Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2&. MARZ, 1946
--------iLogtoerg---------------------*.
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED j
695 Sargent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utan&skrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
PHONE 21 804
Prófessor Sveinbjörn Johnson
Mig setti hljóðan, er símadeild
Canadian Pacific járnbrautarfélagsins
hringdi í mig á miðvikudagsmorguninn
þann 20. yfirstandandi mánaðar og las
fyrir mig símskeyti frá Dr. Árna Iielga-
syni í Chicago þar sem mér var gert að-
vart um að nóttina á undan hefði pró-
fessor Sveinbjörn Johnson látist af
hjartaslagi í bænum Champaign í Illinois
ríkinu, en þar hafði hann átt heima um
allmörg undanfarin ár; freklega tuttugu
og sjö ár voru liðin frá því, er fundum
okkar fyrst bar saman, er hann sem
gestur, dvaldi nokkura daga í þessari
borg; mér líður það aldrei úr minni, hve
þessi hjartahreini og djúpvitri maður
var ástúðlegur í viðmóti við mig, alls-
endis ókunnugan, hve brosmildur hann
var og hlýr, þótt fas hans alt vitnaði
jafnframt um óhvikula alvöru og sterkan
vilja; eg fann til þess að þar væri á ferð
víkingur með barnshjarta, er á sínum
tíma myndi marka djúp spor í tímans
sand; þetta varð orð og að sönnu, þótt
hugboð mitt vitaskuld ylli þar minstu
um; hinir fyrstu samfundir okkar Svein-
bjarnar leiddu til vináttu, er styrktist
í rót með fjölgandi árum, þrátt fyrir
litaskiptin, sem hún nú hefir tekið, við
sviplegt fráfall hans.
í stuttri, en íturhugsaðri ritgerð um
prófessor Sveinbjörn sextugan, er birt
var í Almánaki Thorgeirson’s 1943, eftir
Dr. Richard Beck, er í innganginum
þannig komist fagurlega og maklega
að orði:
“í hlutfalli við höfðatölu íslendinga
vestan hafs, er það óneitanlega orðinn
álitlegur hópur þeirra karla og kvenna,
sem borið hafa merki manndóms og at-
hafna á þarlendum vettvangi með þeim
hætti, að varpað hefir ljóma á ættland-
ið og þjóðstofn vorn.
Hin fögru kveðjuorð Arnar skálds
Arnarsonar til vor Vestur-íslendinga, í
tilefni af íslandsför Guttorms J. Gutt-
ormssonar, eiga því við staðreyndir að
styðjast, og verður hugarhlýja þeirra
og aðdáunarandi fyrir það ennþá áhrifa-
meiri, en ella væri:
“Þeir sýndu það svart á hvítu
með sönnun er stendur giíd,
að ætt vor stóð engum að baki
í atgerfi, drengskap og snild.”
Meðal þeirra manna af íslenzkum
stofni í Vesturheimi, sem hæzt ber í
þarlendu þjóðlífi fyrir hæfileika þeirra
og áhrifamikið nytjastarf, er prófessor
Sveinbjörn Johnson; enda hefir hann
skipað mikilvægar stöður og haft með
höndum víðtæka menningar- 'og stjórn-
arfarslega starfsemi í tveimun ríkjum
Bandaríkja Norður-Ameríku, Norður-
Dakota og Illinoins.—” ^
Prófessor Sveinbjörn var fæddur
að Hólum í Hjaltadal þann 10. dag júlí-
mánaðar, árið 1883. Faðir hans, Jón
Jónsson skipstjóri, lézt á bezta skeiði
ævinnar, en vestur um haf fluttist
Sveinbjörn kornungur með móður sinni
Guðbjörgu Jónsdóttur frá Nesi í Fljót-
um og stjúpföður sínum Ólafi Jóhanns-
syni frá Framnesi í Blönduhlíð; settust
þau brátt að í íslenzku frumbygðinni
við Akra í North Dakota, og í því um-
hverfi naut Sveinbjörn barnaskóla-
mentunar; námshæfileikar Sveinbjarn-
ar voru snemma ábærilegir, og með
þeirri festú, er jafnan svipmerkti skap-
gerð hans, lánaðist honum að ryðja sér
braut til æðri mentunar, og ljúka á sín-
um tíma stúdentsprófi, meistaraprófi
og embættisprófi í lögvísi við háskóla
North Dakotaríkis, í Grand Forks; öll-
um slíkum prófum lauk Sveinbjörn með
heiðri, og vann margskonar heiðursvið-
urkenningar; hann þótti snemma mark-
viss og skemtilegur ræðumaður, er náði
föstum og óbifandi tökum á hugsana-
lífi hlustenda sinna; mælgimaður var
hann enginn, en þeim mun vissari í
rökum; persónuleiki Sveinbjarnar,
drengilegur og styrkur, mótaði hugsun
hans og málfar, og gerði hvorttveggja
mergjað og eftirminnilegt; í sínum hóp
gat Sveinbjörn verið manna fyndnastur,
og innan um íslenzka vini sína varð
honum tíðvitnað í kýmnisvísur ýmissar
eftir kristján Júlíus, er hann hafði alveg
sérstakt dálæti á.
Starfsferill Sveinbjarnar prófess-
ors varð annað og meira en algengt æfin
týri; hann varð eitt af kraftaverkuin
hins íslenzka kynstofns; eftir að Svein-
björn hefir stundað málafærslustörf í
nokkur ár, verður hann dómsmálaráð-
herra í North Dakota, og nokkuru síðar
hæztaréttardómari ríkisins; næsta
sporið, er hann svo stígur á þróunar-
brautinni verður það, að gerast pró-
fessor í lögvísi við hinn mikla háskóla
Illinoisríkis, jafnframt því sem hann er
skipaður lögfræðilegur ráðunautur
þeirrar umfangsmiklu menntastofn-
unar.
Árið 1935 er Sveinbjörn prófessor
valinn til þess af Roosevelt forseta, að
annast um ufirumsjón feikna fjárhæðar,
er Washingtonstjórn veitti á kreppu-
árunum t'il atvinnu- og kjarabóta í Illi-
noisríkinu; var þetta hið mesta vanda-
og ábyrgðarstarf, er Sveinbjörn leysti
af hendi með slíkri háttlægni og rögg,
er vakti aðdáun heillar stórþjóðar;
þannig speglaðist glögg dómgreind
Sveinbjarnar, ásamt réttlætisvitund
hans og samvizkusemi í sérhverju því,
er hann beitti sér fyrir óg hafði sett sér
að inna af hendi; hann gekk jafnan
óskiptur til verks, og í óhemju vinnu-
gleði sinni, vann hann eitt þrekvirkið
öðru meira, og lánaðist loks að ljúka
þýðingu af hinni fornfrægu lögbók ís-
lendinga, Grágás, yfir á enska tungu,
og mun sú bókmennta þrekraun, ein út
af fyrir sig, halda nafni hans lengi á lofti.
Þegar eg að áliðnu sumri 1944, hitti
Sveinbjörn vin minn í veizlu þeirri hinni
veglegu, sem þau Dr. Helgi P. Briem, og
frú, héldu til heiðurs fyrsta forseta ís-
lenzka lýðveldisins, herra Sveini Björns-
syni, í New York, áttum við nokkurt tal
saman um ritstörf hans, og sagði harni
mér þá, að annað veifið hefði sér fund-
ist að á þeim vettvangi hefði lífsköllun
sín átt að hafa legið, en svo hefði hann
á hinn bóginn borið kvíðboga fyrir því,
að verða ekki nema meðal fúskari, og
væri þá jafnan ver farið en heima setið.
“Og nú hefi eg lokið við Grágás,” sagði
Sveinbjörn með glettnisbros í augunum;
“eg hélt að hún ætlaði að steindrepa
mig, ög hún kannske gerir það enn; eg
vakti við þetta fram á rauða nótt í frek-
lega tuttugu ár, en tel það ekki eftir,
verði þýðing bókarinnar að einhverju
leyti til gagns og sæmdar.” Við Svein-
björn prófessor vorum meira og minna
saman alla dagana, sem eg dvaldi í New
York; fjallaði samtal okkar jafnaðarleg-
ast því nær einvörðungu um íslenzka
menningu og íslenzk hugðarmál; ást
hans á íslenzkri menningu var engin
yfirborðsjátning; hún var grunntónn-
inn í skapgerð hans og vitundarlífi.
Prófessor Sveinbjörn var merkur
rithöfundur er jafnan var viss í sinni sök
hann vann íslenzku þjóðinni mikið
nytjaverk með bók sinni “Pioneers of
Freedom,” er út kom í tilefni af Alþing-
ishátíðinni, auk þess sem hann með
markvissum ritgerðum í tímaritinu
“Ethics of Law,” varðandi samanburð
íslenzkrar og enskrar löggjafar, inti af
hendi mikilvæga fræðslustarfsemi ís-
lenzku þjóðinni til vegsauka; þó mun,
eins og Dr. Beck bendir á í áminstri
ritgerð um Sveinbjörn sextugan, sú rit-
gerð hans einna innviðatraustust og
þýngst á metum, er lýtur að lífsspeki
Norrænna manna og Forn-Grikkja, er
gengur undir nafninu “Old Norse and
Ancient Greek Ideals,” þar sem gerður
er samanburður á siðfræðilegum og
stjórnfræðilegum ritum Aristotelesar og
Hávamálum, og það dregið fram, hve
margt sé skylt með þeim lífsskoðunum,
sem til grundvallar liggja.
Sveinbjörn prófessor heimsótti ís-
land 1930 sem einn af sendifulltrúum
Bandaríkjastjórrtar, og bjó hann jafnan
að þeirri för; var hann kjörinn heiðurs-
doktor við háskóla íslands og sæmdur
stórriddara krossi Fálkaorðunnar, enn-
fremur sæmdi háskóli North Dakota-
ríkis hann heiðursdoktorsnafnbót í
lögum; engar slíkar mannvirðingar
stigu Sveinbirni Johnson til höfuðs;
hann mat þær, en var eftir sem áður
sami öðlingurinn, sama hógværa ljúf-
mennið.
Eg held að Sveinbjörn prófessor
hafi sent mér flest eða alt, sem eftir
hann birtist á prenti, að því undanskildu,
er hann samdi á stúdentsárum sínum,
og þykir mér gott að eiga slíkt í fórum
mínum til minningar um
látinn aðalsmann, og per-
sónulegan vin.
Sveinbjörn prófessor læt-
ur eftir sig ekkju, Esther
Henryettu Slette, hina
•
mestu myndar konu af
norskum ættum, ásamt
einum syni, Paul að nafni;
einnig tvær systur, Sigríði,
ekkju Jónasar Bergman,
og Önnu Johnson. •
*Útför Sveinbjarnar pró-
fessors fór fram í Grand
Forks, N. Dak., á sunnudag-
inn var; meðal líkmanna
úr hópi íslendinga, voru Dr.
Beck og Dr. Thorgrímsen.
Með prófessor Sveiríbirni
Johnson er genginn grafar-
veg vitur og hjartahreinn
mannkostamaður, sem holt
var að kynnast og gróði að
eiga að vini.
E. P. J. ,
FRÁ ÍSLENZKA SENDI-
RÁÐINU í WASHINTON
Washingtin, D.C.
20. marz, 1946.
Herra ritstjóri,
Einar P. Jónsson,
“Lögberg”
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba,
Canada.
Herra ritstjóri:
Hér með vil eg skýra yður frá
því, að á ráðstefnu þeirri, sem
nýlega var haldin í Wilmington
Island, Georgia, í sambandi við
stofnun alþjóðabanka og gjald-
eyrissjóðs mætti sendiherra Is-
lands í Washington sem fulltrúi
íslands. Ráðstefna þessi var
haldin í framhaldi af Bretton
Woods ráðstefnunni. Þess má
geta, að er fulltrúi Kanada var
kosinn í framkvæmdarráð al-
þjóðagjaldeyrissjóðs greiddi full-
trúi fslands honum atkvæði.
Þá vil eg einnig skýra frá því,
að á UNRRA ráðstefnu þeirri,
sem nú stendur yfir í Atlantic
City, New Jersey er einnig ís-
lenzkur fulltrúi, Magnús V.
Magnússon, sendiráðsritari við
sendiráð íslands í Washington.
**.
Virðingarfyllst,
Thor Thors.
Afi var að segja Jóni frá því,
þegar hann tók þátt í heimsstyrj-
öldinni fyrri. Þegar hann hafði
lokið því, sagði Jón:
— En afi, til hvers voru þá
allir hinir hermennirnir?
4*
Hann: Viltu kyssa mig, Elsa?
Hún (feimin): Eg hefi aldrei
kyst karlmann áður.
Hann: Þá pössum við ágæt-
lega saman. Eg hefi nefnilega
aldrei' gert það heldur.
+
—Þér vitið víst ekki, við hvern
þér talið? Einn af forfeðrum
mínum barðist við Napoleon.
— Já, einmitt það. Það var
mjög skemtilegt. Hvor vann?
Odds Are Against You
LADIES!
DONT
‘CAMBLE
• WITH
•BEAUTY!!
NATURE ENDOWED YOU WITH ONLY ONE HEAD OF HAIR
Do Not Sacrifice Your Crowning Glory to a Price!
CONSULT AN EXPERT
NELS TODD
WHO REALLY KNOWS!
"ASSISTANT ARTISTS AT YOUR SERVICE ALWAYS"
300 Kensington Building — Smith and Portage
$25,000.00
ALÞJ0ÐAR BYGG-SAMKEPNI
fyrir ÚTSÆÐI og MALT ENDURBÆTUR
(Að tilstuölan ölgeröar og maltiðnaðarins í Canada)
MILLIFYLKJA- og FYLKIS-
SVÆÐA VERÐLAUN
Takið þátt í alþjóðar-byggsam-
kepni strax. Stuðlið að end-
urbættu byggútsæði í Canada
og vinnið há peninga verðlaun.
Samkepnin er fyrir yður. Við-
urkendir bændur í viðurkend-
um byggræktarsvæðum í
Canada, sem rækta O.A.C. 21,
Mensury (Ottawa 60), Olli og
Montcalm, geta tekið þátt.
Verzlunar- og stjórnmálastofn-
anir undanþegnar.
Umsóknum lýkur 15. júní.
Varðandi eyðublöð og upplýs-
ingar, skulu þér finna yðar
Elevator Operator, Agricul-
tural Representative, eða
skrifa til:
'L deildarverðla
(M $1&,750,0
' anl(°ba, Saskatchewa
b»‘tu Peace ni ' A,b
e River hérað
p
yrstu verSJaun $1
°nnur verSlaun '
$500.00
$3i
Fj6r»u verðiaun
P . $20
fvr ,Ve,ð!aUn
,v „ vm$1,000
Svæðaverðlaun
W* hvert fylki g
Aiiir, sem „ H'“,DOO,
til’ ^rzr’rvinna•f6 <
aSEttu By
NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE
MANITOBA:
Provincial Chairman,
c/o Extension Service,
Dept. of Agriculture,
Winnipeg, Man.
SASKATCHEWAN:
Provincial Chairman,
c/o Field Crop
Commissioner,
Regina, Sask.
ALBERTA:
i
Provincial Chairman,
c/o Field Crop
Commissioner,
Edmonton, Alta.