Lögberg - 21.03.1946, Side 1

Lögberg - 21.03.1946, Side 1
PHONE 21374 i Ú'“Ue'' t,*un«ier^ A Complete Cleaninp Institution 59. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1946. NÚMER 12 Fallinn í val Samkvæmt símskeyti til Lög- bergs á miðvikudagsmorguninn, lézt prófessor Sveinbjörn John- son af hjartaslagi að heimili sínu í Cljamaign, 111., nóttina á undan; hann var einn af lærðustu og merkustu mönnum í hópi Islend- inga vestan hafs. Dr. Árni Helgason sendi blaðinu andláts- fregnina. Próf. Sveinbjörn var 61 árs að aldri; hgpn lætur eftir sig konu sína og einn son. — Útförin fer fram í Grand Forks, N.D. Ætlar að heimsækja Rússland Frú Eleanor Roosevelt, ekkja Franklins D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta, sem komin er fyrir nokkru heim af fundi sameinuðu þjóðanna í London, hefir lýst yfir því, að hún muni að öllu forfallalausu heimsækja Rúss- land á komandi sumri með það fyrir augum, að kynna sér per- sónulega þá strauma og þær stefnur, er efst séu á baugi með rússnesku þjóðinni eins og nú hagi til; kvað Mrs. Roosevelt sér vera það brennandi áhugamál með hliðsjón af væntanlegum friðarsamtökum, að traust vin- átta fengi haldist milli Rúss- lands og Bandaríkjanna, en í þeim efnum væri náin persónu- kynning óhjákvæmileg. Þótt ekki blási sem alira byr- vænlegast eins og sakir standi varðandi einingu hinna samein- uðu þjóða, er Mrs. Roosevelt þó sterktrúuð á það, að lánast muni að jafna þannig ágreiningsmálin, að þau eigi verði væntanlegu þjóðbandalagi að ffltakefli. Þing kemur saman Þann 14. þ.m., var sambands- þinginu í Ottawa stefnt til funda, og las jarlinn af Athlone hásætis- ræðuna; var þetta hans síðasta embættisverk slíkrar tegundar í þessu landi, því landstjóratíma- bil hans er senn á enda. Megin málin, sem þingið vænt- anlega tekur til meðferðar að þessu sinni, auk fjárlagafrum- varpsins, lúta að atvinnubótum, breytingum á tekjuskatti hinna lágt launuðu stétta, breytingum á stríðsiðju til friðariðju, lausn húsnæðisvandræðanna, og lög- gjöfinni um sérstakan canadiskan þjóðfána. Ennfremur er ráðgerð löggjöf um nýja kjördæmaskiftingu, auk þess sem allmiklum tíma af störfum þingsins mim verða var- ið til ráðstafana og umbóta varð- andi dreifingu matvæla meðal þeirra þjóða, sem skorturinn sverfur tilfinnanlegast að. Eldsumbrot í Vatnajökli talin valda hlaupinu í Súlu Hlaupið hefur staðið í sex vikur. Mikill vatnsflaumur er ennþá í ánni Súlu, þótt að vísu hafi nokkuð dregið úr hlaupinu síð- ustu daga. Hefir hlaup þetta nú staðið yfir í sex vikur, og er það óvenjulega langur tími, svo tahð er fullvíst, að um eldshræringar sé að ræða uppi í Vatnajökli, og af þeim stafi þetta mikla og lang- vinna vatnsmagn í Súlu. Súla rennur nú í tveim höfuð- kvíslum austan Lómagnúps, og er austari állinn stærri. í fyrra- dag fór Hannes Jónsson á Núp- stað af stað heiman að frá sér og ætlaði með póst austur yfir Súlu. Komst hann yfir vestari kvíslina, en varð að snúa við, er hann kom að þeirri eystri. Töluverður jakaburður hefur verið í ánni að undanförnu. Blaðið átti stutt viðtal við Pálma Hannesson rektor í gær og spurði um álit hans á þessum ‘vatnavexti í Súlu, en hann er mjög kunnugur þarna austur- frá og fór í haust, eins og kunn- ugt er í leiðangur austur yfir jökla og flaug þá m. a. yfir Grænalóni. Sagði hann að þá hefði Græna- lón ekki verið nema hálffullt, og taldi hann því útilokað að hlaup þetta stafaði frá því; enda væru Grænalónshlaupin ævinlega. með öðrum hætti, það er að segja, þau valda miklu vatnsflóði stuttan tíma og standa sjaldnast yfir nema fáa daga. Telur Pálmi, að allar líkur bendi því til þess, að um eldshræringar sé að ræða ofar í jöklinum, sennilega norðvestur af Græna- lóni, en í þeirri stefnu hefur fólk bæði úr Eyjafirði og Fnjóskadal og sömuleiðis úr Öræfum talið sig hafa séð eldbjarma yfir jöklinum. Er því trúlegt að jökulbráðin frá hitanum hafi runnið niðux í gegnum Grænalón og þaðan áfram niður í Súlu. Nákvæmar rannsóknir á þessu hafa ekki getað farið fram enn- þá sökum dimmviðris og þoku, en Pálmi kvað mikinn áhuga vera fyrir því, að flogið yrði yfir þessar slóðir strax og veður- skilyrði og aðrar ástæður leyfa. Alþýðubl. 10. febr. j Skipt í þrjá flokka j Ræða sú ei^Mr. Churchill flulti í Missouri á dögunum, þar sem hann lagði áherzlu á það, áð enskumælandi þjóðir mynduðu með sér órjúfandi varnarsam- band, hefir að því er brezk blöð hefma, skift brezku almenmngs- áliti í þrjá flokka; íhaldsmenn telja slíkt samband æskilegt, meiri hluti verkamannaflokks- ins telur slíkt varnarsamband lítt framkvæmanlegt, en þeir sem lengst hallast í áttina til vinstri, telja hugmynd Mr. Churchills beina árás á rúasnesku ráðstjórnarríkin, er hljóti að draga á eftir sér óþægilegan dilk; virðast þeir líta þannig á, að þá verði málum bezt borgið, er Rússinn fái vilja sínum fram- ,gengt, mótþróa og möglunar- laust; þessi flokkur manna mun þó vera í miklum minnihluta á Bretlandi. Brezka stjórnin er sáróánægð yfir aðförum Rússa í Iran, þar sem þeir daglega sýnast vera að færa sig uppá skaftið, og þykir henni flest benda í þá átt, að þeir séu staðráðnir í því að ná pólitískum umráðum yfir land- inu þvert ofan í yfirlýst hlut- leysi. Minningarorð Freemann Metusalem Einarson, Jr. F. 16. okt. 1924—d. 31. okt. 1945. “I will put on the lights for you, so you will find your way better.” Þessi ógleymanlegu orð voru töluð til foreldra hins unga manns, þegar hann, glaður og kátur, kvaddi foreldra og systur og vinafólk, er hann fór úr af- mælisgleði móður sinnar, á heimili systur sinnar að Hensel, N. Dakota, seint að kveldi hins 30. októbers, 1946, og keyrði með nokkrum vinum sínum í kvöld- kyrðinni til Milton, N. Dak. Ekki keyrði hann bílinn. en var að- eins farþegi. Fimm voru þeir, hinir ungu menn. Viðstaða var lítil í bænum, því verzlunarhús öll voru lokuðsvo seint að kveldi. En ungir hafa gaman af að sitja saman í bíl og rabba um hugðar- mál sín, og eins og skáldið segir: “Sitja kyr á sama stað, en samt að ,vera að ferðast.” Heim var því snúið til endurfunda, og létt var sinni og hugur glaður. En austan við Milton bæ er gil mik- ið,.og hefur vegstjórum þóknast að láta veginn í gilinu lagðan í sveig yfir gilið, með brú á og kröppum krók við brúna. Engin ljós kasta geislum sínum rétt, þar sem bugður og mishæðir eru framundan á veginum, og þetta kveld viltu þau bíleigandanum sýn. Þögnin var djúp þar sem bíllinn nam staðar á gilbotnin- um. Hinir ungu menn höfðu byrjað sína æsku hinu megin á landi lifenda. En ljósin sem “Stúni” hafði kveikt á bíl for- eldra sinna í Hensel, áður en hann fór, lýstu út í náttmyrkrið. Sönn æska kveikir jafnan ljós á vegum þeirra eldri. Þessi ungi, ljóshærði maðuf, þéttvaxinn, snar í spori og athöfnum, kapp- samur í verki, áhugasamur um búskap, flutti með sér, hvar sem hann fór, gleði, fjör og lífsþrá, sem fór segulmagni um alla er nærri voru. Varð hann því vin- margur og velkominn hvar sem var í hópi æskunnar; hugljúfi allra sem kynntust honum. Fæddur í Winnipeg, Manitoba, en uppalinn rétt fyrir sunnan bæinn Mountain, N. Dak., á heim- ili foreldra sinna, Frímanns Met- usalems Einarsonar og Hallfríð- ar Snowfield. Alþýðumentun sína hlaut hann í barna skóla og miðskóla Mountain bæjar og út- skrifaðist þar vorið 1942. Vegna stríðsins varð ekki meira úr skólagöngu að sinni, heldur kröfðust bústörfin hins unga og þrekríka manns. Enda blómg- aðist búið pg samstarf feðganna varð hið fegursta, þar sem mætt- ust ráð hins reynda og átök og kapp hins unga, og fór alt gæfu- samlega úr hendi. Þetta haust var svo hugað á frekara nám og búnaðarmentun, og svo beið búgarðurinn eftir hönd og huga hins óþreytta æskumanns. Fram- tíðin var lýst upp af óteljandi vonum hins hráusta unglings- manns. En alt breyttist. Hann er oss horfinn. En samt er ekki dimt. Ljósin loguðu á bílnum þegar foreldrarnir hugðu til heimferð- ar frá kveldgleðinni í Hensel, og líf hans, minningarnar um hans bjarta dag, leggja birtu yfir veg- inn framundan fyrir foreldrum og ástvinum, og náttmyrkur mannlífsins getur ekki nokkurn- tíma orðið eins dimt, því hann “Stúni” (svo var hann af öll- um kallaður frá æsku) kveikti í sannleika ljós og flutti birtu inn í líf allra sem hann náði til. Já, og trúaður hugur leitar til ann- ars einkasonar sem “öllum er heimi ljós og líf.” Og trúar- skáldið hefur ritað oss til leið- beiningar: “Eg leit til Jesú, ljós mér skein; það ljós er nú mín sól. er lýsir mér um dauðans dal, að drottins náðarstól.” Já, er ekki ljúft að biðja með orðum enn annars skálds er eygði þetta ljós, og segir-: “Lýs milda ljós, í gegnum þenn- an geim, mig glepur sýn Því nú er nótt, og harla langt er heim, ó, hjálpin mín. Styð þú minn fót, þótt fetin nái skamt, eg feginn verð, ef áfram miðar samt.” Hinn 2. nóvember voru kveðju- málin sungin og sögð yfir hin- um unga manni í Mountain kirkju, að viðstöddum ástvinum og fjölmenni, svo að sjaldan hef- ur hér þvílíkt sézt. Auk foreldr- anna, lifa hann þessi systkini : Effie (Mrs. S. Stefánsson), Hen- sel, N. Dak.; Hallfríður (Mrs. H. Stefánsson), Fargo, N. Dak.; og Guðbjörg (Mrs. O. T. Bernhoft), Mountain, N. Dak. í minningu um æskumanninn voru gjafir gefnar sem mér finst að megi segja að eigi að kasta ljósi á leið mannanna, að honum látnum. Því til þess að byggja elliheimili á Mountain voru í minningu um hann gefnar yfir $1200.00 auk gjafa til annara líknarfyrirtækja. 1 skjóli því munu margir, er lífsdegi þeirra hallar og sjón dofnar, finna ör- uggann stað uns eilíft ljós boðar þeim eilífan dag, og nóttin er horfin. “í hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það alt er áttu f vonum, og alt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið, og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér.” Egill H. Fáfnis. FYRIRLESTUR Miðvikudaginn, 27. marz, flyt- ur Stanley H. Knowles, M.P., fyrirlestur um Alþjóðaþingið, (United Nations Organization Conference), sem hann sótti sem fulltrúi Canada í vetur. Fundur- inn fór fram í London, og er Mr. Knowles ný kominn heim. Auk þess a&sækja alþjóðaþingið, ferð- aðist Mr. Knowles til Berlin, Paris og Moscow, sem hann segir einnig frá. Allir sem áhuga hafa fyrir þeim alþjóðamálum sem efst eru á stefnuskrá hverrar stjórnar, ættu að sækja þennan fyrirlestur, sem verður fróðlegur og skemtilegur. Hann fer fram í Playhouse’ Theatre, kr. 8.30 miðvikudagskvöldið, 27. marz. lll!lllllllllllll!lll!llllllllllllllll!l!lllll!llllll!!!lllllllllllll!lllllllll!llllllll!llllllllll|ll!ll!lll||l|ll||l||||lllllllil||l||illl|lll||lll||illlll!>IIUUIllllllillllllUUIillllllllllllllllllllllllllUlllillllllllllllll Illllll!llllllllllll!ll1lllllllll!lllllllll!lllllllllllll!!llllllllllllllllllll!llllllll!lllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllll!lllllllllllll!llllllll!lllllllll!llllllll!l!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll illll!ll|ll!ll!ll!llllll!l!l|ll !lllllllllllllll!llllllllllllllll; HELGI SIGUÐSSON (frá Vík) Dáinn 6. apríl, 1941. K V E Ð J A í sig gengur allavegna æsku-veröld mín. Eyktamörk og á^tavitar eru að hverfa syn. Ókent fólk um gamla garða gengur hér og hvar. Sá er garðinn forna frægði finst ei lengur þar. Hugsjónir sem æskan unni eru að falla í val. Tildurslæður tómra orða tjalda andans sal. Nú er orðið nóg að sýnast, nægir auga glit. Enginn spyr um undirstöður: Innræti né vit. V Sömu hús við sömu götur, samt er skipt um keim, ylinn leggur ekki framar út til þín frá þeim. Enginn vinarhendi heldur hurðum upp á gátt. Nornir spinna nýjum tímum nýjan söguþátt. Fáir meta að fullu skaða fyr en þeir hafa mist. Oft á þessu horni eg hefi Helga vin minn gist. Þó mig bæri að húsi hnugginn hélt eg glaður braut; gletni hans og gamansemi græskulausrar naut. Geng eg fram hjá hliðum hljóður, horfi um burst og þak. — Svipurinn allur sýnist breyttur sjáirðu vini á bak. Strætið virðist annað orðið, — ekkert líkt og fyr. — Augum hugans opnar standa einar víðar dyr. Páll Guðmundsson. i!illlllHIIII!lllllllllllll lilllllllllllllllllllll! iiiiiiiiiHBi mhiiiihimiihiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin^ l!l|!!!!l!llllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!llll!llllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllll!lllllllll!llllllllll|lllllll!lllllllllll!lllllllllllllllllllll!lllllllll!im!®^^ EINAR PÁLL JÓNSSON, ritstjóri, Winnipeg Nú er eg aftur kominn til að kveðja, eg kem og fer nú loks í hinsta sinn. Eg þori öllu í veröldinni að veðja þú veitir mér af rausn, og leiðir inn að arni þar sem aldrei kulna glæður, því ættartryggð er sérhver fjörður væður Þú sæktir nýjan eld á hverju kveldi um kólguhöf á ystu norðurslóð, þú brytist einn gegn ísa og stormaveldi í æskudal þar forðum vaggan stóð, ef bróðurfylking þyrfti þess að njóta til þreks og sóknar, gleði’ og mannvitsbóta. Eg fékk af litlu launað ykkar hylli, þið landar fyrir vestan reginhöf, Þótt meira getuleysi en gleymska ylli og gerði að löngum varð á efndum töf. Það fór svo títt, að þeim er villist víða ei vannst, til nytja, heimagarð að prýða. Því sit eg hljóður þegar söngvar hljóma og sveitin þylur ykkur fremdaróð. í minning skýrri margt ber þá á góma þótt mér sé orðavant, og bresti sjóð til greiðslu fyrir gleðifull og ræður og greiða’ er veittu snjallir vestanbræður. Við íslendingafljót, í Fjallabyggðum, * á fögrum Iðavelli og Gimliströnd, þið lumið enn á íslands dýrstu dyggðum, sú djörfung mótar svip og styrkir hönd, er bar svo fram um álana og árin að aldrfei gleymdist Frónski landnámsskárinn. Eg bið þér heilla “Páll” í prúðra flokki, þótt pappírsvirði sé ei óskin mín. Eg vildi’ eg fengi fært þér gull í stokki og fullt af leggjum höfðaleturs skrín. I fjórðungtrogi fjölda’ af skeljum vænum, og fáein blóm úr heiðarmóum grænum. R’vík, 22. febr. 1946. —Árni G. Eylands. Illll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllll!!lilllll!l!llll!!!lllllillllll!l!lllllllll!il!ill!li!lll!:li!!jlli!!ll!!l!!!!!ll!l!!llll!ll!l ■'lllllllllllllllllllll*lllll!lllllll!l!lllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllll!!llllllll!'llll!lllll!ll!lllllllllllllllllllllll!!l!illl!l

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.