Lögberg - 14.02.1946, Side 5
»
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. FEBRÚAR, 1946
AHUGAMAL
KVEHNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
AMMA
Mikin fögnuð vekur það á
heimilinu, og hjá vinum og
vandamönnum, þegar hinn litli
gestur kemur, hið nýfædda barn.
Sú sem mest fagnar þeim við-
burði, fyrir utan foreldrantna,
er amma. Hún er nú fyrir löngu
búin að ala upp sin eigin börn og
þau farin í burta og orðin sjálf-
stæð. E. t. v. hefir henni fund-
ist lífið fremur tómlegt og til-
gangslaust síðan þau fóru og
að engin þarfnaðist umönnunar
hennar og ástríkis.
En nú er alt í einu komið aftur
iun í líf hennar, elskulegt, hjálp-
arvana smábarn; hinar inni-
byrgðu tilfinningar brjótast út
°g hún umvefur barnabarn sitt
^hyggju og ástúð. Oft er til
þess tekið, að amma og afi láti
oieira með barnabörn sín, en þau
letu með sín eigin börn. En það
er eðlilegt. Þegar amma var að
ala upp sín eigin börn, gat hún
ekki fyllilega notið gleðinnar,
sem börnin veita, vegna þess að
hún var önnum kafin við að líta
eftir þeim, hlynna að þeim, og
hafði altaf áhyggjur út af upp-
eldi þeirra, en nú þegar hún er
orðin amma, er hún komin 1 þá
öfundsverðu aðstöðu að geta með
óblandinni gleði fylgst með
barna-börnum sínum í uppvexti
þeirra, en móðirin hefir allar á-
hyggjurnar pg vinnuna.
Þannig á það að vera og þann-
ig vilja mæðurnar oftast hafa
það; þær vilja annast um börn
sín sjálfar og ala þau upp eftir
því sem þeim finst sjálfum rétt-
ast og bezt. Ef amma gerist of af-
skiftasöm, getur það orsakað ó-
áumgju og ósamlyndi á heim-
ilinu, sem hefir í sjálfu séj ill
áhrif á uppéldi barnsins.
Engar tvær manneskjur eru
sammála um það, hvernig eigi að
ala upp börn og hlynna að þeim.
Hin unga móðir notar marga
mjólkurpela; ömmu finst nóg að
hafa einn. Móðirin vill hafa fast-
ar reglur viðvíkjandi því hvenær
barnið er tekið upp; amma vill
rugga því og taka það í fang
sér, í hvert sinn sem það grætur.
Skiftar skoðanir geta jafnvel
verið um það, hvernig eigi að
skifta um rýju á barninu.
Móðirin hefir nóg með það að
samræma sínar uppeldisskoðanir
við þær hugmyndir, sem faðir
barnanna fær, þótt hún þurfi
ekki að taka þriðju manneskj-
una með í reikninginn. Ef amma
er hyggin, lætur hún dóttur sína
eða tengdadóttur hafa algerleg
Umráð yfir barninu. Hinsvegar
laetur amma því í té djúpa, inni-
lega ástúð, sem óblandin er að-
finslum; slík ástúð er barninu
mikils virði, því hún gefur því
oryggi og sjálfstraust.
Hlutverk foreldranna er ;
aga barnið og siða jafnframt þ
að elska það og annast. Þ;
kenna því að líta eftir sjálfu sé
taka tillit til annara og yfirlei
ala það upp þannig að það ver
að þroskaðri og sjálfstæð
manneskju. Það er langt frá þ
að litli anginn taki því með þök
um þegar verið er að siða han
þvert á móti bregst hann oft v
naeð ólund og tapar trausti
sjálfum sér, því meðalhófið
afar vandratað fyrir foreldran
juilli þess að aga barnið og sýr
Pví ástúð og traust.
^á er oft gott að leita til a
°g ömmu. Barnið, engu síður <
slt °r'5rnr’ þarfnast þess ;
Um-^u S°r ofurlítið einstöku sin;
við 'hi ^ ^arf> at tosa
°g stranga aga heima fyri
að létt ^rarn5r Þurfa engu síði
a sér upp stöku sinnur
Afi og amma fagna þá barninu
með óblandinni ástúð, taka það
að hjarta sér alveg eins og það
er og reyna ekki að umbreyta því
á nokkurn hátt. Mikill er fögn-
uðurinn hjá börnunum, þegar afi
kemur að sækja þau og þau eru
oftast merkilega þæg og góð,
þegar þau eru hjá ömmu og afa.
Amma er búin að ljúka upp-
eldisstarfsemi sinni; hún hafði
sínar eigin aðferðir, sem voru í
samræmi við hennar eigin lífs-
skoðanir. Börn hennar hafa ó-
líkar skoðanir og-ólíkar aðferðir,
en þó er ekki þar með sagt að
þær hafi minna gildi. Jafnvel
þótt uppeldis aðferðir dætranna
og tengdadætranna séu lakari en
ömmu, þá efga þær rétt til þess
að læra af sinni eigin reynslu.
Ef amma hugsar aftur í tím-
ann, þá minnist hún þess, að
hún var ekki mjög ánægð sjálf,
þegar móðir hennar eða tengda-
móðir gerðust of afskiftasamar
á heimili hennar, þó hún sjái nú
að þær höfðu oft á réttu að
standa.
Sem eðlilegt er, velóur það
ömmu miklum áhyggjum, þegar
eitthvert barnabarnið veikist;
hún flýtir sér þangað til þess að
bjóða aðstoð sína, en gott er fyr-
ir hana að muna það, að þótt hún
hafi alið upp mörg börn sjálf, er
hún samt ekki barnalæknir. Eitt
h ið erfiðasta, sem hin unga móð-
ir á í stríði við, þegar barn henn-
ar veikist, eru allar hinar mis-
munandi ráðleggingar, sem að
henni beinast úr öllum áttum.
Eina ráðið er að leita ráða læknis
og fylgja þeim eftir, hvað sem
hver segir. Undir svona kring-
umstæðum getur amma veitt
móðurinni ómetanlegan styrk
með því að hjálpa henni til þess
að fylgja nákvæmlega ráðlegg-
ingum læknisins og með því að
reyna að skapa rólegheit og
traust hjá foreldrunum og barn-
inu.
Amma hefir lífsreynslu og
þroska fram yfir ungu foreldr-
ana. Þessvegna yfirvegar hún
atburðina með meiri víðsýni og
stillingu! 1 stað þess að jagast
í barnabörnum sínum og for-
eldrum þeirra um smábarna
reglur, hreinlæti, siði, matar-
æðisvenjur, rétt málfar, o. s. frv.
ætti hún miklu fremur að hug-
hreysta hina ungu móður og
sýna henni fram á að hitt og
annað mótdrægt, sem fyrir kem-
ur daglega í sambandi við upp-
eldi barnsins, er í raun og veru
smávægilegt og eðlilegur þátt-
ur í þroskaskeiði þess. Á erfið-
um stundum hefir margri ungri
móður verið mikill styrkur í ná-
vist hinnar rólegu og gætnu eldri
konu.
En hin bezta gjöf ömmu er þó
sú, að veita barnabarni sínu full-
vissu um það, að hún unni því
af öllu hjarta, jafnvel þótt það
hagi sér oft öðruvísi en það ætti
að gera. Ekki svo að skilja, að
hún eigi að mæla upp í því ó-
þekkt, langt frá því, en barnið
þarfnast þeirrar fullvissu, að það
eigi víst athvarf, hvað sem fyrir
kemur og engin vandalaus get-
ur komið í stað ömmu.
Lítill sex ára snáði, sem var
búinn að vera svo óþekkur, að
hann var kominn í ónáð hjá leik-
systkinunum, kennaranum og
foreldrunum, sat aleinn úti í
horni, sútarlegur á svipinn, og
skildi eiginlega ekki misgjörðir
sínar eða hvernig á öllu þessu
stóð. Loks huggaði hann sjálfan
sig með því að segja: “ömmu
þykir þó ennþá vænt um mig.”
Mikil gæfa og gróði er það
hverju barni, að hafa notið ást-
úðlegs samfélags ömmu og afa.
I^'iiiiiilillililliillliilllliiiliiillillllllllllllllilllliill
Canada og Bandaríkja menn af
íslenzkum álofni, er fórnuðu lífi
í heimsályrjöldinni frá 1939
UIIIIIIIUlllllUlllllllUHUIIIIUlllllllllllDlllli,^
Allan Frederick Irvin Benidictson
Fæddur 15. sept. 1924
Fallinn 1. maí 1945.
Allan F. I. Benidictson
“Er þegar ungir
öflgir falla
sem sígi í œgi
sól á dagmálum.”
lffANN VAR elzta barn góð-
kunnu hjónanna Mr. og Mrs.
F. V. Benedictson í Riverton,
Man., ólst upp hjá þeim, gekk á
almenna skólann þar í bæ, lauk
þar námi, stundaði svo nám í
Teulon, Man., en gekk svo á
Manitoba háskólann. Hann inn-
ritaðist í herinn í öndverðum
júlímánuði 1944, stundaði heræf-
ingar í Fort Garry og Camp
Shilo, fór til Englands í janúar
1945, var við æfingar á Englandi
fram í apríl, en fór þá um Holland
og Belgíu til Þýzkalands og sam-
einaðist þar aðaldeild Cameron
Highlanders of Canada. Hann
særðist nálægt Oldenburg á
Þýzkalandi að morgni þess 1.
maí, og dó eftir hádegi þann
sama dag. Eftir bréfum að dæma,
sem foreldrum hans hafa borist,
var hann einn af fjórum sjálf-
boðum til sérstaks starfs, sem
féllu þann dag. Hann var greftr-
aður í Klappenburg grafreit, en
síðar mun lík hans verða flutt til
Hollands, í canadiska grafreitinn
þar. Piltur einn frá Riverton,
æskuvinur Allans, hefir hlynt að
gröf hans — og sýnir með því
trygð til síns látna vinar; en
þannig náði Allan jafnan traust-
um vináttuböndum við þá, er
kyntust honum. Hann átti mikla
mentaþrá, og gekk að námi með
alvöru og einbeittum hug, en
það einkendi hann í hverju verki
sem hann tók að sér. Snemma
sýndi það sig, að hann var gott
mannsefni og fylginn sér, fjör-
ugur, en þó alvörugefinn; lipur
og ljúfur gagnvart yngri syst-
kinum, sem unnu honum af ó-
skiftum hug. Foreldrum sínum
var hann hjartfólginn sonur og
ljúfur samverkamaður, eftir því
sem vænta mátti af unglingi á
bernskualdri. Sérstaklega kom
það í ljós í umönnun hans og ná-
kvæmni við móður hans, í lang-
SKEMTISAMKOMA
Hin árlega samkoma Icelandic
Canadian Club verður haldin í
Fyrstu Lútersku kirkju. mánu-
dagskvöldið, 25. febrúar, kl. 8.15.
Undanfarin ár hefir samkom-
an verið haldin í Good Templara
húsinu, en aðsókn hefir aukizt
svo mjög að nauðsynlegt var að
útvega stærra húspláss.
Skemtiskráin verður í alla
staði hin ákjósanlegasta, og
stendur til boða það allra bezta
sem völ er á, bæði á sönglistar-
sviðinu og einnig hvað ræðu-
menn snertir. Mr. Nels Johnson,
dómsmálaráðherra North Da-
ota flytur aðalræðanna. Miss
Vordís Friðfinnsson, ung menta-
mær frá Nýja íslandi, les upp
kvæði á íslenzku; Miss Thora
Ásgeirsson, sem er framúrskar-
andi snillingur í sinni list, lekur
á piano; Mr. Paul Bardal er að
æfa og undirbúa samsöng (la-
dies’ trio). í honum taka þátt
varandi veikindum hennar. Við
sviplegt fráfall hans minnast
foreldrarnir með angurblandinni
gleði hinna fáu en sæluríku sam-
vistarára við sinn hjartfólgna
son.
Eftir fráfall Allans hafa for-
eldrum hans borist mörg bréf, frá
ýmsum sem hann þektu, bæði
kennurum hans, yfirmönnum og
félögum; eru bréfin lifandi vott-
ur þess hve mikils trausts hann
naut hjá öllum, sem honum kynt-
ust, sem alvörugefinn námsmað-
ur og góður félagi, hvar sem að
leiðir hans lágu.
Auk foreldra hans syrgja hann
fjögur systkini: Donald, við nám
í Grade XII í Teulon, Man., er
einnig var í he'rnum, en fékk
lausn síðastl. nóvember; Ray-
mon, Gilbert og Anna, öll heima
hjá foreldrum sínum í River-
ton.
Einkar virðuleg minningarat-
höfn um hann fór fram í kirkju
Bræðrasafnaðar í Riverton þann
16. sept., að viðstöddu miklu
fjölmenni, undir stjórn sóknar-
prestsins þar, séra B. A. Bjarna-
sonar, er flutti minningar og
kveðjumál. Mr. Robert Bend,
yfirkennari í Stonewall, fyrver-
andi kennari Allans flutti hug-
ljúf kveðjuorð. Miss Inga Thor-
arinson frá Winnipeg söng “In
a Garden,” og “When The Day
Is Done.” Sunginn var þar og
barnasálmurinn fagri, “Ó, faðir,
gjör mig lítið ljós”; Var það fyrsti
sálmurinn sem hann lærði lítill
drengur.
Allan var einn hinna mörgu úr
fjölmennri sveit æskumanna,
hvers æfisól formyrkvaðist áður
en hún komst í hádegisstað. Þeir
voru kallaðir frá námi og hvers-
dagslegum störfum, til að gegna
helgri skyldu í þágu lands og
þjóðar. Lífsglaðir og áhyggju-
lausir höfðu þeir gegnt störfum
og námi. Kosið hefðu þeir að
mega dvelja heima og njóta lífs-
ins með ástvinum sínum. Þeir
höfðu enga löngun til að ganga
út í. oddahríð á orustuvöllum.
Öfugstreymi örlaganna olli því,
að slíkt var óhjákvæmilegt.
Skyldan kallaði og þeir hlýddu
köllun hennar; sneru baki við
hugumkærum framtíðar áform-
um, kvöddu ástvini og æsku-
stöðvar — fóru til framandi
landa, börðust fyrir hugsjón —
og féllu margir í þjónustu henn-
ar.
Minningin um þá er blys á veg-
um þeirra, sem eftir lifa, við
getum ekki og megum ekki
gleyma þeim, né hugprýði þeirra,
konur og stúlkur sem allar hafa
frábærlega fagra söngrödd, og
eru þær: Mrs. Lincoln Johnson;
Miss Ingibjörg Bjarnason; Mrs.
R. Gíslason; Mrs. G. Finnboga-
son, Miss Mattie Halldorson og
Mrs. V. J. Eylands. Mrs. E. A.
Isfeld aðstoðar við hljóðfærið.
Þegar Icelandic Canadian Club
heldur samkomur eða gleðimót,
þá er það aldrei með því augna-
miði að græða á þeim, en öllu
fremur er það gert sem þjón-
usta látin almenningi í té. Það
hefir því verið ákveðið eins og
fyr að setja aðgang að þessari
ágætu samkomu aðeins 25c.
Aðgöngumiðar fást hjá Mrs. B.
S. Benson, Columbia Press Ltd.,
Sargent Ave., Winnipeg.
Leikari er maður, sem reynir
eftir megni að vera alltaf annar
en hann er sjálfur.
skyldurækni og karlmannslund.
Minningin um þá er máttug á-
eggjan oss til að þreytast aldrei
að berjast fyrir góðu málefni;
þeirri minningu viljum við reyn-
ast trú, ella erum við hennar ó-
verðug.
í hjörtum ástvina og aðstand-
enda er þungur harmur aðkveð-
inn við fráfall Allans, — sorgin
nærgöngul og seingrædd, — tóm-
legleikinn þvingandi. En birta
vors og hækkandi sólar hvílir
yfir minningu hans stutta lífs og
ljómar upp harm viðsk’lnaðar-
ins — syrgjandi ástvinir hans —
“Gleyma í faðmi Guðs '
hve gráturinn er sár.”
S. Ólafsson.
* *
ÞAKKARORÐ
Þessar línur eiga að túlka okk-
ar innilegasta hjartans þakklæti
öllum þeim, sem á einn eð ann-
an hátt sýndu okkur samúð og
hluttekningu við fráfall okkar
elskaða sonar og bróður, Allans
Benidictson; við biðjum Guð að
launa þeim og blessa þá.
Mr. og Mrs. F. V. Benidictson
og böm.
Riverton, Man.
* * *
ALLAN FREDERICK IRWIN BENIDICTSON
(Fallinn á vígvelli 1. maí 1945)
Úr húsinu gleðin oss hvarf með þér,
En harmurinn að þar settist,
Og það var sem Ijósbirtan leyndi sér
Er látið þitt, vinur, fréttist,
Við fundum hve helmyrkrið höfugt er
Og hvernig það um oss þéttist.
Þá fundum við til þess að framtíð þín
Var fallin og þegar liðin
Og áform þín vafin í líka lín
Og lögð inn í grafar friðinn
Og falinn þinn æfinnar sigur sýn
Sem sólin á bák við viðinn.
Svo fundum við hitt, eftir langa leit
Með lömuðum huga á reiki,
Að annað en þetta sem að oss veit,
Það einnig er veruleiki
Og Ijósin ei slokna í Ijóssins sveit,
En Ijósin þau skifta um kveiki.
Að sönnu var það ekki svona valt
Sem sýndist oss leika’ á röndum;
Hið þreyða og vonaða, eitt og alt,
Sem áttir þú fyrir höndum,
Það hefst og það ávaxtast hundraðfalt
Á himneskum sólarlöndum.
Og þau eru löndin án þokueims,
Ei það sem við ekki skiljum.
Þau eru’ innan takmarka okkar heims,
Sem allir við framast viljum;
Þau himinlönd eru’ ekki handan geims,
En hér undir vorum iljum.
Því gerast nú þjóðirnar heild — ein hjörð;
Og hún, sem á framtíð bjarta,
Því innræti safnar um alla jörð,
Sem áttirðu þér í hjarta,
Og hún á um lífið að halda vörð,
Svo hræðast skal ei né kvarta.
Guttormur J. Guttormsson.
* * *
ALLAN FREDERICK IRWIN BENIDICTSON
Fæddur 15. september 1924.
Fallinn á vígvelli 1. maí 1945.
Ungum var þér æðsta þrá
alt fyrir mömmu vinna;
henni vildir vera hjá,
að veikum kröftum hlynna.
•
Aftur var þín önnur von
iðka mentun góða,
vera landsins sannur son —
sómi tveggja þjóða.
Að lokum fyrir land og þjóð
þú lagðir alt að veði —
þitt eigið líf og eigið blóð,
allra þinna gleði.
Óvinurinn hafði hitt,
þú hlaust á láð að falla.
Þegar lífið léztu þitt
lúðrar sigurs gjalla.
Ef allir skoða í engin barm —
það er sem dimmur reykur,
og því von að vekji harm
sá voða hildarleikur.
Faðir og móðir syrgja sárt, —
seint mun gleðin fundin;
þitt hér er Ijúfa lífið klárt,
lokuð vona sundin.
Þetta voða sorgar sár
þau sárt og lengi gráta;
Drottinn þeirra telur tár
í trúnni huggast láta.
Eg veit þú fórst að heiman heim,
þér hœli var þar búið,
þeim úr friðar guðageim
getur enginn snúið.
F. P. Sigurdson.