Lögberg - 14.02.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.02.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGBMN 14. FEBRÚAR, 1946 “Brautin,” 1. ár Þetta er heilmikið rit, 104 blaðsíður í all stóru broti, og ekki óásjálegt á að líta. Því er skift í tvær deildir. Yfir annari ráða karlmenn, þó einkum séra Halldór Jónsson, sem er ritstjóri. hennar. Yfir hinni, kotiur, aðal- lega frú Guðrún H. Finnsdóttir, sem er þjóðkunn orðin fyrir rit- verk sín. Tekið er fram á fram- síðu þessa heftis að þetta sé árs- rit hins Sameinaða kirkjufélags ísl. í Norður Ameríku. Með öðr- um orðum málgagn Sameinaða Kirkjufélagsins Islenzka, enda leynir það sér ekki þegar maður fer að lesa, því í karlmanna- deildinni ber all mjög á því, og við það er ekkert að athuga þó menn haldi sannfæringu sinni fram, ef menn hafa einhverja þá sannfæringu, sem til heilla má verða; og halda henni fram hreint og drengilega. Það er ekki ætlan mín að rit- dæma þetta fyrra hefti Brautar- innar ítarlega, heldur verða hug- leiðingar mínar aðallega bundn- ar við ritgerð þá, er þar er nefnd “Drög til Kirkjusögu íslendinga í Vesturheimi,” en þó get eg ekki neitað mér um, að benda á, að mér finst kvenndeildin í þessu hefti Brautarinnar, bera af því sem karlmannadeildin hefir að flytja, bæði að máli, efni og meðferð. Þær sem á pennanum halda segja meiningu sína fordildarlaust og blátt á- fram, og í fullri meiningu, án þess að seilast með sviguryrði til manna, eða málefna, sem bæði gefur máli þeirra samræmi og sannleiksgildi. Æfisaga Clöru Barton er prýðilega sögð, af Guðrúnu H. Finnsdóttir. Hún ber á sér merki ráðvandrar hugs- unar, skýrs skilnings á ábyrgð þeirri sem á hverjum þeim hvíl- ir, er tekur sér fyrir hendur að flytja lífsskoðanir og lífsviðhorf þeirra fráföllnu, til vor, hinna lifandi. Eg kem þá að aðal umtalsefni mínu, 21. umtalsefni 1. heftis Brautarinnar, “Dfög til Kirkju- sögu Íslendinga í Vesturheimi” eftir séra H. E. Johnson. Þessa kirkjusögu byrjar prest- urinn með hreggi og hvassviðr- um, haustvindum sem beyja bjarkir og feykja fúnum laufum. Bjarndýrum sem skríða til svefns í vetrarfylgsni sín; Lóðdýrum sem híma á mörkinni; íslend- ingum sem stóðu á strönd Win- nipegvatns í lélegum fötum með lítinn forða og skýlislausir. En norðanvindurinn frá vatninu næddi í gegnum þá og skýja- bólstrarnir yfir óbygðunum ógn- uðu þeim. Þetta getur máske tal- ist skáldlegur stíll, en sagnrit- ara stíll er það ekki. En þetta er nú fyrir utan og ofan kirkju- sögu drögin. Þau hefjast form- lega með fundinum, sem hald- inn var í apríil 1877. Fram að þeim tíma voru veraldlegu fé- lagsmálin aðal viðfangsefni ný- innflutta íslenzka fólksins í Nýja íslandi. Séra Halldór Jelur þau þrjú: Að semja bygðarlög og mynda bygðarstjórn; stofna ís- lenzka blaðið “Framfara” og þriðja málið telur hann að hafi verið, að stofna tvo skóla, annan að Gimli, en hinn að Lundi við íslendingafljót. Hér er ekki rangt farið með söguna, að öðru leyti en því, að skólastofnun þessi kemur.ekki í réttri röð og getur því að nokkru raskað heildar- mynd sögunnar. Á undan þessum skólum er hinn ofangreindi fundur haldinn og prestsmálin tekin á dagskrá. En á undan þeim fundi, árinu áður, 1876, áður en íslendingar í Nýja íslandi hafa nokkur sam- tök með að vera sér úti um prest, þá kemur séra Páll sem þá var fastur prestur hjá norskum söfn- uðum í Shawano County í Wis- consin-ríkinu og nokkrum Is- lendingum, sem sezt höfðu þar að, óboðinn norður til Islending- anna í Nýja íslandi, og hefir þá eflaust verið rætt um þjóoustu á meðal hins nýinnflutta fólks og hann látið það skilja, að hún véeri. þeim íöl þeim að kostnaðarlitlu. Ástæðuna fyrir þessari ferð sinni skýrir séra Páll sjálfur þannig: “Það var haustið 1876 að eg fékk iítil kynni af þessum svonefnda dal, Rauðárdalnum. Svo stóð á, að sú fregn kom mér til eyrna, þar sem eg var prestur íslend- ínga og Norðmanna í Wisconsin, að yfir þúsund Islendingar fóru vestur um Canada og ætluðu eigi fyr að nema staðar en í hinu ný- fundna íslandi í norðvestur hluta Canada. Þá er þetta varð kunnugt hér af norskum blöðum, skoraði nefnd kirkjufélagsins norska (norsku sýnodunnar) sú er hefir þann starfa með hendi að líta til norskra innflyajenda, sem koma prestlausir hingað til landsins og setjast að í óbygðum, á mig að fara og vitja þessara landa minna.” Þetta er þýðingarmikið atriði, sem þarf endilega að takast með í kirkjusögu Vestur-íslendinga; jafnvel nauðsynlegt að hafa það með í drögunum. En því sleppir séra Halldór. Séra Halldór segir að þegar prest-málið hafi komið til athug- unar í Nýja íslandi á fundinum 1877, þá hafi þeir haft vitneskju um að Páll Þorláksson “hefði ný- lokið námi í guðfræði við presta- skóla þýzk-ameríska kirkjufé- lagsins, sem alment nefnist Missouri-sýnodan hér vestra. Þeir höfðu meira en vitneskju um þetta, landarnir í Nýja Is- landi, þeir vissu það og þeir vissu líka, að hann var þjónandi prest- ur á meðal Norðmanna og íslend- inga í Shawano counté í Wiscon- sin, því hann hafði sagt þeim alt þetta, þegar hann haustinu áð- ur, var sendur norður til þeirra af mönnum norsku sýnodunnar, og einnig gefið löndunum von um að veita þeim prestþjónustu framvegis þeim að kostnaðar- lausu, eða kostnaðar litlu. Svo fór séra Páll til safnaða sinna og prestmálin í Nýja Is- landi lágu í kyrþey það sem eftir var af árinu 1876. En þegar fram á árið 1877 kom, urðu þau aftur efst á baugi hjá þessu nýkomna fólki og þá helzt á fundum sveit- ar stjórnarráðsins. En þó eru engar framkvæmdir sjáanlegar þar til að allsherjar fundur fljótsbúa, sem haldinn var dag- ana 27. og 28. apríl, tekur á- kveðna stefnu í prests- og kirkju- málunum. Þrjú atriði voru fastbundin á þessum fundi: 1. Að fá prest eða presta til nýlendunnar tafarlaust. (Eg segi presta sökum þess, að ýmislegt bendir til þess, að urh ráðning tveggja presta hafi verið að ræða á fundinum), semja við hann eða þá í sameiningu við þá í öðrum bygðum nýlendunnar, er hafa vildu sama prest (presta) og fundarmenn. 2. Gangast fyrir að safna fé og vinnu, til kirkjubyggingar og byggja þær. 3. Afþakka prestþjónustu vil- yrði séra Páls og norsku sýnod- unnar. Þessa samþykt fljótsbúa sam- þykkja Mikleyingar að fullu, Víðinesbygðar menn með yfir- gnæfanlegum meirihluta. En Árnesbygðarmenn voru ekki á- sáttir með að afþakka þjónustu séra Páls og norsku sýnodunnar. Hvað margir af Árnesbúum það voru, sem þannig tóku í málið, verður ekki með neinni vissu sagt, en sú mótstaða á móti sam- þykt fljótsfundarins hefir hlotið að vera nokkuð áberandi, því nefndin sem kosin var á fundi fljótsbúa tók fram, eftir að hafa kynst henni, að naumast geti orðið nema um ráðning eins prests að ræða. Þetta er hér tekið fram til þess að benda á þá staðreynd, að áður en nokkur fastbundinn kirkju- starfsemi er hafin í Nýja íslandi, þá er nýlendufólkið sjálft orðið ósammála í kirkjumálunum. Ekki verður samt þessi mein- ingarmunur eða ósámkomulag í prestamálunum í Nýja Islandi til þess að hnekkja framkvæmdum. Séra Jón heimsækir nýlendufólk- ið íslenzka í Nýja íslandi í miðj- um júlí mánuði 1877, samkvæmt tilmælum. Hann dvelur 10 daga í nýlendunni. Ferðast frá ein- um enda hennar til annars. Flyt- ur fjórar guðsþjónustur. Giftir 7 hjón og skírir börn, og -hverf- ur svo aftur heim til sín til Minneapolis. I ágúst það sama ár, héldu safnaðanefndir hinna ýmsu bygðarlaga í Nýja íslandi fund að Gimli og ræða prestsmálin enn á ný, og þar eð engin til- kynning hafði komið frá séra Páli og menn því í algjörðri ó- vissu um hvort nokkurrar prests- þjónustu væri úr þeirra átt að vænta, en fólki fallið mæta vel við séra Jón Bjarnason og hon- um við fólkið og nýlendusvæðið, var samþykt á fundinum að senda honum köllun, og er köll- unarbréfið dagsett 31. ágúst 1877. Þeirri köllun tók séra Jón tafarlaust og tilkynti söínuðun- um að hann mundi leggja á stað frá Minneapolis og til þeirra, um 10 október þá um haustið. Á leiðinni norður tafðist séra Jón og þau hjón, fyrir ástæður, sem hann, eða þau fengu ekki yfir- stigið svo þau komu ekki til Nýja íslands fyr en 8 nóvember þá um haustið. Næsta kapítula í kirkju og nýlendusögu Ný-íslendinga hefir, frá mínu sjónarmiði, aldrei verið sá sómi sýndur, sem hann á skil- ið, hvorki af séra Halldóri né heldur af öðrum, sem um hann hafa skrifað. Það sem við höf- um fengið frá penna þessara manna, er saga tveggja presta, sem frá trúarlegu sjónarmiði eru í andstöðu hvor við annan; báðir eru þeir atkvæðamenn, báðir heilsteyptir og báðir sann- færðir um ágæti trúarlegra stefna og kenninga, sem þeir halda fram, og að þeim hafi sleg- ið saman í trúmáladeilu, sem úr rjúki enn í dag og að styr sá hafi vakið sundurlyndi, óhug og út- flutningsþrá hjá nýlendufólkinu. Ekki dettur mér í hug að halda fram eða staðhæfa, að trúmála- deilurnar í Nýja íslandi hafi ekki haft áhrif til sundurlyndis, eða flokkaskiftinga á sinni tíð, en að þær hafi einar valdið orrahríð þeirri, sem yfir þær sveitir dundi á árunum 1878 og 1879, kemur ekki til nokkurra mála. Það liggja fleiri og dýpri rætur að sundrung þeirri og sárri gremju er þar varð. Þegar að þeir prestarnir séra Jón og séra Páll koma til Nýja íslands um haustið 1877, er bygðin í Nýja íslandi nokkurn veginn fullmynduð. Flest allir, sem komnir voru, áttu sín heim- ili og heimilisréttarlönd. Bygð- arlögin öll voru saman knýtt með sameiginlegri löggjöf. 1 samein- ingu höfðu þeir tekið $80,000.00 lán hjá landsstjórninni, fyrir milligöngu Dufferin lávarðar og nokkurskonar ábyrgðarorðs frá honum, og keypt fyrir þá pen- inga, nautgripi og aðrar lífsnauð- synjar, og flestir eða allir bænd- ur áttu dálítinn vísi til framtíðar- bústofns, og er ekki hægt að sjá annað, en að þeir lifðu í voninni «m fegurri framtíð og yndu glaðir við sitt. Það er enginn ó- friður eða vandræðavol til í bygðinni þegar prestarnir koma þangað, og, það er heldur ekki meiningamunur prestanna, sem vekur fyrstu óánægjuna og ó- huginn í bygðinni, heldur eru það nokkrir bændur í Árnes- bygðinni, sem með skrifum sín- um, einkum þó bréfi er þeir rit- uðu séra Páli, þar sem þeir bera sig upp við hann undan yfirvof- andi hungursneyð í hinni ungu bygð og að ekkert annað en hung- urdauði sé fyrir sjáanlegt, ef að- komandi hjálp fáist ekki. Þetta taka átta bændur sér á hendur að gjöra, án þess að ráðfæra sig við menn í öðrum pörtum bygð- arinnar. Séra Páll sendir þetta bréf til H. A. Preus, forseta norsku sýn- odunnar ásamt meðmælingabréfi frá sjálfum sér. Bréf þessi tvö og þriðja bréfið frá forsetanum voru birt í tíðindum Norsku sýnodunnar 15. febr. 1878 og i Budstikkin 20. s. m. Þessi bréf öll komu íslendingum í Nýja Is- lándi mjög á óvart og vöktu sára gremju. Ráðstjórnin í Nýja Is- iandi lét fram fara rannsókn á efnahag manna og ákvað, að skriflegar skýrslur skyldu lagð- ar fram yfir efnalegar ástæður allra fjölskyldufeðra í bygðinni, og komu skýrslur þær úr öllum pörtum bygðarinnar nema frá Árnesbygðinni, og samkvæmt skýrslum þeim voru ástæður manna í byggðinnu að undan tekinni Árnes-byggð, þannig, að 116 fjólskuldur voru vel staddar, 116 bjargartæpar, en 23 bjarg- arlausar. Síðar gaf B. Bjarnason sem var einn í ráðstjóninni, munnlega skýrslu um ástand manna í Árnes-byggðinni sem þannig hljóðaði: 63 fjölskyldur vel bjargálna 35 bjargartæpar og 8 bjargarlausar. Norðmenn sendur séra Páli rúma $1300.00 til útbýtingar á meðal manna í söfnuðum sínum, sem nauðstaddir voru og var það fallega gjört af þeim, en þetta gekk ekki alt af hljóðalaust. Eg hefi áður vikið að óánægjunni og óhugnum, sem þetta tiltæki vakti meðal nýlendufólksins sjálfs, en óánægjan náði lengra. Hún náði einnig til Norðmanna sjálfra. Prófessor R. B. Ander- son ritar allharða grein í sam- bandi við þetta mál og bendir á að nauðsynlegt sé að rannsaka það til hlítar, og ef um vandræði sé að ræða, þá nægi ekki að hjálpa safnaðarfólki séra Páls, heldur verði jafnt yfir alla að ganga í nýlendunni. Forseti Norsku sýnodunnar, H. A. Preus sinnir ekki bending prófessor Anderson, kveður með- mælabréf séra Páls og bréf ís- lendinganna sjálfra fullnægjandi sönnun fyrir því að ekki sé á- standið á meðal íslendinga í Nýja íslandi aðeins hörmulegt, heldur sé landsvæði það, ef þeir hafi valið sér lítt byggilegt, og á fundi framkvæmdarnefndar Minnesota sýnodunnar farast honum þannig orð: “Önnur á- stæða til þess, að við verðum að hjálpa þeim (íslendingunum í Nýja Islandi) suður yfir í haust, er að séra Páll hefir sýkst í for- aðinu og snjónum, þar norður frá, enda er hægara að sjá þeim (Islendingunum) fyrir and- legri og líkamlegri þörf.” Hér hefst þá hin virkilega tragedía hins unga Nýja íslands. Það er ákveðið á fundi Norð- manna suður í Minnesota, að rjúfa hina nýmynduðu bygð Is- lendinga við Winnipegvatn og flytja svo eða svo mikið af þeirfi suður í Bandaríki, án nokkurs tillits til þess, hvaða áhrif slíkt tiltæki hefði á heildarhag ís- lenzku bygðarinnar, eða framtíð- ar möguleika á gefin loforð, eða óuppfyltar almennar skyldur. Og bygðin var rofin, “og lang flest af safnaðarfólki séra Páls flutti burt,” segir séra Jón Bjarnason. En þessi burtflutningur gekk ekki af hljóðalaust. Það var bar- ist á móti því með oddi og egg, að bygðin yrði þannig rofin: “Lofkvæði voru ort um bygð- ina,” segir sér Páll, “og þeim dreift út á meðal manna. En alt kom fyrir ekkert. “Bygðin var lögð holundarsári, sem um tíma leit út fyrir að ætlaði að ríða henni að fullu. I samanburði við það, verður trúmálasundurlynd- ið og trúmáladeilur þeirra tíma í Nýja íslandi hverfandi í huga mér. Séra Halldór talar einkenni- lega nokkuð um séra Pál; segir að hann hafi verið gull af manni, og er víst engum, sem til hans þektu óljúft að samsinna það. En mér finst að gullið sé orðið nokkuð blendið um það leyti að séra Halldór skilur við hann. Hann segir að séra Páll hafi kom- ið ungur að heiman (22 ára). Að samanburðurinn á tómlætinu í kirkjulegum efnum heima, og fjörinu, glæsimenskunni og fjör- brotum hins þýzk-ameríska kirkjufélags hér, hafi vakið blundandi afl hans sjálfs og heill- að huga hans —, hrifið hann með sér út í dásamlega drauma um veglegt vakningarstarf á meðal ninna dottandi og sofandi landa sinna. Ekki íæ eg séð neina skynsamlega sönnu fyrir því að séra Páll hafi frekar látið stjórn- ast af þessum ytri ástæðum — glamrara ginningum, heldur en af einlægri og innri hvöt, er hann valdi sér prestsstöðuna hér í Ameríku. Öll framkoma, og all- ur lífsferill séra Páls bendir til þess síðarnefnda. “Það er raunar ekkert eins- dæmi, að góðir menn, aðhyllist ófögur trúarbrögð og því var þannig farið, þegar Páil Þorláks- son gerðist trúboði Missouri- sýnodunnar, meðal Islendinga,” segir séra Halldór. Ekki fæ eg felt mig við þá staðhæfingu, að trú séra Páls hafi verið “ófögur” — það er ljót. I því sambandi varðar mig ekkert um hjal séra Halldórs um úrgltar kreddur og kenningar Norsku sýnodunnar. Það eina, sem verðar í því sam- bandi eru hin trúarlegu áhrif á líf mannsins sjálfs, og ætla eg að enginn, sem til lífsferils séra Páls þekkir, dirfist að segja, að þau áhrif hafi verið ófögur — ljót. Að dæma um áhrif trúar- innar á hjarta einstaklinganna svo vel sé, er vandasamt. Einn er þó sá mælikvarði, sem merkja má á, hvað inni fyrir býr og það eru verk mannanna — ávextirn- ir — hugsanir, orð og athafnir þeirra, og allir þeir ávextir þrosk- uðust að fegurð, staðfestu og kærleika hjá séra Páli, sem í bók- staflegum skilningi gaf lífið til velferðar og verndar safnaðar- fólki sínu, meðbræðrum og fá- tækum og fákunnandi þjóðsyst- kinum. Um séra Jón Bjarnason ritar séra Halldór alllangt mál, og fer að mestu leyti drengilega með það efni. Þó eru nokkur atriði í sambandi við mál það, sem skýr- ingar þarf; t. d. þegar séra Hall- dór spyr: “Gat ekki þessi þrot- lausa varnarstöð komið frá ó- sjálfráðri innri vitund um, að hann hafi, þrátt fyrir alt, haft veikan málstað að verja?” Nei, trúarvörn séra Jóns gat ekki verið af þeirri rót runnin, til þess var skapgerð hans of heilsteypt og hugsun hans og hjarta of hreint. Hann gat ekki hugsað á svo fláráðan hátt; trúarvörn hans starfaði frá fullnaðarvissu um eilíft sannleiksgildi kenninga mannkyns frelsarans, sem hann áleit heilaga skyldu sína að verja og vernda frá afbökun og eyði- legging. “Hvers yegna var hann (séra Jón) svo harðsnúinn gegn öllum nýjum trúarhreyfingum,” spyr séra Halldór. Hann var það sök- um þess, að hann var sannfærð- ur um að kenningar Krists, eins og þær eru mönnunum opinber- aðar í Nýja Testamentinu, væru þær einu sönnu, væru sannleik- urinn og að heilabrot manna utan þess sannleika væru óábvggileg,- ósönn og afvegaleiðandi. Svar séra Halldórs við þessari spurn- ingu get eg ekki séð að eigi nokk- urn rétt á sér — nefnilega það, að séra Jón hafi verið að ment- un og innræti fornaldar-maður, með djúpa lotning fyrir hetjum fyrri tíða.” Og þessu til sönnun- ar bendir séra Halldór á, að hann í prédikunum sínum vitni “nærri því eins oft í hetjur Norðurlanda, Grikkja og Rómverja, eins og sögupersónur ritningarinnar,” og klykkir svo út með því að segja: “Hans andlegu sjón er aliri beint aftur í tímann. “Ekki hygg eg að séra Halldór fái neinn þann er þekti séra Jón og ann honum sannmælis, til þess að samsinna þessa lýsingu af honum. Allir, sem vilja geta gengið úr skugga um það, að hann var enginn fornaldarmaður hvorki að því er lærdóm hans, né hugsun snerti. Séra Jón var meira en lærður maður. Hann var mentaður mað- ur líka. — það er, að lærdómur nans varð honum aflvaki til sí- vaxandi lífsþroska og siðfágunar — gjörði hann að meiri manni, betri manni, sannmentaðri manni, með hverjum líðandi æfi- degi hans. Að hann hafi vitnað í hetjur Norðurlanda, Grikkja og Róm- verja er satt, en hann gjörði það aldrei sökum þess, að þar væri um fornmenn að ræða, heldur sökum þess, að tilvitnunin skýrði, og varpaði birtu á aðal- nugsun þá, sem fyrir honum vakti í það eða hitt skiftið, og tii þess notaði hann ekki aðeins dæmi, sem dregin voru úr lífi Norðurlanda hetjanna, Grikkja og Rómverja, heldur líka úr 1-ífi nútíðarmanna — blómanna, jurt- anna — náttúrunnar. Tók þau hvar svo sem hann fann þau og notaði þau aðeins aðalmáli sínu til festu og fulltingis. Að hinni andlegu sjón séra Jóns hafi allri verið beint aftur í tímann, er svo langt frá því sanna og rétta, að það er næstum nlægilegt að sjá annað eins á prenti eftir nokkurn mann, en ekki sízt eftir mann, sem telur sig til leiðandi manna hins ís- lenzka mannfélags vor á meðal. Sannleikurinn er sá, að séra Jón Bjarnason var á undan öllum fjöldanum af samtíðarmönnum sínum íslenzkum, bæði í verald- iegum og andlegum efnum. Hann horfði fram, og það langt fram, en ekki aftur. Hann horfði fram, en ekki aftur, þegar hann var að safna íslendingum hér í dreif- ingunni saman um hinn sögulega kristindóm feðra þeirra. Hann horfði fram en ekki aftur, þegar að hann var að berjast fyrir að innleiða hið almenna prestsem- bætti — almenna þátttöku landa sinna hér í safnaðarstarfseminni, sem áður hafði ekki þekst á með- al íslendinga. Hann horfði fram en ekki aftur þegar hann réðist á mentunarsamband íslendinga við Kaupmannahafnar háskólann og sýndi mjög skilmerkilega fram á, að það væri lífsspursmál fyrir þjóðina íslenzku að taka þá ment- un í sínar eigin hendur, en úr höndum Dana, eins og nú er komið. Þannig mætti lengi halda áfram, en eg þykist vita að það sé ekki til neins, því séra Halldór muni segja að þetta geti vel ver- ið, en að hann hafi ekki meint neitt af þessu, að hann hafi meint hina andlegu útsýn séra Jóns og að það hafi verið hin trúarlegu augu hans, sem hann beindi aftur í tímann, og nú verð eg að sam- sinna þetta með séra Halldóri. Hin andlegu augu séra Jóns horfðu til baka til jötunnar í Betlehem. En þau staðnæmdust ekki þar. Þau fylgdu frelsaran- um í gegnum hérvistarár hans, gegnum stríð hans og dauða, sig- ur hans og upprisu, og svo áhrif- um kenninga hans í gegnum ár- in og aldirnar, alla leið niður til daga séra Jóns. Og hann var al- veg sannfærður um að í þeim kenningum óbrjáluðum væri að finna velferðar-skilyrði mann- anna og viðreisn; voða ástand þess, sem þeir nú eru komnir í og hið sama virðast menn þeir, sem ábyrgðin hvílir á nú, hugsa, segja og vona. Þeir eru alveg sannfærðir um, að framtíðar vel- ferð mannkynsins getur ekki byggst á ábyrgðarlausu frelsis- hjali. Séra Jón Bjarnason sá og skyldi hvað þessar nýju itrúar- skoðanir meintu, sem voru að reka upp höfuðin nærri eins margar og mennirnir sem í þeim efnum létu til sín heyra. Hann sá að þær meintu óeining, upp- lausn og auðn, ekki aðeins á sviði trúarinnar, heldur líka mannfé- lagslega. Séra Halldór segir, að þegar séra Jón forðum hafi komið til Nýja Islands, þá hafi hann kom- ið beint frá þýzk-norsku sýnod- unni. Þetta er rangt og hlýtur að valda misskilningi ef nokkur trúir því. Séra Jón Bjarnason var aldrei í þjónustu þýzk-norsku (Frh. á bls. 3)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.