Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. MARZ, 1946 5 AHIJGAMAL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hraun og blómguð engi^ Blítt Lætur Veröldin, heitir skáldsaga sem Guðmundur Gísla- son Hagalín gaf út 1943. (Bók- fellsútgáfan H. F.). Saga þessi heldur athygli manns föstu frá byrjun til enda, jafnvel þó vegur orðanna sé all- grýttur með köflum. Myndirnar eru ljóst teknar, verða því hrukk- ur, blettir og ör, ærið áberandi, þrátt fyrir öll þankastryk sem höfundur notar líka séf til léttis og gefur ímyndunarafli lesand- ans tækifæri til frekari íhug- unar. En það eru líka fagrir reitir þarna, grænir og blómum skrýdd- ir. Náttúrulýsingar höfundar eru dýrðlega fagrar. ' Á sama hátt finnur höfundur lifandi kjarna sannra manngæða í nær- því öllum sínum persónum, hversu hrjóstrugar sem þær kunna að vera í hversdags líf- inu. I þeim eina manni, sem minst lífsgildi virðist hafa, það er, sem á næsta lítið til að gefa öðrum, er því lífseldinum haldið lifandi með iðjusemi og áhuga fyrir fast- ákveðinni lífsstöðu. Að mafm- inum verður minna ágengt en hann óskar, kemur í þessu tii- felli af því hve ófús hann er að gefa nokkuð af sjálfum sér til mannanna, sem hann lifir með. Hann blótar sáran opinberum útgjöldum þó hann eigi nóg fé til þess að standa í skilum frá því sjónarmiði. Hann reiknar út stúlkuna, sem honum lízt vel á, frá því sjónarmiði að hún sé dugleg að vinna, sé líkleg til þess að stíga fljótt af barnssænginni og komist fljóit og vel að vinnu aftur. Með öðrum orðum: Hann horfir á hana frá sama sjónar- miði og hann myndi horfa á skepnu, sem hann vildi eignast, er þó svo skotinn í stúlkunni að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þá er bæði ilt og broslegt að sjá, hvernig bóndinn á Grund- um, sem í insta eðli sínu er vænn maður, þó fremur erfiðlega gangi honum með köflum að bera lífs- byrðar sínar — á erfitt með að sjá sannleikann og sín eigin lýti, í atvikinu með slösuðu skepnuna. FyrSt, og mun sú saga oft hafa endurtekist, að efnin eru metin meira en mannslífið. Hún endur- tekst þarna. Líka það að þó að skepnan slasaða liggi dag eftir dag í því ástandi, er henni ekki fyrir stíflyndi og vitleysu sakir fargað, heldur er það alt “kvenn- fólkinu að kenna,” að ketið skemmist, “Kvennfólkinu, sem altaf lætur eins og það sé vit- laust.” (Jú, svo er nú það!). Svo er það alveg dásamlegt, mætti maður hafa svo fallegt orð um svo hringlandi vitlausar brettur, að þegar sá gamli syndaselur, Pétur, er seztur á háls pönnu- skotnum bolanum, tekur hann til að skoða hníf sinn og bera egg undir sól, bara af því húsfreyja vill ekki missa af blóðinu, sízt útí skrokkinn á skepnunni. Allar þessar kúnstir Péturs gamla eru því gerðar til þess eins að kvelja konuna sem er að biðja hann að flýta sér með nauðsynjaverk. Þar af í rauninni, að stytta dýrinu úálfdauða, sem fljótast kvala- stundir. En það atriði sýnist alls ekki koma til greina hvorki hjá bóndanum á Grundum né hjá Pétri föður hans, allan tímann Sem dýrið líður frá því það slas- og þar til það loks er skotið ® drottinsdegi. Höfundur hefir glöggt auga fyrir því, að menn geti þroskast brjóst náttúrunnar. Auðnu- stúlkan, sem dvelur í sveit- inni um sumartímann, er mikið betri manneskja þegar hún snýr heim aftur en þegar hún kom, þó ýmislegt sé þarna að. Satt er það, að karakter drengsins hjálp- aði henni og bjargaði þeim báð- um„ en umhverfi og atvik eiga líka sitt. Samt vogar hún ekki að taka á sig ábyrgðarteikn til- verunnar, sem gamla konan Ást- ríður, líklega mesta og bezta manneskjan á þessu heimili, gef- ur henni. Bensi Bravo gerir öðru- vísi, og í fljótu bragði, léttari kröfurnar. Drengurinn er mannsefni mesta, að manni virðist, vænn, staðfastur, með næmt auga og eyra fyrir því sem fyrir bar. Það góða og fagra hefir sigrandi mátt- inn í sál hans. Djúpsæi höfundar kemur með- al annars fram í því, að þó stúlk- an sé auðnulítil í sínu versta á- standi, þá á hún það til, er í nauðir rekur fyrir drengnum, er jjargar honum. Hinu sanna móð- ureðli hennar hefir verið bjarg- að — og þá sjáum vér ekki út- fyrir takmörk þess. Ást höfundar á heimahögum finnur maður glögt í drengnum. Alt sem minnir á “heima,” fangar huga hans. Jafnvel tjaran, kol- in og saltið, ilma í vitum hans, er hann er á heimleið. Ýmislegt úr daglega lífinu nú á föðurlandinu, kemur þeim und- arlega fyrir sjónir, er svo lengi hafa dvalið fjarri fósturjörðinni, sem sú er þetta ritar. Ferðalög og flutningar í bifreiðum og vörubílum, og það með ákveðinni áætlun. Manni finst með köflum er maður les það, að maður sé kominn í anda yfir annan hnött. í gegnum alla söguna renna þrír straumar: Nákvæm eftirtekt á öllu sem fyrir ber, djúp hylling á landinu og innileg samúð með mönnum og málleysingjum. Eina athugasemd vildi eg gera við síðustu ályktanir höfundar. Höfundur telur það áreiðanlega gæfu drengsins að hann vogar að taka við ábyrgðartákni til- verunnar en ályktar um leið, að lífið hafi nú kent honum betur að meta það en kirkja eða skóli hefðu getað gert. Alt er þetta gott.nema það: Hvernig gat drengurinn matið það að verðleikum, ef hann ekki þekti það fyrirfram? Guðmundur Gíslason Hagalín, er nú einn af allra fremstu rit- höfundum íslands. Hann á ættir að rekja til óðalsbænda og stór- sjósóknara Vestanlenda. Hann hefir skrifað mikið og verið sí- starfandi í almennum málum þess utan. Virðist svo sem Guð- mundur hafi nærri ótæmandi starfskröftum á að skipa. Hann hefir í tólf ár, verið forseti bæj- arstjórnar á ísafirði, formaður hafnarnefndar, skólanefndar barna og gagnfræðaskóla og kaupfélags, er nær yfir Norður- ísafjarðarsýslu auk bæjarins. Einnig er hann formaður Félags Islenzkra rithöfunda. Guðmundur Gíslason Hagalín hefir gefið út um eða yfir tutt- ugu bækur. Þær síðustu upp að þessu, eru: Móðir ísland, og mjög stór skáldsaga: Konungurinn á Kálfskinni. Hef eg séð talað um í íslenzkum blöðum, að hún sé prýdd myndum, sem mikið þykir auka á gildi bókarinnar. Guðmundur er kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur alþingismanns Jónssonar, á Hvanná á Jkuldgl, ágætískonu. Nú eru bækur Hagalíns að komast á erlend tungumál og flytur hann nú til Reykjavíkur. Rannveig K. G. Sigbjörnson. ln Memoriam Kristján J. Mýrdál Funeral service for Kristján J. Mýrdal was held at Lundar, Man., on Friday, Jan. 18th, with Rev. V. J. Eylands of the First Lutheran Church of Winnipeg officiating. Burial took place at Otto (Kris’s boyhood commun- ity). Pallbearers were Gunni Back- man, Gunni Mýrdal, Mundi Mýr- dal, Leo Danielson, Clarence Hunt, Valdi Guðmundson. Mr. Myrdal died at the August- ana Hospital in Chicago, on Thursday, Jan lOth, after a se- rious illness of seve#weeks. He was born in Winnipeg, Oct. 6th, 1900, of Icelandic parents, and with his mother and father and brother Gunni moved to Otto when a small boy. His father John Myrdal was killed on a fishing vessel when Kris was only seven years old, so both he and his brother Gunni learned to accept responsibilities early in life. In 1920 the family moved from Otto to Lundar and Kris and his brother operated a re- tail grocery until 1923. In 1924 Kris married Ethel Hunt of Dropmore and the following year moved to Chicago. Mr. Mýrdal held. a position as book-keeper for the Postlewait Funeral Home for five years, then moved to River Grove where he became auditor of the village and held that position until 1935 when he and Mr. A. N. Haugan and R. H. Erwig also of River Grfcve estab- lished a real estate and insur- ance business, Mr. Haugan hav- ing withdrawn from the business since. The business known as The Leyden Real Estate and In- surance Agency, will continue with Mrs. Mýrdal and the re- maining partner, Mr. R. H. Er- wig. Mr. Mýrdal was a member of the River Gróve Business Men’s Ass’n and a member of the Royal Order of Moose, and was held in high esteem by all those who knew him. Funeral service was held 'in R. Grove with Rev. K. K. Ólafson, pastor of the Lutheran church of Mount Carol, 111., officiating. The body as then bróught to Canada where' Mr. Mýrdal wished to be laid to rest. Honorary pallbearers were : Charles Clendening, Peter Bryce, Carroll Schroeder, Dewey White, Toti Thorkelson and Whitey Shafer. He is survived by his widow Ethel, a little daughter Ethel Marie of River Grove, his mother Ingveldur Johannesson and an only brother Gunni Mýrdal of Otto. • We wish to thank our many kind friends and neighbors for their many expressions of sym- pathy and the lovely floral trib- utes at the time of our loss of a loving husband and devoted father. Mrs. K. J. Mýrdal and Ethel Marie. Hjá lækninum Frúin: Ó, guð hjálpi mér. Hefi eg ekki sezt á gleraugu læknisins. Læknirinn: Gerir ekkert til, góða frú, gleraugun hafa séð það sem verra er. EG SÉ SEYÐISFJÖRÐ .. . (Frh. af bls. 1) einmitt svona brölt, sem ætti við hann. Þessir útúrkrókar urðu eink- um tíðir um það leyti, sem við vorum að koma að sæluhúsinu, á miðri leiðinni, og eftir það, þangað til komið var að Stöfun- um. Skömmu áður spurði ein- hver farþeganna, hvort nú væri ekki “búið það versta.” Það versta eftir “Nei, nú er einmitt það versta eftir,” svaraði Þorbjörn og hló við. Ekki kom þetta þó svo mjög við okkur farþe^ana, en það mun hafa reynt því meira á leikni Þorbjarnar, því að þetta voru tveir eða þrír svellbólstrar á hættulegum stöðum, þar sem litlu eða engu mátti muna, eða ekkert út af bera og engu skeika. Þegar þessar hættulegu ófærur voru að baki, sá eg fyrst hvern snilling við höfðum við stýrið. Seinasti bólsturinn var í brekkn, þar sem einnig var beygja á veginum, en hátt fall ofan af honum á aðra hönd og ekkert þar til stöðvunar, ef hjólin skrik- uðu á annað borð. Þegar að því svelli kom, stöðvaði Þorbjöirn bílinn, tók sandpokann og stráði á svellið svo sem sandurinn ent- ist til. Yfir bólsturinn ók hann síðan ákaflega hægt og gæti- lega. Engu að síður rann bíllinn til einu sinni, en Þorbjörn náði þegar tökum á honum aftur — og allt fór v£l. En eg er hrædd- ur um, að við höfum öll haldið niðri í okkur andanum. Lítið þarf að bæta Þessar torfærur á heiðinni voru þó svo smávægilegar, bæði skaflarnir og bólstrarnir, að ekki hefði kostað nema lítilræði að lagfæra þar veginn, svo að á- gætlega fær hefði verið leiðin öll, ef “hið opinbera” hefði t.d. haft nokkurn áhuga á að halda henni opinni í lengstu lög — þó að ækki sé til þess að ætlast, að einn bílstjóri taki það á sig, þótt afburða duglegur sé og hafi jafnvel sjálfur nokkurt gagn af. En væntanlega dregst það nú ekki lengí úr þessu, að hlaðinn vegur verði lagður um Fjarðar- heiði. i En nú á eg brátt von á því að sjá ofan í æfintýra-pottinn minn, jafnvel þó að dimmt sé orðið. Því að eg veit að þeir spara ekki við sig rafmagnið Seyðfirðingar og að enginn kaupstaður á land- inu er betur upplýstur en Seyð- isfjarðarkaupstaður. Og eg þarf ekki lengi að bíða, því að allt í einu hrópar stúlkan, sem situr í framsætinu, og klappar sam- an lófunum eins og krakki : Ljósin heima “Nei, — lítið þið á ! Er þetta ekki fallegt ! Sjáið þið öll ljjsin — heima !” Og víst er það fallegt. Það er komið kolsvarta myrkur. En langt niðri í hvosinni blika og titra ótal, örsmá ljós og speglast í skyggðum fleti Kringlunnar. Eg greini ekkert skipulag á um- hverfi ljósanna, en þetta er eins og einhver fjarlægur töfraheim- ur. Og þetta var minn töfra- heimur í bernsku. Þetta er fjörð- urinn minn — Seyðisfjörður ! Klukkan átta um kvöldið er eg seztur að snæðingi hjá bersku- vini mínum einum, úti á Búðar- eyri. Tæpar þrjár klukkustund- ir höfðum við verið á leiðinni frá Reyðarfirði til Seyðisfjajrðar og heilan sólarhring spöruðum við ökkur með þessu bragði, því að Esja kom ekki fyrr en á föstu- dagskvöld til Seyðisfjarðar. Þess má svo að lokum geta að laugardaginn 16. þ.m. fór Þór- björn á þessum ágæta bíl sín- um upp um allt Hérað, og alla leið upp að Skjöldúlfsstöðum á Jök'uldal og kom “ofan yfir” á spnnudagsnótt. Síðan hefir snjóað lítilsháttar og í morgun sagði Þorbjörn, að nú yrði líklega ekki farið um sinn yfir heiðina nema í Jeppa. Seyðisfirði, 20. des. 1945. Hafið þér nokkra hugmynd um, hvernig maður getur reikn- að út kostnaðinn við að lifa nú á döguny? Já, þér skuluð taka laun yðar, hver sem þau kunna að verða og bæta 25% við þau, það er allt og sumt. Minnsta kapella í heimi er í Bandaríkjunum. Hún er helguð Maríu Guðs móður og er svo lítil að söfnuðurinn verður að standa utan dyra, til þess að hlusta á prestinn. HREIN FOT! HREIN HUS! HREINT LOFT! VORIÐ ER KOMIÐ ! Sérstök velvildarkjör á fatahreinsun hjá FORT ROUGE CLEANERS Karla og kvenna föt gerð sem ný, með nýjustu hreinsunaraðferð. Sparið með því að vitja fata yðar sjplfir á afgreiðslustaðina, en þeir eru: 123 OSBORNE ST. 200 KELVIN ST. 871 PORTAGE AVE. 666 SARGENT AVE. 1837 PORTAGE AVE. 489% ST. MARY’S RD. 1400 MAIN ST. 686 OSBORNE ST. 523 SELKIRK AVE. 908 SARGENT AVE. 125% MORION ST. 388 TALBOT AVE. 1456 LOGAN AVE. 1817 MAIN ST. 123 Osborne St. Mjaltavél með fjórum STÓR-aukakostum Breiðbotnuð fata og óvölt . . . ný tegund einkaleyfðs handarhalds, sem auðvelt er að grípa með eða án klæð- ingar . . . auðvelt að tæma með annari hendi. Hvorki hiti né kuldi hafa áhrif á skilrúmið . . . lukt vélasamsetning að innan, fyrirbyggir ryk og óhrein- indi . . . hollari og endingar- betri. Einka Cockshutt Conde þéttieiningar kæla mjólkina í fötunni og halda pípunum hreinum. Sjálflukt, non-adjustable ... ákveðin hraðatæki, sem stjórnað er með lykli. TakmarkaO upplag af bók- inni "Farming in Canada,” cr enn fáanlegt. Finniö nœsta Cockshutt umboðs- mann. Það borgar sig fyrir yður að rannsaka þessa nýju Cockshutt Conde m]altavél . . . finnið hinn vin- gjarnlega Cockshutt umboðsmann strax COCKSHUTT Truro Montreal Smith Falls PLOW COMPANY LIMITED BRANTFORD Winnipeg Regina Saskatoon Calgary Edmonton I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.