbaráttu Dana og JSÍorðmanna meðan á núverandi risa- styrjöld stóð; ber ávarpið vott um inn- sæi höfundar í þau skapgerðarsérkenni hinna norrænu þjóða, sem gera and- legt samneyti á meðal þeirra að nauð- syn. Finnur ráðherra lýkur ávarpsorð- um sínum á þessa leið: “Undirokun annara þjóða er Norð- urlandaþjóðunum fjarri skapi. Hins vegar vakir fyrst og fremst fyrir öllum þorra manna á Norðurlönd- um sú göfuga hugsjón að efla lýðræði sitt, efna til fyrirmyndar þjóðfélags, treysta böndin sín á milli tg við aðrar lýðræðisþjóðir og taka höndum saman við þær í því að skapa nýjan heim friðar, lýðræðis og réttlætis.” “Heimurinn bjartur og góður,” er nafnið á útvarpserindi, sem Sigurbjörn Einarsson flutti á vegum Norræna fé- lagsins þann 8. apríl s.l.; bregður erindi þetta upp eftirminnilega fögrum mynd- um af ferðalagi um Svíþjóð, sem grípa huga lesandans skjótt tökum; þessi eru niðurlagsorð hinnar stuttu en sérkenni- legu ferðasögu: “Eg hugsa til hvammsins litla, sem brosir við sól í Handöl, þar sem 200 Karl- ungar sofa undir sverðinum, ásáttir með ferálnir lands, sem þeir lögðu undir sig að lokum. Svona breiðir jörðin yfir bar- áttu og harma, svona vefur hún feikn helstríðs og rauna í milda gleymsku með grænum stráum. Kemur ekki einhvern- tíma að því, að helganga mannkynsins yfir hörzl og hjarn verður aðeins minn- ing og ekkert skuggalegt hugboð eða áform daprar bros náttúrunnar? Fær ekki mannkynið að lifa slíka tíma á jörð sinni?” — Fallegt kvæði eftir Huldu, “Vor- morgun í Reykjavík, birta Norræn jól að þessu sinni; síðasta vísan er svona: “Klukkur hingja í Landakoti—lífið rís af sæng. Hve ljós og hrein er gjöfin, sem mannsins barni er fengin. Dagur nýr með blæ og geislum, hafi, vori, væng og vaxtarþrá í jörðu — hér fátækur er enginn, sem finnur, sér og heyrir hvað forsjón manni gaf á frjálsri og bjartri eyju við bjart og auðugt haf.” Af öðrum íhyglisverðum ritsmíð- um í áminstu hefti Norrænna jóla, einkum að nefna “Blessun lestursins” eftir Harold Grieg, í þýðingu .Jóns Ey- þórssonar, “Jón Sigurðsson forseti — þjóðarleiðtoginn,” eftir Guðmund G. Hagalín, sem vafalaust má teljast til eins þess allra bezta og skarplegasta, sem um þessa miklu frelsishetju Is- lendinga hefir verið skrifað, og loks “Hin sameiginlega hugsjóna-arfleifð vor,” eftir Dr. Richard Beck. Hér hefir þá verið stuttlega drepið á flest það helzta, er öðru fremur svip- merkir Norræn jól að þessu sinni; hér er um að ræða óvenju fagra og svip- hreina bók, er ætti að verða sem allra víðlesnust; frágangur allur er með á- gætum, og fjöldi fagurra ljós- og teikni- mynda, eykur mjög á margþætt gildi hennar. Fundurinn í London Fundur sameinuðu þjóðanna í London, sá, er skipuleggja skal nýtt þjóðabandalag, traustara og áhrifarík- ara en bandalagið frá 1919, er enn það skammt á veg kominn, og fregnir þaðan svo óljósar, að ekki er viðlit að fella nokkurn skynsamlegan dóm um við- horfið, eins og því nú hagar til; þó láta einstöku rembingsfulíir sjálfbirgingar það í veðri vaka, að auðsætt sé að fund- urinn verði einungis pólitískt hrófa- tildur, eða aumasta kák; slík óyfirveg- uð flausturskoðun, er skaðleg, taki nokkur mark á henni, því hún felur í sér óafsakanlegt vantraust á persónugildi mannanna og skynsamlega viðleitni þeirra til hollra samtaka sín á millum; að vantreysta einu og öllu, er sérkenni andlegra pervisa, sem mist hafa sjónar á öllu, nema ímynduðum sjálfsyfirburð- um. Að skipuleggja skynsamlegan og varanlegan frið eftir veraldarstríð eins og þetta síðasta, krefst meiri átaka, en auðvelt er að gera sér í hugarlund; það væri hvorttveggja í senn bæði grátlegt og barnslega hlægilegt, að kippa sér upp við það, þótt nokkurra árekstra verði vart annað veifið á áminstum fundi, er um fimmtíu þjóðir, ýmsar harla ólíkar að lífsviðhorfi og söguleg- um grundvelli, standa að. Hagsmunahvötin hefir jafnan ver- ið rík í eðli mannanna, og hún verður ekki hýdd úr mannkyninu á einum fundi eða einni nóttu; og sé henni skynsam- lega beitt, er hún nauðsynlegur og óað- skiljanlegur hluti af skapgerð mannsins til þeirrar sjálfsbjargarviðleitni, er líf- ið leggur honum á herðar; öðru máli er að gegna þegar áminst hvöt snýst upp í hamstola og gegndarlausa baráttu um völd og auð þannig, að út yfir öll vel- sæmistakmörk fari; þá er voðinn vís. — Vitaskuld gengur engan veginn alt eins og í sögu, það er að segja góðri sögu, á London-fundinum enn sem kom- ið er,-og þess var heldur ekki að vænta; þó hafa menn engan siðferðilegan rétt til þess að örvænta um heilbrigðar nið- urstöður eða skynsamleg málalok, þar sem vitrustu og beztu menn fimmtíu þjóða eiga í hlut; ýmsir skella allri skuldinni á Rússann, aðrir á Banda- ríkjamanninn, og enn aðrir á Bretann. og minnir slíkt átakanlega á hið forn- kveðna: “Adam kendi Elvu um og Eva aftur höggorminum. En höggormurinn er sá, sem öllu vantreystir, hverrar þjóðar sem er, og tortryggir drengilega viðleitni hinna beztu manna. Um gæzlu atómleyndar- dómsins hefir fram að þessu lí'tils skoðanamunar gætt á London-fundinum. Dómsmálaráðherra Can- ada, Mr. St. Laurent, lagði á það ríka áherzlu, að þannig yrði um hnúta bú- ið, að það yrði með öllu úti- lokað, að mætti atóm- sprengjunnar yrði nokkru sinni framar beitt gegn mannkyninu í hernaðí; í sama streng tóku Rússar, Bretar og Bandaríkja- menn; grundvallarlegs á- greinings í þessu vandamáii hefir enn eigi orðið vart; en hitt sýnist ekkert til- tökumál, þótt það krefjist nokkurra átaka, að sam- ræma svo mismunandi skoðanir um landamæri og áhrifasvæði, að allir verði himinlifandi í sömu and- ránni, eins og í ekkert hefði skorist, og er slíkt sízt að undra með heilar álfur í rústum. Þau öfl í mannheimi, sem trúðu á virðuleik lífsins, mannfrelsi og réttlæti, unnu í síðasta stríði þann umfangsmesta sigur, sem sögur fara af; þessi öfl vinna líka friðinn þrátt fyr- ir það, þótt grunnhyggnir sjálfbirgingar reyni að sá tortryggingarfræi hér og þar við veginn; manpkynið er á leið til hins langþráða og varanlega friðar. Til sr. H. E. JohnsoDs Góði vinur: “öllum getur yfirsézt,” mætti eg segja við þig, til að svara í sama anda orðunum í byrjun greinar þinnar: “Skjátlast þó skýrir séu.” Þau eru nokkurs konar for- orð fyrir' alllangri skýring á fyrsta erindinu í kvæði sr. Matthíasar, Ó guð vors lands, á- samt fullyrðing um að eg hafi ekki haft nóga athugun eða skilning á ofannefndu erindi. Sú skýring var eins og gerð fyrir fjórtán ára krakka, en ekki fullorðinn, læsan mann, sem þú hefir sjálfur í sama blaðinu og grein þín birtist í, viðurkent að væri vel skáldmæltur. En úr því eg var nú svo óheppinn, að álit þitt á mér breyttist nú svona alt í einu, eins og grein þín ber með sér, að það þurfti að útskýra þýðinguna á fá- einum óbreyttum orðum, (sbr. útlisting þína: “Blóm, sem heyr- ir eilífðinni til, en er samt dauð- legt, eins og við Jónas minn” o. s. frv.) sem hver meðalgreindn ur maður, ef hann á annað borð var ljóðhneigður og gefinn fyrir trúmálaathuganir, gat skilið. Úr því þér gat ekki farið nær um ástæður og eðli aðfindingar minnar á, hvernig höfundur Ó guð vors lands, tók til orða i niðurlagi stefsins, verð eg nú að taka til sömu aðferðar við þig og þú við mig, að útskýra það fyr- ir þér. sem sýnir það, að þú hefð- ir sjálfur þurft að íhuga betur, — þó að ekki væri nema eðli ís- lenzks málfars og almenns skilnings á því, áður en þú “lést á þrykk út ganga” útlegging á niðurlagsorðum stefsins. Mér láðist annars að taka það fram í upphafi, að eg átti alls ekki við að hugmyndin, sem til grundvallar liggur, geti ekki staðist, sé alt vandlega lesið og íhugað, eins og geta má nærri af því, hver höfundur þess var, en mér datt ekki í hug, að nokkur maður áliti nokkuð mannlegt svo heilagt, að hann ryki með heila grein í blöðin út af ekki fleiri orðum um eina setning í kvæði, orðum bygðurn á ástæðum eins og eg mun síðar gera grein fyrir. Vil eg nú segja þér, eins og er, að skilningur minn á ljóða- gerð manna er ekki út af eins bágborinn eins og þú heldur. Eg skildi kvæðið Ó guð vors lands, og hefði engrar útskýringar þurft hvorki þinnar né annara á því. Vona að enginn taki það fyrir neitt sjálfshól þó að eg segi eins og er, að eg get skilið al- geng kvæði á við hvern mann — og á við þig líka, sr. Halldór mínn. Ástæðan fyrir athugasemd minni, var framsetningin á nið- urlagsorðunum, sem mér hefir aldrei líkað: Eilífðar blómið deyr.” — Það eru fleiri en eg, sem hafa álitið þar óheppilega að orði komist, enda hversu sem á- kveðinn guðstrúarmaður — (en það eru ekki allir það sem með kvæðið fara) getur fundið því stað, sem líkinda máli um trúar- bragða atriði. Þú hlýtur að skilja það, að hugtökin þarna, eða meining samtengdra setninga — verða svo hver upp á móti ann- ari, sem mest má verða. Það er ekki hægt bæði að lifa og deyja í einu, sé það tekið eftir orðun- um. Og menn hafa rétt til að gera það, ef þeim svo sýnist, og hafa altaf haft. “Eg kemst ekki nær en að orðunum,” segja menn löngum í daglegu tali, og það eru álitin sígild réttindi í ræðu og riti. Eg get vel ímynd- að mér, að hefði athygli sr. Matt- ^íasar verið vakin- með, að síð- ustu setningarnar í niðurlagi stefsins, sem áttu að uppleysa eða gefa skilning á hugmynd þeirri og samlíkingu, sem kvæðið byggist á, gætu hvað þýðingu orðanna sjálfra snertir, valdið misskilningi — framsetning orða þyrfti að vera af meira samræmi, hefði hann orðið manna fyrstur að kannast við það, og breyta því. Miklir hæfileikamenn eru oft víðsýnni sjálfir heldur en sumir meðhaldsmenn þeirra. Og þó að þeim geti yfirsést, eru þeir oft manna fúsastir að kannast við það, og hafa þá af nógum gáfum að taka til að lagfæra það, og gera það líka. Eg get ekki lengt meira mál um þetta, né hin önnur atriði, sem grein þín fjallar um, nema vil geta þess, að af svo miklum skáldaanda sem sr. Matthías hafði yfir að ráða, þá var við að kannast jafnvel af þeim, sem öfðu mætur á skáldskap hans sem heild — þar á meðal bók- mentamönnum, að það kunni fyrir að koma að hann væri ekki eins vandvirkur sumstaðar í ljóðagerð sinni eins og hann hefði getað verið, og hafði full efni á að vera, og eg álít þessa framsetning í niðurlagsorðun- um í fyrsta erindinu í kvæðinu Ó guð vors lands, eitt af því. Að endingu vil eg, sr. Halldór minn, tala við þig í sama guðs- trúarandanum og þú ræðir við mig, — og biðja þig að muna í framtíðinni, að ekkert mannlegt er alfullkomið, skáldverk ekki heldur, og þýðir ekki að fara út í önnur eins stóryrði: — “og hafa á milli tannanna,” þó að einhverjum verði að minnast lítillega á það — svo lengi að það er sannleikur. Lifðu heill, þinn J. S. frá Kaldbak. Það var verið að sýna gam- anmynd og einn hluti hennar sýndi fjöldan allan af falleg- um stúlkum, sem voru að búa sig undir að fara að synda. Þær höfðu lokið við að fara úr skóm, sokkum og kjólum og voru að byrja að fara úr......... þegar járnbrautarlest þaut yfir sýn- ingartjaldið og huldi stúlkurn- ar. Er lestin var komin fram- hjá, voru ungu meyjarnar kom- nar ofan í vatnið. Gamall lestarstjóri sá þessa sömu mynd kvöld eftir kvöld og að lokum gat dyravörður- inn ekki á sjer setið og spurði gamla manninn, hvernig á þessu stæði. “Jeg er ekki vonlaus enn,” var svarið. “Það hlýtur að koma að því, að bölvaðri lestinni seinki.” MEIRA FRELSI Miðdagsannir voru yfir í Ma- dison húsborðsalnum í ManhaU tan, þegar drenghnokki að nafni Cornelius Kaahane kom þramm- andi inn í borðsalinn, og stikar beint inn að borði því sem stúlk- an sat við er tók á móti borgun- um fyrir máltíðirnar sem seldar voru. Hann stingur höndunum í vasana á vetrar treyju er hann var í yzt klæða og dregur upp itvær leikfangs-skammbyssur, horfir hvössum augum á stúlk- una sem ekkert skiftir sér af honum, svo reiðir hann upp aðra hendina, slær hendinni af öllu alfi qfaní borðið og segir af þjósti miklum: “Eg er hér kom- inn til þess ,að ræna.” Stúlkan leit upp, ypti öxlum og lét sem hún sæji hann ekki. Cornelius stóð á tánum, teygði sig upp á borðið, greip tvo eins, og itvo tíu dollara seðla, snéri sér snöggt við og varð þá þess var, að frammistöðukona sem vann þar í húsinu stóð í veginum fyrir honum og spurði stúlkuna sem við peningaborðið sat, hvort drengurinn væri sonur hennar. Corneliusi var þá nóg boðið, hrópar upp og segir: “Hættu þessari heimsku. Eg er hér til að ræna, og stakk um leið skamm byssunni sem hann hélt á fyrir bnrjóst frammistöðukonunnar. Framistöðukonan greip Corne- lius og hrlsti hann og datt þá skammbyssan ofaná gólfið og brotnaði. Næst kom lögreglan og tók peningana af Corneliusi og fengu gjaldkeranum þá, en tóku Cornelius með sér til ungl- ingaréttarins. Cornelius grét ekki en fór með þeim steinþegj- andi. Við sjálfan sig sagði hann: “Mér hefir yfirsézt einhversstað- ar. Eg sá hvernig alt þetta var gjört á myndasýningunni á Fjórtánda stræti.” í San Diego settist 13 ára gam- all drengur, Lionel Dodion niður og reit bréf til 12 ára gamallar stúlku, sem heitir Joan Lepper, og bjó í nágrenni við Liónel: “Þú getur aldrei vitað hve heitt eg ann þér . . . Eg bið þig þiggja reiðhjólið mitt.” Svo tók hann byssu, setti við eyra sér og skaut sig til bana. Eva Lee Knoop, fjórtán ára, sem heima átti á búgarði skammt frá Deuton, Texas, sté inn í leigu- bíl, rak skammbyssu framan í ökumanninn og skipaði honum að halda burtu úr Texas. Öku- maðurinn þorði ekki annað en hlýða og ók í áttina til Okla- homa. Mörgum klukkutímum seinna skipaði yngismær Knoop, sem ennþá hélt á byssunni öku- manninum að stansa, og fara og kaupa sér kandíssykur. Hann gjörði það, en aðvaraði lögregl- una í Madil, Oklahoma, hvað um væri að vera. Svo heldur öku- maðurinn áfram; nei, eg bið for- láts, það sæmir ekki nútíðinni að segja ökumaður — heldur bifreiðarstjórinn — svo heldur bifreiðarstjórinn áfram til Madil þar sem lögreglan tók 1 taumana. Eva gafst upp mótþróalaust. Skammbyssan var ekki hlaðin. “Eg var orðin sár leið á þessu skólastagli, svo eg ásetti mér að reyna að leggjast út,” sagði þessi æskumeyja. Drengur, 14 ára, Francis Ed- win Varney, sem heima á í Bangor, Me., er undir kæru um að hafa myrt systur sína, 12 ára með brauðhníf. í Bronx, N.Y. réðust þrír telpukrakkar á verzlunarmann, sem Sarnuel Flamenbaum heitir. Þegar að hann var spurður hvað skeð hefði, sagði hann: “Ein þeirra hélt handleggnum um hálsinn á mér svo eg gat ekki hreyft mig, á meðan að hinar tvær stálu pari af skóm.” Stúlkur þessar voru allar negr- ar og tilheyrðu félagi því, sem gengur undir nafninu “Fimm”. Þetta alt á einni viku. J. J. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.