Lögberg - 14.02.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.02.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. FEBRÚAR, 1946 ------------Hogberg ------------------------ OefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: | EDITOR LÖGBERG | 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. , Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram ! The "Lög'berg'” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent I Avenue, Winnipeg, Manítoba, Canada. i PHONE 21 804 1 Vel og drengilega að verki verið Jóns Sigurðssonar félagið og Ice- landic Canadian Club, efna til virðulegs mannfagnaðar á Royal Alexandra hótel- inu hér í borginni á mánudagskvöldið þann 18. þ. m. Sezt verður að borðum kl. 6.45, en dans stiginn frá 9 til kl. 12 á miðnætti; til samkomu þessarar, sem tvö áminst félög standa að, er stofnað í þakkar og virðingarskyni við bardaga- hetjur af íslenzkum stofni, sem stuðluðu að því á ógleymanlegan hátt að brjóta á bak aftur þau ægilegu skaðsemdar og ofbeldisöfl, er það markmið höfðu, að leggja undir sig allan heiminn og hneppa gervalt mannkyn í ævarandi þrælaviðj- ar; orð, jafnvel þó fögur kynni að vera, lýsa ekki nema að litlu leyti skuld þeirri, sem vér stöndum í við þá ungu og fræknu menn, er með óbilandi þreki, sálarjafnvægi og frábærri tækni á öll- um sviðum stríðsþjónustunnar, unnu að lokum þann mesta og örlagaríkasta sig- ur, sem unninn hefir verið síðan mann- kynið fyrst hóf göngu sína á þessari jörð; en með umhyggju fyrir velferð þeirra, og mannúðlegri hluttekningu í kjörum þeirra, fáum vér, að minsta kosti að einhverju leyti, greitt einhvern hluta þeirrar skuldar, sem vér stöndum í við þá ungu ættbræður vora, er lögðu líf sitt í hættu vor vegna umtölulaust og með fúsu geði; vér fögnum þeim, sem komu heim, og vér umlykjum í bænum vorum minningu hinna, sem ekki varð aftur- komu auðið. — Jóns Sigurðssonar fé- lagið er tiltölulega fámennur félags- skapur íslenzkra kvenna í þessari borg; það er ein deild í víðtækum samtökum kvenna innan vébanda brezka veldis- ins, sem gengur undir nafninu Imperial Order Daughters of the Empire; þetta íslenzka kvenfélag innti af hendi í fyrri heimsstyrjöldinni margþætt mannúðar- starf, en að styrjöld þeirri lokinni, hratt það í framkvæmd mikilvægu menning- arverki með útgáfu Minningarrits ís- lenzkra hermanna; í síðasta heimsstríði kom Jóns Sigurðssonar félagið enn snemma á vettvang, og beitti sér ó- sleitilega fyrir um f jölþætt og kærleiks- rík störf varðandi heill og hag her- manna vorra af íslenzkum stofni; fyr- ir alt þetta, verðskuldar félagið einhuga þakkir íslenzka mannfélagsins, þakkir, sem skýrast verða látnar í té með drengilegum stuðningi'við þær fögru og háleitu hugsjónir, sem það hefir starfað fyrir og grundvallað tilveru sína á. Hitt félagið, sem stendur að áminstum mót- tökufagnaði fyrir hermenn vora, The Icelandic Canadian Club, er miklu yngra en hið fyrnefnda félag; en þótt athafna- saga þess sé ekki löng, er hún þó eigi að síður gagnmerk um margt; félagið gefur út vandað og fróðlegt rit, sem náð hefir allvíðtækri útbreiðslu; það hefir birt fjölda mynda af hermönnum vorum og gert þeim nokkur greinaskil, auk þess sem það hefir jafnframt birt allmargar myndir af námsfólki voru og ýmissum öðrum, sem við sögu hafa komið og skarað fram úr á einn eður annan hátt; ritið nefnist The Icelandic Canadian, og mun vafalaust verða talið, er fram líða stundir, ágætt heimildarsafn, varðandi sögu þjóðflokks vors á því tímabili, sem þar um ræðir; þá hefir félagið í sam- starfi við Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, beitt sér fyrir fræðslu- námskeið, þar sem fyrirlestrar hafa haldnir verið, um ísland og íslenzka þjóðmenning, auk þess sem veitt hefir verið nokkur tilsögn í íslenzkri tungu; þessi fræðslustarfsemi hefir verið vin- sæl, og mun hafa komið að þó nokkur- um notum; síðast en ekki sízt, ber þess að geta, að áminst félag, einnig í sam- starfi við Þjóðræknisfélagið, stuðlaði að útgáfu bókarinnar lceland’s Thousand Years, er á bókamarkað kom rétt fyrir jólin; en með því að Lögberg hefir fyrir skömmu lýst þessari nytsömu bók all- ítarlega í ritdómi, verður frekari um- sagnar á þessu stigi málsins, ekki þörf. Heilhuga samvinnu er ávalt þörf, og sú staðreynd má engum líða úr minni; og með það fyrir augum, ætti það að verða báðum aðiljum, Þjóðræknisfé- laginu og The Icelandic Canadian Club, brennandi metnaðarmál, að vinna í fullri einingu að sérhverju því viðfangs- efni, sem að því miðar að auka á veg þjóðflokks vors í þessu landi, en slíkt verður bezt gert með fullum trúnaði við norrænt eðli vort og ætt, og ræktarsemi við vora tignu tungu. “Ljúflingur íslands” Hver mundi sá íslendingur vera, er með rentu gæti borið jafn unaðslegt nafn? Slíkri spurningu gæti naumast orðið svarað nema á einn veg; annað eins töfraheiti og “Ljúflingur íslands”, yrði ekki auðveldlega tengt við nafn nokkurs annars manns, en Jónasar Hallgrímssonar, “listaskáldsins góða,” er safnaðist til feðra sinna á bezta ald- ursskeiði “f jarri fósturjarðarströndum,” einmana úti í Danmörku; og bein hans hafa ekki enn verið flutt heim svo þau gæti í samræmi við lífsins lög, samlag- ast moldinni, sem hann unni; er hér um slíka ræktarskyldu við minningu hins mikla ljóðsöngvara að ræða, er íslenzka þjóðin stendur sig ekki við að bregðast. í tilefni af 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, sem minst var fagur- lega á Íslandi, og einnig að nokkru hér vestra, birtist vitaskuld margt á prenti bæði í bundnu máli og óbundnu; tals- vert af þessu höfum vér séð, en annað ekki, svo sem hinn víðdáða fyrirlestur Gunnars skálds Gunnarssonar, er hann flutti um Jónas í háskóla íslands. Eimreiðin flutti í tilefni af dánar- afmæli skáldsins þau fögru orð, sem hér fara á eftir og Þórir rithöfundur Bergs- son er höfundur að; þau lýsa að vorri hyggju, all ljóslega hugarafstöðu ís- lenzku þjóðarinnar til hins mesta ljóð- snillings, sem hún enn hefir eignast, og þess vegna verða þessi fáyrtu en tákn- rænu ummæli hér birt; “Konráð Gíslason sagði, er Jónas Hallgrímsson dó fyrir hundrað árum, að þeir söknuðu hans mest, sem hefðu þekkt hann bezt. Konráð var enginn flysjungur, og það, sem hann og hinn raunsæi maður, séra Tómas Sæmunds- son, hafa ritað um Jónas, sýnir, hvílík- ur afburðamaður Jónas Hallgrímsson hefir verið. — Það var engin þjóðarsorg, er lát Jónasar fréttist, en óhætt er að fullyrða, að sorgin yfir ótímabæru frá- falli þessa ljúflings íslands hefir í hundr- að ár verið að magnast í hjörtum ís- lenzku þjóðarinnar, jafnframt því sem menn hafa betur og betur metið ævi- starf, hæfileika og smekk snillingsins Jónasar Hallgrímssonar. — Jónas hugði að enginn mundi gráta íslending, sem dó einmana fjarri fóstur- jörðinni, er hann elskaði heitt. Það var eðlilegt, að hann ætti erfitt með að sætta sig við hlutskifti sitt, eins og það horfði við honum, — þessari viðkvæmu, van- metnu, stóru sál. — í hvert skifti, er vér minnumst hans, hljótum vér að harma hin þungu örlög, er “rændu hann dögum,” — jafnframt því, að vér þökk- um hamingju lands vors það, að hafa eignast slíkan mann.” — Jónas Hallgrímsson var náttúru- fræðingur og skáld; ástin á þeim furðu- verkum, sem drottinn allsherjar skóp á hinni undursamlegu Sóley í norðri var máttug, eins og sú trú, sem flytur fjöll. Guð og náttúran verða óaðskiljanleg í vitund hans og sálarlífi; þetta kemur greinilega í ljós í kvæðinu Skjaldbreiður: “Hver vann hér svo að með orku, aldrei neinn svo vígi hlóð; búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur, vittu barn, sú hönd er sterk. — Gat ei nema Guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.” Áhrif Jónasar Hallgrímssonar á ís- lenzka ljóðmenning koma víða Ijóslega fram; þau endurspeglast í kvæðum þeirra Þorsteins Erlingssonar og Dávíðs frá Fagraskógi, að eigi sé fleiri tilnefnd- GULLBRÚKAUPSHJÓN Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurjónsson í Lögbergi 24. jan., stóð falleg grein um gullbrúðkaup Sigur- jónssons hjónanna, sem haldið var í húsi Mrs. Þórey Eggertson, 766 Victor Street, miðvikudag- inn, 16. janúar. Með þessum línum birtist mynd af þeim hjónum. Hefir Lögberg auðsýnt þeim þá vel- vild að láta taka af þeim mynd, síðan gullbrúðkaupið fór fram. Vel fer á því að nokkur orð fylgi myndinni úr garði. Gullbrúðguminn, Sigurbjörn Sigurjónsson, er fæddur að Úlfs- stöðum í Loðmundarfirði í Norð- ur-Múlasýslu á íslandi, 30.«okt., 1866. Þar bjó þá Björn Halldórs- son, sem var vel þektur bæði á íslandi og hér vestra. Foreldrar Sigurbjörns voru Sigurjón Jóns- son og Soffía Sigfúsdóttir. Sig- urbjörn var fóstraður af föður- systur sinni, Elísabetu Jónsdótt- ur, og var hann hjá henni, á Seyðisfirði, frá fjórða aldursári til hins átjánda. Hann kom vest- ur um haf með séra Jóni Bjarna- syni árið 1884. Hér vestra stund- aði hann þá atvinnu sem fékst, vann á skipi á Winnipeg-vatni o. s. frv. Svo lærði hann prent- iðn og upp frá því var það verk atvinna hans. Gullbrúðurin, Hildur Snjólaug Sigurjónsson var fædd 19. jan., 1872, að Laxamýri, í Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hennar voru ■þau hjónin Sigtryggur Sigurðs- son og Sigríður Sigurðardóttir. Sigtryggur Jónasson, sem allir Vestur-íslendingar þektu, og Hildur voru bræðrabörn. Lengra aftur í tímann var skyldleiki ná- kominn við Jónas skáld Hall- grímsson. Hildur ólst upp á Húsavík í Þingeyjarsýslu, og kom þaðan til Canada árið 1890, og settist að í Winnipeg. Sigurbjörn og Hildur giftust 16. jan, 1896, og hafa þau átt heimili í Winnipeg nærri allan þann tíma, sem liðinn er síðan. Líf þeirra hefir verið farsælt og ávaxtaríkt. Þau hafa tekið drjúg- an og ágætan þátt í félagsmál- um íslendinga í Winnipeg. Bæði hafa þau hjónin tilheyrt Fyrsta lúterska söfnuði frá því þau komu til borgarinnar, verið sann- ir, starfandi meðlimir, sem unn- ið hafa af lífi og sál að velferð hans. Mrs.. Sigurjónsson hefir starfað í kvenfélagi safnaðarins í fulla hálfa öld, og í trúboðsfé- laginu hefir hún unnið af sann- færingu og samvizkusemi frá upphafi þess félagsskapar. Mr. Sigurjónsson var í mörg ár kenn- ari í sunnudagaskólanum og sömuleiðis lengi starfandi í djáknanefndinni. Einnig var hann um langt skeið ötull og á- hugasamur meðlimur í Banda- lagi unga fólksins í söfnuðinu- um. Einlægari mann í þeim mál- ir, og sjálfur stendur hann nú nær íslenzku þjóðinni en nokkuru sinni áður; nú er hann “Ljúflingur ís- lands”, eins og Þórir Bergs- son svo fagurlega orðar það. En sú ómælisfegurð, sem í því felst, að vera Ijúfling- ur heillar þjóðar! um hefði verið erfitt að finna. Meðal mjög margs, sem eg hefi ástæðu til þess að þakka þessum hjónum fyrir, vil eg nú af hjarta þakka þeim fyrir dreng- lyndi, trygð, og trúmensku þeirra við Jóns Bjarnasonar skóla. Öll börnin þeirra, sem komust á legg, stunduðu nám við þann skóla. Ef allir Vestur-Islendingar, sem áttu þess kost, hefðu sýnt skólanum eins mikla ræktarsemi, væri hann þá horfinn Vestur-Islend- ingum? * Frá því að Mr. Sigurjónsson eignaðist þroska, hefir hann ver- ið ákveðinn og sterkur íslenzk- ur þjóðræknismaður. Hann er prýðis vel að sér í íslenzku máli, ann íslenzkum fræðum og hefir að einhverju leyti haldið sam- bandi við menn og málefni á ís- landi. Hann var mjög framarlega í fylkingu í sambandi við stofnun Þjóðræknisfélagsins: var með- limur í 30 manna nefndinni, sem undirbjó stofnun þess, var einn þeirra er skrifaði undir ávarp til Vestur-íslendinga, sem birt var í blöðum vorum hér, um það að stofna slíkan félagsskap. Hann var kosinn skjalavörður félags- ins þegar það var stofnað og hélt því embætti nokkur ár. Á þeirri tíð þegar félagið var í myndun skrifaði hann í blöðin allmargar ritgjörðir, með fréttum og hug- myndum, undir fyrirsögninni: “Ljúfar raddir.” Hann mun einnig hafa verið aðalhvatamað- ur þess að þjóðræknisdeildin “Frón” var stofnuð hér. Hann stakk upp á nafninu. Hann starf- aði þar alllengi. Um nokkurt skeið hafði hann eftirlit með ís- lenzku kenslunni á laugardögum Þau hjónin eignuðust 8 börn. Einn ungan svein mistu þau, en hin 7 eru á lífi, og eru þau hér nefnd: 1. Lára, gift Charles Henry Brown, nú í flughernum í Norð- urálfunni.- Þau eiga þrjú börn. 2. Sigríður, heima með foreldr- um sínum. 3. Jóhann Eðvald, kvæntur Clara Stevenson. Hann var nokk- ur ár kennari, en vinnur nú fyrir Crown Life Insurance Co. Þau eiga 5 börn og hafa heimili í Sudbury, í Ontario. 4. Jón, kvæntur May Anderson frá Selkirk. Hann er verkfræð- ingur (civil engineer). Þau eiga 3 börn og hafa heimili í Chicago. 5. Elísabet Eggertína, gift Dr. Benjamin A. Zivot. Þau eiga 2 börn og haf a heimili í Kinderslie, í Saskatchewan. 6. Sigtryggur, kvæntur Rósu Frederickson. Þau eiga 4 börn og hafa heimili í Edmonton í Al- berta. « 7. Andrea Soffía, gift William G. Stevenson, verzlunarmanni. Þau eiga 2 börn, og hafa heimili í Swan River í Manitoba. Þetta var stór,t heimili meðan öll bömin voru heima. Einlæg *ávalt, var gestrisnin. Margir komu þangað og oft var mikið af glaðværð og söng. Þökk, góðu hjón, fyrir alla ein- lægnina og samvizkusemina, fyr- ir vel unnið starf um langa æfi, fyrir öll þau góðu áhrif, sem frá ykkur hafa komið til blessunar voru mannfélagi og piálefnum. Guð sendi milda geisla bless- andi náðar sinnar til að fegra og verma æfikvöldið. Guð blessi alla ykkar elskuðu á öllum stundum. Rúnólfur Marteinsson. GAMAN 0G A L V A R A Götusalinn: — Viljið þér kaupa teskeiðar, blýanta, sjálf- blekunga, diska og körfur í dag, frú mín góð. Frúin: — Ef þér hypjið yður ekki á brott, kalla eg í lögreg- luna. Salinn: — Hérna er ágæt flauta til þess, hún kostar aðeins 2 krónur. + KAPPRÓÐURINN Það var einhverju sinni að Torfi Einarsson alþm. á Sel- strönd fór vestur á ísafjörð. Á Langadalsströndinni fékk hann bát og mann með sér úityfir djúp- ið, Bjarna að nafni. Var Bjarni talinn einhver mesti ræðari við ísafjarðardjúp. Þegar þeir voru komnir af stað, fór Bjarni að láta Torfa finna til þess að hann kynni að dýfa í árinni, og er þeir voru komnir út hjá ögurhólm- um, var svo komið, að Torfi gat ekki lengur bætt úr, en þótti illt að verða að láta undan. Þá kem- ur honum ráð í hug. Hann segir með mesu hægð við förunaut sinn: “Þetta kalla eg nú rétt þægilegan róður. Það þreytir hvorugan en gengur þó alltaf dálítið.” Við það brá hinum svo að hann linaði á skorpunni og reri eftir það í hægðum sínum, það sem eftir var leiðarinnar. + l’orfi á Kleifum var mesti athafnamaður bæði til sjós og hafði með sér margt manna. Kona hans var og mesti kven- skörungur, og árvökur, en Torfi mjög morgunsvæfur. Útræði var á Kleifum. Var það oft, að kona hans vakti bónda sinn er henni sýndist sjóveður, en Torfi ekki vaknaður. Einhverju sinni kemur hún upp snemma morguns, vekur bónda og segir um leið: “Herna eru skinnsokk- arnir þínir, Torfi minn, það verður sjóveður í dag.” — “Eg er nú vanur að fara fyrst í skyrtuna,” varð honum að orði með hægð. FUNDARBOÐ til vestur-íslenzkra hlutháfa í h.f. Eimskipafélagi íslands Útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palmerston Avenue, fimtudaginn 7. marz 1946, kl. 7 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali að kjósa um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík í júní-mánuði næstkomandi, í stað hr. Ásmundar P. Jóhannssonar( sem þá verður búinn að útenda sitt tveggja ára kjörtímabil. Winnipeg, 6. febrúar, 1946. Ásmundur P. Jóhannsson Árni G. Eggertson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.