Lögberg - 21.03.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.03.1946, Blaðsíða 7
LÖGBiiRG, FIMTUDAGIJMN 21. MARZ, 1946. 7 Urðarkötturinn Fyrir áttatíu árum átti sér stað mjög sögulegur viðbu'rður, að Vestur Holti á Suðurlandi. Músagangur, er ætlaði alla að hræða, og alt að éta upp. Hjónin sem þar bjuggu, hétu Árni og Sólrún. Þau áttu mörg börn, flest ung, er þessi ósköp áttu sér stað á heimilinu. Þessi hjón bjuggu sæmilegu búi og höfðu vinnuhjú. Vinnumaður- inn hét Sveinn, en vinnukonan hét Hjálmhlíf. Sveinn vinnumað- ur var hægfara og greindur vel, hygginn og athugull. Hjálmhlíf var ör í lund og eigi sem gætnust til orða er svo bar undir, en skynsöm þó. Það var gott sam- komulag með vinnuhjúunum, og helst leit út fyrir að samdráttur væri með þeim í ásta málum. Friður og eining var á heim- Uinu, og börnin þæg, enda tjáði ekki annað, því að “sóflinn” hafði húsfreyja við hendina til að halda niðri í krökkunum. Eitt var það er alla þjáði og öngvan lét í friði á heimilinu, og það var músa- gangurinn, daga og nætur. Þó var þar köttur á heimilinu, há- aldraður og gráhærður orðin fyrir elli sakir. Húsbóndinn setlaði honum, að hafa gát á músunum, en kisa hringaði sig oftast á hjóna rúminu, og lét sér nægja það er féllst til í búrinu, matarkyns. Hún vildi ekki hafa fyrir því að elta mýs. Eilt kveld kom bóndi í seinna lagi heim. Hann hafði farið að hitta Þórð í Parti, næsta bæ; en húsfreyjan sagði að bónda sínum yrði æfin- lega skrafdrúgt við Tótu er hann færi að sjá Þórð í Parti. Það var elduð súpa þetta kveld í Vestur Holti og allir voru búnir að borða er Árni kom heim. Sólrun hús- freyja hafði sagt Hjálmhlíf að setja askinn hans Árna síns á litlu hilluna við höfðagaflinn á rúmi þeirra hjóna og láta spóninn hans undir lokið á askinum, en passa það að hafa rifuna svo litla að mýsnar kæmust ekki undir lokið. Árni kom nokkuð seint heim, því að þórði og Árna hafði sinnast út af bolatolli er Þórður skuldaði Árna, og svo hafði viðtalið við Tótu tekið sinn tíma eins og vant var. Sólrún hafði orð á því að honum hefði dvalist nokkuð lengi í Parti, og nú væri súpan 'hans orðin köld. Árni hélt það sakaði lítið og tók askinrt sinn og fór að spæna í sig súpuna, en alt í einu rís Árni upp með bölvi og formælingum; mús hafði kom- ist undir lokið; Hjálmhlíf hafði ekki gætt þess nógu vel að hafa rifuna nógu litla. Húsfreyja veitti henni ákúrur fyrir þessa vangæzlu, en Hjálmhlíf reiddist, og hélt hún væri hér ekki til að passa mýs, sér væri sama þó hús- bóndinn gleypti allar mýs, hann yrði þá duglegri en gamla kisa. Þetta kveld var alt í uppnámi út af þessu, og málið var rætt frá öllum hliðum. Árni sagði að hann mundi leita ráða til Þórðar í Parti, þó vondur væri. og það voru úrslitin það kveld. Naésta dag fer svo Árni til Þórðar í Parti. Þórður er nú súr á mann- inn, eftir alt þrasið út úr bola- tollinum í gærkveldi. Árni er nú hinn sætasti við Þórð, og segist vera kominn til að leita ráða til hans. Já, það líkar mér að heyra, segir Þórður, og er nú heldur hreikinn yfir vizku sinni. Láttu mig heyra, ná- granni, segir Þórður, mér hefur sjaldan orðið ráða fátt. Árni svarar: Hér eru nú hin mestu vandkvæði. Við Sólrún mín erum í standandi vandræðum út af músagangi í öllum bænum, og þessi gamli köttur minn veiðir ekki nokkra mús svo eg verði var við, og getirðu gefið mér góð ráð, skal eg gefa þér upp Bola- tollinn. Sveinn vinnumaður minn vildi að eg fengi mér “fjalar- kött,” en eg er nú ekki trúaður á að dauðir hlutir drepi lifandi hluti; hér stendur málið Þórður minn. Þórður verður nú allur á lofti, og hugsar málið. Síðan segir hann með miklum spekings- svip: Eg hefi hugsað málið; Mangi í Skarði á einn þann slyngasta kött sem sögur fara af, og Mangi heldur því fram að kötturinn skilji mannamál. Ráð- legg eg þér nú að fara til Manga, og fá léðan köttinn, eða kaupa hann af honum. Það er nú ekki að orðlengja það. Árni þakkar heilræðið, og þeir skiljast nú sem vinir. Síðan fer Árni til Mangnúsar í Skarði. Tekur Mangi Árna sem allra bezt, og spyr frétta. Árni segir nú Manga sínar fréttir, og þær sízt góðar. Falar hann nú kisu hans, svona til reynzlu. Mangi er ekki frá því, ef að Manga sín sé því samþykk. Margrét er nú ekki frá því, ef að passað sé að gefa kisu spen-volga nýmjólk daglega; Árni lofar því, og ef eitthvað verði kisu að skakka- falli, þá skuli hann borga fyrir hana. Já, segir Margrét, þú ert nú vís til þess Árni minn, en eg vildi ekki láta kisu mína fyrir nýboma kú. Mangi heldur það verði erfitt að flytja kisu, því hún sé grimm við ókunnuga. Þá segir Margrét: Eg held að bezt væri að bera hana í skjóðu. Eg hef stóru skjóðuna tóma er hann Brandur í Háarima seldi okkur í fyrra, og skal eg ljá hana fyrir kisu mína. Svo tekur Manga kisu og strýkur henni; kisa var hrafnsvört á lit, og stærri en flestar kisur gerast. Nú er kisa látin í skjóðuna og bundið fyrir. Kisa unir því illa, og klórar fast. Lítið gat var á skjóðunni að ofan verðu, og rekur kisa trínið í það. Síðan reynir hún að klóra Árna í gegnurn gatið, en Árni passar sig. Svo leggur Ámi á stað heim með kisu, og alt gekk vel. Þegar heim er komið, lokar Árni bæn- um svo að kisa fái ekki út komist, opnar hann nú skjóðuna, og hleypir kisu út, og á sama tíma hleypur mús eftir pallinum sem var við hjóna rúmið, og skýzt undir skörina þar sem pallurinn endaði; þar sezt kisa og malar. Árni er hinn ánægðasti og talar nú við kisu; kisa hét Lolo eftir sjókú er afi Manga hafði átt, yfirgnæfandi mjólkur kú, þar til hún fór í sjóinn aftur.. Já, segir Árni, ef þú veiðir allar mýsnar hérna, skaltu aldrei þurfa að vinna eftir þetta. Kisa sagði mjá, mjá, og var hin rólegasta. Eftir tvær vikur var varla hægt að finna mús í bænum. Sérstak- lega þurfti nú að hreinsa búrið, og þar var kisa mest. Eftir einn mánuð var ekki mús að finna í húsinu; varð nú kisa fræg af þessu. Enn þá kom annað og verra upp. Kisa var horfin, og ekki hafði hún komið að Skarði, þar sem hún átti heima, og hvert fór hún þá? Alstaðar var spurt eftir kisu, og hvergi hafði hún komið. Vigdís gamla í Hákoti hafði sagt: Fjandans kötturinn hefur gerst “urðarköttur.” Eftir þessari frétt fer Árni að finna Vigdís gömlu, og spyr hana út í þetta. Vigdís segir, það hefur komið fyrir svona tilfelli áður. Afi minn sagði mér svo frá að köttur hafði tapast — horfið — ofan í jörðina, og þegar hann kom upp, urðu þeir brjálaðir sem litu í augu hans, og væri það ólétt kona, þá yrði afkvæmið með kattar hári, og kattar augu. Og eina ráðið væri að finna út hvar kötturinn hefði haldið sig síðast, og þar mundi hann hafa H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík laugardaginn 1. júní 1946 og hefst kl. 1 Vi e. h. D a g s k r á : I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári og ástæðum fyrir henni og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desem- ber 1945 og efnahagsreikning með athugasemdum énd- urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvöðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um bnnur mál, sem upp kimna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykja- vík dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 5. febrúar, 1946. STJÓRNIN. Auglýsing Þessi er endurbirt vegna þeirrar skekkju, aS í þriðju línu lesmáls að ofan stðð 1. iúlí. I stað 1. júnl. farið niður; þá væri eina ráðið að fá nógu marga spegla, raða þeim alt í kring, með öllum veggjum, því þegar kisa kæmi upp, ef hún þá sæji sjálfa sig færi hún niður aftur; fjandinn fer í svona ketti og til hans fara þeir aftur sem í honum eru í lífinu. Jæja — jæja, Vigdís mín, segir Árni; eg skal nú fara ef-tir ráðum þínum í þessu, en eg verð víst að útvega mér spegla. Það skaltu gera, sagði Vigdís, og minn spegil skal eg ljá þér. Fjandinn hefur nú aldrei séð sig í honum áður. s l Eftir þessa viðræðu við Vigdísi gömlu, fer Árni í hvert hús, í bygðinni, og hefur á stuttum tíma haft saman 20 spegla. Öll- um þessum speglum er nú raðað í búrið • í Vesturholti, og allir hlutir teknir úr búrinu sem hugs- anlegt væri að brúka þyríti. Ganga nú miklar umræður um þetta í plássinu, og þó einna mést á heimilinu í Vestur Holti. Sólrún, kona Árna var ólétt, og þorði því varla að ganga fótmál af hræðslu. Aftur á móti var það Hjármhlíf, sem ekkert hræddist, og ekki heldur Sveinn vinnumaður. Hjálmhlíf sagðist ekki trúa á vald djöfulsins í heiminum; Kristur hefði stigið niður og bundið hann um alla eilífð, og svo væri hitt, að þeir sem af öllu hjarta tryðu á Guð, mættu vera vissir um að ekkert vont afl í heiminum fengi að koma nærri þeim. Hinn guð- dómlegi kraftur væri sá eini and- legi kraftur. Hitt er Pápiska, að trúa á drauga og djöfla. Sólrúnu húsfreyju fannst nú ekki til um þessa vizku í Hjálmhlíf, og segir: Altjend tekst þér upp er þú ályktar eitthvað. Þú þykist nú vera lærð eins og prestur, enn hvað ætli þú vitir um kraft kölska. Forfeður okkar vissu miklu meira en þið unga fólkið, og létu ekki svona mikið yfir sér eins og þú lætur. Svo féll þetta tal niður, og allir biðu með ó- þreyju eftir að Lo Lo kæmi upp frá und.irdjúpunum. Einn daginn var Sólrún að hræra lummu jukk, og þá mundi hún að lummu hellan hefði orðið eftir í búrinu, og hér var úr vöndu að ráða, eingin vildi fara þangað inn. En Hjálmhlíf sem ekkert hræddlst, bauðst til að fara. Svo fer Hjálm- hlíf inní búr, og viti menn, þar stendur kisa á gólfinu, skimar í allar áttir, sér ótal ketti í öll- um áttum, alsvarta. En er hún sér Hjálmhlíf koma inn lítur hún aumkunarlega á hana og mjálm- ar. Hjálmhlíf fer til hennar ó- hrædd og strýkur henni, finnur að hún er glorhúngruð. Síðan fer hún og sækir henni mjálk, og kisa hakkar í sig mjólkina, en nú man hún að hún átti að sækja helluna. Hún tekur hana ofanaf hillu og fer með hana inní eldhús. Húsfreyja stendur þar á gólfinu, og er eins og ann- ars hugar. Þegar Hjálmhlíf lýkur upp verður húsfreyju litið á hana og segir: Hvað kom fyrir þig manneskja, hví varstu svona lengi? Þú hefur þó aldrei séð Lolo? Jú, víst sá eg Lóló. Ham- ingjan sanna, segir þá Sólrún. Og ertu nú með öllu viti? Já, blessuð! öllu því viti er Guð gaf mér., Djöflar og hans árar fá ekki að hafa neitt vald á mér; enda gerast þeir nú afllitlir, greyin. En annars, sgir Sólrún, sástu fjandans köttinn? Já, segir Hjálmhlíf, og hann var svo hungraður að eg varð að gefa honum mjólk. Eftir þetta hrædd- ist fólk Hjálmhlíf sem köttinn. En Hjálmhlíf ver ekki af baki dottin með þetta. Hún fæðir nú köttinn í búrinu nokkra daga, og er altaf að leita að hvar hann hafi verið. Að síðustu finnur hún holu í vegginn; þar hafði kisa búið sér bæli, og átti sjö ketlinga Hjálmhlíf lætur nú ekkert á því bera að hún hafi uppgötvað þetta. En þegar ketl- ingarnir eru farnir að sjá og skríða, fer hún með familíuna fram í baðstofu, og segir við Sól- rúnu: Hér eru nú allir djöflarnir Y ngstu lesendurnir GUÐRÍÐUR Einn af beztu vinum Eiríks rauða, á Qslandi hét Þorbjörn. Hann hafði stutt Eirík á ýmsan hátt, og þegar Eiríkur fór til Grænlands, sagði hann Þorbirni að leita til sín ef hann þyrfti einhvern tíma stuðnings við. Þorbjörn átti forkunnar fagra dóttir sem Guðríður hét. Margir menn höfðu beðið hennar en hún vildi engum þeirra giftast. Hún var stórlát og mannvönd. Þorbjörn var mjög vinsæll maður, en hann var fremur fé- lítill. Þrátt fyrir fátækt sína, var hann stórlátur. Einn af hin- um ungu mönnum, sem vildu giftast Guðríði, var stórríkur en hann var ekki af göfugum ætt- um. Vinir Þorbjörns hvöttu hann mjög til þess að gefa þess- um manni dóttur sína og bæta þannig efnahag sinn. Þorbirni mislíkaði það stór- um að nokkrum skyldi koma í hug að hann myndi gefa dóttir sína manni, sem ekki væri henni samboðinn að ættgöfgi, og hon- um fanst að hann ekki geta haldið virðingu sinni á íslandi framvegis, vegna féleysis. Hann býður nú vinum sínum öllum á mikla veizlu og segir þeim frá því að hann hafi ákveð- ið að flytja burt af Islandi til vinar síns, Eiríks rauða, á Græn- landi. Vinum hans þótti slæmt að heyra þetta, en vissu að það myndi árangurslaust að reyna að telja hann af því. Þorbjörn selur nú lönd sín og kaupir skip. Með honum og fjölskyldu hans fóru margir vin- ir hans; á skipinu voru um þrjá- tíu manns. Á leiðinni til Grænlands lentu þeir í miklum hrakningum; margt af fólkinu veiktist og helmingur þess dó. Loks kom- ust þeir að Herjólfsnesi á Græn- landi. Bóndinn þar tók þeim vel og Þorbjörn ásamt dóttur sinni og skipverjum var hjá honum um veturinn. (Framhald—) að styðja — support, back up forkunnar fögur—excedingly beautiful. að biðja konu — to propose mar- riage. stórlát — proud mannvönd — particular as to choice of husband. vinsæll — popular félítill — short of money stórríkur — very wealthy að hvetja — to urge að bæta — to improve efnahagur — financial circum- stances að mislíka — to be displeased af göfugum ættum — of noble descent samboðinn — worthy virðing — honour, respect veizla — reception, banquet árangurslaust — fruitless hrakningar — hardships þínir, bráð lifandi. Hvernig lízt þér á þá. Sólrún þorði varla að horfa á þá, hvað þá heldur að snerta þá. Sveinn vinnumaður kom inn í þessu og skilur alt, og vissi líka alt um það, því Hjálm- hlíf og hann voru sem einn mað- ur. Hann gengur til Hjármhlíf- ar og kyssir hana, og segir: Alt- jend ertu sú hugrakkasta og bezta stúlkan, hvar sem þú ert. Kr. Ólafsson frá Hábæ Einhverntíma kom nágranni tyrkneska háðfuglsins Naz- reddin til hans og bað hann að lána sjer reipi. — Jeg get það ekki, svaraði Nazreddin. — 1 augnablikinu er jeg að nota það til að binda upp tíu gallon af vatni. — Hvað -L ekki bindur þú vatn upp í reipi! — Vinur minn, sagði Naz- reddin. — Allah er almáttugur og veitir okkur mátt til að gera ýmislegt við þau reipi, sem við viljum ekki lána. * — Já, gortaði Kaliforníubú- inn, við höfum 365 sólskinsdaga á ári. — Ertu nú alveg viss um það? Ja, það eru náttúrlega 366 þegar hlaupár er. HIGH GRADE MALTING BARLEY SEED Now Available Through SHEA-DREWRY BARLEY IMPROVEMENT FUND The Manitoba Barley Improvement Committee is this year again making high quality seed barley avail- able for seeding, through the country elevators. Distribulion will be made any place in Manitoba, and ihe barley is of O.A.C. No. 21 variety. Minimum quantity for any order 10 bushels. Seed will be shipped in two-bushel sacks, freight prepaid. The supply is limited, consequently applications will be considered in the order in which they are received. Ask your local elevator agent for price. Cash must accompany order. The present price situation is a temporary one due to feed shortages. Canada needs malting barley and there will be a large export demand in the future. v Further particulars and order form, may be ob- tained from your local elevator agenl or The Manitoba Barley Improvement Committee, Room 153 Legislative Building, Winnipeg. Manitoba. V.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.