Lögberg - 21.03.1946, Síða 4

Lögberg - 21.03.1946, Síða 4
4 --------Hogberg-----------------------* Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba , Utanáskrift ritstjórans: j EDITOR LÖGBERG 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada PHONE 21 804 Alvarlegt mál Njósnarstarfsemin í Canada, sem leitt hefir til opinberra rannsókna og málshöfðana, er svo alvarlegs eðlis, að þjóðhollir borgarar varast alla flaustur- dóma, og bíða með jafnaðargeði fulln- aðarúrslita. Vanhollusta við einstaklinga er ömurleg, en nái hún til heils þjóðfélags, er hún óverjandi og sjöfalt verri. Mr. W. A. Cardash, einn af þing- mönnum Winnipegborgar, er telst til hins svonefnda Labor-Progressivp flokks, sem í rauninni er ekki annað en kommúnistaflokkurinn gamli endur- skírður, var afar ógætilegur í orði í fylkisþinginu í vikunni, sem leið, þar sem hann eigi aðens gaf í skyn, heldur beinlínis staðhæfði, að njósnarrann- sóknin í Ottawa stafaði frá andúð gegn Rússum, og því þjóðfélagsskipulagi, er þeir hefðu kosið sér og byggju við; stað- hæfing sem þessi nær ekki nokkurri átt, og þá allra sízt meðan málið er enn í rannsókn. Maður sá, er sæti á í fylkisþinginu af hálfu flugliðsins, Mr. Turner, tók al- varlega ofan í við Mr. Kardash og taldi ræðu hans síður en svo miða til þjóð- hollustu; það gegndi í raun og veru furðu hve hann léti sér þegnskyldueið- inn í léttu rúmi liggja og hve takmark- aða virðingu hann sýndist bera fyrir sannleikanum; að slík ummæli og Mr. Kardash hefði látið sér um munn fara í þingsal, sönnuðu það, hvert þenslu- magn einkendi canadiskt lýðræði og hve umburðarlyndi þjóðarinnar væri á háu stigi; að misbjóða slíkum sérkostum og forréttindum, væri í rauninni enginn barnaleikur; enda væri þegnhollustan ein af fegurstu dygðum mannanna. — Með hliðsjón af njósnarrannsókn- inni lagði Mr. Turner áherzlu á það, að foringjar hinna ábyrgu stjórnmála- flokka í sambandsþinginu, hefðu fallist á þær ráðstafanir forsætisráðherra, að rannsókn málsins yrði falin tveimur hinna lærðustu dómara í hæztarétti landsins með aðstoð annara mikilhæfra lögspekinga; það hefði þegar verið ó- mótmælanlega leitt í ljós, að rússneska sendiráðið hefði verið notað til þess að múta óþjóðhollum canadiskum borgur- um í þeim tilgangi að selja af hendi hin mikilvægustu leyndarmál. Mr. Turner kvað mikinn meiri hluta hinnar cana- disku þjóðar bíða með óþreyju fullnað- arárangurs af rannsókninni, eða þeirra staðreynda, er hún óhjákvæmilega hlyti að leiða í ljós. “Og meðan við bíðum úr- slita,” sagði Mr. Turner, “er Mr. Card- ash að reyna að sannfæra okkur um það, að Canada hafi í raunninni gert með njósnarrannsókninni til þess til- raun að yfirlögðu ráði, að sundra heims- friði og hleypa af stokkum stríði við Rússland.” Kvaðst Mr. Turner hafa hlustað á það með undrun, hve Mr. Kardash hefði í ræðu sinni gert sér mikið far um að sannfæra þingheim um það, hve mikið Canadastjórn legði á sig til þess að ala á úlfúð gegn rússnesku ráðstjórnarríkjunum, en slíkt hlyti ó- hjákvæmilega að leiða til nýs heims- stríðs. Þá vék Mr. Tumer að því atriði í áminstri ræðu, er Mr. Kardash stað- hæfði að njósnarrannsóknin væri ein- vörðungu gerð að undirlagi auðvalds- klíkunnar svonefndu; slíkar aðfinslur hefðu ekki við nokkur minstu rök að styðjast, enda ætti það ekki í neinu til- felli skylt við stéttamálefnj þótt sjálf- sögð rannsókn færi fram í máli, sem varðaði sæmd og öryggi heillar þjóðar; árásir á stjórnarvöldin í því sambandi yrðu ekki réttlættar á neinn veg; enda kæmi þær einungis fram hjá óábyrgum mönnum, er fyndist þeir endilega þurfa að skeyta skapi sínu á einhverju. Mr. Cardash fyndi fylkisstjórninni alla skap- LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MARZ, 1946. aða hluti til foráttu; hann kendi henni um húsnæðisvandræðin, sem sambands stjórnin í raun og veru bæri ábyrgð á, og hann sakaði hana einnig um slóða- skap varðandi hagsmuni heimkominna hermanna, þótt þeir vitanlega skilji slík málefni langtum betur en hann og vilji eigi bera fram ósanngjarnar kröfur; um gjaldþol fylkisins hefði Mr. Kardash lítið skeytt; enda sýndist stefna flokks hans sú, að heimta alla skapaða hluti án tillits til þess, hvort tómahljóð væri í skúffunni eða ekki; allar kröfur um aukin útgjöld yrði að stjórnast af skyn- semi, og með'glöggri hliðsjón af gjald- þoli þeirra stofnana, hvort heldur stjórna eða einkafyrirtækja, sem eiga að borga brúsann. Gagnlegt og gott rit Samtíðin, tímarit Sigurðar meistara Skúlasonar, febrúarheftið 1946, hefir nýlega verið sent Lögbergi til umsagnar, tímarit þetta er harla fjölbreytt að vanda, og það hefir þann megin kost til brunns að bera, að ritgerðir þess eru að jafnaði fáyrtar, en þeim mun mergjaðri; ritstjórnargreinar Sigurðar meistara, eru stuttar en markvissar, og bera vitni hollri og einlægnri föðurlandsást. Sú ritgerðin í áminsta febrúarhefti Samtíðarinnar, er gengur undir nafn- inu “Því skal ei bera höfuð hátt,” eftir Dr. Björn Sigfússon, nær einna föstust- um tökum á huga lesandans, og með því að hún lýtur vitund að vesturflutning- um, og slær auk þess á alveg nýja strengi, fer hér á eftir inngangs kaflinn: “Fyrir sjötíu árum, um það bil sem þúsund ára landsbyggðar var minnzt, tóku íslendingar að flýja landið þús- undum saman. Þeir, sem þá fóru, voru úrval framkvæmdarsömustu manna kynstofnsins, þótt á seinni skipunum væri einnig komið vestur mörgum ó- nytjungum. Menn fóru af því, að þeir þóttust of góðir til að eyða ævinni í landi, sem dæmt væri til kyrrstöðu og þá líklega mannfellis innan skamms að fyrra alda reynzlu. Svo vonlaust virtist Danastjórn um það leyti, að danska ný- lendan ísland gæti skilað henni hagnaði, að hún sendi hingað 1874 Kristján IX “með frelsisskrá í föðurhendi” — þess efnis, að fjárhagslega skyldu íslending- ar hér eftir sigla sinn sjó, bera lands- sjóðsábyrgð sína sjálfir og einir. Sjálfs- forræðið takmarkaða, sem stjórnar- skrá þessi veitti, var svo sýnileg og ná- kvæmt skömmtuð afleiðing af f járskiln- aðarnauðsyninni, að þorri landsmanna hefur síðan vitað með sjálfum sér, að fátækt íslands var fyrsta og síðasta meginskilyrði þess. að það fengi frelsi og loks fullt sjálfstæði. Á hinu leitinu elti örbirgðarvofan, og hversu góðan þátt sem nálægð hennar átti í því, að íslendingum var unnað frelsis, varð og verður þjóðin sífellt að berjast og sigra hana til þess að geta verið stundu leng- ur frjáls. Hvað sem segja má um upp- eldisáhrif fátæktar á íslendinga, ill eða dágóð eftir atvikum, skal játað, að frels- isbaráttan 1848—1918 gerðist öll í vernd og voða fátæktar — og hefði ekki heppnazt án hvors tveggja. En var ekki íslenzk alþýðumenning í þessari úlfakreppu frá fyrstu öldum fram á síðasta mannsaldur? Uppeldis- áhrif þeirrar kreppu voru vissulega ekki sem hollust, svo að segja mátti af bit- urri reynzlu um íslenzka menningar- bera, að “oft eru skáldin auðnusljó.” Hver öld átti sinn Bólu-Hjálmar, dáðan eða hataðan eða hvort tveggja, og flest- ar marga. Þeir voru ekki þægilegir í þjóðfélaginu fremur en þjáningin, móðir þeirra. En þrátt fyrir alt urðu ýmsir þeirra brokkgengu alsleysingja mestir aflvakar alþýðlegri hugsun, og marga menningar-gersemi afa okkar og ömmu verður að rekja til heldur hljóðlátra manna, sem þjóðfélagið tróð undir, á meðan þeir auðguðu það. Mér liggur við að svara þeirri spurningu játandi. Alþýðumenning okkar, sköpuð við fórn- ir, hefir orðið ófrjórri og þýlundaðri en hún varð, ef hún hefði ekki ávallt staðið í vernd og voða fátæktarinnar.” í því er falin þjóörækni, að kaupa bækur, blöð og tímarit að heiman; vér Vestmenn höfum heldur vanrækt þessa grein þjóðrækninnar, en úr því má enn þá nokkuð bæta, sé vakandi vilji til taks. Væntanlegir kaupendur að Sam- tíðinni geta snúið sér til Björnson’s Bookstore, 702 Sargent Ave., Winnipeg. j Minningarorð Frú Þóra Gíslasov Það minnist enginn svo þess- arar prúðu og ágætu konu, að hann eigi kenni nokkurs klökkva, því svo var hún hugstæð 'og hjartfólgin vinum sínum, enda var hún búin flestum þeim meg- inkostum, er norrænt kveneðli býr yfir; hún var blíðlunduð hetja, er tók hverju, sem að höndum bar með slíku sálarjafn- vægi, er til fyrirmyndar mun jafnan talið verða; hún var í öllum efnum drengur góður eins og sagt var forðum daga um Bergþóru konu Njáls. Frú Þóra var fædd á Skóg- tjörn á Álftanesi, þann 10. dag október mánaðar, árið 1874. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur bóndi Runólfsson og Oddný Steingrímsdóttir frá Hliði í sömu sveit, og hjá þeim ólst hún upp til fullorðins ára við mikið ástríki. Þann 1. september 1899, gift- ist Þóra eftirlifandi manni sín- um, Ingvari Gíslasyni frá Svið- holti á Álftanesi, glæsilegum efnismanni, og reistu þau bú á Skógtjörn, og stóð heimili þeirra þar um 12 ára skeið. Árið 1912 varð það að ráði, að Ingvar og fjölskylda skyldu freista gæfunnar í Canada; á- stæður leyfðu naumast að fjöl- skyldan færi öll í einu lagi, og þess vegna varð það ofaná, að Ingvar bóndi færi í vesturveg þá um sumarið, ásamt elsta syni þeirra hjóna, Ingvari, sem þá var 11 ára, og var þá skjótt tekið að litast um eftir lífvænlegu um- hverfi; ári síðar kom Þóra vestur, ásamt sex börnum, sumum dá- lítið stálpuðum, en öðrum korn- ungum; afréð fjölskyldan þá að festa rætur í Reykjavíkurbygð- inni við Manitobavatn; yfir landnáminu norður þar hvíldi blessun guðs og góðra manna; leið eigi á löngu unz þau Ingvar og Þóra, vegna frábærrar at- orku og ráðdeildar, voru komin í stórbændatölu, þótt mikið yk- ist við barnahópinn eftir að vest- ur kom; þau Ingvar og Þóra lögðu mikla rækt við uppeldi og menntun barna sinna, og elzti sonur þeirra, Ingvar, útskrifað- ist af Manitobaháskólanum. Fyrir. rúmu ári, brugðu þau Ingvar og kona hans búi og fluttu austur yfir Manitobavatn til bæj- arins Steep Rock, enda af skilj- anlegum ástæðum, þá tekin nokkuð að þreytast eftir langt og strangt dagsverk; þau komu hingað til borgar að áliðnum janúarmánuði í ár, og hugðust að njóta hér um hríð ánægju íslenzks samfélags, því hér áttu þau líka marga vini; en þá tóku brátt kraftar hinnar þreyttu landnámskonu að gefa sig og fjara út; hún var flutt á Grace sjúkrahúsið, og kvaddi þar hina jarðnesku tilveru eftir fjögra daga legu, án þess að nokkurra minstu þjáninga yrði vart; henn- ar annríka ævi hafði jafnan ver- ið friðsæl, og í aðdáanlegu sam- ræmi við það, varð hinsta kveðjan. Daginn áður en frú Þóra dó, reis hún upp við höfðalagið að sjúkrahvílu sinni, og bað mann sinn að syngja með sér uppá- laldslögin hennar: “Svíf þú nú, sæta söngsins englamál,” og ‘Ó, Guð vors lands.” Voru það síð- ustu orðin, er hún mælti í þessu lífi, því þá rann á hana draum- rænn höfgi, og daginn eftir safn- aðist hún til feðra sinna. Á hinu gestrisna og glaðværa heimili þeirra Ingvars og Þóru, var jafn- an mikið um söng, því þau áttu sammerkt um það, eins og reyndar flest annað, að skipa sönglistinni í öndvegi; þá var það engu að síður íhyglisvert, hve húsmóðirin, sál hússins, ver fastheldin við fagra og forna ís- lenzka siði; meðan börn hennar voru ung, kraup hún á hverju kvöldi við hvílu þeirra og kendi þeim bænir og sálmavers; um það er mér persónulega kunn- ugt, að börnin minnast jafnan þessarar andlegu fræðslu með klökkum og þakklátum huga. Þau Ingvar og Þóra eignuðust 11 mannvænleg börn; tvö þeirra mistu þau, Guðbjörgu á barns- aldri og Sigrúnu, fulltíða stúlku, er lézt í Chicago 26. september s. 1. Hin, sem lifa eru: Ingvar, skólastjóri í Calgary; Oddgeir, til heimilis í British Columbia; Oscar, búsettur í Reykjavikur- byggð; Oddný, gift kona í Chi- cagi; Runólfur, búsettur í bænum Steep Rock; Una, gift kona í Chicago; Þórarinn, nýlega sezt- ur að í grend við Carman; Re- gina, gift kona við Bay end, og Ingunn, gift kona, er nú býr á föðurleifðinni í hinni fögru Reykj aví kurbygð. Ekki veit eg hvað margir nú á dögum gera sér það að fullu ljóst, hvert kraftaverk íslenzk- ar landnámskonur unnu í þessu landi, er komu hingað í ókunn- ugt umhverfi með tvær hendur tómar og oft og einatt með stór- an barnahóp; en blessi þjóðfé- lagið ekki að maklegleikum minningu þeirra, þekkir það naumast sinn vitjunartíma. ‘Hinn fórnandi máttur er hljóður.” Það var þessi hljóðláti fórnar- máttur, er Davíð Stefánsson svo fagutriega lýsir, er svipmerkti landnámskonur okkar í þessu landi, og þá ekki síður Þóru Gíslason en aðrar kynsystur hennar, er líkt var ástatt með, og brynjaði þær gegn erfiðleik- um frumbýlingsáranna og veitti þeim sigurþrek; baráttan var þeim sjálfsþörf, en sigurinn helgur dómur. Frú Þóra Gíslason var kvödd frá Sambandskirkjunni í Win- nipeg þann 20. febrúar, að við- stöddum fjölmennum hópi ætt- ingja og vina; flutti séra Philip M. Pétursson hjartnæm og fögur kveðjumál; í kirkjunni söng á- gætur söngflokkur úr íslenzku söfnuðunum báðum þjóðsöng Islands, “Ó, Guð vors lands,” en frú Alma Gíslason söng á unaðs- legan hátt uppáhaldslag hinnar látnu, “Svíf þú nú sæta söngsins englamál.” Á eftir ræðu sinni las séra Philip sálminn “Kallið er komið,” en söngflokkurinn söng “Eg horfi yfir hafið,” og þann sálminn er frú Þóru var jafnan hugstæðastur, “Ó drottinn ljós og lífið mitt”; kveðjuat- höfnin öll var eftirminnanlega fögur, og að öllu í samræmi við fagra ævi íslenzku landnáms- konunnar, sem verið var að kveðja. Líkmenn voru fjórir synir hinnar látnu, Ingvar, Oscar, Run- ólfur og Þórarinn, og tengdason- ur hennar, maður Oddnýjar, J. E. Bingeman frá Chicago, og Einar P. Jónsson ritstjóri Lög- bergs. Líkið verður jarðsett í Reykjavíkur-bygð, er umferð batnar í vor. Eg þakka Þóru heitinni órjúf- andi vináttu í minn garð, og bið syrgjandi eiginmanni hennar og börnum þeirra, guðs blessunar í framtíð allri. « E. P. J. Minningarorð um Sigurð R. Hafliðason Sigurður Rósinkar Hafliða- son varð fyrir bifreið á götu skammt frá heimili sínu í Seattle, Wash., 15. desember síðarstliðinn, og lézt þegar. Sigurður fæddist 3. marz 1873, að Hrafnabjörgum í Laugardal, Isafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Hafliði Helgason og Jóhanna Jónsdóttir. Þeim fædd- ust átta börn, systur þrjár, Jóna, Rósa, Guðmunda Björg, og bræð- urnir Sigurður, Ólafur, Jón, Helgi, og Sigurður Rósinkar, sem' var þeirra yngstur. Syst- kinin ólust upp í Bolungarvík, þar sem faðir þeirra settist síðar að sem útgerðarmaður. Sjó- mennsku vöndust þeir bræður ungir og sóttu flestir sjóinn lengst ævi sinnar. Sigurður Rósinkar varð bátsformaður inn- an tvítugsaldurs. Hann var um nokkura ára skeið formaður hjá síra Sigurði í Vigur. Þá komst hann í kynni við ýmsa helztu forvígismenn opinberra mála á íslandi og stjórnmála, svo sem Hannes Hafstein, Skúla Thor- oddsen, og fleiri. Þó lét hann stjórnmál sig ekki skipta um dagana, veitti athygli því sem fram fór, en mat menn utan við málefnin. Nálægt aldamótum hélt Sig- urðUr vestur um haf. Hann sett- ist fyrst að í Manitoba, Canada, og þar gekk hann að eiga ís- lenzka stúlku, Þórunni Ólafs- dóttur. Þau voru gefin saman í Brandon árið 1905. Þar og i grend bjuggu þau til ársins 1913, en þá fluttust þau til Washing- tonríkis í Bandaríkjunum. Þau voru í Blaine, í Yakima, þá í Blaine aftur, en fluttust til Se- attle næst því, og hafa verið þar síðan. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eina son sinn, Jón, misstu þau sex mánaða gamlan. Dæturnar fimm, Jó- hanna, Gróa, Ólöf, Ingibjörg, og Annikka eru allar uppkomnar, búsettar hér í Seattle, og býr Þórunn, móðir þeirra, hjá Gróu og Annikku. Mér verður oft á að spyrja ís- lendinga, sem sezt hafa að hér í landi, hvort þeir hafi ekki hug á að heimsækja gamla landið. Og oftast eru svörin með líku móti, jákvæð. Þessu svaraði Sig- urður Hafliðason dálítið á ann- an veg, þegar eg innti hann eftir því í fyrsta sinni sem við tókum tal saman. “Eg ætla ekki að fara til íslands. Nei, eg þarf ekki að fara þangað. Eg er á Islandi á hverri nóttu, þegar eg sef.” Við nánari kynni mín af Sig- urði urðu mér orð þessi tákn- ræn um hátt hans og hug. Hann var tíðum allsnöggur að fyrsta bragði, glettinn, og síðan blíður. Hann bar ósvikin einkenni ís- lenzkra sjómannsins, hlýju undir hrjúfri skel. Hann kunni vel að segja hugsun sína í fáum orðum, oft hnittilega tvíræðum. Og í rauninni taldi hann litlar líkur á því, að sér gæfist kostur >ess “að halda heim,” þótt hug- ann fýsti. Sigurður var fágæt- lega góður verkmaður, hug- kvæmdasamur, iðju- og sam- vizkusamur. En hann var í >eim stóra hópi, sem goldin er umbun erfiðisins í öfugu hlut- skifti við gildi verksins. Þess vegna varð hann aldrei meira (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.