Lögberg - 14.02.1946, Page 1
PHONE 21 374
eot4 l-'*'*'4
A Complete
Cleaning-
Institution
PHONE 21374
Y\vu**-"a,^NC,t
r,a'‘nderer A Complete
Cleaning
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR, 1946
NÚMER 7
Sjötugsafmæli
Gísli Jónsson
Síðastliðinn laugardag átti
Gísli Jónsson ritstjóri og skáld
sjötugsafmæli, og í tilefni af því
heímsótti hann og þau hjónin þá
um kvöldið, allmargt vina og
samferðamanna, er skemtu sér
hið bezta á hinu vingjarnlega
heimili þeirra að 906 Banning
Street.
Gísli er austfirzkur að ætt,
fæddur á Háreksstöðum í Jökul-
dalsheiði, sonur Jóns Benjamíns-
sonar og fyrri konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu.
Gísli var ungur, er hann einsetti
sér að afla sér nokkurrar mennt-
unar, og þessvegna lagði hann
leið sína tii Gagnfræðaskólans á
Möðruvöllum, og lauk þar^ eftir
'tveggja ára nám, prófi með hin-
um ágætasta vitnisburði; því
næst lagði Gísli stund á prent-
iðn á Akureyri og fékk sveins-
bréf í þeirri grein; hann kom
vestur um haf 1903, og hefir að
mestu jafnan síðan verið forstjóri
við prentsmiðju þá, er Great
West lífsábyrgðarfélagið starf-
rækir hér í borginni; hann hefir
gefið út allstóra bók frumsam-
inna ljóða, er “Farfuglar” nefn-
ist, en í sííastliðin sex ár haft
með höndum við ágætan og vax-
andi orðstír, ritstjórn Tímarits
Þjóðræknisfélagsins; meðan Gísli
var upp á sitt bezta að aldri til,
mun hann vafalaust hafa verið
einn allra áhrifamesti tenór-
söngvari með Islendingum. Gísli
er kvæntur mikilhæfri ágætis-
konu, Guðrúnu H. Finnsdóttur
frá Geirólfsstöðum í Skriðdal;
stendur hún í fremstu röð ís-
lenzkra smásagnahöfunda; hún
er höfundur að smásagnabókinni
“Hillingalönd,” sem átt hefir al-
mennum vinsældum að fagna.
Þau Gísli og Guðrún eiga fjög-
ur glæsileg börn á lífi, sem öll
hafa notið háskólamentunar, og
eru þau þessi:
Helgi, prófessor í jarðfræði við
Ruthger College, New Jersey;
frú Bergþóra Robson í Montreal,
frú Gyða Hurst og frú Ragna St.
John, báðar í Winnipeg; þau
mistu eina stúlku á barnsaldri,
Unni að nafni, hið yndislegasta
barn.
Gísli á tvo albræður á lífi:
ísak byggingameistara í Seattle,
Wash.; og Gunnar bónda að Foss-
völlum í Jökulsárhlíð; hálfsyst-
hini hans af seinna hjónabandi
Jóns Benjamínssonar, eru Einar
PáU Jónsson, ritstjóri, séra Sig-
urjón, prestur á Kirkjubæ í Hró-
urstungu, og frú Anna María
Straumfjörð, búsett í Seattle. —
Nú víkur sögunni að áminstri
heimsókn til afmælisbarnsins,
sem verið var að heiðra. Einar
P. Jónsson hafði orð fyrir að-
komumönnum og skýrði í fáum
orðum tilgang heimsóknarinnar,
jafnframt því, sem hann afhenti
afmælisbarninu fagra bók, að
gjöf, frá ættingjum og vinum,
“Lýðveldishátíðin 1944,” er telj-
ast má vafalaust til þeirra vönd-
uðustu og fegurstu bóka, sem
gefnar hafa verið út á Islandi.
Frú Ingibjörg, tengdasystir af-
mælisbarnsins, afhenti frú Guð-
rúnu, með viðeigandi orðum,
tylft hinna fegurstu rósa.
Til máls tóku, auk þeirra, sem
nú hafa nefnd verið, Mr. Ás-
mundur P. Jóhannsson, Dr. Sig-
urður Júlíus Jóhannesson, Mr.
B. E. Johnson, Mr. S. B. Stefáns-
son og þau Mr. og Mrs. J. B.
Skaptason, og báru allar ræð-
urnar því fagurt vitni, hve al-
mennra vinsælda Gísli Jónsson
nýtur.
Heiðursgesturinn og frú hans
þökkuðu með hlýjum og fögrum
orðum þá góðvild, er heimsóknin
bæri vott um, og kváðust hennar
langminnug verða; mikið var í
samkvæmi þessu um söng, undir
forustu Gunnars Erlendssonar;
veitingar voru fjölbreyttar og
ríkmannlegar. —
Gísli Jónsson hefir tekið mik-
inn þátt í íslenzkum þjóðræknis-
málum; auk ritstjórnar Tímarits-
ins var hann í mörg ár skrifari
Þjóðræknisfélagsins og vara-
forseti þess um hríð.
I tilefni af sjötugsafmæli Gísla,
orti Páll S. Pálsson skáld, þær
fallegu vísur, sem línum þessum
verða samfara.
Hamingjuóskaskeyti bárust
heiðursgestinum frá bræðrum
sínum á íslandi, þeim séra Sigur-
jóni og Gunnari; ennfremur frá
systur sinni Önnu Maríu og
manni hennar, Jóhanni Straum-
fjörð, bróður sínum, ísak og frú
Jakobínu; svo og frá Dr. Richard
Beck, Guttormi J. Guttormssyni,
Dr. P. J. Pálssyni, Dr. Stefáni
Einarssyni og' ritstjóra Heims-
kringlu, Stefáni Einarssyni, er
eigi gat verið viðstaddur vegna
veikinda í fjölskyldunni, og síð-
ast en ekki sízt, frá fjarverandi
börnum, þeim Helga prófessor og
frú Bergþóru Robson. Dætur
heiðursgestsins, þær Gyða og
Ragna, voru báðar viðstaddar í
afmælissamkvæminu. —
Eg held að allir hafi haldið til
híbýla sinna, er mannfagnaði
þessum sleit, með það á vitund,
að á þessari jörð sé fátt jafn glatt
og góðra vina fundur.
E. P. J.
VELKOMNIR GESTIR AÐ HEIMAN
Dr. lngóljur Gíslason
Frú Oddný Gíslason
VÆNTANLEG eru hingað til borgar á næsta Þjóðræknisþing,
þau merkishjónin Ingólfur læknir Gíslason og frú hans
Oddný Vigfúsdóttir Gíslason; verður Ingólfur læknir aðal-
ræðumaður á Frónsmótinu, sem fram fer í Fyrstu lútersku
kirkju á þriðjudagskvöldið þann 26. þ. m. Þau Ingólfur læknir
og frú hafa dvalið í Washington, D.C. í vetur í gistivmáttu
dóttur sinnar og tengdasonar, Thor Thors sendiherra og frú
Ágústu Thors.
Ingólfur læknir er mikill 'gáfumaður og manna fyndnastur
í viðtali; hann er ættaður úr Þingeyjarþingi, en hin glæsilega
kona hans fædd og uppalin á Vopnafirði.
Lögberg býður þau Ingólf lækni og frú innilega velkomin
til borgarinnar.
vildi minna alla á “ísland ögrum
skorið”, og svo hinar fögru leir-
myndir: rjúpan með ungana
sína ný-skroppna úr eggjunum,
eða myndin af sjómanninum í
fullum galla, í skinnklæðum með
sjóhattinn á höfðinu, með flak-
andi lúðu á bakinu.
Nú bað eg Guðmund að segja
mér eitthvað um ferð sína til
slands og veru sína þar. Hann
sagði mér að hann hefði haft 30
söngsamkomur á íslandi, helm-
ing þeirra í Reykjavík; svo söng
eg á 6 plötur fyrir Ríkisútvarpið
og þrisvar söng eg með Jóla
Oratorio Tónlistarfélagsins og
nokkra dúetta með Pétri Jóns-
syni á söngskemtunum hans, en
auk þess söng eg við önnur tæki-
færi, eins og t. d. við minningar-
athöfn, sem að fram fór í Reykja-
vík í sambandi við Fossaslysin
eða þeirra, sem með þeim fórust.
Nú er eg ráðinn sem einsöngvari
með Karlakór Reykjavíkur sem
er væntanlegur til Ameríku í
haust.
Nú spurði eg Þóru hvernig
henni líkaði vestan hafs. Hún
Aðdáunarverður
söngvari
BRÁÐABIRGÐASTÖÐ
Af fundi sameinuðu þjóðanna
í London, sem búist er við að
verði þá og þegar frestað, er það
síðast að frétta, að enn verður
alvarlegs ágreinings vart milli
Rússa og Breta vegna afskipta
þeirra síðarnefndu á Java, en þar
hafa þeir nokkurt setulið að til-
mælum hollenzku stjórnarinn-
ar; krefjast Rússar þess, að Bret-
ar kveðji samstundis heim allan
herafla sinn af þessúm stöðvum;
að því vijl Bretinn ekki ganga.
Ekki er það enn fullráðið hvar
hið nýja þjóðabandalag fái var-
anlegt aðsetur, en London-fund-
urinn hefir fallist á, að það hafi
bráðabirgðastöð sína í New
York.
Guðmundur Jónsson
Síðan að Guðmundur Jónsson
og Þóra Haraldsdóttir kona hans
komu aftur til Los Angeles, hefir
mig langað til þess að segja les-
endum Lögbergs eitthvað um
þau, þótt það sé nú fyrst að kom-
ast í framkvæmd. Þau búa á
Alexandría stræti en ef að ekki
væru þar himinháir pálmar, sem
að gnæfa þar yfir húsin, gæti
maður hugsað sér að vera á góðu
heimili á íslandi, en ekki í suð-
rænu sólarlandi, svo er andrúms
ioftið íslenzkt á heimili þeirra,
en auk þeirra hjóna voru þar
gestir frá Islandi, en það voru
þau Gunnar Rúnar Ólafson úr
Hafnarfirði og Þórdís kona hans
Bjarnadóttir, Sverrir Runólfs-
son Kjartanssonar og Axel Thor
arensen (Hannesar) báðir úr
Reykjavík. Þóra er ein af fögr-
um dætrum Reykjavíkur, með
bjart hár á herðar niður, mar-
mara húð og fagran líkamsvöxt.
Ef til vill verður manni þó star-
sýnast á hin stórkostlegu mál-
verk, sem prýða víða veggina, en
við að sjá myndina, hraun og
aðra, af Þingvöllum, eftir Jó-
hannes Sveinsson Kjarval, hvarf
hugur minn 40 ár aftur í tímann,
eða veturinn 1905-6, þegar við
Jóhannes bjuggum saman
heimavistinni í Flensborg, ásamt
öðrum 18 strákum, og einmitt
þennan vetur var Jóhannes að
skera út og mála myndir með
blóði og bleki; en hvorki honum
né hinum strákunum hefði þá
komið til hugar að 40 árum síð-
ar yrði hann kominn upp á hæsta
íindinn í málaralistinni. Gæru-
skinnin á gólfinu mintu mann á
réttirnar eða fénaðinn af fjöll-
unum eftir alla hreinsunareldana
að sumrinu itil.
Silfurlitað líkan af Islandi
FLYTUR RÆÐU í
WINNIPEG
Hon. Niels G. Johnson
Dómsmálaráðherra North Dak-
ota ríkis, Hon. Niels G. Johnson,
flytur aðalræðuna á fyrsta
skemtifundinum í sambandi við
þjóðræknisþingið, sem Icelandic
Canadian Club efnir til í Fyrstu
lútersku kirkju á mánudags-
kvöldið þann 25. þ. m., kl. 8.15
var fljót að svara: “Alveg prýði- Mr. Johnson er gáfaður áhrifa-
lega; t. d. í dag vorum við að | maður og mælskur vel.
baða okkur í sjó og sól.” Eg
spurði hana hvort ekki hefði
verið kalt í sjónum, en svarið
var: “Maður er ekki Íslending-
ur fyrir ekkert.” Við, sem hér j
búum erum hrifin af því að hafa
fólk eins og Guðmund og Þóru
til þess að prýða vorn fámenna
hóp í margmenninu!
Skúli G. Bjarnason.
RITHÖUNDUR LÁTINN
Nýlega er látinn í bænum
Guernsey á Channel-evjunum,
rithöfundurinn E. Philips Oppen-
heim, áttræður að aldri; hann
var fæddur í London; þessi nafn-
togaði pennavíkingur hafði sam-
ið 160 bækur, megnið af þeim
spæjarasögur, sem náð höfðu
feikna útbreiðslu; hanr. hlaut
víðtæka viðurkenningu vegna
stílfrækni sinnar.
iiwiiiii
Leiðrétting við Bréf frá
Glenboro
(Lögberg 7. febr. 1946)
I 6. línu 2. dálki bls. 7 stendur:
“æsku og andlegan auð íslenzkr-
ar menningar,” en á að vera:
“orku og andlegan auð íslenzkrar
menningar.”
I hermannaskránni nr. 9 er
John Johnson talinn að vera-son
ur N. E. Johnson, á að vera A. E."
Johnson, greinin að öðru leyti
rétt.
Nr. 15 í hermannaskránni
ÞING KEMUR SAMAN
Forsætisráðherrann í Mani-
toba; Stuart S. Garson, hefir nú
gert lýðum ljóst, að fylkisþingið
komi saman þann 19. yfirstand-
andi mánaðar; ekki er það enn
ljóst hver meginmál þingið tek-
ur til meðferðar að þessu sinni,
en sum mál verða vafalaust að
bíða þar til yfir lýkur á Ottawa-
fundinum, sem sambandsstjórn
og stjórnir hinna einstöku fylkja
standa að varðandi valdsvið
fylkjanna og skattamálin.
Fjármál fylkisins eru í góðu
lagi, og er þess vænst, að bæði
fjárlög og fjáraukalög verði lögð
fram skömmu eftir þingsetningu.
Frumvarpið um heilsulöggjöf
fylkisins er nú fullbúið, og hið
sama er um væntanlegar breyt-
ingar á menntamálalöggjöfinni
að segja.
Þingmannaflokkur stjórnar-
innar heldur fund hér í borginni
daginn fyrir þingsetninguna, til
þess að kynna sér stjórnarfrum-
vörpin og ræða um starfsaðferð-
ir.
Bændur, sem sæti eiga á þingi,
vilja hraða þingstörfum, svo
þeir geti komist heim áður en
vorannir byrja.
WELCOME HOME RECEPTION
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
syngur í Winnipeg Civic Audi-
torium þann 18. nóvember næst-
komandi.
TIL GÍSLA JÓNSSONAR
(70 ára)
Að rifa aldrei seglin í sjötíu ár
en sigla þó ekki í kaf,
er örfáum gefið, — en einstaka þó, —
við útróðra um mannlífsins haf.
En þú hefir, vinur, í vindinn oft beitt
með viti og framsýni og þrótt,
og flaustur-laus höndin þín fleyinu barg,
þó frammundan biði þín nótt.
Og skipverjar þínir nú skilja það bezt
að skeið þín er örugg og góð.
Þeir hræðast ei lengur að sigla þinn sjó,
—en syngja nú farmannsins ljóð. —
Því vit þitt og tækni og vinátta og þrek
þeim vísar á ónumin lönd.
Við dáum þig vinur, og drengskapinn þinn
og dyggðir. — Og réttum þér hönd.—
Páll S. Pálsson.
IIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllillllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
|i!llll!U!lll!llll'!IIIIUIIIillll!......................................................................................................................
The Welcome Home Ceception
for men and women of the armed
hefir alveg fallið úr; hljóðar hún Iservices sponsored by the Jon
á þessa leið: Sigurdsson Chapter, I.O.D.E. and
Stefán C. G. Einarson. For- the Ieelandic Canadian Club,
eldrar: H. K. F. Einarson og kona will be held at the Royal Alex-
hans Sigríður Guðrún Tait, sem andra Hotel, Monday, feb. 18th.
nú á heima í Glenboro. Stefán | Honorary patrons will be His
innritaðist til herþjónustu í byrj-
un stríðsins; var mörg ár á Eng-
landi. Var með canadisku her-
deildinni í upphaflega áhlaupinu
á Dieppe og slapp þaðan heill á
húfi; hann var síðan með inn-
rásahernum á Frakkland og var
í herþjónustu á meginlandinu til
stríðsloka, með bezta orðstír.
No. 40. F. M. Pennycook; hann
innritaðist snemma til herþjón-
ustu, en var bráðlega leystur frá
herþjónustu vegna heilsunnar.
Hann er bróðir Pennycook syst-
kinanna, sem að getið er í her-
mannaskránni.
1 greininni nr. 33, er faðir H.
T. Paulson nefndur Arni G. Paul-
son en á að vera Arni J. Paulson.
Honour, the Lieutentant Gover-
nor and Mrs. R. F. Williams,
Premier Stuart S. Garson and
Mrs. Garson and Mayor Garnet
Coulter. Judge W. J. Lindal will
give the address of welcome;
Miss Margaret Helgason and Mr.
Kerr Wilson will entertain with
vocal solos.
Mrs. B. S. Benson still has a
few tickets left for the dinner,
which will be at 6.45. In order
to give more people the oppor-
tunity to attend it has been de-
cided to sell a few tickets for the
dance which will commence at
9 p.m. with Irvin Plum’s
orchestra playing. The dance
tickets are 75c each and may be
Þessar leiðréttingar er 'góðfús obtained from Mrs. Benson, at
lesari vinsamlega beðinn að taka Columbia Press, Sargent Ave. It
til greina. is very important that everyone
G. J. Oleson. Ishould come on time.