Lögberg - 28.02.1946, Síða 2

Lögberg - 28.02.1946, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1946 VESTUR UM HAF Til Vatnabyggða. Snemma morguns förum við Sigurður Ólafsson í lestinni til Foam Lake. Þar var austasti söfnuðurinn minn fyrir aldar- fjórðungi. Miklu hefir tíminn breytt hér. Þorpið hefir stækk- að svo, að eg þekki það varla. Foam Lake vatnið er horfið ger- samlega. Og þótt eg vildi messa í samkomuhúsinu Bræðraborg eins og fyrrum, þá gæti eg það ekki, því að nú halda Mennó- nítar þar guðsþjónustur sínar. Beztu vinir mínir eru farnir héð- an úr heimi. Skarðið stendur opið og ófyllt. Fallvelti jarðlífs- ins blasir við mér. Eg leita úr bænum, til Burtdale, grafreits- ins. Eg les á steinana: 1912, 1913, 1914. Guðbrandur Narfa- son; Anna Narfason; Mrs. Ivar- son. Þessi hefi eg jarðað. Eg horfi á seinni ártöl: Jón Einars- son. Já. Hér stendur Jasonson til höfða á stóru leiði, þöktu hvítri mél. Bjarni Jasonson. Guðrún Eiríksdóttir. Guð blessi ykkur. Börn þeirra lifa hér í byggð þrjú, öll, sem eg var áður með. Þórður, bóndi á jörð for- eldra sinna; Jakob'ína og Hanna, húsfreyjur í þorpinu. Ef til vill finn eg hjá þeim eitthvað af því, sem eg sakna. En eg er að eignast nýja vini. Hér stendur hjá mér Helgi Helg- ason, tengdasonur Guðbrands Narfasonar, fallegur maður og einlægur kirkjuvinur. Hann var ekki í mínum söfnuði. Þess vegna kyntist eg honum ekki áður. Nú eru allir í mínum aug- um í sama söfnuði. Heimili hans er mikið rausnarheimili og tek- ur okkur séra Sigurði opnum örmum. Þegar eg kem aftur inn í þorpið, leita eg uppi Gísla Bíldfell, bróðir Jóns. Hann er nýbúinn að missa konu sína og kominn fast að áttræðu. Hann hefir breyzt furðu lítið öll þessi ár, og óbreyttur er með öllu vin- arhugur hans til mín. Vísa Þor- steins Erlingssonar rifjast upp fyrir mér, er eg hefi nú um sinn horft á flugstraum tímans: Vinina fornu hef eg hitt og hjörtun, sem eg þekkti. Þverá tekur túnið mitt, tryggðinni nær hún ekki. Eg sé dætur Gísla—tvær þeirra voru fermingarbörn mín— og tvær dóttur-dætur, undisleg börn, sem fylgja mér um þorpið. Næsti dagur er sunnudagur, lð.júlí. Við höldum guðsþjón- ustu í kirkju einni í Foam Lake. Áður þekkti eg hvert andlit, er ?g messaði. Nú aðeins fá. En eg veit þó deili á flestum, eða öll- um. Þetta er mikil stund í lífi mínu, einstæð og nærri því mér um megn. Minningarnar streyma að hver af annari. Mér finnst eg vera að tala bæði við Jifendur og dána, og þeir hafi þó í raun- inni miklu meira við mig að segja. Eftir messuna er okkur boðinn hádegisverður á heimili Narfa Guðbrandssonar Narfason- ar og frú Jakobínu, konu hans. Mun það eitthvert mesta mynd- arheimili þessa byggðarlags eins og heimili foreldra þeirra voru á sinni tíð. Helgi Helgason ekur okkur séra Sigurði til Leslie, næsta kauptúns fyrir vestan. Samkom- uhúsið þar er alskipað fólki, og munum við séra Sigurður alls hafa fengið um 900 áheyrendur í Vatnabyggðum. Mér þykir mjög vænt um þessa miklu að- sókn, sem er alstaðar undantekn- ingarlaust. Gott er að halda guðsþjónustu í þessu samkomu- húsi, söfnuðurinn samstilltur og hefir prýtt ráðupúltið blómum, en á baksviðinu er mynd af ís- lenzku héraði. Margt er þarna af góðu söngfólki, meðal annars tveir bræður Björgvins Guð- mundssonar tónskálds. Við höfð- um hugsað okkur að aka frá Les- lie beint til Wynyard, en hjón, sem eg þekkti hér vestra fyrrum, leggja að okkur af svo mikilli ástúð að koma heim til sín, að við stöndumst ekki þeirra góða boð. Þetta er Ásgeir Gíslason, náfrændi Guðmundar Finnboga- sonar, og kona hans. Þau eiga heima á ljómandi fallegri jörð, og yfir heimilisbragnum er ein- hver yndisþokki, sem ekki verð- ur með orðum lýst. Þetta er fagnaðarstund, og tíminn líður fyrr en varir við samræður og söng. Þau eiga 10 börn hjónin, uppkomin öll að heita má. Helm- ingurinn er hér í dag, og sjaldan hefi eg séð meiri birtu yfir ungu fólki. Á nú ísland ekki þennan hóp, þótt hann sé fæddur og uppalinn vestan hafs? Ekki verð eg annars var en að íslenzkan sé þar í góðu lagi. Og jafnvel þó það sé ekki, sem mér þykir ó- sennilegt, miðað við foreldrana, þá er eg viss um, að í þessum börnum búa beztu eðliskostir Is- lendinga. Mér verður horft langt, langt fram í tímann. Enskan verður móðurmál Vestur-ísl., en þeir hæfta ekki fyrir því að vera íslendingar. Það, sem dýrast er og dýpst í íslendingseðlinu, verð- ur áfram eign þeirra, og þeir halda áfram að hugsa og segja eins og unga fólkið gerir enn í dag: “Heima á íslandi.” Þó er Þess ekki að dyljast, að íslenzku- námið er einhver bezta verndin í þessum efnum og býr yfir und- lírsamlegum uppeldismætti. Þjóðarbrotin báðum megin hafs- ins geta í andlegum skilningi orðið ein þjóð, enn um langan aldur. Við skiljum seint við þetta heimili, og senn er kl. 8, en þá á messa að hefjast í Wynyard. Nú er ekið svo hratt, að mér þykir vissast að segja við bíl- stjórann—og er eg því óvanur —að ekki muni saka, þótt við komum 5—10 mínútum of seint. Árin, sem eg var prestur í Wynyard, 1912—14, messaði eg í samkomuhúsi. Nú hefir söfn- uðurinn minn gamli stóra múr- steinskirkju til umráða. Þegar eg geng inn í hana úr skrúðhúsi, er hún alskipuð fólki. Eg þekki nokkura, einkufn eldra fólkið— en tiltölulega fáa. Þarna situr skammt frá mér Óli Björnsson, sem var einn af forystumönnum safnaðarins. þegar eg kom fyrst til hans, og er enn safnaðarfor- seti. Hjá honum sitja kona hans og ekkja forsöngvarans míns, Óla Hall, báðar háaldraðar. Og Þarna er Sigfús Bergmann, sem sendi mér köllun safnaðarins fyrir 33 árum og er nú orðinn Jórsalafari eins og eg. Hann er undralítið breyttur, aðeins hár og skegg orðið hvítt. Ferming- arbörn mín, sem nú hafa hálfn- að fimta tuginn, þekki eg enn engin, sem v§rla er við að búast. Sjaldan hefir mér þótt betra að tala í kirkju, því að kyrrðin er svo djúp. Margra sakna eg. Þeir eru komnir vestur að Kyrrahafi, eða yfir hafið mikla. En þó tek eg nú í hendur margra sem eg þekkti hér áður. Einn þeirra er Gísli Benediktsson, prests Eyj- ólfssonar. Hann á heima rétt 4ijá kirkjunni, og við söfnumst saman mörg á heimili hans og frúar hans eftir messuna og njót- um í ríkum mæli gestrisni þeirra. Wynyard þorp hefir stækkað mikið, síðan eg fór héðan, svo að eg þekki það varla aftur, Þegar eg geng um göturnar morgun- inn eftir. Nú eru þær steinlagð- ar, sem voru fjalir áður, og kom- in reisuleg hús. Ibúarnir munu vera hátt á 2. þúsund. Eg leita uppi ýmsa kunningja mína og vini. Einn Þeirra Ólafur( Odds- son) Magnússon, ættaður úr Dalasýslu, fylgir mér í grafreit- inn, fallegan skógarlund, ágæt- lega hirtan. Er hann sagður ann- ar fegursti grafreitur í fylkinu og ber menningu Wynyardbúa gott vitni. Annars hefir þetta byggðarlag átt við erfiðleika að stríða, uppskerubrest árum sam- an. En nú er það að rétta við. Sprettan á ökrunum er að vísu í seinna lagi nú, þó er útlit sæmi- legt, ef ekki koma næturfrost snemma, getur meira að segja orðið ágæt uppskera. Eftir há- degið þennan dag förum við séra Sigurður með kanadiskum presti vestur til Kandahar og tölum þar allir við útför Jóns B. Jóns- sonar, bróður dr. Bjarnar sveit- arhöfðingja. Hafði eg hlakkað til að hitta hann og rifja upp aftur veruna á heimili hans og sleðaakstur okkar saman á ísn- um, en nú varð kopm mín með þessum hætti. Fjölmenni fylgdi til grafar hinum vinsæla og góða dreng. Um kvöldið safnast enn saman margmenni í kirkjunni í Wynyard. Séra Sigurður og fleiri bera fram spurningar um nútíðarhag Islands, og eg leitast við að svara. Að lokum er sýnd kvikmynd af íslandi, og fólkið syngur: “Ó, Guð vors lands.” Næsta morgun skrepp eg norð- ur milli vatna (Stóra og Litla Quill Lake). Þar átti eg söfn- uð áður, Vatnasöfnuð, og mess- aði til skiptis á heimilunum. Get eg vart hugsað mér betri kirkjusókn en þar var. Nú er ekki lengur messað þar, enda er fljótfarið í bílum til Wynyard. Lakast er, að nú er enginn ís- lenzkur prestur þjónandi í Vatna- byggðum, og má ekki svo búið standa. Kirkjuleiðtogarnir verða að sjá um það, þrátt fyrir alla prestaeklu, að prestur sé búsett- ur í Wynyard. Um prest heman frá íslandi er því miður varla að ræða nú sem stendur. En þajS kann að verða síðar. Nú eru horfnir bændurnir ag húsfrey urnar, sem voru á jörðunum milli vatna í minni prestskapar- tíð, nema þau Árni Jónsson frá Víðihóli á fjöllum og kona hans. Til þeirra er ferðinni heitið og barna þeirra, og á eg þar vinum að fagna. Árni gerist nú hniginn að árum. Hugurinn reikar kring- um bernskuhólinn og vermist við ljóð Kristjáns Fjallaskálds. Um hádegi þennan dag, 17. júlí, kveð eg Wynyard. Mér þyk- ir vænt um ástúðleg kveðjuorð fólksins, en vænst um þessi : “Þú ættir að verða hérna kyr. Þú mundir sameiná okkur í einn söfnuð.” Steingrímur Jónsson safnaðarforseti ekur okkur séra Sigurði í bíl sínum. Hann hefir verið hér þjónn kirkjunnar í þessu byggðarlagi um langan aldur. Hann ræðir við okkur af miklum áhuga um kristindóm og kirkjumál. Við nemum fyrst staðar í Elfrosbyggð að heimili þeirra Sigurðar Sigurðsonar frá Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og frúar hans. Þau hafa búið langa hríð með miklum dugnaði og myndarskap og sigrast á erfið- leikunum. Börn þeirra nú pru öll uppkomin og hin mannvæn- legustu. Einn sonur var þar heima við búskapinn, mikill mað- ur vexti og hinn vannvænlegasti. Við ökum inn í Elfrosþorpið og komum til J. Magnúsar Bjarna- sonar skálds og konu hans, sem liggja bæði, af völdum sjúk- dóms og elli. Magnús er þungt haldinn, en ber þrautir sínar með sömu hetjulund og forn- menn, sem hvorki létu sér bregða við sár né bana. Heiðríkja hug- arins einkennir hann jafnframt karlmennskunni. Hann skrifar aðeins bréf sér til dægrastytt- ingar en ekki sögur lengur. “Eg læt vera, þótt hann sé hættur að ljúga,” segir kona hans glettnis- lega, og skilzt mér, að ekki muni hún draga úr kjarki hans. Frá Elfros ökum við til Leslie og sitjum 80 ára afmælisfagnað Jóns Ólafssonar úr Reykholtsdal. Er þar margmenni og fylgir okkur séra Sigurði til járnbrautarlest- arinnar, sem flytur okkur aftur til Winnipeg. Seinustu dagarnir í Winnipeg. Nú tekur óðum að líða að burt- för minni frá Winnipeg, sem hef- ir undarfarið verið miðstöð ferða- lags míns. Eg hefi eignast þar vini og kunningja og endurnýj- að kunningsskap við þá, sem eg átti fyrir. Einn daginn sit eg boð hjá Ás- mundi Jóhannssyni og frú hans, og er þar margt gesta. Eg hafði verið í afmælisveizlu nafna míns er hann varð sjötugur og gaf 50,000 dollara til stofnunar kenn- arastóls í íslenzku við Manitoba- háskóla. En betur má ef duga skal, því að safna þarf alls 150,- 000 dollurum. Ætti íslenzka rík- ið nú að leggja 50,000 dollara á móti gjöf Ásmundar, og myndi síðar fást vestra það, sem á vant- ar. Verði kennarastóllinn ekki stofnaður að vissum árafjölda liðnum, mun framlag Ásmundar eiga að ganga til baka. Vonandi verður þessi gjöf merkur áfangi í sögu Þjóðræknisfélagsins. Er Ásmundur einhver bezti stuðn- ingsmaður þess og heimili þeirra hjóna með íslenzkum blæ. Grett- ir, sonur hans, gegnir ræðis- mannsstarfi af stakri alúð og greiðir götu íslendinga í hví- vetna, eftir því sem hann má. Það fæ eg að reyna. Við erum mikið saman, og sýnir þann mér margt í borginni, m.a. lækninga- stofur dr. Thorlákssons, einhvers ágætasta skurðlækns í Winnipeg. Grettir er glæsimenni og mun afrendur að afli, eins og vera ber. Hann er vinúr kristnf og kirkju og tekur mikinn þátt í safnaðarstörfum. Alloft liggja saman leiðir mín- ar og ritstjóranna beggja, Lög- bergs og Heimskringlu, mér til ánægju. M. a. sátum við Stefán Einarsson saman kirkjuþingið í Árborg. Einar Páll Jónsson er gamall bekkjarbróðir minn, og finnst mér tíminn líða of fljótt á heimili þeirra hjóna. Við lifð- um saman marga sögulega við- burði veturinn 1903-4 í lærða skólanum, sem þá var ekki ó- fyfrirsynju nefndur ærði skól- inn. Einar Páll var þá þegar tek- inn að yrkja, þótt mikið hafi honum farið fram síðan. Og bezt þykir mér hann kveða nú. Eg kem á heimili Árna Árna- sonar Eggertssonar lögmanns og konu hans, Maju Grímsdóttur Laxdal, systur frú Marju í Ár- borga. Árna svipar nokkuð til föður síns, og er hann bæði vin- sæll og mikils metinn. Frúin er ein úr hópi*- fermingarbarna minna í Foam Lake, fluggáfuð og ágætiskona. Mér verður hugs-. að til heimilis foreldra hennar og lýsingar föður hennar á von- brigðunum fyrst, er þau komu vestur um haf. Hann ætlaði að leggja allt kapp á að mennta börnin sín, en mest allt vetrar- starf þeirra fór í að reka naut- gripina til vatns langar leiðir til að brynna þeim og sækja út snjó og bræða til neyzluvatns. Heimili frú Maju er nú stórum ríkmannlegra en þá. En yfir er sami fallegi og fyrirmannlegi blærinn Tvö kvöld þessara daga, 19. og 20. júlí, eru mér haldin samsæti og gefnar vina- gjafir, hið fyrra í veglegasta gisti- húsi Winnipegborgar, og gengst Evangeliska kirkjufélagið fyrir því, hið síðara að heimili Páls S. Pálssonar og konu hans, frú Ólínu, og hitti eg þar aftur marga af fulltrúunum frá Árborg. Þyk- ir mér vænt um allan þennan vinahug, og þó einkum fyrir það, hve hann beinist til kirkju Is- lands og þjóðar.' Eg er í engum vafa um það, að sú stefna er ríkjandi í kristni Vestur-íslend- inga, að sambandið eigi að verða sem nánast milli hennar og þjóðkirkjunnar heima á íslandi. Þau Páll og kona hans bera hag íslands fyrir brjósti hverja stund. Hann er gáfaður og skáld gott og hefir gefið út ljóðabók, sem hann nefnir Norður-Reykji eftir bern- skuheimili sínu. Kona hans tek- ur mikinn þátt með honum í félagsmálum. Hún er kvenna vænst og verður Fjallkona Is- lendingadagsins á Gimli 6. næsta mánaðar. Þau hjón varðveita hjá sér mold heiman frá íslandi líkt og helgan dóm. Vestur að Kyrrahaji. Aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí stíg eg upp í flugvél og skil við Winnipeg. Hefir henni seink- að nokkuð, svo að hún má ekk- ert út af bera, ef eg á að geta messað í Blaine vestur við Kyrra- haf kr. 11, eins og auglýst hefir verið. Winnipegljósin hverfa, og nú sést ekkert fyrir náttmyrkr- inu. Umsjónarstúlkan í flugvél- inni er Íslendingur, frá Wynyard. Eftir eykt lendum við í Regina í Sask. og eftir aðra eykt í Leth- bridge í Albertá. Þá er kominn bjartur dagur og sjáum við vel klettafjöllin í vestri. Landið hækkar og verður hólótt mjög. Við fáum súrefnisgrímur, því að nú á að fljúga hátt upp yfir fjöll- in. ótal tindar og hyrnur rísa. Heitið Klettafjöll er auðsjáan- lega vel valið. Fyrst sjáum við aðeins ský á stangli eins og hver- areyki og gufumekki. Síðan verður samfellt skýjabelti, en þó sjást fjallatindarnir. Seinast hverfa þeir flestir í þokuhafinu. Við og við sjást þó nýir gnæfa upp úr. Eftir tæpar tvær stund- ir erum við komin yfir fjallgarð- inn, lækkum flugið og losnum við grímurnar. Unaðsjón blasir við, sem minnir á Island: Hafið, hafið, fossar og fjallshlíð, ár ag hvanngrænar skógarbrekkur. Allt er þó enn hærra og stórfeng- legra. Niður, niður, og mig tek- ur að verkja í eyrun. Fyrr en varir snerta flugvélahjólin jörð- ina. Við erum lent í Vancouver. Kl. er 9. Nú þarf að hafa hraðan á. Og það er gjört. Hálfdán Þor- láksson, safnaðarforseti og ræð- ismaður, og Bjarni Kolbeins skipasmiður bíða mín í bíl, aka mér heim til konsúlsins, þar sem dagverður er á borðum, og síð- an eftir skamma stund af stað suður, í áttina til Blaine. Frú konsúlsins er «ieð, og sonur þeirra, glöð og skemtileg. Blaineþorp er í Bandaríkjun- um, svo að töf hlýtur að verða einhver við landamærin, og öll leiðin er 32 mílur. Við komum í tæka tíð og göngum þegar til kirkju. Hún er alskipuð fólki. Báðir íslenzku söfnuðurnir í Blaine eru þar, og eg geng með báðum prestunum inn í kórinn. Söngur er afbragðs góður, og stjórnar Sigurður tónskáld Helgason, Helgasonar. Séra Guð- mundur Johnson þjónar fyrir altari, en við séra Albert Kristj- ánsson höldum ræður. Eg mun aldrei gleyma stundinni, sem eg á í þessari fögru íslendinga- byggð. Að vísu er hún mikils til of stutt — eg fæ aðeins tíma til að taka í höndina á sumum vina minna úr Vatnabyggðum— en einingin og samhugurinn með þessu fólki öllu vekur aðdáun mína, og það ekki aðeins við guðsþjónustuna, heldur ennig í samsæti, sem mér er haldið á eftir. Þar tala meðal annars for- setar safnaðanna, Mr. Daniels- son fyrrum þingmaður og síðast en ekki sízt báðir prestarnir. Þeir leggja megin áherzluna á boðorð Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Allir kristnir menn eiga að þjóna hverir öðrum í kærleika. Djúpið, sem myndað- ist milli safnaða Islendinga fyrir mörgum árum, verður að brúa. Já, meira en það, það verður að hverfa algerlega. Og nú er ein- læg viðleitni hafin í þá átt að báðar hliðar. Guð gefi henni fullan sigur. Mér þykir fyrir því að geta ekki varið lengur með löndum mínum í Blaine, en áætlun mín er ströng, og henni verður að fylgja nákvæmlega. Um Kvöldið á eg að flytja pré- dikun og erindi suður í Seattle, og þangað eru 115 mílur. Við erum 4 í bílnum. Fóstur- sonur þingmannsins við stýrið og kona hans við hlið honum. Við Sigurður Helgason í aftursæti. Hann er 73 ára að aldri, en lítur ekki út fyrir að vera eldri en um fimmtugt, svo hollt reynist hon- um sumarið eilífa á Kyrrahafs- strönd. Hann lifir í söngvaheim- inum og kona hans hið sama. Eg er hálf þreyttur eftir vökunótt, en má þó helzt ekki sofna í bíln- um, því að hér er alstaðar Para- dísarfegurð. Blá himinfjöll á báðar hliðar, haf og vötn og sí- grænir skógar. Lykja trjágöng um breiðan steypuveginn. Þar eru innan um gömul sedrustré, segir Sigurður Helgason' mér og sýnir mér eitt. Við ökum um ýipsa broshýra bæi, smærri og stærri, suma á stærð við Reykja- vík, og að lokum, eftir þriggja klukkustunda ferð viðstöðulítið, inn í stórborgina ungu, Seattle. Messa er hafin klukkustund síðar. Fyrir altarinu þjónar Kol- beinn Sæmundsson, virðulegur maður og skáldmæltur. Eg flyt prédikun fyrst og þá erindi. Að því loknu eru bornar fram rausnarlegar veitingar í kjall- ara kirkjunnar, og ræði eg lengi við kirkjufólkið. Skilst mér, að safnaðarlíf þroskist vel undir forystu séra Haralds Sigmars yngra, sem lætur æskulýðsstarf- ið mjög til sín taka. I Seattle dvelst eg síðan á heimili Kolbeins Þórðarsonar ræðismanns og konu hans, fram á þriðjudagsmorgun. Hann er Borgfirðingur, fæddur að Hof- stöðum í Hálsasveit, mikill vexti og höfðinglegur. Hann er jafn- aldri Sigurðar Helgasonar og á- móta unglegur. Hann er maður yfirlætislaus svo sem bezt má verða, og á svip hans tign og ró. Kona hans er lík honum að göfgi og höfðingsskap, og eru fá hjón, sem mér hefir litizt betur á. Hús þeirra er mjög snoturt, og þó einkum lystigarðurinn umhverf- is það með laufskála og fiski- tjörn. Kolbeinn ekur mér um borgina, sem stendur fallega um skógi vaxna hóla og dældir milli Washingtonvatns og hafsins. Komumst við út fyrir borgina til þorps eins, þar sem fjöldi verkamanna er við, en bílar þeirra bíða á meðan í hundraða- tali, fægðir og fallegir, gleðileg- ur vottur um velmegun þeirra. Leiðina heim styttum við okkur á ferju og njótum þannig enn betur sumardýrðar héraðsins. Kolbeinn fer einnig með mig til þeirra, sem eg helzt þarf að hitta, frú Önnu Einarsdóttur Grandy úr Vatnabyggðum, glæs- ilegrar gáfukonu, Halldórs smiðs Sigurðssonar, bróður Guðbrands á Svelgá og þeirra systkina og frúar hans, og að lokum um kvöldið til sýslunga okkar Jóns Magnússonar, sem gætir bóka- safns þeirra Seattle-íslendinga, og konu hans. Þar er gestrisni mikil og margt manna, m.a. frú Jakobína Johnson skáldkona. Hún ferðast um víðsvegar og flytur endurgjaldslaust erindi um ísland og vinnur merkilegt kynningastarf. Hefir hún lítt haldið sér á lofti, sökum hæ- versku og hlédrægni. En vel mættum við íslendingar austan hafs og vestan muna það og þakka, sem vert væri. Eg fer aftur til Vancouver í járnbrautarlest. Stundum renn- ur hún fast með hafinu, og er unaðslegt að virða fyrir sér fjöl- breytt fuglalíf í fjörunni og busl og leiki barnanna. I norðri rísa Olympsfjöll, há og himinblá, en skammt suður af þeim er Van- couver. Hún er hálfu minni borg en Seattle, en jafningi hennar að fegurð. Nýt eg vel útsýnis þar úr háu glæsilegu gistihúsi. Sömu mennirnir sem fyr greiða hér götu mína. Ræðismaðurinn er mjög viðfeldinn, glettinn og gamansamur. Hefir starf hans fyrir söfnuðinn íslenzka í borg- inni blessazt vel. Guðsþjónustur eru haldnar í danskri kirkju, snoturri og rúmgóðri, og þar ætlar hann mér að flytja erindi um kvöldið og sýna íslandskvik- myndina. Nokkuru áður dynur á úrhellisrigning svo að eg kvíði því, að fásótt verði. En þegar við komum í kirkjuna er hún fullskipuð. Hálfdán ræðismað- ur stjórnar samkomunni rögg- samlega. Söngvar eru sungnir, og Þórður Kr. Kristj ánsson skáld flytur mér kvæði, áður en eg tek til máls. Að síðustu er sam- eiginleg kaffidrykkja, og gefst mér þá gott tækifæri til að spjall- a við fyrirverándi safnaðarfólk mitt, m.a. nokkur fermingar- börn mín og móður tveggja þeirra, ekkju Jóns Janussonar \

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.