Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIWJN 28.-MARZ, 1946 3 “Týnda” Fólkið í Evrópu- löndunum Af þeim átta miljónúm, sem Þjóðverjar fluttu til nauðungar- vinnu, hafa tvær miljónir ekki enn komist heim j. Smávægilegt ósamkomulag innan U.N.R.R.A. stofnunarinnar hefir orðið þess valdandi, að hið ‘týnda’ fólk styrjaldarinnar, hef- ir á ný orðið umræðuefni heims blaðanna. í>að er, ef til vill, heppilegt, að bóla skyidi á þessu csamkomulagi einmitt nú, er fyrsta þing Sameinuðu þjóðanna hefir komið saman, og beina þannig athygli almennings að einu erfiðasta viðfangsefni end- urreisnarstarfsins. Reynt mun að gera fólki skiljanlegt með Knun- um hér á eftir, hver þessi vanda- mál éru. — En fyrst verður fólk að gera sér ljóst, hvað felst í hugtakinu “týnt fólk.” Því það skiftir miklu máli, hvort það er hermaður, starfsmaður eða blaða maður, sem notar þetta hugtak. Ekki er t.d. hægt að líta á þá 100,000 Pólverja, sem börðust í her Anders hershöfðingja í Italíu og vilja nú ekki hverfa heim, sem “týnda” menn, þó að allur almenningur kunni að líta svo á, og að því hljóti að koma, að taka þurfi einhverjar ákvarðanir um mál þeirra. Þeir geta ekki eytt því, sem eftir er æfinnar, sem fæddir og klæddir hermenn Bretaveldis. Það, sem þeir lögðu að mörkum á vígvöllunum, gef- ur þeim rétt á því, að ekki sé litið á þá einungis sem flótta- menn. En hver eru þessi rétt- indi eiginlega? Hinar mörgu þúsundir als- lausra og heimilislausra ítala, sem hafast við í herbúðum í ítalíu, eru ekki heldur “týndir,” þó þeir hafi lifað utan heima- lands síns í tvo eða þrjá manns- aldra, í Grikklandi, Júgóslavíu aða Austurlöndum. Þetta eru umkomulausir flóttamenn, en þeir eru ekki föðurlandslausir, að minsta kosti eftir að þeir eru komnir inn fyrir landamæri ítalíu. Reknir frá heimilum sínum Og svo koma þeir, sem erfitt er að skera úr um. — Hernaðar- yfirvöldin líta yfirleitt svo á, að þær miljónir Þjóðverja, Ung- verja og annara fyrverandi óvina sem enn eru utan landamæra föðurlanda sinna, eða hafa verið reknir frá heimilum sínum er- lendis, séu í raun og veru “týnt” fólk. — En UNRRA lítur öðru- vísi á þetta. í Austurríki er mik- ill fjöldi heimilislausra manna, sem Ungverjar, Ilúmenar og Jú- góslavar hafa rekið úr löndum sínum. Að því mun koma, þegar vetur er um garð genginn og nægilega mörg flutningstæki verða til umráða, að þetta fólk verði sent til Þýzkalands. — En á meðan verða hernaðar yfir- völd bandamanna að hafa umsjá oieð þessu fólki, þar sem auð- sýnt-er, að austurrísku stjórnar völdin eru þess ekki ijiegnug. Sama ástandið er í málefnum þeirra Þjóðverja innan Þýska- lands, sem reknir hafa verið, eða ftiunu verða reknir frá heimilum sínum af Tjekkum og Pólverj- Um. Enn þá hafa þessir fólks- flutningar ekki hafist fyrir al- vöru. Aðeins um 8,000 manns koma daglega inn á hernaðar- svæði Breta úr austurhlutum landsins. Þetta fólk hefir ekki alt verið rekið frá heimilum sín- um. — f?umt af því er aðeins að flytja til fyrri heimkynna sinna. Lesendur geta dæmt um það sjálfir, hvort allt þetta fólk hafi átt heima í Þýskaland; áður, Þegar í ljós kemur, að þegar er þremur miljónum fleira á her- uámssvæði Breta en var á sama landssvæði fyrir stríð. Miklir fólksflutningar með vor- inu. Á það hefir verið bent, að fólksflutningar séu ekki enn byrjaðir fyrir alvöru. En það befir orðið að samkomulagi, að í aprílmánuði muni brottflutn- andi kolaofna má sjá á mynd ingur Þjóðverja frá Tjekkósló- va-kíu og Póllandi hefjast af full- um krafti. Flytja á meira en sex og hálfa miljón manna. Sam- kvæmt þessu samkomulagi, mun Rússneska hernámssvæðið taka á móti nokkrum hluta þeirra, en hvort þeir dveljast þar lengi, gegnir öðru máli. Það er þegar byrjaður stöðugur straumur aí fólki frá rússneska svæðinu. Og það er líklegt að straumurinn á hernámssvæði Breta og Banda- ríkjamanna haldi áfram. Óg þó er ekki litið á þetta fólk sem “týndar” persónur. Það er kall- að flóttafólk og er ekki undir umsjá UNRRA. Ætlast er til, að þýsk stjórnarvöld sjái því farborða og að hernaðaryfirvöld bandamanna hafi eftirlit með *því. Minst er á alla þessa mismun- andi flokka heimilislausra manna sem teljast ekki til “týndra” per- sóna, til þess að sýna, hversu sérstætt og að sinu leyti tak- markað vandamálið er, sem Morgan hershöfðingi vék að og sem vakti svo mikla athygli á dögunum. Erlenda vinnuafliö aðal vanda- málið. Hugtakið “týnt” fólk, eins og starfsmenn UNRRA nota það, á við þær tvær miljónir, sem eftir eru af þeim þegnum bandamanna sem nasistarnir fluttu frá heim- ilum sínum til vinnu í Þýska- landi, auk þess fólks sem flæmd- ist frá heimilum sínum vegna hernaðaraðgerða Þjóðverja, og þeirra þegna óvinaþjóðanna — þeir eru flestir Gyðingar — sem voru ofsóttir eða settir í fanga- búðir. Þegar þýskaland beið lægri hlut í styrjöldinni, voru að öll- um líkindum átta miljónir “týndra” manna í löndum Þjóð- verja, er hernaðaryfirvöldun- um tókst á ótrúlega skómmum tíma að fæða og klæða og koma meira en sex miljónum áleiðis til heimkynna sinna. — Fjöld- inn allur af öðru fólki, rúm milj- ón að haldið er, komst heim án aðstoðar yfirvaldanna. Við þessa geysimiklu flutninga var notast við bráðabirgðahús, er komið var upp á fjölförnustu leiðunum, og í þesum skýlum hafast þær tvær miljónir við, sem eftir eru, þó að þeir séu ekki fáir, sem kjósa það að hafa ofan af fyrir sér með því að leggjast á fólkið í sveitunum, eða stunda heldur grunsamlega kaupmensku —eða jafnvel, gerast stigamenn. Sumir vilja ekki fara heim Þessum íólksflutningum auðvitað akki alveg lokið. Þeir voru margir, sem kusu það að lenda ekki í fyrstu hópflutning- unum. — Mikill fjöldi Pólverja bíður eftir því, að vetrinum ljúki, áður en þeir halda af stað heim, svo enn er allmikill fjöldi manna sem ekki telst til þeirra “harð- snúnu.” En að því hlýtur að koma, að ráða verði fram úr mál- efnum þeirra. En það, sem byrj- að er að verða yfirvöldunum töluvert áhyggjuefni, er, að hóp- ur hinna “harðsnúnu” er að auk- ast, og að fólk, sem í fyrstu hafði hug á að snúa heim, er nú að skifta um skoðun. Lífsskilyrð- in í bráðabirgðarskýlunum hafa hér mikið að segja. Myndir þær af íverustöðum “týnda” fólksins, sem birst hafa í blöðunum, gefa yfirleitt mjög rangar hugmyndir um aðbúnað fólksins. Myndir af skuggalegum skýlaröðum, þar sem tötralegt fólk stendur í biðröðum fyrir framan eldhúsdyrnar, eru í aug- um fjöldamargra Evrópumanna myndir af æfintýralegum als- nægtum, sem þeim getur ekki einu sinni áskotnast í fegurstu draumum sínum. Stormurinn feykir snjonum í gegnum brotna gluggana á hálf- eyðilögðum húsum þeirra, en það eru glugga rúður 1 skýluín “týndu” persónanna. Engin kol eru fáanleg til að hita upp þær húsagrindur, sem ekki hafa orð ið sprengjunum að bráð, en gló- unum úr bráðabirgðaskýlunum. Og það, sem mestu máli skiftir er, að þeir sem dveljast í þessum k^lum, þurfa ekki að kvíða morgundeginum. Maturinn er ókeypis og helmingi meiri en allur almenningur getur fengið. Og hann er framreiddur heitur tvisvar á dag. Það er því ekki að furða, þó að þeir séu ekki fáir, sem hættir eru að æskja þess, að snúa aftur til heimiia sinna. En»eftirtektarvert er það, að flestir þeirra, sem vilja ekl^ fara heim, koma frá löndunum þar sem núverandi lífsskilyrði eru verri en í skýlum “týnda” fólksins. Stærstu þjóðabrotin Við skulum nú sja, hvaóan fólk þetta hefur komið. Pólverj- ar eru flestir. Þó að her AnOers sé ekki talinn með, má gera ráð iyrir, að í ítaliu, Austurríki og Pýzkalandi séu þeir yfir 700 þús- und. Margir þeirra eru vafalaust uftn Póllands vegna stjórnmáia skoðana. Töluverður fjöldi mun vera flækingar, sem brotið hafa eitthvað af sér í Póllandi. En ílest er þetta fólk, sem liiao hefir svo lengi undir eftirliti af einhverri tegund, að það treystist ekki til að snúa við blaðinu og gerast óháðir og frjálsir borgar- ar. Hvað lífsviðurværi snertir, er stórkostlegur munur á þessum skýlahverfum og fangabúðum nazista, sem það haíðist við meðan á styrjöldinni stóð, en séð frá sálfræðilegu sjónarmiði er munurinn ekki svo mikill. Hvorki fantabrögð nazista né umönnun UNKRA er líklegt tii að auka sjálfbjargarviðleitnina. Og sú afsökun, að margt af þessu fólki geti ekki snúið hetm vegna skoðana sinna missir töluvert af gildi sínu, þegar það ly;mur í ljós, að af 2,700 Pólverjum í Þýzkalandi, sem boðin var land- búnaðarvinna í Frakklandi þáðu það aðeins þrír, og þó hafði þessu fólki verið heitið borgararétt- indum og venjulegum kauptaxta. Flúðu undan Rússum Næst stærsti tiokkurinn er Baltar. í þessum flokki eru um 200,000 manns. — Staða þessa fólks er að ýmsu leyti einkenni- leg, því enda þótt það eigi að heita að vera rússneskir ríkis- borgarar, flúði það undan herjum Rússa og kaus að freista ham- ingjunnar 1 Þýzkalandi Hitlers, En til þess að vera sanngjarn, verður þó að játa það, að það er jafn andvígt nazistum og kommúnistum. Þetta fólk heyr- ir að mestu leyti til mentaðra er millistétta, og fortíð þess á sviði stjórnmála mundi að öllum lík- indum gera því lífið óbærilegt, ef það ætti eftir að snúa aftur heim til sín. En dvöl þeirra í bráðabirgðaskýlunum hefir ekki haft mikil áhrif á þá og þeim mundi reynast tiltölulega auð- velt, að setjast að í nýju landi. Júgóslavar mynda þriðja stærsta hópinn. í honum er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Allmargir þeirra hafa aðhylst stjórnmálastefnur, eða verið með limir skæruflokka, en það eitt er að áliti einræðisherrans Titós, refsivert afbrot. Þá er einnig í þessum hópi töluverður fjöldi smábænda, er hafa heyrt það, að fylgimenn Títós hafi lagt eignar- hald á jarðir þeirra og íiræðast það, að ef þeir snúi aftur, muni þeir verða kærðir fyrir landráð, en þótt þeir hafi ekki á nokkurn hátt haft samvinnu við óvinina. — Smábændur þessir eru mynd- arlegir, en á eftir tímanum á ýmsum sviðurp, og hætt við, að vera þeirra í ókunnum löndum kunni að hafa slæm áhrif á þá. Og loks eru það Gyðingarnir. Þeir eru fjórði stærsti flokkur- inn, og vandamálin í sambandi við þá eru engu minni en þeirra þjóðbrota, sem þegar hafa verið talin upp. Úr þessum fjórum flokkum koma að öllum líkindum níu af hverpum tíu hinna “harðsnúnu.” UNRRA vinnur mikið verk Og svo að lokum nokkur orð um UNRRA. Fyrir nokkurum mánuðum síðan voru látnar í ljós efasemdir um heiðarleik og dugnað þessarar stofnunar, og útlit fyrir að þesi gagnrýni hafi verið á rökum bygð. Að minsta kosti voru gerðar miklar breyt- ingar á UNRRA í Þýzkalandi og stóð Morgan hershöfðingi, hinn nýji forstöðumaður stofnunar- innar fyrir því. En enginn efast um þaö í dag, að þeir menn og konur, sem nú starfa á vegum hennar, sýni bæði áhuga og ráð- vendni í starfi sínu. í Austur- 1 ríki er ástandið í þesum efnum sæmilegt, en í ítalíu mætti koma á ýmsum endurbótum. Þá er ekki nema sanngjarnt, að benda á það, að UNRRA í Mið-Evrópu er ekkert annað en stofnun, er komið hefir verið á fót, til að sjá fyrir starfsmönnum, sem vinna undir eftirliti her- yfirvaldanna, að málefnum þeirra “týndu.” UNRRA kemur í framkvæmd þeim áformum, sem ýfirvöldin hafa komið -sér saman um. Að áliti þess, sem skrifar þetta, hafa þessar ákvarð- anir, eða öllu heldur vöntunin á ákvörðunum, orðið til að auka á vandamálin í sambandi við “týnda” fólkið, frekar en að leysa þap. — En UNRRA á ekki sök á þessu. Yfirmaður UNRRA í Þýzkalandi, hefir reynt að benda á þetta. Jafnvel það starf, sem leyst er af hendi, til þess að skjóta skjólshúsi yfir og seðja hungur þeirra, sem landflótta eru, mætir margskonar erfið- leikum sökum vöntunar á hand- bæru fé. 1 árslok 1946, mun í ráði að leggja þessa stofnun nið- ur, og þó sjást engn merki þess, að þing Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr í London, hafi hafið undirbúning að, eða byrjað um- ræður um það, hvað gera skuli við allan þann fjölda, sem nú er á vegum UNRRA. Mörg vandamál liggja fyrir ríkisstjórnum heimsins um þess' ar mundir. Þær virðast hafa til- hneigingu til að leggja þau við fangsefni til hliðar, sem athygli þeirra er ekki vakin á, og flestir láta að mestu afskiftalaus. Að- eins áhugi almennings getur gert það að verkum, að gerðar verði ráðstafanir til að finna heimili handa hinum “týndu.” Morgunbl. 12 febr. TAR ST0RAGE LTD. DR. A. V. JOHNSON DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon Dentist 602 MEDICAL ARTS BLDG. 506 SOMERSET BUILDING Simi 93 996 « Telephone 97 932' Heimili: 108 CHATAWAY Ilome Telephone 202 398 Simi 61 023 Talslmi 95 826 Heimilts 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET og kverka sjúkdámum. 704 McARTHUR BUILDING (Beint suður af Banning) e- Cor. Portag’e & Main Stofutlmi 4.30 — 6.30 Talstmi 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi Laugardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK DR. E. JOHNSON Srrfræðingur í augna, eyrna, * nef og hdlssjúkdómum. 410 MEDICAL ARTS BLDG 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m. Heimasfíni 42 154 Phones: Office 26«— Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 íslenzkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson Fólk getur pantað meðul og 116 MEÐICAL ARTS BLDG. annað með.pósti. Offioe Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljót afgreiðsla. and by appolntment A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur líkkistur og aniiast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 • PHONE 96 952 WINNIPEG Phone 31 400 DR. J. A. HILLSMAN Electrical Appliances and Surgeon Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 308 MEDICAL ARTS BLDG 674 SARGENT AVE. Phone 97 329 PEINCEÍ/ Dr. Charles R. Oke MESSENGER SERVICE Tpnnlœknir Við flvtjum kistur og töskur, For Appointments Phone 94 908 húsgögn úr smærri íbúðum, Office Hours 9—6 og húsmuni af öllu tæi. 404 TORONTO GEN. TRUSTS 58 ALBERT ST. — WINNIPEG BUILDING Sfrni 25 888 283 PORTAGE AVE. C. A. Johnson, Mgr. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 I.egsteinar, sem skara fram úr. H. J. PALMASON Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. and Company Skrifið eftir verðskrá Chartered Accountants Gillis Quarries, Limited 1101 McARTHUR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SlMI 28 893 Winnipeg, Cánada Winnipeg, Man. Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Specialists LIMITED ELECTRONIC LABS. 30á AVENUE BLDG WPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Lögfrœðingar Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sími 98 291 Manitoba Fisheries WINNIPEG. MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I helldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.simi 25 355 Heima 55 462 Blðm Stundvtslega afgreidd THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Stmi 97 466 , Hhagborg u FUEL CO. n Dial 21 331 (C.F.L No. 11) 21 331 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Tour patronage wlll be appreciated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 CANAD-IAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale JJistributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.