Lögberg


Lögberg - 21.03.1946, Qupperneq 8

Lögberg - 21.03.1946, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MARZ, 1946. Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Avenue, Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. + The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their next meeting in the church parlors on Tuesday, March 26th at 2.30 p.m. + Mr. Guðmundur Johnson frá Prince Albert, Sask., var stadd- ur í borginni í byrjun vikunnar. + Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, voru stödd í borginni á þriðjudaginn var. + Frú Sigríður Sigurgeirsson frá Gimli, var stödd í borginni í byrjun vikunnar. + Þau Mr. og Mrs. Sigvaldi Nor- dal frá Selkirk, komu til borgar- innar í lok fyrri viku. + Afmœlisgiafir til Betel, feb. 1946. Mrs. Kristjana Bjarnason, Bet- el, í minningarsjóð um Kristján Bjarnason sem dó á Betel, júlí 28, 1945 $10.00. Miss Sæunn Bjarna- son, Gimli, í minningu um mína elskulegu föðursystir, Miss Sig- ríði Jóhannsdóttir, og kæra tengdasystir Agnesi Thorgeir- son og börn hennar Sesselía, Þor- björg og Þorgils Þorgeirson $10. Mrs. Guðrún Sigurdson, Betel, í minningu um Dr. Brandson, $5. Mr. Hannes Gunnlaugson, Betel, $2. Mr. David Björnson, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg, “til gamla fólksins á Betel,” Ný Kirkju- söngsbók eftir Sigfús Einarson og Pál Ingólfsson, verð $14.00. Mrs. Ásdís Hinrickson, Betel, í minningu um Dr. Brandson $10. Mrs. Guðfinna Bergson, Betel, $5. Mrs. Stefanía Finnbogason, Betel, $5. Á fyrsta marz (afmæl- isdegi Betel) heimsótti Lúterska kirkjufélagið á Gimli, Betel, með fjölmennri heimsókn, góðum veitingum og góðri skemtun. All- ir vistmenn þakka þessa heim- sókn. Samskot á afmælissam- komu kvenfélags Fyrstu Lút- ersku kirkju, Winnipeg, $141.79. Nefndin þakkar innilega fyrir allar þessar afmælisgjafir. J. J. Swanson, féhirðir, cjr Avenue Bldg., Winnipeg. + Skemtifundur Sumir hafa þá hjákátlegu hug- mynd, að alt sem þeir geta fengið fyrir lítið eða ekkert, sé einkis- vert. Svo hefir það reynzf hjá okkur Good Templurum. Við höfum auglýst, ókeypis skemtanir, með myndasýningum, og mjög fátt fólk orðið þess aðnjótandi. Við berum enga ábyrgð á því. En við gefum ekki upp þó fáir virði til- raunir okkar. Við bjóðum lönd- um okkar, einusinni enn, á skemti fund,. á mánudaginn kemur þann 25. þ. m. kl. 8.45 e.h. í samkomu- sal okkar. Það verða sýndar myndir af Fróni, sem aldrei hafa verið sýndar með “vél” áður. Fyrirles- arinn er ungur maður sem var í flughernum heima á fróni, “Tommi” Finnbogason. Ungmenni, sem hafa í hyggju, að leggja stund á nám við verzlunarskóla í Winnipeg, ættu að leita upplýsinga á skrifstofu Lögbergs; þeim getur orðið að því hreint ekki svo lítill hagur. Það fólk, sem hefir aflað sér verzlunarmentunar, á margfalt hægra með að fá atvinnu, en hitt, sem slíkra hlunninda fer á mis. Spyrj- ist fyrir um kjör á skrif- stofu Lögbergs nú þegar; það getur margborgað sig. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþjónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. + Messur í prestakalli séra H. E. Johnson : Lundar, sunnudaginn þann 24. marz, kl. 2 e.h. Hecla, sunnudaginn 31. marz, kl. 2 e.h. Ræðuefni í báðum stöðum: Únítarisk Krists mynd. H. E. Johnson. + Gimli Prestakall Sunnudaginn, 24. marz, ensk messa að Gimli, kl. 7 e. h.; mes^a að Husavick, kl. 2 e. h. Skúri Sigurgeirson. + Útvarp Á sunnudagskvöldið 24. marz, kl. 7 ( Winnipeg tíma) verður guðsþjónustunni í Fyrstu lút- ersku kirkju útVarpað yfir stöð- ina CKY. Útvarpið fer fram á íslenzku. Allir velkomnir. 1 nafni Good Templara stúk- unnar Skuld. A. S. Bardal. + STAKA Mér á að sálga í syndinni, svört mig nálgast moldin. Utan af gálga grindinni Guð er að tálga holdin. P. G. + Leiðrétting 1 minningar orðum sem eg skrifaði eftir konuna mína sál- ugu og birzt hafa í báðum Is- lenzku vikublöðunum, í I,ögbergi 28. febrúar, og Heimskringlu 13. marz, er ein villa, sem eg vil leiðrétta, þar sem sagt er frá dauðsfalli Aðaljóns, er sagt að hann hafi dáið af afleiðingum af slagi. Það á að vera af “slysi.” Eg býst við að eg hafi skrifað þetta rangt, sé því mér að kenna en ekki prentvilla. Eg bið Lög- berg að birta þessar línur, og góðfúsa lesendur blaðanna að athuga. Ágúst Johnson. Sakaður um njósnar- starfsemi Mr. Fred Rose, Labor-Pro- gressive sambandsþingmaður fyrir Montreal-Cartier kjördæm- ið í Montreal, var tekinn fastur í fyrri viku, og hefir verið sak- aður um að hafa verið viðrið- inn njósnarstarfseminá Rússum í vil, sem nú er verið að rann- saka í Ottawa; bar Mr. King hon- um það á brýn, að hann hefði verið milligöngumaður rúss- neskra hernaðarvalda með það fyrir augum, að veita þeim að- gang að Canadiskum hernaðar- legum leyndarmálum. Mr. Rose var brátt látinn laus gegn tíu þúsund dollara veði, og hefir tekið sæti sitt í þinginu. — Hvenær er karlmaður orð- inn gamall? — Þegar ung stúlka stendur upp fyrir honum í strætisvagni og býður honum sæti sitt. — En hvenær eru konur orðn- ar gamlar? — Þegar*ungir menn hætta að standa upp fyrir þeim í strætis- vagni og bjóða þeim sæti sitt. FLYTUR ERINDI A. A. Milligan Eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, flytur Mr. Milligan fyrirlestur um Technocracy í Sambandskirkj- unni hér í borg, á mánudaginn þann 15. þ. m., kl. 8.15 e. h. Allir velkomnir. “Já,” sagði gamli maðurinn við gestinn, “eg er hreykinn af dætr- um mínum og eg vildi gjarnan sjá til þess, að þær yrðu ham- ingjusamar í hjónabandinu. Nú, og úr því eg á svolítið af pen- ingum, mundi eg sjá fyrir því, að þær færu ekki alveg aura- lausar í hjónabandið. Það er þá fyrst hún María, tuttugu og fimm ára gömul og hin fríðasta. Eg ætla að gefa henni þúsund krón- ur, þegar hún giftir sig. Svo kemur Elsa, sem er 35 ára. Henni gef eg 3000 krónur, og sá, sem tekur Gunnu mína, en hún er fertug, fær 5000 með henni.” Gesturinn, sem var ungur mað- ur að norðan, ruggaði sér og spurði: “Þú átt ekki eina um fimtugt, er það?” Minningarorð um Sigurð R. Hafliðason' (Framh. af bls. 4) en bjargálna maður. Það var bagalegt, að honum skyldi ekki hafa gefizt kostur á að helga sig sériðn. Lagtækni hans kom i ljós, við hverju sem hann snerti. Hann var einn þeirra manna, sem þjáðist við aðgerðarleysi. Vinnan er þeirra lækning. En heilsu hafði hann alltaf góða, svo að varla varð honum misdægurt um ævina. Og ætíð var hann að ditta að því sem úr skorðum fór. Þegar Sigurður tók til að um við ísafjarðardjúp, duldist mér ekki, að hugurinn hlyti að hvarfla heim á fornar slóðir, að hann “var þar á hverri nóttu, þegar hann svaf.” Endurminn- ingarnar voru ávalt ferskar; hann greindi nákvæmlega frá mönnum og atvikum, mundi hverja þúfu hjásetuáranna, fjöru- steinana sem hann tróð sem barn og síðar sem fullgildur sjómað- ur; “áraskipin” voru honum allt af jafn nákomin, þótt liðin væri hálf öld síðan hann sleppti hönd af hlunnunum. Og ekki hafði fölrtað yndi hans af að kveða rímnastemmurnar, sem hann lærði í uppvextinum. Sigurður var alla æfi einlæg- ur trúmaður. Þótt hann fylgdi Lútherstrú, var hann ekki and- stæðingur annara trúarbragða. Hann sýndi hverjum þeim sann- girni og aðdáun, sem honum fannst breyta samkvæmt því bezta í hinum eða þessum trúar- brögðum. Hann var svo fjarri lasti og hleypidómum um ná- ungann, að væri mönnum sagt misyrði á bak, var hann vísastur til þess að taka málstað þeirra, þótt hann ætti þeim ekki upp að inna. Hann dró tíðast fram kosti manna, áleit, að engum væri alls varnað. Við vorum oft ósammála um ýms atriði trú- arbragða og þjóðfélagsmála. Eg hef víst sagt margt ungæðislegt orðið í þeim umræðum og haldið á lofti “trúlausum” sjónarmið- um, sem kann að hafa sært ein- lægar trúartilfinningar hans. Þrátt fyrir það þótti mér mikið til þess koma, hversu hin mann- úðlegu atriði trúarinnar voru mikill þáttur í gerðum hans. Hann var einstaklega elskur að börnum, hafði gaman að leika við þau, gaf þeim gull, sem þau kunnu að meta. Síðasta verk hans var að reisa og skreyta jólatré handa dætrabörnum sín- um. Hann lauk því að kvöldi, gekk út, en kom ekki aftur. Eg mun altaf telja mér það til gæfu að hafa kynnst þeim Sig- urði og Þórunni. Þau voru menn- eskjur hjartahreinar. Þau voru elsk að ljóðum, kunnu sæg vísna og kvæða, og þekktu vel margt það samtímafólk sitt á Islandi, sem mig fýsti löngum að heyra sögur af. Avoid the Spring í Rush . . . Send Now Most SUITS - COATS DRESSES segja mér sögurnar af æskuárun The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Utsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA THE IDEAL GIFT ICELAND'S THOUSAND YEARS A series of popular lectures on the History and Literature of Iceland. 172 pages — 24 illustrations Price $1.50 Send Orders to: MRS. H. F. DANIELSON, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada. AIl Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards Cellotone” Cleaned 72° m ÆJ Cash & Carr Cailed For and Delivered Slightly Exlra Phone 37 261 PERTH’8 888 SARGENT AVE. Sigurður tengdist lítt skipu- lögðum félagsskap, gaf sig ekki mikið að Islendingafélögum, utan kirkjunnar. Þó hefi eg varla nokkrum íslenzkum foreldrum kynnst ennþá, hér fyrir vestan, sem meiri rækt lögðu við það að korna íslenzka arfinum í henditr barna sinna en þeim Sigurði og Þórunni. Þau kenndu dætrum sínum öllum íslenzku, svo að ekki gleymdist. Á því virðast mér flestir foreldrar ís- lenzkir í hérlendum borgum gefast upp við, af því að það er talsverðum erfiðleikum bundið. Þau sögðu þeim s4int og snemma af íslenzkum þjóðháttum og sér- kennum. Sigurður hvarf okkur í einum svip. Hann átti alla æfi við góða heilsu að búa, var gætinn, sá fótum sínum forráð. En umferða- menning aldar vorrar verðskuld- ar ekki lengur það nafn, ef fleiri týna lífinu fyrir henni en í stríði. Minniál BETEL í erfðaskrám yð«r Vertu sæll, vinur, þökk fyrir kynninguna. Gunnar Bergmann. The Honourable R. F. McWil- liams, Lieutenant-Governor of Manitoba writes concerning this book, in a letter to the author, December 18th, 1945: “I am exceedingly obliged to you for sending me a copy of this book. I have read a large part of it with the greatest interest, and am very glad to have this record of the experiences of the Lutheran people in Canada, a story of which few Canadians know much. I want to congratu- late you most heartily on this fine contribution to the history of Canada.” Send orders to Mr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg ------/7 PuLUc JP.edu/ic ost----- TECHNOCRACY will be given by A. A. MILLIGAN (Authorized Speaker from Victoria, B.C.) MONDAY, MARCH 25TH - - 8:15 P.M. in First Federated Church (Corner Banning and Sargent) * * * “Whatever the future of Technocracy, one must fairly say that it is the only program of social and economic recon- struction whish is in complete intellectual and technical accord with the age in which we live.” —Encyclopedia Americana. EVERYBODY WELCOME Saga >> VESTUR ISLENDINGA Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að stærð, og í falfegu bandi. Þetta er bók, sem verðskuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof- um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win- nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum. FUEL SHORTAGES We regrel Ihal owing lo consianlly changing conditions, we are noi always able io supply many of our patrons wiih ihe parlicular kind of Fuel ihey prefer. We appreciaie your paiience and undersianding during ihese very difficull iimes and shall always welcome your inquiries so ihai we may co-operate wiih you and supply the besi coal available ai any given iime. In iimes of scarciiy as well as of pleniy our moilo:— "AN HONEST TON FOR AN HONEST PRICE" McCurdy Supply Co. Ltd. BUILDERá' SUPPLIES and coal Phones 23 811 —23 812 1034 Arlinglon St.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.