Lögberg - 14.02.1946, Síða 7

Lögberg - 14.02.1946, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGIínN 14. FEBRÚAR, 1946 7 VESTUR UM HAF (Framh.) Suður í Dakóta. Daginn eftir Lundarferðina hela eg frá Winnipeg suður til Dakota. Sigtryggur Bierring, fé- hirðir Evang.-lúterska kirkjufé- lagsins, ekur mér í bíl sínum suður að landamærum. Höfum við Bierring oft verið saman áð- ur og mér fallið ágætlega við hann. Meðal annars hafði hann sýnt mér dýrasta helgistað ka- þólskra manna í St. Boniface, út- borg frá Winnipeg. Það er dá- htil hæð með þremur krossum. Á miðkrossinum hangir líkan Krists, en við hann krýpur móð- lr hans, og tvær konur standa skammt frá. Undir hæðinni er hellir í líkingu. við hellinn í Lourdes á Frakklandi og fögur líkön af Maríu og Bernadettu.— Frú Bierring er með í förinni, fríðleikskona, dóttir Jóns á Gaut- löndum. Er heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir gestrisni. Vegur okkar liggur rétt fyrir vestan Manitobaháskóla og suður með Rauðaránni. Ekur Bierring mjög greitt, svo að við erum komin eftir tvær stundir að Banda- ríkjalínunni. Þar urðu þau hjón- in að snúa við. En min bíður Frímann bóndi Einarsson frá Álmviði á Mountain með bíl sinn. Hafði eg kynnzt honum áður og konu hans á kirkjuþinginu í Winnipeg. Við ókum suður Pem- bina, og bendir Frímann mér á hýli Islendinga hér og hvar. Eft- ir því, sem sunnar dregur, verða akrar fegurri og þroskameiri, en 1 Kanada eru þeir víða síðsprott- nir sökum óvenjulegra kulda á þessu sumri. Loks sé eg akra, sem mér virðast bera af öllum öðrum og spyr, hver eigi þá. “Þetta eru mínir akrar,” svarar Frímann. “Við erum að koma heim.” Rétt á eftir blasir við okkur prýðilegt hús, málað hvítt og blátt, með samlitri girðingu fyrir framan og unaðslegum blómgarði, en að baki álmvið- arlundur. Allt er í samræmi hvað við annað úti og inni, og blómvendir eru gefnir úr garð- inum nágrönnum, vinum og veg- farendum. Húsfreyja fagnar okkur í dyrunum: Eg finn, að eg er ekki aðeins gestur, heldur vinur. Rétt á eftir koma þangað Björn Olgeirsson, bróðir séra Einars á Borg og þeirra svstkina, og kona hans, vel gefin hjón og fylgjast prýðilega með því, er gerist heima á Íslandi. Eftir dá- litla stund förum við til veizlu á prestssetrinu að Mountain. Sér þar enn lítt ferðasnið 5, þótt prestshjónin og börn þeirra taki sig upp héðan aftir fáa daga. Samverustundin verður mjög há- tíðleg við það, að barnsskírn fer fram. Við séra Haraldur ökum 1 kvöldblíðunni suður að Garðar, °g nýtur byggðin sín vel. í kirkj- unni eru sungnir sálmar og ætt- jarðarljóð, og séra Haraldur mæl- lr til mín nokkrum orðum. Eg Hyt síðan erindi um hagi ís- fenzku þjóðarinnar bæði á and- legu og verklegu sviði. Að loknu erindinu bera konur fram rausn- aHegar veitingar í kjallara kirkj- unnar, og sitjum við þar lengi Wð samræður. Um nóttina er eg á heimili Jóns Ótafssonar, bróður séra Krist- lns, og frúar hans sem er dóttur- dóttir Péturs Guðjohnsens. Þau eru mestu merkishjón. Hann var um langt skeið þingmaður, vel naetinn. Hann er mikill maður vexti og allstórskorinn, talar hægt og vegur hvert orð. Virðist mér hann bæði vitur og góð- gjarn. Kona hans er ágætlega Uíenntuð, skörungur og dreng- Ur góður, eins og sagt er ujn Bergþóru. Um morguninn kem eg til vina minna og sóknarbarna fyrverandi frá Molzart, Jóns Lax- dals og frú Soffíu stjúpdóttur ans. Hann heldur sér ágætlega, þótt hann sé nokkuð á áttræðis- aidri, 0g kastar enn fram stök- um. Eftir hádegi sýna þau Jón lafsson og frú hans mér nokkuð um byggðina, en minna þó en til var ætlast, því að við lendum í ofsaregni með þrumum og eld- ingum. Er það ómetanlega mik- ils virði fyrir akrana nú, og kvartar enginn, þótt komi ofan í hálfþurrt heyið um siáttinn. Jón Ólafsson sýnir mér eirspjald fagurt til v minningar um séra Friðrik Bergmann, létu þau gjöra fermingarbörn hans á hállfrar aldar fermingarafmæli sínu og greypa í kirkjuvegginn. í Garðarkauptúni njótum við gestrisni Kristjáns kaupmanns Kristjánssonar frá Bolungarvík og frúar hans. Skilst mér, að þau munu vera ein þeirra, sem reist hafa skála sinn um þjóðbraut þvera. Kveldverð borða eg hjá aldursforseta Mountainbyggðar, Kristjáni G. Kristjánssyni, hálf- tíræðum, Skagfirðingi að ætt og uppruna, teinréttum og höfðing- legum. Hann ræðir fyrst við mig um stjórnmál og stefnu Jónasar frá Hriflu á valdaárum hans, sem honum þykir mikið til koma. Hann les Tímann að staðaldri og hefir hann við höfðalagið á nótt- unni. FélJ honum þungt, er leið- ir Jónasar og Tímans skildu, en nú mun Tíminn hafa betur í huga hans. Eftir nokkra stund snýr hann talinu að öðru. “Nú ætla eg að sýna þér gimsteininn minn,” segir hann og leiðir mig inn til konu sinnar, sem lögst er í kör. Hafa þau lifað í hjóna- bandi í meira en 2/3 aldar og eignast fjölda afkomenda. Hún er að lesa skáldsögu, og er and- legur þróttur hennar meiri en líkamlegur. Kvöldsólin gyllir fallega silfurhærur beggja. — Seint um kvöldið er samkoma í Mountainkirkju, elztu kirkju Vestur - íslendinga, sem þeir reistu úr bjálkum eigin höndum. V^r ekki lengra komið smíðinni en að að gólfið var lagt, þegar séra Hans Thorgrímsen fermdi þar börn fyrsta sinn. Samkom- an í kirkjunni fer fram með lík- um hætti og í Garðarkirkju, nema eg tala einkum um kirkju- málin á íslandi. Á eftir flytur Richard Beck mér kveðju þjóð- ræknsfélagsins og eg svara og árna félaginú heilla. Þykir mér vænt um alla þá vinsemd, sem dr. Beck hefir sýnt mér í þessari för minni, allt frá því er hann tók á móti mér í Winnipeg og til þessa kvölds, er þau hjónin gefa mér gjafir að skilnaði. Að lok- um er samsæti, sem nokkurar safnaðarkvennanna búa okkur. Mér er ljúft að gista síðast að Álmviði og njóta að morgni fylgdar Frímanns og sonar hans norður að landamærum. Til Churchbridge. Að kvöldi þess dags fylgja mér t i 1 j á r n brautarstöðvarinnar frænkur mínar tvær, Svafa og Lára, Jóhannsdætur kaupmanns í Mozart, og Jóhannes Pétursson, einhver bezti vinur minn af bændum í Vatnabyggðum. Er nú förinni heitið alla leið til Churchbridge í Sask., en þangað hafði eg lofað að koma. Séra Sigurður Ólafsson er með mér í þessari vesturför. Það er önnur járnbrautarför mín í ferðalaginu. Þegar eg geng um lestina finn eg svefnvagnxíg Svertingja, sem sér um hann. Semst með okkur, að eg fái rúm og hann veki mig nógu snemma til þess, að eg geti stigið úr lestinni í Churchbridge. Reyndist Surtur mér hið bezta og verður léttbrýnn að skilnaði, því að eg borga honum vel fyrir greiðann. Á járnbrautarstöðinni bíður okkar í morgunsárinu full- trúi frá Evang.-lúterska kirkju- þinginu, Ágúst Magnússon að nafni, góður bóndi, sem býr okk- ur beztu viðtökur á heimili sínu og ekur okkur um byggðina, Þingvallanýlenduna. Er mágur hans og sa^iaðarforseti, Björn Hinriksson, með okkur í þeirri för. Við komum víða og hittum margt af viðfeldnu og vinsam- legu fólki. Seint um kvöldið er samkoma í sóknarkirkjunni. Séra Sigurður Chrstipherson, prestur safnaðarins, stjórnar henni. Hann er nokkuð við ald- ur, mjög góðmannlegur. Hann flytur fyrst ávarpsorð. Síðan er söngur, meðal annars syngur organleikarinn Þórarinn Marvel, einsöng: Móðurmálið á himnesk hljóð. Þá spyr Sigurður Ólafs- son frétta af íslandi, og eg svara spurningum hans. Að lokum bið- ur sóknarpresturinn bænar. (Framh.) Æfisaga séra Jóns Bjarnasonar Fyrir löngu síðan datt mér í hug, að áyarpa Vestur-lslendinga nokkrum orðum í sambandi við það verk, að semja hana, en það hefir dregist ýmissa ástæðna vegna; en nú er samt nokkuð, sem knýr mig til að láta það ekki bíða lengur. Fyrst vil eg minnast þess, með þakklæti, hve mikla hjálpsemi íslendingar á íslandi haía í síð- ustu tið, látið oss Vestur-lslend- ingum í té. Af hinu marga, sem bræður vorir á ættjörðirmi hafa gjört eða eru að gjöra oss hér til aðstoðar, nefni eg aðeins þrjú atriði. Saga Vestur-lslendinga, sem nú er að koma út, og úrval það. úr ritverkum séra Jóns Bjarnasonar, sem Kirkjufélagið lúterska er að undirbúa til út- gáfu, hefðu ekki getað komist í framkvæmd, ef ekki hefði kom- ið ábyrgðst hjálp með söluna á íslandi. Hið þriðja er það verk, sem mér er falið að vinna. Það er ekki útgáfufyrirtæki komið upp hér vestra, heldur á hug- myndin uppruna sinn á íslandi, og er komin frá Jónasi alþingis- manni Jónssyni. Þegar hann ferðaðist um Islendingabygðir hér vestra fyrir nokkrum árum, fæddist eða örfaðist sú hugsun hjá honum að gjöra eitthvað verulegt til að styrkja bróðernis- böndin, sem tengja Austur- og Vestur-íslendinga. Eitt ráð til þess var það að gefa fólki á ís- landi tækifæri til að kynnast, með æfisögum, sem bezt sumum þeim mönnum, af þjóðflokki vor- um, sem unnií hafa stórt dags- verk hér í Vesturheimi. Þetta er falleg hugsun, þakkarverð, og vonandi nothæf. Tveir menn hafa orðið fyrir vali, til þessa máls: séra Jón Bjarnason og Thomas ráðherra Johnson. Hvernig sem það atvikaðist hef- ir mér verið falið það verk, að semja þessar æfisögur. Hvort það var viturlega ráðið eða ekki, verður tíminn að leiða í ljós. En Island gjörði meira en það, að fá mér verk í hendur. Stjórn íslands og þjóðræknisfélag Is- lands, hafa sent mér fjárupphæð til þess að greiða fyrir verkið. Fyrir þessa óvanalegu velvild er eg af hjarta þakklátur. Því miður var mér ekki únt að hefja þetta starf eins fljótt og ætlast var til. Var það vegna þess, að eg var þá bundinn lof- orði að vinna verk fyrir íslenzka söfnuðinn í Vancouver. Því lof- orði mátti eg ekki bregðast. Síðastliðið sumar flutti eg til Winnipeg, fékk mér verustað og, eftir því sem ástæður leyfðu, fór eg að búa mig undir það verk, fyrst um sinn, að semja æfisögu séra Jóns. Verkið hefir gengið seint. Eg var óvanur þess háttar starfi og þurfti nokkurn tíma til að leita að því sem bezt mundi reynast. 1 öðru lagi voru þau bókasöfn, sem eg helzt bjóst við að nota, lokuð í sumar. Þrátt fyrir alt, sem á móti hefir blásið, er eg kominn nokkuð á veg. Vík eg nú máli mínu að Vest- ur-íslendingum til að biðja þá um liðsinni og er það aðallega tvent, sem eg hefi í huga. (1) Þó þeim fækki nú óðum, sem séra Jóni voru persónulega kunnugir, og flestir þeirra jafn- vel séu nú komnir yfir um haf- ið mikla og á landið fagra þar sem svört ský hylja aldrei morg- unroðann, er samt eftir lifandi nokkur hópur manna, sem muna vel eftir honum og.hafa frá ein- hverju að segja honum viðvíkj- andi. Það er ef til vill ofurlítil frásaga um eftirtektaverðan við- burð, eitthvert atvik, sem varpar ijósi á hugarstefnu eða lyndis- einkunnir hans, pennamynd af honum á mannfundum, í vina- hópi, í návist sorga, eða við ein- hver önnur sérstök tækifæri. Viljið þér ekki láta mér 1 té þess- ar endurminningar? Þessar sög- ur, eða myndir? Þessháttar myndir færa sögunni stundum líf. Ef mér bærist nokkuð af þesskonar efni, verð eg auðvit- að að dæma um það, hvað eg nota. En ef töluvert kæmi, mætti búast við, að sumt af því reynd- ist mér nothæft. (2) Tilfinnanglega vantar mig sum blöðin frá Islandi: Norðan- fara frá árunum 1874-78, eða jafnvel -80, en sérstaklega árin 1877 og ’78. Séra Jón ritaði einn- ig nokkuð í Norðanfara árin sem hann var á Seyðisfirði, 1880- 84. Ef einhverjir, sem sjá þessar línur, eiga þessa árganga of Norðanfara eða vita um ein- hverja sem eiga þá, væri það stórkostlegt vinabragð að gefa^ mér kost á því að fá þá að láni. Auðmaður er eg ekki, en eg vildi veita sanngjarna þóknun þeim sem mér gætu orðið að liði í þessu máli. Það sem eg segi um Norðanfara á alveg eins við um Þjóðólf 1874-80. Fyrir alt það sem menn megna að hjálpa, og mér má verða að liði í sambandi við æfisögu séra Jóns, verð eg þakklátur. Alt það sem eg hefi sagt um hjálp manna í sambandi við æfisögu séra Jóns vil eg endur- taka þegar kemur til að semja um Thomas ráðherra. Tvo menn vil eg nefna, sem tekið hafa nokkurn þátt í þess- um samnings atriðum, að ofan nefndum: þá Thor Thors sendi- herra íslands í Washington, og Hjálmar A. Bergman, dómara í Winnipeg. Hinn fyrnefndi, fékk nauðsynlegar upplýsingar og féð frá stjórninni á Islandi og sendi hvorttveggja til Winnipeg. Hinn síðarnefndi, eftir ráðstöfun frá Islandi, tók á móti fé og fræðslu hér og afhenti mér. Ekki þarf að taka það fram að þetta var vel af hendi leyst hjá þeim báðum, og er eg þeim inni- lega þakklátur. Að síðustu vil eg biðja góða menn að gefa mér holl ráð og einlæga hjálp. Velvild Islands vil eg að við metum og þökkum. Rúnólfur Marteinsson. Frónsmótið, 1946 “Nú fer að líða að Þjóðræknis- þinginu.” “Bráðum fer Þjóð- ræknisþingið að byrja störf sín.” “Hvað skyldi verða gert á þjóð- ræknisþinginu, þegar það tekur til starfa, næstkomandi 25. febr- úar?” Þannig spyrja landarnir hver annan, þegar þeir hittast yfir kaffibolla á “Wings,” eða koma í hús til kunningja síns. Og það stendur sjaldan lengi á svari hjá landanum, sem stund- um verður á þessa leið: “Ó, það verður skipað í nefnd- ir, eins'og vant er.” “Nöldrið um nokkur fánýt málefni, eins og vant er, og svo verður þingi slitið, eins og vant er.” En samhliða þessum svörum færist góðlátlegt bros yfir and- litin eins og þeir vildu sagt hafa: “O, jæja. Eitthvað má að öllu finna, og illa hefði margt verið komið nú, í félagsmálum okkar og samheldni, ef Þjóðræknisfél- agsins hefði ekki notið við, öll þessi ár.” En hvað um “Frónsmótið? Ja. - Það er nú aðal skemtiþátturinn sem fólk hlakkar til. Það er að segja, þegar það þarf ekki að vera hrætt um, að komast ekki inn. Undanfarin ár, hefir ‘.Fróns- mótið” verið svo vel sótt, að Y ngstu lesendurnir Skuldin Mikla. Siggi litli var orðin 10 ára. Hann var duglegur og vann mikið fyrir mömmu sína. Hann hafði tekið eftir því, að þeir, sem unnu, fengu kaup. Nú langaði hann til að fá kaup líka. Hann fékk sér pappírsblað og skrifaði reikning fyrir það, sem hann hafði unnið um daginn. Fyrir að sækja vatn, 15 cent. Fyrir fjórar sendiferðir, 35 cent. Fyrir að vera góður og hlýðinn drengur, 25 cent. Alls 75 cent. Þennan reikning lagði hann inn á borðið í svefnherbergi mömmu sinnar. Næsta kvöld, þegar Siggi ætl- aði að fara að sofa, þá fann hann reikninginn sinn á borðinu og 75 cent hjá; en þar var líka kom- inn annar reikningur, og hann var svona: Fyrir 10 ára uppeldi ekkert. Fyrir að vaka margar nætur yfir^ drengnum sínum veikum, ekk- ert. Fyrir að hafa altaf verið góð við drenginn sinn, ekkert. Samtals, ekkert. Mamma. Nú fann Siggi litli, að það var hann, sem skuldaði. Honum fannst hann skulda mömmu sinni svo mikið, að hann myndi aldrei geta borgað það. Tárin komu fram í augun á honum. Hann flýtti sér inn til mömmu sinnar, lagði hendixrnar um háls- inn á henni og bað hana fyrir- gefningar. Orðasafn skuld — debt duglegur — energetic kaup — wages pappírsblað — sheet of paper reikningur — bill, account sendiferðir — errands hlýðinn — obedient svefnherbergi — bedroom uppeldi — bringing up að skulda — to owe að borga — to pay að flýta sér — to hurry að fyrirgefa — to forgive fjöldi fólks hefir orðið frá að hverfa, og því ekki getað orðið aðnjótandi þeirrar skemtunar, sem þar hefir verið á boðstólum. Nú héfir verið ráðin bót á þessu, að nokkru leyti, með því. að láta skemtiskrána og veitingarnar fara fram í Fyrstu Luthersku kirkjunni, en dansinn í Good- templara húsinu. Þetta lukkað- ist vel árið sem leið og verður því hagað eins til, að þessu sinni. “Frónsmótið,” er önnur mesta samkoma íslendinga á árinu, og fara vinsældir þess stöðugt vax- andi, sem Íslendingadags hátíða- haldsins að Gimli. Með ári hverju fjölgar þeim, sem þing sækja og á “Frónsmótið” koma, og verður svo lengi enn. Nefndin hefir lagt sig eftir að vanda til4 “FrónsmótsLns” sem bezt. Hún gerir það enn, og eg hygg að óhætt sé að fullyrða, að engir verða fyrir vonbrygðum, sem skemtikvöld “Fróns” sækja þann 26. febrúar næstkomandi. Eins og kunnugt er, var Torfi Einarsson á Kleifum hinn mesti búhöldur, og hafði annað bú á Bassastöðum, og stundum hið þriðja í Vatnshorni í Hrófberg- hreppi, fyrir vestan fjörð, og voru því annir miklar og umsvif á heimili hans, en svo bættist þar við sjávarútgerð hans, há- karla og fiskiveiðar. Einhverju sinni var það, að Torfi reið árla morguns með garði á Hellu, sem er næsti bær fyrir innan. Var hann nú á leið inn að Bassastöðum ásamt ein- hverju af fólki sínu til að þurrka töðu og þóttist liðfár. Hann sá Jón bónda heima við bæinn, kall- ar til hans og segir: “Ó, það vildi eg að allir hinir dauðu risi nú upp til að þurrka með *mér í dag.” —Jón svarar: “Þá verður nú mörgum að skamta í dag, Torfi minn.” Minniát Það verður ekki unt, að skýra hér frá öllu, sem til skemtunar verður, og er því fólk beðið að fylgjast með auglýsingum í næstu blöðum um “Frónsmótið.” Sem undanfarin ár, erum vér enn svo lánsöm, að meiga fagna góðum gesti frá íslandi, á þessu þingi, og verður hann aðal ræðu- maður “Fróns,” skemtikvöldið. Gestur sá er Ingólíur Gíslason læknir. I för með honum er kona hans, Oddný Vigfússdóttir. Ingólfur er sagður vel máli far- inn og skemtilegur. og fróður um margt. Vér fögnum komu þeirra hjóna. Margt annað skemtilegt verður þar um að ræða, og svo eg minn- ist aðeins á eitthvað af því, sem fengið er til að skemta: Alma Gíslason, einsöngur; Ragnar Stefánsson, upplestur; Kristján Pálsson, frumort kvæði; Karla- kór íslendinga í Winnipeg, syngur þar nokkur lög. Fleira verður þar til skemtunar, sem þið munð sjá í auglýsingum blaðanna. Margbrotnar og góðar veit- ingar verða fyrir alla í sam- komusal kirkjunnar. , Fjölmennið á “Frónsmótið.” Það má enginn íslendingur vera fyrir utan þá skemtun, sem þar verður á boðstólum. Davíð Bjömsson. BETEL í erfðaskrám yðar SAGAN ENDURTEKUR SIG! Vitits þér aíS kventizka geng- ur í bylgjum. Fyi'ir aldamótin var þessi hattur, sem hér er sýndur f móS; hann er frá 1894. Nú eru þessh fjaðra- hattar komnir í móð 1946, eins og KATON’S Vor og Suma Verðskrá sýnir; þessir hatt- ar eru sýndir í kvenhatta- deildinni. En hvort sem um ■ rwðir 1894 eða 1946. Þá veit fólkið í Vestur-Canada, að nýjasta tízka birtist ávalt í EATON’S Verðskrá. <*T. EATON C?*,™ WINNIPEG CANADA EATONS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.